Lögberg - 09.12.1926, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.12.1926, Blaðsíða 6
BIs. 6 LÖGBERG FEMTUDAGINN, 9. DESEMBER 1926. Leyndarmál kon- unnar. Eftir óþektan höfmid. “Fritö, hvar ert þú núna?” ómaði í huga mínum. “Hugsar þú nokkurn tíma um vesal- ings Nelly þína? Þráir þú ekki að finna litlu konuna þína, sem 'þú einu sinni sagðist elska svo heitt? Komdu aftur til mín. Lít þú einu sinni en í þau augu, sem þú einu einni sagðir að ættu alla geisla ljóssins, bak við sinn dökkgráa lit. Lestu í þeim um ástina, sem eg, þrátt fyrir tilraunir mínar til að hata, enn þá ber til þín------” Þegar eg loksins vaknaði af draumum mín- um, fann eg| tiil undarlegs óhuga; það var ein- hvers konar óákveðinn grunur um eitthvað ilt, þó gat eg ómögulega vitað hvað það var, sem eg óttaðist. Alt benti á að bjartari f ramtíð beið mín, hvaðan kom þá 'þessi einkennilega tilfinn- tng sánnfæringarinnar um að það væri betra fyrir mig að hvíla á sjávarbotni, en að ganga í gegn um það, sem nú biði mín? 1 sex ár var eg búin að vera yfirgefin kona, og var því næstum orðin sannfærð um, að eg væri ekkja, þar eð maður ,minn hafði ekkert látið til sín heyra, aílan þenna tíma. En nú, alt í einu, komst eg á aðra skoðun, einhver eðlisávísan sagði mér, að maður jninn lifði — að hann væri ekki í mik- illi f jarlægð — að eg fengi bráðlega að sjá hann aftur — og svo lifandi varð þessi tilfinning, að eg ósjáífrátt rannsakaði andlit samferðamanna minna, til þess að finna hans andlit. Þegar við » loksins lentum í Ryde, fanst mér aftur að hann ihlyti að vera þar, til þess að heilsa mér og bjóða mig velkomna. Mieðan við gengum til járnbrautarstöðvar- innar, áló hjarta mitt hratt af eftirvæntingu, og mér fundust það næstum vonbrigði, að fá ekki að sjá hann. Þegar við komum til Ventnor, varð eg að fleygja þessum heimskulegu hugsunum frá mér — eg átti nú ekki sjálfa mig lengur. Símrit hafði tilkynt húsmóður minni komu mína, og hún hafði sent vagn eftir mér. * “Ungfrú Sedwick?” spurði þjónninn. “Já, er þetta vagn ofursta Synwoods?” spurði eg. Svo tók maðurinn farangur minn, og eg sté inn í vagninn, sem ók með hraða miklum til hins nýja heimilis míns. Meðan eg halllaði mér aftur á bak á sessun- um, spurði eg sjálfa mig, hvernig þetta heimili mundi lita út. “Ofursti Lynwood, Mallowdene Beech- wood”, var hin höfðinglega áritan,, sem liðsfor- ingjafrúin hafði gefið mér. En eg fékk ekki langan tíma til umhugsunar. Leiðin var stutt og við komum bráðlega inn í skuggaríkan trjá- gang. Gluggar, með björtum ljósum að innan, sýndú afarstóra byggingu, sem helzt líktist höllu, fyrir framan miðju hennar nam vagninn staðar. Frá opnum dyrunum streymdi björt ljós- birta út á grasi vaxna gangstíginn; eg sté ofan úr vagninum og kom inn í rúmgóða forstofu, gólf hennar var þakið indverskum dúkum; mar- maramyndir, vafningsgrös, blóm og dúkum skreyttir, fótaiansir legubekkir prýddu þenna viðfeldna stað, ^sem manni geðjaðist undir eins svo vel að, að maður vildi nauðugur yfirgefa hann aftur. Tveir þjónar fylgdu mér gegnum forstofuna að dúku mklæddum stiga; þegar eg var komin upp úr honum, ‘tók ráðskonan á móti mér og fylgdi mér að björtu, blómskrýddu, þægilegu herbergi. Eldur logaði í ofninum, og fyrir framan hann var snoturt teborð, með dúk, mat og mataráhöldum, þægilegum hægindastól hafði verið ýtt að því. Fagrar myndir á veggjunum, skápur með mörgum bókum í, píanó og notaleg- ir legubekkir sýndu mér, að alt hafði verið gert til þess, að lagsmeyjnnni gæti liðið vel, og eg tók á móti öllum þægindum þakklát og undr- andi. “Frú Lynwood hefir gesti í kvöld, og getur ekki veitt yður móttöku fyr en eftir dagverð, en hún vonar, að þér látið yður líða vel og biðjið um'ált,, sem yður vanhagar um,” sagði ráðs- konan með alúðlegri. rödd. ‘ ‘ Þetta er svefn- herbergi yðar,” sagði hún og benti til hægri handar, “og þarna er gengið inn í dagstofu frú Lynwoods. — Viljið þér leyfa mér að hjálpa yður til að sk^fta um föt 1— fötin yðar eru rök.” “Þökk fyrir, það er að eins sjór,-*sem hefir vætt þau, og menn segja að hann valdi ekki inn- kulsi. Við fengum allmikinn storm á leiðinni hingað, og eg er dálítið þreytt, en heitur tebolli gerir mig strax fjöruga aftur.” Svefnherbergi mRt var jafn skrautlega út- búið og dagstofan; með aðstoð ráðskonunnar, var eg brátt komin í svartan silkikjól og settist vrið hina lostætu rétti,, sem á borðinu voru. Kl. 9 fékk eg boð mn, að frú Lynwood vildi taka á móti mér og tala við mig fáeínar mínútur í mál- stofu sinni. Ráðskonan fylgdi mér gegn um, nokkur skrautleg herbergi til algerlega töfr- andi stofu, sem var aðskilin frá hJiðarherbergj- unum með dökkbláum flauelstjöldum, og fyít hinum inndælasta blómailm. Veggirnir í þessu herbergi voru klæddir bláu þvkksilki og skreytt- ir með myndum eftir Jea.n Antoine. A hvítum eldstæðisdúk stóð frúin, og hinn hái' og beini vöxtur hennar minti að nokkru leyti á móður hennar. Unaðsfagur blær hvfldi yfir henni, sem hafði góð áhrif á mann. ó, mín blíða, ynd- islega frú, get eg nokkum tíma gleymt hvernig þú leizt út, þegar við sáumst fyrst, og þegar hugur minn mætti þínum með ást og trvgð? Hvernig get eg lýst fa^ra andlitinu þínu, ‘sem enginn gat litið á, án þess að verða hrifinn? Þessi stóru björtu augu, sem blikuðn af mann- kærleika, hvíta ennið þar sem hreinskilnin átti heima. Hún var klædd perlugráum þykksilkis- kjól, sem fór henni ágætlega; um hálsinn og úlnliði voru fagrir og dýrir kniplingar; í mikla, ljósa hárinu sat demantsprjónn; samskonar gm- steinar gljáðu um háls hennar og á höndunum. Hún kom til mín, heidsaði mér vingjamlega og bauð mér að setjast, spurði um ferðina og fleira. $ “Mamma skrifaði mér^ að hún væri fús til að hafa yður,” sagði hún, “og henni hefir eflaust ekki skjátlað; þegar maður lítur á andlit yðar, finnur maður ósjálfrátt að yður má treysta. Eg vona, að eg geri yður ekki of mikil ómök, og að yður líði vel á heimili mínu. Hvemg lízt yð- ur á viðtalsstofuna mína? Það er einkennilegt við manninn minn, að hann .er mér til skemtun- ar að eins hér, þegar engir gestir eru. Er yður það ógeðfelt, að þér verðið sum kvöldin að vera einmana? Maðurinn minn er oft fjarverandi, og þá vil eg vera yður þakklát, ef þér styttið mér stundir, og líka á kvöldin. Nú verð eg að yfirgefa.yður — eg heyri til gestanna í dagstof- unni. Og þér eruð eflaust glaðar yfir því, að geta hvílt yður snemma eftir þessa erfiðu ferð.” Eg opnaði dyrnar fyrir hana, og hún yfir- gaf mig með vingjamlegu brosi; eg stóð kyr, hrifin af aðdáun yfir allri framkomu hennar. Mér fanst hún eins og lifandi æintýrj, blítt og draumsælt. Og þó var hún ekkert æfintýri, heldur ung, gæfurík, auðug og fögur kona. Þegar eg flutti kvöld'oæn mína þetta kvöld, mintist eg líka hennar. Eg bað um styrk til að geta orðið henni að gagni, og til þess með því að auka gæfu hennar. * * * Þegar eg opnaði augun næsta morgun, var bjart sólskin í herbergi mínu. Eg var enn þá þreytt eftir ferðina og klæddi mig mjög hægt, meðan eg hugsaði um alt, sem fyrir mig hafði komið síðustu dagana. Þetta var byrjun á nýju lífi. Hvernig mundi það enda? Skrautið, hin tígulega rósemi sem ríkti í húsinu, hin algerða lausn við að verða að hugsa um daglegt brauð — alt þetta sameinað gerði lund mína mýkri, en hún hafði um langan tíma verið. Eg ’oað fyrir barninu mínu, og svo kom hugsanin um mann- inn minn aftur, sterkari en áður. Hin einkennilega tilfinning, sem greip mig daginn áður, vildi ekki yfirgefa mig, því meðan eg horfði á mína eigin mynd í speglinum, hugs- aði eg ósjálfrátt um, hvort hann myndi þékkja mig aftur, ef hann sæi mig. Ó, nei, eg vissi mjög vel, hve mikið neyðin og söknuðurinn höfðu breytt mér; eg var ekki að eins orðin mögur, eg hafði fengið ofur litlar hrukkur í andlitið, og kringum rólega munninn, minn voru kómnir alvarlegir drættir, jafnvel augun, sem hann hafði dáðst svomikið að, höfðu breyzt, og eg lokaði þeim ósjálfrátt, eins og eg væri hrædd um, að þau opnuðu allar þær hörmungar, sem eg hafði orðið fyrir. Eg hafði um tíma kvartað yfir að missa fallega hárið mitt, sem eg varð að fórna af því, að eg tók oft hlutverk ungra drengja, en nú þótti mér vænt um það. Stuttu lokkamir, sem nú hringuðu sig um enn mitt, gerðu mig henni Nelly eins ó- líka og mögulegt var, og það var mér í núver- andi stöðu minni kært. Ástin og gæfan höfðu snúið við mér baki — eg var nú lítilfjörleg lags- mær, sem mátti gleðjast yfir því, að geta getið óska ókunnugrar konu og að fullnægja kröfum hennar. Eg varð að taka stöðu mína meðal verkalýðsins, lífið bauð mér engin blóm framar — hunangið sem eg safnaði, var ætlað öðrum; allar hugsanir um liðna tímann.urðu að hætta , — eg varð að snúa mér að ókomna tímanum og skyldunum sem hann fékk mér í hendur. Hin *fyrsta þeirra var auðveld—hún var í því inni- falin að binda blómavöndla fyrir samkomusal- inn, og ráðskonan bað mig að fylgja sér til dag- stofu sinnar því þangað hafí5i garðyrkjumað-* urinn borið fulla körfu af ilmandi blómum. Eg hraðaði mér að binda blómavöndlana, og einn þjónanna 'oar þá þángað, sem þeir áttu að vera. “Þeir eru aðdáanlega fallegir,” sagði ráðs- konan; “frúin verður hrifin af ánægju yfir þeim. Hún hefir séð rétt, þegar hún sagði mér að biðja yður að binda blómin; heldri konur hafa glögt auga til að sjá, hver hefir fegurðar- vit og hver ekki. ’ ’ Eg þakkaði fyrir hrósið og settist við morg- unverðarborðið hennar; það var ákveðið, að eg skyldi neyta morgunverðar með ráðskonunni. þar eð það var skemtjlegra, og að eins drekka síðdegisteið mitt alein í herbergi ,mínu. 1 dag höfðum við ekki tíma til að tala mikið saman, þar eð eg varð að taka upp muni mína áður en eg kæmi til frúarinnar, sem eg átti að gera kl. 10 í viðtalsstofu hennar. Þegar eg kom þang- að inn og sá frú Lynwood, virtist mer hún enn fegurri við dagsljósið en við lampaljósið. Hvíti kasmírkjóllinn hennar virtist mér vera líking- armynd af hennar hreinu sál og dökkbláu bönd- in mintu á fögru augun hennar. “Eg hefi tekið mér no'kkurra stunda frí, ung- frú Sedwick, og ætla mér að njóta samtals við yður í næði. Flytjið þér stólinn yðar nær mín- um,, þá getum við undið þetta silki á meðan við tölum. Gestir okkar fara í næstu viku, og þá fæ eg nægan tíma til að gleðja mig yfir félags- skap yðar. Eg er hrædd um, að ofurstinn, mað- urinn minn, fari ’ourt um sama leyti, og þá fáum við ekki að sjá hann fyr en um jólin. En eg ætla að reyna, fyrst þér eruð hérð að vera ekki najög eigingjörn. Eg skal segja yður að eg, síðan við giftumst fyrir þrem árum, hefi ávalt haldið honum hjá mér. Finsst yður þá ékki, að hann" verðskuldi að fá dálítið frí núna?” “óskar hann þess, frú?” “En hvað spurningar yðar eru glöggar, ungfrú Sedwiek. Eg býst við að hann, eins og allir menn, langi til að hreyfa vængina dálítið, en hann er of góður til að vilja segja mér það.” Ástríka brosið, sem lék um varir hennar, og hreinskilna augnatillitið, sagði frá blindu trausti og takmarkalausri auðsveipni. Öfundarverða kona; það leit ékkert út fyrír að hún,, eins og eg, hefði dregið arðlaust hlut- fall í hjónabands hlutaveltunni. Hún hlaut að vera gift heiðarlegum manni, annars gæti hún ekki titbeðið hann þannig. Og þó, hafði eg ekki treyst eins örugg á ást og trygð Frits? Frú Lynwood mintist á gestina, sem nú dvöldu á heimili hennar. Það var ofursti Wood og kona hans; ungfrú Thorn, systir konu hans; kapteinn Barry og hr. Grant. “Kapteinn Barry er gamall og tryggur vin- ur mannsins míns; hinum kyntumst við, meðan við dvöldum í Ameríku. Þér vitið, að eg kynt- ist manninum mínum í Canada, þegar faðir minn var þar við herinn? Eftir að við gift- umst, vorum ,við á ferð í 6 mánuði um Ameríku, og svo fluttu foreldrar mínir hingað. Við dvöldum í 18 móuuði í suðurlöndum; eg var hugfanginn yfir öllu, sem eg sá þar; af list og dýrð í Italíu, landi skáldskapariys. Pa'obi var kallaður aftur heim til Englands, og þá urðum við honum samferða og settumst að hér; lækn- arnir segja, að eg sé viðkvæm og þurfi blítt loftslag^ loftið hér á að vera mér holt. Maður- inn minn hefði heldur kosið Suður-Ameríku, en mig skórti kjark til að fara enn einu sinni yfir hafið. Hér er eg ánægð að vera — þessi stað- ur er býsna nálægt London, þar sem pabbi verð- ur nú að vera. Foreldrar mínir geta oft heim- sótt mig hér, svo að alt, eins og þér sjáið, sam- einar sig til að gera mig gæfuríka, og dekurauð- ugustu persónu á hnettinum. Finst yþur það ekki líka? ” Auðvitað var eg á sömu skoðun; eg fann, að forlögin voru henni einkar velviljuð. “En þar eð sjálfri mér líður svo veþ verð eg að hugsa um aðra. Þess vegna vil eg ekki neyða manninn minn til að vera hér alt af. Mamma stakk upp á því, að eg fengi mér lagsmær, til þess að minka söknuðinn dálítið, og til þess að hjálpa mér til að taka á móti gestum—mér finst það stundum svo þreytandi; eg vona að þér eig- ið samtalshæfileika, ungfrú Sedwick?” Eg fullvissaði hana um það hlæjandi, að eg skyldi gera alt sem eg gæti í þessu efni, og þeg- ar eg um leið tók eftir því, að hnykill af silki- þræðinum, sem við höfðum undip, var dottinn á gólfið, og að hundurinn hennar hafði náð í hann, laut eg niður til að taka af honum her- fangið, sem hann með kesknislegum hlaupum reyndi að koma í veg fyrir. “Róleg, Ruby, komdu hingað,” sagði eig- andi hundsins. Hundurinn hlýddj, og eg flýtti mér að bæta úr skemdunum, sem hann hafði ollað. M “Hann ber fallegt nafn,” sagði eg. “Lynwood ofursti hefir valið honum það, hann er vandlátur með dýranöfn. Faðir minn, yfirforingi Rivers, á stóran hund, sem heitir Nelly; maðurirín minn hefir oft fundið að því, að nota kvenmannsríöfn handa dýrum, og ég hefi sjálf séð, að hann hefir hrokkið við og föln- að, þegar einhver kallar á hundinn, og þó er nafnið fallegt — finst yður það ekki?” , “Það Sr mitt eigið nafn, frú Lynwood, svo eg get þess vegna naumlega dæmt um það.” “Það er satt, nú man eg það, mamma skrif- aði mér, að þér heitið Nelly Sedwick. Nei, það er alls ekki rétt að gefa dýrum nöfn manneskj- anna, mér þætti gaman að vita, hvort Frits hef- ir þekt og þótt vænt um stúlkp, sem hét Nelly.” Hún horfði hugsandi fram undan sér, og tók ékki eftir því, að eg hrökk við, þegar hún nefndi nafnið Frits, eins og ekki væri þpsundir manna með því nafni. Þessar tvær stundir liðu fljótt; svo sagðist hún ætla að hreyfa sig úti í garðinum á undan þurmetis hádegisverðinum, og bað mig að mæta sér þar. Ofurstinn og gestir hans höfðu riðið til Blackgang, en 'hin viðkvæma heilbrigði henn- ar, bannaði hluttöku í slíkum skemtunum. Þeg- ar eg hjifði lofað henni að koma, skildi eg við hana hjó herbergisþemu hennar, hraðaði mér svo upp til að hafa fataskifti. Hvað það var einkennilegt, að við skyldum fara að i tala um Frits og Nelly. Eg sagði sjálfri mér, að þetta væri að éins tilviljun — en samt gat eg ekki hætt að ‘hugsa um það, og þráði einlæglega að sjá þenna fullkomna eiginmann, sem átti að vera svo fullkominn í öllu; mín eigin reynsla hafði kveikt hjá mér efa um mannlegt atgerfi. Eg skreytti gráa kasmírkjólinn minn með tveim hárauðum borðalykkjum,, . og beið þéss með kyrð, að eg fengi að sjá LymVood ofursta og gesti hans. Garðurinn, sem eg litlu síðar var á gangi um, og beið frúarinnar, var mjög stór og fag- ur. Fyrir framan húsið voru blómareitir, þar gekk eg fram og aftur, glöð yfir fegurð og ilm blómannai, og hlustandi á skvampið í gosbrunn- unum. ' ' Mallowdena var bygt eftir gotnesku sniði og stóð á hæð; ’oak við var hár fjallahryggur • húsið var bygt úr rauðum steini, sem vindur og veður höfðu litað jarpan; upp eftir veggj- unum teygðu sig bergfléttur 0g rauðgljáandi vínviður með bróðurlegu samkomulagi; hér og hvar skein hinn ljósi litur vafjurtanna’ á milli hms dökkgræna litar bergfléttanna. Stór göm- ul tré skreyttu hinn víðáttumikla garð; gegnum bil á xnilli^ trjánna, sá maður græna bletti með marmaralíkneskjum, fagurlega lituðum. Alt var svo fagurt, að ég varð sem töfrum lostin af því, og hélt mig vera komna í Paradís, þar sem hvorki synd eða sorg komast inn, Standandi á steinbrjósitriðinu, gat maður heyrt báruskvampið við klettana fyrir neðan; þunglyndislegur söngur, sem enn fremur jók hugnæmi sólskinsins. Meðan eg stóð þannig hugsandi, kom frúin til mín. Munandi gamalt kvæði, sem eg ávalt hafði elskað. lét eg hugsanir mínar í Ijós með orðum kvæðisins: Ef að dauðinn er í nánd, eg vil héma lífið enda, héðan blíða brosið til beztu vina minna senda. Þreyttu augun eg svo vil aftur leggja á nádýnunum. Þreytt við lífsins litaspil líka þreytt af hrygð og stunum, þreytt af gráti eins og eg er, og brosi sorg er hjúpar, þreytt að lifa, þreytuleg, þínar sjór í bylgjur djúpar læt eg sökkva líki mínu, laus við alla kvöl og pínu himins til svo held eg veg. , Hún svaraði ékki, en læddi hendi sinni inn í mína„ sem sagði mér betur en orð, að hún thefði skilið mig. Seinna sagði ráðskonan mér, að allur auður hjónanna væri upprunalega frá frú Lynwood, hann hefði ekki verið ríkur, þegar hann kyntist henni, en hún var strax svo hrifin af honum, að hún kvaðst vilja giftast honum,, þeim bezta af öllum ’oiðlum hennar, og foreldrar hennar, sem elskuðu hana um fram alt í heiminum, gátu ekki fengið sig til að neita bon hennar. Eg get ekki neitað því, að forvitni mín fór vaxandi, að fá að sjá þenna mann, sem náð hafði ást þessarar elskuverðu konu, sem hlaut að vera góður, þar eð hann stóð undir áhrifum hennar. Yið höfðum gengið að hinni hlið hússins, og sáum þá hóp manna koma, þrjá karlmenn og tvær stúlkur. “Þetta eru ekki allir”, sagði frú Lynwood, “en hinir geta ekki verið langt í burtu. Yið skulum ganga upp í dagstofuuna og taka þar á móti þeim.” .* Við gengum þangað, og vorum naumast komnar þangað inn, þegar tveir af mönnunum komu til okkar„ ofursti Wood og kapt. Grant. Ofurstinn, hár maður með grátt hár og skegg, var mjög hermannlegur. Grant var ungur og laglegur maður, liðlega tvítugur, með ihrokkið hár og ljóst skegg. Fní Lynwood kynti mér þessa gesti, gamli maður- inn sagði fáein kurteis orð við mig, skildi mig svo eftir hjá þeim yngri, sem eg brátt lenti í f jörugum samræðum við. Hann var mjög skraf- hreyfinn, og hafði á stuttum tíma sagt mér ó- trúlega mikið. Eftir föður sinn hafði hann erft silfurnámu í Suður-Ameríku, og kom til Norð- urálfu fyrir þremur árum síðan, nú sem stóð, var hann að skrifa ferðasögu sína. Eg fékk það álit á honum, að hann sæktist eftir einhverju nýju, hvort sem það var eftir- tektavert eða ekki. Meðan eg skemti mér við að stríða honum ofurlítið, voru dymar opnaðar og stúlkumar komu inn. Frú Wood var f jömg, Íítil kona, lið- lega þrítug. Hún var klædd í jörpum flauels- fatnaði, skreyttan gimsteinum. Ungfrú Thom leizt mér vel á, undir eins og eg sá hana. Hún var lagleg, ung stúlka, nítján ára gömul, með góðan hörundslit, dökt hár og stór og björt augu. Hún ávarpaði mig vingjarnlega og rétti mér hendi sína. Hún sagði mér„ að Lynwood ofursti og Barry kafteinn hefði farið til Cliffecastle, á- sain't nokkrum öðram úr nágrenninu, öem þeir hefði mætt á leiðinni. “Eg er hrædd um, að þeir dvelji þar lengi,” heyrði eg ofursta Wood segja. “Þér verðið ef til vill að bíða fleiri klukkustundir, heiðvirða frú — og það er um of.” Það sýndi sig, að ofurstinn gat rétt til; við neyttum matar án húsbóndans, og dagurinn var því nær þrotinn, þegar hann kom, og eg farin til herbergis míns. Morguninn eftir sagði frú Lynwood mér, að ' hún hefði fengið heimboð fyrir sig og gesti sína, sem maðurinn sinn hefði komið með, frá nábúa þeirra, Sir John og lafði Knight. Þau ætluðu að vera þrjá daga burtu, og fara eftir hádegi þessa dags. “ Þa fáið þér nægan tírna til til að kynnast heimilisfólki okkar í kyrð og ró, ungfrú Sed- wick, og kynnast hverjum bletti í húsinu; þegar eg kem aftur, verðið þér orðnar heimilisvanar; herbergisþernan mín fer með mér, svo eg vona að þér sjáið urn Ruby og fuglana.” Eg fékk nokkurar fleiri skipanir, og hjálp- aði til með undirbúning ferðarinnar; það tók nokkurn tíma, svo eg gat ekki búið mig undir þurmetis hádegisverðinn. Ráðskonan sendi mér hressingar upp í herbergi mitt, svo eg varð fegin litlu hvíldinni. Eg sat hugsandi og beið komu frúarinnar, þegar eg sá dyr hliðarher- bergisiis opnaðar og heyrði raddir þar inni. Hvað var þetta? Eg stökk á fætur og þrýsti hendinni að hjarta mínu. Hvað h'afði eg heyrt? Hlátur, ekki annað ep fjöragan, rómfagran hlátur. En þessi hlátur líktist mannsins míns — nei, það var meira en líking, — það var hans hlátur, mannsins míns. En hvað þetta var frið- samlegt, heimilislegt! Maðurinn minn. Hvers vegna þaut- eg ekki þangað inn til að sjá hann, til að finna hann? Fætur mínir voru magnlaus- ir„,eg gat ekki hreyft mig úr sporunum, ekkí látið heyra til mín — eg heyrði gestina fara — eg heyrði fótatak núlgast — það suðaði fyrir efí’um mínum. mig svimaði,, eg greip eftir ein- hverju, en náði engu, og féll meðvitundarlaus á gólfið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.