Lögberg - 16.12.1926, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. DESEMBER 1926
Bls. 13
Dodas nýrnapillur eru besta
nýrnameðalið. Lækna og gigt bak-
verk, ihjartabilun, þvagteppu og
önnur vei'kindi, sem stafa frá nýr-
unum. — Dodd’s Kidney Pilla
kosta 50c askjan eða sex öskjur
fyrir $2.50, og fást hjá öllu*m lyf-
aölum eða frá The Dodd^s Medi-
cine Company, Toronto, Canada.
Frá Blaine, Wash.
Blaine, Wash. 25. nóv. ’2Ó.
Herra ritstjóri:—
Nú loksins vil eg leitast við at5
efna gamalt loforS og hripa Lög-
bergi örfáar línur, sem ætlast er til
að beri fréttir af Ströndinni.
Enginn skyldi samt við miklu
ibúast því eg skrifa þaSan sem ó-
frelsið er að drepa andann að skoð-
un Heimskringlu — nefnilega frá
Bandaríkj unum.
Það er þó mesta furða hvað
manni líður vel í þessu andlega nátt
myrkri( en það er auðvitað mest af
því að við eigum engan til þess að
benda okkur á vort andlega volæði,
hvorki almenning, presta feg tala
nú ekki um ósköpin) kennara né rit-
stjóra.
Það lifnar aðeins ofurlítið yfir
okkur á sunnudögum, því þá berast
okkur íslenzku Vesturheimsblöðin
að austan.. Við höfum beðið eftir
þeim alla vikuna með óþreyju, les'-
um þau af gömlum vana og þökk-
um svo forsjóninni fyrir þá hugul-
semi að hafa ekki kent börnum vor-
um íslenzku.
Eg skrifa þessar línur á þakkar-
gjörðardaginn eftir messu. Sumir
eru ennþá svo hlálega heimskir,
hérna megin línunnar, að þakka
forsjoninni fyrir að vera Ameríku-
menn.
Við vorum meira að segja orðnir
ofurlítið upp með okkur af því
hversu oft að samþegnar vorir
hlutu Nobelsverðlaunin; af því
hversu margir útlendir námsmenn
sóttu hérlenda skóla. Okkur fanst
þjóðarsómi vor aukast þegar er-
lendir stjómmálamenn og þjóð-
höfðingjar sóttu ráð og aðstoð
amerískra sérfræðinga. En gleði vor
verður skammvinn þegar “Heims-
kringla leiðir okkur í allan sannleika
um vora andlegu örbyrgð.
Okkur löndum var meira að
segja farið að líka allvel við Cool-
idge forseta og fanst hann bæði
vitur og sanngjam þegar hann hlóð
hóli á forfeður okkar í Minneapolis
ræðunni í fyrra, en nú kemur þessi
Winnipeg prófessor, eins og Satan
úr sauðarleggnum og sannfærir
okkur um að þeir menn séu alveg
óhafandi í opinberum stöðum, sem
láti sér um það mest hugað að
rækja embættisskyldur sínar sem
ibezt. Við vorum hálfpartinn farnir
að vona að hjálpfýsi vor til hungr-
aða manna í Rússlandi og bág-
staddra barna á Grikklandi mundi
ekki með öllu gleymast þegar getið
yrði um galla vora í öðrum lönd-
um. Við landar vorum nokkumveg-
inn vissir um a, Heimskringlu yrði
sú hjálpsemi minnisstæð því við
höfum talsverða ástæðu til þess að
halda að hún sé Rússum fremur
vinveitt.
Ekki svo að skilja, að hún hafi
ekki ástæðu til þess að finna að
þröngsýni voru og skilningsleysi.
Margir geta til dæmis ómögulega
gert sér skynsamlega grein fyrir því
hvað Siberíu-vistin hlýtur að vera
rússneskum útlögum nú miklu inn-
dælli en meðan keisarinn sálugi sat
að völdum eða hversu miklu á-
nægjulegra það hlýtur að vera að
vera líflátinn af Dzerghinsky en
Nikulási. Ökkur finst hefting á
hugsana og málfrelsi manna jafn-
mikið harðstjórnaræði hjá Lenin
sem Mussolini. Mér, að minsta
kosti virðist Heimskringla alveg
eins óttaslegin við opinbert mál-
frelsi sem önnur blöð, úr því hún
endurprentar úr íslenzkum blöðum,
skammarræðu Þorbergs en brestur
djörfung eða kurteisi til þess að
birta svar Kristjáns Albertssonar.
Óneitanlega hefði það líka verið
drengilegra að sýna mönnum skoð-
anir fleiri stjórnmálamanna heima
en Ólafs Friðrikssonar á íslensk-
um stjórnmálum. Annars finst mér
frjálsíyndis yfirlýsingar allmargar
vera notaðar sem “andlitsfarði” hjá
daðursdrósum, til þess að fegra út-
litið.
Þetta skrifa eg nú af því að eg
er reiður — réttlátlega að eg held,
því mér sárnar að sjá jafn velgef-
inn og pennafæran mann sem nafni
minn er dragast niður í hyldýpi
hamslausra hleypidóma, sem dóm-
greindarlaust flokksfylgi hefir
skapað mörgum góðum dreng til
glötunar.
Þetta munu nú ekki þykja frétt-
ir, en samt eru það fréttir — frétt-
ir af voru andlega ástandi.
Af öðrum fréttum þarf eg ekki
mikið að segja. Mrs. M. J. Bene-
diktsson skrifar um alt sem hér
gerist vel og greinilega i Heims-
kringlu við og við.
Tíðin hefir verið með afbrigðum
góð alt þetta ár. Aðeins frost vart
nokkrar nætur síðastliðinn vetur, en
snjófall ekkert. Vorið yndislegt
með hlýjum gróðrarskúriun fram á
surnar. Svo kom þurkur og bjart-
viðri meðan á heyskapnum stóð og
haustið bjartviðrasamt og hlýtt.
Einmunatíð það sem af er vetri svo
íshjóm hefir aðeins sést á vatni um
sólrás, tvisvar eða þrisvar sinnum.
Uppskera og nýting var ágæt
nema hvað ber skemdust ofurlítið
sumstaðar af og mikilli vætu fram-
an af sumrinu. Það er blátt áfram
ölöskranlegt að sjá epli, perur, og
fleira rotna hér í aldingörðuAum
fyrir skort á hagkvæmum markaði.
Betur að sumt af þvi góðmeti væri
komið austur yfir f jöllin. Fiskiveið-
ar brugðust hér að mestu, á sund-
unum, í sumar en ágætt hlaup kom
í haust en sum félogin voru þá hætt
veiðum. Sagt er að unglingsmaður
hafi aflað $100 virði af laxi á ein-
um degi i Fraser ánni enda segja
kunnugir að annar eins fiskur hafi
ekki gengið í ána í þrettán ár.
Atvinna hefir verið all-góð. Allar
sögunarmillur hafa unnið stöðugt
og flestar bæði nótt og dag.
Timbur gengur nú óðum til þurð-
ar og valda því bæði skógareldar og
eyðslusemi manna. Er það illa farið
því timburiðnaðurinn gaf mörgum
atvinnu, en frumskógarnir voru ein
af aðgengilegustu auðlindum þessa
ríkis. Auðsuppsprettur ’Washington
ríkis eru ennþá lítt rannsakaðar en
framfara skilyrðin eru nálega ótak-
mörkuð.
Málmar og kol hafa fundist í all-
mörgum stöðum og fossaflið er
hér meira en í nokkru öðru ríki
Bandaríkjanna. Þegar kol og olía
gengur til þurðar annarstaðar verð-
ur þetta óþrjótandi afl að sjálf-
sögðu notað til stórkostlegrar iðn-
aðarframleiðslu. Hér þrífst líka
fjölbre.yttur búskapur. Hænsnarækt
hefir stórkostlega aukist á síðari ár-
um og gefur góðan arð með skyn-
I samlegri meðhöndlun. Má óhætt
Góðar Bækur Nýjar og Gamlar eru æfinlega kærkomin jólagjöf, Þœr ganga aldrei úr gildi og eru mönnum ávalt til gagns og ánœgju.
Sögubækur Ljóðmæli Skáldsögur
sem hentugar eru til jólagjafa er flytja lesendunum jólafagnað yem gleðja hvern mann sem les
Fifty Ycars of British Parlia- Selectcd Poems of Carl Sand- The Silver Spoon — Jöhn Gals-
ment — The Earl of Oxford burg -— Edited by Rebecca worthy $2.00.
and Asquith. Two volumes, West. $2.00. Blencarrozv — Isabel MacKay.
$8.00. Peacock Pie — Walter De La $2.00.
The Conquest of Civilization— Mare. $1.25. The’Dark Dðwn — M. Ostenso.
James H. Breasted. $5.00. $2.00.
Modern American Poetry — The BJack Hunter—Oliver Cur-
The Ordeal of Civilization <— Edited by Louis Untermeyer. w-ood. $1.85.
James Harvey Robinson. $5.00. $3.00.
The Understanding Heart — P.
The Everlasting Man — G. K. Drummond’s Complcte Poems B. Kyne. $1.85.
Chesterton. $4.00. — Cloth, $2.50; lambskin, Rough Justice — C. E. Monta-
Why We Behave Like Human $4.00. gue. $2.00.
Beings — Dorsey. $4.00. Collected Pocms of James Step- hitroduction to Sally — “Eliza-
hcns. $3.00. beth.” $2.00.
Tlie Other Door— By a Getle- Poems of Robert Brooke — $1.50 to $3.00. Tish Plays the Game — Mary
man with a Duster. $2.00. Roberts Rhinehart. $2.00.
Stanley Baldwin — Adams Gow- All We Like Sheep—Nellie Mc-
ans Whyte. $1.50. 4n Anthology of Modern Verse. Clung. $1.85.
The Golden Key — Henry Van $2.00. Y\oung Eolk, Old Folk — Con-
Canadian Poets—Edited tjy John W. Garvin. $4.00. stance Travers Sweatman.
Dyke. $2.25. $2.00.
Adventurous Religion — Harry The Exquisite Perdita >— E. Bar-
Emerson Eosdick. $2.00. Oxford Book of Verse, $2.75. rington. $2.50.
• Lyrics of Earth — Archibald Bellarion — R. Sabatini. $2.50.
Many Mansions—John MacNeil. Lampman. $2.00. The Big Mogul — J. C. Lincoln.
$2.00. Poems of Edgar Guest — $1.25 $2.00.
The Man Nobody Knows — to $2.00. Beau Sabreur — Capt. P. C.
Bruce Barton. $2-50- Wren. $2.00.
The Book Nobody Knows — Set of Browning — Twelve The Red Ledger — F. Packard.
Bruce Barton-. $2.50. volumes, morocco, $30.00. $1.85.
Kipling’s Indian Tales —Col- Collccted Poems of John Mase- The Fighting Slogan — H. A.
lected in one volume. $3-5°- field — $2.25 to $6.50. Cody. $1.85.
<*T. EATON C 0 LIMITED
fullyrða að meðal ágóði af hverri
hænu verði $1.50 til $2.00 sé þeim
nokkur sómi sýndur.
Mjólkttrkýr gefa hyggnum bú-
mönnum all-góðar tekjur og marg-
ir gera talsvert til þess að bæta kyn-
stofninn enda er þess þörf, þyí
landið er dýrt sem vonlegt er, því
það kostar mikið fé að ryðja það til
ræktunar.
Berjarækt er hér talsverð og gef-
ur í sumuni árum ríkulegan ávöxt,
en misjafnlega ábótasöm er sú at-
vinnugrein eftir verðlagi og veður-
fari.
í sumum pörtum ríkisins er mik-
ið ræktað af matjurtum til útsæðis'.
Hefir það reynst sumum stórgróða-
vegur, enda er gott land í þeim hér-
uðum lergt ifyrir $40 til $50 ekran
um árið.
Flestum virðist líða hér vel.
Blaine er að vísu enginn stórbær og
tekur ekki stór skref til framfara
á ári hverju. Um 12 hús hafa þó
verið bygð hér á árinu. Mikill fjöldi
tollþjóná, innflutningsumsjónar
manna og annara stjómar embætt-
ismanna á hér heima og þurfa á
húsaskjóli að halda sem aðrir menn.
Eg man hvaða geigur mér stóð
af þeim “kumpánum” hérna um ár-
ið þegar eg átti leið yfir “línuna.”
Heima fyrir eru þetta gæfustu
grei og margir þeirra uppbyggilegir
þegnar. Margir virðast þó bera
nokkurn kala til þeirra, því þeir
hafa eyðilagt vonir margra um að
fá að njótá einhverra mola af borð-
um Jónatans frænda.
Undarlegt hvernig útlendingar
sækja inn í þettað land. Það sýnist
þó ekki til fagnaðar að flýta sér þar
sem spillingin hefir náð þvílíkri út-
breiðslu að helgi hjónabandsins er
fótumtroðin en dómarar landsins
þiggja mútur til þess að dæma
ranga dóma, samanber Heims-
kringlu hinni fréttafróðu. Annars
hlýtur blaðið að hafa alveg óvenju-
lega fullkomin fréttasambönd, þeg-
ar hún fullvissar lesararia um að
hjónaskilnaðir séu hér fleiri og
dómararnir óvandari en í nokkru
öðru landi.
Eg hefi hvergi rekist á neinar
skýrslur um það hversu mikið fé
sé borið hér í réttinn, né hvað mikið
erlendum <Jómurum sé mútað til
samanburðar. Viðvíkjandi hjóna-
skilnuðum er þess að geta að þeir
eru nú orðnir tíðari í Rússlandi,
Japan og sumum pörtum Þýska-
lands samkvæmt hinum beztu
skýrslum sem eg hefi komist yfir
um þetta efni.
Annars hefi eg það eftir ein-
hverjum prófessor frá Toronto að
það sé Canada hið mesta tjón
hversu margt af unga fólkinu flyt-
ur þaðan til Bandaíkjanna; svo vel
átti nágrönnum okkar fyrir norðan
að vera við innflutningslög vor og
þá sem hefta för sumra við ‘lín-
una.
X
Allmikið uppþot hefir orðtð hér
út sf ríkisstjóranum. Vilja nú
margir víkja honum úr sæti með
endurkalli. Hefir undirskriftum
verið safnað víðsvegar í ríkinu í
þeim tilgangi.
Höfuð ástæðan er frávikning
rektorsins við ríkisháskólann, sem
Hartley rikisstjóra er um kent. Bar
þeim það mest á milli að Hartley
vildi takmarka framlög ríkisins til
skólans, én annars er ekki hægt að
gera grein fyrir ágreiningsatriðun-
um nema með rækilegri ritgerð, en
mig skortir bæði tíma og þekkingu
til þess að semja þvílíkt ritsmíði,
enda er orðið nóg af “pólitík” í
blöðunum fáum til gagns en mörg-
um til leiðinda. <
Einn íslendingur á hér sæti í
rikisþinginu, Mr. Andrew Daniels-
son frá Blaine, hefir hann verið
tvívegis endurkosinn til þess starfs.
Formenn bændafélaganna gáfu
honum ákveðið meðmæli við kosn-
ingarnar í haust. Hygg er það lýsi
allvel framkomu hans að sjálfstæð-
ustu og gjörhugulustu gjaldþegnar
þessa ríkis gefa honum fylgi sitt, en
eg álít að bændurnir séu hér sem
annarsstaðar megin stoð vorrar
menniftgar.
Það er enginn hversdags við-
burður að konungborið fólk heim-
sæki Blaine, en María Rúmeníu-
drotning hafði hér dálitla viðdvöl
á ferðum sínum nýlega. Var henni
vel fagnað. Við höfðum að vísu
heyrt að stjórnarfarið væri ekki
sem bezt í Rúmeníu, ‘en bæði skort-
ir okkur þekkingu tíl að vita um
sannleiksgildi þeirra sagna og svo
vissum við heldur ekki að hvað
miklu leyti það væri drotningunni
að kenna ef eitthvað færi aflaga
þar heima fyrir. Hins höfðum við
heyrt getið að hún hefði reynst sejn
hetja á stríðsárunum og svo höfðum
við ýmislegt eftir hana lesið og fall-
ið það fremur vel í geð. Við land-
ar höfum líka sérstaka ástæðu til
þess að fagna konungum, því við
erum af konungum komnir, þó við
látum lítið á þvi bera af kurteisi við
þá sem kynnu að vera miður kynj-
aðir.
Viðhafnarmóttakan fór fram við
friðarbogann, sem reistur var í
minningu um ioó ára friðsamlega
sambúð Bandaríkjanna og Canada.
Vonandi eiga þessar ungu fram-
fara þjóðir eftir að lifa saman sem
góðir nágrannar í mörg hundruð
ár, en það verður því aðeins að róg-
tungur ábyrgðarlausra slúður-bera
nái ekki að spilla samkomulaginu í
framtíðinni.
H. E. Johnson.
“Þess ber að geta, sem gert er.”
Gamalt máltæki hljóðar svo:
Tvisvar verður gamall maður barn,
óska eg að það rætist á mér. Eg átti
guðrækna og elskulega foreldra, og
hafði því gott uppeldi. Móðir min
var leiðarstjarna mín í gegnum lif-
ið. Móðir hennar kendi mér vers
og bænir og lét mig lesa þau ba^ði
kvölds og morgna. Þetta var skóla-
gangan min. Eg var smalatelpa.
Altaf hlakkaði eg til jólanna. Þá
fengum við systkinin tvö jólakerti,
annað frá mömmu en hitt frá
ömmu. En sú gleðil Ætli stúlkun-
um nú þætti mikið varið í að fá
kerti í jólagjöf ? —
Nú er eg ein lifandi af ellefu
systkinum, og er nú á sjöunda ári
yfir áttrætt. Guði sé lof fyrir hans
haridleiðslu á mér gegnum mitt
langa líf. Eg bið hann að umbuna
öllum þeim, sem mér hafa rétt
hjálparhönd um æfina. — Nú um
nokkur ár hefi eg veríð ómagi
þeirra hjóna Mr. og Mrs. A. P.
Jóhannssonar í Winnipeg. Eg get
ekki með orðum lýst hve mikils-
virði sá velgjömingur hefir verið
til mín. Það er Guðs að meta það
og launa.—
Þessvegna bið eg þríeinan Guð
að endurgjaida það af ríkdómi Mn-
um. Eg bið hann að blessa öll
þeirra efni, líf, heilsu og öll fyrir-
tæki. Að endingu óska eg þeim
gleðilegra jóla í Jesú nafni. Þetta
er eina jólagjöfin frá mér til þeirra,
— ekki einu sinni kerti.
Y'kkar frændsystir,
Agnes Thorgeirsson.
Dánarfregn.
Mrs. Kristin Helgason, ekkja
Bjöms sál. Vernharðssonar, — sem
eftir að harih kom til Ameriku, tók
upp ættarnafnið Helgason og þekt-
ur undir þvi nafni hér, — lést 8.
I
Búið til yðar eigin
Sápu
og sparið peninga
Alt sem þér þurfið
er úrgansfeiti og
GILLETTS
HREINT 1 VC
OG GOTT LY t
Upplýsingar eru á hveni dós
Fæst í mat-
vörubúðum.
ir
sem þarfar eru fyrir menn og
fást nú í fatabúðinni, all-
ar tegundir er þeim
þykir vænt um.
Ár eftir ár hefir verið til þess tekið, hvað þessi búð
hefir haft góðan og smekklegan karlmanna fatnað.
Veljið hér fatnað^ úr því bezta sem nokkurs staðar
fæst, og það með því verði, sem þér eruð ánægður
með.
STILES&HUMPHRIES
Smekklegasti karlmannafatnaður í Winnipeg.
261 PORTAGE AVE. Næst við Dingwall’s
f
f
t
A.
Christmas
GLEYMIÐ EKKI AÐ BORGA LÖGBERG
:
t
t
t
f
t
t
V
• •
KOKUR
Jólabrauð
2, 3 og 4 punda stærSir. Möndlu
licinig' og sk'reyM.a.r, .etSa. án Þess,
ef óskað er. í umlböðum:
2 punda stærS ....
3 punda stærS ....
4 punida stærS ....
Skrautlegt
ALMOND ICING
Bérstak'lega tbragSgóS. Alveg til
að líUa ö borS-iS.
Hállfs pd. pakkar ....... 30c
■ Og -
Bestu kökur, sem búnar eru til..
Gómsætar, Ijúfar og góðar.
EINFALT SHORTBREAD\
Fjórar góSar stærSir I umiböS-
uim. Viigta hér um bil 12 önzur.
Hver fyrir ......... 40c
PUDDJNGAR
Jóla-pudding
Gómsætir P'lum Fuddiings, eins
oig í gamla Idaga. MilktiS atf á-
vöxltum og hnotum. Geymast og
má Ihiita uipp aftvr.
% puinðs stærS .. 50c
1*4 punida stærS . 75c
2 punida stærS . $1.00
Skrautlegt
SCOTCH SHORTBREAD
MeS icfing og skreyitt meS víS-
eigiandi jólaóskum. í fallegum
'huilstrum. 1 pundsstykkjum,
hvert á ............. 60c
f
f
❖
f
f
f
f
Y
f
f
f
f
f
♦:♦
nóvember síðastliðinn hjá einni af
dætrum sínum í Chicago. — Mrs.
Helgason var fædd að Eyrarbakka?
íslandi 7. maí 1838; hún kom til
Ameríku með manni sinum 1873 °S
settust þau hjón að í Milwaukee og
voru þar í átta ár. — ÞaSan komu
þau hingað til Washington Island,
og var Mrs. Helgason hér i sam-
fleytt f jörutiu ár, Maður hennar dó
fyrir nokkrum árum síðan. —
Fimm börn, fjórar dætur og einn
sonur, syrgja ástríka móður, búa
þau öll í Chicago, nema ein dóttir,
sem á heima í Milwaukee. — Af
öðrum ættingjum hefir hún enga
hér, og aðeins eina systurdóttur á
ísltmdi, að nafni Elín Sigurðar-
dóttir á Eyrarbakka.
Mrs'. Kristin Helgason var kona
kristilega sinnuð, stilt og hógvær í
meðgangi sem í mótlæti, og óhætt
er að fullyrða, að hún aflaði sér
vina en aldrei óvina í þau 40 ár, sem
hún dvaldi hér.—
Ein af dætrum hennar, skrifar,
um leiÖ og hún biður mig a<5 geta
um lát móður sinnar í Lögbergi, aS
ein seinasta ósk hennar hafi veriÖ
aS senda kveðju sina öllum sínum
góðu vinum á Washington Island.
og lika frændkonu sinni á íslandi;
og svo bætir hún viS :
“Her going away was just beauti-
ful, I only hope, when it comes my
time to go, that I will be as pre-
pared as mother was.”
Washington Island. WSs.
December 5., 1926.
A. G.
Jóns Bjarncscnsr skcli,
íslenzk, kristin mentastofnun, að
652 Home St., Winnipeg. Kensla
veitt í námsgreinum þeim, sem fyr-
irskipaðar eru fyrir miSskóla þessa
fylkis og fyrsta békk háskólans.
— fslenzka kend í hverjum bekk,
og kristindómsfræSsla veitt. —
Skólagjald $50.00 fyrir skólaárið,
$25.00 borgist viS inntöku og $25.-
00 4. jan. Upplýsingar um skólann
veitir
Miss Salóme Halldórsson, B.A.,
skólastjóri.
886 Sherburn St., Tals. 33-217
Alveg óviðjafnanlegur
drykkur
Sökum'þes^hve efni og útbúnaður ei
fuilkominn.
SPEIRS mRNELL
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦:♦♦:
BAKING COMPANV LTD.
PHONES: 86 617-86 618
A A A ^J^A.J^A. J^A. J^A.
tWtttttttTttWtWtTttWt ^T 't ^T T^^TV^T^
666-676 ELGIN AVE.
- T
f
±
t
t
t
>♦:♦♦♦«
Kievel Brewing Co. Limited
St. Boniface
Phones: N1178
N1179