Lögberg - 10.03.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 10.03.1927, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN H). MARZ 1927. Silfurlax-torfurnar. Eftir REX BEACH. “Enginn rnaður dirfist aS gefa George Balt að borða, né rúm til að sofa í, og ekki heldur þora fiskifélög að veita honum atvinnu. Hann verður að róa á bát sínum alla leið til Dutch Harbor, til að hafa eitthvað ofan í sig. Hann hefir ekki þorað að fara burt úr héraðinu og skilja eftir það litla,, sepi hann á, svo hann hef- ir dregið fram lífið sem Siwash-Indáni. Hann er fremur einfaldur, en örlátur og líf hans alt er bundið við þenna eina atvinnuveg, því hann kann •ekki til annara verka. Honum finst hann sé faÖir þessarar bygðar og gengur honum til hjarta, þegar hann sér aðra ljúka verkum þeim, sem hann byrjaði á. Á hverju sumri, þegar lax- gangan byrjar, þá kemur hann yfir mýrarflák- ana og felur sig í þykkasta undirviðnum í kring- um Kjalvík, til þess að geta horft á athafnirn- ar álengdar. Hann er einn sjns liðs og yfirgef- inn; hlustar álengdar á skrölt vélanna, sem hann sjálfur setti saman, og horfir á f jandmenn sna ausa af uppsprettu þeirri, sem áin geymir og hann hélt að væri sín eign. Það forðast hann allir, eins og hann væri limafallssjúkur. Eng- inn má mælá við hann, og það hefir gjört hann hálf örvinglaðan og kveikt eld haturs og hefni- girni í sálu hans, og hans eina von er, að geta einhvem tíma komið þeim hefndum fram. Eg held, að hann drepi Marsh einhvem tíma.” “Nú, jæja, það er eins og þessi Marsh sé alstaðar í vegi fyrir fólki,” sgði Emerson, sem hlustað hafði með athygli á ræðu Cherry. “Já, áform hans er að ná yfirráðum í þessu héraði, og ef þú ræður við þig, að taka þátt í þessum atvinnurekstri, þá getur þú átt von á að mæta eins ákvæðnum illvígum óvin, og nokkur maður hefir átt, um þaÖ þarftu ekki að efast.” “Það er ekki nema réttlátt aÖ segja þér frá því. að það er enginn bamaleikur, sem fyrir þér liggur, en á hinn bóginn, þá er það ekki lítið mannsverk, að ráða niðurlögum Marsh. ” — Hún hætti að tala, eins og hún væri að yfirvega nákvæmlega það, gem hún ætlaÖi að segja. Svo bætti hún við: “ Og eg held að þú getir það.” En Emerson var ekki að hugsa um afdrif sín þá í svipinn, né heldur um hættulega óvini, hvorki Marsh né-aðra. Hugsanir hans stefndu í aðra átt. “Svo Balt þekkir starf þetta út í æsar?” sagði hann. “Algjörlega, hvem krók og kima því við- víkjandi,” svaraÖi Cherry. “Hann er ráðvand- ur og hagsýnn í tilbót, og svo er eignaréttur hans á látrinu lykillinn að öllu saman. Þú skil- ur, að laxgangan er ákveðin ár eftir ár, alveg eins og laxinn fylgdi ákveðnum brautum. Á vissum stöðum í ánni liggur leið hans nærri landi, þar sem svo hagar til, að hægt er að reka niður pósta og setja niður laxakistur, sem milj- ónir af honum fara inn í. Úr einu slíku látri, eða laxa-kistu, veiða menn meira en heil fylking getur veitt í net úti ídjúpi árinnar, og það er til þess að ná þessu látri, að Marsh hefir ofsótt „ George svo mjög->.” “Mundi hann vilja ganga í félag með okkur, þó hann vissi, að fjögur af hverjum fimm tæki- færurn væm á móti honum og okkur?” spurði Emerson. “Mundi hann vilja!” endurtók Cherry og hló við. “Beyndu og sjáðu.” Þau vora nú komin þangað, sem ferðinni var heitið. Þar gekk djúpt gil fram að ánni og var skógi vaxið. Cherry stýrði hundum sínum upp í gilið og Emerson hljóp fram með þeim, greip fremsta hundinn og leiðbeindi honum þangað, sem trén voru þéttust, þar sem hann batt hann, því hundamir vora úlfum líkir og hefðu annars þotið út í loftið, þegar minst varði. Cherry og Emerson gengu samhliða upp á bakkann og litu yfir nágrenniÖ, og skýrði Cherry honum frá öllum kostum og möguleikum veiði- stöðvarinnarj með eins miklum ákafa og sannfær- ingarafli, og landsölumenn, er þeir era að lýsa ágæti bújarðar fyrir væntanlegum kaupanda,. og í sannleika, þá hafði hún valið svo stað og stund, því kringumstæður allar vora hinar ákjósanleg- ustu. “Þetta virðist vera meira en lítið álitlegt, eftir því sem þú segir, ’ ’ mælti Emerson að síð- ustu. “En við verðum að athuga erfiðleikana. Fyrst er peningaspursmálið. Eg á dálitla eign, sem eg gæti máske selt; en tvö hundrað þúsund dollarar er feikilega mikið fé, jafnvel fyrir mann, sem á auðugt fólk að. 1 öðru lagi, þá er tímaspursmálið. Nú er desembermánuður byrj- aður, og eg yrði að fara austur í ríki til útrétt- inga og vera kominnaftur hingað í byrjun maí- mánaðar. 1 þriðja lagi, mundi eg ekki geta stjórnað úthaldinu svo vel færi. Það hlýtur að vera mjög vandasamt og eg kann ekki minstu vitund til þess. Og svo er fjöldi annara erfið- / leika, svo sem útvegun á vélum og að koma þeim hingað í tæka tíð, ráða Kínverja til vinnu, út- vega skip og selja veiðina—” “George Balt hefir gjört alt þetta marg- sinnis, og þekkir inn á það,” greip Cherry fram í. “Það er hægt að mæta öllum þessum erfið- leikum, þegar þá ber að hendi. Það, sem aÖrir hafa gert, ættir þú aÖ geta grrt líka.” En Emerson var ekki viss um það, og gull- hamrar hennar höfðu engin áhrif á hann, því þó ungur væri, vissi hann og skildi, hve vonirn- ar era fallvaltar, og svo var það eðli hans, að grandskoða spursmálin áður en hann gaf fulln- aðarsvaF. “Hin minsta yfirs.jón eða vanhugsun .mein- ar skipbrot og fjártjón,” hugsaði hann, “því •hér er maður svo langt út úr — út úr heiminum, svo enginn tími vinst til að bæta úr yfirsjónum, eða snúa til baka, eftir að maöur er einu sinni kominn á stað.” “Erfiðleikarnir era að vísu miklir,” sagði Cherry. “En hagnaðurinn er líka tilsvarandi. Þetta er ekki neitt fjárglæfraspil. Það er til einhvers að vinna. Hver sá maður, sem eitt- hvað hefir aðhafst í veröldinni, treystir lukku- gyðjunni og það er einmitt áhættan', sem gjörir lífið þess virði að því sé lifað. ” “Það getur verið gott og blessað, að segja þetta,” svaraði Emerson nokkuð önugt. “En þegar til þess hagkvæma kemur, þá muntu kom- ast að raun um, að lukkan stafar aðallega frá heilbrigðri dómgreind. Því fyrir hverja þá tor- færu, sem eg hefi bent á, eru þúsund erfiðleik- ar, sem rísa upp, sem hver og einn—” Cherry greip hér fram í fyrir honum í annað sinn, leít .beint í augu honum og var sem eldur brynni í augum hennar. “Það er að eins ein persóna í víðri veröld, sem getur yfirannið þig, og sú prsóna ert þú sjálfur, og enginn maður getur lokið verki, áður en hann byrjar á því. Við skulum ganga út frá því, að þetta geti mishepnast. Það eru miljón ástæður til þess; en reyndu ekki að telja þær á- stæður. Teldu ástæðurnar, sem því era í vil. Vertu ekki huglaus, því það er ekkert til, sem nefnist því nafni. Það er til skortur á hug- rekki, alveg eins og óákveðni er skortur á á- kveðni. Eg hefi ekki enn séð neitt, sem eg hefi verið hrædd við — og þú ert karlmaÖur. Konan er gyðja hepninnar, og hún krefst þess að vera unnin, en ekki tilbeðin. Það verður að taka hana með valdi og nema hana á burtu, í stað þess að standa undir herbergisglugga hennar og hella út tilfinningum sínum í strengja- hljóði mandolinsins. Þú verður að vera harð- ur og herralegur við hana. Enginn maður hefir nokkurn tíma komist út úr áflogum, með því að telja um fyrir mótstöðumönnum sínum. Hann hefir mátt til að hafast að. Ef að maður hugs- ar nógu lengi um eitthvert fyrirtæki, þá verður honum það ofjarl, hve auðvelt sem það annars * er. Hugsunin, sem flýgur í gegn um húga manna eins og elding, -er leiðarstjarna þeirra. Þú verður að ákvarða þig á því augnabliki leift- ursins og fylgja því svo í gegnum myrkriÖ, og þegar þú kemur á enda .brauta^rinnar, þá birtii alt af aftur.. Varastu að standa kyr og horfa inn í myrkriÖ, og reyna svo að halda áfram á meðan að bjart er. Með því kemst þú aldrei neitt áfram.” \ Orð Cherry voru þrungin af eldmóði og afli, sem læsti sig inn að hjartarótum Emersons og vakti framsóknaraflið í sálu hans. Hann ætlaði að segja eitthvaÖ, en hún tók enn fram í og hélt áf ram: “Vertu rólegur, eg hefi ekki enn lokið máli mínu. Eg hefi veitt þér nána eftirtekt og eg veit, að lukkan hefir snúið baki við þér, ein- hverra hluta vegna. Þú hefir ekki getað notið þín og þér hefir fallist hugur. En eg er viss um, að þú átt yfir afli sigursins að ráða, því þú ert ungur, gáfaður, staðfastur og einbeittur. Eg legg þetta tækifæri upp í hendurnar á þér— að taka að þér stórkostlegasta viðfangsefnið, sem þú hefir átt kost á í lífinu og skafa í burtu á einum átta mánuðum allan vott mishappa þeirra, sem þér hafa mætt. — Eg geri þetta ekki í óeigingjörnum tilgangi algjörlga, því eg trúi að þú hafir verið sendur hingað til Kjalvíkur til þess að reisa sjálfan þig við, og leysa úr vand- ræðum mínum og hans vesalings George Balt, sem þú hefir aldrei séð. Það er það sem þú átt aÖ gera, og það er ekkert spursmál um, að þú berð sigur úr býtum.” Emerson rétti út hönd sína og tók fast í hönd- ina á Cherry. Fjör og einbeitni logaði í augum haps og örvæntingarsvipurinn, sem vanalega var á andliti hans, var horfinn, en þar kominn staðinn bjarmi hins vonbjarta æskumans. “Þú segir satt!” mælti hann ákveðinn. “Við skulum senda eftir Balt í kveld.” 1 5. KAPITULI. Eftir að Emerson hafði ráðið við sig, að taka þetta starf að sér, breyttist hann allmikið. Deyfðin og erge’lsið, sem áður hafði ásótt hann, hurfu nú, en bjartsýni, fróðleiksfýsn og eldur ákafans komu í staðinn. Á leiðinni heim spurði hann Cherry spjör- unum úr, svo þegar aÖ þau komu heim, var hún orðin þreytt. Hann var þrálátur með spum- ingar sínar við hana, unz hún hafði sagt honum alt, sem hún vissi í sambandi við fyrirtækið, og þó hann væri enn harðgeðja og fráhrindandi, þá var það á annan hátt en fyr. Alt afl hugs- ana hans snerist utan um þetta nýja áform, svo hinna eðlilegu tilfinninga hans gætti ekki. Dagana þar á eftir var Cherry hans hægri hönd og hjálpaði honum alt sem hún gat til að ná veralegu haldi á þessu væntanlega fyrirtæki. Eftir nokkra daga greip sú tilfinning hana, að Emerson væri að ofbjóða kröftum sínum, því það virtist vera áform hans áð hann yrði að vera búinn að ljúka ákveðnu verki á settum tíma og hugur hans var rígbundinn við þetta eina, sem hann sökti sér í. Hin snögga breyting, sem á honum varð, hafði mikil áhrif á Cherry. Fyrst gladdi það hana, en síðar, þegar hún gekk úr skugga um, að hann leit á hana að eins sem hjálparmeðal til t>ess að ná settu takmargi, þá höfðu áhrif hans, sem vora köld og drotnandi, særandi á- hrif á hana. , Constantine -hafði verið sendur eftir Balt, með þeirri skipan, að létta ekki af leit sinni, fyr en hann fyndi hann, þó hann yrði að fara yfir fjöllin til að fina hann. Á meða að þau biÖu óþolinmóÖlega eftir Balt, þá eyddu þau tímanum aðallega í að skoða niÖursuÖuhús, sem vora nærliggjandi, eftir að Cherry, sem lánað hafði eftirlitsmanni eins þeirra vörar, þegar fíann þurfti á að halda, hafði fengið’leyfi hans til þess. Maður sá var tregur í fyrstu, en Emerson talaði um fyrir honum, hafði hann svo með sér, eftir að leyfið var fengið og sþurði hann spjör- unum úr, eins og hann hafði spurt húsmóður sína. Hann skoðaði niðursuðuverkstæSið og virtist hann hafa svo skarpan skilning á öllu, sem þar var, að Cherry, sem með honum var, furðaði stórum á, hvernig hann á einu augna- bliki gat séð og skilið alt, sem fyrir augun bar, og líka hvernig að hann mundi alt það, sem eft- irlitsmaðurinn sagði honum. Hann virtist skiljá það alt fyrirhafnarlaust, og hann hafði augun allstaðar. Eftir að þau skoðuðu niSursuðuhúsið og hann hafði dregið sínar ályktanir, mælti Cherry við hann : “Þú veizt orðið meira um niðursuðu- liúsið, en umsjónarmaðurinn sjálfur; eg held að þú gætir bygt niÖursuÖuhús sjálfur.” Emerson brosti og mælti: “Eg lærði verk- fræði í skóla, svo þetta er nú beint í mínum verkahring. Það er annað í þessu sambandi, sem eg get ekki áttað mig á.” “Balt veit um það alt saman.” “Hví kemur hann ekki?” spurði Emerson ergelsislega. Hann hafði oft spurt þeirrar spurningar áður, og Cherry var orðin ráðþrota með svör. Cherry var ekki sú eina, sem hafði tekið eft- ir breytingu þeilri, sem orðin var á Emerson. Fraser elti hann á röndum og furðaði sig stór- um á henni. “Hvað hefir þú gjört við kald- lynda manninn?” spurði hann Cherry einu sinni. “Þú hefir blásið í hann fítonsanda, því eg hefi aldrei séð mann taka svo gagngjörðum breytingum. Hann var vanur að vera sá mesti hjassi, sem eg hefi þekt, þar til að þú færðir í hann fjörið og ákafann, sem í hann hefir nú flogið. Áður var ekki meira fjör í honum, en hálfdauÖum ketlingi. Hann er að vísu ekki eins viðfeldinn og maður gæti óskað eftir, en það er kominn einhver óskiljanlegur ákafi í hann, og hann sýnist vera vongóður á stundum.” “Vongóður með hvað?” spurði Cherry. “ Ja, það er nú það sem eg er að velta fyrir mér. Hann er hreinasta ráðgáta. VongóÖur með að græða peninga, býst eg við.” “Nei, ekki er það. Eg er viss um að hann kærir sig ekkert um peninga,” svaraÖi Cherry ákveðin. Hana langaði til þess að spyrja Fras- er að, hvort hann þekti nokkuð stúlkuna, sem dularfulla myndin í tímaritinu hefði verið af, en stilti sig. “Eg held það nú ekki heldur,” svaraði Fras- er. “Hann hagar sér eins og að einhver ætlaði að taka fyrir kverkar honum, ef þetta veiðifyr- irtæki hans hepnaðist. Það virðist vera spurs- mál lífs eða dauða fyrir honum.” “Það er þaÖ fyrir mér Kka,” svaraði Cherry. “Vinnufólk mitt er að því komiS, að snúa baki við mér, og eg býst við að Willis Marsh sjái um að eg verði líka eignalaus.”. “Nú, svo þetta er þá eina hjálparvonin þín líka,” mælti Fraser glottandi. “Eg hélt satt að segja, að það hefði vakað alt annað fyrir þér, þegar þú varst að blása nýjum anda í Emer- son.” “ Viltu segja mér, hvaða hugmynd það var?” mælti Cherry. “Svo eg tali bert, þá er pláss þetta leiÖin- legt og þreytandi fyrir stúlku eins og þig, og vinur okkar er ekki óálitlegur.” Cherry stokkroðnaði og svaraði í köldum og nístandi málrómi: “Hér er um að ræða verzl- unarfyrirtæki að eins. ” \ “Eg hefi heyrt þér hælt fyrir verzlunar- hyggni,” mælti Fraser. Roðinn hvarf úr kinnum Cherry og þær urðu fölar og andlitssvipurinn raunalegur. “Hefirðu heyrt nokkurt umtal um mig?” “Mér líður stundum illa í návist Emersons, hann er svo fram úr öllu hófi siðavandur,” sagði Fraser eins og út í hött. “Hann líÖur ekki neitt, sem ekki er í fylsta máta heiðarlegt. Hann er í sannleika réttsýnn maður, eins og sumir menn eru, sem sögurnar segja frá.” “Þú svaraðir ekki spumingu minni,” mælti Cherry ákveðin. Aftur fór Fraser fram hjá spumingunni og sagði: “Ef að þessi Marsh fer að veitast að þér í alvöra í sumar, þá ættir þú að láta mig líta eftir hlutunum fyrir þig. Eg skal láta krók koúia á móti bragði, og það er meira en lík- legt, að ef okkur lendir saman, að þá verði eg en ekki hann eigandi að niðursuðuhúsunum, áð- ur en næsta haust kemur.” “Eg þakka þér fyrir,” mælti Cherry í mál- rómi, sem batt enda á samtalið. Eftir að Constantine hafði verið viku í burtu, komu þeir kveld eitt seint í vondu vetSri, kaldir og þreyttir, Balt og hann, og báru vott um að hafa átt harða útivist, og voru hundar þeirra illa til reika. En þótt férðalagið hefði verið erf- itt og þeir hefðu farið langa leið, var ekki að tala um, að Balt vildi hvíldir taka, eða þiggja góÖgerðir, fyr en Cherry var .búin að segja hon- um, hvers vegna að hún hefði sent eftir honum. “Hvað er það?” mælti hann hvatskeytslega og hvesti augun á gestina, sem fyrir voru. — Oherry skýrði málið fyrir honum í eins stuttu máli og hún gat. Á meðan virti Emerson manninn fyrir sér. Aldrei hafði hann séð mann, sem var líkuv þessum George Balt. Hann var mikill vexti, mikill um brjóst og herðar og vöðv- arnir svo stæltir, að þeir sáust í gegn um fötin, sem þó féllu laust að líkamanum. Hárið var rautt og stóð út og upp eins og broddar á gelti. Hann var veðurbarinn í andliti og augnaráðið kalt og grimt, svo Emerson mundi ekki eftir aS hann hefði fyr slíkt séð. Hann var langleitur og skeggið huldi rákirnar í andlitþiu, sem gáfu því hörkulegan svip. Höndurnar voru þykkar, veðurbamar og sprungur í þeim af sjóseltu. Málómurinn var rámur og dimmur. Hann var frá 40—60 ára og hvert eitt þeirra háfði verið helgaS sjónum, því niður sjávarips var í rödd hans og ólga í blóði. Þegar að Balt var búinn að gera sér grein fyrir orðum Cherry, þá lék bros um varir hans, og hann rétti úr sér og krepti hendumar eins * og hann langaði til að grípa utan um eitthvað. “Meinarðu ]>etta?” spurði hann Emerson og hvesti á hann augun. “Já,” svaraði Emerson. i “Geturðu barist?” “Já.” “ Viltu gera það, sem eg s^i þér, eða ertu fullur af einskisverðu hugarvingli ? ” “Nei, ” svaraði Emerson einbettur. “Eg er enginn hvítvoðungur. En eg skal taka það fram, að eg hlýði hvorki þínum né annara skip- unum. Eg aðhefst það, sem mér sjálfum sýnist. Eg ætla mér að ráða þessu fyrirtæki algjörlega, og það alveg eins og mér sýnist. ” ‘ ‘ En þessir menn víla ekkert fyrir sér, ’ ’ sagði Balt. “Það gjöri eg ekki heldur,” svaraði Emer- son með þóttasvip. “Eg v e r ð að bera sigur úr býtum, svo þú þarft ekki að eyða tíma í aÖ brjóta heilann um hvað eg muni aðhafast. Það sem eg vil fá að vita, er það, hvort þú viljir ganga í félag við mig.” Balt hló kuldahlátur og mælti: ‘‘Eg skal leggja lífið í sölurnar.” “Eg vissi að þú mundir gera það,” mælti Cherry glaðlegm “Og ef að við ráðum ekki við Willis Marsh, þá veit sá, sem alt veit, að eg skal ráða hann af dögum!” hrópaði Balt og virtist vera í fullum færum um að framkvæma hótun sína, því hatrið logaði í blóÖskotnum augum hans, og endur- minningarnar um rangindi þau, er hann hafði þurft að líða, sullu honum í sinni. Hann sneri sér að Cherry og sagði: “Gefðu mér nú eitthvað að borða, eg hefi ekki neitt að eta annpð en karfa og beinin úr honum skrölta innan í mér.” Hann fór úr yfirhöfninni, sem var óhrein og snjáð, og kastaði henni á gólfið hjá ofninum. Svo fylgdi hann Cherry eftir, ásamt hinum. Cherry .bar mat á borð fyrir komumennina _ og tók Balt hraustlega til matar síns. Hann hafði ekki meira taumhald á matarákafa sínum, heldur en skapinu. Hann gaf sér ekki tíma til að athuga matartegundir þær, sem á borÖinu voru, heldur hákaði í sig það, sem hendinni var næst, og leit að eins við og við upp til þess að athuga Emerson og hreytti þá úr sér einstaka orði í sambandi við samræður hinna. Balt skifti sér ekki hið minsta af Cherry eða Fraser, sem virtist standa hálfgerður stuggur af honum. Balt gerði máltíðinni góð skil, og þegar hann sá, að maturinn var þrotinn á borð - inu, þurkaði hann sér um munninn og stóð upp. “Látum okkur setjast við ofninn; eg hefi skolfið í þrjá daga,” sagði Balt. ‘ ‘ Þeir Emerson og Balt sátu þar lengi, eftir að Cherry hafði gengið til sængur, og heyrði hún óljós orðaskil þeirra. * Um morguninn, er þau sátu yfir borðum, tilkyntu þeir henni, að öllum samningum væri lokið og það með, að þeir hefðu ákveðið að leggja á stað, til þess að ná í póstskipið, daginn eftir. “Á morgun?” endurtóku þau Cherry og Fraser, og Fraser bætti við: “það nær engri átt, eg er fótasár og í engum færum um að halda ferðinni áfram.” “Við förum á morgun,” endurtók Emerson. “Við höfum engan tíma til að spara.” Cherry sneri sér að fiskimanninum og mælti: “Þú getur ekki verið tilbúinn á morgun, George. ’ ’ “Eg er nú þegar tilbúinn,” svaraði Balt. Cherry varð dálítið óróleg. Ef að þeir kæmu nú ekki aftur? Ef að þeir skyldu mæta ein- hverri hættu á leiðinni? Ferðin var hin hættu- legasta, og George Balt var orðlagður fyrir dirfsku sína. Hún leit óttaslegin til Emersons, sem enginn þeirra tók eftir. Og þó þeir hefðu gert það, þá hefðu þeir ekki vitað, að glampinn sem í augum hennar var, stafaði frá nývakn- aðri kærleiksþrá, sem hún sjálf gjörði sér held- ur ekki meiri gÆin fyrir, en hvað hinn ástæðu- lausi kvíði hennar meinti. Hún hafði heldur ekki mikinn tíma til að hugsa um það, því það sem Emerson sagÖi næst, jók enn á ótta hennar. “Við ætlum að ná í póstskipið í Katmai. ” “Katmai,”.endurtók hún. “Þú sagðir að þú ætlaðir að fara Iliama veginn.” “Hin leiðin er styttri.” Cherry sneri sér að Balt reiðilega óg sagði: “Þú ættir að vita betur en stinga upp á þessu.” “Eg stakk ekki upp á því,” sagði Balt. “Em- erson vill þetta sjálfur.” “Eg vil heldur krók en keldu,” greip Fraser fram í, eins og að hann vildi taka af skarið, og lét tóbak í pípu sína í mestu makindum. Emerson svaraði Fraser rólega, með því að segja: “Þú ferð ekki með okkur.” “Það þykir mér skrítið,” svaraÖi Fraser; “og má eg spyrja því ekki?” “Það verður ekki rúm fyrir þig. FerSin verður fremur torsóttari.” “Eg vil minna þig á, félagi góður, að þú lofaðir að taka mig með þér til mannabygða,” svaraði Fraser ólundarlega, “og þú ferð yarla að skilia mig eftir í þessari holu hér, eftir að lofa mér því, að þú skyldir ekki við mig skilj- ast fyr en eg væri kominn ut til Bandankj- anna,” bætti hann við óttasleginn. “Nú, jæja,” svaraði Emerson, “ef þú ert svona ákafur, þá er bezt þú verðir samferða; en þú ferð ekki lengra með mér en til Seattle. Mundu það.” “Eg læt það vera. Það er verri staður til en Seattle,” svaraði Fraser. “Eg býst við eg geti komist einhvem veginn áfram þar. En hér í Kjalvík — ja, hamingjan hjálpi mér.” “Hví þarftu að fara svona fljótt?” spurði Cherry og leit til Emersons. “Því það munar um hvern daginn,” svaraði hann. “En því viltu endilega fara Katmai leiðina? Það er allra veðra von, og þú þarft máske að bíða í einar tvær vikur eftir póstskipinu. ’ ’

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.