Lögberg - 20.01.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 20.01.1927, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JANÚAR 1927. Bls. 7 Fætur hennar og öklar bólgnuðu. Þá Notaði Mrs. J. Wilkes Dodd’s Kidney Pills. Kona frá New Brunswick Mælir Með Dodd’s Kidney Pilis Við Þá, Sem Sjúkir Eru. Public iLanding, N. B., 14. jan.— ('Einkaskeytij— Það að Dodd’s Kidney Pills lækna alls konar nýrnaveiki, er enn sannað, meö vottorði frá Mrs. J. Wilkes, sem hér er vel þekt og mikils metin kona. Hún skrifar: “Mér var mjög ilt í bakinu og eg haföi einnig bólgna fæt- ur og ökla. Af þessu leið eg mikið. Eftir að hafa notaS Dodd’s Pills úr þremur öskjum, var eg albata.” Nýrnaveiki er mjög algeng í fólki yfirleitt, og það er oft mikhim tíma ] eytt til ónýtis, þegar reynt er að lækna hana með meðulum, sem ekki eiga j við. Það er gott að gefa TTýrunum gætur og halda þeim í lagi. Dodd’s Kidney Pills örfa og styrkja veik nýru. Þær eru notaðar, og reynast vel. um allan hinn siðaða heim. Fást hjá öllum lyfsölum og hjá: The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Tor- onto' 2, nOt. Heyfengnr nokkurra stórjarð*. 1. Hólar í Hjaltadal. Þar var heyjað í sumar noo hestar af töðu og 1400 af útheyi. Spretta var þar óvenju góð í görðumi; fengust um 30 tn. af jarðeplum og mikið af rófum, sem þvt miður eru enn að | miklu í görðunum, þar eð frostin komu svo snemma. 2. Hvannevri. Þar voru heyjað- ir í sumar 1000 hestar af töðu og 3000 af útheyi. Af þessnm heyfeng voru urrl 500 hestar settir í súrhey. Uppskeran af rófum var 225 tn., en af jarSeplum 25 tn. í fjósi eru nú á Hvanneyri rúm- ir 60 nautgripir. 3. Korpólfsstaðir og Lágafell. Thor Jensen, stórkaupmaður, hefir kúabú á þrem jörðum i nágrenni Reykjavíkur. Á þessum jörðum hefir hann látið gera stórfeldar jarða- og húsabætur þessi síðustu árin. Nú hefir hann á jörðum sín- um um 200 nautgripi. Heyaflinn var i sumar semí hér segir: Á Korpól fs.stöðum 4000 hestar. Nálega fjórðungur þess var sett í súrhey. Fyrir 4 árum mun hey- fengurinn á Korpólfsstöðum hafa verið um 200 hestar. Á Lágafelli var heyjað 1400 og í Melshúsuml 600 hestar. 4. VífilsstaSir. Þar var hey- fengurinn í sumar 1520 hestar, og nálega þriSungur þess gert að súr- heyi. Þetta er alt fengið á ræktuðu landi. Fyrir 10 árum fengust þar af túninu 62 hestar. Hið ræktaða land á Vífilsstöðum er alt slétt, enda er unnið þar meS sláttu-, rakstrar- og snúningsvélum, og heyiS keyrt heim á vögnumj. Að heyskap unnu u Vífilsstöðum í sumar 5 piltar og 2 stúlkur í 8 vikur. 1 fjósi á Vífilsstöðum eru nú 46 nautgripir. 5- Bessastaðir. Þar var tö&u- aflinn i sumar 800 hestar. Það er hálfu meira en það var fyrir 10 ár- um, enda hefir Jón bóndi Þor- 'bergsson bygt áburðarhús og slétt aS um 26 dagsl. í túni á síðustu ár- um. 6. Brautarholt á Kjalarnesi. Þar býr Ólafur Bjarnason frá Stein- nesi. Keypti hann jörðina og reisti þar bú 1923. í sumar var heyfeng- urinn *8oo hestar, mest taða og nokkuð af hafragrasi. Af þessu heyi voru um 500 hestar settir í súrhey. Olafur hefir gert miklar jarðabætur i Brautarholti. Þar eru \ °ú 44 nautgripir í fjósi. S. S. (\ ‘Frey’). Heimur versnandi fer. Hér er lýsing á heims verstu göll- unum, hávær er stormur í þjóSmála fjöll- unum; mannfélags' skútan hún skelfur á bárunum skinhelgi og hræsni, þær sitja undir árunum. Málæðisskúmarnir skeiða yfir heim- inn, Til að Auka Matarlystina og Lífsþróttinn. ?iöldi fólks er óhraust og taug T,a° °8 illa. fært um að gegi sínum, af því það hei Þl,eúbr,gt blóð og slæma melting ,u®^ndir manna, sem þannig er tatt fyrir, hafa fengið meina b me? því að nota NugafTone, se er agætis meðl til að styrkja heil Unu °g auka kraftana og áhugan Nuga-Tone er talið ágætt með við lystarleysi, slæmri melting gasi í maga og görnum, höfuðve °g evima, nýrnaveiki, áhugaley: andfylu, óhreinni tungu og óti morgu fleiru af þessu tagi. Þi er ábyrgst að Nuga-Tone verði þ til gagns. Reyndu það í 20 dag og ef jþú ert elýki fyllilega ánæg ur, þá skilaðu afganginum þan að sem þú fékst meðalið, og fá? þína peninga aftur. Kauptu þ flösku í dag, í hvaða lyfjbúð se er, og vertu viss um að fá Nug Tone. Eftirliking er einskis vir? skelfing er minningin þrællynd og geymin, viöskiftalífið þaö veltur á fótunum völdin þau eru hjá ríkustu þrjót- unum. Skólamálsfarganið skelfur á bein- unum, skýrir menn taka eftir sterkustu meinunum; þjóðin er brjáluö af þrælsótta titr- andi, þarna er nútíma menningin glitj- andi. Th. Oddson. Frá Winnipegosis. Winnipegosis, Man. 30. des. ’26. Ritstjóri Lögbergs, kæri herra! Innilegt þakklæti frá mér og min- um fyrir jólablað Lögbergs. Það var fróðlegt og fjölbreytt eins og svo oft áðpr og öllum kær gestur. í jólablaði Heimskringlu birtust nokkrar vísur, sem eg sendi því blaði af því eg var beðinn þess. Vísurnar voru með ýmsum bragarháttum og gerði eg það rétt að gamni mínu til þess að svna að gömlu skáldin heima á fósturjörðinni okkar gátu rímað málið í stuðla undir hvaða hætti, sem þeir vildu. En af því sem mér þótti Heims- kringla miður vanda þeim sæti hjá sér þar sem þær voru látnar hröklast marg sundur slitnar yfir í auglýsinga- dálka blaðsins og menn þurftu að elta þær frá 9 blaðsíðu til 12 blaðsíðu, þá langar mig til að biðja þig að prenta þær i Lögberg bráðlega og veit eg þá fyrir vist að þú gerir það einnig fyrir mig að lofa þeim að verða samferða öllum á sömu síðu blaðsins. Þetta er nú að vísu kannské óþarft kvabb. Mér satt að segja hálf gramd- ist hvað óvandvirknin hjá Heims- kringlu gat staðið svona opinberlega nakin framan í lesendum blaðsins hvað áminstar visur snertir. Eg veit líka að margt af gamla fólkinu íslenzka hefir mikið gaman af þeim ekki sízt fvrir það að brag- hættirnir og höifundár visnanna fylgja þeim. Eg sendi þér blaðið sem vísurnar eru i, ef ské kynni að þú hefðir það ekki handbært. Þinn með vinsemd og virðing, F. Hjálmarsson. * * * Stökur JPrentað upp úr Heimskringlu.J Ritstjóri Heimskringlu, Kæri hcrra! Núna, undanfarin kvöld hefi eg verið að pára nokkrar vísur, sem eg ætla að biðja þig að vera svo góð- ur að prenta í Heimskringlu, áður en svörtustu og lengstu skammdegisvök- urnar ganga fyrir glugga. Vísurnar eru allar saman smíðisgripir frænda okkar heima á íslandi, og standa flest ar i nánu sambandi við kvöldvökurn- ar löngu og ditnmu þar. — Margsinn- is hafa þær verið kveðnar svo snjalt og fagurt undir íslenzku bæjarþaki, að sjálf vetrarstórhríðin, hamröm og nístandi, hopaði úr hugum fólksins og sneyptist sín, þegar kvæðamaður inn hóf raustina, með þessu þjóðlega, hljómfagra stuðlamáli, sem íslenzkan ein á til og 'leggur á tungu barna sinna. Eins og, menn munu skilja, eru visurnar ekki samstæðar. eins og þær koma hér fyrir almenningssjónir, þær eru sín úr hverri áttinni, t. d. úr ljóðabréfum, tíðavísur, úr rímum og tækifærisvísur. Öllum vísunum fylg- ir hátturinn, sem þær eru kveðnar und ir. skrifaður fyrir ofan hverja vísu, en nöfn höfundanna undir. — Lang- flestar visur, sem nú eru ortar hér fyr ir vestan. eru kveðnar undir hring- hendu. Maður gæti því hugsað sem svo, að hinir braghættirnir væru að týnast úr minni Islendinga. Var það því að nokkru leyti vegna þess, að eg fór að hreyfa við þeim. Og dauf myndi sú ljóðabók þykja, eða segj- um. rimur, ef þíer væru allar kveðn- ar undir. einum bragarhætti, hversu vel sem ort væri. Enga eina kvæða- bók þekki eg, sem hefir eins margar visur inni að halda, eins og kvæðabók Bólu-Hjálmars; og enga kvæðabók þekki eg heldur, sem hefir selst eins vel. Mun nú ekki háttafjöldinn, sem hann kvað undir, jafnframt orðalag- inu, eiga góðan þátt i þvi, hvernig bókin hefir selst? Skáldin og hagyrðingarnir íslenzku ættu nú að stytta sér kvöldvöku með því að yrkja undir öllum þessum háttum, sem hér eru nefndir. Eins og e;ldri tslefidingarnir hagmæltu vita. er mikið léttara að yrkja, þegar menn' þekkia bragarháttinn, sem ort er undir. Þið ritstjórarnir islenzku ættuð að Ijá okkur gömlu körlunum og konunum, kaupendum Lögbergs og Heimskringlu, að niinsta kosti tvo dálka í hverju blaði vikulega, fyrir visurnar okkar, fvlgifiskana gömlu frá ættjörðinni, þessa hjartfólgnu minjagripi, sem við kváðttm við raust á smalaþúfunum á æskuárunum heima. Eg hefi heyrt marga minnast ó Etefán Biörnsson, sem eitt sinn var ritstjóri Lögbergs, með hlýhug fyrir visnrnar og þættina, sem birtust i blaðinu á hans ritstiórnartið. Og sia'dan mun blaðið hafa haft meiri vinsældum að fagna en etinmitt þau árin. sem hann var ritstjóri þess. Skáld <ys hagvrðingar hérna megin hafsins hefiist nú handa, og yrkið nú visur og visna parta. og sendið nú blöðunum okkar. Lögberp-i og Heims- kringlu, til birtingar. Yrkið nú ykkur og öðrum t'l dægrastvttingar visur um sextán sárin hans Hiálmars Hug- timstóra, og eins, ef þið kunnið eitt- hvað af þeim frá fornu fari að heim- an, þá verið svo góðir að birta þær. Með vinsemd til allra, F. Hjálmarsson. Winnipegosis, Man. * * * Áttþættingur:— Öll er frægð og þjóðlofs þægð, þekking, hægð og röksemd fægð, kúguð, p;lægð, við klæki mægð, kærleiks nægð ef frá er bægð. fSéra Þorlákur á ÓsiJ. Oddhending:— Brjótar randa reifðir brand, róa í land af vogi. Þekur strandar svalan sand sveit í andartogi. JSig. Breiðfjörð.) Hagkveðlfngaháttur:— Dauðans fóru köf um kring, kappar vóru fimm eg syng. Tók þá sjórinn tvímætting, Tómas stóra Sunnlending. fSéra Þórarnn í MúlaJ. Hringhenda:— Eins og standi glóð við gler Gríms á landi prúða, svo ljómandi sýnist mér silkibanda rúða. JJón Jónsson, Knarareyri.J Kolbeinsháttur:— Geysar inn fyrir Gunnar sinn, Gerður frjáls og byrjar máls. Frændi þinn er framliðinn í fjúiki stáls við sonu Njáls. (Sig. BreiSfj'érS.) Aldýr stikluvik :•— Himins æðar opnaðar óðum blæða tóku. Skýjaflæði skelfingar skolaði klæði fjörgynjar. JBrynjólfur á Minna-Núpi.J Hálfdýr stikluvik:— Voru slyngum hylmi hjá harðir að morði sverða, sára þingum ólmir á ísjendingar fjórir þá. 1 (Sig. Breiðfjörð.J Sexstuðluð stikluvik:— Hér við dvínar mærðin mín, mána ránar nanna, þyggi línur þessar fín og þundar vin að gamni sín. JSéra Hannes á Ríp.J Nýfundið stuðlafall:— Álfum spjóta Uxafótur móti hjörs í stranga storminum, striddi á langa Orminum. JBóIu-Hjálmar.J Aldýrt stuðlafall:— Þangað fría þjóðin nvar flokka, fleins að drýgja fárviðrin, fimm og tíu hundruðin. JGísli Konráðsson.J Hálfdýrt stuðlafall:— Hárið svart um herðar skarta náði, í hrafngljáum öldum frá ennis háu fjal.li á. jNatan KetiIsson.J Samstagað stuðlafall:— Hnikars bikar hýrri tróðu bjóða Enn eg skal um Óðins fljóð, ei þó virðist Ijóðin góð. fSéra Hannes á Ríp.J Aldýr frumhenda:— Lattir sat við ljóða liljóð langa fanga blundinn; Plato gat með góða þjóð ganga á ranga hundinn. fSig. Breiðfjörð.J Frumhenda:— Sikling dáinn segir her, saknar lengi frúin; hnígur þá úr höndum mér harpan strengja rúin. JSig. Breiðfjörð.J Skothend frumhenda:— Man til hryggur hugurinn liýrrar blómarósar; yfir skyggir aldur minn æskuljómi drósar. ýHans Natansson.J Frutnhend marghenda:— Drauminn grundar drengur fríður, dagsins fróm hann leiðir hönd; á fætur skunda fer og ríður frani í Rónta kemur lönd. Hrnghend skammhenda:— Mörg ein rjóða mærin hjýddi mínum óð ótreg; og minn hróður ekki níddi, ofttr góðmótleg. JSig. Breiðfjörð.J Hringjandi minni-frumhenda:— Hann ei tauma halds má njóta, hestur nennir æða líkt og strauma fossar fljóta fram af ennum hæða. JSig. Breiðfjörð.J Ný langhending:— Eins og svangur úlfur sleginn. einn er sauðahaga smaug um, seint og langan labbar veginn °g lygnir dauðabólgnum augurn. JSig. Breiðfjörð.J Samhend langhending:— Mærðin byrgð er marghendinga, mælskan stirð og h«gvits bann ; rímuna hirði rósir hringa, reyni firðar kveðandann. JHans Natansson.J Aldýr stafhenda:— Dóttir Njörfa dökk á brá, Dellings hörfar niðja frá; öl.l á flakki öldin var, og til hlakkar veizltinnar. JSéra Hannes á Ríp.J Ódýr stafhenda:— Ekki skal þó um það fást, á eigin spýtur sínar skást spila mun í búnað brags, byrjast líka ríman strax. ýGísli Konráðsson.J Skammhent:— Hallfreðs kvæðin kunnu sigra EPS Meðalið undraverða, sem maður and- ar að sá að lækna vetrar .% ( Kvefið og Hóstann 1 w í n 1 téí.j Handhægt meðal, töflur vafðar í silf- urpappír. Hættuminni og áhrifa- meiri en meðalablanda. konungs reiðifar: Sighvatur með dögling digra dýrt í metum var. JGísli Konráðsson.J Skjálfhenda:— Svo má kalla, kem eg varla kvæð- um saman, grettast allur fer j framan, fjörinu hallar, eyðist gaman. JSéra Hannes á Ríp J Frástuðlað:— Nú vjll ekkert kvenna kyns að kvæðum sækja, stunda ei eftir stefjabókum stúlkurnar í selskinnsbrókum. JSig. Breiðfjörð.J Gagaraljóð:— Veri gæfan gjafmild mér, gjöri blessan ferma knör, beri siðan fley og fér á fjöruna í Þorgeirsvör. JBólu-Hjálmar.J Þristikluð gagaraljóð:— Enginn hér vill hjálpa jrtér, hróðrar gera lýtum að ; Skakt fram ber eg Skollvalds ker, skelfing er að horfa á það. JSéra Hannes á Rip J Ferskeytt:— Þegar höfðings hatturinn hallast þeim á vanga, gruns er mér i sama sinn, svo muni dygðin hanga. fSéra Þorlákur á Ósi.J Afhending:— Afhending er öllu góð, þá annað brestur; við hana er Siggi seztur. ("Sig. Breiðfjörð.J Sextánhent:— ,-e Náðar kljáðu þáðan þráð, þjáðum ljáðu dáð ómáð; fjáð heilráðin fáðu að gáð. fláðu af háðið smáð í bráð. fBólu-Hjálmar.J Frumhend sléttubönd:— Sjóli hæða leggi lið laufaþórum svinnum; hjóli kvæða virðar við velti fjórum sinnum. ('Bólu-Hjálmar.J Sléttubönd undir hringjanda minni frumhendu:— Tiðin eyðist, dvinar dagur, dygðin launuð k'æðist. kvíðinn sneyðist, hlýnar hagur, hrygðin kaunuð græðist. , fBólu-Hjálmar.J Til skýringar við hálfdýr stikluvik: Islendingar fjórir þá, niðurlag vís- unnar. Þeir voru þessir: Einar Skala- glarn skáld; Vigfús Víga-Glúmsson; Þórir hét sá þriðji, ekki sagt hvers son og sá fjórði Þorleifur skúma. Þeir voru í Jómsvíkingaorustu með Hákoni jarli. T. H. Hversvegna hjónín skilja. Eftir Robert Quillen. Fyrir svo sem fimtíu árum var litið á hjónaskilnað hér í landi (Bandaríkjunum) sem hreint og beint hneyksli, en nú eru það orðn- ir svo að segja daglegir viðburð- ir að hjón skilji. Það hlýtur að vera einhver sérstök orsök til þess, að hjónabandið er nú orðið mörgu fólki svo mikið böl, að það getur ekki við það unað, og gríp- ur því til þeirra óyndisúrræða, að skilja. Fólk býr sér til margskonar á- stæður til að gera sér grein fyrir þessu. Mörgu er um kent, svo sem auð, fátækt, skorti á stöðug- ljmdi, nýjungagirni, óhollum skemtunum og mðrgu fleiru. En þegar um ógæfusamt hjóna- ■band er að ræða, þá er sjaldan minst á þá orsökina, sem augljós- ust er. Til að finna hina réttu orsök, þarf maður fyrst og fremst að skilja hvers vegna maður og kona ganga í hjónaband og hverjar eru þær góðu vonir, sem þau gera sér um hjónabandið og á hverju þær vonir eru bygðar. Það er engum efa bundið, að allir, sem gifta sig, gera það í þeirri von, að þeir fyrir það njóti meiri ánægju. Hitt er engu síður áreiðanlegt, að það er óánægja með hjónabandið, sem aðallega veldur hjónaskílnaði. Þá kemur maður að því, að gera sér grein fyrir, hver séu hin helztu skilyrði fyrir því, að mað- ur, eins og þeir gerast upp og of- r-i, geti verið ánægður með sitt eigiðf hjónaband og konan sömu- leiðis. Yanalegur Bandaríkjamaður gift- ir sig ekki í þeim tilgangi, að bæta hag sinn, eins og það er vanalega kallað. Með þvi er hann oftast ekki að reyna að komast yf- ii" meiri eignir, eða þoka sér upp betur” í félagslifim^, eða tryggja sjálfan sig gegn slysum og óhöpp- um. Hann kvænist af því, að hann hefir kynst konu, sem hann elskar. Getur vel verið, að hún sé fá- tæk, af lágum stigum, jafnvel ó- lagleg; um það fæst hann ekki. Ást hans segir honum það eitt, að þessa konu eigi hann að vernda, vera henni góður og hann þráir að mega vera þar sem hún er. En hann hefir samt sem áður eitthvað af hálfduldum metnaði, sem líka gerir sínar kröfur. Hon- um finst hann eigi að vera henni meiri og sé það. Eins og hann sé ekki æðstur af öllu í heiminum; hið fullkomnasta af öllu, sem guð hefir skapað og eigi að drotna yfir öllu, sem lifir og hrærist á jörðunni? Að minsta kosti verð- ur að taka mikið tillit til hans, treysta á hann og leita hans ráða. Ef þú kynnist manni, sem á konu, er tekur honum fram í ein- hverjum knattleikjum eða syndir betur en hann, eða spilar “bridge” betur; sem er honum betur að sér, eða hygnari að græða peninga— þá getur þú reitt þig á, að þú hef- ir hitt mann, sem hefir lítið af á- rægju þessa heims að segja, nema því að eins, að hann skorti eðli- leg virðingu fyrir sjálfum sér. Hér er sagan hálf.—Maður, sem er ánægður í hjónabandinu, hversu mikið sem honum þykir til kon- unnar koma, verður að finna til þess, að hann sjálfur sé henni snjallari. * Síðari hlutinn er álíka einfaldur. Konan hugsar öðru vísi. Þegar hinn unga mann er að dreyma um frægð og frama, sem hann ætlar að vinna sér, þá dreymir stúlkuna um ungan mann með frægð og frama, hugrakkan, fallegan, ridd- arlegan, fyrirmyndarmann, Henni dettur ekki í hug að taka niður fyrir sig. Vill helst ekki mann, sem er jafningi hennar. Hún vill giftast manni, sem hún getur litið upp til, dáðst að. Dóttir malar- ans lætur sig dreyma um prins. Með öðrum orðum, konan hugs- ar sér aldrei að taka ofan fyrir sig, heldur ávalt, ef hún giftist á annað borð, þá manni, sem hún getur litið upp til og telur sér fremri. Hvernig, sem henni sjálfri er farið, þá hugsar hún sér ávalt, að fá mann, sem eigi það skilið, að hún líti upp til hans og dáist að honUm. Þess er ekki langt að minnast. að konan átti hægt með að finna mann, sem stóð henni framar. Uppeldið og vaninn var þess vald- andi, að hún var illa að sér og lít- ilþæg. Hún átti þess ekki kost, að þroska sína andlegu hæfileika. Hún þurfti mann til að styðjast við. Hún hirti blómin, vann að hannyrðum, var húsmóðir. Hún var kona mannsins síns og hún var ánægð. Skapgerð konunnar er enn því lík sem áður var. En henn'i er nú enginn hægðarleikur lengur, að finna mann, sem að andlegu at- gerfi stendur henni framar. Þeir menn eru orðnir sjaldgæfir. Hér er ekki átt við það, að karl- mönnum hafi farið aftur, heldur að konunum hafi farið fram, og það stórkostlega. Þroskun karl- manna hefir þar á móti verið heldur hægfara. Ung stúlka, sem er vel mentuð og hefir gott traust á sjálfri sér og getur aflað töluvert m'ikilla peninga og það með heldur hægu móti, hún kynnist ekkí mörgum ungum mönnum, sem henni finst að taki sér fram, eða standi sér framar. Hún vill giftast manni, sem hefir andlega yfirburði yfir hana, en hún er sérstaklega heppin, ef hún finnur nokkurn slíkan. Eigi maður að geta gert sér rokkrar vonir um að njóta ánægju hjónbandsins á sama hátt og áð- ur var, þá verður hann að halda betur áfram, en hann hefir gert síðari árin. Ný stálmnsluaðferð. Þýskum hugvitsmanni hefir tek- ist aS gera stál úr járni með nýjum hætti. í stað þess að bræða járniö notar hann efnafræðislega aðferð, sem er tniklu ódýrari en bræðslu- aðferðin og auk þess betri. Þetta nýja stál er líkt góðu, sæns'ku stáli, d'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiniiiiiiiiiiHiMmiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiE | D.D.Wood&Sons 1 | selja allar beztu tegundir KOLA ■w E tuttugu og sex ár höfum vér selt og flutt heim til almennings beztu tegundir eldsreytis, frá vcruYard = | Horni Rcss Avenue og Arlington Strœtis 1 Itraunmr Verpa Árclðanlega Innan prlssia daaa. ICf Vlta-Gland Töflur Eru NotaSar. Hænan ihefir kirtla «ins og -miann- eskjan, er ■eig'i síður þurfa á jármefni aö halda. Af þelrri einföldu AstæSu a?5 þær styrkja Þau liffæri, sem fram- l’eiöa e@gin, eru V it a-CUa n d töflur or- sök þess, séu þær lAtnar í drykkjar- vatn hænanna, aC þ6 þær hafi aldrei verpt A vetrum, fara Þær aS verpa innan þrig’gja daga. VSsinldíin hafa fumdiSS efni, sam ef rétt er notað, læt- ur hæmur verpa meria en Þser annars .gierSu. 1 tilraunabúi stjðrnarinnar, er efniS notaS, ve.rpir hænan 300 eg-gj- um á mðti hverjum 60 áiSur. Reynið þetta kostahoð. Egg og meiri egg og fallegan hóp a.f hænsnum, sem þurfa lítið eftirlit, enigin lyf eða idýrt fó'Sur, geta allir haft, sé Vlta-G'land tafla látin 1 vatn hæhsnanna. F.infalt ráð en tvöfaldar ágððann. Jöfn verping sumar og vet- ur. peir sem búa itil Vita-Glam'd töflur þek'kja verkanlr Þess vel og vita að yður stðrfurðar er þér reyni'5, og Þeir senda öskju tiS reynslu, þannig: Send- ið enga peninga, aðeins nafn yðar, verða Þá sendar tvær stðrar öskjur, er hv-or kostar $ 1.215. I>ér borgið pðst- 'inum Þá i$1.25 og örfá >oent í pðst-. gjteid. Nágrannii yðar sér afleiðing- ' arnar og kaupir hina öskjuna, svo þér fáið yðar ðkeypis. Vér ábyrgjumst að þér verðið ánsegður, eða verðúnu er ekiiað aftur. Skrifið þvi strax og fáið fleiri egig en áður á þenna einfaida hátt. — Skrifið: VITA-GÞAND ÞABORATORIE Vita-Gland Þaboratories 1009 Bohan g. Toronto, Ont. PantiðJrá oss til reynslu nú þtegar. Phone 87 308 = 3 símalínur = Mimimiimimmimmmmmmmmmmmimmmmimmmmmmmmmmmi? ^miimmmmimmimmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmim^ | KOLI KOLI KOLIj I ROSEDALE KOPPERS AMERICAN SOURI I | DRUMHELLER 'COKE HARD LUMP | (Thos. Jackson & Sons ( | CGAL—COKE—WOGD ( | 370 Golony Street 1 1 Eigið Talsíniakerfi: 37 021 | I POCA STEAM SOUNDERS ALLSKONAR 1 | LUMP COAL CREEK VIDUR 1 íTmiimmmimmmmmmmmimmimiiimiimimiiimmmmmmmmmmmiir; Gyllinœd Lœknast fljótlega “Ep tók mikið út árum saman af þessum slæma sjúkdómi” segir Mrs. W. Hughes, Hoche- laga St., Montreal. “Kvalir, svefnleysi, og alls- konar ill bðan, var það sem eg: átti við að stríða þar til eg reyndi Zam Buk. Nú veit eg, að það er ekkert til, sem jafn- ast á við þetta ágæta meðaL Síðan það læknaði mig, lang- ar mig innilega til að láta þá, er líða af slíkum sjúkdómi, vita um það. 50c. askjan. Stöðvar kvalir undra fljótL Græðandi meoal úr plönturíkinu. en bœöi harðara og sveigjanlegra og laust viS veilur þær, sem oft eru í bræddu stáli. Er uppgötvunin talin mjög þýðingarmikil og þykir senni- legt aS hiin útrými með öllu gömlu aöferöunum. Hið mikla þýska félag “Bad- ische Anilin- & Sodafabrik,” sem m. a. er heimsfrægt fyrir fram- leiðslu lita úr tjöru og vinslu á- burðar tir loftinu, hefir keypt einka- réttinn að uppgötvun þessari. HÁLEITUR. Háleitur mænin hátt í loft, hleypur í ljósið, dettur oft, gætnis-bendingum geldur spott., Glápir í tunglið: — Alt er gotL. Háleitur enga hættu sér. Háleitur segir: Trúið mér. alt er að fara upp á við, allur heimur að semja frið. Háleitur gengur hreykinn mjög, hjalar um lífsins þroskalög. Segir: Heimurinn enn þá er að^ins að fæðast, trúið mér. Þrír eru dagar eftir enn, áður en Drottinn skapar menn, lausa við ánauð, eymd og synd, ameriska i sinni mvnd. Háleitur aldrei hættu sá, háleitur rak sig loksins á, skeinu illa og skell hann fékk, skildi þá fyrst hann blindur gekk. Pétur Sigurðsson. Eyðið vetrinum til að skofa yður um á Kyrrahafs- ströndinni í—VANCOUVER VICTORIA II “Þar sem jörðin í Canada er sígræn” 0 Góðir bíla vegir— Golf og aðrir utan- búss leikir LAGT EXCURSI0N Fargjald Farbréf til sölu II. 13. 18. 20. og23. Jan, 1. og 8. Febrúar Gilda til 15\ Apríl 1927 m Velja má um tvær lestir daglega Via the #Látið umboða- menn vora segja yður nákvæmar j um þessa ánægju* | legu vetrarferð /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.