Lögberg - 06.01.1927, Page 1
PROVINCE
TAKIÐ SARGENT STRÆTIS
VAGN AÐ DYRUNUM
ÞESSA VIKU
ALVEG SÉRSTÖK MYND
“THE LAST FRONTIER”
Hin stórkostlega Buffalo Stampede
er sérstaklega áhrifa mikil.
PDOVIWri? TAK[Ð SARGENT STRŒTIS
riwviniÆ. vagn að dyrunum
NÆSTU VIKU
ZANE GREY’S mikla mynd
'TORLORN RIVER”
40 ‘AKGANGUR*
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 6. JANÚAR 1927
NÚMER 1
Helztu heims-fréttir
Canada.
í Winnipeg voru tolltekjurnar ár-
ið sem leið rúmlega $14,400,000,
eða nálega tveimur miljónum nteiri
en næsta ár á undan. Þá voru toll-
tekjurnar alls i Winnipeg $12,470,-
914. Segja tollheimtumennirnir að
þetta sé augljóst merki þess, aS
hagur fólksins sé nú betri, en veriS
hefir nokkur undanfarin ár. ÞaS
hafi nú n|eiri peningaráð o^ kaupi
því meiri vörur, útlendar ekki sííS-
ur en innlendar.
Manitoba þingið kemur saman á
fimtudaginn hinn 3 febrúar, eftir
því sem Bracken stjórnarformaður
skýrir frá að stjórnin hafi nú á-
kveðið. Mætir þingið í þetta sinn
nokkuð seinna heldur en vanalega og
er þess' helzt getið til að orsökin til
þess sé sú, að stjórnin ínfyndi sér að
þingmennfari þá betur með tímann
og evði honum ekki eins ósparlega
í ræðuhöld, eins og þeir hafa stund-
um gert. þegar seint er byrjað. en
tnargir þingmjfcnn vilja komast heim
fyrir vorannirnar. Verður þetta í
síðasta sinn sem þingið mætir, þar
til almennar fylkiskosningar fara
fram, sem verður einhverntíma í
siunar.
Félag þeirra manna í Toronto,
sem byggja úr grjóti og múrsteini,
hefir gert nýja kaupsanfninga. Þeir
fá nú $1.00 um klukkutimann, en
frá 1. maí 1927 til 31 desember 1928
fá þeir $1.25 um klukkutímann og
vinna 8 tímja á dag. Er það hæsta
kaup sem nokkrir iðnaðarmenn fá
i Toronto.
Bretland.
Bandarikjamenn halda nú þeim
heiðri að eiga, og hafa búið til þá
bila, sem fljótastir eru í ferðum ; en
nú hefir einn verið búinn til á Eng-
land, sem' Bretar halda að muni
komast fram úr öllum öðrum bílum
þegar næsta bílasamkepni verður
háð í Florida, einhverntimia í vor.
Þessi bíll hefir kostað $100.000 og
er gert ráð fyrir að hann fari 200
milur á klukkustund, sem er miklu
hraðari ferð, heldur en enn hefir
verið farið á bíl. Þessi nýi bíll er
32 fet á lengd og 6 á breidd, vigtar
7.056 pund, hefir 1000 hestöfl og
eyðir 4^ galloni af olíu á minútu
hverri, ef hann fer fulla ferð.
Ilvaðanœfa.
S. M. Bruce, stjórnarformaður í
Ástralíu kom til New York í vikunni
semj Ieið. Var hann þegar spurður
hvort nokkuð væri hæft í því að
Ástralia hefði í huga að senda
sendiherra til Bandaríkjanna eins
og Canada væri nú að gera. Svar-
aði hann á þá leið, að hann áliti að
enn væri ekki timi til þess kominn
og mætti vel við una að Bretar færu
þar, og annarsstaðar utanlands með
umboð Ástralíu og hefðu það vel
gefist. Alt öðra máli væri að gegna
m|eð Canadamenn. Þeir hefðu svo
margvísleg viðskifti við Bandarík-
in, að þeir hefðu góða og gilda á-
stæðu til að hafa þar sinn eigin
sendiherra.
Or bœnum.
Helgi magri heldur fund i kveld
ffimtudaginnj i húsi Friðriks
Kristjánssonar 205 Ethelbert Street.
stendur “þótt guð og náttúran sé
stundum ofurlitið örlátari við sum
af ibörnuml sinum eru hlutföllin
fremur jöfn,” en átti að vera, “eru
hlutföllin fremur ójöfn.
Stúdentafélagið byrjar nú aftur
fundi sina næstkomandi laugar-
dagskv. 8. jan. 1927. Aðalliðurinn
á skemtiskránni verður kappræða.
Sýnið fram á að islenskri tungu
skuli haldið við i Vesturheimi.
Leiðendur eru : Heiðmar Björnsson
og Egill H. Fáfnis. Fjölmennið !
Afmælissamkoma stúkunnar
Heklu. sem haldin var í Goodtempl-
ara'húsinu á fimtudagskveldið í vik-
unni sem leið, var vel sótt og fólkið
vjirtist skernta sér ágjætlega. Það
sem fram fór var að mestu i sama
sniði eins og algengast er á skemti-
samkomum; söngur, hljóðfæraslátt-
ur og ein ræða og kvæði. Ræðu-
maðurinn var Dr. Richard Beck og
var gerður ágætur rómur að ræðu
hans, sem vonlegt var, þvi hún átti
það vel skilið. Skal hér ekki nteira
um ræðuna sagt, því Logberg á
þess von, að geta flutt lesendum
sinunr hana áður en langt líður.
Egill Fáfnis flutti kvæði. Stúlkurn-
ar og piltarnir, senr þarna spiluðu
og sutrgu levstu hlutverk sín sóma-
santlega af hendi. Bjarni Magnús-
son stjórnaði samkomunni. Hann
er einn af þessunt erki-óvinum
Bakkusar og hefir aldrei getað séð
hann í friði, síðan Bjarni komst
til vits og ára. Samkomunni stjórn-
aði hann vel og forðaðist alla ó-
þarfa mælgi og ræðuhöld, sem sam-
komustjórar stundum freistast til
að gera heldur mikið að. Kaffið
var ágætt og dansinn vafalaust
skemtilegur fýrir þá, sem tóku þátt
i honum.
Göodtemplarastúkan Hekla var
stofnuð 23. des. 1887 og hefir jaín-
an verið starfandi síðan og er enn.
Er hún nú elsta Goodtemplarastúka
i Vestur-Canada og hefir all-lengi
verið hin fjölmennasta i allri Can-
ada. Hefir Hekla jafnan átt því láni
að fagna að eiga marga trúa og
stöðuglynda meðlimi, karla og kon-
ur. sem aldrei hafa vikið frá sinu
marki í bindindismálinu, hvaða
breytingu sem. löggjöfin og almenn-
ings-álitið hefir tekið.
Frá Islandi.
Reykjavík, 2. des. 1926.
Landskjörs atkvæði voru talin
í gær. A-listi fékk 6,940 atkv., en
B-listinn 8,514. Auðir seðlar voru
147 og 96 ógildir. Kosipn er Jón-
as Kristjánsson læknir á Sauð-
árkróki.
Talið er víst, að farist hafi nú
í vikunni vélbáturinn Baldur héð-
an úr bænum. Hann fór út á
veiðar síðastliðinn mánudags-
morgun, og hefir ekki spurst til
hans síðan. Hefir “Suðurland”
leitað hans árangurslaust. Fjór-
ir menn voru á bátnum; . Helgi
Helgason, form.; Stefán Brynj-
ólfsson, Sigurbjörn Bjarnason og
Páll Sigurðsson frá Hofi í Ása-
hreppi. Þeir Helgi og Sigurbjörr.
voru kvæntir menn.
Fregn frá Siglufirði segir, að
eimskipið “Ectiv” hafi komið
þangað aðfaranótt 2. þ. m. hlaðið
kolatöflum, en eldur hafi kviknað
í töflunum og óvíst sé, hvort skip-
inu verði bjargað. Skipverjar flýi
í land.
Brot af ferðasögu til Islands.
Eftir Thórstínu Jackson.
Við morgun guðsþjónustuna í
Fyrstit lút. kirkju á sunnudaginn
var prédikaði Richard Beck Dr. Ph.
frá Northfield, Minn., um al-
heims frið. Flutti doktorinn mál
fþað stórntyndarlega. Sjálfur hafði 1
hann kosið að tala við kveld- guðs-
þjónustuna á íslenzku, en tíminn
leyifði það ekki. Dr. Beck og kona
hans urðu að fara ttr bænum með
eftirmiðdaj lestinni áleiðis' til
Northfield og fór tnóðir Dr. Becks
með þeiný
Mokafli er nú við fsafjarðar-
djúp. — Togararnir, sem við veið-
ar eru, afla sæmilega og salan í
Englandi á aflanum er einnig
sæmileg. En kolin kosta nú svo
mikið, að þetta hrekkur samt tæp-
lega eða alls ekki til þess að bera
útgerðarkostnaðinn.
Framh.
Á Húsavík dvaldi eg á heimili
Vilhjálnfs Guðmundssonar föður
Guðmundar Vilhjálmssonar um-
'boðsmanns islenzku kaupfélaganna
í Leith. Eg flutti þar tvx> fyirlestra,
hitti margt fólk, sem rriér var mikil
ánægja að kynnast, svo sem Guð-
mund Friðjónsson, skáld, Unni
skáldkonu, Bjarklind mann hennar
o. fl. Frá Húsavík fór eg aftur að
Breiðumýri, flutti þar fyrirlestur
sunnudag e.h., síðan fór jón Har-
aldsson á Einarsstöðum með mig að
Arnarvatni um kvöldið og komum
við ekki þangað fyr en um mið-
nætti í rigningu. Við þurftum að
vekja upp, en ekki tóku húsráðend-
ur, Sigurður Jónsson, skáld, og
kona hans Hólmfríður Pétursdóttir
frá Gautlöndum, hart á þvi. Eftir
að hafa verið hlýjað á kaffi var
mér vísað til rúms i stofunni á
bænum, sem er nálega hundrað ára
gömul, þiljuð í hólf og gólf. Eg
svaf ágætlega ntilli tveggja dún-
sænga, um morguninn þegar hús-
freyja kom með kaffi til mín
spurði hún mig hvort eg hefði ekki
orðið vör við neitt yfirnáttúrlegt
un^ nóttina og kvað eg nei við, en
hún skýrði mér frá því að þessi
stofa hefði orð á sér fyrir að það
væri reimt i henni.
Næsti áfanginn var Skútustaðir.
Þar er séra Hermann Hjartarson
prestur. Eg átti að flytja þar fyrir-
lestur að kvöldi. Slitru rigning var,
en það aftraði ekki Mývetningum
frá að koma. Mesti fjöldi var á
fyrirlestrinuml. Bærinn á Skútu-
stöðum er gamall og lélegur, en þar
er verið að byggja steinsteypuhús.
Myndarlegt þinghús er þar og í þvi
er herbergi, sem prestshjónin nota
fyrir gesti. Eg hafði orð á þvi við
prestinn, að mér likaði ekki þessir
steinsteypúkassar, heldur þætti mér
gömlu bæirnir miklu íilkoinu meiri
Hann gaf það eftir að að ytra útliti
væru þeir það, en þegar til praktisku
hliðarinnar kæmi væri öðru máli að
gegna, og sagðist hann halda að
gömlu bæirnir væru dæmdir hvað
svo sem préfessor Sigurður Nordal
og fleiri sregðu þeim til hróss. Eg
var ein um nóttina í gestaherberg-
inu i þinghúsinu, sem er einn stein-
steypukassinn. í gegn um svefninn
heyrði eg afskaplegt óveður, ekta
íslenzka slagrigningu. Um morgun-
inn kom vinnukonan nveð kaffi og
var hún útbúin eins og hún væri
að fara á fjöll og kaffikannan og
kökurnar voru vafðar margföldum
dúkum. Stúlkan sagði mér að prest-
kona segði að best miyndi vera fyr-
ir mig að hreyfa mig ekki fyr en
lægði veðrinu því alt væri á floti í
bænum og allir, sem vetlingi gætu
valdið væru að ausa og þurka. Það
var komið undir hádegi þegar eg
vogaði m|ér út og þá hitti eg prest
á hlaðinu og sagði hann að sig hefði
langað mikið til þess að bæði eg og
Dr. Nordal hefðum verið komin
inn í gamla ibæinn urnl nótlina þeg-
ar serú mest Iak.
Séra Hermann fylgdi mér að
Reykjahlið. Á leiðinni komum við
að Höfða til Bárðar Sigurðssonar.
Höfði er nýbýli og er mjög miynd-
arlegt þar. Bárður er orðlagður
fyrir það hvað listfengur hann er.
Hjá honunr fékk eg einhverjar þær
bestu tækifæris myndir, sem eg hefi
frá tslandi. Eg gisti nótt í Reykja-
hlið, og þaðan lá Ieiðin að Gríms-
stöðum á Fjöllunl. Nokkuð þótti
mér Jökulsá á Fjöllum ægileg. Á
Grimsstöðum er tvibýli. Heldur er
þar einmanalegt uppi á regin fjöll-
uny en dýrðlegt og hrífandi er út-
sýnið. Kjartan, annar bóndinn á
Grímsstöðum tók aö sér að flytja
mig að Hofi í Vopnafirði, hafði
eg talað i sima við Séra Einar pró-
fast Jónsson á Hofi, sem var forn-
vinur fÖður míns. Eg þorði ekki
annað en geta um; það við hann að
eg kæmi klædd í buxur, en hann
sagðist ekkert vera að hugsa um út-
litið. Svo heppilegt var að heið-
skýrt var þegar eg Iagði af stað frá
Grímsstöðum um morguninn svo að
Herðúbreið og fjallgarður hennar
sáust i allri sinni dýrð. Það er tal-
in frek titi timti reið frá Grimsstöð-
um að Hofi yfir hinn svokallaða
Haug. Þann dag reið eg einhverj-
um þeim besta hesti, sem eg kom á
hak á íslandi. Eftir stranga ferð
komum við, eg og fylgdarntaður
minn að Hauksstöðum i Vopnaf. og
fengum þarkaffi og hvíldum okk-
ur. Það var farið að kvölda þegar
við náðum að Hofi. Séra Einar tók
mér eins og hann væri faðir rminn.
Hann er kominn yfir sjötugt en
er em og Iiress, messar oft fyrir
Jakob son sinn, sem er aðstoðar-
prestur hans, þar að auki er hann
að fttllkomna safn sitt af ættum.
Austfirðinga, er enginn efi að hann
er sá allra fróðasti tnaður í þeim
sökum. Það eina sem manni þykir
að þegar maður er á Hofi er að
geta ekki veriö þar lengur: tíminn
flýgur svo flótt. en skilur eftir end-
urminningar um .na islenzka
gestrisni frá hendi séra Einars og J
frú Kristínar og eru börn þeirra og ,
tengdadóttir þeim samtaka í þvi. Eg
var þrjádaga um kyrt á Hofi og var
oft orðið framorðið þegar við séra
Einar hættum að tala uni alla heima
og geima. Svo óheppilega vildi til
að flutningshesturinn, sem eg hafði
frá Grímsstööum datt á leiðinni, við
litum í koffortin og sýndist alt meS
kyrrum kjörum. en þegar við fór-
um að skoða nákvæmar á Hofi
hafði dunkurinn. em framileiddi
ljósið til jiess að sýna myndirnar
þar sem ekki var rafurmagn, hafst
illa við. Það hafði skrúfast ofan af
honum, gasið rokið úr og hann
hafði brölt svo i koffortinu að hann
hafði ónýtt tvo kjóla, sem eg hafði
nfeðferðis. Mér þótti nú ekkert um
kjólana, en það var alt verra með
gasið. Eg talaði á Vopnafirði fyrir
fullu húsi. Því miður var ekki hægt
að sýna mvndirnar vegna gasleysis,
þesskonar gas var ekki hægt að fá
nenfa í Reykjavík. Eftir fyrirlest-
urinn hélt maður uokkur þar að
hann gæti framleitt gas í smiðju
sinni til þess aö hægt væri að sýna
myndirnar, fólkið beið þrjá klukku-
tíma í þeirri von að það tækist en
það varð ekki. í einu húsi, sem eg
var í á Voprrafirði spurði eg hvort
klukkan væri rétt, konan sagði svo
vera þvi hún hefði heyrt klukkuna
slá í London. Eg leit á hana til
þess að gá að hvort hún væri að
gera að gamni sinu, en hún endur-
tók það og skýrði frekar að þau
heyrðu “Big Ben” slá frá Parlia-
ment byggingunni í London i gegn
um “radio” og væri hálf tíma mun-
ur á klukkunumt á íslandi og Lon-
don. í öllum umsvifunum að reyna
að sýna myndirnar á Yopnafirði
tapaði eg bæði höfuðfatinu og vetl-
ingunum og varð séra Einar hissa
á því vegna þess að hann sagðist
hafa hevrt að eg hefði lagt sérstak-
Iega fyrir niig hagfræði á einhverj-
um stærsta háskóla Bandaríkjanna.
Frá Hofi lagði eg af stað áleiðis
til átthaga föður míns. Fljótsdalsh.
Séra Einar lét flytja mig og var Jón
Halldórsson frá Sandbrekku fylgd-
armaðurinn, bróðir Runólfs Hall-
dórssonar i Selkirk. Heldur þótti
honum við konfast seint af stað frá
Hofi um morguninn en séra Einar
vildi ekki láta vekja mig. Jón var
til klukkan að ganga sjö, en eg
vaknaði ekki fyr en klukkan nærri
níu. Eg reið gömlumi reiðhesti pró-
fastsins, sem heitir Valur, en heldur
fanst mér flugfjaðrirnar vera farn-
ar að falla af honum. Við fórum
Smjörvatnsheiði og á þeirri Ieið
fékk eg að kenna á íslenzkum snjó-
byl. Eg hefi aldrei orðið fegnari
manneskja heldur en þegar eg kom
að Fossvöllum. Bóndinn þar er
bróðir Einars Páls Jónssonar, með-
ritstjóra Löglærgs. Þar voru þurk-
uð plögg okkar á örstuttum! tíma.
\'ið náðum að Litla Rakka í Hró-
arstungu um kvöldið. Morguninn
eftir fylgdi Vilborg Stefánsdóttir
frá Litla Bakka okkur áleiðis' að
Hjaltastaðaþinghá. Hún sagði okk-
ur ýmisiegt af Páli, skáldi Ólafs-
syni, sem er svo tengdur við Hró-
arstungu, t. d. fór hún með vísn
sem| Páll gerði á einni sinni síðustu
för á hestbaki í Hróarstungu og
hljóðar hún svo:
Hlógu við mér holt • stwwl,
hvellir spóar sungu,
enn var til ein vndis stund
í henni Hróarstungu.
við að beygja mjg undir hliðin og
gerði eg það nema þegar eg kom að
seinasta hliðinu gleymdi eg mér og
fékk svo mikið högg á höfuöið að
eg datt af baki og meiddi míg í
handleggnum, en ekki svo eg findi
marga daga til í honurn. Þetta var
í eina skifti sem eg datt af baki á
íslandi.
Hallur flutti mig frá Kóreks-
stöðum) að Eyðum. Sá vegur er ein-
hver sá versti er eg ferðaðist yfir.
Eg átti að flytja fyrirlestur á
Eyðum e. h. og va það í það eina
þkifti, sem eg kom| of seint þangað
sem eg átti að tala. Þegar eg reið
hlaðið á Evðum hálf tíma of seint
var alt orðið fult af fólki en það
fyrirgaf mér seinlætið. Búnaðar-
Dáinn er 11. f. m. Sigurgeir
Sigurðsson ibóndi á Svarfhóli í
Miklaholtshreppi.
Nýlega strandaði við Skaftárós
norskt flutningsskip, sem “Ny-
strand” heitir, frá Skien. Á því
voru 16 menn og fórst einn þeirra,
en hinir*komust í land. Haldið
er, að ekkert náist úr skipinu. Það
var fermt kolum til Hallgr. Bene-
diktsonar and C«. hér í bænum.—
Lögr. 2. des.
Heimilisiðnaðar sýningu hefir,
Heimilisiðnaðarfélagið nýl. opn-j
að og systurnar frá Brimnesi, sem
kent hafa hér hannyrðir, hafa |
einnig opnað einkasýningu. Fjór-j
ir húsagagnasmiðir hafa einnig'
sýnt opinberlega “sveinsstykki”
sín.
1 þciðju lípu í annari máls'grein
í ritgjörð hr. Aðalsteins Kristjáns-
sonar hefir stafurinn “ó” fallið
framan af orðinu “jöfn.” Þar
“Bí, bí og blaka” heitir nýút-
komin kvæðabók eftir Jóhannes
úr Kötlum, þ. e. Jóhannes B. Jóns-
son á Sámsstöðum í Dalasýslu.
Hann er kennari þar vestra, ung-
ur maður og efnilegur og yrkir
vel. Er allur frágangur á bókinni
hinn vandaðasti.
Þór tók nýlega þýzkan togara
við Vesturland og var hann sekt-
aður um 2,000 kr.
Varðskipið “Óðinn” er nú í
Khöfn til viðgerðar. Er sagt, að
smíðagalli sé á því, sem nauðsyn-
legt sé að bætt sé úr.
Reykjavík, 7. des. 1926.
í norskum blöðum er um það
talað, að stofnuð verði norsk
sendiherrastaða í Reykjavík, í
stað aðal-ræðismanns stöðunnar,
sem nú er hér.
Fyrirlestra fluttu hér í bænum
s. 1. sunnudag, Guðm. Finnboga-
son landsbókavörður um bölv og
ragn og þjóðnýtingu þess, og frú
Margrét Símonardóttir frá Brim-
nesi, uhi konur og menningu nú-
tímans.
Listsýningar nokkrar hafa ver-
ið opnar hér undanfarið, hjá
Guðm. Einarssyni og Júlíönu
Sveinsdóttur og svo minningar-
sýning Guðm. Thortseinsson.
Siðfræði prófc Á. H. Bjarna-
son, önnur bók, er nýkomin út.
Undanfarna daga hefir verið
vonsku veður og farist bátur með
tveimur mönnum í ísafjarðar-
djúpi.
Um Breiðabólsstað á Rangár-
völlum eru 5 umsækjendur: séra
Gunnar Árnason frá Skútustöð-
um, séra Sveinbj. Högnason í
Laufási, séra Jónmundur Hall-
dórsson í Grunnavík og séra Stan-
ley Melax á Barði.
Safnaðarfundur var nýlega
haldinn hér í Dómkirkjunni. M.
a. Var rætt þar um byggingu nýrr- j
ar kirkju hér í Austurbænum, I
sem hefði sæti fyrir um 1200 manns. !
Var nefnd kosin til þess að undir-
búa málið og helst gert ráð fyrir
því, að reisa kirkjuna á Skóla-
vörðuholtinu.—Lögr.
Veður var mjög fagurt og brátt
fóru Dyrfjöllin. sem faðir minn
hafði Iýst svo vel fyrir mér, að
blasa við. Mér fanst yfirleitt frá-
bærlega fagurt landslag á Fljóts-
dalshéraði. Skömnnt eftir hádegi
kontum við að Kóreksstöðum, þar
býr Hallur Björnsson. náfrændi
Jóns heitins Holme fvrrum blaða-
rnpnns í New \ork. Hallur er gift-
ur systur Stefáns á Hólmum, er eitt
sinn var ritstjóri Lögbergs. Mikið
fanst mér honuni svipa til frænda
síns Jóns Holnte. Ekki veit eg hvort ^
hann er líkur honum i þvi að vera j
fær m,eð pennann, en hann er söng-
maður hinn besti og spilar snildar-
lega á orgel. Hann mundi vel eftir
föður núnum þó hann væri atS eins
ofurliti'S barn þegar hann fór vest-
ur um haf. Eftir hádegi þann dag
talaði eg í þinghúsinu á Kóreks-
stöðum og hitti þar ntarga af vtn-
unt fólks mins. F.kki á eg marga
ættingja á héraðinu af því nær allur
ættbálkurinn fór til Ameriku, samt
hitti eg nokkra þremenninga. Gaml-
an Vestur-íslending sá eg þar. Pét-
ur Runólfsson, fyrrum bónda na-
lægt Lundar. F.g var dag uni kyrt 1
Hjaltastaðaþinghá fyrri nóttina var
eg á Kóreksstöðum, en þá seinni í
Kóreksstaðagerði, þar sem faðir
minn var fæddur og uppalinn. Þar
ibýr Halldór Einarsson frá Hall-
freðarstaðahjáleigu og er hann
framtakssampr bóndi. í orði er að
hann láti beisla fallega litla fossinn
fyrir ofan bæinn til upphitunar,
ljósa og eldamensku. Hallur á Kó-
reksstöðum gat lýst gamla bænum
fyrir mér út í æsar. Eldhús ömmu
minnar stendur enn. Nú er það aS-
eins brúkað til að elda í því slátur,
svíða svið o. s. frv. Göngin í bæn-
um eru þau sömu og einnig bæjar-
dyrnar. Nóttina, sem eg var í Kó-
reksStaðagerði svaf eg í hjónarúmi
Páls heitins Ólafssonar og Ragn-
heiðar, hafði mpður Halldórs verið
gefið það, en hvorki rúmið né það
að eg var á feðraóðalittu gerði það
að verkum að mig dreymdi nokkuð.
Það lá við að eg yrði fyrir slysi í
Kóreksstaðagerði, þó ekki yrði.
Þeir 'bændurnir Hallur og Halldór
fóru með mig upp að gömlum beit-
arhúsum þar sem faðir minn hafði
oft setið yfir, eg var ríðandi en
bændurnir gengu. Á leiðinni til
baka vildu þeir sýna n^ér fjárrétt,
sem hreppurinn á þar og er henni
skift í rnarga parta, aðskildum með
fjölda af hliðum. Þeir vöruðu mig
skólinn á Eyðum er sérlega mynd-
arlegur og er verið að byggja við
hann, enn stendur hús Jónatans
fyrrunt bóndi á Eyðurrt, sem flestir
Minnesota-tslendingar munu kann-
ast við og þótti það víst mikið hús
á sinni tíð. Séra Ásmktndur Guð-
mundsson, skólastjóri á Eyðum.
var eitt sinn í Wynyard og bað
hann mig að flytja fslendingum þar
kæra kveðju frá sér. Frá Eyðunt lá
leið mín ofan á Seyðisfjörð og
flutti þar tvo fyrirlestra og sýndi
nJvTtdir og voru þeir með afbrigð-
unt vel sóttir. Frá Seyðisfirði fór
eg að Egilsstöðum á Völlum og
flutti þar fyrirlestur e. h. Þar hitti
eg konu, sem var 93 ára gömul, en
ern og minnug eins og þær serrt eru
margfalt yngri. Mér þótti fallegt á
Egilsstöðum og hafði eg heyrt
margt talað um það pláss af ná-
grannafólki foreldra minna í Dak-
ota, Eiríki Halldórssyni og þvt
fólki. Eg flutti tvo fyrirlestra með
myndum á Eskifirði og Norðfirði
og einn á Fáskrúðsfirði og Reyðar-
firði. Allir voru þeir afbragðs vel
9Óttir og gat eg sýnt myndirnar með
rafurmagni alstaðar á þessum
fjörðum nema á Reyðarfirði. Eg
var svo óheppin að snúa á mér fót-
inn um öklann á Eskifirði og gekk
cg hölt um tímn og flptti fvrirlestra
mína sitjandi. Eg talaði einu sinni
á Djúpavog. Meðan eg dvaldi |>ar
var eg gestur læknishjónanna Ólafs
Thorlaciusar og kQnu hans. Þau
búa rausnar búi að Búlandsnesi.
Með þeint fór eg að Urðarteigi. þar
senv afi minn bjó um tima og móðir
mín var fædd. Eg hefi sérstaklega
ánægjulegar endurminningar um
dvöl mtna í Búlandsnesi. Ólafur
læknir og kona hans eru framúr-
skarandi skemtileg og vel að sér.
Gaman hafði eg að hitta Bergsvetn
bónda t Urðarteigi. Hann er 85 ara
garnall en hleipur við fót alla iafna
og minni og kraftar eru þar eftir.
Frá Djúpavogi fór eg yfir fjörð-
inn að Berunesi. Þar býr Sigurður
Antoníusson. hálfbróðir Egils' son-
ar Tóns Skjöld. sem eitt sinn var í
Haílson. Eg talaði á Berunesi og
var þar nótt. Næsta dag lét Stg-
urður flytja mig að Berufirði. F.g
mun seint gleyma þeirri ferð. \ eð-
ur vár fagurt, fyst kom\ eg að tóft-
unum í Hraunanesi, þar sem afi
minn Jón Jónsson bjó áður en hann
fór til Ameríku. Það er fast við
fjörðinni og var mér sagt að afi
minn, seml var einhver sú besta
skvtta á Austfjörðum, hafi skotið
selina og hnýsurnar úr bæjardvrun-
um. Mikið varð eg hrifin að koma
að Kelduskógum, hvaðan móður-
fólk nýitt taldi sig aðallega. Plássið
þar er einkennilega fallegt. Nú býr
í Kelduskógum Jón Antoníusson
bróðir Sigurðar á Berunesi. Það
var komið undir sólarlag þegar eg
og fylgdarmaður minn Antoníus,
sem uppalinn var í Kelduskógum
vorunt) að ríða bæjarleiðina niilli
Kelduskóga og Berufjarðar. Fjöll-
in á þeirri leið eru mjög tignarleg
og virtust þau vera logagilt i ljósi
hinnar hnígandi sólar. Það má heita
að alveg sé búið að rífa gamla bæ-
inn í Berufirði Gamla kirkjan
stendur enn og er utan og innan víst
mjög lík því sem hún var fyrir
fintpu áum. Heimilið í Berufirði er
í alla staði myndarlegt, en nú er
það ekki lengur prestssetur.
Eg hitti f jölda af móðurfólki
minu á Austfjörðum þar á meðal
Jónínu, Snjólaugu og Helgu, dæt-
ur Magnúsar afa-bróður mins.
iMesti aragrúi af fólki var að biðja
irtig að heilsa vinum og vanda-
mönnum í Ameriku, en þvi miður
hefi eg gleymt margri kveðjunni,
senl eg var beðin fyrir þar sem eg
hitti svo marga. Meðal þeirra, sem
eg man eftir var Jóhanna Þorsteins-
dóttir. systir Bjarna Þorsteinsson-
ar í Selkirk, hitti eg hana á Fá-
skrúðsfirði og Tngibjörg Vigfús-
dóttir systir S- W. Melsted t \Vin-
Nýársdagsmorgun 1927
Dagur ljómar. Dýrð og heiður,
Drottinn, þér um aldir veri.
Langar tungu, af mælsku megni
að mynda orð í stuðla skorðum.
En andann brestur, að einu og
öllu,
afl og ment, er slíku þénti.
Verð eg því að leita lægra
og lenda knör í þagnar vörum.
Nýárs sólar nætur hjúpi
ný og fersk. með loga sterkum,
að austan fer i árdags roða
yfir streymir, geisla hreínum
vorum heim að verma’ og lýsa,
vinda gjóst svo Iéttí’ af brjósti.
Lof sé þér um aldír alda,
eining hrein í þrennum greinum.
Svo vil eg, um leið og lertdi
lofa þann, sem allra manna
er skjól og vernd í skura hreggi.
og skýlir þeim, sem hér í heími
á hann treysta af öllum huga,
og ekki skeika í hugar reikí.
Himna faðir láti loga
ljósið bjart i hvers manns hjarta.
Magnús Einarsson.
H
nipeg. Hana hitti eg á Vopnafirði.
Yfir höfuð fanst mér fólk þrá ákaf-
lega mikið að frétta af ættingjum
og vinumi hér vestra og harma hvað
litið væri um bréfaskriftir.
Eg tók Gullfoss frá Fáskrúðs-
firði til Reykjavíkur. Þar hafði eg
mikið að gera þá tíu daga, sem eg
dvaldi þar í annað sinn. Eg flutti
fyrirlestur á Stokkseyri, átti að
flytja annan á Eyrarbakka en var
lasin svo ekkert varð af því. Tveim-
ur dögum áður en eg fór var mér
haldið san^sæti á Hótel ísland og
gefin fögur útskorin hylla.. Margs
minnist eg fal'egs' sem sagt var þar
Einar Benediktsson og séra Frið-
rik Hallgímsson töluðu aðallega til
mín. Guðmundur Finnbogason tal-
aði fyrir minni Vestur-íslendinga,
Sigurður Nordal fyrir msinni' Vil-
hjálms Stefánssonar, semihann taldi
frægastan allra Vestur-lslendinga.
Hann lagði það til að hin norðlægu
lönd, sem Vilhjálmur hefði kann-
að yrðu skírð Vilhelmina, ætti það
ekki síður við en Rhodesia Cecil
Rhodes í Suður-Afríku. Jón Þor-
láksson. forsætisráðherra, talaði
fvrir niinni fæðingarlands mins
líandarikjanna, sagði hann meðal
annars að “eg þakka Bandaríkjun-
um fyxir að hafa fóstrað hana
svona vel fvrir okkur.” o. s. frv.
Áttunda október kvaddi eg ís-
land og fór með Lyru, skipi norska
eimskipafélagsins til Bergen. t för-
um núnurn hafði eg mesta grúa af
vinargjöfum frá íslandi, en dýr-
mætust af öllu var endurminningin
um alla þá vinsemd. sem eg mætti
alstaðar á landinu og hvað vel var
tekið viðleitni minni að færa frétt-
ir af Vestur-íslendingum heim.
Sérstaklega voru blöðin mér hlynt,
auglýstu og rituðu mikið um fvrir-
lestra mina. t þessu sambandi vil eg
einkanleera geta Morgunblaðsins í
Revkjavík, sem flutti ítarlegar
greinar um fyrirlestra mína hvað
eftir annað. Eg á stórskáldinu Ein-
ari Benediktssyni míkið að þakka
fyrir að leggja mér eins eindregið
lið og hann gerði, bæði i orði og
eins i blaðagreinum. Margir eru
það sem eg vildi minnast sérstak-
lega ef tóm væri tit en ekki er kost-
ur að geta nenm fárra af þeim, sem
eg kyntist. Einn maður sem eg
hafði mtkla ánægju af að tala við
var prestaöldungurinn séra Björn
Þorláksson eitt sinn um stutt skeið
sóknarprestur föður míns. Hann er
nýbúinn að segja af sér sent prest-
ur Seyðfirðinga. Þó hann sé kom-
inn hátt á áttræðis aldur er hann
vel friskur og hefir frábærlega gott
minni á bætSi gamla og nýja við-
burði. Hann er nú fluttur til
Reykjavikur.
Mikið hlakka íslendingar heima
til þess að sjá sem flesta Vestur-fs-
lendinga 1930. Óskandi væri að
Austur og Vestur-fslendingar tækiu
saman höndumi um að gera þá há-
tið sem fullkomnasta. Nauðsvnlegt
er að þesskonar sanitök mvndist
sem allra fyrst. Eg vil að endingu
mjnna íslenzkar konur á kvenna-
heimilið sem Bandalag isl. Kvenna
er að reyna að koma á fót fyrir
■ 1930. Heimili þetta er einhver sú
mesta oauðsyn á tslandi, að tninu
áliti.
4 1 n 1 Q
oí