Lögberg - 06.01.1927, Qupperneq 4
Bls. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JANÚAR 1927.
Jogbcrg
Gefið út hvern Fimtudag af Tfe Col-
umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Tslnlmari Pi-0327 04 IS-0328
JON J. BILDFELL, Editor
Otanáslcrift til blaðsina:
TttE C0UIN|BII\ PRESS, Ltd., Bo« 3l7í, Wlnnlpog. Man-
Utanáakrift rititjórana:
£0:T0« LOCBERC, Box 317* Wlnnlpeg, l^an.
The •'LöKberg" ia prlnted an<l publlshed 'oj
The Columblk Preaa, Llmited. ln the Columhla
HuDdtnK, tl<5 Sarpent Ave., Wlnnipes. Manltoba.
Friðland.
Það er hugsað og talað meira um frið, á
vorum dögum, en átt hefir sér stað áður.
Hugsandi mönnum allra þjóða hefir komið
saman um það, að ef helkuldi miskunnaileysis-
ins, metnaðar, yfirgangs og ágimi eigi ekki að
verða þjóðunum að fjörlesti, þá verði að friða
lðndin, svo þjóðirnar geti unað þar óhultar
við sitt.
Það er fyrsta sporið til þess að bæta úr hinu
sýnilega og ægilegasta böli, er þjáð hefir mann
kynið á liðnum árum og þjáir það enn.
En það er ekki eina sporið, sem þörf er á að
stíga. Stríð og hatur á milli þjóða, er ekki eina
bölið, sem þörf er á að bæta.
Lífið alt er orðið stríð, uppihaldslaust og
miskunnarlaust stríð.
Það hefir verið sagt um það, að það væri
“blóðrás og logandi und’’, og er þá ekki sér-
staklega átt við .stríð, þar sem vinir og nágrann-
ar berast á banaspjótum, heldur stríð einstak-
lingsins fyrir lífinu, vonbrigði hans og örvænt-
ingu.
Ef að það var satt í liðinni tíð, þá er sá sann-
'leikur áþreifanlegri og augljósari nú.
Véla- og frantleiðsluöldin, sem vér lifum á,
hraðinn mikli, sem orðinn er á öllum og öllu,
kröfurnar, sem meiri hluti mannkvnsins gjörir
nú til margs þess, sem áður var óþekt, og vax-
andi erfiðleikar á, að veita ^ér það, er fullkomin
sönnun þess.
Brevtileiki lífsins, vonbrigði þess og hvefsni,
er más'ke hið sama, en hraðinn, sem á alt er
kominn, gjörir það að verkum, að fólk þarf að
neyta tvöfalt meiri krafta til þess að verða ekki
undir í samkepni lífsins nú. en áður.
Tnnbvrðis stríð er því að vaxa og^ þrejtan
og þörfin á friðlandi innan þjóðfélaganna, er
að aukast.
Menn segja, að fyrirhyggjumenn nútímans
hafi séð þetta og skilið og að úr því sé bætt með
listigörðnm stórborganna, þar sem fólk geti
notið hvíldar og endurnært krafta sína.
Þetta er að nokkru leyti satt. Slíkir skemti-
garðar eru mönnum ósegjanlega mikils virði,
en það vantar eitthvað í þá alla, sem manns-
sálin þreytt og særð þráir, sem flughraði tím-
ans, vélhraðinn og menningarbragurinn getur
ekki veitt.
Þegar lífið þjappar sem mest að mönnum
og lífshraðinn hrekur menn fram og til baka,
og miskunnarlaust kuldaglott samtíðarinnar
mætir augum manns alLsstaðar, þá vill maður
vera einn — einn fjarri gleði og glaum, fjarri
hraðanum, fjarri vélaskröltinu, dagdómum
manna og menningar bragnum, úti í náttúrunni
þar sem órofinn friður aldanna ríkir og fegurð
guðs blasir við sjónum manna.
Slíkum friðiöndum er nú alstaðar að fækka.
Menningin er að teygja fingur sína til þeirra
flestra, svo að ef ekki verður í taumana te'kið í
tíma, þá verða þeir lítt finnanlegir að fáum
mannsöldrum liðnum, og menn skilja ekki fyr
en of seint, hversu mikið að þeir hafa mist.
Nylega vorum vér sérstaklega mintir á þetta
þýðingarmikla atriði og þá um leið, hversu
menning nútímans er algjörlega tilfinningar-
laus fyrir helgi náttúrufriðarins og lotningu
góðra manna fyrir henni.
1 Westmoreland á Englandi er stærsta og feg-
ursta vatnið, sem til er þar í landi, Windermere
Lake. Er staður sá hinn fegursti, sem til er á
öltu Englandi. Vatnið er langt og mjótt, silfur-
t®rt og veðursælt, því skógur fagur er á bökk-
um þess, sem sumstaðar eru alt að þúsund fet-
um á hæð. Til norðurs og norðvesturs er fögur
fjallasýn og útsýn yfir vatnið, hvort heldur
er í sólbirtu dagsins eða kveldbliki silfurmán-
ans, er hin fegursta, sem hægt er að hugsa sér.
Til þessa staðar hafa margir af sonum og
dætrum ensku þjóðarinnar og jafnvel frá öðr-
um þjóðum leitað, þegar þreytán og lífsstríðið
ætlaði að örmagna það í samkepni lífsins. Þang-
að leitaði Thomas Carlyle sér andlegrar endur-
næringar, og stórskáldin ensku. Þar orti Words-
worth margt af sínum fegurstu kvæðum, enda
hlaut hann, ásamt fleirum enskum skáldum, er
þar dvöldu, nafnið “vatna-skáldið.’’
V indermere hefir í aldaraðir verið friðland
Englendinga, frægt í sögu þess og helgur stað-
ur í lífi þjóðarinnar.
Síðast liðið snmar var friður þess og helgi
rofin, með því að vatn það var valið til þess að
láta samkepni á milli “Hydroplanes” fara fram.
Gerðu vélar flugdrekanna svo mikinn hávaða,
að felmtri sló yfir alla, sem á þeim stöðvum
dvöldu og fyltist fólk megnum óhug út af því,
að menn skyldu voga sér að flytja vélaskark og
flughraða viðskiftalífsins inn á þennan frið-
helga stað. Þeir sem fyrir samkepninni stóðu,
kváðu þetta heimsku, og að skemtun sú, sem
fólk hefði af að horfa á flýti þessara nýtízku-
tækja, gerði meira en vega upp á móti gömlum
hégiljum.
Fólkið, sem heima á þar við vatnið, og það,
sem þar nýtur hvíldar, var ekki ánægt með þá
gáleysis úrlausn nýtízkumannanna, og hefir
mótmælt kröftuglega friðarrofi þeirra á þessum
stað, og krafist þess, að þessir urrandi vatns-
og loft drekar, verði aldrei framar látnir rjúfa
náttúrufriðinn við Windermere vatn.
Sumum kann nú að sýnast það nokkuð þröng-
sýnt afturhald, að vilja útiloka nýtízku menn-
inguna algjörlega frá nokkrum stað; en hvað
skal segja, ef hún ætlar að leggja svo land und-
ir fót, að hvergi á bygðu bóli finnist blettur, þar
sem þreyttir vegfarendur geta leitað hvíldar og
hugsvölunar í skauti náttúrunnar, lausir við
fjasið og flýtirinn, lausir við hraðann og ákaf-
ann, lausir við skröltið og skrumið, í kyrð og
næði, þar serri náttúran hjalar ein við sjálfa
sig og engin mannshönd og engar nýtízku-
framfarir hafa rofið frið hennar. Ef fólk fram-
ar á ekki að eiga neitt friðland við hjarta nátt-
úrunnar, þar sem það getur hlustað á raddir
hennar, horft á frumleik hennar og hvílst við
hina sérkennilegu og margbreytilegu fegurð
hennar óskaddaða eða skemda?
kærleiksneisti eða hluttekningar blik — ekkert
nemá þrælmenska á hæsta og andstyggilegasta
stigi. Vér trúum því ekki, að þetta sé sönn lýs-
ing á oss, Winnipeg-lslendingum — vér vitum,
að hún er ekki sönn, af vorri eigin reynslu og
sambúð við þá í fjörutíu ár.
Ef aftur, að hér er átt við mannlífið í heild
sinni, þá er þessi lýsing ekki heldur sönn, því á
því eru óneitanlega til göfugar hliðar — sól-
skinsblettir, sem skáldin eiga að sýna, eru
skyldug að sýna og halda að mönnum, ekki síð-
ur eni myrkri þess og mannvonzku. Skálda-
leyfið er vítt og rúmgott, en jafnvel það á sér
takmörk, sem engum manni ætti að líðast að
fara út fyrir óátalið.
Margt fleira er í þessu riti, svo sem “Hug-
rúnir”, uppgötvanir og vísindi. “Landnem-
inn”, kvæði eftir ritstjórann; íslenzkar þjóð-
sagnir, “ Blaðadrengurinn ” eftir Bergþór E.
Johnson, smásögur, skrítlur og gamankvæði.
Kórvillur í enskum ritum um
íslenzk fræði.
(Skammdegis-þankar.)
Eftir séra Guttorm Guttormsson.
ÞEIR SEM ÞURFA
LUMBER
KAUPI HANN AF
The Empire Sash& Door Co.
Limited
Office': 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK
=.uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiMimiiiiiiii^
I D.D.Wood&Sons í
= cr
selja allar beztu tegundir
KOLA
tuttugu og sex ár höfum vér selt og flutt heim til
almennings beztu tegundir eldsneytis, frá voru Yard
Saga.
Það er nokkuð langt síðan að vér lofuðumst
til þess, að minnast sérstaklega á Sögn, rit Þor-
steins Þ. Þorsteinssonar skálds, sem nú er að
fullkomna annað árið.
Fyrir framan oss á borðinu liggur annað
hefti síðari árgangs, með 272 blaðsíðum af les-
máli í 'oundnu og óbundnu máli, og er það ekki
smá-lítil viðbót við alt annað, sem út er gefið
nú á dögum. — Það er sagt um góðar vísur, að
þær séu aldrei of oft kveðnar. Svo er það með
bækumar, það er aldrei of mikið af þeim, ef
þær eru góðar.
Saga er ætluð til fróðleiks og skemtunar,
eitthvað á svipaðan hátt og Iðunn var til forna,
sem á sinni tíð náði meiri vinsældum hjá þjóð-
inni íslenzku, en flest önnur rit. Það er rúm,
enn sem komið er, á meðal Vestur-íslendinga,
fyrir slíkt rit, svo framarlega að því sé haldið
innan vébanda fróðleiks og skemtunar. En því
miður hættir mönnum stundum við að rjúfa
þau Ixind, misbjóða velsæmistilfinningu manna
og þá er búið.
Þetta hefti hefir að færa ýmislegt, sem vel
er sagt, og menn hafa gaman af að lesa. Þáð
fallegasta, sem heftið flytur, er fyrsta ritgerð-
in: “Sýnir drengsins”, æfintýri, sem minnir
mann á hið gullfallega æfintýri um Chippewa-
höfðingjann unga, sem á ensku máli er nefnt:
“The happy land of rest“. Ástmær hans deyr
og fær dauði hennar svo mjög á hann, að lífs-
gleði hans þver og lífslöngunin þrýtnr; hugur-
inn og þráin leita út fyrir takmörk lífsins, og
hann fer út úr átthögum sínum að leita og reyna
að ná til hinnar burtfömu ástmeyjar. Á leið-
inni kemur hann til aldraðs manns, þar sem
hann hvílist; öldungurinn segir honum í hvaða
átt hann skuli halda og ekki stanza, unz hann
komi að vatni, sem sé eins mikið og úthafið, og
að í því hafi sé eyja vndisleg, þar sem andar
hinna framliðnu búi.
Eftir að Indíánahöfðinginn hafði hvílst,
heldur hann áfram ferðinni, en verður þá var
við þau fyrirbrigði, að hann þreytist ekki, hvað
lengi sem hann gengur, og dýr og fuglar hafa
engan ótta af honum. Þannig 'oer þráin hann
áfram, unz hann kemur að vatninu mikla með
eynni, þar sem sólin skín daga og nætur, þar
sem ilmur blómanna fyllir loftið unaðslegri
angan allar ársins tíðir, þar sem glæstar borg-
ir blasa við augum og hvítklæddir andar
syngja guði sínum dýrð um aldir alda, glaðir ög
heilir. Yndisleg smáskip, eða bátar, ganga á
milli lands og eyjar til að flytja andana, sem
úr mannheimum koma, út á eyjuna, og í einum
bátnum þekkir Indíánahöfðinginn ástmey sína,
sem fagnar honum með blíðubrosi.
“Sýnir drengsins”, í Sögu, eru eins og
þetta æfintýri, angurblítt, hreint og fagurt.
“Álfur á Borg” er saga eftir dr. ,1. P. Páls-
son, sem lýsir norænni höfðingslund, er ekki
kann að smjaðra eða ’oeygja sig. en hefir skömm
á öllum undirlægjuskap og fleðulátum, og er
eitthvað hressandi við þá mynd.
Ritstjórinn, Þ. Þ. Þ., ritar tvær næstu rit-
gerðimar í Sögu, sem hann nefnir “Fráfærur”
og “Hákarlinn og íslendingurinn”, báðar lag-
legar. Síðari ritgjörðin, eða hugvekjan, er
orð í tíma talað og veí fram sett, nema hvað
setningaskipun í endanum á fjórða kafla verður
nokkuð þunglamaleg, og mætti fara betur; en
hugvekjan er þörf og ætti gott eitt af henni að
leiða.
“Þungir vasar” heitir næsta ritgjörðin í
Sögu, eftir ritstjórann. Er það ádeilugrein af
svæsnustu og alvarlegustu tegund. Er það saga
af manni, er Jóhann Bjamhéðinsson nefnist og
látinn er eiga heima í Winnipeg. Þessi maður á
að hafa verið f járplógsmaður/svo mikill, að hann
hafi neytt og svikið fá út af samtíðarmönnum
sínum og samlöndum á hinn miskunnarlausasta
og svívirðilegasta hátt. Þessi landi vor, sem á
að hafa búið hér í Winnipeg á meðal vor, er lát-
inn deyja, og sagan sýnir hann á leiðinni til
himnaríkis, og er hann að klífa brattlendi.
Ekki er hægt að segja, að höf. “Þungra vasa”
líti björtum augum á lífið. Þegar vér lásum
þennan ófögnuð, varð oss á að spyrja sjálfa
oss: Við hvað á maðnrinn ?
Ef þetta á að verá lýsing á íslendingum í
Winnipeg, }>á er hún alt annað en glæsileg. Eng-
inn vottnr um drengskap eða mánnúð, enginn
Þegar doktor Cook. sællar minningar, var
nýkominn utan frá Skrælingjalöndum og sagð-
ist hafa farið allar leiðir norður að heimskauti,
þá minnir mig að Walt Mason, hinn alkunni
Drápustúfur Ameríkumanna, sendi frá sér í
dagblöðunum kviðling út af þeim tíðindum.
Kvaðst hann lengi vel hafa ætlað sér að leita
uppi þann margrædda pól sjálfur; en það væri
nú si-sona, sér hefði jafnan orðið tafsámt við
heimasnúningana, vatnsburð og eldiviðarsög-
un, hrossahirðingu, kúasmölun og margt fleira,
svo að þessi fyrirhugaði leiðangur hefði dreg-
ist á langinn fyrir sér og orðið út undan.
Margur hefir svipaða sögu að segja. Það er
við ramman reipað draga, þarsem 'oráð þörfin
ei, hun heldur vanalega aftur af stórræðunum
og lætur ekki undan fyr en í fulla hnefana —
eða þá aldrei.
Mig hefir stundum langað til að skrifa fróð-
legt mál og rökfast um villurnar, sem mér finst
°g r?ka mig á í enskum ritum hvað eftir annað,
þegar um eitthvað íslenzkt er að ræða. Mér
hefir virzt, að varla væri hægt að una sér drykk-
langa stund við enskan lestur um íslenzk fræði,
svo að ekki væri þar einhver lokleysan komin,
og tranaði sér fram eins og boðfíenna, — en
stundum fara þær margar saman og gjöra herfi-
leg veizluspjöll. Þó finnast auðvitað undan-
tekningar á þessu; og satt er það, að margt
hafa Englendingar og Ameríkumenn skrifað
mæta vel um íslenzk fræði, og af góðum hug.
En því me^iri er þörfin á að lagfæra það, sem
missagt hefir orðið í slíkum ritum.
P’átt hefði mér verið geðfeldara en að geta
lagl gjörva hönd á það nauðsynjaverk; en æfi-
kjörin hafa lagt mér önnur störf upp í hend-
urnar, líkt og fór fyrir Walt Mason um pólför-
ina. Mig skortir bæði tóm og sérþekking til að
fá afkastað nokkrum stórvirkjum á þessu sviði;
en alt um það tel eg mér heimilt að minnast á
fáeinar meinloknr, sem líklegar eru til að
hneyksla hvem miðlungi fróðan íslending.
Ekki af því, að eg vilji “slá mér til riddara”,
eða ófrægja góðar ritgjörðir erlendar um ís-
lenzkt mál. Mér gengur ekkert annað til en það,
að sannleikurinn er sagna beztur í þessu efni
sem öðrum.
Villa hjá Wells.
Eg ætla mér ekki, sem sagt, að hlaða neina
vörðu hér, þótt nóg sé missagna-grjótið í þess-
um teigi bókmentanna. Læt eg mér nægja, að
grípa upp hnullung hér og hvar, eins og til
sýnis, og af handa hofi. Verður þá fyrst fyrir
mér Veraldarsögu-ágripið — “Outline of His-
tory ^ sem enski skáldsagna höfundurinn H.
G. Wells setti saman fyrir nokkrum missirum.
V ells er maður ritfær með afbigðum, eins og
kunnugt er, og bókin er heilmikið afreksverk
að visisu leyti. Honum tókst að rita veraldar-
sögu, sem er fremur skemtileg aflestrar. Bók-
in varð afar vinsæl og víðlesin; hún seldist í
hundraðatali þúsunda og var þýdd á nokkur
tungumál, ef eg man rétt. Margir, sem aldrei
höfðu fengist til að líta í sögurit áður, nema þá
með nauðung í skóla, lásu veraldarsögu Wells
Iyst-” Höfundurinn var hafinn
til skyjanna fyrir þá ótrúlegu speki' og þekk-
ingu, sem bókin þótti bera vott um. En þó
mölduðu ýmsir í móinn og töldu Wells hvergi
nærri svo áreiðanlegan eða réttdæman sögurit-
ara, að hann ætti alt þetta lof skilið
i ______ i i - ' i b ld sinni verður ekki
dasmt her. En eg vildi að eins benda á það, að
Islendmgar eiga handhægan mælikvarða ___________ og
nokkum yeginn áreiðanlegan, held eg, þar sem
honnm verðnr við komið — til að meta svipað-
ar fræðibækur eftir. Eg á við það, ef bókarefn-
1 g’efur lesandanum rétt til að vsenta einhverr *
• r 7 vg ^renmega :
jafn-famennn útkjálkaþjóð, eins og íslendii
ar.4rU’// er alI£óð t-rygging fyrir því,
ritio se í heild sinni vandað og ábyggilegt.
segi bókin lítið sem ekki neitt, og }Tað litla
merlulegt, um íslenzk efni, þá er varla ólíkle
að fleira hafi verið þar af hendi leyst með hr
vi rkm.
Veraldarsaga Wells er all-mikil að vöxtum
einar 1100 blaðsíður. Þar fann eg tæpan síðu-
íjorðung um íslenzk efni, í smá-bitum hingað
og þangað um bókina. Þjóðina, landið, tung-
una, bokmentirnar, nefnir hann á nafn einum
fjórum sinnum í alt, og í þeim smáskömtum eru -
að minsta kosti tvær meinlegar prentvillur
| Horni Rcss Avenue og Arlington Strœtis |
Pantið frá oss til reynslu nú þegar. E
I Phone 87 308 |
= 3 símalínur E
^tiTiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiMiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin:
=£IIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIItlllllllllllllllllllllllMllllllllllllllllllllllllllllllllHtllllll!=
■ KOL! KOL! KOL! I
I ROSEDALE KOPPERS AMERICAN
I DRUMHELLER COKE HARD
SOURIS I
LUMP I
I Thos. Jackson & Sons1
| COAL—COKE—WOOD |
370 Golony Street
Eigið Talsímakerfi: 37 021
I POCA STEAM SOUNDERS ALLSKONAR I
| LUMP COAL CREEK VIDUR
ÉiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimtiiE
Royal Bank of Canada
Arsskýrsla bankans sýnir
mjög gott fjárhagsástand,
Hia mikla viðskifta velta í Canada faefir orðið þess valdandi, að bank-
inn hefir notið meiri ágóða, heldur en nokkur dæmi eru áðnr til,
Innlög eru stöðugt að aukast.
Hlutahafar Royal bankans hafa
góða og gilda ástæðu til að vera vel
ánægðir með ársskýrslu hans yfir
f járhagsárið sem endaði 30. nóvem-
ber. Skýrslan sýnir meðal annars,
að á þessu ári hefir bankinn aflað
Iangt um rueir en nokku sinni fyr
síðan Ihann var stofnaður. Er þetta
sönnun þess að viðskiftin í landinu
eru meiri og betri heldur en þau
hafa verið og allar líkur benda í þá
átt, að þetta muni haldast fyrst um
sinn. Eins og vonlegt var, þar sem
bankinn hafði yfir miklu fé að
ráða, þá hefir hann getað mætt
hinum auknu þörfum viðskiftavina
sinna, án þess að minka þá fjár-
fúlgu er hann hafði á hendi.
Reikningar bankans sýna, að eft-
ir að frá eru dregnar vafasamar
skuldir, þá er ágóðinn $4,516,239
en var í fyrra 4,081,628, eða nú ná-
lega hálfri miljón meiri. Þegar
þetta er lagt við það sem eftir var
óskift við áðustu áramót, þá koma
nú til skifta $5,765,674. Þessari
upphæð er skift þannig: Til hlut-
hafanna ganga $3,416,000; til eftir-
launasjóðs'$100,000; til bankabygg-
inga 400,000; skattur til Samþands-
stjórnarinnar 440,000 og verður þá
eftir til næsta árs $1,409.674.
Ársskýrslan sýnir að bankinn hefir
mjög mikla peninga á hendi, ekki
síður en verið hefir. Af eignum
Um víkingana norrænu sog-
ir hann meðal annars, að
á tíundu og elleftu öld hafi
verið byrjað að færa sög-
ur þeirra í letur á íslandi. —
“ln the ienth and eleventh cen-
turies their sagas hegan to he
wrilten down in Iceland.’’ All-
ir geta séð, að þetta er eitt-
hvað loðið, þar sem höfundur-
inn lætur leika á tveim öldum
um hyrjun íslenzkrar sögurit-
unar. Þess konar framsetn-
ing er talandi vottur um óljósa
hugsun og hroðvirhni. En
bankans, sem metnar eru $766,376,-
943, eru í reiðu peninga, eða sem
gripa mþ. til fljótlega $367,280,083,
sem samsvarar 54.30% af því fé,
sem bankinn ber ábyrgð á gagnvart
alnlenningi. Peningar í vörslum
bankans eru meiri en vanalega, eða
eða 23.30%., Aðal
upphæðirnar, sem hér er átt við
eru: Peningar þar með talið gull og
stjóriiarveðbréf $99,868,262, ávís-
anir á aðra banka $27,214,300.
Upphæðir fallnar i gjalddaga frá
öðrum bönkum og öðrum slíkum!
stofnunum annarsstaðar en í Can-
ada $26,779,991, fé, sem trygt er af
samfoandsstjórninni og fylkisstjórn-
unt ^64,733.057, peningar trygðir
af hinu opinbera á ýmsum stöðum
$26,880,492 járnbrauta- og önnur
veðþréf 1 $16,380,953. S'kyndilán
$101,717,445. Sönnun fyrir vaxandi
viðskiftum! er það að lán sem veitt
hafa verið á þessu ári nema $197,-
759,230, en voru í fyrra $190,854,-
642. Þar á móti hafa lán til annara
landa verið nokkuð minni, eða
$138,384,822, en voru í fyrra $143,-
397,982.
Það er augljóst að almenningur
er að leggja fyrir meiri peninga,
því innlögin í Sparisjóðsdeildina
eru að vaxa. Þau hafa nú numið
$451,689,830 í samtmburði við
$440,380,136 og nema nú alls $612,-
860,280 samkvæmt skýrslum.
jafnvel ]>ótt frásögnin beri
svona dreift hjá Wells í þessu
atriði, þá hæfir hann ekki sann-
leikann betur en svo, að honum
skeikar um hundrað ár í minsta
lagi. Það var ekki byrjað að
skrifa fornsögurnar íslenzku
fyr en á tólftu öld. Landslög-
in voru með því allra fyrsta,
sem fært var í letuF; þau voru
skrifuð niður á vetrinum 1117-
18. íslendingabók Ara fróða
er frumgróði ritaldarinnar,
éins og kunnugt er. Hún
er samin laust eftir 1130; en