Lögberg


Lögberg - 10.02.1927, Qupperneq 3

Lögberg - 10.02.1927, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN io. FEBRÚAR 1927. f ls. S Thomas Woodrow Wilson. 1856 —1924. Forseti Bandaríkjanna 1913—1921. Eftir Aðalstein Kristjánsson. Frh. List Woodrow Wilsons í því að kappræða og rökfæra, kom honum að góðu haldi á stríðsár- unum. “Embættisskjöl þau, sem hann sendi Þýzkalandskeisara á árunum 1915—16, höfðu meiri áhrif til þess að opna augu—og ummynda hugsunarhátt á Þýzkalandi og þeirra þjóða, sem þeim fylgdu að málum, — en margar her- deildir og herskip hefðu getað gert”, segir einn merkur rithöfundur. Wilson ritaði embættisskjöl þessi með svo miklum sannfæringarkrafti, hógværð og still- ingu, að jafnvel sumir af þeim, sem voru and- stæðingar hans og báru á hann þyngstar sakir, dáðust að. Wilson vonaði að Bandaríkin hög- uðu sér svo í öllum afskiftum af stríðinu — í öllum ut&nríkismálum, að virðingu og sóma þjóðarinnar væri ekki í neinu misboðið. Ilon- um var það ljóst, hver áhrif það mundi hafa, þegar til friðarsamninga kæmi. Fáum eru enn úr minni liðnar tilraunir þær, sem gerðar voru fyrstu árin eftir að stríðið hófst, til þess að varna því, að sannsögulegar fréttir frá vígstöðvunum væru prentaðar. Auð- vitað náði þetta fréttabann til miklu fleiri við- burða, sem hlutaðeigandi þjóðir áttu heimting á að fá að vita. Þegar Euglendingar og Skotar komust að því, að Bandaríkja. fréttaritarar gáfu blöðum sínum fréttir, sem þeim eða þeirra blöðum voru bannaðar, þá varð fljótlega nokkur breyting á þessu. Woodrow Wilson hafði sagt, áður en hann var kosinn forseti, og einnig eftir að hann tók við embætti, “að þjóðin ætti heimtingu á því, að blöð og tímarit flyttu sannar fréttir af gjörð- um þjóna sinna, án þess nokkrum væri hlíft.” Hann reyndi að framfylgja þessari kenningu, með því að láta prenta skjöl þau, sem hann sendi stjórnum annara þjóða, og þau, sem hann tók á móti. Þessi aðferð hafði marga erfiðleika í för með sér, sérstaklega á stríðstímum, af því svo mörg blöo og tímarit sýndu hlutdrægni, ó- vild og lítinn skilning. Rooseelt og Wilson áttu þar samleið. Þeir kunnu betur að nota blöðin til þess að sameina 0g auka skilning þjóð- arinnar, heldur en aðrir forsetar Bandaríkj- anna. VIII. Eg sá Woodrow Wilson í fyrsta sinni og heyrði hann flytja ræðu, fimm mánuðum eftir að Lusitaníu var sökt. Það leyndi sér ekki, að hann hafði erfiða byrði að bera. Þegar hann kom inn á rægðupallinn, þá var hann ákaflega þreytulegur, það var eins og hann gæti varla staðið á fótunum. Fundarstjórinn studdi hann inn á ræðupallinn. En eftir að hann fór að tala, þá var eins og hann yrði allur annar mað- ur — það var eins og hann yngdist við hverja setningu og málsgrein, sem hann bar fram, eins og fægða demanta. — Ræða hans var um utan- ríkismál, um stríðið, og deilur milli Banda- ríkjanna og Þýzkalands. Það er varla hægt að hugsa sér ólíkari ræðu- menn, heldúr en Theodore Roosevelt og Wood- row Wilson, þó báðir hefðu óvanalega mikinn sannfæringarkraft sér til aðstoðar. Roosevelt, á ragðupalli, var eins og ungur og ærslafullur riddari, sem numið hefir fleiri list- ir, en nöfnum tjáir að nefna, — eins og gömlu sögurnar komust að orði. Sú spuming vék naumast úr huga þess, sem hlustaði á Roose- velt: “Hvar er hann Ííklegur til þess að brjót- sat fram næst?” Hann var líkur fljóti því, sem breytir um farveg. Það var eins og hann hefði fellibylji sér til aðstoðar. Wilson hafði enga fellibylji sér til hjálpar; hann braut ekki upp fagra grashvamma með grjótkasti eða jakaruðnýigi, þó framkoma hans á ræðupalli minti á strauma, því hann hreif ög leiddi tilheyrendur að fljóti fram, þar sem straumþungi er að vísu allmikill, en yfirborð— vatnsflöturinn—víðast sléttur, 0g rétt eins og í krystall sæi.—öll röksemdaleiðsla hans, þótt ofin væri saman af dæmisögum 0g líkingum, var svo skýrt og skipulega mótuð, eins og ár- farvegur. Það var eins og Wilson tæki þá, sem á hann hlustuðu, með sér að upptökum elfinnar. -j-Hún skiftist í margar hvíslar, sem upptök áttu í berglindum og mjallhvítum jöklum—ósk- um, vonum og draumsjónum mannanna. — Þar fann Woodrow Wilson úrlausnarefnið, við öllu böli og stríði í mannheimum. — Hann var draumsjónamaður til hinsta dags. Harín efað- ist aldrei um það, að óskir og vonir mannanna ðarna, mundu einhvern tíma rætast. Það var bara um tímaspursmál að ræða, þar til algóður Guð, sem hann treysti takmarkalaust, stofnsetti ríki réttlætisins á jörðinni. “Líklega hefir enginn stjórnmálamaður, sem eins mikið vald og áhrif hefir haft, komist nær því að framfylgja mannkærleiksstefnu Jesú, en Woodrow Wilson. Það gerði hann í hinum ^örgu friðarsaiimingatilraunum, bæði fyrir og eftir að vopnahlé var samið, — áður en hann leiddi Bandaríkjaþjóðina út í stríðið, og síðar, á friðarþinginu í Frakklandi” — segir William Allan White. Woodrow Wilson opnaði augu mín fyrir því, hversu einhliða eg hafði verið, í röksemdum 0g dómum, gagnvart afskiftum hans af stríðinu. Jg hafði enga hugmynd haft um það, hvernig hann skildi hlutverk sitt, sem forseti Banda- nkjannna. Að það var honum brennandi trú- aratriði, að þjóðin sameinaðist, og skildi köll- — tæki ákveðna stefnu. Hann skildi ollun sína þannig, að hann væri verkfæri og Þ.l°nn þjóðarviljans, ekki valdsmaður, sem gef- ur litilmótlegunu þegnum sínum daqlegar fyrir- skipanir..— Eg hafði ætíð haldið mikið upp á Theodore Roosevelt; skoðanir hans höfðu að miklu leyti verið mælikvarði minn í hinum enska stjóm- málaheimi, er olli því, að erfiðara var fyrir mig að skilja Wilson. Því þótt báðir þessir menn stefndu að sama takmarki, þá voru aðferðir þeirra í mörgu ólíkar. Theodore Roosevelt tók við forsetaembætti fáum vikum eftir að eg kom unglingur frá Islandi. Eg las flest, sem hann ritaði, og ritað var um hann, þegar eg var að læra ensku í hjáverkum. Þessi skýring er hér gefin, þeim unglingum til viðvörunar, sem staddir eru meðal útlendra þjóða og eru að reyna til þess, að kynnast stjórnmálum. Islenzkir unglingar standa þar ver að vígi heldur en margid aðrir, af því ís- lenzka þjóðlífið er svo lítið og hefir svo lítil persónuleg ítök eða afskifti af “leyndarráðum” annara þjóða. Þegar eg hlustaði á fyrstu ræðu Woodrow Wilsons, þá var eg Canadamaður í öllu því, sem snerti stríðsmálin. Það var nærri því sama, hvaða skoðun Canadaborgarar höfðu á stríðinu og þátttöku þeirra sjálfra í því, þeir vildu allir, eins og eðlilegt var, að Bandaríkin kæmu þeim til hjálpar sem allra fyrst. Margir Canada- menn lögðu fæð á Wilson fyrir “hlutleysi hans.” v 1 ræðu þessari sagði Wilson, meðal annars, hvers vegna hann ekki hefði sagt Þjóðverjum stríð á hendurj þegar þeir söktu Bandaríkja- skipum, og samborgarar hansjétu lífið í hundr- aða tali. “1 þessum sorglegu tilfellum sannaðist það, að þjóðin okkar hafði svo góðan málstað, að við þurftum ekki að taka til vopna, til þess að sanna það. Hugprúðum riddara- getur stundum fund- ist það lítillækkun, að hefna harma sinna eða‘ ættmanna með því að taka til vopna — með því að taka auga fyrir auga eða tönn fyrir tönn. Það eru oft mörg göfugri verkefni, sem þjóðir geta unnið sér til-frægðar og frama, heldur en að berjast. 1 þessu tilfelli, þá gefst okkur tæki- færi til þeás að sýna og sanna, að það er frægð og heiður liverjum manni og hverri þjóð, að kunna að stjórna sér.’” Wilson hefir oft verið ásakaður fyrir það, að hann hafi notað það til þess að vinna forseta- kosningarnar 1916, að hann hefði verndað þjóð- ina frá því að fara í stríðið. En svo, þegar kosningar þessar voru afstaðnar, þá hafi hann nærri því undir eins skift um stefnu. Þess kon- ar ákærur voru sprottnar annað hvort af því, að þeir, sem þær gerðu, þektu ekki ástæðumar fyrir því, að Wilson sagði Þjóðverjum stríð á hendur fljótlega eftir þessar kosningar, eða, ef ekki var þekkingarleysi þar um að kenna, þá komu slíkar ásakanir af lítilli góðvild. Enginn, af öllum folsetum Bandaríkjanna, var ólíklegri til þess að nota þeirrar tegundar stjórnkænsku, sem Wilson fyrirleit eins og að ganga að baki manna með morðingja hug. Hann skorti ekki vit til þess að skilja mannganginn, sem tafl- menn Evrópu töldu sér samboðinn á friðarþingi, en honum kom ekki til hugar að taka vísbend- ingu frd þeim. — Hann hafði ætíð verið trúr yfir litlu.— Hver samvizkusamur stjórnmálamaður hefði reynt að komast hjá því í lengstu lög, að lög- skylda hina uppvaxandi kynslóð á höggstokk- ana á aftökustöðum Evrópu. Tilraun verður gei’ð til þess að sýna, hvers vegna Wilson fanst það óhjákvæmilegt, að segja Þjóðverjum stríð á hendur, skömmu eftir þess- ar kosningar 1916. Það er kunnugt, að Wilson var alt af að leita fyrir sér, með það að semja frið, þar til fáum dögum áður en hann var neyddur til þ(*s að segja friðnum slitið við Þjóðverja. Ástæð- urnar voru margar. Vel er það sennilegt, að söguriturum beri ekki ætíð saman um það, hverjar hafi verið helztu ástæðurnar fyrir frið- arrofi. Að Woodrow Wilson og Bandaríkjaþjóðin hafði einlægan vilja til þess að hjálpa Belgíu- mönnum, Frökkum og Bretum, um það eru ekki skiftar skoðanir. Það sönnuðu bezt allar þær þúsundir af sonum og dætrum þjóðarinnar, sem gengið höfðu í lið með þessum þjóðum. En það var hernaðaraðferð, stjórnálastefna og ráðabrugg—undirferli Þjóðverja—, sem neyddi Wilson. út í stríðið, öllu frekar en meðaumkvun með Englendingum og Frökkum. Ein ástæðan, og ekki sú þýðingarminsta, fvrir þvi. að Wilson vildi fara varlega, var sú, að hann óttaðist, að Rússar, Kínverjar og Jap- anítar mundu binda félag með sér, þegar hinum vestrænu þjóðum væri nærri blætt til ólífis. Eftir að Rússakeisari var af lífi tekinn, og alt virtist vera þar í uppnámi, þá sagði Wilson við ráðgjafa sína^ “Ef eg vissi, að eg gæti frelsað nokkum hluta af hinum hvíta kynflokki síðar, með því að halda áfram að vera hlutlaus gagn- vart Evrópu stríðinu, þá mundi eg gera það, hversu miklar svívirðingar, sem við yrðum að þola.” — Svo kom Zimmermann skeytið fræga, sem sýndi, að Vilhjálmur Þýzkalandskeisari var að beita öllum brögðum til þess, að koma Mexico út í stríð við Bandaríkin. Skeyti þetta sýndi meira en það, það sýndi, að þegar Vil hjálmur lét sem hann vildi semja frið með að- stoð Bandaríkjanna, þá var hann sem ákafast að brugga þeim banaráð. Skeyti Zimmermanns. “Til Bernstorff, fyrir Eckart, sendiherra hans keisaralegu hátignar í Mexico.” “Við höfum fastákveðið, að byrja hlífðar- laust kafbátastríð” — sem þýðir að sökkva skipum án viðvörunar — “fyrsta febrúar n. k. Þrátt fyrir það, gerum við tilraun til þess að Bandaríkin haldi áfram að vera hlutlaus. — En láttu forseta Mexico vita, að við teljum óvíst, að okkur hepnist það. — Við bjóðum Mexico fé- lagsskap og liðveizlu okkar, með eftirfylgjandi skilmálum: Við hefjum stríð saman, og semj- um frið í félagi. Við leggjum fram rífleg fjár- framlög, með þeim skilningi frá vorri hálfu, að Mexico nái til baka landi því, sem tapaðist til Bandaríkjanna 1846, ef þessi herferð hepnast, nefnilega: Texas, New Mexieö og Arizona. V V 1 Önnur auka-atriði í friðarsamningum á valdi yðar. — Bjóðið Japan félagsskap tafarlaust, Um leið gerið þið úlraun til þess að mynda samband á milli okkar og Japan.” Ðagsett í Berlín, 19. janúar 1917. Undirritað af Zimmermann, utanríkisráðgjafa. Svo átti Echardt, sendiherra Þýzkalands- keisara, að framvísa þessu skeyti til Venusti- ano Carranza, forseta Mexico, og semja við hann um allar frekari ráðstafanir. IX. Það voru Bretar, sem náðu þessu skeyti, áð- ur en það komst alla leið — náðu afriti af því. Bretar náðu snemma í lykilinn að leyniskeytum Þjóðverja; um það vissu þeir ekki, fyr en eftir að friður var saminn. Bretar höfðu oft fregn- ir af leynilegustu ráðagerðum Þjóðverja. Það var brezkur. sjóliðsforingi, sem fremur öllum öðrum vann sér til ódauðlegrar frægðar fyrir það, að ráða dularrúnir Þjóðverja,, sem birtust í vanalegum hraðskeytum, og þráðlausum skeytum. Skeyti þessi voru á endalausu sveimi í kring um hnöttinn, á öllum tímum dags 0g nætur, frá byrjun stríðsins til enda. Þessi brezki bragða-Máus, hét William Reginald Hall, var hann sæmdur aðalsmanns nafnbót. Um hann sagði Walter H. Page, sendiherra Banda- ríkjanna til Bretlands, er hann sendi Reginald Hall þakklætisviðurkenningu frá Wilson for- seta, sem viðbót frá sjálfum sér: “Eg veit ekki af neinum, sem hefir unnið mannkyninu meira gagn á stríðsárunum. ” í sambandi við skeytið til Mexico, sem birt er hér á undan, sagði Walter Page, sendiherra, meðalannars: “Balfour”, sem þá var í ráðu- neyti Breta, “hefir gefið mér innihald að skevti frá Zimmermann, sent til Bernstorff, sem átti að fara til þýzka sendiherrans í Mexico. Þið getið máske fengið afrit af skeyti þessu, sem aucTvdtað var í dularskrift (“code”) hjá hrað- skeyta skrifstofunni í Wasliington. Undirskrift Zimmermanns var: 97556.” Þjóðverjar höfðu oft hvekst á því, að skeyti þeirra komu aldrei til skila. Þeir sendu því "að minsta kosti þrjú af þessum Zimmermann skeytum til Mexico. Fyrst í vanalegu hrað- skeyti — með fréttaþræði í “code” til Washing- ton. Því skeyti komu þeir inn með skeytum, sem þeir sendu, þegar Wilson var að gera til- raunir með friðarsamninga. Annað, loftskeyti frá Nauen á Þýzkalandi til Sayville, Long Island í Bandaríkjunum. En þriðja skeytið var gefið til meðferðar sænsku sendiherra skrifstofunni í Berlín, — sem þýzka stjórnin hafði lengi vel nærri því á sínu valdi. — Þetta síðasttalda skeyti var sent til Stokkhólms, þaðan til Buenos Aires í Argentina, og þaðan var það sent til Mexico í gegn um Washington. — Það einkenni- lega við þessa skeytissendingu, sem Þjóðverjar gerðu sér svo miklar vonir um, var það, að Bretar náðu tveimur af þeim nærri því á sama tíma. Fyst var það grafið upp þannig, að ensk- ur leynilögregluþjónn keypti afrit af því af hraðskeyta- eða stjórnar-þjóni í Mexico. — Það var ein aðferðin, sem notuð var á stríðsárunum, til þess að græða pepinga, að selja “tikk-a- tikk”—loftstraumana—, selja verðmætar og dularfullar fregnir á miðri leið. Þótt brezka stjómin væri orðin vön við alls- konar kænskubrögð frá Þjóðverjum á stríðsár- unum, þá var Zimmermann skeytið þeim ærið undrunar- og umhusgunarefni. Sérstaklega þegar það varð kunnugt, að þeir höfðu sent skeyti af þessari tegund til Sayville loftskeyta- stöðvarinnar, sem Bandaríkjastjórnin var fyr- N ir löngu búin að fyrirbjóða þeim. í ársbyrjun 1917, þá var útlitið mj’ög ískyggi- legt fyrir Frakka og sambandsþjóðir þeirra. Um það leyti komu sendinefndir til Bandaríkj- anna bæði frá Frakklandi og Englandi, skipað- ar frægum hershöfðingjum og stjórnmálamönn- um. Nefndir þessar komu til Bandaríkjanna til þess að flýta fyrir því, að Wilsonstjómin kæmi sem allra fyrst þeim til hjálpar, með því að senda nokkrar þúsundir hermanna til Frakk- lands, á undan aðal-hemum. Eftir að brezka sendinefndin hafði dvalið nokkra daga í Washington, þá sagði Balfour, formaður brezku sendinefndarinnar — og fyr- verandi stjórnarformaður Breta—við einn ráð- gjafann úr Wilson-stjórninni: “Er mig að dreymaf Þeir segja mér, að þið séuð nú þegar búnir að skrásetja 9,000,000 herfærra manna. að sambandsþingið ykkar sé búið að samþykkja að veita $20,000,000,000 (tuttugu biljónir doll- ara) til herskostnaðar ” Það var í þeirri sömu ferð, sem Balfour flutti ávarp við grafhvelfingu Washingtons, og lagði þar blómsveig. David Houston, bún- aðarmálaráðgjafi í Wilsonstjóminni, var þar. Sagði hann meðal annars við Balfour: “Þú getur naumast skilið, hvaða áhrif það hefir haft á mig, að hlusta á þig hér við grafhvelfingu Washingtons, fara svo fögrum og lotningarfull- um orðum um brezka uppreisnarmanninn, sem var sigurvegari í .baráttunni, á móti landi og stjóm forfeðra sinna.” “Washingtpn gerði meira fyrir okkur, held- ur en ykkur,’ svaraði Balfour. “Þó hefði Washington hlotið hengingu að launum, fvrir sína brezk-amerísku “mentamálastefnu”, ef hann hefði beðið lægri hluta. — Kosningamar 1916 voru þær fyrstu í sögu Bandaríkjanna frá því á dögum Lincolns, þar sem kjósendur höfðu tækifæri til þess að hafna eða velja — hafna eða endurkjósa —»^rjálslynda stjórn. Þegar Roosevelt var endurkosinn 1904, þá hafði hann, að miklu íeyti, framfylgt stefnu William McKinleys, tekið við ráðuneyti hans. Roosevelt var frjálslyndur, og afkastamaður mikill, eins og sýnt hefir verið hér að framan. William H. Taft, eftirmaður hans, merkur mað- ur og íhaldssamur, en lítill afkastamaður, með- an hann var forseti, eitt kjörtímabil. Fjórða marz, 1917, þá var veiklulegi prests- sonurinn, — sem hafði haft svo innilega ánægju af því að tala og skrifa, og ferðast í æfintýra- löndum—, þá var hann orðinn áhrifamesti 0g voldugasti stjómmálamaður í heiminum. Þann dag var Woodrow Wilson- 'svarinn inn1 í annað sinn, sem forseti Bandaríkjanna. Þá var ham- ingjusól hans hæst á lofti. Margir merkir við- burðir á næstu tveimur ámm sönnuðu umhyggju hans fyrir velferð þeirra, sem sárast vora leikn- ir í stríðinu. Jafnréttiskenningar Woodrow Wilsons höfðu mikið meiri áhrif en herdeildir og byssukúlur, til þess að sannfæra þýzku þjóð- ina um gönuhlaup keisarans. Ef Vilhjálmur hefði beðið ósigur að eins á vígvellinum, gætu skoðanabræður hans komið honum aftur til valda. Wilson fanst hann aldrei geta gert nægi- lega mikið til þess að reka á flótta hinar gömlu og lævísu stjómmálakenningar. “Okkur hefir verið stjóraað af hinum fram- liðnu. Þúsund ára gamlar venjur hafa alt of mikil völd yfir félagslífi okkar, hrópaði Clem- enceau eitt sinn, þegar hann var að halda ræðu. — Er það ekki leyndardómsfult og dýrðlegt, hversu einlæga lotningu sumir trúboðar bera fvrir konungabókunum—? Þegar Woodrow Wilson var ungur maður, þá ritaði hann æfisögu Washingtons. Þá var hann umkomulítill skólakennari, sem hinir stærilátu, voldugu herrar þeissa heims — kon- ungar og keisarar — veittu enga eftitekt. Wil- son nærri því tilbað George Washington, þegar hann var drengur. Honum fanst að hann vera hátt upp hafinn yfir flesta aðra í mannkvns- sögunni. Fjórða marz 1917, þá var sveitaskólakennar- inn tekinn við, þar sem Washington hafði frá horfið, nefnilega að hrekja einvaldsherrana frá völdum, — einvaldsherrana, sem öld fram af öld hafa skákað í því hróksvaldi, að þeir hefðu um- boð frá guði, til þess að tefla með einstakling- ana og þjóðirnar eins og peð. Prestssonurinn var nú orðinn voldugri en Washington, — var ekki þetta draumur, var ekki þetta skáldsaga? —< Hin viðburðarjku sex ár, sem liann hafði setið á hinum erfiða valda- stóli — sem ríkisstjóri og foresti — höfðu ritað margar dularmála rúnir. — Útlit sveitaskóla- kennarans var nokkuð breytt, þar sem hann stóð fyrir framan Hvítahúsið í Washington, tígu- legur, hár og grannur, þar sem hann talaði til þúsundanna, sem með lotningu og bamslegum ákafa biðu, með eftirvæntingu, eftir hverju orði, sem hann talaði til þeirra. Nú var stríðið fyrir dyrum. Wilson harm- aði það, þegar honum var það ljóst, að hjá því varð ekki komist, að þjóðin hans yrði dregin í stríðið. “Þá verður öllum okkar fvrirætlunum varið til þess að sigra — til þess að evðileggja óvini okkar. Þá hættum við að meta hið rétta og ranga, eins og siðuðum mönnum ber. Við getum ekki barist við Þýzkaland — við þýzku þjóðina, og haldið okkar friðelskandi sálar- ; • jafnvægi—haldið lýðfrelsisanda okkar óspilt- um. Jafnvel þó við gemm okkur grein fyrir þeirri Jiættu, og reynum að forðast þá spillingu, þá hepnast okkur það aldrei til fullnustu. Þegar við erum einu sinni komnir út í stríðið, þá gleymum yið allri mannúð og umburðarlyndi, gagnvart óvinum okkar. 1 styrjöldum verða menn miskunnarlausir, heift og hefndarhugur nær valdi yfir sálum þingmanna, rithöfunda, dómara og presta, yfir allri þjóðinni.” Það getur engum dulist, sem kvnnir sér bæk- ur Woodrow Wilsons—engum, sem skilur von- ir hans og trú á jafnaðarmensku lýðstjórn, og umhyggju hans fyrir réttindum alþýðunnar—, hvað hann liefir tekið það nærri sér, að fara út í stríðið. — “Almáttugi Guð! er enginn vegur til þess að komast hjá því að fara út í þetta villimannalega stríð ? ’ ’ hrópaði Wilson upp, — yfirkominn af sálar angist, — við einn af vinum sínum, fáeinum klukkutímum áður en liánn flutti hina sögufrægu ræðu, fyrir sameinðu þingi í Washington, þar sem hann tilkynti þjóð- inni, að þá væri friðnum ^litið við þýzka keis- aradæmið. — “Við megum aldrei gleyma því, að nú er byrjað nýtt tímabil, þar sem þjóðimar verða að standa reikningsskap af gjörðum sín- um, engu síður en einstaklingarair”, sagði Wilson í þeirri ræðu. Frjálsari og sannari alþýðumentun, meinti eðlilegri æðaslátt — bjartara og heilbrigðara sálarlíf — í þjóðlífinu. Wilson sá og skildi, að skólamir mundu líða óbætanlegt tjón. Stúdent- arnir,—hinir hálf-þroskuðu mentamenn, vonir æsku jafnt sem elli—, þeir vora í mörgum til- fellum fyrstir allra, til þess að innritast í her Frakka og Englendinga, áður en Bandaríkin komu þeim til hjálpar. Tugir og hundmð þús- unda af völdustu mannsefnum þjóðarinnar, biðu með. óþreyju eftir tækifæri til þess að fylgja þeirra dæmi. Hvað margir af þeim mundu koma til baka? Hugsjónamaðurinn sá sorgarleik aldanna > endurtekinn.—Hermannalífið hefir sínar glæsi- legu hliðar, að minsta kosti fyrir æskumanninn. — ótal myndir og spumingar sóttu á sál hans; hann var yfirkominn af sorg, eins og hjartað í brjósti hans ætlaði að sprjnga. Og hann hróp- aði: “Guð minn, er enginn vegur til þess að komast hjá þessu böli, sem eitrar hjartablóð okkar?” Eigið þér frœndur eða vini í Gamla Landinu sem þér viljið koma til Caílada CANADIAN PACIFIC Hefir ágaett skipulag þessu viðvíkjandi um alla Evrópu og getur veitt yður fullkomnustu þjónustu. Um borgun má semja við farbréfa umboðsmanninn K. G. McNrilllr. General Pa«senger Agent, Canadlan Paclfic Railway, Winnipeg. E. A. McGuinneas, City Ticket Agent, W'innipeg, Man. T. Stockdale. Depot Ticket Agent, Winnipeg, Man. A. Calder & Co. :: :: 663 Main Street, Winnipeg J. A. Hebert & Co. :: Cor. Marion & Taohe, St. Bonifaoe X

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.