Lögberg - 21.04.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.04.1927, Blaðsíða 4
Bls. 4 LöGBERG, FIMTUDAGINN 21. APRÍL 1927. m Jogbcrg Gefið út hvern Fimtudag af Tke Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talnimnn N-6327 ofi N-6328 Einar P. Jénsson, Editor UtanásknK tii biaðsins: T^E «0LUIV|Bi/\ PRES3, Ltd., Box 3172, Winnlpeg. Maq. Utanáskrift ritstjórans: íDiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. VerS $3.00 um árið. Borgist fyrirfram The •‘Löiibar*'' la printað anrt publlahed by The Columbik Praaa, Limited, ln tha Columbla Bulldlng, t H 5 ðarsent Ave., Wlnplpeg, Manltob&. Sumar. 1 eitt skiftið enn, hefir ströngum og þrálát- um vetri verið til grafar fylgt, en völdin feng- in í hendur sólblíðu sumri. — SumaTið er au- fúsugestur þjóðanna, en þó ekki hvað sízt hinni íslenzku þjóð, er flestum þjóðum fremur hefir mikið af vetrarríki að segja. Sumardagurinn fvrsti telst með stórhátíðum íslenzkrar þjóð- sálar, er fólk á öllum aldri hlakkar til. Oss, er fædd vorum og alin upp heima á Is- landi, mun seint úr minni líða hátíðarblærinn, er yfir öllu hvíldi á sumardaginn fvrsta. Jafn- vel fátækustu ihn-heiða og afdala býlin, skiftu svoum avip, að því er oss fanst, að þau líktust nnklu fremur konungshöU, en kotungs hreysi. Ekki var því þó ávalt að fagna, að verulegt sumarveður fylgdi sumardeginum fyrsta, því oft lá hjam yfir öllu svo langt -sem augað eygði og stundum varð aíli að etja við mannskæðan hríðarbvL En breytingin var raunvemleg engu að síður. Sumarhugsunin hafði náð ó- takmörkuðu valdi á sál fólksins og í augum þess speglaðist djarfsækin von um nýja giftu og gull í mund. Menn réttu hverir öðrúm hend- ina, með viðkvæmri ósk um gleðilegt sumar. og í handtakinu falst heill heimur af trausti til gróandans og lífsins. Sumarið er vagga hárra hugsjóna. Yonir ]>eirra manna, er svarið hafa sumar-hugsjón- inni hollustu, eru víðfleygar og láta aldrei hasla ser voll. Þær eru æðaslög enduryngingar hlut- verlcsins mikla. Gott er oss, Iðunn, um eplin að dreyma, — þinn andi er fjöldanum kær, ’þótt einstaka hjárænu gjamt sé að glejona grafi sig dýpst inn í myrkursins heima með hugblæinn haustinu nær. Sérhverri þjóð er þörf á vormönnum, — hugprúðum drenglyndismönnum, er markið setja hátt, án þess að spyrja nokkum leyfis. Vor fámenna, íslenzka þjóð, hefir gilda ástæðu til að vera forsjóninni þakklát fyrip þann fjölda frækilegra manna, er liún á öllum öldum hefir eignast og borið hafa hróður hennar víða um lönd. En gróðinn mesti hefir þó legið í því, að þeir hafa stöðugt verið að þroskast, — vaxið úr vormenskunni, upp í rökspaka hásum- arsmenn, er lyft hafa Grettistökum. — Margur á vafalaust um sárt að binda frá vetrinum síðasta, þótt víðtaöka blessun hafi hann mörgum veitt. En nú er sumarið komið, með lífsteininn, sem fægja skal og græða sár- in. Trvggingin er eilífs eðlis, hún er falin í sólbjarmanum, langdeginu og gróðrarskúmn- um. Langdegisþráin lifnar, stækkar, í litbrigðum vorsins skýrð. Andlegu skuggunum óðum fækkar, — ísrviljans konungur seglin lækkar og druknar í morgunsins dýrð. Er það ekki dásamlegt fagnaðarefni, að hafa fæðst til þess að verða sumrinu samferða ár eftir ár, njóta veðurblíðunnar í skauti þess og dreyma þar alla sína voldugustu drauma? Sú er vor heitasta ósk, að sumarið nýbyrj- aða, megi ekki einungis farsælt verða fólki voru í efnalegum skilningi, heldur einnig flytja sólskin og sálarfrið inn á hvert einasta íslenzkt heimili, hvar í heimi sem er, svo að þar fái að- eins þau ein frækom skotið rótum, er til sannra manndygða miða. Að svo mæltu óskum vér íslendingum beggja megin hafsins, góðs og gleoilegs sumars. Alt af batnar það. / J síðasta tölublaði Hoimskringlu, er með ör- fáum og undur hógværam orðum, svolítil til- raun til þess ger, að andmæla hinu og þessu í greinarstúf vorum í Lögbergi, er í þá átt hneig, að sýna fram á ])að með ómótmælanlegum rök- um, hve staðlausar að ásakanir Heimskringlu- rit.stjórans í garð liberal-progressive samhands- þingmannanna frá Manitoba hefði verið, og hver hætta væri á ferðum, ef þvílíkir sleggju- dómar yrðu teknir góðir og gildir átölulaust. Ritstjóri Heimskringlú kallar þetta síðasta fóstur sitt PíslarvTotta, og höfum vér ekkert við nafnið að athuga. Pin hitt vekur í huga vorum undursamlega aðdáun, hve óvenju fá- orður ritstjórinn að þessu sinni er, því afkvæm- ið tekur ekki upp iiema meginið af ritstjómar- síðu blaðsins, að undantekinni auglýsingunni um nýrnapillur Dodd’s leyndarlyfja félagsins. íin hvert er svo erindi þessarar píslarvættis- lokleysu, og hvar er sannleiksperlumar að finna, er hún vafalaust átti að leiða í ljós Fyrst af öllu ríður á, að menn láti sér það skiljast, að ritstjórinn er gramur. Hann hefir alt af verið gramur, haft alt á liornum sér, frá þeim eftirminnilegu tímum, er honum mis- tókst, fyrir lítt afsakanlega sjóndepru kjósend- anna í Gimli-kjördæmi, að vernda sæmd þeirra, á Teulon-fundinum fræga, eins hart og hann hafði þó lagt að sér, að kunnugra manna sögn. Og þegar einhverjum er gramt í geði, er- ávalt undir hælinn lagt, á hverjum að gremjan helzt bitnar. 1 þessu tilfelli, era það liberal-progressive sambandsþingmennirnir frá Manitoba, er fyrir 7 vandlætingarsvipunni verða. Þeir eiga allir -að vera svikarar, að undanteknum Mr. Bird frá Nelson, — svikarar fyrir það, að reynast köll- un sinni trúir, svikarar fyrir það að hafa farið ráðvandlega með umboð það, er kjósendur fóln þeim í síðustu kosningum, sem opinherlega var því skilyrði bundið, að þeir veittu frjálslynda flokknum óskorið þingfylgi, í því falli, að hon- um yrði falin myndun nýs ráðuneytis. Allir liberal-progressive þingmennimir héðan úr fylkiúu, vora kosnir með aðstoð frjálslynda flokksins. Báðum aðiljum var jafn-ljóst, hve samvinnu-þörfin var brýn, — hve hörmulega illa gæti te'kist til, ef kjósendur, með náskyldar skoðanir í öllum meginmálum, bærust á bana- spjótum. Hér var því um ekkert leyni-brall að ræða, heldur að eins um sjálfsagða sam- vinnu, grundvallaða á sameiginlegum stefnu- kjarna, án tillits til flokksheita. Jafnskjótt og úrslit kosninganna urðu heyr- inkunn, og sýnt var, að Mr. King yrði falin stjómarformenskan í heridur, fór hann þess á leit við Bobert Forke, að hann tæki sæti í hinu nýja ráðuneyti. Vildi Mr. Forke í fyrstu engu um það lofa, og kvaðst að sjálfsögðu verða fyrst að ráðfæra sig við hina nýkjörau liberal- progressive þingmenn, er kosnir hefðu verið í fylkinu. Voru þeir þegar til fundar kvaddir og það að ráði gert, að Mr. .Forke skyldi taka tilboðinu um ráðherraembætti, með það fvrir augum, að með því myndi hinn nýi þingflokk- nr geta veitt málefnum fylkisins og Vestur- landsins í heild, greiðari framgang á þingi, en ella myndi verið hafa. Kjósendur höfðu ekk- ert við aðferð þessa að athuga, sem var heldur ekki að búast við, því hún var beiij afleiðing þess, sem um var barist í kosningunum. Liberal-progressive þingmennirnir héðan úr fylkinu, em að því er vér vitum bezt, stór- nýtir sæmdarbændur, með langa lífsreynslu að baki. Menn, sem erjað hafa jörðina nótt og nýtan dag, rutt vegi, jafnað myrkviðarþeltin við jörðu og ræktað á rústum þeirra gróður- þrungna akra. Oss finst það satt að segja ó- skiljanlegt, að ungur maður, nýkominn úr ann- ari heimsálfu, jafnvel hversu skýr sem hann er, skuli færast það í fang, að knésetja slíka menn og bendla nöfn þeirra við svik, b^egða ]>eim um stefnusvik fyrir það eitt, að þeir skuli íeyfa sér að líta nokkuð öðrum augum á málin^ en hann sjálfur. Og hvað þekkingu á landbún- aðarmálum að minsta kosti áhrærir, má það nýstárlegt fyrirbrigði kallast, að hinir liberal progressive þingmenn vorir, slagi þó ekki nokkuð hátt upp í ritstjóra Heimskringlu. Að sjálfs hans^ögn, hlýtur ritstjóri Heims- kringlu að hafa merkilega ófreskigáfu til að bera. Hann les samvizku manna í fjarlægum fylkjum, eins og fara gerist, og þá að sjálf- sögðu kvenna líka. Hann er svo sem ekki í miklum vafa um það, jjvemig þeim hafi innan brjósts verið, liberal-progressive stefnusvikur- unum frá Manitoba, er þeir geiddu fjálögunum atkvæði. Máli sínu til stuðnings, vitnar hann lítillega í ræður þeirra Mr. Glens frá Marquette og Mr. Browns frá Lisgar, er sýnilega voru þó ekki óánægðari með f járlögin en það, að báðir greiddu þeim atkvæði. Með tilliti til tollvemdunar kerfisins, má geta þess, að breytingar á því á þingi, em nú engan veginn jafn auðveldar og áður var. Pöst nefnd, er “Tariff Board” nefnist, hefir nú orðið mál þetta með höndum, og verða allar breytingar og kröfur fyrst að fara í gegn um hennar hendur, áður en lagðar skuli fyrir þing til fullnaðar-úrskurðar. Meðfram af þeirri á- stæðu var það, að minna var talað um hreyt- ingar á verndartollum af hálfu þingmanna- efna frjálslynda flokksins og þeirra, er undir nafninu liberal-progressives gengu, en venja hafði áður verið til. Hitt er jafn-ljóst, eins og vér mintumst á í hinni fyrri grein vorri um þessi mál, að frjálslyndi flokkurinn taldi eíkki mikillar verndartolla lækkunar von á þing- inu nýafstaðna, ofan í lækkunina miklu frá í fyrra, þótt hann enn sem fyr lýsti trausti sínu á lágtollastefnunni. Frjálslynda stefnan er sönn trúmensku-stefna, — hún hefir aldrei bmgðist máLstað fólksins eins og svo margar aðrar stefnur hafa gort. Hún er hvorki íhalds- né æsingastefna, hún þræðir gullna meðalveg- inn, samstíg þroska hverrar kynslóðar um sig. Ritstjóri Heimskringlu ])eytir upp miklu moldviðri, út af lækkun tekjuskattsins á nýaf- stöðnu þingi. Hann virðist eiga afar-örðugt með að átta sig á því, að allir þeir, er á annað borð greiða tekjuskatt, hagnist hlutfallslega jafnt við lækkun þá, er nýverið var leidd í gildi. Tæpast verður þó með sanni sagt, að slíkt sé afar vandskilið. Segjum að lækkunin nemi 5 af hundraði upp og niður af tékjum þeirra allra, er skattskyldir em. Hvar koma þá öf- ugu hlutföllin til greina? Gott og vel. Rit- stjórinn er grairiur enn, — sennilega meðfram yfir því, að þeir, sem óskattskyldir eru og þar af leiðandi engan tekjuskatt greiða, skuli ekki hagnast líka. Hann um það. Það er annars næsta eftirtektarvert, hversu Heimskringlu-ritstjóranum á þessari síðustu píslarvættis krosferð sinni, tekst meistaralega að blanda saman fjarskyldum málum, og bve natinn hann er við það í tilraunum sínum, að lýiða sem allra vandlegast athygli lesendanna frá umtalsefninu, eða málskjamanum sjálfum. Til dæmis er það eitt trompið, er notað skal til þess að sanna svik á liberal-progressive þing- mennina frá Manitoba, að einn af þingmönnum frjálslynda flokksins frá Quebec, Mr. H. E. Lavigueur, hafi látið í ljós ánægju sína yfir fjárlögum síðasta þings. Fyr má nú rota en dauðrota. Það er eins og allir megi til með að vera óánægðir við alt og alla, úr því að rit- stjóri Heimskringlu er ekki í sem beztu skapi. Einu sinni sátu fjórir menn við spilaborð, — vora að spila “íslenzka vist”, og var að sjálfsögðu sóló í spilinu. Einn maðurinn var skjótur til víga og ofurhugi hinn mesti. Hann sat í forhönd og fé'kk alla spaðana, þrettán að tölu, á hendina, — og hann sagði heilsóló for- takslanst. Glæsimennið rak bylmingshögg í borðið og sló út spaðatvistinum. Enginn “be- kjendi”, og þó sveik enginn lit. Glæsimennið vaknaði við vondan draum, — féll á útslættin- um við lítirin orðstír. Eitthvað svipað fer stundum fyrir ýmsum þeim, er svo miklum kafa beita í meðferð opinberra mála, að þeir gofa sér ekki tíma til, að skoða þau í réttu Ijósi. 1 afskiftum ritstjóra Heimskringlu af almennum málum, virðist oss, því miður, oft og einatt kenna slíks ofurkapps, að sanngimin, sem þó er hverju máli nauðsyleg, verði iðug- lega að sitja á hakanum. Og eitt óyggjandi dæmið því til sönnunar, er hin gersamlega ó- verðskuldaða árás hans á liberal-progressive sambandsþingmennina frá Manitoba. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDl ALVEG FYRIRTAK i gróðahlutdeildar ávísunar Enskir,skáldmœltir skóladrengir Áhugi þeirra fyrir Eddunum og Goðafrœði Norðurlanda. Ekki alls fyrir löngu, stóð ritgerð um þetta. efni, eftir Prof. C. F. Hamilton, í tímariti, sem gefið er út af McGill háskóla. Prof. Hamilton byrjar ritgerð þessa með því að skýra frá, að það hafi verið siður stú- denta þeirra, sem stunduðu nám með honum, að gera eftirlíl<ingar af enskum bókmentum. Námsfólkið myndaði með sér félagsskap fyrir þessar tilraunir. Er svo að skilja, sem þeim hafi fundist, að þetta vera ein námsgreinin, og ekki sú þýðingarminsta. Því öllum hlutaðeig- endum var það ljóst, að tilraunir þessar sköp- uðu meiri áhuga heldur en flestar aðrar náms- greinir. FÉ. sparað í æsku, er virði tvöfalds spariféum miðjan aldur. Margur, sem ríkur er í dag, keypti sér rétt til gróðahlutdeildar með þeim peningum er hann sparaði úr borgunarumslag- inu. Allir sem nógu sterkan vilja hafa, geta gert hið sama. Maðurinn sem sparar, er maðurinn sem efnast. The Royal Bank of Canada Lœvirkinn (The Skylark). He clears his voice with að sip of the dew That fies on the grass when the day is new, Then spreads his wings and soars on high Till he ’s naught but a spec in the vast blue sky. “Eftir að eg varð kennari,” bætir Prof. Hamilton við og heldur áfram: “vona eg að mér hafi tekist að finna heppilegri aðferð til þess að glæða og halda við áhuga fyrir málinu, hvort heldur bókmentir vora kendar í bundnu eða óbundnu máli. En nú fyrir stuttu veittist mér tækifæri til þess að kynnast nýrri kenslu- aðferð, sem vakti hjá mér fomar enduminning- ar. Kensluaðferð sú, .sem eg ætla að skýra frá hér, hefir hepnast vel og hefir verið notuð við Perse skólann í Cambridge á Englandi. Skóli þessi er einn af elztu málfræðisskólum þeim, sem gamla England er svo auðugt af. Dr. W. H. D. Rouse, frægur mentafrömuður, var skóla- stjóri við Perse skólann á tímabili því, sem hér ræðir um. Drengir þeir„ sem nutu undirbún- ingsmentunar fyrir háskólanám, innrituðust á aldrinum níu—tíu ára. Þótt stúdentar, sem þangað koma, séu þar eins og annars staðar misjafnir að hæfileikum, þá koma þeir venju- lega nokkuð vel út við próf. 1 samkepni við aðra skóla samskonar, vinnur Perse skólinn æfinlega sinn hluta af verðlaunum, sem kept er um.” “Af því að þessi nýja kensluaðfyð hefir hepnast vel við skóla þennan á Englandi, finst mér það vera skylda mín, að skýra frá þvi með fáum orðum. Hefi eg þá sérstaklega í huga mína fornu bekkjarbræður, og auðvitað alla, sem áhuga hafa fyrir bókmentum og kenslumálum.” Nú kem eg að því efni í ritgerð Prof. Ham- iltons, sem ætti að vera fróðlegt fyrir unglinga sem nú eru að alast upp og ánægju hefðu af því að kynna sér Eddurnar og goðafræði Norður- landa. Enginn hugsandi maður, sem les Edd- umar, gleymir þeim vizkubranni; þar er sýnd- ur hugsunarháttur forfeðra okkar með svo skýrum og eftirminnilegum dráttum, að það er eins og viðburðir liðinna alda komi til manns— komi til baka með yfimáttúrlegum töfrakrafti. Myndimar, sem þar eru dregnar, virðast vera svo nærri þeim, sem les með samúð og skilningi. Þannig löguð áhif böfðu Eddurnar á hina ungu ensku námsmenn. Eftir að þeir voru búnir að lesa Shakespear og þaðtbezta, sem þeim var boðið af enskum bókmentum, þá velja margir þeirra Edduraar og goðafræði Norðurlanda til þess að semja kvæði og leikrit lít a£ þeim. Prof. Hamilton tekur það fram, að þekking sem liann hafi af Perse skólanum, sé af fimm “Perse Playbookes’, sem hafi verið safnað til á áranum 1912—15. Hann segist aldrei hafa stundað nám við þenna skóla. Sú minsta af þessum bókum, sem gefnar voru út af W. Heffner and Sons, Cambridge, hefir innan við fjörutíu þlaðsíður; lengsta bók- in er um 200 bls. Innhald era leikrit í bundnu máli, um margs konar efni. Nítutíu og fimm skóladrengir eru tilnefndir sem höfundar. Þess er ekki getið, hvað jnargir nemendur hafi stundað nám við skóla þenna á þessu tíma- bili — 1912-15. Fullkomlega sjötíu af hundr- aði af öílum skóladrengjum frá tíu til fjórtán ára, geti ort ljóð sómasamlega (write credit- able poetry). Það er eins og skóli þessi hafi uppgötvað kristalstæra lind í mannlegu eðli, sem aðeins fáum var áður leyft að drekka af. Þótt ekki séu allar þessar uppsprettulindir vatnsmiklar, eða straumþungar, þá eru þær eftirminnilegq. tærar og þýðar. Sanngjarnt virðist að sýna eitt dæmi. His musical notes come fast and frée In a strain of sweetest melody He pours them out so rieh and clear, That his thrilling song the world may hear. To guard the nest his mate must stay But her heart is cheered by his roundelay, When sunset comes with its rósy glow He’ll leave his heaven for his love below. Þetta kvæði er eftir tólf ára dreng — Adrien Tuffield. Það hefir verið sameigin- legt álit okkar Islendinga, að við höfum ekki verið afskift- ir, þegar skáldamiðinum var skift. Ef margir tólf ára drengir af fslenzku bergi brotnir geta ort eins laglega eins og Adrien Tuffield, þá væri gaman að heyra frá þeim. “Pyrir nokkmm árum byrj- uðu sumir af þessum skóla- drengjum að koma fram fyrir almenning með leikrit, sem þeir höfðu sjálfir samið; var gerður að því góður rómur. Meðal vel 'þektra manna, sem hafa látið í ljós undrun og að- , dáuri, yfir leikendum þessum og leikritum, era aðaLsmenn- irnir Walter Raleigh, frægur rithöfundur; F. R. Benson, frægur leikari, og fomfræð- ingurinn Cecil Sharp. ” Af þeim leikrituni, sem get- ið er um að samin iiafi verið af stúdentum Perse skólans, em þrjú samin eftir efni úr Eddunum: “Thors Hammer” ritað “in blank verse” af nokkrum liinum yrigri drengj- um. “Dauði Baldurs” og “Freyr’s Wooing”'. Meðal- áldur ])essara ungu stúdenta var tólf og hálft ár. • “Það er deginum ljósara, að liöfundarnir kasta sér með brennandi áhuga inn í hinar dularfullu og andríku norrænu æfintýrasögur. Útsýnið er þar hreint og fagurt og skáld- legt. Eftir að nemendurnir með aðstoð kennaranna, hafa niargsinnis farið í gegn um eitthvert æfintýri eða goða- ■sögu, sem sérstaklega heillar hugann, þá eru ræður þær, sem haldnar eru, skrifaðar upp. Þó eru það stundum ekki nema fáeinar setningar í bundnu eða sundurlausu máli. Öllu, sem nokkurs þykir um vert, er haldið saman, svo er valið úr því síðar. ” Prof. Hamilton sýnir lit- drátt úr leikriti, “Dauði Bald- urs”, sem var hið þriðja í röð- irini, eftir “Thor’s Hammer”. Fyrstu tildrög fyrir þessum leikritum voj-u í þriðja bekk. “í sumum tilfellum er erfitt' að segja um það, hver þessara 1 drengja er höfundur — hver! lagt hefir mest eða minst til—| sérstaklega, þegar um leikrit er að ræða.” Mörg af hinjnn beztu Ijóð- um, sem Prof. Hamilton sýnir í þessari ritgerð, em eftir drengi, sem aídrei hafa kom- ið fram nema með það eina kvæði. . Auðvitaðr J á sér hið sama stað þar eins og annars- staðar, að mikill méiri hluti nemendanna hætta öllum til- raunum við Ijóðagerð, þegar skyldustörf fullorðins áranna taka upp allan tíma. — Þá hætta flestir að svara röddun- um dularfullu, af því þær hafa svo lítið “verzlunar vit — svo lítið praktiskt gildi”. “Áhugi okkar í skölanum,”' segir einn af kennurunum, H. Caldwell Cook, sem er sjálf- ur skáld, “fyrir hinum nor- rænu goðum, var að þakka fróðleikslöngun, og forvitni eins nemandans — faðir hans las Eddurnar.” Ef það er rétt, sem sagt var eitt sinn í ritstjórnargrein í 'vestur-íslenzku bíaði, að fólk hér fyrir vestan eigi mjög erf- itt með að skilja Islendinga- sögur og Eddumar skilji fá- ir, þá er það nokkurn veginn víst,, að faðir þessa drengs hefir ekki verið Vestur-lslend- ingur. — Það er alkunnugt, að Edd- urnar eru ritaðar á fornu skáldamáli —- sérstaklega Sæ- mundar Edda. Eru bækur þessar mikið þungskildari holdur en safn það, sem alment gengur undir nafninu Islend- inga sögur. Það væri fróðlegt að fá að vita, hvað margir. drengir, sem fæddir eru fyrir vestan haf, af íslenzku bergi bi^otnir, hafa áhuga fyrir Edd- unum — og fræða aðra um þær — af því að hann faðir þeirra las þær og útskýrði fyrir þeim í æsku. Til skamms tíma voru Edd- urnar lítt fáanlegar; nú geta menn kosið hvort heldur sem }>eir vilja, eignast þær á ensku eða íslenzku. Þarf ekki annað en síma til næsta bóksala. Þó era það líklega fremur fáir á meðal Vestur-tslendinga, sem þekkja Eddurnar jeða innihald ])eirra frá “Gesti Vestfirð- ing.” Aðalsteinn Kristjánsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.