Lögberg - 16.12.1926, Side 4
Bls. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. DESEMBER 1926
................","“„».».n"miiiiin"»f"m,lll"lllllllll
Jogberg
Gefið út hvern Fimtudag af Tle Col-
umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Talaimari N-6.127 «t N-6328
JON J. BILDFELL, Editor
Otan&skrift til blaSsins:
THE COlUHBIf Pf)E8S, Ltd., Box 3171. Wlnnlpeg,
Utanáskrift ritstjórans:
íDiTOR LOCBERC, Box 3171 Wtnnlpsg, R|an.
Tha “Lögbsr*” U prlntad and publlshsd by
Ths Columbtk Prsaa, Llmlted, in ths Colunvbla
■uiMlnc, (tt Sarirsnt Ave., WinnipsK. Manitobu.
Friður og gleði.
Það er sagt um sum orð, að þau séu vængj-
uð, — það er, að þau leiftri frá einu manns-
hjarta tii annars, frá einni mannssál til annar-
ar. Lífsaflið, sem í slíkum orðnm býr, er svo
voldngt, að það þrýstir sér að sálum mann-
anna, eins og vængsvif fuglsins þrýstir honum
í gegn um loftið.
Áhrif slíkra orða á hugsanir, breytni og líf
manna eru misjöfn og undir því komið, hve líf-
ræn þau eru. Þau geta verið lífgefandi í orðs-
ins beztu og fylstu merkingu, og þau geta verið
orð eyðileggingarinnar og dauðans.
Af öllum slíkum orðum er eitt, sem fiytur
meira ljós, meiri frið, meiri kærleika og meira
lífsafl inn í sálir mannanna, en nokkurt annað
orð, — hefir gjört það í alda raðir, og á eftir
að gjöra það, eins lengi og mennirnir þrá frið,
líkn og lífsins yl. Það er orðið Jól.
Svo er máttur þess mikill, að það þrýstir
sér, í skammdegi ársins og kuldum vetrarins,
inn í hvert einasta hús, og hvert einasta manns-
hjarta, þar sem það er þekt.
Hvað hefir það, eða það, sem það hefir að
tákna, að færa þér, maður?
Það boðar mönnunum alt, er hrein og óspilt
mannssál þráir heitast.
f fyrsta lagi boða jólin frið. Frið í guði,
frið við alla menn, og frið hverri einstakri
mannssál í meðlæti og mótlæti lífsins.
1 öðru lagi yl. Y1 kærleikans, er jólagestur-
inn veitti öllum mönnum, sem vildu verma sig
við hann, og veitir enn.
1 þriðja lagi gleði, — gleði yfir jólagjöfinni
mestu, — jólagjöfinni einu, frelsara mannanna.
Þetta og meira er boðskapurinn, sem þetta
vængjaða orð Jól flytur öllum mönnum og öll-
um mannanna börnum um víða veröld, þar sem
lífsafl þess er þekt og hinn frelsandi kærleik-
ur hefir vermt nokkra sál. i
* * | *
ÆSKAN OG JÓLIN.
Jólin eru umfram alt tíð æskunnar, vorsins
og lífsins — hátíð æskulýðsins. Því þar mæt-
ast vonir æskunnar og sá, er uppfylling von-
anna hefir í hendi sér. Lífsgleðin og lífgjafinn.
Fegurðin og frelsið. Yorhugurinn og vinur-
•inn, sem aldrei bregst.
Jólin eru réttílega kölluð hátíð barnanna,
því barnssálin ein, hrein dg óspilt, er það, sem
réttilega getur veitt þeim viðtöku, og engum
er þeim eins áríðandi að mæta, eða kynnast
eins og jólagestinum, og eftir að þau hafa kyrist
honum og lært að þekkja hann og þýðing komu
hans—þýðing jólanna—, er naumast hætt við,
að þau slíti félagsskap við hann.
Það er því auðsætt, að það hefir ekki litla
þýðingu fyrir börnin, hvernig að jólagesturinn
er kyntur þeim, hvemig að þau læra að þekl^a
hann og veita honum viðtöku, því undir því era
komin áhrif jólaboðskaparins og þýðing hans
fyrir hvern og einn.
Naumast mun nokkur sá, á meðal hinna eldri
Islendinga, sem ekki minnist jólanna úti á fs-
landi, þegar að hann eða hún voru þar börn, og
í sambandi við þá endurminningu undirhún-
ingsins undir jólin. Bæirnir voru hreinsaðir
og lýstir. Fólkið alt varð bljúgara í huga við
umhugsunina um jólin, og klæddist skrautklæð-
um sínum, til að taka sem veglegast á móti jóla-
gestinum. Mamma eða amma sat með litla
drenginn, eða litlu stúlkuna, og sagði þeim, að
guð hefði sent son sinn í heiminn til þess að
líða og deyja fyrir mennina, að jólin væru hala-
in í minningu um fæðing hans, og á jólunum
krypu allir í auðmýkt og með þakklátu hjarta
frammi fyrir skaparanum fyrir hans óumræði-
lega ‘kærleika til vor mannanna.
Matthías Jochumsson lýsir þessum tíma-
mótum í lífi hinna eldri fslendinga vel, þar sem
hann í jólakvæði sínu læturi mömmu segja:
“Þessa hátíð gefur okkur guð,
guð, sem skapar allan lífsfögnuð,
án hans gæzku aldrei sprytti rós,
án hans náðar dæi sérhvert ljós.
Þessi ljós, sem gleðja ykkar geð,
guð hefir kveikt, svo dýrð hans getið séð.
Jólagleðin ljúfa lausnarans
leiði okkur nú að jötu hans.
Þannig tóku menn á móti jólagestinum úti á
íslandi í gamla daga, (fg þannig taka víst marg-
ir á móti honum enn. Jólakoman var þeim
koma Krists, og þeir bjuggust sínn bezta skarti
til að mæta honum. —
Kristur og Santa Claus.
Hér í landi er þetta með nokkuð öðrum
hætti Hér tala menn minna um komu Krists,
en meira um Santa Claus, og Santa Claus held-
ur innreið sína í stórborgir þessa lands með
glingri og gáska á undan jólahátíðinni.
Vér erum ekki að fordæma þennan þjóðar-
vana með öllu. En því er ekki að leyna, að oss
finst hann nú að mun háværari og áburðarmeiri
hjá ungum jafnt sem gömlum, en lotningin fyr-
ir lávarði lífsins.
Fyrir nokkru síðan lásum vér ritgerð eftir
merka konu hér í Ameríku, þar sem hún er að
skýra frá, að hún hefði týnt jólunum. Hún
lærði að þekkja þau í húsi foreldra sinna, við
kné góðrar og guðhræddrar móður. Svo liðu
árin. Móðir og faðir lutu lögmáli lífsins og
söfnuðust til feðranna. Stúlkan fór út í lífið,
og tók sinn þátt í hraða þess og margvíslega
kapphlaupi, og þar týndi hún jólunum í glaumi
stórborgalífsins. í þrjátíu ár leitaði hún að
þeim, því enn þá var ylur þeirra ekki útkulnað-
ur í sálu hennar, og hún fann þau að síðustu í
sjóþorpi einu á austurströnd Ameríku, í húsi
fólks, sem meira átti af kærleiksríku veglyndi,
en a.f veraldarauði.
* * *
Erum vér að týna jólunum? Þessi spurn-
ing hefir þrengt sér fram í huga vorum hvað
eftir annað síðustu árin, þegar vér höfum séð
Santa Claus dýrkun mannanna og hvemig að
Mammon hefir tekið jólaboðskapinn í þjónustu
sína til að auðga sjálfan sig á því, sem helgast
er í heimi.
Islendingar! Látum oss verada jólahelg-
ina og taka undir með Jónasi:
“ Jólum mínu muni eg enn—
eins þótt stolið hafi
hæstum guði heimskir menn:
hefi eg til þess rökin tvenn,
að á sælum sanni er enginn vafi.”
Vígslurœða
séra Matthíasar Jochumssonar,
flutt 12. maí 1867.
Himneski huggari, líknari og lausnari, send þinn Xifandi
anda niOur i hjörtu vor á þessari heilögu stund. Vér velkj-
umst hér í sgndum og sorgum þessarar veraldar, jafn óstöð-
ugir, veikir og vdntrúa/Hr i gleðinni sem i sorglnni. Að
sönnu kennir oss þitt blessaða Evangelium, að sönnu þykj-
umst vér einatt finna, að vér séum hér i útlegð og á hrakn-
ingi, að vér séum hér ofurseldir synd, sorg og tárum, en
annar dýrðlegri heimur sé yflr oss eða jafnvel i kringum
oss og inst i anda vorum, þar sem huggunin og sælan búi, og
lífslns eiginlega fylling sé það lif, sem þessi sýnilega veröld
á ekki til, og getur ekki gefið oss. En nú biðjum vér, að þú
sannfœrir oss um þetta. Já, himneski almáttugur guð, taktu
skýluna frá vorri trúar sjón, og sannfœrðu oss— ekki einasta
um það, að sœlunnar bústaður, frekara vort blessaða riki,
sé yfir oss og i himnanna himnum hjá þér, heldur d meðal
vor, í hjarta og hugskoti voru. Sannfasrðu oss um þetta, en
einnig um það, að vér séum i sorglegu dstandi, og að vér
sitjum hér í dauðans skugga, nerna þvi aðeins að vér finn-
um með hjartanlegri iðrun off harmi, að vér séum fyrir þér
volaðir, berir og naktir, og flýjum á vœngjum ttfandi trúar i
faðm honum, sem þú sendlr oss tU endurlausnar, honum sem
kom til vor sakfallinna og Ktilmótlegra aumingja, kallaði til
vor og sagði: Komið til mín, allir þér, sem erviðið og þunga
eruð þjáðir, eg vil endurnœra yður. Bœnheyr oss, lifandi
guð, sannfær oss. svala oss og blessa oss með anda þinnar
eilífu ndðar i .fesú nafni. Amen.
Guðspjallið (Jóh. 16, 16<—23).
Inngangur.
Meðan Drottinn vor gekk í kring og kendi, talaði
hann gjarnan um sorg lífsins og harmkvæli, og sýn-
ir með því jafnt sneki sína og kærleika og sína líknar-
fullu hluttekningarsemi við oss mennina. Allar tár-
anna uppsprettur stóðu ávalt opnar fyrir hans
himneska miskunnarauga, og þaðan lét hann sífelt
streyma líknandi og huggandi geisla, til að sefa
s.organna öldur og berra hörmunganna höf. (f hinu
upplesna guðspjalli heyrðum vér kafla af hinni
löngu, hjartnæmu huggunarræðu. sem drottinn að
skilnaði hélt fyrir sínum nánustu vinum á jörðinni).
Hann fann fyrir fram alla sorg lærisveiná sinna, í
sínu kærleiksríka hjarta; hann fann sér sjálfum
svíða þeirra beiska söknuð, sem þá mundi kvelja,
þegar þeirra dýrðlegi lávarður yrði frá þeim skilinn,
og af gpðlausum mönnum dreginn til dóms sem ill-
virki, og kvalinn opinberlega með hinum smánarleg-
ustu pyndingum, og í augsýn allrar Jerúsalemsborg-
ar krosfestur úti á hinu hrvllilega Golgata. Þetta
voðalega sorgarefni sér nú herrann fyrfr hönd læri-
sveina sinna, og hann heldur því ekki leyndu fyrir
þeim, heldur segir þeim alt hvað fyrir liggi. — En,
sjá! hann huggar þá líka, ekki einasta með því að
gjöra þá vara við það sem óumflýjanlegt sé, heldur
og með voninni um, að þeir níuni sjá hann aftur lif-
andi, upprisinn með siigri og vegsemd, og að jrúðs
heilagi andi muni koma yfir þá, og fylla þá lifandi
anda heilagrar djörfungar og gleði. Þó hættir hann
enn ekki að boða þeim sorgina, því hann sér alt hið
ókomna og hans kærleiki leynir því ekki: Hann boð-
ar þeim enn vonda daga, þegar vantrúin og ilskan
taki að afsækja og hrella þessa saklausu menn, og
vonskan og Djöfullinn fer að hlakka yfir benjum
þeirra og blóði. En, heyrið! Þá bætir hinn guð-
dómlegi kærleiki þessum orðum vtið: Fagnið þá og
verið glaðir, því yðar verðkaup er mikið á himni. —
ó! látum oss ekki efa, að þessi orð, sem eru fyrir-
heiti huggunarinnar, rætist eins fyllilega, og sorgar-
spásaga guðs sonar rættist, svo þar ekki vantaði upp
á neinn hinn minsta depil. Hér átti frelsarinn tal við
sína nánustu ástvini, hetjurnar, sem hin guðdóm-
lega opinberun var nú að brynja út móti helvítis
sterku hli.ðum, sem með sinni einföldu prédikun um
Krist og hann krossfestan átti að sigra hinn vold-
uga, kalda og eigingjarna Rómverja, sannfæra hinn
stjórnlausa Grikkja, sem grobboði af speki sinni, og
menta, upplýsa og helga ótal aðrar heiðnar þjóðir.
Fyrir þessum mönnum prédikaði Jesús sér í lagi
þetta sinn, og þótt vér að mörgu leyti getum stílað
til vor huggunarorð guðspjallins, þá hefi eg á þess-
ari hátíðlegu stund valið mér önnur orð Jesú, sam-
kynja orð og þau, sem standa í guðspjalli þessa dags,
en sem beinlínis eru stýluð til allra manna, og því
einnig til allra voy, þessi orð Jesú: Komið til mín,
allir þér, sem erfiðið og þunga eruð þjáðir; eg vil
endurnæra yður. Guð minn! láttu mín veiku orð
gefa þér dýrðina, og vitna um þína ríku náð og
miskunn.
Útleggingin.
Eins og kuldinn skiftis t á við hitann, eins og
myrkrið eltir ljósið, eins skiftist sorgin á við gleð-
ina, eins eltir mæða munað í mannlegu hjarta. Já,
vér getum bætt við og sagt, að þótt gleðin og mun-
aðurinn gleymi að gjöra til muna vart við sig, þá
bregst þó sorgin ekki, þessi þrautgóða og árvakra
fylgikona mannkynsins, sem sjaldan að staðaldri
fæst til að skilja við oss, þangað til augu vor eru
brostin. Jafnsnemma og lífsengillinn kveikir ljós
þessa heims, kemur líka hinn dapri engill sorgar-
innar, og helgar oss hrygðinni, og barnið í höndum
Ijósmóðurinnar grætur og veinar, eins og það taki
við öllum harmkvælum móður sinnar, álíka og kvist-
urinn á þornandi grein tekur strax við sjúkdómseðli
viðarins. Síðan koma bernskuarin, sem menn kalla
hinn fagra, glaða og létta kafla af æfinni, og í sann-
leika hefir Drottins réttláta niðurröðun séð um, að
sakleysis aldur mannsins skuli og vera sætasti aldur
hans. Þó eru eigi hin fríðustu blóm, og því ekki
heldur æskunnar gleðirósir, ávalt án þyrna, og aldr-
ei var það ungmenni til, sem ekki grét, aldrei náði
nokkurt mannsbarn þroska í veröldinni, nema hinar
ungu kinnar þess yrðu jafnaðarlega vökvaðar tár-
anna dögg. Að eg ekki tali um alla þá smælingja, sem
eymd og örbirgð, eður ónáttúra og varmenska hinna
eldri hafa umsnúið bernskuárunum fyrir í sífelt vol-
æði og grát, sem máske ekki hefir lint alla æfina.
Guð gæfi að slíkt — að því leyti sem mönnum er
sjálfrátt, hvergi þurfi að hrópa hefnd í himininn,
því sannarlega segi eg yður, þar mun hin eilífa rétt-
lætishönd koma þungt niíiur. — Þegar nú æskan er
liðin, þá koma hin eftirþreyðu fullorðinsár, og nú
langar mann til að reyna, hvað lífið er, og hvað það
hafi að geyma. Lífið er enn þá sem ókunnugt land!
Æskumaðurinn er eins staddur á hafi úti, og sér á-
lengdar hin sólroðnu fjöll hins eftirþreyða landsins,
og tekur nú skorpuna að sínu ímyndaða ljósi. En
stiltu þig, ungd vin! Vittu, að ekki er alt gull, sem
glóir, þín töfrandi ímyndun gyllir þér alt of mikið
þessi1 fjöll, auk þess sem slíkir staðir eru fæstum
byggilegir. Ef þér hlotnast að ná landi þínu, mun
útsýnið breytast; þá taka sólfjöll þín að lækka, og
holt og hrjóstur að byrgja þér mesta útsýnið. 1
sannleika skaltu vita, að þetta land mun bera þér
þyrna og þistla, og dagar þínir þar munu verða þér
mæða og erfiði. Því gleymir þú að horfa til him-
insins? Veiztu ekki, að lífið er alt af regin-haf,
himinljósin þurfa ávalt að lýsa og rétta veg þinn,
og leíðarsteinninn að sýna þér stefnuna. Og
himinljósin tákna guð og hans orð, og leiðarsteinn-
inn er sonur guðs, sem kom í heiminn til að leiða þig
úr villumyrkrum til guðs. Já, öll æfi mannsins er
margföld sorg, tár og erfiði. En máske þú, sem nú
stendur í broddi lífsins, gefir lítið fyrir slíka kenn-
ingu, af því þú hefir ekki af sorgum að segja. Vel
má svo vera, en þó skaltu vita, að sorgin stendur
ekki fjarri þér, og hún getur heimsótt þig enn þá í
dag. Þó skaltu vita, að þeir dagar bíða þín, þegar
þú munt fá orsök til að sýta og gráta. Engum er
sorg og hrygð vísari en þeim, sem ungur sökkur sér
niður í glaum og gjálífi, sem lán og munaður hefir
leikið við, svo hann hvorki hefir haft vilja né tíma
til, að venja sig við lífsins skuggahlið. Vei þeim
manni, þegar hinir vondu dagar koma — þegar árin
taka að fjölga, bakið að bogna, heilsa og þrek að
þverra^ þegar tímans sviplegu umbreytingar fara
að kenna honum fyrir alvöru, hvað þessa heims líf í
raun og veru sé, þegar reynslan loksins er búin að
kenna honum, hvernig gæði þessa heims eru frá
honum tekin, ástvinirnir, heilsan, auðurinn, hrósið,
ánægjan, lífsgleðin. Og hvað hefir veröldin loksins
fram að bjóða þeim manni, sem búinn er með lífs-
bikarinn? Hvað annað, en nokkur tár, þegar bezt
lætur, og svo hjúpinn, náfjalirnar og gröfina? Þú,
himinsins bjarta dagsljós, hversu margar tárperlur
hefir þú ekki gegnum skinið, síðan þú fyrst sendir
geisla þína niður á táruga hvarma mótlættra manna;
Og þú, dimma nótt! Hve margar þegjandi 3tunur
geymir þú ekki í þínu djúpa skauti. Hversu margt
harmanna dauðastríg hefir eigi verið háð bak við
þin svörtu skuggatjöld? Hver vill varðveita hjarta
vort fyrir hrelling og sorg? Hver vill heyra stunur
vorar í glaumi dagsins, eða hlusta á andvörp vor í
næturkyrðinni? Hver vill staðnæmast hjá eymda-
beð vorum, þegar mennirnir ganga frá, og vér stynj-
um einir eftir á hinni vondu tíð? Það vitum vér, og
eg skal vitna það; en fyr en vér svörum oss, skulum
vér spyrjum: Hvar er uppspretta allrar sorgar, og
hver er hún, og hvar er endi hennar, og hvar er
huggunin og endurnæringin? Guð gæfi, að oss aldr-
ei gleymdist í sorginni, að spyrja fyrst þessarar
spurningar: Hvar og hver er uppspretta sorgarinn-
ar? Svo heyrið þá: uppspretta sorgarinnar er í
mannsins breyska hjarta, og uppsprettan sjálf er
syndin. Og þótt aðrir svari þessu, ef til vill, öðru-
vísi, þótt heimskinginn komi og. segi, að sorgin
spretti af vitinu; og vitringurinn segi, að hún spretti
af heimskunni, þá svörum vér óhræddár hinu sama,
því vér trúum vitnisburði guðs orðs, vér trúum
reynslunni og vér trúum samvizku vorri, og önnur
vitni þurfum vér ekki — önnur vitni köllum vér fals-
vitni í þessu máli. Laun syndarinnar eru dauðinn,
segir guðs orð, og dauðinn merkir í guðs orði hér og
víðar, alt sem af spillingu getur leitt þessa heims og
annars. Er þá ekki auðsætt, að alt böl, beinlínis eður
óbeinlínis, er af þessari rót runnið? Er ekki sjálft
hið náttúrlega útvortis og ósjálfvalda böl upphaf-
lega sjH-ottið þar af, að vér vegna syndarinnar erum
háðir dauðlegleikans lögum og hlutskift'i? Eða ját-
um vér ekki og finnum vér ekki, að vegna breysk-
leika vors og syndsamlegra girnda, sé mæðan og
sorgin oss annað hvort nauðsynleg eða óumflýjan-
leg. Nauðsynleg er sorgin oss, þegar gleðin ætlar
að villa oss og tæla frá uppsprettu hinnar sönnu
gleði, vorum góða guði og föður. Já, sorgin er ein-
mitt náðargjöf guðs og typtunarmeistari til að vekja
hinn andvaralausa, stilla hinn gjálífa, styrkja og
sannfæra hinn hverflynda og ístöðulausa. Og þann-
ig snýr dásemd Drottins bölvun í blessun, og breytir
eiturdreggjum syndarinnar í heilnæman lyfjadrykk.
En alt fyrir það—syndin er allra eymda uppspretta.
og hefir sína hegningu í sér sjálf. Eða hvað er ber-
sýnilegra af daglegri reynslu? Verða ekki glæpirnir
glæpamönnunum til bolvunar, ef ekki með þessu, þá
með hinu mótinu? Verða ekki svikin og lýgin á ein-
hvern hátt að snöru þeim„ sem bruggaði þau? Verð-
ur ekki hinn ágjarni að lokum aumari og auðvirði-
legri en nokkur þræll, af því hann er auðsins þræll
og sjálfs síns níðingur? Sýnist ekki sællífi og mun-
aður upp í þau lífsleiðindi, sem eru verri en hungur
og þorsti? Eða þá ofdrykkjan! Hversu margar
sorgir hafa eigi hlotist af ofdrykkju? Hver getur,
hver þolir að telja slíkt og reikna? Ofdrykkjusjmd-
in má öllum vera bersýnilegt dæmi upp á syndarinn-
ar ótæmandi eymda-uppsprettu. Já— sýndin er
uppspretta sorgarinnar, —syndin hefir sín sorglegu
laun með sér, — syndin er lands og lýða töpun. Hún
hertekur guðsmyndina 1 manninum, skynsemina og
frjálsræðið, því hver sem syndina drýgir, hann er
þræll syndarinnar, og hún leiðir oss frá guði út á
lastanna veg. Hún ollir oss þúsundfaldri sorg í
lífi og dauða.
sig og sagt: Faðir, eg hefi syndg-
að í himininn og fyrir þér. Þetta
ástand mannsins er miklu þyngra,
en það taki tárum. Alt annað böl
er létt, heilsusamlegt og bærilegt
— þetta er óbærileg, djöfulleg
eymd. — Ó, þú góði, líknsamí fað-
ir himins og jarðar! yfirgef eng-
an, því oss er það alveg óbærilegt.
Send þú oss heldur eitt mótlætið
þyngra en annað, sem vér þá meg-
um vakna og sjá og gráta vora
þyngstu eymd, vort óbærilega
sorgarefni—syndina, er slítur oss
eilíflega frá allri von, allri hug-
svölun, allri líkn, allri sælu. Ó,
kenn oss að varðveita sífeldlega
lifandi þá sannfæringu í vorum
hjörtum, að vér séum sekir fyrir
þer, villuráfandi, berir og naktir,
en að syndajátningin og iðrunin
sé hið eina lifsmeðal í vorri dauð-
ans sorg, hið eina meðal til að fá
raunaléttir, huggun og sælu.
Nú höfum vér þá nokkuð athug-
að, I hvaða ástandi vér eigum að
vera, þegar vér komum saman til
að hlýða á fagnaðarerindi guðs
sonar. Erum vér þá þegar meðtæki-
legir? erum vér andlega volaðir?
Erum vér þjáðir af syndinni?
Getum vér ekki lengur sjálfir bor-
ið byrðina?
Ó! kom þú, iriinn Jesú, kom til
mín, |
kom þú með ásján hýrri,
því að eins kann eg að koma
til þín,
að komir þú til mín fyrri.
Kom þú, og svala mæddum mér,
margskyns synda ég okið ber,
endurnær mig náð nýrri!
Ó, ætlið ekki, kristnir menn, að
prédikun um afturhvarfið sé oss
ekki öllum jafn viðkomandi. Sann-
arlega er hún oss öllum jafnt við-
komandi, og hún hlýtur að berg-
mál* í hjartarótum hverrar lif-
andi sálar. “Guð. gjörir ékki að
gamni sér glæpamönnum að hóta,
kalsmælgi honum og engin er, að
þú megir miskunn hljóta.” Guðs
reiði yfir syndinni, segir ritning-
in, brennur alt til neðsta helvítis.
Syndin leiðir nagandi orm inn í
hjartað, sem að að eilífu mun æ
saman skríða aftur til að pína oss,
nema guðs sonar kraftur komi til
r.ð sundurmola hans höfuð. Þessi
ormur er syndarinnar fóstur; hið
guðdómlega réttlæti dregur sig þá
ekki lengur í hlé, heldur opinber-
ar samvizku mannsins, gegn um
hið skelfilega tákn, sem guðs orð
kallar eld, sem eigi verði slöktur.
(Ó, skyldi oss nú enn eigi skilj-
ast, hver að sé uppspretta vorrar
þyngstu sorgar? Skyldi eigi sál-
ir vorar þegar vera farið að
þyrsta eftir svölunarlindinni,
skyldi oss nú eigi finnast dýr-
mætt að mega koma til Jesú og
heyra þessi hans lífsælu orð:
Komið hingað allir,, sem erfiðið og
þunga eru þjáðir, eg vil endur-
næra yður?)
Oss mönnunum þykir það starf,
að eiga að hugga sorgbitna bræð-
ur, næsta erfitt, og oft óþægilegt,
og ýmsir viðhafa ýmsar aðferð-
irnar. Tvær eru helztar: annað-
hvort að taka sjálft sorgarefnið
fyrir, útlista hið sameiginlega og
óumflýjanlega í slíkum atburðum
og kjörum, ef ske mætti, að hinn
syrgjandi sansaðist, við sameig-
inlegt böl; eða þá menn fara sem
lengst frá sorgarefninu og tala
um alt annað, ef ske mætti, að
sorgin þar með deyfðist, og, ef
ekki gleymdist, þá samt truflaðist
við þetta eða hitt, sem sá er
huggar finnur hinum til rauna-
léttis. Báðar þessar huggunar-
aðferðir geta að vísu verið góðar,
ef tilgangurinn er góður, og
hjartað fult af hluttekningu; en
slík huggun er þó jafnan veik og
ónóg. Því það er auðvitað, að þar
sem djúpir harmar eru fyrir, þar
g'eta mennirnir lítið að gjört, úr
því flest veraldarinnar yndi verð-
ur þá svo sem einskis virði, eða
er það ekki oftast svo í mannlegu
lífi, að þegar sorgin kemur, þá
vilja andvörpin komast upp og
tárin fá sinn frjálsa gang. Og
þegar drottinn vor talar um eymd
og sorg vor mannanna til þess
hann geti huggað oss, þá víkur
hann ekki langt frá efninu, talar
1 og ekki um óviðkomandi hluti,- svo
sertT til þess að láta oss gleyma^
sjálfum oss. Nei, hann hittir
strax hjartað, sýnir oss strax upp-
sprettuna, svo að vér þar í getum
séð vora réttu mynd, hann affærir
oss öllum dularbúningi, og sýnir
ossrfig segir oss, að guð hvorki
þekki oss né taki móti oss, nema
vér sjálfir höfum séð vort eigið
eðli, vora grátlegu nekt; hann sýn-
ir oss sorgina beinlínis. Gjörið
iðrun og yfirbót, segir hann; öx-
in er þegar reidd að rótum trés-
íns, og hvert það tré, sem ekki ber
góðan ávöxt, etc.
Heyr þú, kristinn maður, hér
skipar guð sjálfur þér að hryggj-
ast, heyrirðu orð hans? skilurðu
þau? Ó, lítum í kringum oss, sjá-
um oss til skelfingar,, hvað mann-
eskjurnar heyra illa og skilja illa.
Skygnumst inn í vort eigið hjarta,
og hlustum þar vel eftir, svo vér
með ugg og ótta heyrum og skilj-
um þessa hrópandans þrumurödd,
hvar hún ómar með dauðans
þunga í sálum vorum. Þegar
skruggan dunar, verða menn.
felmtraðir, og flúa í fclur, ef þess
er kostur; en þegar réttlæti drott-
ins allsherjar dunar af himni, þ4
daufheyrast margir. Af hverju
kemur sú fyrirmunun inn í hjört-
un? af því djöfullinn blindar þá
svo þeir ímynda sér, að annað-
hvort sé hér ekkert að óttast, ell-
egar að náðin sé þeim svo nærri,
að alt af sé manni innan handar
að ná í hana. En þá væri réttlæti
ekki réttlæti, synd ekki synd, og
sorgin ekki sorg. ó, hversu oft-
lega erum vér ekki langt frá því að
þekkja sjálfa oss, hversu langt er-
um vér ©kki oft frá því, að þekkja
hin svörtu undirdjúp syndarinn-
ar og dauðans. Hversu oft erum
vér langt frá því að geta skilið og
meðtekið þetta Jesú evangelíum:
Komið hingað þér, sem erfiðið og
þur.ga- eru þjáðir, eg skal endur-
næra yður. — Æ, það er svo oft,
að vér annað hvort ekki skiljum
eða misskiljum þessi orð, er Krist-
ur kallar erfiði og þungi. Vér
heimfærum þessi orð svo oft upp
á annað böl, en það eina retta; en
í sannleika er ekki annað böl til
en syndin; því ef þessu böli er af
oss létt, og vér fáum guðs náð og
kærleika, hvað getur oss þá brost-
ið, ef guð er með oss, segir postul-
inn, hver getur þá verið á móti oss,
hver mun skilja oss við kærleika
Krists, þjáning eða þrenging, eða
ofsókn eða hungur eða nekt eða
háski, eða sverð? Fyrst að eg er
fullviss um, að hvorki dauði né
líf„ hvorki englar né höfðingja-
dæmi, hvorki hið nærverandi né
hið ókpmna, hvorki hæð né dýpt,
né nokkur önnur skepna mun geta
skilið oss við guðs kærleika, sem
er í Kristi Jesú, drotni vorum.
Komið því allir, sem erfiðið og
þunga eru þjáðir, og látið endur-
næra yður; þorsta yðar og þrá
eftir friði við guð getur enginn
bætt nema hin eilífa svölunarlind
sjálf, Komið, fneðan frelsarinn
kallar, komið fyr en sorganna
straumar vfixa yður yfir höfuð og
skola yður burtu. Ó, þeir eru
fljótir að vaxa, áður en yður var-
ir hafið þér ekkert viðnám. Kom-
ið með öll yðar tár, söknuð og
sorg og breiskleika, og biðjið guðs
góða son um endurnærlng og
hvíld. Hann vill meðtaka yður
alla, því að fyrra bragði kom hann
og bauð oss endurnæringuna; hjá
honum er huggunin,, hjá honum
endar öll sorg, því hjá honum er
uppspretta lífsins. Æ, komum,
og tökum gefins lífsins vatn. Ó,
minn guð, sýndu oss vora sönnu
sorg, syndina, svo að öll önnur
sorg hverfi, en þessi eina sorg
þrýsti oss til að flýja meðan tími
er til í þinn blessaða föðurfaðm.
Kom lífgun lýða
lífs þá endar mál
vitnisburð blíðan
her í vorri sál,
æðsta gleði að eigi
erfa sá hér grét,
það á dauða degi
deyfir sorgarhret.
Hjálparbrunnur helgastl,
heyr því munriinn biðjandi;
arfleiðslunnar innsigli
á mitt hjarta set. — Amen.
Aths.—Dálítinn pakka af gömT-
um ræðum gef eg hér með vini
mínum, Aðalsteini Kristjánssyni
frá Winnipeg. Eru því ræðurnar
hans lögleg eign.
Ræðurnar eru sundurlausar, ó-
valdar og frá ýmsum árum. En
hér skal þess getið, að megníð af
stólræðm, sem þóttu að einhvrju
leyti taka öðrum fram, hefi eg
gefið fólki, sem óskaði eftir að
eignast þær, enda teljast ræður
presta sjaldan með “literatúr”.
Akureyri, 11. okt. ’15.
Matth. Jochumsson.
Hver er nú hin þyngsta sorg mannsins og hin ó-
bærilegasta í lífinu? Það er, að bera uppsprettu
allrar sorgar í hjartanu og vita það ekki eða skeyta
því ekki, að vera þræll syndarinnar og þó blindaður
á báðum augum, að vera ber og nakinn, lemstraður
og yfirgefinn, en þykjast þó heill og hraustur, að
standa sem bersyndugur tollheimtumaður frammi
fyrir hinum altsjáanda dómara, með faríseans
dramb, og geta ekki upplyft augunum til uppsprettu
allrar líknar, náðar og miskunnar og sagt: Guð,
vertu mér syndugum líknsamur! Hin grátlegasta
sorg er það, að vera kominri langt frá föðurhúsun-
um með hinum fortapaða syni, lifa þar á dreggjum
Iífsin® eður drafi svínanna, og geta þó ekki gengið í
jg5HSH£SSHSHSHSZS2SS5H5E5H5H5E5Z5Z55SBSHS2SZ5SS25H5HSS52SH5ÍL5HSHSa5H5e
Takið eftir!
Bændur og verzlunarmenn, sem hafa við til sölu. er hæfileg-
ur er til “Boxa”-gerÖar geta fengiÖ hæsta markaösverð fyrir sann-
gjarnt mál og sérstaklega hátt verð borgað fyrir við, sem er 5 4et
2 þuml. á lengd hvort heldur hann er þur eða grænn, með þvi að
snúa sér til Thorkelson’s Manufacturing Co. 1331 Spruce Street,
Winnipeg.
525HSHSHSHSH5HSHSHSH5H5H5HSHSH5HSHSH5HSHSH5HSH5HSHSH5HSHSHSH5HSHSH5HSHÍ'