Lögberg - 30.12.1926, Side 2
Bls. 2
LöGBERG, FIMTUDAGINN 30. DESEMBER 1926
Theodore Roosevelt.
1858 — 1919.
Eftir Aðalstein Kristjánsson.
Hugprúði víkingurinn með bamshjartað.
Allir jarðarbúar hafa mjög margt sameig-
inlegt, — lífið er óskiljanleg eining, þótt einn
sé öðrum skarpskygnari, djarfari eða afkasta-
meiri, þá er í raun og veru mjótt munndangs-
hófið. — Öll náttúran er eðli manns.
Þótt guð og náttúran sé stundum ofur^ítið
örlátari við sum af börnum sínum, eru hlutföll-
in fremur jöfn, milli þess tímanlega og eilífa.
Við erum svo ósjálfbjarga, að sjálfstæðishjal
okkar hefir það eitt'til síns ágætis, að vera svo
sakleysislega barnalegt, að jafnvel gamalmenni
geta bmsað að því í haustmyrkri lífsins.—And-
legir og líkamlegir kraftar okkar eru veiga-
litlir, hafa ekki í sér fólgið mikið sjálfstæði,
samanborið við hin dularfullu eilífu öfl fóstur-
móður okkar, náttúrunnar. —
» * * *
I.
Eftir ytra útliti að dæma, samanborið við
hinn afkastamikla æfiferil, — og skoðanir
þeirra, sem honum voru persónulega kunnugir,
þá var Tlieodore Roosevelt sá sérkennilegasti
maður, sem eg hefi nokkurn tíma séð. Hann
var nærri sextugur^.þegar mér fyrst og síðast
gafst tækifæri að hlusta á hann halda ræðu.
Roosevelt var þá búinn að standa á vígvelli
stjórnmálanna í j>rjátíu og fimm ár. Hann var
fyrst kosinn á þing í New York ríki 1881, þá
rúmlega tvítugur. Eftir svo langa, ábyrgðar-
fulla og erfiða baráttu, er flestra fjör farið að
dofna. — Það var ekki sjáanlegt, að Theodore
Roosevelt væri einn í þeirra tölu. Eg sat í sjö-
undu röð frá ræðupalli, hafði þess vegna gott
tækifæri til þess að fylgjast með hverri hans
hreyfingu. Eg hafði í mörg,ár lesið alt, sem eg
náði til, ritað af Roosevelt eða um hann.
Það sem einkendi hann fyrst af öllu, var
hans dæmafáa einlægni, æskumanns áhugi, sem
næstum |>ví á öllum sviðum mannlegrar starf-
semi, virtist eiga ítök — virtist eiga ríkjum að
ráða. Allar hreyfingar Roosevelts voru svo
tilgerðarlausar og djarflegar. Manni kom til
huga vamgjuð vera, þegar hann kom fram á
ræðupallinn. “Eg hefi aldrei mætt neinum,
sem hefir liaft eins mikið heillandi segulmagn”,
sagði einn hámentaður maður, sem starfaði
með Roosevelt í mörg ár. Allir, sem hlustuðu á
liann, jafnvel mótstöðumenn hans, gleymdu öll-
um ágreiningi. Eru til margar sögur um það;
inenn, sem hötuðu hann, klöppuðu sem ákafast
fyrir ræðum hans.
‘ Eg jwttist finna ástæðu fvrir því, að Roose-
velt hafði þetta takmarkalausa vald — jafnvel
yfir óvinum sínuin — fram yfir fleg-ta aðra sam-
tímismenn sína. Hans dæmafái æskumanns-
áhugi veitti tilhevrendum hans bæði fjölbreytt
og óvænt umhugsunarefni; — enginn meðal-
maður hafði tíma til að geispa. Hann var allra
manna fljótastur að skilja, fyrir hvaða málefn-
um fólk hafði mestan áhuga. Hann saddi for-
vitni jjjöldans áður en grein hafði verið gerð
fyrir því, hvar þörfin var sárust. Hann var
fljótur að sjá hvert stefndi, fljótur að sjá hið
rétta og ranga, í störfum og fyrirtækjum þjóða
og einstaklinga, og gerast 'alsmaður þeirra,
sem honum virtust vera hafðir fyrir rangri sök.
Hann gleymdi ekki þeirri fögru dygð í þetta
sjdfti. Efni þessarar ræðu var meðal ánnnars
um loforð og framkvæmdir stórþjóðanna í ut-
anríkismálum — að vernda réttindi smærri
þjóða, hvernig Bandaríkin hefðu brugðist við
gefnum loforðum, að verja hlutleysi Belgíu,
eftir samningum undirrituðum í Hague. Hann
mintist þess í upphafi ræðunnar, að það væri.oft
sagt, að hann vildi ætíð fara í stríð, hvað lítið
sem á milli bæri. “Það er enginn maður í þessu
landi, sem hatar stríð meira en eg. Eg á f jóra
syni, sem allir færu í stríðið — og tengdasynir
mínir tveir. Þið hljótið að sjá, að móðir þeirra
og eg tökum nærri okkur að sjá þá fara í stríðið,
en eg'vildi mikið heldur fylgja þeim til grafar,
en að vera mér þess meðvitandi, að þeir hörfi
undan, þbgar skyldan kallar. Það var skylda
okkar að mótmæla aðförum Þjóðverja í Belgíu
1914, eftir Hague samningunum, sem Banda-
ríkin höfðu undirskrifað ásamt fleirum, að
verada hlutleysi Belgíu. Það geta verið skift-
ar skoðanir um það, á hvern hátt heppilegast
hofði verið að frelsa Belgíu, en við gátum ekki
sóma okkar vegna, setið hjá aðgjörðalausir.
Við höfum hagað okkur eins og Micawber, í
hinni frægu sögu Oharles Dickens. Þegar ávís-
anir hans féllu í gjalddaga, þá ritaði hann ætíð
aðrar í staðinn. Það er óþarfi að skýra þetta
dæmi frekar; þeir, sem.fylgst hafa ineð stefnu
og framkvæmdum stjórnarinnar hér í landi,
}>urfa þess ekki með.”
* * *
Theodore Roosevelt var fæddur í New York
börg 27. októher 1858. Faðir hans var kaup-*
maður, af hollenzkum ættum. Móðir hans var
a*ttuð úr Suðurríkjunum. Roosevelt var mjög
heilsulítill í æsku: hann þjáðist af augnveiki og
andarteppu. en þrátt fvrir það var hann óvána-
lega djarfur og framgjarn, frá því fyrsta. Eitt
sinn, þegar hann var fimm eða sex ára, gekk
nágrannakona fram hjá húsi foreldra hans. Sá
hún þá, sér til mikillar undrunar, að Theodore
litli hékk á liöndunum neðan við glugga, á efri
lofthæð hússins. Konan flýtti sér eins og henni
var mögulegt til móður hans, sem fljótlega
bjargaði svni sínum frá því að falla niður á
steinlagða gangstéttina. “Theodore væri fyr-
ir löngu dauður, ef drottinn hefði ekki verndað
hann”, sagði móðir hans.
Roosevelt var þegar %þarasaldri mjög hrif-
inn af náttúrufræði og sögu. Þegar hann var
sjö ára gamall, þá átti hann heilmikið náttúru-
gripasafn. ‘Safnaði hann allskonar skordýr-
urn og minjagripum, sem önnur böm veittu
enga eftirtekt. Þegar hann fimtán ára innrit-
aðist við Harvard háskóla, þá var hann svo vel
að sér í náttúrufræði, að hann skömmu síðar
var kosinn forseti náttúrusögufélagsins við há-
skólann. Hann stundaði þá vísindagrein til
dauðadags. Frægir vísindamenn, sem lögðu
stund á náttúruvísindi eingöngu, undruðust yfir
þekkingu hans í þeim greinum. Roósevelt var
mjög ástundunarsamur í skóla, en enginn af-
burða-námsmaður. Hann byrjaði snemma að
rita bækur. Fyrsta bók hans kom út, þegfar
■'Hann var 24 ára. Hann hélt stöðugt áfram að
rita til dauðadags. Flestar bækur hans eru um
stjómmál, náttúrufræði og sögu. Ein af hans
síðustu bókum var rituð undir fyrirsögninni:
“Öttastu Guð og gerðu skyldu þína.”
Roosevelt var kosinn á }>ing í New York árið
1881, tuttugu og þriggja ára. Hann sat á þingi
þr.fú kjörtímabil ;*þótti hann þegar einarður og
afkastamikill. Hann giftist ungfrú Lee 1880;
hún dó af barnsburðí, eftir þriggja ára hjóna-
band. Þegar hann var tuttugu og átta ára, var
hann útnefndur fyrir borgarstjóra í New York,
en hann beið ósigur í þeirri orustu. Roosevelt
giftist í annað sinn, þegar hann var tuttugu og
átta ára gamall, ungfrú Edith Kermit Carrow.
Þau eignuðust fimm börn, sem upp komust.
Þegar Roosevelt var útnefndur til varafor-
seta með McKinley, þá var hann ríkisstjóri í
New York. 1 þeirri kosningabaráttu ferðaðist
hann þvert yfir Bandaríkin, alla leið vestur til
Portland, Oregon. Voru þar saman komnir rík-
isstjórar úr öllum Vesturríkjunum, í samsæti,
sem þar var haldið Roosevelt til heiðurs. Sein-
asti ræðumaður til þess að ávarpa heiðursgest-
inn, var rtkisstjóri Brady frá Alaska:
“Hinir ríkisstjórarnir hafa ávarpað þig, að-
eins sem embættisbróður sinn, frá voldugasta
ríkinu í landi okkar. Eg fagna yfir sigurvinn-
ingum þínum á stjómmálabrautinni, og í víg-
vellinum, — í stríðinu við Spánverja. En eg
hé'fi einnjg aðra, og mikið göfugri ástæðu, til
þess \ið fágna yfir gæfu þinni. Eg fagna þér,
af því að þú ert sonur hins fyrsta Theodore
Roosevelts, því hann frelsaði mig, munaðar-
lausan dreng af götunum í New York. Ifann
kom mér niður hjá fjölakyldu vestur í landi,
sem reyndust mér sem beztu foreldrar; hann
borgaði ferðakostnað og fyrstu meðgjöf með
mér. Eg á það honum að þakka, að eg komst
til valda og mannaforráða í heiminum.”>
Það er gömul og mafgendurtekin saga —
marg-endurtekin aðferð afturhaldsmanna í öll-
um löndupi, að bfúta brögðum til þess að víkja
úr vegi hðhollum umbótamönnum, áður en þeir
hafa tækifæri til þess að'gerast of umsvifamikl-
ir. Ein aðferð, sem hinir pólitisku heimalning-
ar í Bandaríkjunum hafa notað við þá, er skildu
óskir og vonir þjóðarinnar, og höguðu sér þar
eftir, hefir verið sú, að koma þeim í varafor-
seta embættið. Sú hefð hefir komist á, að vara-
forsetar Bandaríkjanna taka mjög lítinn þátt í
opinberum málum. —-
Calvin foreseti Coolidge bauð hinum fræga
öldungadeildar leiðtoga, William Borah frá
Idaho, að taka varaforseta útnefningu, þegar
hann var forsetaefni 1924. Foringjar samveld
isflokksins vildu ekki útnefna WiÍliam Borah
sem forsetaefni, hvorki í það skifti, eða áður
fyrri. Hann er allra manna sjálfstæðastur,
þeirya, sem nú em uppi og við stjómmál fást í
Bandaríkjunum. Þeir vissu, að William Borah
mundi ekki fara mikið eftir þeirra vilja eða
ráðfæra sig við þá, ef hann yrði kosinn forseti.
Hann hafnaði varaforseta-iítnefningu.
Foringjar samveldisflokksins í New York-
ríki sáu þama leik á borði — sáu þarna tækifæri
til þess að losast við Roosevelt. Hann hafði
aldrei farið mikið eftir þeirra vilja, í neinum
af þeim embættum, sem hann hafði þjónað.
Roosevelt var lögreglustjóri í NeW York-borg;
var talið, að hann þjónaði því vandasama em-
bætti af mestu snild. Hann var aðstoðar-
sjóflota-ráðgjafi, þegar stríðið við Spán hófst.
Sagði hann af sér því embætti, til þess að kalla
saman sjálfboðalið.s herdeild, hina sögufrægu
“Rough Riders”. Þegar hann kom heim úr
þeirri sigurför — Cuba-herferðinni, var hann
kosinn ríkisstjóri í New York ríki. Foringjar
samveldisflokksins vildu nú fyrir hvem mun
losast við hann, af því hann hugsaði um hag og
velferð ríkisins, en ekki þeirra.
Það var að þakka dugnaði Roosevelts meira
en nokkurs annars manns^ að herskipafloti
Bandaríkjanna var orðinn svo voldugur 1902, að
Vilhjálmur Þýzkalandskeisari vissi, að ‘ betra
mundi ,vera að fara varlega í Venozuela-málinu
fræga, sem siðar verður getið. /
Roosevelt var útnefndur varaforseti með
William McKinley, eins og áður var getið, þeg-
ar hann sótti um endurkosningu árið 1900.
McKinley var myrtur sex mánuðum eftir að
hann og Roosevelt tóku einbættiseiðinn.
Þegar Roosevetl var kominn til valda í
Hvítahúsinu, kom hann fljótlega fram á víg-
völlinn, voldugri en nokkru sinni áður; þeim
mönnum hættulegri, sem mest höfðu barist fyr-
ir því að losast við hann, þegar hann var ríkis-
stjóri í New York ríki. Það sem pólitisku bur-
geisarnir .höfðu orðið að sætta sig við þar, við
Jiiriu sama máttu þeir búast úöllum hinum ríkj-
unum, þegar um það var að ræða, að vemda
eignir þjóðarinnar. Timburlönd námur
höfðu verið notuð fyrir pólitiska bitlinga.
Roosevelt sýndi þar meir~dugnað og sjálfstæði
*
í því að verja þjóðeignir frá eyðileggingu, en
nokkur annar forseti hefir gert, fyr eða síðar.
Olíumálið fræga sýndi og sannaði, að eftir-
menn Roosevelts og flokksmenn, hafa slælega
fylgt dæmi hans. 1 stjórnartíð Hardings for-
seta vom olíulindir þjóðarinnar leigðar uppá-
halds vinum ráðgjafanna. Á þeim hefðu þeir
grætt tugi,’eða jafnvel hundruð miljóna, ef eign-
ir þessar hefðu ekki verið teknar af þeim.
II.
Það kom fljótlega í ljós, eftir að Roosevelt
tók yið forsetaembætti, að konungar og keisar-
ar áttu þar að mæta stjórnmálamanni, sem var
fljótur að setja stólinn fyrir dyrnar, ef inn átti
að ganga, til }>ess að tefla refskák um örlög
hinna smærri þjóða.
1 desemþer 1902 hófust deilur á milli stjórn-
* arinnar í Yenezuela óg þriggja stórveldanna í
Evropu: Þýzkalands, Bretlands og Italíu.
Borgarar allra þessara ríkja áttu eignir í Vene-
zuela. Höfðu þeir lagt fram kærur fyrir hlut-
aðeigandi stjórnir, út af því, að stjórn Venezu-
ela-lýðveldi/ins neitaði að borga réttmætar
kröfur þeirra. Vilhjálmur Þýzkalandskgisari
var fyrstur og ákveðnastur til þess að taka ijpp
þessi málaferli. Hótaði hann að senda hersveit
á land í Venezuela, og taka þar helztu höfnina;
en stjómiri þar gaf því engan gaum. Roosevelt
grunaði, að Vilhjálmur mundi ætla að halda
f þessari höfn, og borga máske einhverja leigu.
Hann kannaðist við það, að kröfur á móti Vene-
zuela stjórninni væm réttmætar, en hann var
ákveðinn í því, að hvorki Þýzkalands keisari,
eða nokkurt annað stórveldi Evrópu, hefði um-
ráð yfir löndum í Venezuela, eða öðmm löndum
Suður-Ameríku. Þá stefnu tók hann í samræmi
við hina frægu Monroe-kenningu. Roo.sevelt
kallaði saman herskipaflota Bandaríkjanna und-
ir stjórn flotaforingja Dewey; einnig tilkynti
hann sendiherra Þýzkalands, að Dewey hefði
skipun um að sigla flotanum til Venezuela og
verja þýzkum hersvcitum þar landgöngu. Hon-
um var kunnugt um, að þar voru nokkur her-
skip Breta og Þjóðverja—fleiri þýzk. Roose-
velt tilnefndi dag og klukkustund, sem flotinn
ætti að sigla. Krafðist hann þess, að mál þessi
væru lögð fyrir sáttanefndina í Hague, sem þá
var nýsett á stofn.
Sendiherra Þýzkalands tók þessu fremur
fálega. Til þessa tíma höfðu Bandaríkin haft
fremur lítil afskifti af vélabrögðum stórveld-
anna. Monroe samningarnir höfðu að vísu
verið viðurkendir. Nokkmm dögum síðar heim-
sótti sendiherra Vilhjálms forseta, en hann
‘ sagði ekki eitt orð um Venesuela málið. Roose-
velt tilkynti honum, að nú hefði hann skipað
Ðewey að sigla degi fyr, en í fyrstu hefði verið
ákveðið. Balfour, sem þá var stjórnarformaður
Breta, gerði það skiljanlegt, að hann í þessu
máli aðhyltist stefnu Bandaríkjanna. með það,
að mál þessi væru lögð í gerðardóm. Vilhjálm-
ur-keisari afréði að ganga að kröfum Roone-
velts, tuttugu og fjóram klukkutímum áður en
Bandaríkjaflotinn átti að sigla til Venezuela.
Og bað hann að vera gerðardómara í þessu
máli, og kallaði heim sendiherrann þýzka frá
Washington. Af því að Bandaríkjaborgarar
höfðu einnig kröfur á móti Venezuela stjórn-
inni, þá taldi Roosevelt heppilegast, að mál
þessi væm lögð fyrir Hague dómarana.
“Það var að eins á fárra manna vitorði, þar
til eftir að Evrópustríðið var byrjað, að Roose-
velt hafði einnig þröngvað Bretum og Itölum til
þess að takmarka kröfur sínar, og gera hinum
minni ríkjum, sem lítinn eða engan sjóflota
höfðu, sama tækifæri til þess að rétta hlut sinna
borgara við Venezuelastjóm”—segir Lord
Carnwood í “Life of Theodore Roosevelt.
Margir hentu gaman að því, að eftir að þessi
mál voru útkljáð, þá hrósaði Vilhjálmur sér af
því, hvað hann og Roosevelt væm líkir í mörgu.
Reyndi hann með ýmsu móti að vingast við
hann, meðan hann var forseti og síðar.
Þegar Roosevelt kom úr veiðiför sinni frá
Afríku 1910, var hann'skipaður fulltrúi Banda-
ríkjanna við jarðarför Edwards Bretakonungs.
Mætti hann þar Vilhjálmi keisara; batíð hann
Roosevelt að heimsækja sig í Berlin. Þegar
hann skömmu síðar kom til Þýzkalands, þá fór
hann fyrst til sendiherra Bandaríkjanna. Var
honum þar sent boðsbréf og hann beðinn að vera
gestur keisarans í Potsdam höllinni. Skömmu
áður en Roosevelt dó, sagði hann vini sínum frá
heimsókninni til Berlín. “Konan mín var með
mér, og eg spurði sendiherrann, hvort henni
væri ekki boðið líka. Þegar mér var tilkynt,
að svo var ekki, þá hafnaði eg boðinu, með þeim
ummadum, að eg dveldi hjá sendiherra Banda-
ríkjana, meðan eg væri í Berlín. Heimboðið til
keisarans, var endurtekið. Konan mín og eg
erum gestir sendiherrans, var svarið. — Mér
kom ekki til hugar að þiggja nokkurt heimboð,
nema við værum bæði boðin. Næsta dag var
þriðja heimboðið meðtekið: “Herforingja
Roosevelt og frú hans er boðið að vera gestir
keisarans, í Potsdam höllinni.”
III.
Skömmu eftir að þetta mál við Venozuela
var útkljáð, reis upp annað utanríkis-mál, þar
% sem Bandaríkin og Bretar áttu leik á borði.
1 samþandi við gullfundinn í Yukon-hérað-
inu, kom fram megn óánægja út af því, að Yuk-
on hafði mörgum árum áður verið svift eignar-
rétti til sjávar, nema norður að Ishafi. Bretar
höfðu í samningum við Rússa gefið stóra land-
spildu á milli Yukon og British Columbia, til
Alaska. Það var áður en Bandaríkin keyptu
Alaska af Rússum (1867). Canadastjórn krafð-
ist þess, að samningar þessir væru taldir ólög-
legir, að mál þetta væri lagt í gerðardóm, sem
settur var í Lundúnum 1903, þar sem taka átti
upp fleiri mál, milli Canada og Bandaríkjanna.
Professional Caras
DR. B. J. BRANDSON
f!16-2SsO Medlcal Arts Hldg.
Cor. Graham og Kermedy Sta.
Phone: 21 834.
Offtc« ttmar: 2_3
Heimill: 776 Victor St.
Phone: 27 122
Winnipeg, Manitoba.
COLCLEUGH & CO.
Vér leggjum sérstaka áhérzlu á atS
selja meSul eftir forskriftum lækna.
Hin beztu lyf, sém hægt er a8 fá, eru
notuS eingöngu. pegar þér kómiB
meti forskriftina til vor, megiS þér
vera viss um, aS fá rétt þaf sem
læknirinri tekur til.
Nötre Dame and Slierbrooke
Pbones: 87 659 — 87 650
Vér seljum Giftingaleyfisbréf
DR O. BJORNSON
216-220 Medical Arts Bldg
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phonee: 21 834
Office tlmar: 2—3.
Heimili: 764 Victor St.
Phone: 27 68'i
Winnipeg, Manitoba.
DR. B. H. OLSON
216-220 Medlcal Arts Bldg.
Ccr. Graham og Kennedy Sts.
Pane: 21 834
Office Hours: 3—6
Heimili: 921 Sherburne 8t.
Winnipeg, Manitoba.
I
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg
Cor. Graham og Kennedy Ste.
Phoie: 21 834
Stundar augna, eyrna nef og
kverka sjúkdóma.—Er at5 hltta
kl. 10-12 f.li. og 2-5 e. h.
Heimili: 373 River Ave.
Tals. 42 691
DR. A. BLONDAL
Medical Arts Bldg.
Stundar sérstaklega Kvenna og
Barna sjúkdéma.
Er atS hltta frá kl. 10-12 f. h.
og 3—5 e. h.
Oífice Phone: 22 296
Heimill: 806 Victor St..
Slmi: 28 180
Dr. Kr. J. Austmann,
Wynyard, Sask.
DR. J. OLSON
Tannlæknlr
216-220 Medlcal Arts Bldg.
Cor. Graham og Kfnnedy Sts.
Plione: 21 834
Heimilis Tals.: 38 626
DR. G. J. SNÆDAL
»
Tannlæknir
614 Somerset Block
Cor. Portage Ave og Donald St.
Talsimi: 28 889
Giftinga- og .Tarðarfara-
Blóm
/
rneð litlum fyrlrvara
BIRCH Blómsali
593 Portage Ave. Tals.: 30 720
St. John: 2, Ring 3
A. S. BARDAL
818 Sherlirooke St.
Selur llkkistur og annast um út-
farir. AlSur útbúnatiur sá bezbi.
Enn fremur seiur hann allskonar
minnisvartSa og legsteina.
Skrifstofu tals. 86 607
Heimilis-Tals.: 58 302
Tals. 24 153
NewLyceumPhataStudio
Krisíín Bjarnason eig.
290 Portage Ave, Winnipeg
Næst við Lyceum leikhúsið.
-------------------\------
T
THOMAS H. JOHNSON
Og
H. A. BERGMAN '
!sl. lögfræðingar.
Skrifstofa: Room 811 McArthur
\ Building,* Portage Ave.
P. O. Box 1656
Phones: 26 849 og 26 840
W. J. Lindal. J. H. Lindal
B. Stefansson.
fslenzkir lögfræðingar.
356 Main St. Tals.: 24 963
356 Main St. Tals.: ./£-4963
þelr hafa einnig skrifstofur at!
Lundar, Riverton, Gimll og Plney
og eru þar að hltta á eftirfylgj-
and tlmum:
Liundar: annan hvern miðvlkudaí
Riverton: Eyrsta fimtudag.
Gimli: Fyrsta miðvikuaag.
Piney: þrlðja föstudag
I hverjum mánuðl.
A. G. EGGERTSSON
ísL lögfræðingur
Hefir rétt til að flytja mál baeði
t Manitoba og Saskatchewan.
Skrifstofn: Wynyard, Sask.
Athygli!
Komið með næstu lyfjaávísun-
ina yðar til vor. Þaulæfðir sér-
fræðingar annast um alla lyfja-
samsetningu.
INGRAM’S DRUG STORE
249 Notre Dame Ave.
Gagnvart Grace kirkjunni.
A. C. JOHNSON
907 Confcdcration Ijife Bldg.
VVINNIPEG
Annast um fasteigmr manna.
Tekur að sér að ávaxta sparifé
fólks. Selur eldsábyrgð og bif-
reiða ábyrgðir. Skriflegum fyr-
irspurnum svaraö samstundis.
Skrifstofusími: 24 263
Heimasimi 33 328
J. J. SWANSON & CO. i
LiIMITED
R e n t a 1 s
Insurance
RealEstate
Mortgages
600 Paris Building, Winnipeg
Pohnes: 26 349—26 340
STEFAN SOLVASON
TEACHER
of
PIANO
1256 Domlnion St. Phone 29 832
Emil Johnson
SERVIOE EIjEOTRIC
Ra/mapna Contractinp — Attt-
kyns rafmagsndhöUt seld oq viö
þau gert — Eg sel Moffat og
McClary Eldavélar og hefi þmr
til sýnis d verkstceOi minu.
524 SARGENT AVE.
(gamla Johnson’s byggingin v10
Young Street, Winnlpeg)
Verkst.: 31 507 Hetma.: 27 286
Verksl. Tals.: Helma Tals.:
28 383 29 384
’G. L. STEPHENSON
PIjUjMBER
Allskonar rafmagnsAhöld, svo rtem
straujám, víra, nllar tegnndlr af
glösum og aflvaka (batteries)
VERJCSTOFA: «7« HOME 8T.
Islenzka bakaríið
Selur beztu vörur fyrir lægata
verð. Pantanlr afgredddar bæBJ
fljótt og vel. Fjölbroyti úrval.
Hrein og» lipur vlðskifti.
Bjarnason Baking Co.
676 SARGENT Ave. Wlnnipeg.
Phone: 34 298
Roosevel^ kvaðst vilja forðast deilur við Eng-
land, eins lengi og mögulegt væri, en lét þess
jafnframt getið, að hann mundi ekki þola ójöfn-
uð og yfirgang. Ef þessi krafa til Alaska-
landspildunnar,— sem var fleiri hundruð míl-
ur, — ekki væri þegar látirufalla niður, þá væri
ekki til neins að ræða nm neinn gerðardóm
frekar. Roosevelt vann; kröfur Canada til að
breyta Alaska-landamerkjum vom látnar falla
niður. Það, sem talið er sögulegast í þessu
máli, or það, að Roosevelt hafði sent herdeild
til Alaska landamerkjanna áður en dómnefnd
þessi tók til starfa. En um það vissi brezka
stjómin ekki fyr en löngu síðar.
Þessi tvö dæmi, við Þjóðverja og Breta,
sýna, hvemig Roosevelt hélt stjórnartaumum,
þó í hiut ættu þeir, sem þá vom taldir voldug-
astir í valdasessinum, bæði á sjó og landi.
Framh.