Lögberg - 10.03.1927, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. MARZ 1927.
* Bla. 6
Dodas nýrnapillur eru foesta
nýrnameðalið. Lækna og gigt *bak-
verk, ihjartabilun, þvagteppu og
önnur veikindi, sem stafa frá nýr-
unum. — Dodd’s Kidney Pilla
kosta 50’c askjan eða sex öskjur
fyrir $2.50, og fást hjá öllmn lyf-
•ölum eða frá The Dodd's Medi-
cine Company, Toronto, Canada.
nm. Standið nú drengilega við
stefnuskrá vðar. Látið þingið
verða heilög griðmál, í líking
við griðmál Þorgils Arasona í
Heiðarvígasögu.
Þá fregn tel eg að lokum
eiga hvað mest erindi til þings-
ins, að þorri íslenzkrar alþýðu
hér vestra, einkum til sveita,
er áreiðanlegá hlyntur þjóð-
emisvernd þeirri, er félag
þetta stefnir að, þótt hún
kunni ekki ávalt að vinna sem
hagfeldast að þeim málum, en
hún lítur á sama tíma með
engri velþóknun á þann ama,
er gægist fram gagnvart Þjóð-
ræknisfélaginu hjá vissum
mönnum, er þó stóðu að stofn-
un þess í öndverðu. — Þessu
trausti óbreyttra og einlægra
lslendinga um allan Vestur-
heim megum vér engan veginn
bregðast.
Gerið ekki of ínikið úr agn-
úum og öfugstrevmi, en mun-
ið þeim mun .bet.ur eftir með
hinu þjóðrækna þjóðskáldi, að:
— — “Þú sjálfur átt þér hefir
títi í víðri veröld eilífðanna,
Fagurey með unaðsælu höfn-
um
Vzt í fjarlægð víðsýnustu
vona. ”
Jónas A. Sifjurðsson.
Gröf Tutankamens.
Enn hafa fundist nýir fjársjóð
ir í gröf Tutankamens konungs.
Hefir þar fundist nýtt herbergi,
sem enginn vissi af. í því voru
mörg líkneski í lokuðum skápum
og nokkrir logagyltir bátar,
skreyttir með gimsteinum, en í
stafni þeirra var líkneski af Tut
ankamen kongi á dýraveiðum, með
spjót eitt mikið í hendi.
Hvaðanœfa.
Rithöfundurinn nafnkunni, Georg
Brandes andaðist i Kaupnianna-
höfn hinn 19. febrúar. 'Hann var
orðinn maður háaldraður.
* * *
ítalia hefir neitað tilboði Coolidge
forseta að taka þátt í öðrum alþjóöa
fundi til að ræða um að minka her-
skipaflota þjóðanna Það hafa
Frakkar einnig gert.
* * *
Það er stundúm ekki lengi að
skipast veður í lofti þegar um það
er að ræða hvort mönnum beri last
eða iof fyrir gerðir sínar. Það kom
nýlega fyrir að slökkviliðsmenn í
Kiev í Ukrainíu hlutu mikið lof
fyrir hreysti og hugrekki sem þeir
sýndu við að slökkva eld í stórri
hyggingu. Fáum dögum síðar var
alt lofið fokið út í veður og vind
en mennirnir teknir fastir og dregn-
ir fyrir lög og dóm og sakaðir um
að hafa sjálfir kveikt í húsinu, bara
sér til gamans.
Stjórn Breta hefir sent Rússum
harðorða og ákveðna kröfu um það
að hætta þeim uppteknum hætti að
vinna Bretum alt það tjón er þeir
geta með því að eggja aðrar þjóðir
til óvináttu gegn þeim og þar með
brjóta ákveðna samninga, sem þess-
ar tvær þjóðir hafa gert sín á milli.
Er hér vafalaust sérstaklega átt við
aðfarir Rússa í Kína, þar sem vit-
anlegt er að þeir hafa ekki sparað
að blása að óánægju þeirri. sem þar
á sér stað gegn “útlendingunum”
og sérstaklega Bretum. Sé þessi á-
skorun eða viðvörun ekki tekin til
greina, hóta Bretar áð rjúfa alt
samband við Rússa og er slíkt sam-
bandsrof vanalega fyrirboði ófrið-
ar milli þjóða, þótt ekki dragi nærri
æfinlega til þess, að til stríðs komi.
Ekki eru Bretar nærri vel ánægðir
með svarið frá Rússum, en láta þó
kyrt og munu til lengstu laga forð-
arst fullan fjandskap við Rússa sem
aðrar þjóðir.
ÞANKABROT.
Eirík, illa ræmdan,
átti Noregs þjóð,
af feðra grundu flæmdan
fyrir rán og blóð.
Þá til íslands hetjan hrökk,,
hrannar meður glóð.
Þar ei þreyði lengi,
því, með sektar arð,
raup og röska drengi,
rýma mátti garð.
Grænlands til hann sigldi sjó.
Sjá, hann frægur varð—
Eyrir fræga soninn,
frjálsa mjalla grund,
gild er gróðavonin,
Grænland spentu mund.
En—hver á ísland? Einar sæll!
Irskra manna fund?
Guðrún H. Friðriksson.
ÞAKKARAVARP.
Þann 27. des. 1926 veiktist eg;
þann 29. s.m. flutt á spítala; jan.
6. 1927 fór eg undir uppskurð við
gallsteinum, sem tókst vel, en lá
þar í fimm vikur. — Vegna þess
að kunningjar mínir hér þektu
kringumstæður mínar og vissu
hvað það þýddi fyrir mig að missa
vinnutíma og ef til vill gott pláss,
þá færði jón -Laxdal, forseti ís-
lendingafélagsins “Víkingur”, mér
$25.00. — Og svo 27. febr. voru
mér gefnir $75, bæði frá félags-
og utanfélagsmönnum; þar fyrir
utan peningar og gjafir frá fólk-
inu, sem eg vann hjá. — Allar
þessar gjafir þakka eg af hjarta;
óska og vona, að guð launi bæði
gjafir og góðar 'hugsanir með því
sama, þegar þeim mest liggur á.
Og svo vil eg líka þakka þeim, sem
að glöddu mig á spítalanum með
blómum og nærveru sinni og öll-
um þeim, sem á einn eða annan
hátt tóku þátt í mínum kringum-
stæðum. Eg veit að guð sér það
alt. Vilborg Melsted.
National City, Cal.
FRA NORTH DAKOTA.
Samkvæmt skrá þeirri, er ríkis-
ritari North Dakota ríkis hefir
gefið út fyrir árið 1927, yfir em-
bættismenn ríkisins, gegna þeir Is-
ltndingar, sem hér eru taldir, þar
nú ríkisembættum:
Þingmenn: J. K. Olafson, Gard-
ar, N. D., þingmaður fyrir Pem-
bina County; J. E. Westford, þing-
maður fyrir nokkurn hluta af Mc-
Henry County. — Eftirlitskona
skólanna í Pembina County: Syl-
via Johnson. Féhirðir fyrir Pem-
bina County er S. J. Sveinson í
í Cavalier. Ríkislögsóknari er A.
Benson fyrir Bottineau County og
J. M. Snowfield, fyrir Cavalier
County. Dómari er G. Grímsson,
Langdon, N. D.
Þess mætti geta, að nýlega hafa
stúdentar við ríkisháskólann í N.-
Dakota, og þeir, sem áður hafa
stundað þar nám, kosið 50 menn,
er þeir álíta að mest skari fram úr
af öllum þeim mörgu þúsunflum,
er nám haIa stundað við þá menta-
stofriun. Af þessum fimtíu eru
þrír íslendingar; Vilhjálmur Stef-
ánsson, Sveinbjörn Johnson og
Guðmundur Grímsson. Þetta er
mjög há tala, þegair þess er gætt,
hve íslendingar hafa verið fá-
mennir á skólanum í samanburði
við annara þjóða fólk.
WONDERLAND.
Lengi hefir fólkinu þótt mikið
koma til Douglas Fairbanks á
sviði kvikmyndanna, en þó líta
margir svo á, að aldréi hafi hon-
um eins vel tekist upp en í “The
Black Pirate”, myndinni er sýnd
verður á Wonderland leikhúsinu
á þriðjud., miðvikud. og fimtud. í
næst viku. öll myndin frá upp-
hafi til enda sýnir þann framúr-
skarandi fimleika, sem Fairbanks
er þektur fyrir 0g öllum þykir svo
mikið til koma. í “The Black
Pirate” kemur hann með ýmislegt
nýtt af því tagi, sem ekki stendur
að baki því, sem hann hefir áður
gert. Ýmsir ágætir leikarar sýna
hér list sína með Fairbanks, svo
sem Billie Dave, Donald Crisp,
Sam de Grasse, Anders Randolf,
Charles Stevens 0. fl.
89c
■ÚTSŒÐIS HAFRAR'
Pokar sem taka 3 bus. 20c að aukf.
B.USHEIjI« OG PAR VFIK, FHA öIiLXJM McKENZIE BtÐUM,
K20 Banner K30 Victory K50 Leader K40 Garton 22 K60 Alsac
Send'iS ipgmitaonir ySar 1 'dlaig. Vér senduim vöruna þegtar þér éski'8.
pessir ihafrar eru valldlir útsæðishafrar -meö eftirliiti stjórnarinnar. No.
1 eSa gft'ö tegiund af No. 2. VerðiÖ rnjiÖaÖ viS þaö að tek'in séu 30
b'ushel eöa melira.
SKRIFIö EFTIR SÉRSTÖKU VERBI A JARN-
BRAUTAR VAGNHLÖSSUM.
VERÐ Á ÖÐRU ÚTSŒÐI
Branldion iMoose Jaw Sas’kaJtoon Iklmonton RUSSIAN
WH EAT or Cail'giary Lítiiia ávöxtur
Gamet, certified ....$3.00 bu6. $3.00 bus. $3.10 bua. $3.15 bus. sem vex fljótlt.
Gamet, cert., Fancy .... ... -3.25 " 3.25 “ 3.50 “ 3.40 “ ÆJtti iað vera í
Maríiuis No. 1 ... 2.10 " 2.10 “ 2.25 “ 2.30 “ iiverjum g-arSi.
Marquis, Re-g. 2nd Gen. 2.50 “ 2.50 “ 2.60 “ 2.60 “
Mindum Durum No. 1 ... 2.60 “ 2.60 “ 2.70 “ 2.85 “ 550—IjONG
0ATS GREEN
Banner No. 1 ... 1.15 “ 1.15 “ 1.20 “ 1.1« “ Biezta tegunid
Victory No. 1 ... 1.15 “ 1.15 “ 1.20 “ 1.15 “ af atærri Ciu-
Swcet Clover No. 1 ... ....13.75 cwt. 13.75 cwf. 14.25 cwt. 14.75 cwt. ajmbera 8—12
Fok'ar þar aÖ auki fyrir 20lc hver. Veröiö miiÖatS viö
10 bus. eöá mieira. 5c. m edra fijtrir bus. ef imSnna er
tekiiö. AHter 'aörar fepundir aö finna I veröslkránm.
88 BIiS. VERÖSKRA GEFINS.
HafliÖ eint. aif henni iheiima 'hjá yöur. Kiostar ekk-
ent en er þess vtröi 'aö hafla hana. BiÖjiÖ um eint.
Vér sen-d'um þaÖ frftt.
CUCUMBER
555—EVRI.Y
þmil. idökkíbláitit.
Verð hvier teg.:
pk. 1 Olc ioz. 25c
^Pd. 7 5c, %Pd.
1$ 1.2i5. Pégtgvja'ld
‘borgað.
A. E. McKENZIE CO., Lixnited
BRANDON, MOOSE JAVV, SASICVTOON, EBMONTON, CAiiGARY.
Seudiö puuuinJr yðar lil þoss lnvjar sem n;<\stiir cr.
allir hafa séð myndina af, geta
menn séð í lifandi manneskjum á
Walker á mánud.kveldið 21. marz
og alla þá viku, því þá verður þessi
gamanleikur sýndur í fyrsta sinn
í Winnipeg. í sambandi við þenna
Jeik er mikill og fal'Iegur söngur.
THE ROBIN HOOD MILLS
Fólkinu er nú farið að þykja
meira til þess koma, en áður var,
að kaupa frekar innlenda en út-
lenda vöru. Orðatiltækið “Tilbú-
ið í Canada’” er nú vinsælla en
no.lckru sinni fyr — í Vestur-
fylkjunum.
Mikill fjöldi fólks flytur vænt-
anlega til Vestur-Canada á þessu
ári frá Evrópu. Innflutningurinn
eykur framleiðsluna, en vissasti
vegurinn til þess að að akuryrkja
og iðnaður geti þrifist, er sú, að
heimafólkið, fyrst og fremst,
kaupi það, sem framleitt er í land-
inu.
Félagið, XThe Robin Hood Mills,
Ltd., malar korn í Moose Jaw,
Calgary og Saskatoon. Húsmæð-
u'rnar alstaðar í Vestur-Canada
kaUpa vörur þess. Hveitimjölið
sem það býr til, er ekki keypt að-
eins vegna þess, að það er “Tilbú-
ið í Canada”, heldur einnig vegna
þess, að það er ágætis mjöl.
Sama er að segja um Robin Hood
Rapid Oats. Þeir sem bezt hafa
vit á, segja, að það hafi öll þau
efni, sem til þess þarf að gera á-
gætis morgunverð og það má vel
búa hann til á fimm mínútum. Það
er tilbúið úr allra beztu hðfrum,
sem vaxa í Canada og er nákvæm-
lega eins og húsmæðurnar vilja
hafa það.
WALKER.
“'Captain Applejack” heitir leik-
urinn, sem sýndur verður í Walk-
er leikhúsinu á föstudags- og
laugardagskveldið í þessari viku
og verður leikinn af University of
Manitoba Dramatic Society. Það
er skemtilegur leikur og vel leik-
inn; ágæt kveldskemtun.
\The Rotary Club of Winnipeg,
leikur á Walker leikhúsi fimm
kveld í næstu viku og seinnipart-
inn á laugardaginn, leik, sem
heitir “Th$ Return from Ostend”.
Verður leikinn í fyrsta sinn á
þriðjudagskveld 15. marz. Þetta
er fallegur gamanleikur og hefir
mikið af fallegum söng og hljóð-
færaslætti. Vafalaust verður leik-,
húsið sótt svo vel þessi kveld, að
klúbburinn hafi góðan ágóða og
vel borgaða fyrirhöfn sína.
“Jiggs, Maggie and Dinty”, sem
Til Lárusar Guðmundsscnar.
Lögberg fni 24. febrúar flytur
langa grein eftir Lárus Guðmunds-
son, sem fjallar aðallega um bók
mína, Sögu íslendinga í Norður-
Dakota. Helzt lítur út fyrir aS höf-
undur hafi verið í svoddan flýti að
skrifa greinina að hann hafi ekki
gefið sér tíma til þess að lesa bók-
ina með þeirri gaumgæfni, sem eg
á heimting á að hver geri, sem
skrifar um (bókina, svo framarlega,
sem sanngimi er beitt við mig.
Hann segir t. d. “Ekki er einu orði
minst á Mouse River bygðina.”
Fyrst og fremst er Mouse River
ibygðin sýnd á þremur uppdáttum.
uppdrætti af afstöðu ísl. 'bygðanna
bygðin sýnd á þremur uppdráttum.
að Dakota bygðintii, síðan er henn-
ar minst á bls. 31. Það að eg tek
ekki landnema í Mouse River ibygð-
inni með, skýri eg í innganginum
fyrir bók minni bls. 14, þar sem eg
segi að landnámstímaibil í þessari
bók endi aðallega um 1890, en
fjöldinn nam lönd í Mouse River
eftir þann tíma. Margra gamalla
vina saknar Lárus í bókinni, sem
7<on er því ekki var kostur að fá
heimildir um alla fyrir þessa út-
gáfu, meðal þeirra, sem hann sakn-
ar er Job Sigurðsosn. Honum til
buggunar vil eg benda á að þann
mann er að finna á bls. 356. Af
þessu tvennu sést að heldur hefir
Lárus verið hroðvirkur með lestur-
inn á bókinni.
Fjórir menn eru nefndir i grein
þessari. sem þeir einu, sem lagt
hafi eitthvað ábyggilegt til bókar-
innar, cru það séra Rögnvaldur
Pétursson, Stephan Eyjólfsson,
Jónas Hall og Stephan G. Steph-
ansson. Eg virði mikils hjálp þá,
sem þessir menn veittu mér á ýms-
an hátt, en aðra mætti einnig telja,
er þykja pennafærir og ábvggilegir;
meðal frumbýlinga, sem skrifuðu
sána eigin þætti mætti benda á Stíg
Þorvaldsson, Gísla F.gilsson, Sig-
<urjón Sveinsson, Jón Hörgdal, Guð
mund Andersori, Tómas Hall-
dórsson, Joseph Einarsson, Helga
Thorlaksson, Jón Jónsson ^BardaD
o. fl. Þættir eru í bókinni eftir séra
J. A. Sigurðsson, séra N. S. Thor-
láksson, Séra Kristinn K. Ólafsson,
Wilhelm Paulson, Guðbrand Er-
lendsson, Eggert Jóhannsson, og
niarga aðra aljiekta menn. Enn-
fremur eru þar yfir fimtíu þættir
teknir úr bókum föður míns eða
eftir handritum. sem hann skildi
eftir sig og mun þaö, sem hann rit-
aði Jx>Ia samanburð viö verk hvers,
sem er meðal vestur-ísl. sagnfræð-
mga. Björn Pétursson skrifaði
um .tuttugu þætti fyrir bókina, er
'hann víst kunnugri Dakota-bygð-
inni en flestir aðrir. Þegar Jietta er
alt dregið frá fer nú “samtínings
ruslið” eftir mig að verða í minni
hluta.
Lárus segist treysta sér til að
ferðast um Dakota bygðina' og á
10 r4 dögum leita upplýsinga um
hver hafi sest að þar og hér af
fyrstu frumbýlingunum, dregur
hann athygli að eg hafi verið að
því starfi á fjórða mánuð. Eins og
eg benti á var eg ekki einasta á
fjórða mánuð að safna heimildum,
heldur því nær hvern dag meira og
minna í tvö ár. Árni Magnússon að
Hallson, alkunnur fyrir vandvirkni,
byrjaði að safna heimildum fyrir
mig snemma á árinu 1925. Aðal-
lega í Garðar, Mountain og Fjalla-
bygð; hann var ekki búinn að
koma safni sinu í það form að það
gæti komið út í |>essari Dakota sögu
minni, en kemur í áframhaldinu.
Illa færi fyrir okkur Árna Magnús-
syni ef við ættum að fara í bók-
mentalegt kapphlaup við Lártis
Cuðmundsson.
Fjöldi af íslendingnm hér vestra
hafa skrifað mér hlýleg bréf við-
víkjandi ibókinni, þar á meðal
Hjörtur Thordarson í Chicago,
Stephan G. Stephansson, sem segir:
“Nokkrar prentvillur og aðrar vill-
ur hefi eg orðið var við, en yfir-
leitf er ibókin góð og ekkert um að
sakast, villur má leiðrétta seinna.
Álit K. N. er “Fáar eru lýsingarnar
ljótar, eg les þær allar mér til sálu-
bótar.”
Álit Lárusar er að Dakota-búar
séu verra en sögulausir og vinur
hans Markús, samkvæmt sögusögn
Lárusar, álítur mig ótrúverðuga.
Allskonar sleggjudómum er kastað
fram, mér er t. d. borið á brýn að
eg sé hlutdræg. en svo treysti eg
sanngirni og dómgreind íslendinga
yfirleitt að þeir sjái þegar þeir lesa
bókina að eg reyndi að láta fólk
njóta sannmælis, sýndi fram á hvað
gert hefði verið og hvaða viður-
kenningu vel unnið starf hefði
fengig en sneyddi mig hjá glfur-
legu lasti eða lofi.
Thórstína Jackson.
Lög
Enn á að breyta fiskilögum Win-
nipegvatns, og vil eg vekja at-
hygli fiskimanna á Jiessum laga-
breytingum.
Fyrsta breytingin er á sumar-
hvítfiskveiði (“Section 4, Lake
Winnipeg 1, — (a)”). Þessi veiði
verður að eins leyfð: selglbátum,
mótorbátum og togurum, (“tug,
sailboat and motor boat license
only”). Samkvæmt þessum leyf-
um má veiða hvítfisk og “picker-
el” (áður að eins hvítfisk).
Eg álít, að ekki ætti að leyfa
pckerel veiði undir foessum leyf-
um (license).
2. —Ekki skal birtings (tullabee)
veiði leyfð frá júní fyrsta til okt-
óber þrítugasta og fyrsta, “except
as provided in sub-section 3 of
sevtion 2 hereof”. Þessa auka-
grein 3 af grein 2 (“hereof) finn
eg eklk.i í þessum lögum.
3. —Sumar “pickerel” - veiði er
leyfð frá fyrsta júní til fimtánda
ágúst í þeim parti af vatninu, sem
er fyrir sunnan línu dregna frá
suður tanga Berens eyjar til vest-
urstrandar og suður og austur af
beinni línu frá norðurodda Ber-
ens eyjar að “Flour point”, og fyr-
ir norðan línu frá “Flour point” til
vesturstrandar.
Fá nú fiskimenn leyfi til að
fiska á þessu svæði á smábátum
—“skiffs”?
Mér skilst, að ekki megi veiða
að sumrinu (júní, júlí og ágúst)
fyrir sunnan “Flour point” og er
því suðurvatninu lokað; en haust-
vtiði er leyfð fyrir sunnan “Flour
point”, frá fyrsta september til
október þrítugasta og fyrsta.
5.—'Vetrarveiði byrjar eftir tí-
unda nóvemer og samkvæmt mis-
munandi leyfum. “License, Class
1”, leyfir að nota fimtán hundruð
“yards” (15 net, 50 faðma hvert),
og kostar $5. Þetta er sama og
gömlu lögin. Þessu ætti að breyta
í tvö þúsund “yards” (20 net, 50
faðma hvert), og leyfið að kosta
$5.. — Class 2 leyfir tvö þúsund
og fimm hundruð yards og kostar
$10. — Undir gömlu lögunum
leyfðu tvö leyfi ($5 hvort) að nota
þrjú þúsund yards af netjum og
kostuðu $10, en nú má ekki hafa
nema tvö þúsund og fimm yards á
$10 leyfi, og tapa fiskimenn því
500 yards á þessum nýju lögum.
(a) Vetrar veiðitíminn er lengd-
ur til 15. marz. En væri ekki
betra að fá allan marz, en sleppa
úr frá 15. janúar til 14. febrúar?
Þetta er þarðasti kafli vetrarins
og á þessum tíma þurfa fiski-
merin að þurka net sín. (Þetta er
að eins bending).
.—“Campers” leyfi kostar $3,
fyrir júní, júlí og ágúst, 3%
möskvi, 450 yards af netjum leyfð.
Elcki má selja fisk “outside the
district.” Eg álít þessi lög sann-
gjörn.
MÖskvamæling. — Nú skal ekki
mæla netjamöskva þurran, heldur
skal bleyta netið og svo skal halda
möskvanum teygðum, sléttum, 1—
“without any strain”. Nú hleyp-
ur eða styttist möskinn við að
blotna, og eiga því fiskimenn lík-
lega ekki eitt einasta löglegt net,
því verkstæðin, er riða netin, mæla
þráðinn eða möskvann þuran.
(“Já, þá langar í netin”).
Heiilisleyfi (domestic license)
Eg rita greinina, eins og hún er á
ensku, svo ekki verði sagt, að eg
fari rangt með blessað innihald-
ið;
(b) “During the close season
for any fish, fishing herefore may
be conducted under domestic lic-
ense for the day to day needs of
the licensee or his family, but not
íor hanging, salting or smoking
or otherwise preparing for future
use, and such fishing may be car-
ried on only in areas defined by
the local fishery officer.”
Samkvæmt þessu má fátækur
fiskimaður eða bóndi, ekki nota
fiskinn nema glænýjan úr vatn-
inu, og ef hann fær meiri fisk, en
í soðið, þá má hann ekki herða,
eða salta eða reykja neitt fyrir
koandi dag eða dag.a Þetta eru
þrælakúgunar lög, og svo á mað-
ur að eiga það undir “local fish-
ery officer”, hvort eg eða þú meg-
um fiska í einum eða öðrum parti
vatnsins. Slíkt vald ætti ekki að
gefa nokkrum manni. Bændur og
fiskimenn ættu að samþykkja að
lögin frá 1922 verði á ný gildandi
lög, í þessu tilfelli eru þau svona:
4. “Any resident, settler, ii}
cluding Indian, shall be ' eligible
for an annual fishing permit to
fish with not more than one hund
red yards of gill-net or with a dip-
net or with not more than fifty
baited hooks for domestic use, but
not for sale or barter, such per-
mit shall be issued free.
Að endingu vil eg þakka J. B.
Skaptason (Inspector of Fisher-
ies) fyrir afprentun af hinum
nýju lögum, er hann sendi mér, og
getur hann þess, að fundir muni
verða haldnir og auglýstir í póst
húsum seint i apríl. Nú vil eg
gera þá athugasemd, að fiskimenn
og bændur (setulers) hafi að eins
einn sameiginlegan fund i Selkirk
eða helzt á Gimli; því ef fundirnir
verða haldnir tveir eða fleiri, er
hætt við að einn fundur samþykki
það, sem annar fundur samþykkir
ekki.
Og nú allra síðast vil eg þalcka
Lö^bergi fyrir hin vinsamlegu
ummæli þess í garð fiskimanna, er
birtust nýlega í blaðinu, og víst
tel eg það stóran vinning, að rit-
stjórinn beiti penna sínum í þarf-
ir fiskimanna í komandi framtíð,
því vaxandi fer baráttan milli
auðs og vinnu.
A. E. ísfeld,
2. marz 1927.
Forkar og Bancroftar og alt þeirra
skylduli'Ö. Fyr má nú rota en dautS-
rota. Eins og allir vita hefir Mr.
Eorke veriÖ ríkisþingmaður nú í
nokkur ár, sótti á móti afturhalds-
segg í Brandon og vann með hverju
árinu meira.
Mr. Forke hefir gegnt opinlierum
stöðum hér vestur frá yfir 20 ár
og á öllu þessu langa tímabili hefir
hann sýnt hina mestu trúmensku,
staðfestu og dugnað, “það stingur
því í,” þegar svona lagaðar örvar eru
sendar þeim mönnum, sem mest og
best hafa gert og munu gera, eins
lengi og þeir draga andann, eða
geta nokkuð. —
Og setja þetta þannig út, en
sanna ekkert. Þú munt viljugur
að útskýra það.
En i bróðerni bið eg þig að gera
Jiað þannig að Jiví fylgi bæði
“sannindi og sanngirni” því vanti
Jiað þá kemur þú ekki að tómum
“kofa karls” og þá verður seinni
villan verri hinni fyrri” — og þetta
■bið eg þig vinsamlega að muna.
Um Mr. Bancroft skal eg ekki
vera orðmargur, en “örvar” eru
fþað samt en segja þó ekki fyrir
hvaða sök. en á Jió að þýða dóm,
Þetta er all-einkennilegt.
Og síðasta setningin: “og alt
þeirra skyldulið.”
Það er nú annars varla að þér sé
í nöp við oss hér vesturfrá, og nú
fer að vandast málið nú er Jætta
orðin “örvadrífa”, ein óslitandi á
okkur hér, og fyrir hvaða sök? Lík-
lega fyrir það að vér hér erum
skyldulið Mr. Forkes, það auðvitað
játa eg og það fúslega, og vér verð-
um það í komandi tíð, eða eins
lengi og Mr. Eorke á það skilið.
Því má Mr. Forke ekki njóta
sannmælis. Það er hart að vera
dugandi og besti drengur og fá svo
í staðinn svona hnútur “örvar” það
eru hæði lítil og ljót laun, eftir
langt og vel unnið verk. —
Nú, þá er ritgerð J>ín í sama blaði
sem þú nefnir “Hvert stefnir” all-
einkennileg — þar er að ýmsu leyti
vel rituð grein með ýmsu öðru, sem
eg fúslega játa að er vel meint —
og oft vel ritað að mörgu leyti —
en að heita og l>evgj a boga þjnn að
Bandaríkjunum, þá fer mér ekki að
Iítast á hlikuna. og með sanni sagt,
lít eg á þetta mál þannig að það er
svipað eins og Jægar lítill og orðill-
ur strákhnokki steytir hnefana
framan í stóran og göfugan föður.
A. Johnson.
Örvar.
Það er oft ýmislegt, sem vér
ekki veitum eftrtekt og rétt af
hendingu hefi eg rekist á Heims-
kringlu dagsetta 10. nóv., þar sem
ritstjórinn er í ósköpum öllum að
hefja Mr. J. S. Woodsworth til
skýjanna—en hann gerir þetta á
svo einkennilegan hátt að eg hlýt
að leggja orð í !be!g, þótt seint sé.
Persónulega er mér vel við Mr.
Woodsworth, og eg veit að hann er
góður og dugandi maður og J>etta
ætti ritstj. Heimskringlu að geta
sagt án þess að láta l>að fylgja að
hann ('Mr. Woodsworth) sé gagn-
legri á þjóðþingi Canada en 50
[HveitisKmlagið.
og Gardiner stjórnarformaður í
Saskatchewan.
Fyrir skömmu síðan • komst
stjórnarformaðurinn í Saskatc-
hewan, Hon. J. G. Gardiner, svo að
orði í sambandi við hveitisamlagið.
“Eg er mér þess skýrt meðvitandi,
að hveitisamlagið á ekki marga
betri vini, en sjálfan mig og sam-
verkamenn mína í fylkisstjórninni.
Tíma þann, sem eg hefi haft stjórn-
arforystuna á hendi og jafnframt
fylkisféhirðisembættið, hefi eg
einnig sanfærst um það, að hinar
voldugustu fjármálastofnanir fylk-
isins, eru samlaginu hlyntar.
“H!ví ætti ekki hveitisamlagið að
eignast vini?” spyr Mr. Gardiner.
“Það hefir komið akuryrkjunni á
fastari grundvöll og peningamál-
unum lika. Bændur víðsvegar um
heim, að undanteknum tiændum
Sléttufylkjanna í Vestur-Canada,
hafa víðast hvar getað geymt upp-
skeru sína frá ári til árs, ef mark-
aðsskilyrðin voru ekki sem hag-
kvæmust, en í Saskatchewan fylki,
.sem og öðrum fylkjum í Vestur-
landinu hafa bændur orðið að flýja
á náðir bankanna og þá alla jafna
verið neyddir til að selja nær sem
krafist var endurgreiðslu á lánum.
Ennfremur má svo að orði kveða,
að markaðstiminn hafi ekki verið
nema tveir til þrir mánuðir.
Samkvæmt hveitisamlags fyrir-
komulaginu, fá meðlimir fyrstu
borgunina að haustinu til. aðra í
marz-mánuði og þá þriðju i júlí. Er
slíkt næsta hentugt og peningar á-
valt við hendina til að borga fyrir
útsæði og búa undir nýja sáningu.
Hveitisamlagið hefir reynst vel
fram að þessu, aflað sér vinsælda
og orðið l>ændum til hinna mestu
hagsmuna.”
Mr. Gardiner lauk máli sínu á
þessa leið;
“Eg skoða það skyldu fylkis-
stjórnanna að greiða samlaginu
veg, unz sannað er til fullnustu, að
■slík ^narkaðsaðferð sé sú hollasta
og bezta, sem bændum Vesturlands-
ins nokkru sinni hafi hlotnast. Og
eg hefi aldrei um J>að efast, að slik
hlyti niðurstaðan að verða.”
Dánarfregn.
Laugardaginn 19. febr. andaðist
húsfreyjan Guðbjörg Jóhannsdóttir,
.Tóhannsson, að heimili sínu nálægt
Edfield, Sask.. um 10 míliir norður
af Foam Lake. Hún fæddist að
Breið í Tungusveit í Skagafirði, 24.
ágúst 1869. Foreldrar hennar hétu
Tóhann Steinn Jóhannsson frá
Hallgrímsstöðum og Guðbjörg Eyj-
Búið til yðarj eigin
Sápu
og sparið peninga
Alt iem þér þurfið
er úrgansfeiti og
0ILLETTS
LYE
HREINT
OG GOTT
Upplýsingar eru á hverri dós
Fæst ! mat-
vörubúðum.
ólfsdóttir, og lést hún við Hallson,
N. Dak, fyrir nokkrum árum sið-
an. Guðbjörg Jóhannsdóttir átti al-
systkini engin, en hálfsystkini
mörg; eru sum þeirra búsett á ís-
landi, sum vestan hafs, þ. á. m. Ei-
ríkur Jóhannsson að Bifröst, Man.
Mrs. Helga Siguribjörnsson, nálægt
Mountain, N. Dak, Mrs. Guðrún
(A. SumarliðasonJ vestur við
haf o. fl. Fósturforeldrar Guð-
bjargar voru hjónin Eyjólfur Jó-
hannesson og Guðbjörg. að Vind-
heimum í Skagafirði. Dvaldi hún
þar til 16 ára aldurs. Átján ára
fluttist hún vestur um haf og sett-
ist að i Hallson. lijá móður sinni.
Skömmu síðar, 31. jan 1888, giftist
hún, nú eftirlifandi manni sinum,
Páli Jóhannssyni frá Merkigili í
Austurdal í Skagafirði. Dvöldu
þau í Hallson næstu 7 árin, tóku
síðan heimilisréttarland í Mouse
River bygð og bjuggu þar 7 ár, þá
5 ár í Swan River bygð. Því næst
settust þau þar að, sem síðan hefir
verið heimili þeirra, rúm 20 ár,
norður af Foam Lake.
Guðbjörgu og Páli varð 10
barna auðið, sem öll eru á lífi og
uppkomin, nema eitt, sonur, Jó-
hann að nafni er dó á 3 aldursári.
Hin 9 systkinin eru þessi: Páll,
járnsmiður að Mozart; Jóhann Vil-
hjálmur, heima; Kristinn Ólafur,
búsettur í Mozart; Árni Theodor,
húsettur í Kuroki-bygð; Guðrún,
gift Gravelle; Guðbjörg Sigurlaug,
gift Klebeck; Oddný Ingibjörg,
gift O. Guðmundsson; Helga, gift
Kleheck; Pálína Mária, ógift
heima. Bræðurnir og ógifta syst-
irin kalla sig Pálsson.
Allgóða heilsu hafði Guðbjörg.
framan af æfinni. En fyrir 8 árum
síðan tók hún að þjást af sjúkleika,
er læknar hvorki áttuðu sig á, né
gátu ráðið bót á. Banamein hennar
innvortist krabbamein, tók að þjá
hana siðastliðið sumar og smádróg
harfci til dauða. Var hún mjög harm
dauði ástvinum og nágrönnum, og
öðrum er þæktu hana. Var hún að
sögn kunnugra, myndarkona, starf-
söm og umhyggjusöm um mann
sinn og börn, enda óvenjulega blíð-
lynd og hjartahrein. Hefir og sam-
líf þeirra hjóna um 40 ára skeið
verið fyrirmyndar ástúðlegt. Jarð-
arförin fór fram í yndisfögru veðri
mánudaginn 21. febr., að viðstöddu
fjölmenni íslenzkra og enskumæl-
enda. Séra Friðrik A. Friðriksson
jarðsöng.
Mars 10, 11 and 12, at the
Rose Theatre.