Lögberg - 16.12.1926, Blaðsíða 2

Lögberg - 16.12.1926, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. DESEMBER 1926 Haustið 1904 var eg staddur í borginni Swansea í Wales á vest- urströnd Englands. Um sumarið hafði eg verið í siglingum milli New York, Nýfundanlands og Swansea; en nú var komin desem- ber mánuður og langaði mig ekki beinlínis til að sigla yfir Atlants- hafið aftur um veturinn. Hinn undanfarna vetur hafði eg haft bæði jól og nýár úti á Atlanshaf- inu og höfðum vér ofsaveður alla leið frá Nova Scotia til Englands. Nú ætlaði eg í staðinn að fara suður í hlýrra loftslag og reyna að koma aftur til Englands með farfuglunum um vorið. Skipið, sem eg ætlaði að sigla á, mundi sem sé fara suður í Miðjarðarhaf- ið. í>að hafði tekið inn kolafarm í Swansea og lét í haf seint um kveldið þann 16. desember áleið- is til Feneyja á ítalíu. Feneyjar, eða Venezia, eins og ítalir nefna þær, liggja úti í Adríuhafinu og eru 117 að tölu. Aðalborgin ligg- ur á 82 eyjum, en í hinum eru víg- girðingar, forðabúr, verksmiðjur, fangelsi, vitfirringahæli og graf- reitur. Það eru 150 skurðir á milli eyjanna, og 378 brýr yfir skurðina. Á skurðunum er mikil umferð dag og nótt á bátum, sem á ítölsku eru nefnir gondólar. Það er einnig brú frá meginland- inn út til borgarinnar; er hún 3,600' metrar á lengd, eða rúmlega tíu þús. og átta hundruð fet. i henni eru ekki færri en 222 bogar. Allar byggingar eru úr steini og meðal þeirra eru Dogehöllin og St. Markúsarkirkjan hinar helztu, annars eru kring um 140 hallir og 100 kirkiur. Þessi borg, sem er á- litin hin einkennilegasta í heimi og talin meðal hinna fegurstu, var á miðöldunum hin mesta verzlunarborg heimsins. Og þó að eg hefði séð margar af hinum stærstu borgum begja megin At- lantshafsins, þá hafði eg aldrei komið í Feneyjar og hlakkaði eg mjög til að sjá þær. Frá Feneyj- um mundum vér svo sigla til þriggja borga á Grikklandi, og þaðan til Algeria í Norður-Afriku, þangað sem Tyrkir fóru með ís- lendinga, sem náðust í ráninu árið 1627; að því loknu mundum vér snúa heimleiðis til Englands aftur. Á þessu gufuskipi voru 22 sigl- ingamenn og einn brezkur far- þegi, sem ætlaði sér suður í lönd- in, til þess að reyna að fá lækn- ingu við brjóstveiki, sem hann þjáðist af. Hafði einhver sérfræð- ingur ráðlagt honum sólböð og fór hann nú þess vegna þangað, sem hægt væri að taka þessi böð daglega alt árið í kring. Sáum vér mjög lítið til hans, eins lengi og vér höfðum óveður og úfinn sjó yfir Spanska flóann, en þegar vér sigldum suður með Portúgals- ströndinni, kom hann oft upp á þilfarið. Þegar maður siglir út frá vest- urströnd Englands um það leyti ársins, sér maður venjulega mjög lítið til sólar á daginn og eru næt- ur oftaSt nær mjög dimmar; en hin afar sterku og skæru ljós frá vitunum á Landsend í Cornwall, á Scilly eyjunum, á Quessant fyrir utan norðvesturodda Frakklands og á Cape Finisterre á norðvest- urhorni Spánar, lýsa skipunum leiðina. Ferðin yfir Spanska fló- an um hávetur er sjaldan skemti- leg. Mörg holskeflan veltir sér yfir skipið fyr en það kemst fram hjá Cape Finisterre. Þaðan er sem oftast fagurt iveður og sléttur sjór með fram vesturströnd Por- túgals. Fyrir utan Lissabon, höfuzborg- ina á Portúgal, hittum vér eina nótt stórt enskt gufuskip, sem rak á reiðanum. Hafði vélin bilað í því. Vér buðumst til að draga það inn til Lissabon, en skipstjórinn hélt að það væri hægt að gjörá við vélina aðstoðarlaust og neit- aði því að þiggja neina hjálp, svo vér héldum leiðar vorrar. Margir sögulegir staðir eru á þessari leið. Meðal þeirra er Ca- diz, sem er af sagnfræðingum talin elzta borgin í Nrðurálfunni. Hét þessi borg í fornöld Tarsis og var það í hana, sem Jónas spá- maður ætlaði að flýja, þegar Guð bauð honum að fara til Níníve. Fyrir sunnan Cadis er Cape Tra- falgar, þar sem hinn frægi enski sjóforingi, Nelson lávarður, féll í crustunni, er hafin var 21. októ- ber 1805. Daginn sem skipið sigldi inn í Njörvasundið (Straits og Gibralt- ar), var hvassviðri á suðaustan, en sól stafaði hlýjum geislum og var enginn ósjór í sundinu. Var það mín stund við stýrið, og hafði eg þess vegna næði til að athuga þessar sögulegu stöðvar. Út og inn um þetta sund höfðu Fönisíu- menn siglt mörgum öldum fyrir Krists burð. Hér höfðu Rómverj- ar og Kartagóborgarmenn barist um herradæmið. Hér höfðu Van- dælir farið yfir um sundið árið 429 e. Kr. og stofnað voldugt ríki í Norður-Afríku, sem var við lýði í hundrað ár. Svo komu Ar- abar yfir þetta sund frá Afríku árið 711 og eyðilögðu hið mikla vestur-gotneska ríki á Spáni. Ár- ið 1109 sigldi Noregs konungur, Sigurður Jósalafari, með 60 lang- skip inn um þetta sund á leið til hins heilaga lands, þar sem hann lenti ári seinna. Hér höfðu marg- ir af ættmönrmm mínum siglt inn og út á undan mér. — Meðal bæj- anna, sem eru Afríkumegin sunds- ins, eru Tanger ' og Ceuta hinir helztu. Spánarmegin sundsins eru Tarifa, Algeciras' og Gibraltar, sem sundið dregur nafn sitt af. Eg stóð þar við stýrið og hugsaði um, hvernig grimmir sjóræningj- ar frá ströndum Norður-Afríku höfðu oft og^ tíðum tekið kaup- ma^fcaförin í þessu sundi og myrt skipshafnirnar með köldu blóði. Hér höfðu Bretar með kænsku sinni sölsað Gibraltar og hið undraverða fjall, sem víggirðing- arnar eru í, undir sig og halda því sem lykli, er opnar og læsir dyr- um Miðjarðarhafsins að vild þeirra. Eg horfði ýmist Ji bæina og landslagið Afríku megin sundsins og svo Spánar megin á Gibraltar, hina fögru höfn, hin miklu forða- búr Breta, þar sem þeir venjulega hafa vistir til fleiri ára, og her- mannaskálana. Nokkrar brezkar herdeildir voru að æfa sig á grasflötinni fyrir sunnan skálana að vestan verðu við fjallið. Eg hlýt að hafa haft hugann við mannkynssögu og það, sem fyrir augað bar, því eftir dálitla stund kom skipstjórinn upp á pallinn og skammaði mig fyrir illa stjórn á skipinu. Hann vissi, sem sé ,að eg kunni að stýra því, ef eg að eins hefði hugann við það. Eftir mín- útu hurfu allar bugður úr kjöl- farinu. Það er mjög skemtilegt að sigla inn í Miðjarðarhafið um þetta leyti ársins. Til suðurs sér mað- ur hina grænu hóla og hæðir í Marokkó, en það land hverfur fljótt bak við sjóndeildarhring- inn. Til norðurs blasa við hin mliklu fjöll, sem Spánverjar nefna Sierra Nevada. Eru þau snævi þakin og er það mjög svo fögur sjón, að sjá jöklana tindra og glitra í skini hinnar suðrænu sól- ar. Snemma um morguninn aðfanga- dag jóla st*eig Sikiley upp úr haf- inu yzt úti ,við hafsbrún í suð- austrinu. Sigldum vér með fram norðurströnd hennar allan dag- inn. Þar er borg, sem heitir Pal- ermó og sÉjum vér til hennar. Eft- ir hádegi sáum vér einnig eld- fjallið Etna. Er það hér um bil tíu þúsund fet á hæð og. snævi þakið, þótt sunnarlega sé. Til norðurs eru einnig fleiri eldfjöll í Lípdrisku eyjunum. Er Strom- bolí hið helzta þeirra. Var um það leyti reykjarmökkurinn upp úr því miklu dekkri og stærri en sá, sem streymdí úr Etnu. í eldhúsinu áttu tveir mat- reiðslumenn og lítil drengur mjög svo annríkt með að tilbúa jóla- matinn. Svínakjöt og karftöflur með káli, stór hrísgrjónabúdd- ingur, skorpusteik (pie) og nýbak- að brauð, voru kræsingarnar, sem siglingamennirnir áttu von á það kveld. Til þess að geta rent matn- um niður og vökvað kverkarnar á eftir, fengu þeir einnig nokkrar flöskur af hollenzku brennivíni, svo nú ætluðu þeir að fylla sig vel. Eg vissi af reynslu, hvernig alt mundi verða. Eg fór þess vegna að tala við annan stýrimanninn, að hann færi ekki að drekka fyr en vér værum komnir gegn um Messína sundið, sem er mjög svo straumhart. Var hann ungur mað- ur frá Leith á Skotlandi, og vor- um við góðir vinir, eins lengi og við vorum saman. Var eg á vöku hans. Á sömu vökunni var einnig ungur Norðmaður. Meir en venjuleg vinátta var á milli okk- ar; það var einskonar fóstbræðra- lag. Höfðum við í félagi farið 20 ferðir yfir Atlantshaf og siglt undir fána ýmsra þjóða. Höfðum við verið saman á skipi, sem hafði verið innilokað milli ísjaka, sem voru hærri en reiðinn á skipinu, og áttum við þá stundum litla von um nokkurn tíma að l<;omast heil- ir á húfi úr þeirri ferð. Við höfð- um einnig setið saman und'ir pálmaviðargreinum og myrtus- trjám í hitabeltislöndum, þar sem menn ala allan sinn aldur án þess að sjá efina einustu snjóflyksu. Eg hafði séð Herman, svo hét þessi ungi maður, detta útbyrðis klukkan eitt um nóttina í ofsa- veðri við vesturströnd Englands, en vér náðum honum aftur. Við höfðum einnig á ferðum okkar lent í æfintýrum í ''stórborgum víðsvegar um heiminn. Hann var rammefldur og greindur drengur, en hafði ekki fengið þá mentun, sem eg hafði, svo oft og tíðum varð eg að treysta afli hans og hann að treysta þekkingu minni. — Eg bað hann að halda sér alls- gáðum og gjörði hann það. Klukkan átta. um kveldið fórum vér á þilfarið, því þá byrjaði vaka vor. Skipið var þá komið að norðvesturhofni Sikileyjar og snerum vér fáeinum mínútum seinna inn í hið straumstríða Messína sund. Það var mín stund við stýrið og var það mjög svo erfitt að stýra skipinu gegnum allar þessar hringiður. Skipstjór- inn, og fyrsti stýrimaður stauluð- ust upp á stjprnpallinn og voru þeir báðir orðnir svo fullir.i að þeir gátu ekki staðið á fótunum nema þeir styddust við eitthvað. Á þilfarinu nálægt framstafni skipsins vOru nokkrir hásetar annars vegar, en kyodarar hins- vegar, að selja upp jólamatnum. Höfðu þeir nú tvær klukkustundir verið að eta svínakjöt, hrísgrjóna- búdding og drekka hollenzkt brennivín eins og svín, og afleið- ingarnar voru þær, að fiskarnir fengu einnig sinn skamt af kræsingunum. í hjarta mínu fyr- irleit eg skipstjórann fyrir að drekka sig sjálfan fullan, og svo að gjöra alla skipshöfnina ölvaða, nema okkur Herman. Annar ‘stýrimaðurinn hafði smakkað á víni, en hann vissi enn þá hvað hann var að gjöra. Eftir klukku- tíma siglingu komum vér í straumlygnara vatn. . Sigldum vér um það leyti fram hjá borg- unum Mésína og Reggio, þar sem Páll postuli lenti, þegar hann sem fangi var sendur til Rómaborgar, til þess að mæta fyrir dómstóli keisarans. Nú hélt annar stýrimaður að það væri óhætt að fara af stjórn- pallinum og skilja Herman og mig eina eftir til að stýra skip- inu og vera á gægjum svo að vér rækjumst ekki á neitt af öllum þeim skipum, sem vér * mættum. í Miðjarðarhafinu mætir maður venjulega að jafnaði 200 skipum á sólarhring, því mikil er um- ferðin. Þegar annar stýrimaður- inn kom ofan í hina stóru og fínu káetu, sátu þar vélameistarar annars vegar við hið mikla ma- hóni borð, skipstjórinn skipaði öndvegi, og hins vegar sat fyrsti stýrimaður og farþeginn. Á borð- inu var fult af flöskum, sem geymdu ýmsar víntegundir. Skip- stjórinn var Norðmaður. Þegar hann kom auga á annan stýri- manninn í dyrunum, segir hann við hina gestina: “Haha, sjáið þér þessa feitu skepnu, sem þar kemur inn.” Annar stýrimaður svaraði: “Þú þarft sannarlega ekki að tala um neinn mann á þessu skipi; því að eg er sann- færður um, að strákarnir uppi í Noregi hefðu getað búið til betri mann úr snjó en þú ert.” Ekki var seinasta orðið af vörum hans, fyr en skipstjórinn, þótt fullur væri, stökk upp úr sæti sínu og varð undir eins bardagi milli þeirra. tlrðu hinir að ganga á milli og skilja þá að. Settust þeir aftur að drykkju eins og ekkert hefði hent, en það ólgaði í brjósti annars stýrimannsíns. Klukkan 12 um nóttina var vaka vor á enda, og kom fyrsti stýri- maðurinn upp á stjórnpallinn, eftir að hafa fengið klukkutíma svefn, og var hann ■ nú viti sínu svo nær, að hann vissi einhvern-j veginn hvað hann var að gjöra. Nóttin var fögur og himininn al- stirndur. Um morguninn kl. 4 komum vér aftur á þilfarið. Þá var kolniða- myrkur og mundi ekki birta af degi fyr en eftir kl. 6. Annar stýrimaðurinn kom ekki upp á stjórnpallinn og bað fyrsta stýri- maðurinn mig að fara að leita að honum og feyna að koma honum upp á stjórnpallinn, til þess að hann tæki við næstu vökunni. Eg leitaði að honum í herbergi haris, í káetu skipstjórans, í borðsal yf- irmanrianna, en hann var hvergi nokkurs staðar að finna. Loks- ins fann eg hann í eldhúsinu. Þar sat hann með andlitið í báðum höndunum og leit ekki upp einu sinni þegar eg talaði til hans. Eg spúrði hann hvort hann hefði ekki heyrt klukkuna slá fjögur, og hvort hann vissi ekki, að hann hefði átt að vera kominn upp á stjórnpallinn fyrir hálftíma síð- an. Hann svaraði mér þá og sagð- ist vera búinn að gjöra sitt síð- asta handarvik á þessu skipi og væri laus við öll skylduverk. Eg fór að hlæja að þessu og spurði hvort hann hefði í hyggju að leggja niður verk sitt úti á haf- inu fyr en skipið kæmi í höfn. Harin svaraði því játandi. Eg reyndi að draga hann út á þil- farið, en hann fór að spyrna á móti. Meðan eg var að eiga við hann kom skipstjórinn skjögrandi að eldhúsdyrunum. Hann hlaut að hafa sofið einn eða tvo klukku- tíma, því að hann gat gengið nokk- urn veginn, en talaði eins og fullir .menn venjulega gjöra. Hann spyr mig, hvað eg sé að gjöra hér. Eg segi honum þá eins og er, að annar stýrimaðurinn ætli ekki að taka við og að fyrsti stýri- maðurinn sé enn að bíða eftir honum. Hann segir þá við annan stýrimanninn: “Hvað gengur nú að þér, George ÆtlaT þú ekki að gegna skyldu þinni?” Hinn svar- ar: “Nei, eg er búinn að gjöra alt það, sem eg ætla mér á þessu skipi; eg gjöir hér aldrei hand- arvik framar.” Skipstjórinn seg- ir þá við hann: “Hættu nú þessu bulli og farðu að sofa, og mun eg sjálfur taka vökuna þína.” Ann- Framh. á bls. 3. V 1 V f f: f, f ■ ff f- V f f? 'fs fl t? T f f f ■ ♦!♦: T f ? f 1 f; f ♦♦♦ f f: f? v h f m f# 4j f: fJ f:] fí fí fJ fJ f i f i f; f: ♦♦♦ í. fi BANFIELD’S CHRISTMAS GIFT SALE to Offers you a wonderful opportunity to get your Christmas necessities at sale prices, and make gifts that wiil be appreciated and give entire satisfaction, which together with our popu- lar “Charge it Plan ‘ will add the convenience to make possible the gifts of your desire. Every article in our t ntire stock is sale priced. Shop early, and receive the advantageous values. ODD DRESSING TABLES Triple Mirror styles, in black walnut finish Dress- ing Table, medium size and nicely finished. She will appreciate this ideal gift. Xmas Special ..................... 19.85 CHINA TEA SET. Beautiful shell tinted twenty-three piece China Tea Set, neatly decorated with floral design traced with gold lines and mat handles. Xmas Special ..................... 9.85 QUEBEC HEATERS An unexpected value in a square top Quebec Heater, with two-hole top, heavily brick lined and neatly trimmed ,with nickel. Twelve of these will find waiting buyers ** Xmas Special .......................... J,OJ Speciel Terms: $1.00 cash; $1.00 pær week. Hundrtds of Toys, Nothing Priced Bver $1.00 A F£W EXAMPLES All Iron Tractors .................................. 69c Heavy Metal Ford Sedan.............................. 69c Real Steam Engine ...............' ..,.............. 87c Dressed Mama Dolls, 13 in. nigh .................... 79c Tool Set in Chest................................... 29c Train on Track with Station......................... 98c Sleeping Dolls, moveable arms and legs ...-....... 39c Good strong Pop-Guns................................ 37c Garage with two cars ............t.................. 79c Toy Horse on wheels ................................ 19c Childs Tea Set ................................... 39c Set of Soldier Nine Pins.).......................... 67c Large Sleeping Dolls, beautifully dressed .......... 98c A good assortment of similar values affording savings to our customs. WALNUT METAL BED An exclusive Simmons walnut finish OBed; massive in appearance, with floral decorated triple panels and foot. i p Xmas Special ......................1D, f O SIMMONS DAY BED Six only Day Beds, in two designs, one with cane panel ends. These have heavy coil spring seats and have heavy cretonne covered mattresses. oa r a Xmas Special ............. ........ HAND CLOTHES WASHERS How easy and how clean wash day becomes with one of these machines. All metal. Put in the clothes, plenty of soap and water, then turn the crank. Will not injure the finest fabric. One dozen only to go at ........... 9.95 WE HAVE A SPLENDID SHOWING OF DINNER-WEAR Dinner Sets of 97 pieces, priqed fram $9.95 to $75.00 $1.00 Deposit delivers a set at once. Balance arranged. CHESTERFIELD TABLES TO CLEAR As a special attraction in this Sale we are plac- ing for sacrifice our entire line of Chesterfield Tables at prices showing clearance discounts of 40 prct. and 30 prct. and some cases showing HALF PRICE GIVE HER A VANITY DRESSER What a timely suggesl^ion and what an ideal gift. Beautiful full size Vanity Dressers, with full size mirrors and three drawer case, Walnut finish and attractive design.- Xmas Special ................ 48.95 HUNDREDS OF EXCLUSIVE GIFTS that will assist you in choosing real values, of serviceability, which will be doubly appreci- ated because of their quality. Take advantage of our Exchange Dept. Triade in your old style furniture for new at Sale Prtices. ilABanfield limited The Reli&ble Home Fumisher" 492 MAIN STREET - PHÖNE N6667 Buy a Dining Foom Suite, Bed-Room Suite or Chesterfield Suite at Saving Prices on our ♦ ^ AA Special Terms. ^D.UU , Deposit. Balance at your convenience. 4 4 x T f *f f :;f T f f f T ‘f ,f sf f Lf f *f T ff rf f Jk ff ff f f &f *f I' i f ff f *f f f sf *>♦♦♦ 'a 4^4 A A A A A A .4. A “

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.