Lögberg - 10.03.1927, Side 1

Lögberg - 10.03.1927, Side 1
40. ARGANGUR Helztu heims-fréttir Canada. \V|. J. Bulman hefir sagt lausri stöðu sinni sem einn af meðlimum vínsölunefndarinnar i Manitoba. GerSi hann þaS vegna þess að upp- víst hefir orðiS aS prentfélagiö Bul- man Bros., Ltd. hafSi selt vínfanga merki Jliqour labels) í eitt skifti til Luigi Calissano & Figli. Átti þetta sér staS i júlí-mánuöi 1925, en þaS Var eftir aS Mr. Bulman tók viS stöSu sinni í vínsölunefndinni. Mr. Bulman segir aö þessi prentun hafi veriS gerö algerlega án sinnar vit- undar, en þar sem hún hafi samt sem áSur veriS gerö í sinni prent- smiSju, þá finni hann sér skylt aS leggja niSur þetta embætti. Fylkis- stjórnin hefir samþykt uppsögn Mr. Bulmans. Ekki hefir annar maSur veriö skipaSur i hans staS, og taliS óvíst aS þaö veröi gert fyrst um sinn. » * • Landamerkjaþræta milli Canada annars vegar og Nýfundnalands hins vegar, sem staSiö hefir yfir í tuttugu ár og kostaS um eina mil- jón dollara hefir nú veriS til lykta íeidd. HöfSu báSir málsaSilar kom- iS sér saman um aS láta leyndarráS Breta, eSa hæsta rétt ríkisins skera úr þessu máli. Hefir hann nú gert þaö og þefir úrskuröurinn falliS Nýfundnalandsmönnum í vil. Þaö sem um hefir veriS deilt er Labra- dor ströndin, ekki strandlengjan sjálf, því hún hefir jafnan talist til Nýfundnalands, heldur eins langt inn í landiS, eins og vötnum hallar til Atlantshafs. Er þetta feykna mikiS landssvæSi, eSa 113,300 fer- mílur. Þar af eru um 60,000 fermíl- ur af skóglandi og er viSurinn á því talinn $250.000.000 viröi. Auk þess eru á svæSi þessu miklir foss- ar og því miklir möguleikar til aS framleiöa þar raforku. ViS þessa breytingu veröur land- eign sú er Nýfundnalands menn hafa yfir aö ráöa tveimur þriSju hlutum stærri en veriS hefir, en ekki vex fólkstala þeirra þar fyrir aS miklum mun, því á þessu svæSi eru aSeins nokkur hundruS Indíánar og fáeinir veiSimenn. ÞaS er Quebec-fylki sem mestan áhuga hefir haft á þessu máli, því í þess hluta mundi þetta land hafa komiS, ef Canada heföi hlotiö þaS. Þó hefir sam'bandsstjórnin átt hér hlut aS máli. * * * Akuryrkj umáladeild sambands- stjórnarinnar hefir látið rannsaka nákvæmlega þær tvær tegundi'r hveitis, sem mest eru nú ræktaðar í Vestur-Canada og sem öSrum hveiti-tegundum fyr ná fullum þroska, en þær eru eins og kunnugt er Garnet og Marquis hveiti. í skýrslunni sem út hefir verið gefin rannsókn þessari viðvíkjandi, segir meSal annars: “Vér getum ekki mælt meö því, aS Garnet hvejti sé sáS í staS Marquis hveitis á þeim stöSv- um þar sem gera má ráö fyrir aö hiS síSarnefnda þrífist vel.” Ský’rsl an segir þó, aö jafnvel þar sem Marquis hveiti vanalega þrífist vel, þá sé þó hyggilegt fyrir bændur aö sá Garnet hveiti í nokkurn hluta landsins, þvi þaS þurfi 5—10 dög- um styttri tima til aS þroskast. Hinsvegar sé þaS ekki vafamál. aS þótt Garnet hveiti sé í raun og veru ágæt hveiti tegund, þá jafnist þaS þó ekki, þegar alls sé gætt, á viS Marquis hveiti. Mismunurinn er aSallega sá, aS liturinn er ekki eins fallegur og úr þvi fæst ekki alveg eins mikið og gott brauö. Skýrslan gerir þó ekki mikiS úr þessu og þaS því siöur, sem nú hafi mönnum íærst aö blanda saman ýmsum hveiti tegundum og þannig aS framleiSa ágætt mjöl þótt tegundimar séu ekki allar jafn góSar. • * * Innflutningur fólks til Canada og þá sérstaklega til Vestur-Canada, er 'búist vS aS» verSi miklu meiri á þessu ári, heldur en i fyrra, þó hann þá væri meiri en mörg undanfarin ár. Gufuskipafélögin hafa þegar skrásett yfir 14.000 manna, sem til Canada ætla aS flytja frá Bretlandi °g öSrum löndum í Evrópu á næstu sex vikum. Fyrstu tvo mánuöi árs- ins Ientu í Halifax aöeins, 4,965 inn- flytjendur, en á sama tíma áriS sem leiö voru þeir 3,470. * " * * Um 90,000 vélastjórar, sem vinna á járnbrautum í Canada og Banda- ríkjunum og tilheyra allir sama verkamanna félagsskap heimta nú kauphætkun, sem nemur 15% viö- bót við kaup þeirra nú. Sem ástæS- ur fyrir kauphækkuninni færa þeir þaS sérstaklega aS nú sé staSa þeirra vandasamari og ábyrgSar- meiri en áSur hafi veriS. * * * Landstjórinn og frú hans,ætla aS leggja af staö frá Ottawa á laugar- daginn hinn 19. þ. m. í ferS um Vestur-Canada. Þau ætla aS koma viS í þeim borgum þar sem fylkis- stjórnir hafa aösetur og annars heimsækja flestar helstu borgir og bæi í þessum hluta landsins. Xil Ottawa koma þau aftur um 1 maí. Um austur fylkin ætlar landstjór- inn aS feröast í júlí-mánuSi. ÞaS er búist viS aS landstjóri og frú hans komi til Winnipeg í síSustu .vikunni í apríl, þá á heimleiS til Ottawa. * * * Mr. John Halstead flutti ræSu í vikunni sem leið fyrir “Young Women’s Conserative Club” í Wúnnpæg, þar sem hann hélt þvi fram, að nú væri þörfin miklu auS- sjáanlegri heldur en áSur, aö Canada hefSi sárstakap fána út ,af fyrir sig, þar sem þjóSin heföi nú sinn eigin sendiherra i Washington, meS öllu þvi sem þar tilheyrSi, nema fánanum. SagSi hann aS þaS væri meö öllu óvanalegt aö sendi- herra skrifstofa hefSi ekki fána og skjaldarmerki sinnar eigin þjóöar, til aS sýna hvaSa þjóS sú stonfun tilheyröi. Sagði Mr. Halstead sögu fánans alt frá dögum forn Egypta og sýndi myndir af þeim til aS skýra mál sitt. Margar myndi sýndi hann af Union Jack og skýrSi frá hverng þaS væri til orSiS. • * • Brownlee stjórnarformaSur i Al- berta hefir fengið tilkynningu frá Hon. H. Greenfield, sem fyrir skömmu fór til Englands til aS vinna þar aö influtningi fólks til Alberta fylkis að 'hann hafi nú tek- ið til starfa og sett á fót skrifstofu í London, sem hefir þaö ætlunar- verk að kynna fólki á Bretlandi kosti Aliberta-fylkis og leiöbeina þeim er þangaS vilja flytja. Bandaríkin. Forsetinn hefir staðfest hin svo nefndu Lenroot Taber lög, sem fyr irbjóða innflutning á mjólk og rjóma frá öðrum löndum nema meS áérstöku leyfi landbúnaöðar ráö- herrans. * * * RíkiS í Vermont hefir ekki getað fundið neitt sérstakt fjall í ríkinu. sem þvi þótti hæfilegt aö bæri nafn forsetans, þessa heimskunna og háttsetta sonar Vermont ríkis. En ekki vildu Vermont búar láta þaS undir höfuð leggast, aS skifta um nafn á einhverju fjalli eða fjöllum og nefna þaS, eSa þau eftir for- setanum. Hefir nú ríkisþingið á- kveðiS aö skfta um nöfn á fjórum fjöllum. sem áSur hétu Killington Pico, Shrew^bury og Salt Ash fjöll og nefna þau einu nafni “Coolidge Range.” *• * • Charles Dewey Hills vara-forseti republicana flokksins er nú á ferS um suður og vestur hluta landsins i þeim erindum aS komast eftir því hvaS hinir ‘stærri menn” flokksins hafa um þaS aö segja%ð Coolidge forseti veröi en forsetaefni flokks- ins viS næstu kosningar. Sjálfur segist hann ekki vita hvort þaS sé ætlun forsetans aS vera i vali eða ekki. Bretland. Hinn 3. þ. m. brann nokkur hluti af Gloucester Hotel í Weymouth á Englandi, sem er alkunnugt síðan á dögum George III. BlaSadrengur einn, William Decker, sýndi þar mikið snarræði og hugrekki með þvi aS bjarga tveimur konum, sem sváfu á efstu hæS hússins. Hann kleif upp vatnspípu og komst upp á syllu, 60 fet frá jörðu. sem var rétt neSan viö gluggann á herbergi því, sem konurnar sváfu í. Piltur- inn 'braut gluggann, náöi konunum út og leiddi þær eftir syllunni aS stiga, sem reistur var upp viS bak- WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 10. MARZ 1927 NÚMER 10 hluta hússins, og hjálpaði þeim svo aS komast ofan stigann. Tvær ferö- ir varS hann aö fara, því hann gat aðeins komist meS aSra konuna í einu. Þegar hann hafði komið báS- um konunum á óhultan staö, fór hann enn upp í herbergiS og sótti skrautgripi þá, sem konurnar höfðu skilið þar eftir. Fólkiö sýndi mikinn fögnuð yfir þessu og menn báru piltinn á herðum sér meS fagnaSar ópum, eins og mikinn sigurvegara. Hvaðanœfa. I Argentínu eru sjálfsmorö orðin svo tíS aS til mikilla vandræða þyk- ir horfa. Hafa þau orðiS full 300 á síðustu fjórum mánuöum, lang- flest í borginni Buenos Aires. Hér er um allskonar fólk að ræSa, unga og gamla, karla og konur, fátæka og ríka, verkafólk og em'bættis- menn. Er því sérstaklega kent um aS blöðin hafi nákvæmlega útlistaö það einhvern tíma í haust, hvernig handhægt væri aS stytta sér aldur meS vissri eiturtegund. ÁRAGLAM. Eftir Paulfae Johnson. ViSlag:— MeSan on’ á sævi svam sól í gullnum loga, þá var oft viS áraglam yndi um bláa voga. T. T. Af fjallabrúnum þitt vestur viö, ó, vestan andvari, rétt mér liS, — því segliS hangir og hásetinn. — —ó, hreyf þú utankul tótinn minn! Blás! blás! Þig ég þrábið, Ás, er þröngan altaf mér markar bás. I ró þér vaggar und hæS og hnúk; en hverfull forðast minn litla dúk. Nú felli eg segliö og mastriS mitt, þig mest eg sárbaö, nú eigSu þitt. ViS ára-sönginn minn sofðu vær. þú syfju-makráði vestan-blær. Sof! sof! viS þín hamrahof, eða hlý og blómgáruS slétturof. Og blunda rótt, bræðu’ ei brjóstin þín, því bliðan syngur nú árin mín. Og Ágúst brosir viö blásals veg er bátur lítill og ár og eg líð, líö! gnæfir hamrahlíS á hvora hliö, undir röstin striS. Og fljótiö glímir við farveg sinn, en fram knýr árin min bátinn minn. Dýf! dýf i bárubrjóstin ýf. á brimsilfrinu eg áfram svif. En framar þar glymur flúða þröng er fljótið lemur sin dægur göng, knúS, knúS. Stekkur, stiklar flúS, en straumhvörf ýfist og gnötrar súS 1 .... Hér 'brunar straumurinn örar ínn. og aldan sýður viö bátstafn minn. Fram, fratp, veifar hættuhramm, á hyljum tæpir mitt áraglam. Ó, treyst þig árin mín, eintrjáning, eg örugt sveifla’ út i rasta-hring. Gin, gín, iöan ólgar, dvin, en óttalaus gevsar ferjan min. AS baki er flúðin og fossaþröng. hér fljótið tært streymir fram i söng, hægt, hægt, kænan vaggar vægt en vögguljóöið svo milt og þægt. í fjarsýn hátt drekkur f jallsins blóö eitt furutré vafiö aftanglóS, skín, skín, seiöir upp til mín þann söng er syngur hún árin mín. ' Þýtt af r. r. SÆFARINN. Eftir Pauline Johnson. Mottó: — Flctk og skiphrots skiftings grcy. Aftur reikult ráð, um blátært hafiS og hæðastól, um hafnarvirki og éngjaból, nú leika geislar frá siðdagssól sem sorfiS demants gráS. Aftur vakandi’ er! Mig dreymdi um stund um svo hýra höfn og hjartafriS og bliðusöfn, en keskinn sær, hin kalda dröfn ei kvaS slikt handa mér. Aftur flýtur far! Hún bylgja gnúði svo streng og stag ei stundarfrið haföi nótt né dag. Nú beiti eg aftur bát í lag er boði rís á mar. Aftur ferða frjáls! Nú hylur ljósin sín hafnarbær. sem hverful rökkurgjörS ströndin kær. en útbaug felur eyðisær, meS alvald næsta máls. Aftur út á mar! Þú gamli sær er sigldi eg þrátt, þú sollna röst meS stormaslátt, Iþú alda er trafiö breiöir brátt um alt sem áður var. Þýtt af T. T. Tóvinna á Betel, frá 1. mara 1926 til 1. marz 1927. Inntektir fyrir selda tóvinnu á þessu ári voru $218.80. Fyrir þessa peninga var keypt, það sem hér segir: Linoleum $8, 4 mattresses $34, 1 rúmstæði $7.75 þvottavél og vinda $22.25, ýmis- konar eldhúsáhöld, léreft og fl. $71.10, bækur og bókband $8.50, áhöld frá Fullers Brush Co. $8.75, flutningsgjald $4.65, patent með- ul $4.80, uíl $49. — alls $218..80. —jTil er töluvert af ullarvörum, ef einhverja langar til að kaupa þess konar vörur. — Svo þökkum við innilega öllum þeim, sem hafa sent Betel ull og ekki þegið neina borgun fyrir, og söuleiðis gamla fólkinu, sem hefir verið svo vilj- ugt að vinna úr ullinni og gert það með svo glöðu geði. Ásdís Hinriksson, Elinora Julius. forstöðukonur á Betel. Ur bœmim. ‘Gísli J. Bildfell og Jón sonur hans, frá Foam Lake, Sask., voru gestir í borginni í nOkkra daga í vikunni sem leið. Ingimundur Ólafsson, frá Rvfk, Man., kom snög^S ferð til borgar- innar í síðustu viku. Thordur Thordarson, kaupmað- ur frá Gimli, hefir verið í borg- inni um tíma. • Gísli Markússon frá Foam Lake, Sask., kom til borgarinnar í síð- ustu viku. Bræðurnir í stúkunni Heklu halda skemtifund föstudagskvöld- ið 11. þ. m. í fundarsal stúkunnar. Vonast eftir að meðlimir stúkn- anna fjölmenni á kaffiveitingar, spil og ýmsar aðrar skemtanir, sem fram fara þetta kvöld. Þau hjónin, Mr. og Mrs. O. G. Hannesson í Selkirk, urðu fyrir þeirri sorg, að missa kjördóttur sína, Emmu Albertínu. Hún dó 18. febr. síðastl.; var eins árs og þriggja mán. Hennar er sárt sakn- að því hún var sérlega efnilegt barn. 1 fundargerð Sveitarstjórnar- innar í Bifröst, sem birtist í Lög- bergi hinn 24. f.m. hefir mis- prentast nafnið G. Sigmundson fyrir J. Eyjólfson, því það var hann, sem falin var umsjón með Paul Parada fjölskyldunni, sem þar er getið. Dr. Tweed verður í Árborg mið- vikudag og fimtudag, 16. og 17. marz. Hinn 9. þ. m. lagði af stað til íslands Ágúst Danielsson, frá Oak Point, Man. Sigldi frá St. John hinn 12. með S.S. Montcalm. Þessi maður kom frá íslandi í sumar sem leið í kynnisfór til skyldfólks síns hér vestra. Mrs. Sigríður Lindal, kona Jós- ephs Lindals, Lundar, Man., 81 árs að aldri, andaðist hinn 6. þ.m. Jarðarförin fer fram á föstudag- inn í þessari viku að Lundar, undir umsjón A. 'S. Bardals, út- fararstjóra. Lára Johnson, seytján ára, dótt- ir Mr. og Mrs. C. B. Johnson, Glen- boro, Man. andaöist aS heimili foreldra sinna á laugardaginn hinn 5. þ. m. Á mánudaginn í þessari viku dó 18 ára gamall piltur, Thordur Holm frá Lundar, Man. Var verið að flytja hann sjúkan á spítala í Winnipeg, en var dáinn áður en þangað kom. Hin árlega mælskusamkepni Stúdentafélagsins fór fram í Good- templarahúsinu á mánudagskveld- ið í þessari viku. Þátttakendur voru: Háv. Elíasson, Miss Sella Johnson, Milton Freeman, Heim- ir |Thorgrímsson og Egill H. Fáfn- is. Þrír menn voru fengnir til að dæma um ræðurnar, og kváðu þeir svo á, að Heim. Thorgrímsyni bæri verðlaunin, er var silfurmedalía, er honum var afhent. Milli ræð- anna var skemt með söng og hljóð- færaslætti. — Samkoman fór að öllu leyti vel fram og var skemti- leg, en hún var dæmalaust illa sctt, og er það undarlegt, því vafa- laust vill fólk alment sýna Stú- dentafélaginu þá góðvild, að sækja þær fáu samkomur, sem það heldur, og það því fremur, sem vel er til þeirra vandað. Gísli kaupmaður Sigmundsson frá Hnausa, Man., var í borginni á þriðjudaginn. Þjóðræknisdeildin “Frón” hefir ákveðið að hafa kvöldvökulestur mánud. 14. þ.m., hefst stundvís- lega kl. 8.15 e. h. í þetta skifti lesa þeir séra Rögnv. Pétursson, Heimir iThorgrímsson og Sigfús Halldórs frá Höfnum. Vonandi f jölmenna íslendingar og gera kvöldið ánægjulegt. Mr. A. S. Bardal, hefir heitið að verðlaunum íslenzkum hesti, þeim karli eða konu, er flesta fær nýja meðlimi í Goodtemplararegl- una í Manitoba, fyrir þann 30. apríl næstkomandi. Nær tilboð þetta eins til nýrra stúkna, er stofnaðar verða á tímabili því, er nú hefir verið nefnt. Nánar í næsta blaði. Liknarfélagið Harpa, hefir á- kveðið að halda “Silver Tea” í neðri sal Goodtemplarahússins á einmánaðarkvöldið (þriðjud.) hinn 22. þ.m. kl. 8. Er þess að vænta, að landar fjölmenni, því öllu því fé, er inn kemur, verður varið til líknarstarfa. ^ . Eins og sjá má af auglýsingu, er b’rtist á öðrum stað hér í blaðinu, efnir West End Social Club til Old Time Dance í Goodtemplara- húsinu, þriðjudagskveldið hinn 15. þ.m. íslenzkir dansar, sem flestum mun gaman þyEja að taka þátt í. Ágætur hljóðfærasláttur og góðar veitingar. Aðsóknin að samkom- um klúbbs þessa hefir ávalt verið góð, og þarf eigi að efa, að svo verði í þetta sinn. Djáknanefnd lúterska safnað- arins í Selkirk hélt samkomu hinn 1. þ. m., sem var afar vel sótt og fór myndarlega úr hendi. Stýrði samkomunni, Mr. Jóhannes Skag- fjörð. Ræður fluttu M'r. A. S. Bardal og Klemens Jónasson, en Einar P. Jónsson las upp nokkur kvæði eftir frú Jakobínu Johnson. Ungar stúlkur skemtu með tví- söng, en Mrs. J. Olafsson söng nokkur einsöngslög. Að lokinni skemtiskrá fór fram uppboð á skrautbúnum kössum. Var Mr. Bardal uppboðshaldari og sýndi af sér við starf það hinn mesta skörungsskap. Þá voru fram- reiddar ágætar veitingar, er al- menningur gerði hin beztu skil. Látin á Betel, 5. febr. síðastl., Sigríður Hallson Freeman, 85 ára gömul, ættuð af Skagaströnd, í Húna'ratnssýslu. — Dáin einnig á Betel, .15. febr. síðastl., Sigurður Eyjólfson, ættaður úr Skaftár- tungum í Vestur Skaftafellssýslu, 91 árs gamall. Athygli skal hér með dregin að aqglýsingunni, sem birtist í þessu blaði um hljómleika þá, er Mr. Hugh Hannseson heldur með nem- endum sínpm í Árborg Hall, föstu- dagskveldið þann 11. þ.m., kl. 8.30. Einnig syngur Mrs. K. S. Hannes- son, en Mr. A. Sigurdson leikur á fiðlu. Islendingar í Árborg og grend, ættu að fjölmenna á sam- komu þessa, sem fullyrða má, að verði hin bezta. Mr. Hanneson er mjög efnilegur píanókennari og það fólk, ,er aðstoðar hann á sam- komunni, vel þekt í sinni grein. Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg mintist afmælis gam- almennaheimilisins á Gimli með almennri samkomu, sem hald- in var í kirkjunni hinn 1. þ.m., eins og félagið hefir jafnan gert í mörg undanfarin ár. Samkoman var afar vel sótt, svo að segja fult hús. Dr. B. J. Brandson stýrði samkomunni. Skemtiskráin var löng og fór ágætlega fram. Séra Carl J. Olson flutti snjalla og skemtilega ræðu. Þegar skemti- skráin var úti, fóru allir ofan í samkomusalinn, þar sem kvenfé- lagið bar fram rausnarlegr veit- ingar fyrir alla samkomugestina. Aðgangur var ekki seldur, en samskot tekin, eins og gert hefir verið undanfarin ár. Urðu sam- skotin meiri í þetta sinn heldur en nokkurn tíma áður, eða $201.36. Sýnir það meðal annars, að vin- sældir gamalmennaheimilisins fara sízt minkandi. • • Orœfingar. Af því að eg vildi stuðla til þess, að félagsskapur og samtök gomlu öræfinga falli ekkj með öllu í gleymsku, þegar við gömlu mennirnir erum burtkallaðir, þá ætla eg í fáum orðum að minnast á samtök þeirra í kaupstaðarferð- um. í þá daga voru þær ferðir langar og erfiðar. Engir vegir voru þá ruddir, og engin kelda brúuð, hvað þá stærra vatnsfall. Skemst var fyrir þá til kaupstað- ar í Djúpavog austur, eða til Eyr- arbakka vestur. Áður farið var að búa sig í ferðirnar, komu ráð- hygnustu bændurnir sér saman um, hvenær ferðin skyldi farin. Voru þá send boð um alla sveit- ina hvenær skyldi fara á stað. Enginn skyldi fara úr áfanga- staðnum Kvíamýri — ef austur var farið — fyr en síðasta lestin væri komin þangað. Svo þegar farið var þaðan, var þetta orðin ein lest, þó menn væru frá 30 heimilum. í öðrum sveitum var hún kölluð “öræfalest” því aðrar sveitir Voru ekki saman í einni lest. Fyrir þennan félagsskap gátu þeir oft fengiS. betra verð fyrir vörur sínar, sem aðallega var ull, tólg og lítið eitt af tó- vöru (sokkum), og einnig komist að betri kaupum. Ef þeim þótti verðið ekki viðunandi, þá fóru þeir lengra, og fengu þar betri kjör; fóru til Eskifjarðar austur, og eitt sinn til Reykjavíkur. Voru þá komnir til Eyrarbakka, en beyrðu, að betri kjör mætti fá í Reykjavík. Þá tíma komu oft lausakaup- menn á seglskipum til landsins, og verzluðu á skipum sínum, og buðu oft betri kjör en föstu kaupmennirnir, því þeim kom vel að geta selt vörur sínar fljótt, svo að þeir þyrftu ekki að tefjast lengi með þær. Árið 1858 kom lausakaupmaður á Djúpavog, að nafni Johnsen. öræfingar verzl- uðu við hann það sumar, og eins næsta sumar og líkaði það fremur vel. Þótti honum gott að fá svona viðskifti á fáum dögum. öræf- ingar fóru þess á leit við hann, að hann reyndi að sigla skipi sínu inn á Papós, skyldu þeir þá allir verzla við hann, og sama mundu allar nærliggjandi sveitir gera. Tók hann þessu allvel, en lofaði engu. Sumarið 1860, er öræfa- lestin var komin austur í Lón — á svonefndar “Völur” — kom mað- ur af Djúpavogi, og segir þeim, að Johnsen hafi verið nýkominn þar á höfnina Taka öræfingar þá ráð sín saman, láta lestina bíða, og. senda tvo menn sína austur, að semja við Johnson, og fá hann til að sigla inn á Papós. Sendimenn komu aftur með þau svör, að kaupmaður ætlaði strax að sigla suður, vindur sé hag. stæður, 0g stilt í sjó. Síðan snýr lestin við suður. Þeg^r hún er komin á Fjarðareyjar — sem er austan Papóss — þá kom skipið inn ósinn. Urðu menn þá mjög glaðir yfir að geta nú stytt kaup- slaðarferðir sínar um fullan helming vegar. Sumarið eftir, — 1861 — kom Johnsen með timbur i vöruhús, og vörur til að verzla með. Það var hið fyrsta vöruhús á Papós. Hafði Johnsen þar síðan verzlunarstjóra meðan hann átti þá verzlun. Eftir hann látinn tók við verzlun þar Johnsen sonur hans — mikið mannval, sem lét sér ant um hag viðskiftamanna sinna líkt og sinn eigin. Þá verzl- un átti hann í nokkur ár. Fasta- verzlun hélzt á Papós frá 1861 til 1897, að Otto Tulinius flutti hana til Hornafjarðar, og var þá orðinn eigandi hennar. Þessi fé- lagsskapur og samtök öræfinga með að bæta samgöngurnar, og stytta kaupstaðarferðir, varð það heillaspor, er kom mörgum sveit- um að ómetanlegu gagni, ekki einungis þessum 5 sveitum í aust- ursýslunni, heldúr líka: Fljóts- hverfi, iSíðu, Landbroti, M^ðal- landi, og að nokkru Álftaveri og Skaftártungu, því einnig þaðan verzluðu menn á Papós, áður en verzlun byrjaði í Vík, sem mun hafa verið 23 árum ,síðar (1884), að þeir Halldór Jónsson og Þor- steinn hreppstjóri Jónsson búend- ur í Vík pöntuðu vörur frá Eng- landi, er sendar voru til Vest- munnaeyja, og þaðan á hákarla- skipi til Víkur og hepnðist vel. Þó að stundum væru svaðilfar- ir í hinum löngu ferðum, þá settu menn það ekki fyrir sig, töldu það sem sjálfsagðan hlut, sem ekki væri hægt að komast hjá. Eitt sinn er þeir komu af Djúpavogi, fengu þeir Jökulsá svo slæma, að þeir voru frá dag- málum til nóns að reyna að koma lestinni vestur yfir, og mistu þá í hana 17 hestburði, en gátu um síðir náð öllu nema þrem hest- burðum, er fórust alveg. Stúlka ein hraktist af hesti sinum, en varð bjargað með naumindum; einn hestui* druknaði. Síðast druknaði í henni 1877 Hólmfríð- irr Pálsdóttir, systir Lárusar hóm- ópata og þeirra mörgu systkina. í þessum ferðum skemtu menn sér á ýmsan hátt, einkum á heim- leið, bæði með söng og samræð- um, glímum og fleiru. Höfðu enn oft margs að minnast frá þeim ferðum, þá er fundum þeirra bar saman síðar. Ull og aðrar vörur fluttu öræf- ingar í pokum, er þeir unnu úr faxhári, og höfðu bandið í þá tvöfalt. Voru þeir með ýmsum háralit, voru hafðir röndóttir, tentir — eins og fallegast þótti. Voru hafðir samlitir pokar á hverjum hesti. Þótti lestin líta því betur út, sem þeir voru betur lit- ir. Þeir voru sterkir. Voru virt- ir á 8 fiska á landsvísu. Mikinn útbúnað þurfti í ferðir þessar: góðan reiðing á burðarhesta, gjarðir og fleira til vara, skeifur, nagla, hamar og naglbít, að járna með í áföngum, og svo nesti, er dygði á báðar leiðir. Nokkrir gömlu öræfingar voru vel að sér á ýmsan hátt, til dæm- is Jóp nokkur Einarsson í Skafta- felli. Forfeður hans 8 höfðu bú- ið þar hver fram af öðrum. Hann var vel að sér í landafræði, sögu, grasafræði og lögfræði, kunni vel dönsku, þýzku og nokkuð í latn- esku, grísku og hebresku; var vel hagur á tré og járn, smíðaði t. d. byssu með koparhlaupi, vagn með fjórum hjólum, var heppinn lækn- ir, samanber: Þorvaldur Thorodd- sen um Austur - Skaftafellssýslu sumarið 1894, Andvara, bls. 65. Gömlu mennirnir voru bæn- ræknir. Þegar þeir fóru frá heim- ilum sínum í ferðalög, og eins til kirkju, tóku karlmenn af sér höf- uðfötin og lásu í hljóði vegabæn, Faðir-vor, blessunarorðin, og signdu sig. Sama gérðu þeir altaf er þeir fóru að morgni dags úr áfangastað í kaupstaðarferðum. Á sunnudögum lásu þeir helgi- dagabók í tjöldum sínum, og sungu sálma eins og heima. Þeir héldu við húslestrum á öllum helgidögum, miðvikudögum á föstunni, kvöldlestrum er þar til heyrðu. Passíusálmar voru ætíð sungnir um föstutímann, og hugvekjur lesnar. Eg hygg, að ýmislegt hafi breeyzt í Öræfum bæði með helgi- siði og fleira. Ýms félagsskapur hygg eg sé heldur lausari í sér en áður var, og er það athuga- vert, ef svo er. Við megum samt vera glaðir yfir framförum þeim, sem orðið hafa í sveitinni á næst- liðnum árum, með margt sem að hagsæld og lífsþægindum lýtur, svo sem rafleiðslur og fleira. Þær eru nú komnar á 10 heimili í sveitinni; það er á 8 heimili til ljósa, suðu og hitunar herbergja, og 2 heimili til ljósa, 0g nú munu bráðum fleiri bætast við, því menn hafa reynt að komast upp á að vinna mikið að þessu sjálfirtil þess að spara kostnað. Er það mikilsvert að geta látið bæjarlæk- inn gefa kraftinn til að framleiða orkuna sér til notkunar. Vatns- ieiðslur í húsin eru að kalla á hverju heimili, og vagnar mikið brúkaðir til heyflutninga og fleira. Ari Hálfdánarson, Fagurhólsmýri. —Tíminn.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.