Lögberg - 10.03.1927, Blaðsíða 2
Bls. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
10. MAEZ .1927.
2HSESHSaSE5aSE52SH5ZS2SHSHSSSE5HSE5H5E5ÍL5HSHSHSSSES25HSESES252SZSSSHSESHSÍSa5HSB5a5Z5S5HSHSHS25SSHSH5E5ÍSHSeSES2Sa5ÍSH5E5HS?SESHSZ5E5H5HSZ5H5HSHS-d5H5E5HSHSZ5HFaS31.‘?Tc
Sérstök deild í blaðinu
SOLSKIN
SESESESESP c. SEi i SHS dSE5HSESHSE5E5E5HSHSE5ESH5H5H5HSE5HSE5H5HSHSHSE5ESH5ES?S EbHí5E5HSE5H5HSHSHSHSHSESE5H5HSHSHSH5HSH5H5HSH5HSH5HSH5H5H5HSH5H5H5H5H5E5E5E5HSHSHSE SHSESHSESHSHSi
Gamla konan frá fátœkrahœlinu
Eftir Leroy Scott.
Þegar hugsun mín hvarf aftur til lögreglu-
fitöðvanna, var sagan hér um bil á enda.
‘ ‘ Og þér segið, að þér hafið verið í fátækra-
hælinu ? ” 'spurði þessi auðugi maður.
“Já, þrjú eða fjögur síðustu árin. Fólkið
hefir verið ósköp gott við mig. ”
“Og þér voruð teknar fastar í gær og sakað-
ar um að hafa verið drukkin?”
“Já, en eg er viss um, að lögregluþjónninn
hélt, að hann væri að gera skyldu sína.”
“Og lokaðar inni í alla nótt hjá þessum —
þessum fallegu drósum, sem þarna eru?” og
hann benti í áttina til nokkhrra kvenna, sem
voru þar bak við járngrindumar.
“Já, en þær vom líka góðar við mig.”
• “1 morgun komuð þér svo fram fyrir dóm-
arann með þeim?”
“Já, en dómarinn var ósköp góður. Allir
hafa verið mér góðir.”
Ed. Splain var óvanalega fölur í andliti og
það sýndist næstum harðneskjulegt. Hann virt-
ist þurfa á öllu víljaþreki eínu að taka til að
láta sem minst bera á skapbrigðum sínum.
“Það var einstaklega fallegt af yður að
koma og sjá mig og hlusta á það sem eg hefi
verið að segja um drenginn minn,” sagði gamla
konan eins og í afsökunarróm. “Eg vildi að
hamingjan gæfi, að eg fengi að sjá drenginn
minn, þó ekki væri nema bara einu sinni. En
það verður nú víst ekki héðan af. O, nei, eg fæ
aldrei aftur að sjá drenginn minn,” og um leið
og hún sagði þetta, leit hún á ^r. Splain, góð-
látlega og blíðlega og Leyndi sér ekki, að hún
var honum innilega þakklát.
Ed. Splain stóð upp og gekk út að gluggan-
um og horfði út, og sneri við okkur bakinu;
þannig stóð hann góða stund. Svo sneri hann
sér að okkur og ávarpaði mig. AndlitiÖ var enn
fölt og töluvert harðneskjulegt, en hann var
stillilegur og hafði fult v,iid yfir sjáfum sér.
“Capt. Denny sagði mér, að Mrs. Hollings-
worth væri í yðar umsjá, og þér mættuð láta
hana lausa, þegar yður sýndisti Er það rétt?”
Eg játaði því.
“Eg vildi mega taka hana út á fátækrahæl-
ið. Hestamir mínir og vagninn eru hérna úti
á strætinu. Mig langar til að tala meira við
liana um son hennar, sem var hestasveinn. Það
er ekki ómögulegt, að eg gæti hjálpað henni.
Viljið þér leyfa mér að fara með hana heim til
sín?”
%
Eg leyfði það fúslega. Gamla konan lét á
sig hattinn sinn, lítinn, svartan, fornfálegan
i liatt, og lagði grátt sjal á herðarnar. Svo lögð-
um við öll þrjú af stað frá lögreglustöðinni og
þurftum að fara gegnum mjótt sund og ýmsa
krókavegi, þangaÖ til við komum út á strætið.
Þegar þangað kom, beið þar keyrslumaður í
einkennisbúningi, sem hafði tvo Ijómandi fall-
ega, brúna keyrsluhesta og ágætis vagn. Mr.
Splain hjálpaði gömlu konunni upp í vagninn,
og veifaði svo til mín hendinni í kveðjuskyni.
“Þér hafið verið mér einstaklega góður,”
'Sagði gamla konan við mig; “ef þér viljið vera
svo vænn, að senda mér utanáskrift yðar, þá
þætti mér vænt um, að mega senda yður eitt-
hvað af þeim hannyrðum, sem eg geri.”
Ed Splain fór í vagninn og hestamir þutu á
stað. Eg stóð í sömu sporum og horfði á eftir
þeim. Eg var í engum vafa um það, hvert
haldið yrði, en eg var að reyna að hugsa mér
þá stund, þegar gamla konan fengi aö vita, að
nú hefði hún fengið sína hjartans þrá uppfylta,
að finna aftur son sinn.
Nu fór eg að hugsa um það, að eg var blaða-
maður og að eg átti að skrifa fréttir frá lög-
reglustöðinni á Harrison stræti, sem almenning-
ur hefði gaman af að lesa, og eg hugsaði til
þess í þetta sinn með mikilli ánægju, því nú
fann eg, að eg hafði sögu að segja, eem eitthvað
var varið í, og það gat ekki hjá því farið, að
þeir Pete Dunne og Gilson Gardner, sem báðir
voru að einhverju leyti húsbændur mínir, yrðu
ánægðir með mig í þetta sinn. Enginn frétta-
ritari í Chicago hafði haft eins góða sögu að
segja, nú í mörg ár að minsta kosti, eins og eg
hafði í þetta sinn. Þessi saga var bygÖ á borg-
arbrunanum mikla og allar sögur, sem honum
voru viðkomandi, voru jafnan lesnar með mik-
illi athygli í Chioago.
Já, þessi saga hafði alt, sem til þess þurfti,
að henni yrði vel tekið. Móðurást, sonarást og
hvemig hinn auðugi sonur fann bláfátæka og
aldraða móður sína á lögreglustöðinni, og
hvernig gamla konan alt í einu kemst af fátækra-
hælinu inn á heimili miljónamæringsins, þar
sem auður og allsnægtir bíða hennar. Enginn
fréttaritari í Chicago vissi nokkuð um þetta
nema eg einn. Mr. Dunne mundi að sjálfsögðu
láta þessa sögu á fyrstu síðu blaðsins, og mér
fanst alls ekki ólíklegt, að nú mundi hann hækka
kaupið mitt eitthvaÖ dálítið.
Eg lagði af stað í áttina til skrifstofunnar,
sem ekki var langt í burtu, og eg var að hugsa
um, hvemig eg skyldi hafa greinina, sem eg
skrifaði fyrir blaðið. Hvemig fvrirsögnin
skyldi vera og hvernig bezt væri að byrja grein-
ina, og eg hugsaði um öll aðal atriðin í sög-
unni og hvernig bezt væri að raða þeim nið-
ur. Eg var einstaklega ánægður með þessa
grein, sem eg ætlaði að skrifa. En svo, þegar
eg var kominn rétt að skrifstofudyrunum, ^þá
rann það alt í einu upp í huga mínum, að úr
þessu frægðarverki, sem eg ætlaði að vinna,
gæti ekkert orðið.
Það var með engu móti rétt, að kenna Ed
Splain um það, sem komið hafði fyrir. Það var
ekki hans skuld, að svona fór. Hann var góður
drengur, og hann var í miklu áliti, eins og hann
átti vel skilið. Honum mundi hafa komið það
illa, ef þessi saga hefði birzt í opinberu blaði, og
það mundi hafa sært tilfinningar hans. Það
hlyti að spilla stórkostlega þeirri ánægju, sem
hann nú naut út af því að hafa fundiÖ móður
sína og eiga þess nú kost að veita henni alt það
bezta, sem hún gæti notið, það sem eftir var æf-
innar. Eg gat ekki hugsað til þess, að spilla
gleði hans, með því að segja að móðir hans hafi
verið á fátækrahælinu og hann fundið hana á
lögreglustöðinni, þar sem hún var kærð fyrir að
hafa verið drukkin.
Þegar eg kom inn á skrifstofuna, hitti eg
Dunne, sem sagði strax þegar hann sá mig:
“Það vona eg, að þér hafið nú loksins ein-
hverjar fréttir, sem eru þess virði að koma í
blaðinu. ”
“Nei, ekkert nýtt,” sagÖi eg, “bara þetta
sama upp aftur og aftur.”
“Þér getið fundið nógar fréttir, ef þér bara
reynið,” sagði hann og það leyndi sér ekki, að
það var langt frá því að hann væri í góðu skapi,
— “en þú verÖur að grafast eftir fréttunum, ef
þig langar ekki til að fara að leita þér að ann-
ari atvinnu.” i
Eg settist við skrifborð mitt. En í stað
þess að skrifa þessa merkilegu fréttagrein, sem
eg hafði haft í huga, þá skrifaði eg stutta, dauf-
lega og afar ómerkileg^i grein um lögreglu-
staðinn.
Fáum dögum síðar birtist í öllum Chicago-
blöðunum fréttagrein, sem byrjaði eitthvað líkt
þessu:
“Edward Splain bauð nokkrum nánustu
vinum sínum heim til sín í gær, til þess sérstak-
lega að kynna þeim móður sína, sem nú er á
heimili hans við Lakeside Drive. Mrs. Splain
liefir í mörg ár lifað kyrrlátu lífi út af fyrir sig
og það er að eins rétt nýlega, að sonur hennar
gat fengið hana til að koma til sín til að vera hjá
sér það sem eftir er æfinnar.”---------
Eg var að öllum líkindum sekur um það, að
hafa í þetta sinn ekki reynst húsbændum mín-
um alveg trúr. En samt hefi eg aldrei iðrast
eftir að hafa ekki fært þessa sögu í letur fyr en
nú; og eg mundi ekki hafa gert það enn í dag,
ef móðir og sonur væru ekki bæði dáin. Þar að
auki hefi eg skift um nöfnin, því þó sagan sé
sönn í öllum atriðum, þá ’hét þó gamla konan
ekki Mrs. Hollingsworth og sonur hennar ekki
Edward Splain. — American Magazine.
Spurningar konungsins.
Friðriki mikla þótti mjög vaðnt um varðmenn
sína og var kunnugur þeim öllum persónulega.
Þegar hann sá nýjan hermann, kallaði hann
á hann úr röðinni og spurði hann að þremur
spurningum:
“Hvað gamall ertu?”
“Hvað lengi hefir þú verið í þjónustu
minni ? ’ ’
“Ertu ánægður með kaup þitt og viður-
gjöming?”
Einn dag gekk ungur Frakki í herinn, og af
því hann kunni ekki þýzku, voru honum kend
svörin upp á sþumingar konungsis í þeirri röð,
sem þær vora æfinlega spurðar.
Litlu síðar sá Friðrik unga manninn, en við
þetta tækifæri spurði hann spuminganna í ann-
ari röð en venjulega, því miður.
“Hvað lengi hefir þú verið í þjónustu
minni?” spurði Friðrik konungur.
“Tuttugu og eitt ár,” svaraði Frakkinn.
“Tuttugu og eitt ár!” sagði konungurinn.
“Þá hlýtur þú að vera eldri en þú sýnist vera.
— Hvað gamall ertu?”
“Eins árs,” sagði hermaðurinn.
“Sem eg er lifandi,” hrópaði Friðrik, “ann-
ar.hvor okkar hlýtur að vera vitlaus.”
“Báðir,” sagði hermaðurinn, því honum
hafði verið sagt, að þetta væfi rétta svarið
upp á þriðju spuraingu konungsins.
Konungurinn varð auðvitað fokreiður, og
vesalings hermaðurinn skýrði málið á frönsku,
sem konungurinn skildi. Friðrik koungur hló
hjartanlega og ráðlagÖi hermanninum að tala
æfinlega á frönsku.
J. S. Björnsson, þýddi.
Hjónaleysi.
Æfintýri eftir 11. C. Andersen.
Skopparakringla og bolti lágu innan um
önnur leikföng niðri í skúffu. Skopparakringl-
an sagði: “Eigum við að trúlofa okkur, úr því
við erum hér hvort hjá öðru?” En boltinn var
mjög drambsamur, því að hann var saumaÖur
úr fínasta saffían, og hann lét því' sem hann
heyrði ekki hvað skopparakringlan sagði.
Daginn eftir kom drengurinn, sem gullin
átti, tók skopparakringluna og málaði hana gula
og rauða, og svo rak h'ann glóandi eirnagla í
fótinn á henni og nú var skopparakringlan held-
ur en ekki skrautleg.
“Líttu á mig,” sagði hún við boltann.
“Hvernig lízt þér nú á mig? Eigum við nú ekki
að trúlofa okkur? Við eigum ágætlega saman;
þú getur hoppað og eg get dansaÖ. Engir gæti
orðið hamingjusamari en við!”
“Nú, þú heldur það?” svaraði boltinn. “Þú
veizt víst ekki, að foreldrar mínir voru saffían-
skór og að eg er með nafla. ”
“Eg er úr mahóní,” sagði skopparakringl-
an, “og bæjarfógetinn hefir sjálfur rent mig.
Hann á sjálfur rennibekk og hann var mjög
hreykinn af mér.” — “Er það þá víst?” sagði
boltinn. — “Já, svei mér ef egskrökva,” sagði
skopparakringlan.
“ Já, þú kant að koma orði fyrir þig,” sagði
boltinn, “en eg get þó ekki tekiÖ boði þínu; eg
er hálfvegis trúlofaður svölu. í hvert skifti, sem
mér er fleygt upp á það, teygir hún höfuöiö út
úr hreiðrinu og segir: ‘Viltu? viltu?’ Og nú
hefi eg sagt já með sjálfum mér, og það er sama
sem að eg sé hálfvegis trúlofaður henni. En eg
skal aldrei gleyma þér.”
“ Jæja, það er þó bót í máli,” sagði skopp-
arakringlan og svo mintust þau ekki á þetta
framar.
Daginn eftir fór drengurinn að leika sér að
boltanum. Skopparakringlan sá hann þeytast
upp í loftið eins og fugl, svo að hann hvarf
næstum úr augsýn. Þó kom hann alt gf aftur
og stökk svo hátt í loft upp, um leið og hann
snart jörðina; það var annað hvort þrá hans að
kenna, eða því, að hann var með nafla. 1 ní-
unda sinn hvarf boltinn alveg. Dregurinn leit-
aði hans allsstaðar, en fann hann ekki.
“Eg veit hvar hann er,” andvarpaði skopp-
arakringlan; “hann er auðvitaÖ í svöluhreiðr-
inu og hefir gifst svölunni!”
Eftir því sem skopparakringlan hugsaði
meira um þetta, því meira þráði hún boltann.
Og ástin magnaðist vegna þess að útséð var um,
að hún gæti náð í elskhugann. En skoppara-
kringlan dansaði og spann, og alt af var hún að
hugsa um boltann og alt af varð hann glæsilegri
og glæsilegri í endurminningunni. Þannig liðu
mörg ár. Skopparakringlan var eigi ung leng-
ur — en svo tók drengurinn hana einn góÖan
veðurdag og logagylti hana alla. Aldrei hafði
hún verið jafn falleg. Og nú var hún eins og
hún væri úr skíru gulli og stökk og dansaÖi svo
að hvinur stóð af henni. En einu sinni stökk
hún of langt — og týndist. Hennar var leitað
um alt, jafnvel niðri í kjallara, en ekki fanst
hún. Hvar var hún niður komin?
^* Hún hafði lent út á öskuhaug og þar var alls
konar skarn og skara saman komið.
“Nú er laglega komið fyrir mér! Eg er
hrædd um, að gyllingin fari fljótlega af mér.
En*hvaða óþokkar eru hér saman komnir?” —
Svo gaut hún hornauga að njólalegg, sem var
rétt hjá henni, og einhverjum hnöttóttum hlut,
sem líktist mest gömlu epli — það var gamall
bolti, sem hafði legið í*mörg ár uppi í bakrennu
* og var orðinn vatnsósa og hálffúinn.
“Guði sé lof, hér kemur þá einn af jafningj-
um mínum, sem eg get talað við,” mælti hann
og virti skopparakringluna fyrir sér. “Eg er í
rauninni úr saffían, saumaður af jómfrúhönd-
f um og eg er með nafla. En það sér ekki á mér
J núna. Eg var að því kominn að gera brúðkaup
mitt til svolu, en svo lenti eg í þakrennunni, og
þar hefi eg legið í fimm ár og morknað. Það er
langurtími.”
Skopparakringlan svaraði engu. Hún var
að hugsa um kærastann sinn og hún var nú viss
um að þetta var hann.
Þá kom vinnukonan út að öskuhaugnum.
“Hvað sé eg? Hér er skopparakringlan! ” sagÖi
hún.
Og aftur komst skopparakringlan inn í stofu
og var í heiðri höfð. En af boltanum fr^ttist
ekkert framar, því að skopparakringlan mint-
ist aldrei á hann né ást sína. Astin fyrnist, þeg-
ar kærastinn hefir legið fimm ár í þakrennu og
morknað. Já, maður kannast ekkert við hann,
er maður rekst á hann á skarnhauginum.
(Æfintýri þetta stældi Jónas Hallgrímpson
eiúu sinni, og nefndi það “Legg og skel.” Er
það ljómandi vel skrifað, og það ættu öll böm
að lesa.)—Lesb. Mbl.
Múllinn er sjálfstœður, en hann er greindur
og góður vinur.
Það er alt of algengt, að segja um dýrin, að
þau séu heimsk, þegar þau fást ekki til að gera
það, sem mennirnir vilja, hversu ósanngjamt
sem það er.
Múllinn verÖur oft fyrir mjög ómildum dóm-
um í þessu efni. Hann er kynblendingur, eins
og kunnugt er, afkomandi hests og asna, og ætti
því að vera góÖum gáfum gæddur, eftir því sem
vanalega er álitið. Enda er honum strax í byrj-
un meiri vitsmunir gefnir, heldur en bróður
hans, hestinum,
Því til sönnunar má gnta þess, að það þarf
ekki að skamta honum fæðuna, því hann étur
aldrei yfir sig. En það vita allir hestamenn, að
hesturinn kann sér ekki magamál.
Múllin er sjálfstæður og hefir sjálfsvirðingu.
Hann þekkir sína eigin orku og hann þolir ekki
að sér sé misboðiÖ. Hann gengur ekki inn á það,
sem er ósanngjarnt.'
Það er álíka mikið vit í orðtakinu: “Þrár
eins og múll”, eins og hinu: “að lifa hundalífi”,
því hundarnir eru langoftast glaðir og ánægðir,
og múllinn er ekki þrár, nema þegar hann hefir
ástæðu til þess. Hann finnur, þegar honum er
ofmikið ætlað og kann að verjast yfirganginum.
Svertinginn og múllinn skilja hvor annan,
Professioi ial Cards
DR. B. J. BRANDSON "16-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834. Ofíloe tlmar: 2 s Helmili: 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMAN 4 ísl. lögfræðtngar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1666 Phones: 26 849 og 26 840
COLCLEUGH & CO.
Vér leg-gjum sérstaka áherzlu á. atS selja meSul eftir (orsltriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aS fá eru notuS eingöngu. pegar þér kómiS meS forskriftina til vor, megiS þér vera viss um, aS fá rétt þaí sem læknirinn tekur til. Nótre Dame and Sherbrooke Phones: 87 659 — 87 «50 Vér seljum Giftingaleyflsbréf W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. Islenzkir lögfræðingar. 356 Main St. Tals.: 24 948 356 Main St. Tals.: A-496S Jeir hafa einnig skrifstofur ftð Hundar, Riverton, Gimli og Plney og eru þar a8 hitta' á eftirfylgj- and ttmum: Lundar: annan hvern mlðvlkudar Rlverton: F'yrsta fimtudag. Gimli: Fyrsta miðvikudag. Piney: þriðja föstudag 1 hverjum mánuðl.
DR 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg Cer. Graham og Kennedy Sts. Phones: 21 834 Offioe tlmar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: 27 684 Wlnnipeg, Manitoba.
A. G. EGGERTSSON ísl. lögfræðingur Hefir rétt tll að flytja mál bæði 1 Manitoba og Saskatchewan. Skrlfstofn: Wynyard, Sask.
DR. B. H. OLSON 210-220 Medical Art.s Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Pane: 21 834 Office Hours: 8—5 Helmili: 921 Sherbume St. Winnipeg, Manitoba.
Athygli! Komið með næstu lyfjaávísun- ina yðar til vor. Þaulæfðir flér- fræðingar annast um alla lyfja- samsetningu. INGRAM’S DRUG STORE 249 Notre Dame Ave. Gagnvart Grace kirkjunni.
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medlcal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Pliole: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er aS hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Heimill: 373 River Ave. Tlaila. 4.2 691
A. G. JOHNSON 907 Confederation Llle Bldg. WINNIPEG Annast um fasteigmr manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða áibyrgðir. Skriflegum fyr- irspurnum svarað samstundis. Skrlfstofusíml: 24 263 Heimajsimi 33 328
DR. A. BLONDAL Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdöma. Et aS hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimlll: 80'6 Vlctor St. Sími: 28 180
Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask.
J. J. SWANSON & CO. | UMITED Re n t a 1 s Insurance RealEstate Mortgages 600 Paris Building, Winnipeg Pohnes: 26 349—26 340
DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Ste. Phone: 21 834 Heimilis Tals.: 38 626
•
DR. G. J. SNÆDAL Tanhlæknir ( 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talslmi: 28 889
Emil Johnson SERVIOE EL.ECTRIO Rafmagns Contractlng — AUi- kyns rafmagsnáhöld seld oo vU> pau gert — Eg sel Moffat og McCUvry Eldavélar og heft þœr til sHnis á verkstœöi tnínu. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson’s byggingin riC Young Street, Winnlpeg) Verkst.: 31507 íleima.: 27 286
Giftlnga- og Jarðarfara- Blóm með iitlum fyrirvara BIRCH Blómsali 593 Portage Ave. Tals.: 30 720 St. John: 2, Rlng 3
Verkst. Tals.: Heima Tato.: 28 383 20 384 G. L. STEPHENSON PIiITMBER Allskonar rafmagns&liöld, svo mm Btraujám, víra, allar tegundir af glösum og aflvaka (liatteries) VERKSTOFA: 676 HOME 91.
A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur líkklstur og annast um út- farir. Atlnr útbúnatSur eá beztl. Enn fremur seiur hann allskonar ■ minnievarða og legsteina. Skrlfotofu talB. 86 607 Ileimllis TaJs.: 58 302
Islenzka bakaríið Selur heztu vörur fyrir lægsta verð. Pantantr afgreiddar bceM fljött og veL FJölbreytt úrvaL Hrein og lipur viðskifti. Bjamason Baking Co. •76 SARGENT Ave. Wlnnlpeg. Phone: 84 298 »
Talis. 24 153 NewLyceum PhotoStudio Kristín Bjarnason eig. 290 Po<tage Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikhúsið.
vegna þess að Svertinginn fer vanalega vel með
hann, og sanngjarnlega, og notar einfaldar að-
ferðir, sem múllinn skilur.
Múllinn hefif oft reynst vel og orðið að
miklu liði, þegar í raunir hefir rekið, og mikið
hefir legið við. Oft verður hann að þola sult og
mikið erfiði. 1 stríðum hefir hann reynst ágæt-
lega. Oft er um hann sagt, að hann sé heimsk-
ur og þrár, þó ástæÖan sé'sú ein, að hann gætir
réttar síns.
Maður verður að leggja dálítið á sig, til þess
að kynnast eöli múlsins, svo maður geti skilið
hann og dæmt hann sanngjarnlega. En sá, sem
lærir að skilja múlinn, veit að han'n er ekki að-
eins námfús og greindur, heljlur er hann einnig
trúr og góður vinur.—J.A.M.