Lögberg - 21.04.1927, Blaðsíða 2

Lögberg - 21.04.1927, Blaðsíða 2
Bls. 2 L.ÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. APRÍL, 1927. gp5H5E5S5H52SaStI5a52Síl5H5a525H5H5E5H5Z5HSZSZSHSHS2S25E5a5ES252S25E5eS25USHSZ5^S SÓLSKIN asHsasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasHsasasasasHsasv ^esasasa Sérstök deild í biaðinu sasasasasas 7ta.^csasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasaFsasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasasa sasasasasasasi SUMARMÁL. Svo snauð er engin íslenzk sál, að elska ei ljósið.bjarta, að finna ei sérhver sumarmál til sólargleði’ í hjarta, að finna ekki þunga þrá, til þess að vaxa og gróa, við slíka yndis sjón-mð sjá alt sefgrænt, tún og(móa. Eg -visi það og veit það enn, að vorið alla bætir, að bæði Guð og góða menn með goislunum það kætir og vekur alt af vetrar blund og vetrar gaddinn þræðir og sjúka hugsun, gjúka lund með sólskininu græðir. Eg beygi höfuð . . . krýp á kné og kyssi jarðarsvörðinn þó engin fóstra eins syndug sé ne svívirt eins og jörðin. Nú finn eg sérhver sumarmál til sælu af gömlum raunum, og helminginn af hjarta og sál eg henni gef — að launum. Nú elska eg bæði skin og skúr og skugga og sólar vegi, því alt er brot og eining úr þeim eina og sama degi. Nú elska eg.svörtu sorgirnar jafnt sólargleði minni, því Guð er alt og alstaðar í allri veröldinni. Og núna fyrst — þá finn eg það, hve fagurt er að lifa og ljóðin sín á baðm og blað með blóði ^ínu skrifa, og gleðja sig við gullin sín, sem grýtum við og týnum. og teyga glaður vbrsins vín út vetrarbikar sínum. » Eg anda djúpt . . . og ilmsins nýt hinna ókunnugu brauta og brosandi til baka lít til brota minna og þrauta. Eg finn í sál mér sumarmál og sólargleði bjarta. — Nú vil eg klappa hverri sál og kvssa sérhvert hjarta. Davíð Stefánsson, frá Fagraskógi. Dvergurinn í sykurhúsinu, 3. Dvergabrúðkaupið. Þegar fram liðu stundir, tók kóngurinn eft- ir því, að dvergurinn fór að verða dapur í bragði og gat aldrei gert að gamni sínu. Spurði kóngur hann, hvers vegna hann væri alt af svona daufur og úrillur. “Hvernig á eg að vera glaður?” sagði dvergurinn. “Eg var kóngur í stórum stiíni, og þar eru mörg hundruð dvergar, sem sakna mín. Eg ætlaði einmitt að fara að setjast á á brúðarbekkimi með yndislegri dvergstúlku, þegar eg var tekinn og fluttur hingað í út- legð.” Það stóð heima, að þegar dvergurinn var að enda við söguna, þá kom fátæki bóndinn heim að höllinni og gerði boð fyrir konung. Hann var berhöfðaður Qg hélt ádiúfunni sinni í hendinni. Kóngur kom út, og leit forvitnislega ofan í húfu bóndans, eins 0g í fvrra skiftið. Hann várð alveg utan við sig af gleði, þegar hann sá ofuflitla dvergstúlku, sem sat í hiífunni og var að gráta. Nú gaf hann bóndanum einn poka fullan af silfurpeningum. Bóndinn varð guíjsfeginn, því að allir kop- arpeningarnnir hans voru fyrír löngu’ til þurðar gengnir. Hann kvaddi kóng með þökk- um og hraðaði sér heim. Yerður ekki með orð- j um lýst, hvað koná hans og börn urðu glöð, þeg- ar hann kom heim með slík auðæfi. Ivóngur fór inn í höllina með dvergstúlkuna og lét hana á borðið, rétt fyrir framan dyrnar á sykurhúsinu. Þar settist hún á eldspýtna- i s'tokk og studdi hönd undir kinn. Nú kom dvergurinn út úr sykurhúsinu og J hrópaði upp yfir sig af fögnuði, þegar hann sá litlu dvergstúlkuna, því fið hún var einmitt konuefnið hans. Hann_ settist á eldspýtna- stokkinn hjá henni, og varð nú mikill fagnað- arfundur. “Eg hélt að þú værir dáinn,” §agði dverg- stúlkan litla kjörkrandi. “Nei, það er nú öðru nær,” sagði dvergur- inn. “Eg bý hér í sykurhúsi og er í miklum metum hjá kóftginum.” SYo stóðu þau upp, litlu hjónaefnin, og leiddust inn í syknrhúsið. Lifðu þau þar í alsælu og átu sykur eftir vild. Kóngur lét nú það boð út ganga, að hann . ætlaði að halda brúðkaup í höllinni öinni, og bauð öllu stórmenni úr ríki sínu í veizluna. Þegar veizlan stóð sem hæst, lét kóngur bera sykurhúsið inn á borðið, og rétt á eftir kom hirðpresturinn í hempunni sinni, en brúðhjónin sáust hvergi, og þótti boðsgestunum það und- arlegt. “Hana! Þar loksins koma brúðhjónin,” sagði kóngurinn. 1 sama vetfangi kom dvergurinn út úr syk- urhúsinu og leiddi litlu dvergstúlkuna við hlið sér. Hann var í lafafrakka með pípuhatt, þessi angi! Og hún'var í hinu fegursta brúðarskarti og dró hvíta silkislæðu langt á eftir séK Þau gengu rakleiðis fram fvrir 1 hirðpestinn 0g hneigðu sig, en hann' bléssaði yfir þau og gaf þau saman. Síðan lét kóngurinn stóran hljóðfæraflokk kom'a inn í salinn. Var nú leikið á lúðra og alls konar líljóðfæri, og bumbur barðar. Unga fólk- ið gat þá ekki stilt sig um að fara að dansa, en gamla fólkið lét sér nægja að horfa á. Mikill var glaumurinn og gleðin í kóngshöllinni, en þó tók út yfir, þegar litlu brúðhjónin fóru að dansa á borðinu kring um sykurhúsið. Þau dönsuðu svo aðdáanlega, að alt veizlufólkitt horfði hug- fangið á þau. Alt í einu sneri kóngurinn sér að litlu brúð- hjónunum og mælti: “Nú megið þið gera hvort htddur þið viljið, að búa hér framvegis í sykurhúsinu, eða fara heim í ríkið ykkar.” “Við viljum miklu heldur fara heim í ríkið okkar,” sögðu litlu brúðhjónin bæði í einu hljóði og hurfu inn í sykurhúsið. Kóngurinn tók þá sykurhúsið í fang sér og bar það upp að stóra steininum í fjallinu, eftir tilvísun dvergsins, en allir boðsgestirnir gengu í halarófu á eftir. Kóngur lét sykurhúsið niður skamt frá steininum, en litlu brúðhjónin kvöddu kóng og gesti hans með mestu virktum.- Boðsgestirnir veifuðu vasaklútunum sínum og óskuðu þeim til hamingju, en kóngurinn gaf þeim sykur- húsið í brúðafgjöf. Nú drap dvergurinn þrjú högg á steininn. “Hver er þar!” var kallað innan úr stein- inum. “Það er eg!” svaraði dvergurinn. Þá k.omu mörg hundruð dvergar út úr steininum og slógu hring utan um litlu brúðhjónin með miklum fagnaðarlátum. “Lengi lifi kóngurinn okkar!” hrópuðu þeir. “Og lengi lifi drotningin okkar!” Litlu kóngshjónin voru svo himinlifandi glöð. Nú voru þau komin heim í ríki sitt, þar sem mörg hundruð dvergar þjónuðu þeim með lotningu. Dvergakóngurinn vildi nú gera eitthvað til þess að gleðja þessa hollu og tryggu þegna, sem tóku svona vel á móti honum. Hann benti þeim á sykurhúsið og leyfði þeim allra mildi- legast að fá sér ofurlítinn sykurmola. Þá þyrptust allir dvergamir utan um syk- urhúsið með gleðiópi og átu það upp til agna á svipstundu. Gengu þeir síðan þrisvar sinn- um kringum steininn í skrúðgöngu, með kon- ung sinn og drotningu í fararbroddi. Lóks hurfu allir dvergamir inn í steininn, og kvað þá við skær klukknahljómur í steinin- um, eins og mörgum silfurbjöllum væri hringt þar inni. Sigurb. Sveinsson.—Gneistar. Fjórar skónálar fyrir gullkamb. Einu sinni var karl og kerling í koti sínu; þeim hafði fargst svo fé, að þau áttu ekki ann- að eftir, en einn gullkamb, sem kerling hafði lumað á. Þegar alt var þrotið annað, fær hún karlinum kambinn, og segir honum að kaupa þeim fyrir hann eitthvert hagræði, sem þau geti lengi búið að. Karlinn fer á stað með kambinn og gengur, þangað til hann mæfir manni, sem leiðir kú. “Falleg er kýrin þín, kunningi, segir karl. “fallegúr er og kambur þinn,” segir komu- maður. “Viltu skifta?” segir karl. Komumaður lézt þess albúinn; fær svo karlinn kúna, en komumaður kambinn. Heldur nú karl áfram, þangað til hann mæt- ir öðrum manni, sem rak tvo sauði. “Fallegir eru sauðirnir þíni,r, kunningi,” segir karl. “ Já, en falleg er pg kýrin þín, karl minn,” segir komumaður. “Viltu skifta!” segir karl. “Já,” segir komumaður, og fóru þau kaup svo fram. Karl var hróðugur af þessum ^kaupum og hélt, að nú gæti hann klæfct sig og kérlingu sína. Enn heldur liann þó áfram, og mætir manni, sem hefir með sér fjóra hunda; fara eins svör þeirra og skifti, sem áður er frá sagt; þóttist karl hafa vel veitt, að hann fékk hundana, og hélt, að nú gæti hann rekið frá túninu. Enn heldur karl áfram, þangað til hann kem- ur að bæ einum; var bóndinn í smiðju að smíða skónálar. “Fallegar eru skónálar þínar, bóndi,” segir karl. ' “Fallegir eru og hundar þínir,’ segir bóndi. “Viltu skifta! segir karl. — Bóndi var fús til þess og lét fjórar skónálar fyrir hundana. Karl varð glaður af þessu happakaupi, 0g hélt, að nú gæti kerling nælt undir skóna sína. Heldur liann svo heim á leið; var þá lækur á leið hans, og stekkur karl yfir hann, en um leið duttu nálarnar úr barmi hans ofan í lækinn, svo karl kom tómhentur heim til kerlingar. — Segir hann henni nú alt af sínum förum, og þótti henni þó þyngst að missa nálamar. Lögðu þau því bæði á stað að leita og böm þeirra með þeim; fóru þau svo til lækjarins og kom það ásamt, að þaii stingju höfðinu ofan í læk- inn og lituðust svo eftir nálunum. Þau gerðu svo og druknuðu svo öllií læknum. —Þjóðsögur J■ J Þórður þögli. Sliklar eru þær hörmuugar, er dunið hafa yfir íslenzku þjóðina á umliðnum öldum, sum- part af náttúrunnar, 0g sumpart af manna- völdum. Oft hefir hafísinn, þessi óvinur landsins, verið svo napur og nærgöngull, að menn og skepnur liafa alveg ætlað að krókna af kulda, og himininn hefir jafnvel grátið höglum um hásumar. Og borið hefir það við, að ógurleg svæla úr gjósandi eldfjöllum hefir fylt loftið, svo að varla hefir séð til sólar. Þá hafa græn tún orðið að grýttu hrauni 0g brosljúf engi að eyðisöndum. Auk alls þessa ófagnaðar hafa jarðskjálft- ar þrásinnis farið um landið með braki og brestum, svo að alt hefir leikið á reiðiskjálfi, og bóndabæir lirunið til grunna, eins og spilar- hús, sem börn hrófa upp á völtu borði. Það er því engin furða, þótt kjör lands- _ manna hafi stundum verið harla þungbær. A síðari hluta átjándu aldar var svo mikið hallæri á Islandi, að menn urðu fegnir að leggja sér til menns steiktar skóbætur, og jafnvel hrá- ar, þar sem ekki var glóð til að steikja þær við. Og veslings börnin voru svo S"wöng, að þau nög- uðu alt, er tönn á festi, eins og mýs. Þau mundu hafa grátið gleðitárum og þakkað fyr- ir að fá þann mat, er mörg börn nú á tímum hrinda frá sér með ólund. 1 þann tíma bjó bóndi sá í Stóradal, er Ás- mundúr hét. Hann var höfðingi mikill og stór- auðugur, 'enda líknaði hann mörgum bág- stöddum á þessum hörmungatímum. Á hverri nóttu var húsfyllir hjó honum af fátæklingum, sem hann gaf mat 0g aðrar nanðsynjar. En til þess að sjá sjálfum sér farborða, hafði hann þá reglu, að hýsa engan mann lengur en þrjár nætur í senn. Kona Ásmundar hét Una. Hún var svo hjartagóð, að hún mátti ekkert aumt sjá, enda gerði hún fremur að hvetja en letja mann sinn til góðverkanna. “Við verðum að fara upp að Stóradal”, var viðkvæðið hjá fátæklingunum, þegar þeim var xíthýst og synjað um hjálp annars staðar. Ásmundur átti fjölda sauða og hafði þá í hagahúsum á vetrum. Húsin stóðu uppi und- ir f.jalli, og var þar útbeit góð. Það voru hlaðnar vörður með vissu millibili frá haga- húsunum 0g niður að bænum, til þess að fjár- menn ættu því hægra með að rata. En einn dag skall á svo svartur bylur, að saúðamaður vjitist og varð iiti. Þess vegna hirti Ásmund- ur sauði sína sjálfur um hríð, með því að hann treysti engum af heimamönnum sínum til þess. Nú bar svo við kvöld eitt, þegar alt fólk sat inni í baðstofu að ullarvinnu, að maður nokkur skríður upp á þekjuna og'guðar á skjáinn. Asmundur gekk til dyra með Ijós í hendi til þess að taka á móti gestinum. En hann þurft: ekki að hafa fyrir því að ljúka upp dyrunum, því að gesturinn var kominn inn í bæjardyrn- ar og farinn að stappa af sér snjóinn, en göngustaf sinn hafði hann reist upp við^vegg- inn. Hann heilsaði Ásmundi með handíabandi og kreisti hönd hans fast. ÁsYnundur tók kveðju hans vingjarnlega 0g spurði hann að heiti. “Þórður heiti eg,” svaraði komumaður og1 fór að greiða klakann úr skegginu. Nú varð löng þögn. Ásmundur fór að virða manninn fyrir sér. Hann var að sjá á fertugs- aldri, fölur í andliti og þreytulegur á svip, en knálega vaxinn og frjálsmannlegri í fasi en allir aðrir förumenn, er komið höfðu að Stóra- dal. “Það leynir sér ekki, að þessi maður hefir leinhvem tíma átt betri daga,” hugsaði Ás- mundur. “Og hart er það fyrir jafnvaskan mann, að lifa á bónbjörgum, enda hefir hann ekki geð í sér til þess að biðja gistingar. Það er víst bezt, að eg bjóði honum að vera í nótt. ’ ’ Loks rauf Ásmundur þögnina 0g mælti : “Þér er velkomið að liggja inni hjá mér í nótt. Það segir fátt af einum, og er ekki gott fyrir ókunnugan mann að vera seint á ferð í þessum skafrenningi.” “Ekki kom eg að eins til þess að beiðast gistingar,” svaraði Þórður. “Svo — hvað er þér þá fyrir höndum?” “Ásmundur tók nú fvrst eftir því, að Þórður hafði skjóðu meðferðis. - “Þú munt víst vilja fá dálítinn matarbita í skjóðuna þá arna1’” Það var sem eldur brynni úr augum Þórð- ar, en þó reyndi hann að stilla sig og tala "æti- lega. “Annað er mér geðfeldara en að betla, ef nokkurs annars er kostur, því að leiðir verða langþurfamenn. En nú vil eg biðja þig að hlusta á erindi mitt. Eg frétti fyrir skömmu, að þig vantaði mann til þos.s að ganga í hágahúsin og hirða sauði þína. Vildi eg nú mælast til þess, að þú tækir mig fvrir sauðamann í vetur. og skal eg vinna þér trúlega, ef þú verður við bón minni.” Ásmundnr varð hufrsi um stund. — Það var enginn búhnvkkur að fjölga hjúum í slíku ár- forði, en hins vesrar put hann varla komi.st af án þess að fá sanðamann, er hann eæti trevst- Hann var mnðdr sræfinn og vildi ekki rasa fvr- ir ráð fram. En Þórðnr <raf h^nnm ekki langan frest til umhu;r«nna-r. TTann færði sig nær honum og hvesti á hanu anmin. ‘‘Spsrðu mér annað hvort af eða á F,<r <rpt ov1n heðið þennan eilífðar- tíma e.f+’r sner' hínn: ætlarðu að taka mig fyr- ir flauðamnnu f vptnr’” U>Á-r-^ oV’álfraddaður af geðshræringu Professioi / íal Cards DF. B. J. BRANDSON r:i8-2i0 Mtxlical Arts Bld*. Cor Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834. Q|fice tímar: 2 3 Heimiii: 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipe*, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN ísl. lögfræðingar. Skr^stofa: Room 811 McArthur Building, Portáge Ave. P. O. Box 1656 Phones: 26 849 og 26 840 COLCLEU.GH & CO. Vér leggjum sérstaka áherzlu á. aS eelja meSul eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hæg* er a8 fá eru notuS eingöngu. pegar þér kómiS meS forskriftina til vor, megiS þér vera viss um, aS fá rétt þaf sem læknirinn tekur til. Notre I)a nie antl Sherbrooke Phones: 87 659 — 87 650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf LINDAL, BUHR & STEFÁNSON Isienzkir lögfræðingar. 356 Main St. Tals.: 34 968 356 Main St. Tils.: A-4968 þelr hafa einnig skrifstofur a8 Lundar, Riverton, Gimli og Piney og eru þar a8 hitta á eftlrfylgj- and tlmum: Lundar: annan hvern mI8vikudaf Rlverton: Eyrsta fimtudag. Gimli: FVrsta miSvikudag. Piney: pri8Ja föstudag 1 hverjum mánuBi. DR 0. BJORNSON 216-220 Merticni Arts Bidg Ccr. Graham og Kennedy Sta. Phones: 21 834 Office timar: 2—3. Heimili: 764 Victor St. Phone: 27 586 Winnipeg, Manitoba. A. G. EGGERTSSON ísl. lögfræð Ingur Hefir rétt tll' a8 flytja mál b»81 I Manitoba og Saskatchewan. Skrifstofn: Wynyartl, Sask. DR. B. H. OLSON 218-220 Jledlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Pane: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. Athygli! Komið með næstu lyfjaávísun- ina yðar til vor. Þaulæfðir sér- fræðingar annast um alla lyfja- samsetningu. INGRAM’S DRUG STORE 249 Notre Dame Ave. Gagnvart Grace kirkjunni. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bidg Cor. Graham og Kennedy Sts. Plioie: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er ai5 hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals. 42 691 A. G. JOHNSON 907 Confederation I.ife Bldg. WINNIPEG Annast um fasteigmr manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reifia ábyrgfiir. Skriflegum ly4- irspurnum svarafi samstundis. Skrifstofusíml: 24 263 Heimasimi 33 328 DR. A. BLONDAL Medical Arts Bldg. Stundar sérstakiega Kvenna og Barna sjúkdðma. Er a8 hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Oífice Phone: 22 296 Heimlli: 806 Vlctor St. Simi: 28 180 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. J. J. SWANSON & CO. j IiIMITED R e n t a 1 s Insurance RealEstate Mortgages 600 Paris Building, Winnipeg Pohnés: 26 349—26 340 DR. J. OLSON Tannljcknir 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Ste. Phone: 21 834 Heimilis Tais.: 38 626 » DR. G. J. SNÆDAL Tannlieknlr 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Taislmi: 28 889 Ifcm i 1 Johnson SERVIOE ELEOTRIO Rafmagna Contractlng — AUt- kyns rafmagsnáliöld seld og víd þau gert — Eg sel Moffat og McClarv Eldavélar og heft þar til sýnis d verkstœOi minu. 524 SARGENT AVE. (gamla Johnson’s byggingin tIO Toung Street, Winnlpeg) Verkst.: 31 507 Hetma.: 27 28« Gtftinga- og Jarðarfara- Blóm með lltlum fyrirvara BIRCH Blómsaíi 593 Portage Ave. Tals.: 30 720 St. John: 2, Ring 3 Verkst. Tttls.: Ilelnia Talg.: 28 38S 29 884 G. L. STEPHENSON PHJMBER Allskonnr rafmagnsáliöld, svo sem strnujám, víra, nllar tegundlr af giösum og aflvaka (batterles) VERKSTOFA: 676 HOME 8T. A. S. BARDAL 848 Sherhrixike St. áelur llkkistur og annast um út- farir. Aiiar ötbúáaður eá bezti. Enn fremur seiur hann allskonar minnlsvai-8a og legsteina. Skrifstofu tals. 86 607 Hclmilis Tals.: 58 302 tslenzka bakaríið Seiur neztu viirur fyrir lægsta verð. Pnntanir afgrcdddar beeðl fijótt og vel. Fjöibreytt úrval. Ifreln og lipur viðsklfti. Bjarnason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Wlnnipef. Phone: 34 298 V Tals. 24 153 NewlyceuniPíiotoStudio Kristín Bjarnason eig. 290 Portage Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikhúsið. 0g kaldur sviti bogaði ai enni bans. “Ekki er mér það á móti skapi, ef 1 okkur semur um kaupgjaldið,” sagði Ásmundur. Þá var sem þungu fargi væri létt af Þórði. “Kaupgjald hirði eg ekki uin annað en það, að fá nægilegt viðurværi,” sagði hann, “því að eg er matmaður mikill.” “Eitthvað ætti að verða til með það, þó að hart sé í ári, sagði Ásmundur og brosti í kampinn. Að svo mæltu lét hann Þórð ganga inn og vísaði honum til sætis á fremsta rúminu í bað- stofunni. Hann sagði konu sinni frá ^ivar komið var, og' bað hana að spara ekki matinn við Þórð. Hún brosti góðlátlega og mælti: “Eg hélt að það þyrfti ekki að áminna mig um að skamta hjúum mínum sæmilega.” (Frh,)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.