Lögberg - 10.02.1927, Blaðsíða 1

Lögberg - 10.02.1927, Blaðsíða 1
40. A^GANGUR | Helztu heims-fréttir Canada.' Frétt frá Ottawa, hinn 26. f. m. segir aS f jöldi manna i Canada hafi tilkynt hermáladeildinni, aS þeir væru til þess búnir ac5 ganga í her- þjónustu og hjálpa Bretum, ef til ófriöar drægi milli þeirra og Kín- verja. Fréttin segir að stjórnardeild- in hafi veitt þessum tilboSum viö- tökur, en aS ööru leyti ekkert aS- hafst í þessu máli. ■*■ * * Hon P. J. Veniot póstmálaráS- herra, en sem áSur var stórnarfor- maður í New Brunswick, segir aS sá grunur sé með öllu ástæðulaus, aS þeir sem í Strandfylkjunum búa, séu ekki eins tryggir og hollir þegn- ar ríkisheildarinnar eins og nokkr- ir aörir menn í landinu. Segir hann aS Strandfylkin hafi aS vísu ekki um langt skeiö notiS þeirra réttinda sem þeim beri í fylkjasambandinu. Segir hann aS þetta komi ekki aðal- lega til af því, aö Strandfylkin gengu á sínum tíma í sambandið, heldur vegna þess aS þau hafi þar ekki notiÖ þess, sem þeim sam- kvæmt samningum bar aö njóta. En þrátt fyrir það, verði maður þess aldrei var, að þar detti nokkrum manni í hug aö rjúfa sambandiÖ við hin fylkin og enginn þurfi að láta sér detta í hug aS þaS fólk, sem í Strandfylkjunum býr, sé ekki full- komlega hollir þegnar Breta-kon- ungs. * * * Nú er hin nýja og stóra pappírs- verksmiSja í Pine Falls, Man. full- gerS og tekin til starfa. Hinn 26. janúar 1926 var járnbraut fullgerð til Pine Falls og má segja aS þá hafi veriö byrjað að byggja, því efni var ekki hægt að flytja þar aS fyr en járnbrautin var fulIgerS. AS vísu hafÖi töluvert veriS unnið þar áöur við aö hreinsa landið og undirbúa fyrir byggingarnar. Nú er þarna komin pappírsverksmiSja, sem framleiöir 125 tons af pappir á dag. Auk þess hefir félagið, The Mani- toba Paper Co., Ltd., látið byggja þarna 82 íbúSarhús handa verka- fólki félagsins, sem hafa kostaS $4.200 til 25.000 hvert og eru sum þeirra stórhýsi, meS mörgum íbúö- ■um handa einhleypum mönnum. Fé- Hgig hefir lagt í þetta fyrirtæki $6,- 5oo,ooo og hefir nú í sinni þjónustu tnilli sjö og átta hundruð manna, en talið er aS í bænum Pine Falls, e>gi nú heima um 1200 manns. í*essi nýi bær hefir öll nýtízku þæg- indi og íbúSarhúsin, sem ætluö eru verkafólkinu eru mjög vel gerð og þægileg. Er nú félagiS að byggja þar fleiri íbúðarhús. * * * W. H. Moore hefir verið skip- aSur formaöur þeirrar nefndar, sem stjórnin hefir sett til aS íhuga toll- mai þjóðarinnar. Kemur hann í staðinn fyrir Hon. Geo. P. Graham, sem nú hefir veriS gerður aö sena- tor. Mr. Moore tekur viö þessu starfi hinn 5. þ. m. Bandaríkin. Senator Arthur Copper frá Kansas vill meS lögum skylda borg- ara Bandaríkjanna til að greiSa at- kvæSi viS almennar þingkosningar, alla þá sem nú hafa atkvæðisrétt. Vill hann leggja sekt viS, ef fólk vanrækir aS greiöa atkvæði og að þær nema i% af árstekjunum, t. d. aö maSur sem hefir $3,000.00 í árs- tekjur greiSi $30.00 sekt ef hann vanrækir aS greiða atkvæöi. Eru lög þessu lík í Ástralíu og síðan greiða þar miklu fleiri atkvæöi heldur en aSur, svo nú viö síSustu kosningar yoru þar agejns -j% af öllti atkvæð- asbæru fólki, sem ekki greiddi at- yæði. Samskonar Iög hafa fleiri Pjoðir og verða þau allstaöar til [)ess aS atkvæðatalan hækkar stór- ostlega. Hins vegar er því haldiS ram, að IítiS sé við þaö untiiS, aö Lta það fólk greiöa atkvæði, sem okki hefir meiri áhuga á stjórnmál- Un’ en svo, að þröngva veröur því t'l þess' meS 'lögum. Þykja mörgum 'tlar líkur til aö slikt fólk hafi heiHavænleg áhrif á stjórnmálin með atkvæSum sínum. * * * y ^’ffátturinn í Tennessee ríkinu efir staöfest þann úrskurð, að ó- leyfdegt sé að kenna hina svo nefndu framþróunarkenningu (evolution) í skólum ríkisins, sem kostaöir eru af almennu fé. Þar á móti hefir yfirrétturinn mildaS dóm þann, sem John T. Scopes hlaut, en .hann var, eins og kunnugt er, sakað- ur um að hafa brotiS lögin í þessu efni. * * * Daniel J. Moody hefir nú tekiö viö rikisstjóra-embættinu i Texas af Miriam A. Ferguson, sem er fyrsta kona, sem slíku embætti hefir gegnt í Bandarikjunum. Bretland. Mál eitt stendur nú yfir á Eng- landi, sem þykir töluvert einkenni- Iegt. MaSur nokkur, Peter Wright að nafni, haföi ritað og gefiS út bók, þar sem minst er á stjórnmáía- manninn fræga W. E. Gladstone og talaS um hann heldur óvirðuglega og sagt, eöa gefið í skyn aS konur hefðu haft heldur mikil áhrif á hann. Gladstone greifi, sem nú er kominn yfir sjötugt, varð ákaflega reiður út af þessum ummælum, er honum þótti varpa skugga á minn- ingu sins göfuga föSur. SkrifaÖi hann því Peter Wright bréf, þar sem hann kallar hann “lygara, rag- geit og flón.” Mr. Wight þótti ekki gott undir þessu aö búa og höfSaði meiöyrðamál gegn greifanum. Er mál þetta nú sótt og variS, en enn óvist hvernig málsaðiljum gengur aS sanna ummæli sin, eöa hversu saknæm dómurum kunni að viröast þau. Hvaðanœfa. Dr. Marx hefir nú í fjóröa sinn myndaS ráöuneyti á Þýskalandi og tekiS þar við stjórnartaumunum. Eins og í flestum eða öllum hinum Evrópu löndunum,* eru þar i landi margir stjórnmálaflokkar. Jafnvel enn fleiri en viðast annarsstaÖar — og verSur því ekki hjá því komist, aö hafa þar nokkurs konar sam- steypustjórn, eöa hafa menn í ráðu- neytinu úr ýmsum flokkum, enda er þetta nýja Marx’s' ráöuneyti þannig myndað. Gerir stjórnin ráö fyrir að hafa hér um bil 50 atkvæöa meirihluta í þinginu. ASal mótstööu- menn hennar eru þeir sem mestum breytingum vilja koma á, eöa lengst ganga í lýSfrelsisáttina, eins og ýmsir komast aS oröi. Sagt er aS Vilhjálmi fyrverandi Þýskalandskeisara þyki lífiS í Doorn altaf heldur dauflegt og langi mikið til að fara aftur til Þýskalands og vera þar það sem hann kann að eiga eftir ólifaS. Hann er nú 68 ára að aldri. Þykir honum nú og einnig vinum hans heima fyrir meiri likur en áSur, til þess aÖ hann fái leyfi til aö hafast viS á Þýskalandi, þaS sem eftir er æfinnar, þó vonlaust sé að hann “rði þar hér eftir nokkurs ráðandi. ÞaS er álitið aö Hindenburg forseti og margir fleiri mikilsráÖandi menn á Þýskalandi séu því hlyntir, aö fyr- verandi keisari fái heimfararleyfi og einnig, aS þjóðin yfirleitt sé því ekki lengur mjög mótfallin. Þess eru líklega engin dæmi, að nokkurri þjóS, sem rekið hefir konung sinn eöa keisara fVá völdum, hafi siöar farist eins vel við hann eins og Þjóðverjum hefir farist við Vil- hjálm keisara. * * * ÞaS hefir nýlega komiö fyrir ein- hvesstaSar á Rússlandi, að smalar nokkrir yfirgáfu hjörðina og neit- uÖu algerlega aS gæta hennar leng- ur og báru því viö að þeir heföu séð sjálfan skollann sveima yfir hjörðinni i fuglsliki og hefði hann drepið yfir fjörutíu kindur og fariö alveg burt með sumar þeirra. Sum- ir eru aS visu á þeirri skoðun aö ó- vættur þessi sé fjalla-örn ákaflega stór, en smalarnir þessir hafa sina skoðun og þykjast fullvel vita hver I óvætturin í raun og veru er. Mussolini og von Neurath, sendi- herra ÞjóSverja í Róm, hafa und- irskrifaS samninga milli ÞjóSverja og ítala, þess efnis að þessar tvær þjóöir komi sér saman um aS leggja mál þau fyrir gerSardóm, sem upp kunni að koma þeirra á rpilli, en sem þær sjálfar geti ekki orSið ásáttar um. Samkvæmt samningi þessum, skulu öll mál milli þessara tveggja þjóðá útkljáS á friSsamlegan hátt. WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 10. FEBRÚAR 1927 NÚMER 6 Óvanalega miklar kuldar hafa verið á Rússlandi í vetur, og segja fréttir þaöan aS fjöldi manna hafi frosið til dauðs, þar á meðal tvö- þúsund fiskimenn við Astrakan og margt fleira fólk til og frá á Rúss- landi. Víða eru járnbrautarlestir fastar í snjónum og hafa verið sumar all-lengi vegna þess aS kuld- inn hefir veriS of mikill til þess aö menn gætu unniS viS að losa þær úr snjónum. Segir fregnin aS slík aftaka frost hafi ekki komiö þar í mörg ár. * * * Af ástandinu í Kína er ekki mik- iS að segja, vegna þess aö fréttirn- ar sem þaðan berast eru mjög óljós- ar og sumar aS minsta kosti sjáan- lega óábyggilegar. ÞaS er þó áreiS- anlegt að Breta-stjórn álítur aS breskir þegnar séu þar í mikilli hættu og margir aSrir útlendingar, sem eiga heima, eða hafast viS þar í landi. Mörg herskip hafa þegar veriö send til Kína og Bretar eru aS senda þangað heilmikiS af her- mönnum. Þó virSast flestir gera sér enn góSar vonir um, að ekki muni úr þessu verSa reglulegt stríS milli Kínverja anarsr vegar en Breta og fleiri þjóSa hins vegar. I Kína er engin ein stjórn yfir öllu landinu, heldur eru þar margir höfSingjar og flokkar, sem berjast um völdin sín á milli, en óvildin til útlending- anna virSist vera var í landi mikil og almenn og ef til vill geta allir flokkar orðiS samtaka í því aö herja á útlendingana til að koma þeim burtu og sýnist ekkert ólik- legt, að hér sé sú alda risin, sem fyr eSa síöar gerir útlendingum ó- mögulegt að hafast við í Kína, eöa ekki á sama hátt og veriö hefir, því sjálfsagt hafa þeir verið þar tölu- vert ráðríkir. Manitoba-þingið. ÞingiS var sett kl. 3 á fimtudag- inn í vikunni sem leiS á vanaleg- an hátt. Er þetta i sjötta sinn, sem þingiS mætir síSan síSustu fylkis- kosningar fóru fram og veröur þetta í síöasta sinn sem þingiS kem- ur saman fyrir næstu almennar fylkiskosningar. Hinn nýi fylkis- stjóri T. A. Burrows, setti þingiS og las hásætisræðuna, sem er á þessa leiö: Herra f orseti og þingmenn: Um leiS og eg býö yður vel- komna á þetta þing, sem er hiS sjötta þing síöan almennar fylkis- kosningar fóru fram i seytjánda sinn og sem er fyrsta þingiÖ, sem eg set, síSan eg var skipaður fylkis- stjóri, þá vil eg lýsa yfir ánægju minni yfir því, að taka þátt í hinu þýðingar mikla verki, sem fyrir yö- ur liggur, og eg vona að með að- stoö ráöherra minna og yöar allra, auðnist mér að standa þannig í stöðu minni, meÖan eg er fylkis- stjóri, að öllum fylkisbúum megi aö sem mestu gagni veröa. Eg er ]>ess fullviss, að þér gegnið skyldum yS- ar viturlega og samvizkusamlega og þannig, aS alt fólk í Manitoba njóti þar góSs af. Eg er þess fullviss aö eg mæli vilja alls fólks í Manitoba, þegar eg lýsi yfir því, að vér tökum meS á-» nægju höndum saman við öll hin fylkin í Canada, aS bjóða hinn nýja landstjóra, Willingdon greifa, hjart- anlega velkominn og lýsi ánægju vórri yfir því, aS maður, sem jafn ágætlega hefir reynst annarsstaöar í brezka veldinu, hefir af hans há- tign, konunginum, veriS valinn til aS gegna því þýðingar mikla em- bætti aS vera landstjófi í Canada. ÁstæSa er til aö vera þakklátur fyrir að efnahagur fólksins í fylk- inu hefir farið batnandi. Uppker- an í fylkinu árið 1926 vár framúr- skarandi mikil. Þótt veöráttan í haust væri mjög óhagstæö, varð þó árangurinn af jarðyrkjunni all-góÖ- ur, nema í miShluta fylkisins norö- anverðum og einstöku staö í öSrum hluturn fylkisins. FramleiÖsla mjólkurafurða hefir náö meiri við- urkenningu. Mér, eins og yður, hef- ir veriS það ánægjuefni, að veita eftirtekt hversu mikið hefir þótt koma til griparæktar vorrar, mjólk- urafuröa og annarar framleiSslu af búum vorúm á Royal sýningunni í Toronto, vetrar-sýningunni í Ottawa, og fylkissýningunni i Ont- ario, sem haldin var í Guelph. “The Industrial Development Board of Manitoba,” sem stjórn mín hefir komiS á fót, hefir unnið ágætt verk í samráSum viö Winni- peg bæ og yiÖskiftaráðið í Winni- peg. Skýrsla þessarar nefndar sýn- ir Ijóslega, aS á árinu 1926 hefir iönaður af ýmsu tægi stórkostlega aukist í fylkinu. Stjórn mín mun á þessu þingi leggja fyrir yður frumvarp til laga, er að því miSar, að auka aðal at- vinnuveg fylkisins, landbúnaðinn og eru þar í innifaldar ráSstafanir i þá átt að byggja upp og rækta sem mest af akuryrkjulandi í fylkinu, sem enn er óræktaÖ. Þess var getiS þegar siSasta þing kom saman, að stjórnin heföi i hyggju, aS kynna sér nákvæmlega hvað til væri af óunnu, en ræktanlegu landi í fylk- inu, með því augnamiði, að fá land- ið bygt og ræktaö. Þetta hefir nú veriS gert, og verSur skýrsla þeirra sem málið hafa haft meö höndum, lögð fyrir ySur, ásamt þeim ráSum, sem á henni eru bygð, og liklegust þykja til aö koma því í framkvæmd að landiS sé bygt og ræktað. Stjórn min ætlar sér að gera ráð- stafanir í þá átt aS kynnast sem bezt ' starfsaSferöum þeirra af Evrópu þjóðunum sem keppa viS oss um^sölu afurða sinna á Bret- landi og vonar hún, aö sú þekking megi lejSa til þess, að framleiSsia vor og afurÖir landbúnaðar vors, ]x)li betur samkepnina við aðra, heldur en veriÖ hefir. MeS það fyrir augum að koma í veg fyrir atvinnuleysi vissa tíma ársins, ætlar stjórn min að leyta sér sem nákvæmastra upplýsinga viö- Víkjandi öllu því sem að iÖnaÖi vor- um lýtur. ÞaS er mjög áríðandi aö alt sem þessu viðkemur sé rannsak- að sem vandlegast, því það er afar áríöandi aS iönmálum vorum sé þannig hagað aS hann megi veröa fylkisbúum aS sem mestu og bestu liði. Þegar um er aS ræða iÖn-fyrir- tæki vor, þau er ekki snerta bein- línis landbúnaðinn, en eru þó bygS á náttúruauÖlegS fylkisins, þá er fyrst og fremst aö minnast pappírs verksmiðjunnar í Pine Falls, viS Winnipeg ána, sem er fyrsta verk- smiðja, þeirrar tegundar, frá Ont- ario til Britsh Columbia. í sam- bandi viS þá verksmiðju er bær bygður með öllum nútímans þæg- indum. MeS verksmiðju þessari er stórt spor stígiS í þá átt aS auka iðn- aSinn í Manitoba. Stjórn min hefir eins og áður haldið frant þeim réttindum sinum, aS fylkinu bæri full yfirráð yfir sín- um eigin náttúruauðæfum, svo þaS, geti sem bezt notiS hagnaöarins af þeim. ÞaS sem stjórn mín hefir gert í þessa átt hefir samt engan árangur borið og sömuleiöis' sú krafa aS fylkiS fengi umráð yfir skólalönd- um innan sinna takmarka og þeim peningum, sem þar til heyra. Hef- ir sambandsstjórnin neitað þessu af þeirri ástæðu aS hún áliti réttast að taka þetta mál fyrir alt í einu. Stjórn min hefir nú stungiS upp á því viS sambandsstjórnina, aS þetta mál sé lagt fyrir gerðardóm, sem báðar stjórnirnar komi sér saman um. Meöan á þvi stendur að mál þetta sé til lykta leitt, verða bæði sam- bandsstjórnin óg fylkisstjórnin í Manitoba að hafa hönd í bagga með málmtékju og annari náttúru- auðlegS fylkisins og verSur nú lagt fyrir yður það, sem stórninni sýnist ráSlegast í þessu efni, eins og sakir standa. ÞaS sem verið er aS gera á þeim svæðum, þar sem málmar hafa hafa fundist í fylkinu, gefur ástæSu til aS ætla aS málmtekjan verði mikil og hafi stórkostlega þýöingu fyrir feyggingu og auðlegS þessa fylkis. Þær áðstafanir, sem þér gerSuS á siSasta þingi, þar sem þér fóluö stjórninni að ábyrgjast skuldabréf, sem varið væri til að byggja járn- brautir á námusvæðinu austan viS Winnipeg-vatn og norðan viS The Pas, hafa haft mikla þýðingu í þá átt að auka framkvæmdir á þessum svæðum og álit á þeim. ÞaS er búist við því að sam- bandsstjórnin haldi nú hiklaust á- fram með byggingu Hudson-flóa brautarinnar samkvæmt loforði sinu þegar sambandsþingiS kom saman fyrir ári síðan, og að verkinu verði hraðaS svo, að brautin verði fullgerð alla leið til sjávar, á þessu ári. Hefir þetta afar mikla þýðingu fyrir Vestur-Canada og landið í heild sinni. Eitt af því sem stjórn mín er aS leggja sig fram um að umbæta, eru heilbrigðismál fylkisins, að koma á því fyrirkomulagi í þeim efnum, sem haldbest sé og öllu fólki í fvlk- inu sem hagkvæmast og gagnlegast, svo heilbrigðismál fylkisins megi komast í sem best horf. Eg hefi trú á því að þetta megi hepnast svo að hið mikla tjón sem af veikindum leiöir, verSi minna og líSan fólksins betri, aS svo miklu leyti sem það er mögulegt. Eitt af þeim málum, sem lögð verSa fyrir ySur að athuga og til aS ráða fram úr, er breytingar á skattalögunum, þar sem fariS er fram á aö skattarnir verSi lækkaÖir; einnig breytingar á vínlögunum, sem miða aS því að hægt sé að hafa meiri stjórn á sölu áfengra drykkja; lög viðvíkjandi illgresi, lög viðvíkj- andi námum. Einnig breyting á /)inglögum, þannig aö þingmaður, er skipaður er ráðherra, þarf ekki, af þeim ástæðum, aS ganga aftur til kosningar í annaS sinn, eins og verið hefir. Einnig veröur lagt fyrir ySur frumvarp þess efnis, að leitaS' sé almennra atkvæða um breytingar á vínsölulögunum, viÖvíkjandi sölu á bjór. Fjárlagafrumvarp fyrir áriS sem endar 30. apríl 1928, verSur lagt fyrir yöur, þar sem gætt er allrar sparsemi, án þess þó að nauÖsynleg- ar framkvæmdir þurfi aS líöa fvrir það. Eg er þess fullviss aS þer athugið og ráSið fram úr þeim vandamál- um öllum, sem fyrir liggja, eins vel og samvizkusamlega eins og bezt má vera og biS guð aS blessa vSiw og starf yðar. Þegar hásætisræðan var lesin og þingiö sett, var þingfundi frestaS til mánudagsins' hinn 7. febrúar. Frá Islandi. Reykjavák. 3. janúar 1926. Látinn er hér í bænum Ársæll ■Gunnarsson kaupmaður, sonur Gunnars kaupmanns Gunnarsson- ar. Heita má, að hláka hafi venð um alt land alla jólavikuna. Var áður kominn mikill snjór í flest- um sveitum, en hefir nú að mestu tekið upp í lágsveitunum, eftir því sem fréttir herma.. Mikill snjór var kominn á Hellisheiði fyrir jól, en nú ganga bifreiðar austur yfir fjall eins og um há- sumar. Látinn er nýlega Jóhann Möller verzlunarstjóri Sameinuðu verzl- ananna á Sauðárkróki. Hann var sonur Jóhanns heitins Möllers kaupmanns á Sauðárkróki og kvæntur Þorbjörgu Pálmadóttur prests á Hofsós. Sektardómar fyrir bannlagabrot: L. Rasmussen á ‘Hamri” dæmdur i 500 kr. sekt; Guðmundur Jóns- son, Bergstaðasrtæti 53, í 400 kr. sekt, Ingvar Sigurðsson, Vegam.- stíg, í 300 kr. sekt; Helgi Nikulás- son, Hverfisgötu, í 300 kr. sekt og Þórarinn Guðmundsson, Laugav. 111A, í 300 kr. sekt, allir fyrir vínsölu. Þeir höfðu ekki verið dæmdir fyrri. Hjörleifur Þórðar- son frá Hálsi var dæmdur í 500 kr. sekt. Fundust þrjár áfengis- flöskur í vörslum' hans, en annað sannaðist ekki á hann. Fangels- isvist er þeim dæmd til vara, svo sem venja er til, ef sektirnar eru ekki greiddar. Félag Iðnaðarmanna hér í bæn- um, hefir búið sér til fundarsal á efstu hæð Iðnskólans. Er salur- inn uppi undir súð og að öllu í ramíslenzkum baðstofustíl. Mik- ill útskurður er yfir dyrum og að baki stjórnarsætum. Hefir Rík- harður Jónsson skorið út en Sig- urður Halldórsson trésmíðameist- ari að öðru leyti séð um fram- kvæmd verksins. Munu allir þjóðlegir menn kunna vel við sig í þessum fundarsal. Gísli Guð-, mundsson gerlafræðingur er nú formaður Iðnaðarmannafélagsins. Hefir það lengi verið eitt af merk- ustu félögum í bænum og er enn og á vonandi. eftir að vinna enn mikið og gott verk um að lyfta þeirri þörfu stétt. Látinn er í Kaupmannahöfn Jakob Gunnlaugsson stórkaup- maður, einn hinna kunnustu stór- kapmanna þar, er viðskifti hafa rekið á íslandi. Aðfaranótt annars jóladags féll aur- og grjótskriða á bæina á Steinum undir Eyjafjöllum, tvö býli, og braut niður bæði bæjar- og útihús. Fólk bjargaðist und- an með naumindum og búpeningi varð og jargað með mklum erf- iðismuu. Hefir tjón orðið mjög mikið af skriðunni. Innanstokks- munir nálega allir gjöreyðilagðir, og heyin sömuleiðis, auk húsanna. Þá'er og mikill hluti túnsins eydd- ur og sömuleiðis stór skák úr engj- um. Tugir manna hafa síðan unnið að því daglega að grafa í bæjarrústirnar. Jón Þórðarson. rennismiður, Fljótshlíðarskáld, sem hann var oft kallaður, dó hér í bænum á jóladag. Látin er hér í bænum frú Guð- rún Jónsdóttir, kona Magnúsar Ól- afssonar ljósmyndara, merk kona og mikilhæf. Sex eru börn þeirra hjóna, dætur tvær og synir fjórir, þar á meðal ólafur ljósmyndari og Karl læknir á Hólmavík. Látinn er nýlega Jakob Þor- steinsson áður bóndi á Hreða- vatni í Norðurárdal, bróðir þeirra Bjarnar bónda í Bæ og Kristleifs bónda á Stóra-Kroppi, í beinan karllegg kominn af séra Snorra gamla á Húsafelli. Fróðleiksmað- ur og greindur prýðilega var Jak ob heitinn, svo sem hann átti kyn til. Kvæntur var hann Höllu Jósdóttur, systur Jakobs heitins, bónda á Varmalæk, og er látin fyrir nokkrm árum.—Tíminn. Reykjavk, 8. janúar 1927. Sæsíminn slitnaði á gamlárs- dag, skamt fyrir sunnan Færeyj- ar. Er talið að það sé í ellefta sinni sem hann slitnar, síðan lagð-j ur var. Loftskeytastöðin hefir! annast sþeytasendingar sðan. Stórbruni varð hér í bænum á gamlárskvöld. Brann til kaldra kola húsið nr. 45 við Skólavörðu- stíg, næsta hús við skólavörðuna, stórt einlyft timburhús með háu risi og kvisti, eign Geirs Thor- seinssonar útgerðarmanns, sem og bjó í húsinu með fjölskyldu sinni. Eldurinn kviknaði á ell- efta tímanum, fyrst í jólatré og magnaðist ótrúlega fljótt, þó að í fyrstu virtist vel viðráðanlegur, er að var komið. Óx eldur og reyk- ur með svo skjótri sVipan, að ekki mátti tæpara standa, að tækist að bjarga börnum úr brunanum. Og úr íbúð Geirs varð engu bjargað öðru en kápu, sem gripið var til utan um eitt barnið um leið og það var borið út. Tvær ibúðir voru í kjallaranum og þaðan varð nokkru bjargað.—Geir Thorsteins- son mun hafa vátrygt, en ekifi þeir er bjuggu í kjallaranum. Skemdir urðu af vatnavöxtum I Borgarfirði í jólahlákunni. Mest- ar urðu skemdir á vegi yfir mýr- arsundið vestan Ferjukots. Var vegurinn upphækkaður þar mjög á löngu svæði og brotnaði þar skarð í svo að öll umferð teptist. Kaupfélag Eyfirðinga hefir keypt frystihúsið á Oddeyrar- tanga, sem áður var eign samein- uðu verzlananna. í því hefir ver- ið fryst kjöt til útflutnings und- anfarin haust.—ITíminn. Einkennileg málaferli. Nýlega gerði Jónas Sveinsson, læknir á Hvammstanga, kviðslits- skurð á þurfamanni einum þar nyrðra og jafnframt, eftir sam- komulagi við hann, svonefnda Steinachs-aðgerð til yngingar á fólki. Er sú aðgerð hér ýmsum kunn af umtali og nokkrum deil- um, sem um slík mál hafa staðið, en J. S. hefir reynt hana áður að minsta kosti tvisvar. Varð hún árangurslaus eða lítil í annað skiftið, en hitt skiftið fór svo, að gamall maður, sem hún var gerð á. gifti sig skömmu á eftir. Um þennan þurfamann, sem hér um ræðir, fór þannig, að hann virtist allur yngjast upp, þó kominn væri á áttræðisaldur og allhrumur f.vrir uppskurðinn, að sögn, og gerðist all-umsvifamikill og nokk- uð kvensamur. Þóttust þeir, sem höfðu hann á vist, þurfa að fá hækkað meðlag hans af þessum sökum ýmsum, en hreppsnefndin neitaði að borga. Hinsvegar áleit hún, að rétti maðurinn til þess að bera aukinn kostnað af auknu lífs- fjöri mannsins, væri sá, sem gef- ið hefði honum aftur þetta fjör, óbeðið af “réttum hlutaðeigend- um”, sem sé læknirinn. Hefir hún því stefnt lækninum til þess að fá hann dæmdán til þess að borga með fyrverandi sjúklingi sínum 300 kr. á ári, þann tíma, sem á- hrif læknislistar hans eigi enn þá eftir að verka á hann og halda honum lifandi. Málið er enn óút- kljáð. — Lögr. 0r bœmim. Mr. C. Johnston skáld, liggur um þessar mundir veikur á Cook Countv Hospital, Chicago. 111. Er mælt að sjúkdómur hans sé brjóst tæring. Athygli skal hér með dregin að auglýsingunni frá West End Social Club, um Carnival og grímudans, .sem haldinn verður i Goodtempl- Sigurmerki Gefið sem viðurkenning fvrir meðferð á sjónleik við samkepni vestur-íslenzkra leikflokka. Gef- andi Ólafur Á. Eggertsson. ara húsinu á Sargent, fimtudags- kveldið hinn 17. þ. m. Verða þar 4 verðlaun veitt fyrir skrautlegustu búninga. Dómnefndina skipa Dr. A. Blöndal, Miss A. Johnson og Mr. O. Eggertsson. Agætis músík verður um hönd höfð og má óhætt reiða sig á beztu skemtun. Látin er að heimili sinu í Sandy Hook, Man., þann 25. jan. Mrs. Signý Vilhjálmsdóttir Sigurdsson, Ekkja Sveins Sigurðssonar, sem lát- inn er fyrir nokkrum árum síðan. Signý heitin \ar ættuð úr Norður- Þingeyjarsýslu á íslandi. Hennar mun minst síðar. Þann 16. jan. andaðist að heim- ili sínu á Söndum í Mikley, Hecla P. O. Man., Sigurlín Halldórsdótt- ir Sigurgeirsson, kona Jóns G. Sig- urgeirsson. Mun hennar minst síð- ar. Látin á Betel, 24. jan. síðastl. Elízabet Jónsdóttir Guðmundsson, frá Riverton, ættuð úr Laugadal í Húnavatnss. fór hún ásamt fyrri manni stnum Sigurði Friðrikssyni til Ameríku og settist að í Nýja Is- landi, en siðar i Selkirk. Þar misti hún mann sinn. Siðar giítist hún Birni Guðmundssyni fyrv. pósti, fluttu þau síðan til Riverton. Misti hún mann sinn þar 1921. Dóttir hennar af fyrra hjóna- bandi var Ósk kona Ármans Jónas- sonar i Rivertoií, dó hún árið 1916. —Elízabet var vel látin kona og góðum hæfileikum gædd. Mrs. Skúli Sigfússon frá Mary Hill, Man. var stödd í borginni fyrri hluta vikunnar. Kristín Gunnlaugsson heitir ung stúlka frá Minnesota, sem virðist vera að vinna sér mikið álit sem ' söngkona. Hún er dótturdóttir Sig- urbjörns Hofteig, en foreldrar hennar eru þau Mr. og Mrs. Sig- urður Gunnlaugsson t Montevideo, Minn, og er Miss Gunnlaugsson al- in upp þar í grendinni. Miss Gunn- laugsson var mjög sönghneigð strax á barnsaldri og lærði hún söng t Minneapolis og víðar, en fór svo til ítalíu til að fullkomna ■sig t list sinni. t ellefu mánuði samfleytt stundaði hún nám þar af miklu kappi og tók tvær lexíur á hverjum degi. Nú er hún farin að syngja opinberlega og þvkir ntjög mikið til hennar konta, eftir því sem blaðafregnir segja. En til þess að geta sungið með ítölsk- um söngflokki, þar i landi eða ann- arsstaðar, varð hún að skifta um nafn. og er nú nefnd Leonita Lan- zoni. Það er engum vafa bundið að Miss Gunnlaugsson eða öðru nafni Leonita I^anzoni er gædd prýðileg- um sönghæfileikunt og er sennilcgt að hún eigi eftir að verða mikil söngkona og fræg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.