Lögberg - 17.02.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.02.1927, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. FEBRÚAR 1927- Silfurla x-torfurnar. Eftir REX BEACH. Yígamóðurinn var farinn að renna af Em- erson, og hann var farinn að finna til afstöðu sinnar og fyrirverða sig fyrir hana. En konan unga leysti hann frá öllum óþægindum með því að svara kæruleysislega: “ó, það var ekkert. Eg hefi verið að von- ast eftir ykkur á hverri stundu. Drengurinn litli, bróðir hans Constantines, var veikur af mislingum, og eg varð að flýta mér heim áður en Indíánarnir næðu í drenginn, til þess að baða hann upp úr heitu vatni og velta honum svo upp úr snjónum, eins og aðferð sú er, sem þeir nota við alla, sem veikir eru. Þess vegna stanzaði eg ekki til þess að segja ykkur ná- kvæmar til vegar.” “Ef að faðir þinn—” Stúlkan hristi höf- uðið. “Þá vildi eg fá að semja við mann þinn um að fá að vera hér í nokkra daga — hvað pen- inga snertir—” Aftur kom stúlkan Emerson til hjálpar og mælti: “Eg er húsráðandi í þessu húsi, og öll þessi auðæfi, sem þið sjáið, heyra mér til”, og hún benti með hendinni á varninginn í búðinni og hló góðlátlega, svo Emerson áttaði sig betur en liann hafði gert. “Ykkur er velkomið að dvelja hér eins lengi og þið viljið. Constantine hefir oft ásakað mig fyrir gestrisni mína. Hann breytir við alla menn, eins og þeir væru tilheyrandi fiskifélögunutn. Þegar þið voruð ekki komnir áður en fór að skyggja, hélt eg, að hann hefði máske haft rétt fyrir sér hvað ykk- ur snerti, og að þið hefðuð fengið gistingu hjá einhverjum af eftirlitsmönnum félagsins. ” ‘Aið hentum Svía út úr einum kofanum,” sagði P’raser, og var auðheyrt, að hann fann ekki lítið til sín fyrir það þrekvirki, og bætti við: “Eg býst við, að hann hafi spilt fyrir okkur við hina.” “Xei.” svaraði stúlkan. “Þeim er harðlega .bannað að hýsa nokkum ferðamann, og ef þeir brygðu út af því, þá kostaði það þá stöðu sína. Eg vona, að ])ið gjörið ykkur að góðu, það sem eg hefi að bjóða. Eg skal sjá um, að Constan- tine líti eftir hundunum ykkur, og það verður ekki langt ]>angað til að kveldverðurinn er til reiðu, og eg vona, að þið gerið mér þá ánægju að nevta hans með mér. ” Emerson, sem var orðinn hálfpartinn utan við sig, út af þessu öllu saman, og ekki sízt því, að finna á þessum stöðvum fagra og háttprújSa mey, þakkaði boðið. Hver er hún, þessi stúlka? Hvaðan var hún komin? og hvað gat hún verið að gjöra á þéssum stöðvumf Emerson rankaði við sér við það, að Fraser yar að gjöra þá kunnuga stúlkunni: “Maður- inn þarna heitir Emerson, en eg heiti French. Eg er einn af Virginíu ættinni með því nafni. sem þú hefir máske heyrt um. Það voru nú karlar í krapinu.” Stúlkan hneigði sig. En áður en hún fengi ráðrúm til að svara, greip Emerson fram í með þjósti allmiklum og leit illúðlega til félaga síns. “Hann heitir ekki French — nafn hans er Fras- er fingralausi, og hann er óþokki í tilbót, og eft- ir því, sem eg bezt veit, ómentaður og óáreiðan- legur í alla staði. Eg hitti hann, þegar eg var að fara yfir Norðfjörð, hann var þar með lög- reglumann á hælum sér. ’ ’ “Lögreglumaðuripn var ekki að elta mig,” mælti Fraser ohikað. “Hann var kunningi minn. \ ið enam nokkurs konar félagar, og það vita allir, sem þekkja okkur. Hann vildi fá mig til þess að taka á móti skjölum, sem hann var að senda til manna, er heima áttu suður í ríkj- um. Það var alt og sumt. ” Emerson vpti öxlum: ‘ ‘ Stefnu! ’ ’ “Nei, langt frá því. ” Stúlkan, sem hafði þagað og þótt gaman að samtalinu, batt enda á það með því að taka til máls: “Hvort sem nafnið er French eða Fras- er, þá eruð þið báðir velkomnír. En samt er mér nær að halda, að þú sért á undanhaldi undan lögreglustjóranum í Nome, heldur en vinur hans. Það vill svo til, að eg þekki hann.” , “Það er kannske ekki hægt að segja, að við séum verulegir vinir,” mælti Fraser. “Það væri ef til v’ill rettara að segja, að eg beygði mig fyrir honum”, um leið 0g hann sagði þetta, beygði hann höfuðið og gaut augunum út undan sér og bætti við: “þannig”. “Eg skil, ” sagði húsmóðirin gletnislega. “En meðal annara orða, eg hefði átt að segja ykkur einhver deili á mér, eg heiti uno-frú Malotte. ” “Mikið—” bvrjaði Fraser, en áttaði sig áð- ur en hann sagði meira, og leit gletnislega til stujKunnar, sem skifti litum undir augnaráði hans, og Emerson sýndist að brosið, sem um varir hennar lék, verða óeðlilegt í fyrsta sinni. Hún sneri sér að honum og mælti: “Eg býst við, að þú sért á Ieið til Bandaríkjanna?” “Já,” svaraði Emerson, “við ætluðum okk- ur að ná í póstskipið í Katami. Eg tók Fraser með mér til samfylgdar, því það er erfitt að vera einn á ferð, þar sem maður er ókunnngur. Eg hefi dálitla skemtun af honum, einstöku- smnum, þó í rauninni að hann sé mesti leið- indaseggur. ” “Já. það hefir þú vissulega haft,” greip Fraser fram í. “Eg er minnugur á fólk og nöfn,” og hann leit einkennilega til húsmóður- innar, — “og svo get eg verið gróflega skemti- legur. ” “Ekki hefi eg nú orði ðvar við það,” mælti Emerson. “Svo fóru þeir að tala um ferðina og veginn, möguleikana á að ná í matvæli og góða leiðsþgu- menn. Eftir að samtalið hafði staðið nokkra stund, vísaði húsmóðirin þeim til herbergis, og kvaðst þurfa að líta eftir kveldverðinum. EF ÞÉR EIGIÐ VINI í GAMLA LANDINU sem þér viljið hjálpa til þessa lands, þá komið og talið við oss. Vér gerum allar frekari ráðstafanir. Farbréfaskrifstofa: ALLOWAY & CHAMPION, 667 Main Strcet '* 26 861 Umboð fyrir öll Eimskipafélög. CANADIAN NATIONAL FARBRÉF til og frá Allra Staða * 1 HEIMI Þegar hún var farin, settist Fraser niður, blístraði lágt og mælti: ‘ ‘ Nú er eg hissa. ’ ’. “Veiztu nokkur deili á henni,” spurði Em- erson lágt. “Þú heyrðir það,” svaraði Fraser; “hún sagðist heita Malotte, og hún er sannarlega ekki svo óásjáleg. ” Emerson sá, að sami svipurinn kom á andlit Frasers og á því var, þegar stúlkan var að kynna sig þeim. t “Já, en hver er hún? Hvernig stendur á henni? og hvað meinar þetta alt?” og Emer- son benti á búðarhyllurnar og vörurnar, sem í þeim voru, og spurði aftur: “Hvað á alt þetta að þýða?” “Það væri ef til vill betra fyrir þig, að spyrja hana sjálfa að því,” mælti Fraser. '3 1 fýrsta sinni varð Emerson var við ein- kennilegan hreim í rödd Frasers, en hann var ekki meiri en svo, að Emerson þótti ekki taka að hafa orð á því. Það var.drepið á herbergisdyrnar hjá þeim, og Indíánastúlkan bað þá ganga til máltíðar. Þeir fylgdu henni eftir löngum, dimmum göng- um, sem lágu inn í húsið, sem stóð á bak við búðina, og þegar þeir komu inn í húsið, sáu þeir, sér til mikillar undrunar, að þar var alt uppbú- ið eins og á fínustu heimilum stórborgamna. Borðsalurinn var ekki að vísu stór, en hann var skrautlega búinn. Á miðju gólfinu stóð borð úr mahogany, Á því var snjóhvítur dúkur, borðbúnaður úr skæru silfri. Leirtauið og hið dýrasta — blátt með gullnum röndum. Yotns- glös stóðu á borðinu í röð á silfurfótum, og bar þetta vott um, hvers lags máltíð það var, sem beið þeirra. Gestimir voru svo yfirkomnir af undrun, að þeir gátu ekki veitt þessu öllu ná- kvæma eftitekt, en þeir sáu, að herbergið var hið snotrasta, og fundu, að þykkur dúkur var á gólfinu. Þegar maðúr hefir verið lengi úti í óbvgð- um og í burtu frá hinni glæsilegu menningu stórborganna, og mætt hlutunum í sinni ófág- uðú mvnd, þá er eins og manni finnist að mað- ur sé frávaxinn hinum fínni viðfangsefnum, því sem fagurt er og listfengt; og eftir að vera búinn að lifa slíku lífi langvistum, þá finst manni jafnvel, að maður fái fyrirlitningu fyrir fínheitum og glæsimensku, og viti oft og einatt ekki af því. að þráin til þeirra hluta hefir sífelt vakað í sálu manns. Að þreifa á hreinu og köldu borðlíni eftir slíka útivist, er líkast því að vera vafinn armi ástmeyjar, sem maður hélt að væri búin að gleyma sér. Hljóðið í glösun- um og silfur borðbúnaðinum, er eins og álfa- bjöllur, sem kalla mann til fortíðar leikja og endurminninga. Svo þessir tveir óhefluðu menn'. veðurbarðir, sem fjallaveran og fjalla- ferðalögin höfðu kent að hafa óbeit á að reiða máltíð, sem þeir urðu oft að gjöra á bersvæði og í misjöfnum veðrum, stóðu þama undrandi og orðlausir, og hafði stúlkan óblandna ánægju af að horfa á undrun þeirra. “Þetta er dásamlegt,” sttlndi Emerson upp að síðustu og leit niður á skinnsokkana, sem hann var í, sem hárið sneri út á, svo og föt sín, snjáð og óhrein, og síðast á hendur sér, sem voru með sprangum og fleiðrum, og mælti: “Eg er hræddur um, að við eigum ekki heima í slíku umhverfi.” “Jú, vissulega eigið þið það,” svaraði stúlk- an, “og mér þykir sannarlega vænt um að eiga kost á að tala við vkkur dálitla stund. Það er nokkuð-einmanalegt að vera hér mánuð fram af mánuði. ’ ’ “Þetta er ekki svo ósjálegur- Indíána bú- staður,’, mælti Fraser og leit undrandi í kring um sig. “Hveraig ferðu að geta haft svona skrautlegt inni hjá þér?” “Eg kom með alla mína muni með mér frá Nome”, mælti Malotte. “Frg Nome!” greip Emerson fram í. “Já,” svaraði stúlkan. “Eg hefi verið í Nome síðan að bær sá var fyrst bygður. ” “Það er einkennilegt, að við skyldum aldrei sjást,” mælti Emersony “Eg var þar ekki lengi,” svaraði Malotte. “Eg fór aftur til Dawson.” Aftur fanst Emerson, að gletnissvip bregða fyrir í andliti hennar, var þó ekki viss um það, því hún vísaði honum samstundis til sætis og gaf svo Indíánastúlkunni nokkrar fyrirs-kipan- ir, sem hafði komið inn í herbergið án þess að til hennar heyrðist. Máltíðin var sú einkennilegasta, sem Emer- son hafði nokkum tíma neytt, því þama á út- jaðri allra mannabygða, í kofa, sem nálega var falinn á bak við háan garð, néytti hann afbragðs máltíðar, sem veitt var af skrautklæddri konu, er tók greindarlegan þátt í samtali um alla hluti. Aftur gleymdi hann sjálfum sér. Hver var þessi kona? Hvað var hún að gjöra á þessum stað? Hví var hún alein síns liðs?. En hann hafði of mikið^að hugsa, til að gleyma sjálfum sér lengi og brjóta heilann um stúlku, sem ekki kom honum minstu vitund við. Hann fór að hugsa’um sjálfan sig, og varð enn þögulli, eftir því sem húsprýðin og menningarbragurinn, sem í kringum hann var, beindi huga hans meir að endurminningunum. * Fraser á hinn bóginn gjörðist málhreifur undir áhrifum vínsins, og sagði hinar ótrúleg- ustu reifarasögur af sjálfum sér. Hann hélt athygli húsmóðurinnar, þar sem félagi hans gjörði.st enn þögulli og áhyggjufyllri. Malotte var ekki ánægð með þá afstöðu, og henni féll miður, að sá yngri af gestum sínum skyldi gjörast þögulli og áhyggjufyllri eftir því sem á leið máltíðina, svo hún tók fyrsta tæki- færi, sem gafst, til þess að yrða* á hann og dreifa þunglyndis hugsunum, sem auðsjáanlega ásóttu hann. Haiyi svaraði orðum hennar kurteislega, en hún gat ekki með nokkru móti fengið hann til þess að halda samtali uppi. Bannfærðist hún um, að þagmælska Emersons stafaði ekki af einurðarleysi, en hún áttaði sig ekki á, hvað að honum gengi, fyr en hún sá út- undan sér, að hann var að þreifa á silfurborð- búnaðinum, eins og að hann mintist við forna vini, og þá skildist henni, að borðbúnaðurinn og máltíðin rifjaði upp fyrir honum gamlar end- urminningar. En þó hún reyndi alt, sem hún gat, þá gat hún ekki vakið hann af dvala end- urminninganna. Að síðustu tók hann sjálfur til máls: “Þú sagðir, að eftirlitsmönnum félaganna væri bann- að að hýsa ferðafólk. Hvers vegna er þeim bannað *það ” “Það er regla, sem félögin fylgja.” “Eru þau hrædd um, að einhver finni gull- námur hér í kring?” spurði Emerson. “ Já. Áin hérna er laxauðugasta á í heimi. Ótakmörkuð mergð af laxi gepgur upp í hana árlega, og virðist aldrei bregðast. Þess vegna vilja veiðifélögin halda því leyndu og sitja ein að krásinTli,” svaraði Malotte. “Eg skil ekki þetta almennilega, ” mælti Emerson. “Það er þó ofur einfalt,” mælti Malotte. “Kjalvík er einangruð og veiðitíminn er svo stuttur, að félögin verða að fá menn sína frá Seattle, og þangað fara þeir svo allir á haust- in. Ef að gull skyldi finnast hér nálægt, þá mundu félögin tapa mönnum sínum, sem allir þeystu óðara af stað í gullsleit, og þau mundu við það bíða mörg hundruð þúsund dollara skaða, því tími væri enginn til þess að ná í aðra veiðimenn. Það mundi þjóta upp bær hér á ör- skömmum tíma, ef slíkt kæmi fyrir. Námamenn mundu streyma að úr öllum áttum, og vinnu- menn yrði erfitt að fá í lengri tíð, og ofan á alt saman, augu allra stara á Kjalvík, og menn mundu ef til vill koma auga á auðlegð þá,'sem í laxúeiðinni felst, og fara að keppa við félögin, sem nú sitja ein að henni og ausa laxinum upp úr Kjalvíkánni. Svo þú sérð, að það eru marg- ar ástæður til þess, að halda námamönnum í burtu héðan.” “Nú skil eg,” mælti Emerson. “Þú getur ekki fengið pund af mat, eða gistingu keypta hér, hvað sem þú býður. Eft- irlitsmennirnir eiga stöðu sína undir því, að þeir séu nógu ákveðnir í að vísa öllum vegfar- endum, sem gistingar biðja, á bug, og Indíán- arnir þora ekki að láta neitt af hendi — ekki einu sinni marhnút, því þá eiga þeir á hættu, að félögin neiti að láta af hendi við þá allan mat- arforða.” “Svo það er ástæðan fyrir því, að þú hefir sett hér upp verzlun,” mælti Emerson. “Ekki er nú það,” svaraði Malotte. “Þetta er forði handa mínum eigin vinnumönnum. ” “Þínum eigin vinnumönnum, ” endurtók Em- erson. “Já,” svaraði Malotte. “Eg hefi menn við gullsleit hér yfir í hæðunum, en eg annast sjálf vistaforðann. ?’ “Þú hefir þá sagt fiskifélögunum stríð á hendur,” mælti Fraser glottandi. Eg býst við, að það sé skilið svo,” svaraði Malotte. “Egvissi, að aldrei hafði verið leitað að gulli á þessum stöðvum, og leigði mér því skip í Nome og réði til mín menn, og kom hing- að snemma síðastliðið vor. Við virtum skipan- ir eftirlitsmannanna að vettugi, og þegar vöru- skipin komu í vor, þá lukum við við að byggja þessa kofa, og menn mínir fóru upp í fjöll, þar sem erfitt var að ná til þeirra. En eg var hér- eftir, að líta eftir vistum okkar og taka á móti ofsóknum þeirra, er yfirráðin þykjast hafa hér. ’ ’ “En þeir hafa þó sannarlega ekki farið að ofsækja þig?” sagði Emerson, sem farinn var var að sýna áhuga fyrir máli þessarar ungu og einkennilegu stúlku. “Þú heldur ekki,” svaraði Malotte og hló kuldahlátur. “Þú þekkir ekki upplag þessara manna. Þegar að menn berjast fyrir peningum of að eins peningum, þá er ekki um neina sam- vizku að ræða, drengskap eða dygð. Heldur grípa menn til þeirra ráða, sem handhægust eru. Um siðferðisreglur í sambandi við peninga, er ekki að ræða, og menn berjast fyrir þeim með meiri ákafa en nokkru öðru. Þeír gátu að vísu ekki farið í handalögmál við mig, af því að eg var kvenmaður, en þeir reyndu alt annað, og eg er ekki viss um, að þess verði langt að bíða, að þeir jafnvel leggi á mig hendur. Niðursuðu verksmiðjurnar eru eign mismun- andi manna, en þeir hafa eina yfirstjórn, og það er einn aðal ráðsmaður yfir þeim öllum. Hann heitir Marsh — Willis Marsh, — og hann er, eins og gefur að skilja, ekki vinur minn. ’ ’ \ “Það meinar, að sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér,” greip Emerson fram í fyrir henni. “Það er rétt sem það er, og þeir sýnast geta falið svo ábyrgðina, að hvergi er hægt að koma henni fram. Það fyrsta, sem þeir gerðu, var að sökkva skipinu mínu. Þið getið séð möstrin standa upp úr ís^ium hérna fyrir framan í fyrramálið. Einn vélabáturinn þeirra rak sig á það, þó það væri fyllilega hundrað fet úr þeirra vegi, þar sem það lá við akkeri á höfn- inni. Það átti að vera óviljaverk, og svo var Marsh svo ófyrirleitinn að koma til mín og biðja mig um skaðabætur fyrir skemdir á bát sínum; sagði að ekkert Ijós hefði verið á skip- inu og menn hans þess vegna rekist á það.” Einlægur fyrirlitningarsvipur lýsti sér í augnaráði Malotte, er hún hélt áfram frásögn sinni. “Það dettur engum í hug, að láta Ijós brenna á skipum, þegar þau liggja við akkeri, æin.s og skip mitt gerði. Eftir að Marsh var búinn að sýna mér vald sitt á þennan hátt, hafði hann í hótunum við mig persónuléga. Síðan hótaði hann að sækja mig að lögum, en eg dauf- heyrðist við hvorutveggja. Þá drap hann einn af mönnum mínum, eins og þið ef til vill hafið heyrt.” “Það er ómögulegt,” mælti Emerson. “Jú, það er mögulegt,” hélt Malotte áfram. “Ófyrirleitnir menn víla ekkert fyrir sér, þar sero ■engin lög ná til þeirra. Þeir hika ekki við neitt, þar sem um peninga er að ræða. Að því leyti eru þeir ólíkir kvenfólkinu. Eg hefi ald- rei heyrt, að.kvenmaður hafi myrt neinn til fjár. ” “Var þetta virkilega morð?” spurði Em erson. “Dæmdu sjálfur um það,” mælti Malotte, “þessi vinnumaður minn gekk ofan í sölubúð þeirra, til að kaupa einhverjar nauðsynjar, og þeir gáfu honum brennivín, þar til að hann var orðinn ölvaður; svo stungu þeir hann. Þeir sögðu, að hann hefði komist í sennu við Kína- mann, sem hefði veitt honum áverkann, en það var alt að kenna Vilhjálmi Marsh. Þeir færðu svo manninn hingað heim, og lögðu hann á tröppurnar fyrir framan húsið, rétt eins og eg hefði verið orsök í dauða hans. Það var ótta- legt!” Það fór hrollur um hana sem snöggv- v ast og hún krepti fingurna í lófa sér, svo hnú- arnir hvítnuðu. “Og þú ^ast samt fast við þinn keip?” spurði Emerson. “ Vissulega,” svaraði Malotte. “Eg á all- mikið á hættu,” hélt hún áfram, “og eg ætla ekki að láta bugast,” bætti hún við, um leið og hún braut glasið, sem hún hélt á í hendinni, án þess að hún varaði sig á því. Hún virtist alt í einu vera orðin köld og vægðarlaus, eins og þeir sem þurfa að reiða sig á sín eigin /úrræði, stundum verða, og Emerson virtist, að hún hefði elzt um tíu ár. Og það var næstum óskiljanlegt, að þessi veikbygða stúlka gæti átt yfir eins mikilli einbeittni og hugprýði að búa, til þess að ráða fram úr vanda spurs- málum sínum, og raun varð á. Emerson fanst, að hann gæti skilið dirfsku þá, sem hefði hrund- ið henni út í æfintýri líkt og þetta í fyrstu, en að halda mótstöðunni uppi, við það sem hún átti að etja, það var karlmannsverk, og það þurfti karlmanns áræði til þess, og samt var hún í öllu hin kvenlegasta, og honum fanst jafnvel, að hann hefði aldrei mætt kvenmanni, sem var hæverskari eða kvenlegri, en einmitt hún. “Sem betur fer, þá er veiðitíminn stuttur,” hélt Malotte áfram og hnyklaði brýraar. “En eg veit ekki, hvers eg má vænta að sumri.” “Mér þætti gaman að kynnast þessum Marsh, og mönnum hans,” mælti Fraser. “Ertu hrædd um, að þeir sýni þér meira of- beldi?” spurði Emerson. / Malotte ypti öxlum og sagði: “Eg á von á því, en óttast það ekki. Eg hefi Constantine til að hjálpa mér, og þið munuð viðurkenna, að hann er betri en enginn,” og hún brosti góðlát- lega, er hún hugsaði um gesti sína og Constan- tine, þegar hún kom til þeirra fyr um kvöldið; ‘ ‘ og svo er systir hans, Chakawana, sem er mér eins trú og fylgispök — Chakawana er hljóm- þýtt nafn, finst ykkur það ekki? — Það mein- ar “Snjófugl” á Alutamáli. En þegar hún er áreitt, þá líkist hún meir fálka. Eg býst við, að það sé rússneska eðhð, sem kemur fram í henni.” Malotte varð sér þess meðvitandi, að gestir hennar virtu hana fyrir sér með óblandinni undrun, og til þess að beina augnaráði þeirra og aðdáun frá sér, þá stóð hún á fætur og benti þeim inn í næsta herbergi og mælti: ‘ ‘ Þið megið reykja þaraa inni.” Emerson, sem var orðinn utan við sig af öllum þessum undarlegu atburðum, stóð einnig á fætu og fylgdi Malotte ásamt Fraser inn í næsta her.bergi. 3. KAPITULI. Skrautið í borðstofunni og máltíðin sjálf hafði að nckkru leyti undirbúið Emerson undir það, sem fyrir augun bar, er hann kom inn í setustofuna — það var að eins eitt, sem hann furðaði sig mest á að sjá þar—píanó. Á gólf- inu voru bjamarfeldir, stórir og þægilegir hæg- indasetólar. Borðið á miðju gólfi var þakið blöðum og tímaritum. Bókaskápar voru fram með veggjunum og þétt raðað bóku í þá. Á þessu furðaði hann sig ekki og ekki heldur á að sjá körfu með hannyrðum í,—en píanó hér inni í Kjalvík, það hafði honum aldrei getað komið til hugar. Malotte hefir víst séð undrunarsvip- inn á andliti hans, því hún rauf þögnina með því að segja: “Eg er óhæfilega eyðslusöm, er ekki svo? En það er mitt mesta yndi, og þegar eg hafði svo lítið að gjöra, þá gat eg ekki néitað mér um það. Og alt, sem eg hefi að gjöra, er að lesa, aka út á hundasleðanum mínum og leika svo á hljóðfærið.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.