Lögberg - 16.12.1926, Qupperneq 2

Lögberg - 16.12.1926, Qupperneq 2
Bls. 10 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. DESEMBER 1926 Robert Marion La Follette. Foringi Framsóknarmanna. (1855 — 1925.) • Fraxnh. IV. La Follette hafÖi nú tækifæri til þess að verja allraiklu af tíma sínum til lögmannsstarfa, um nokkur ár. Hann hélt J)ó áfram að halda fyrir- léstra, og menta sig. Hann hafði brennandi löngun til þess að skilja orsök og afleiðingar í hverju máli. Um glæpamenn sagði hann meðal annars: “Þegar eg var kosinn sýslulögsóknari í Dana- sýslu, þá sá eg að eins glæpinn og lagastafinn, og gerði mitt ítrasta til þess að hlutaðeigendur væru dæmdir þar eftir. Nú sé eg það og skil, að afbrot glæpa “manna” eru oft syndir fé- lagslífsins, þar sem einstaklingana rekur upp á sker úr hinni gruggugu mannlífsmóðu.” Barátta La Follette’s næstu fimm árin, eft- ir að hann kom frá Washington, þar til hann árið 1900 var kosinn ríkistjóri í Wisoonsin, var fyrir löngu þjóðfræg orðin, áður en hann sett- ist í ríkisstjóra-sætið. öll sú barátta var háð á móti vfirgangi hinna pólitisku flokka, og á móti skjólstavðingum þeirra. “La Follette var bardagamaður. Hann var flekklaus, hann gekk aldrei að samningum við samvizku sína. Hann var einstæður foringi, liann stefndi ætíð slindrulaust að þeim gagn- ’gerðu umbótum, er hann sá nauðsynlegar — miðlaði ekki málum. Hann lileypti eldmóði í marga, en æsti fleiri til reiði. Hann batt trygð s:n,a \ ið hugsjónir, en ekki við stjórnmála- flokka. Fáir voru honum tníir til æfiloka. Hann kunni ekki að hræðast, hann var trúr sannfæringu sinni til dauðans. Harin var alt oí1 inikill bardagamaður, til þess að vera sigur- sæll herforingi.” Þannig fórust einu merku blaði orð um La Follette látinn. Mér þótti vænt um, að þessi ummæli voru þýdd á íslenzku í Heimskringlu, því það er fremur sjaldgæft, að umbótamenn í Bandaríkjunum séu látnir njóta sannmælis, eða dæmdir hlutdrægnislaust af vestur-íslenzku blöðunum. Þessi ummæli eru sönn, — þau eru fögur, eins langt og þau nái. Þó má ekki glevma því, • að Wi.sconsin ríki hefir aldrei átt sigursælli hershöfðingja. Hefir Bandaríkjaþjóðin nokk- urn tíma átt jafn sigursælan alþýðuvin, nema Abraham Lincoln? Theodore Roosevelt mar ananna fyrstur, af þeim sem völdin höfðu, að veita því eftirtekt, hversu sigursæll La Follette var í Wisconsin. Hann sagði, að “Wisconsin-ríki væri vísindá- leg tilraunastöð (laborjatory), eftirtektaverð- asta starfsviðið í lýðstjórnarbaráttu Banda- ríkjanna.” Háskólinn í Wisconsin hefir. þroskast með miklum blóma, síðan La Follette var þar ríkis- stjóri. Hann vildi leggja alt í sölur til þess að efla þekkingu,— efl’a vísindalega mentun, lofa gömlu fallbyssunum að ryðga á forngripasöfn- um. Á þeim árum byrjaði hann á þeirri ný- breytni, að gera flestar umbótatilraunir í Wis- consin, með aðstoð, eða undir yfirráðum há- skólakennaranna, sem hafði þær heillavænlegu afleiðingar, að kjósendur lærðu að elska, virða og notfæra sér og hlynna að háskólanum þar, fyr en víða annars staðar. Þess vegna hafa verið bygðir vandaðir og dýrir skólar fyrir fá- tæka unglinga, sem verða að vinna fyrir sér, eins og La Follette, meðan þeir eru að leita sér mentunar. 1 Milwaukee er einn þess konar skóli. Þrettán þúsund drengir og stúlkur inn- rituðust þar árið 1922-23. Eftir að Dr. Eliot, fyrverandi forseti Har- vard háskóla, hafði rannsakað mentamálastefnu og starfsemi Wisconsin ríkis, þá sagði hann: “Wisconsin ríki er fremsti háskólinn í landi okkar.” Skömmu eftir að ríkisþingið í Wisconsin kom saman árið 1923, þá gerðu 30 þingmenn samtök með sér að stofna kvöldskóla, þar sem þeir mættust tvisvar í viku. Voldu þeir þann þingmanninn, sem þeir álitu hæfastan, til þess að taka að sér kensluna, sem var stjómvísindi, og var mest áhersla lögð á að kenna sparsemi í meðferð á opinbemm eignum — ríkis- og þjóð- eignum. Þegar La Follette kom til valda sem ríkisstjóri, þá skuldaði ríkið á fjórða hundrað þúsund; þegar hann sagði af sér, þá var á fimta hundrað þúsund í sjóði. Þegar einn Bandaríkja rithöfundur frétti um þennan nýmóðins stjómmálamanna kveld- skóla í Wiseonsin, þá spurði hann: “Hvar í víðri veröld — hvar í Bandaríkjunum, mundi nokkrun^ hafa komið til hugar að stofna slíkan skóla, nema í ríki La Follette’s?” Rithöfundi þessum vari kunnugt um Kfstíð- ar-baráttu hans fyrir þeirrri hugsjón — fyrir þeirri reglu: að sama sparsemi væri viðhöfð í meðferð á opinberum eignum, eins og þegar um fyrirtæki og meðferð á fjármálum einstaklinga er að ræða. Það er eftirtriktavert í sambandi við þenna þingmanna skóla, að stjómin í Wis consin hafði til margra ára notið aðstoðar og samvinnu háskólakennaranna. La Follette skipaði sérstaka nefnd, til þess að virða eignir jámbrautarfélaga í Wisoonsin, svo félög þessi urðu að borga sömu skatta hlut- fallslega við aðra borgara ríkisins, sem þau höfðu ekki gert fyr. Af þeirri ástæðu og fleir- um, er það að fjárhagur þess ríkis stendur nú með miklum blóma, og að skattar eru þar lægri en í flestum öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn eru gleðimenn, sem gefnir em fyrir ferðalög og íþróttir. Þeir era stund- um talsvert eyðslusamir, manna úrræðabeztir, og fljótir að afla fjár. Ekki er það skiljanlegt, hvernig hægt er að komast að þeirri niðurstöðu að þeir “tilbiðji dollarinn” og séu viljugir að gefa sál sína fvrir hann. Það er þeirra eðli, að leggja sig alla fram, sækja með 'kappi hvað svo sem þeir starfa, hvort heldur það er að byggja Panamaskurð eða leika fótbolta. Iþróttamenn þeirra era vanalega sparneytnir við sjálfa sig, þótt þeir séu fémildir og hjálpsamir. Þessara lyndiseinkenna verður oft vart í stjómmála- ■starfsemi, og meðferð þeirra á fjármálum. Áður en La Follette hafði endað sitt þriðja kjörtímabil sem ríkisstjóri í Wisoonsin, þá var -hann kosinn til efri málstofunnar í Sambands- þinginu í Washington. Þegar hann sagði af sér ríkisstjóra embættinu, þá hafði hann brotið svo á bak aftur hinn gerspilta pólitiska félags- skap ríkisins, að þeir hafa lítil völd haft þar síðan. Sú barátta hafði staðið yfir í nærri tuttugu ár. Andstæðingar La Follette’s höfðu oftar en einu sinni reynt að múta honum, til þess að ná honum á sitt vald. Eftir að La Follette hafði hlqtið kosningu til efri deildar, þá var hann talsvert efabland- inn yfir því, hvort hann ynni þjóðinni meira gagn með því, að fara til Washington, eða halda áfram uimbótastörfum í Wisconsin. En þegar William Jennings Bryan, ræðusnillingurinn frægi, sem þrisvar var forsetaefni lýðstjómar- manna, og sem vissi að La Follette tilheyrði hinum frjálsari hluta samveldismanna, frétti það, að La Follette var á báðum áttum með það hvort hann ætti að yfirgefa Wisconsin, )>á fór hann á furid hans og spurði, hvort það væri satt sem hann hefði frétt, að hann ætlaði sér ekki að taka sæti það, sem hann hefði veri kosinn til í efri málstofunni. “Eg vona, að það sé ekki satt. Þjóðin okkar þarfnast, og krefst þess, að þú farir til Washington, og haldir þar áfram sömu baráttu fyrir velferðarmálum þjóðarinn- ar, sem þú hefir verið svo sigursæll í, hér í Wis- consin. ” Bryan liafði áður eggjað flokksmenn sína að styrkja La Follette í Wisconsin, þótt hann oftast nær væri nokkuð strangur flokks- maður, þá var hann viljugur til þess að gleyma því, þegar urn La Follette var að ræða. Árið 1905 tók La Follette sæti í efri málstof- unni í Washington. Þar hafa átt sæti margir af þjóðarinnar snjöllustu sonum. Þegar La Follette kom þangað, vora þar allmargir mikil- hæfir menn, en þeir vora strangir flokksmenn, sem oftast meinar afturhald. Svo mikið lét La Follette til sín taka, frá’ því fyrsta, að þegar lesin var skrá yfir umbætur þær, sem hann barð- ist fyrir \ löggjöf Bandaríkjanna, frá 1905 til 1925, þá má heita, að maður sjái þar allar helztu umbætur, í löggjöf þjóðarinnar frá þeim árum. Allmörg af lagaframvörpum þeim, sem hann samdi, voru samþykt af lýðstjórnarflokkn- um, eða með þeirra aðstoðr ósamlyndi milli þeirra, sem kolanámur e!ga, og námumanna, hefir frá því fyrsta valdið miklu fjártjóni og kostað mörg mannslíf, og verkföll nærri því á hverju ári. La Follette vildi að rík ið tæki að sér rekstur á kolanámum. Árið 1917 barðist La Follette á móti her- skyldu, á móti því, að Bandaríkin tækju þátt í Evrópustríðinu. Hann hélt því fram, að þjóðin ætti að hafa tækifæri til þess að greiða atkvæði um þau alvarlegu málefni. Andstæðingar hans notuðu sér þarð tækifæri til þess að jafna gaml- ar og nýjar sakir. La Follette var ofsóttur og ófrægður um öll Bandaríkin, af svo mikilli heift, að islíks era fá dæmi, við mann í hans stöðu. Margir af samþingsmönnum hans börðust fyrir því, að hann yrði gerður rækur úr efri málstof- unni; var gengið til atkvæða um það, en and- stæðingar hans biðu þar lægra hlut. Vinir La Follette ’s í Wisconsin héldu flestir trygð við hann í gegnum allar þessar ofsóknir. I>ví til sönnunar er það í frásögur fært, að — þremur árum áður en hann dó — var hann enn útnefndur sem fulltrúi Wisconsin til efri mál- stofunnar í Washington. Það var 1922, eftir að stríðið var afstaðið. Andstæðingaflokkur í því ríki valdi hæfasta manninn, sem þeir gátu fundið til þess að sækja á móti honum, dr. Wil- liam Ganfield, hískólakennara frá Kentucky, vel þektan mælskumann. Do’ktorinn hafði ekk- ert einasta atkvæði í þó nokkuð mörgum kjör- dæmum. í mörgum kjördæmum hafði hann irinan við tuttugu atkvæði. En það, sem vakti almennasta eftirtekt, þegar þessi kosningaúr- slit urðu þjóðkunn, var það, að flest öll dag- blöðin í Wisconsin ríki, höfðu verið á móti La Folleíte. Fylgi La í’’ollette’s og vald hans yfir kjós- endum í Wisconsin, ríki, í meira en aldarfjórð- ung, er víst einsdæmi í sögu Bandaríkjanna. Þó hefir þjóðin átt marga snjalla og framgjarna syni, frá því á dögum Washingtons, Alexander Hamiltons, og Thomasar Jeffersons. Fulltrú- ar Wisconsin-ríkis, sem sendir vora á kjörþing, til þess að útnefna forsetaefni, greiddu á mörg- um kjörþingum atkvæði fyrir La Follette sem forsetaefni. Stundum voru það fulltrúar frá fleiri ríkjum, sem greiddu honum atkvæði. Mun Suður-Dakota hafa verið þar efst á blaði. Árið 1912 hafði Theodore Roosevelt lýst yf- ir því, að hann gæfi ekki kost á sér sem forseta efni. Hafði þá La Follette lofast til að gefa kost á -sér, ef Roosevelt yrði ekki í kjöri. La Follette hefði þá óefað haft mikið fylgi, éf Roosevelt hefði ekki síðar komið fram sem for- setaefni, með nærri því sömu stefnuskrá. Af því La Follette hefir hlotið svo mikið ámæli fyrir stefnu sína í sambandi við hæsta- rétt Bandaríkjanna, og innanríkis ráðuneytið, þá virðist það vera vel til fallið, að öðrum hátt- standandi embættismanni í Bandaríkjunum, sé gefið tækifæri til að láta álit sitt í Ijós. V. Eitt af því undraverða .í þessum litla mann- heimi okkar, hér á þessari jörð, er það, hversu erfitt þar er að fá þjóðirnar til þess að trúa því, að tímarnir breytist og mennirnir með. Að engin niannaverk eru óskeikul eða alfullkomin. Stónnikill meiri liluti á meðal Bandaríkjaþjóð- arinnar trúir því, að stjórnarskrá sú, sem sam- in var, þegar þjóðin hlaut sjálfstæði, skömmu eftir frelsisstríðið, sé svo fullkomin, að henni megi ekki breyta, nema með aukalögum. — Það má bæta við hana nýjum bótum, en það má ekki nota það, sem nothæft þykir, og sníða upp úr hennis nýja flík. Þannig hefir almenningsálitið úrskurðað — þannig hefir það verið uppalið í Bandaríkjunum, hvað stjórnarskrárbreytingar snertir. Að stjómarskrá Bandaríkjanna var upphaflega vel og viturlega samin% um það hafa víst fáir fræðimenn skiftar skoðanir. En af- staða og innbyrðis ástand þjóðarinnar er svo gjörbreytt, að hinir snjöllu, framsýnu lagasmið- if, sem sömdu þessa stjórnarskrá, gátu ekki séð fyrir allar þær breytingar. Það var talið af sumum stjómarskrárbrot, að senda landvam- arher Bandaríkjanna til Evrópu 1917. Það var af öðrum talið stjómarskrárbrot, þegar Woodrow Wilson forseti fór áfriðarþing. Fáir Bandaríkjaforsetar hafa farið út fyrir landa- merkjalínur, meðan þeir héldu embætti. Allmargir á meðal hinna framsýnni stjóm- málamanna í Bandaríkjunum hafa haldið því fram með snjöllum rökum, að stjómarskráin væri hvorki óskeikul eða alfullkomin. Theo- dore Roosevelt forseti, var einn af þeim. Wood- row Wilson sagði: “Við lifum undir gamalli löggjöf, sem er með öllu óhæf fyrir okkar tíma.” Þegar La í'lollette var útnefndur til forseta- efnis 1924, af hinum frjálsari hluta samveldis- manna, og jafnaðarmönnum, þá var það eitt af þeim málum, sem hann tók upp í stefnuskrá sína, sem skapaði honum mikla óvild, og sneri ótalmörgum vinum hans og meðhaldsmönnum á móti honum. Hann vissi það fyrirfram. En hann var svo einlægur ættjarðarvinur, að hann lét |)að ekki víkja sér frá því takmarki. La Follette vildi, að þjóðin hefði tækifæri að greiða atkvæði um það, hvort breyta mætti valdi og vali dómara til hæstaréttar Bandaríkjanna. Dómarar þessir era útnefndir af forseta Banda- ríkjanna fyrir lífstíð. Þingið hefir ekkki vald til þess að víkja þeim frá embætti. Þessir hæ-staréttardómarar hafa vald til þess að neita að samþykkja lög, sem báðar þingdeildir hafa samþykt, og forseti undirritað. Vanalega gefa þeir það sem ástæðu fyrir þeirri neitun, að lög- in séu andstæð stjórnarskránni. La Follette var brigslað um, að hann vildi kasta stjómarskránni fyrir borð — að hann væri Bolsheviki. Það er nú einhver áhrifa- mesta upphrópun í Norður-Ameríku, og er not- uð af mörgum, sem ekki hafa hugmynd um hvað í því felst. Einn nf þeim mönnum, sem heldur því fast fram, að það þurfi að endurbæta fyrirkomulag á hæsta rétti Bandaríkjanna, er einn af dómur- um hæstaréttar, í New York ríki. Fylgir hér lauslegur útdráttur úr bréfi frá dómara þessum, — John Ford —, til La Follette, skömmu fyrir kosningarnar, 1924: ,‘Háttvirti Robert M. La Folette, Washington, D. C. Kæri Senator Ija Follette:— “Eg var meðlimur í flokki samveldismanna, en eg hefí fyrir löngu síðan mist alla von um, að hinn gamli flokkur muni leggja niður að vera verkfæri í höndum rángjamra manna, og snúa aftur til stjómmálastefnu Lincolns og vinna al- þýðunni gagn. “Ósvífnari en nokkra sinni fyr, þá hefir flokkur samveldismanna á þessu ári valið sér foringja úr flokki þeirra manna, sem Roosevelt reis öndverður á móti 1912. “Þeir borgarar þessa lands, sem elska lýð- veldið okkar, trúa, eins og Lincoln, á stjóm, sem mynduð ér af fólkinu, vegna fólksins og fyrir fólkið. Þeir, sem treysta því, eins og Jefferson, að sannur tilgangur hverrar stjómar skyldi vera sá, að stuðla að sem mestri vellíðan hjá mestum þorra manna. Þeir menn og konur, sem því trúa, hafa að eins eitt markmið fram undan, og það markmið er að merkja yður atkvæði sitt. “Hæstiréttur Bandaríkjanna (The Supreme Court) er algjör harðstjóm — einveldi, sem stendur fyrir utan vald löggjafarþingsins, og stjómarskrárinnar. Fyrir utan vald fólksins, og allra yfirvalda, sem fólkið hefir nokkurt vald til að velja. Haistiréttur Bandaríkjanna er ekki ábyrgðarfullur gagn.vart fólkinu. Svo lengi sem þessi tilskipaða fámennisstjórn held- ur áfram að vera æðsta vald þjóðarinnar, er vort lofsungna lýðveldi blekking . Og sú stjóm- arhugsjón, sem Lincoln lifði og dó fyrir, að eins marklítill draumur. “Undir þessum kringumstæðum fagna, eg útnefningu yðar, með einlægri lotningu o.g gleði. Hið langa, erfiða og ágæta starf yðar við opin- ber mál, sýnir tvímælalaust hæfileika yðar, ráð- vendni og hugrekki. Trúandi, eins og eg geri, á grandvallaratriði þau, sem þér berjist fyrir, myndi eg álíta sjálfan mig sekan um sviksemi, ef eg gæfi málstað yðar ekki óskift fylgi. Yðar með virðingu, John Ford. ” Roosevelt sagði: “Eg hefi verið oft svo ó- ánægður yfir gjörðum dómaranna í hæsta rétti, að eg er ekki í neinum efa um það, að þingið ætti að hafa vald til þess að víkja þeim frá em- bætti.” Eitt af hinum alvarlegu vandamálum í Banda- ríkjunum, er það, hversu oft börn hafa verið lát- in vinna í verksmiðjum. Verksmiðjueigendur beita öllum mögulegnm brögðum til þess að láta böm — jafnvel innan við fermingaraldur, vinna í verksmiðjum. Sérataklega er það algengt, í Suðurríkjunum. í Suðurríkjum Bandaríkjanna er alþýðuskólamentun á mjög lágu stigi. Ein ástæða fyrir því er sú, hversu mörg börn á skólaaldri vinna í verksmiðjum. Tilraunir ýms- ar hafa verið gerðar til þess að koma í veg fyr- ir þennan bamaþrældóm. En verksmiðjueig- endur, og þeirra pólitisku fulltrúar, hafa oft spornað við því, að lög væru samin því til varnar. Þess vegna sagði einn vel þektur barnavin- ur, í sambandi við afskifti hæstaréttar af því máli: “ Stjórnarskrá Ðandaríkjanna var ekki samin, eða til þess- ætluð, að banna eða koma í veg fyrir það, að sambandsþingið bjargaði með lögum börnum frá verksmiðjunum. ” Ástæða fyrir því, að verksmiðjur sækjast eftir því að láta böm og kvenfólk vinna þar, er auðvitað sú, að þeim er borgað mikið lægra kaup, jafnvel fyrir alveg sömu vinnu sem karl- menn vinna. Það er talið, að Wisconsin-ríki liafi einna bezt bamaverndunar lög. 1924 var Wisconsin eina ríkið í sambandinu, sem bann- aði með lögum, að kvenfólk ynni alla nóttina í verksmiðjum og þvottahúsum. Reynið að slíta þeim út NpbwsrM UMITED V ÉR höfum Rubber skófatn- að,— the Northern— sem drengirnir yðar og stúlkurn- ar þurfa langan tíma til að slíta. Þér þekkið oss, og er vér mælum fast með Northern rubber skóm, getið þér reitt yður á að það eru góðir skór. Komið og skoðið vörurnar; komið með alla fjölskylduno. — Yður mun lítast vel á skófatnaðinn. Til sölu hjá eftirfylgjandi kaupmónnum: Arborg Farmers’ Co-op Ass’n T. J. Gíslason, Brown. Jonas Anderson, Cypress River Lakeside Trading Co., Gimli. T. J. Clemens, Ashern. S. M. Sikurdson, Arborg S. Einarson, Lundar F. E. Snidal, Steep Rock S. D. B. Stephenson .Eriksdale. Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll ‘CITY MJÓLK’ Bezti Vfnurinn E R Hinn daglegi gestur yðar, er heimsœkir yður hvern- igsem viðrar, jafnt í steikjandi sumarhitanum sem í nístandi vetrarnæðingunum. Færir yður beztu fæð- una, sem hægt er að fá, og fjölskyldan þarfnast mest. Gleðileg Jól! Með ósk vrm hamingju og heilbrigði á hverju einasta heimili óskar af heilum hug Mjólkurmaður yðar Vér tökum undir með starfsmanni vorum og óskum yður hagsældar á komandi ári, og þökkum viðskiftin í undangenginni tíð. City Dairy Ltd James W. Carruthers, Prestdent James W. Hillhouse, Sec.-Treas. •THE VERY BEST BY EVERY TEST” íiihís X X Yitið þér að SOCLEAN Washing Liquid er hin BEZTA HJÁiLP, sem fáanleg er við fata þvott. Fæst í öllum matvörubúð- um í 40 únzu flöskum, flaskan á 25c. 4c. greidd fyr- ir hverja tóma flösku. Aðal útsala hjá PIÍATTS LIMITED Phone 86 135 X X

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.