Lögberg - 21.04.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 21.04.1927, Blaðsíða 3
/ ivOGBERG. FIMTUDAGINN 21. APRÍU 1927. fla. 8 iO íl ríi? VTv Hvernig líf, mér háíf-í mt gum Eftir Edgar A. Guest. (Framh. frá síð. bl. ) Eitt af því, sem eg er viss um, þegar eg nú er orðinn hálf fimt- ugur, er það, að áhrifin, sem ást- vinir vorir hafa á oss haft, hverfa ekki þótt þeir deyi. Við það fara þau miklu fremur vaxandi. Eg er viss um, að vér erum enn nær þeim sem dánir eru, heldur en hinum, sem lifa. Vér hugsum til þeirra með meiri hlýleika og vér metum ráð þeirra meira og skilj- um betur vísdóm þeirra og góð- vild. Vér munum, hve góðir þeir voru oss og hvað þeim þótti vænt um oss og létu sér ant um oss. Meðan þeir lifðu, fanst oss þeir of ósanngjarnir og vér höfðum varla hugmynd um hve mikið þeir oft og einatt lögðu í sölurn- ar, til áð firra oss vandræðum raargskonar og vonbrigðum og vanvirðu. Vér hugsum um dána ástvini með viðkvæmni og tölum ^jm þá með virðingii og góðvild, sem mundi hafa glatt þá hjartan- lega, ef vér hefðum talað þannig við þá sjálfa. Eg er viss um, að áhrif föður míns á mig hafa farið sívaxandi. Hann er mér enn ljóslega fyrir hugskotssjónum, þótt hann væri frá okkur tekinn 1897. / Meðan ástvinir vorir Iifa, er ^alt af eitthvað að koma fyrir, sem skilur þá frá oss. Þegar þeir eru öánir, verða þeir ekki frá oss teknir. Þegar eg var drengur, var faðir minn oft ekki hjá mér. Hann var ekki hjá mér, þegar eg var í skólanum, eða þegar eg var að leika knattleik, eða hlaupa út um allar götur. Mestan hluta dagsins var hann ekki hjá mér. Hann gat ekki séð hvað eg var áð gera og ekki tekið þátt í gleði minni og hrygð. Hann var á skrif- stofunni, eg var einhvers staðar annars staðar, og það var oft langur vegur milli okkar. Eg man, að eg sýþdi einu sinni rhik- ic snarræði í knattleik, eða mér, og félögum mínum, fanst það, þó það væri kannske bara tilviljun. En fögnuðurinn var mikill í huga mínum og eg óskaði þess svo innilega, að nú hefði faðir, minn séð til mín. Nú er öðru máli að gegna. Mér finst, að hann viti alt, sem eg hefi gert og er að gerq. Stundum finst mér að eg sjái hann, og heyri og hvar sem eg fer, þá er hann aldrei fjarri mér. Mér hefir leiðst í stórum borgum og smáum,.-&g mig hefir . langað heim. í hvert sinn sem eg fer eitthvað, finn eg átakanlega til þess, að eg er langt í burtu frá fjölskyldu minni. Eg hugsa cft um það, að það er kannske nokkrar dagleiðir heim til þeirra. ■í'ólk mitt er í Detroit, en eg er kannske einhvers staðar annars- staðar, og eg get ekki látið mér flnnast, að það sé hjá mér. Það er alt á annan veg með föður minn; eg þarf ekki annað' en hugsa um hann, og þá finst mér að hann sé nærri mér. Áður hélt eg, að svona um hálf fimtugt væri maður að byrja að verða gamall. Nú finSt mér það ekki vera, og eg er stundum að hugsa um það, hve nær gamals- a’jdurinn eiginlega byrji. Eg get ekki sagt, hvernig það er að verá gamall, því mér hefir aldrei fundist eg vera það. Eg giftf mig 1906. Mrs. Guest hefir þá líklega ekki vitað að hún var að taka að sér dreng til að líta eftir, fen hún veit það nú. Enn í dag geri eg allra handa vit- leysu Oft kemur það fyrir mig, að langa mikið í sætar kökur, brjóstsykur og ísrjóma og ýmis- ^egt fleira, sem fánýtt er. Enn er eg hirðulaus um fötin mín. Kon- an finnur stundum í vösum mín- um þessa vitleysislegu vasaklúta, sem fullorðnum mönnum er ekki samboðið að nota. Eg kasta hatt- inu mínum á fyrsta stólinn, sem fyrir verður,. þggar eg kem inn. Konan þarf að tína saman hluti sem mér tilheyra, alveg eins og t það, sem drengurinn okkar á. J Enn þá finst mér þau eplin girni- legri, sem hanga í greinum trjánna, héldur en hin', sem eru til sýnis og sölu í búðarglugg- anum. Fyrir fáum árum hætti eg að leika knattleik/ Ekki vegna þess, að mér þætti ekki eins gaman að honum eins og áður og áhuginn var hinn sami, að því er eg gat bezt fundið. En e^ fann sjálfur að nú lék eg ekki eins vel og áð- ur. Mér hafði farið aftur, eg var ekki eins fimur og fljótur eins og eg hafði verið. Yngri piltarnir sumir léku betur en eg. Eg var að dragast aftur úr, og eg fann að eg gat ekki lengur gert eins vel eins og sumir yngri mennirn- ir. Eg sagði við sjálfan mig: “Þú ert að verða of gamall, drengur minn, til að leika knatt-. leik, og nú er kominn tí)ni fyrir þig að hætta því.” Og nú, þegar eg lít aftur og hugsa um minn síðasta knattleik, þá finst mér að þetta sé einmitt það, sem kállað er að verða gam- all. Allir munu finna til þess, smátt og smátt, þegar aldurinn færist yfir þá, að þeir verða á eftir í kappleik lífsins og yngri mennirnir komast fram fyrir þá. En meðan maður varðveitir sína andlegu æsku, verður maður í raun og veru aldrei gamall. Þegar faðir minn var hálffimt- ugur, virtist hann vera talsvert eldri, en eg er nú. Á hans dög- um, var munurinn á hinum yngri og eldri miklu gleggri, heldur en hann er nú. Þá var gert ráð fyr- ir því, að drengirnir breyttust á vissum aldri og yrðu að fullorðn- um mönnum. Það var eins og ætlast til þess, að þegar maður væri orðinn fullorðinn, þá hætti maður að taka þátt í lífi æsku- mánnsins, leikjum hans og glað- værð, og yrði háalvarlegur í hugs- un og framkomu allri. LeiHirn;r voru fyrir drengina, en kyrðar- líf fyrir hina eldri. Mér hefir aidfei skilist, að það væri sérlega áríðandi, að haga þannig framkomu minni allri, að hún eins og bæri það með sér, að til þess væri ætlast, að fólk sýndi manni sérstök virðingarmerki. Eg hefi aldrei kunnað við, að \era 'kallaður “Mister” Guest, enda er það mjög sjaldan gert og flestallir kalla mig æfinlega Eddie 0g fellur mér það ágæt- lega. Mér virðist nú, að eg sé alt af við og við að kasta frá mér ýmsu því, sem eg áður taldi verðmækt og þótti mikið til koma þegar eg var yngri og hafði meira af hé- gómaskaþnum. Margt af því finst mér nú ekki eftirsóknafc:- vert, sem mér áður þótti mest til koma. Því meira sem eg kemst yfir af hinu sanna verðmæti lífs- ins, því betur finn eg, hve margt af því, sem maður sækist eftir og gerir sér miklar áhyggjur út af, er í raun og veru litils virði og ekki þess vert að sækjast eftir því. Eg gæti sagt, að vitsmunir rrínir hefðú að þvi leyti mest þroskast, að eg hefi lært að skilja að margt af því, sem fólkið sæk- ist svo ákaft eftir, er í raun og veru ósköp lítils virði. Hvað gerir það til, hvað ríka fólkið á hinu strætinu hugsar um raann, eða segir? Vér höfum vora eigin vini og getum notið éins mikillar ánægju með þeim, éins og auðugi maðurinn með sínum félögum. Hvað gerir það til, þótt sumt fólk virðist ekki sjá, og viður- kenni ekki kosti vora og hæfi- leika? Kosti vora þekkjum vér bezt sjálfir og þeir verða í raun og veru hvoi'ki meiri eða minni við það, sem aðrir segja um oss. Eg hefi þá skoðun, að ekkert veiti manni eins mikla ánægju eins og þáð, að lifa fyrir aðra, en það sé hins vegar mesta óánægjja- efnið, að vera sífelt að eltast við það, að fullnægja vömmum ann- ara. Þegar menn eru að kvarta yfir því, að þeir séu ekki viður- ke^idir, þá bendir það í þá átt, að þeír finni sinn etgin vanmátt til að komast áfram og upp á við. Fyrir löngu varð-mér það ljóst, að eg get ekki verið alstaðar, gert eða haft áhuga á öllu. Þó eg væri alstaðar boðinn og velkom- inn, þá gæti eg ekki né vildi. al- staðar vera. Þó eg gæti ekki sótt samkvæmf með hverjum sem éh, þá>veldur það engrar gremju í huga mínum. Eg lifi mínu eigin lífi, eins vel eins og eg get' og er þakklátur fyrir þá gleði og á- nægju, sem eg fæ notið,'og eg reyni alt, sem eg get, án þess að gera öðrum rangt til, að hafa eins mikinn tíma fyrir sjálfan mig, eins og hægt er tll að sinna þvi, sem mér er geðfeldast og veitir mér mesta ánægju. Eg sæki ekki samkomur eða veizlur til að láta aðra sjá, að eg sé þar eða til að “sýna mig og sjá aðra”, sem kall- að er. Þar kem eg vegna vináttu, en ekki af hégómaskap. Eftir að hafa lifað í 45 ár og hlotið töluverða lifsreynslu, Aefi eg komist að þeirri niðurstöðu, að það er að eins mjög fátt sem hefir veruleg áhrif á nytsemi lífsins og á lífsgleðina, sem mað- ur getur notið í þessum heimi. Það mætti skifta því í sex liði, og eru þeir þessir: Lunderni. Hógværð. Traust á Guði og mönnnum. Iðjusemi. Slíýr hugsun. Vilji til þess að leggja eitthvað á sig, svo öðrum megi líða betur. Athugum þá lundernið fyrst. Méð lunderni á eg við það, sem kalla mætti mannsins innra mann. Hér er um það að ræða, sem alt af er í fullu gildi og verður að takast til greina. Lundernið verður ekki selt eða keypt með afslættí. Það sem eg á við með lunderni, get eg enn fremur skýrt með dæmi: Fyrir nokkrum árum kom fyrir meiri- háttar erfðamál í Rochester, N. Y. Þeir, sem arf áttu að taka og einnig vitni, komu alla leið frá Evrópu til að mæta fyrír réttin- um. Fasteign, sem dánarbúinu tilheyrði, þurfti að virða til pen- inga og til þess þurfti talsvert langan tíma. Dómarinn vildi fresta málinu í túo mánuði. það mundi hafa komið þessu aðkomu fólki frá Evrópu mjög illa. Einn af lögmönnunum stóð þá á fætur og sagði: “Herra dómari. Ef við að eins getum fengið hann, þá veit eg af manni, sem getur sagt okkur strax, hvers virði þessi eign í raun og veru er.” Hann nefndi manninn, og lög- maðurinn fyrir hina hliðina var áægður með þetta og sagðist skyldi taka góða og gilda virðingu þessa manns á þessari eign. Allir hlutaðeigendur féllust þegar á það, að ef þessi máður vildi taka að sér að virða þess eign, þá skyldu þeir allir gera sig ánægða með hans virðingu, “því það hefir aldrei heyrst, að þessi maður hafi gert nokkrum manni rangt til”, sagði einn af lögmönn- unum. Næsta dag kom þessi maður í réttarstalinn. (Hann virtti eígn- ina og allir voru ánægðir með hans virðingu og málið var fljót- lega afgreitt. Þessi borgari í Rochester hafði þáð lunderni, sem ekki er hægt að eignast alt í einu, heldur með langri æfingu. Það -er ekki hægt að kaupa það fyrir verð, og það þarf langan tíma til að þroskst. En þegar það er fengið, þá er það meira virði en alt annijð á jarð- liki. Þetta hnoss stendur öllum til boða, en þeir eru að eins fáir, fém nokkurn tíma eignast það. Æn þess geta menn orðið ríkir, og það gera margir, og víðfrægir sömuleiðra og notið mikilla mann- virðinga o/ aðdáunar margra. En þeir, sem lengi lifa, komast allir fyr eða síðar að þeim sann- leika, að traust og einlæg vinátta samfylgdarfólksins á lífsleiðinni, er öllu öðru meira virði. Ein af þeim dygðum, sem manninum er algerlega nauðsyn- legt að temja sér, er.hógværð — stilling. Margt af því, sem kem- ui manni í æst skap, eru bara smámunií, sem litlu varða. Ef rnaður gætti hógværðarinnar dá- lítið betur, heldur en oft verður raunin á, þá mvndi maður sjálf- ur og þeir, sem með manni eru, oft komast hjá mikilli qánægju og óþægindum. Atvik kom, fyrir mig rétt ný- léga, sem reyndi töluvert á mína eigin stillingu. Eg var nýbúinn með grein, sem eg hafði verið að skrifa og heil vika hafði gengið til þess að semja hana. Mér þótti vænt um að hafa lokið þessu verki og morguninrt, sem eg ætlaði að láta greinina í þóstinn tók eg hana og lagði hana á skrifborðið mitt. Enga afskrift hafði eg af henni. Fór eg svo út úr her- berginu um fltla stund. En þeg- ar eg kom aftur. var hand*ritið horfið. Eldurinn 1 eldstæðinu gaf til kynna, hvað um hana hafði orðið. Vindurinn hafði feykt ritgerðinni af skrifborðinu og hún hafði lent í körfunni, sem eg hafði fyrir' bréfarusl. Meðan eg fór út, hafði vinnukonan kom- ið inn í herbergið og látið öll blöðin', sem í körfunni voru, í eld- inn. Vikuverk' mitt var eyðiíagt á svipétundu, og þetta var alt fyrir augnabliks óaðgætni. Eg fann talsvert til skaðans. En hefði það nú bætt nokkuð úr, þótt eg hefði orðið bálvondur. Geðvonzka og gáurga anugtúaf Geðvonzka/og gauragangur út «f þessu óhappi, hefði aldrei fært mér aftur handritið, sem brunn- ið var. Eg hefði hæglega getáð gert vini*ukonuna hrygga o g íéiða og komið öllu heimilinu í uppnám, og það hefði eg gert, ef eg þá hefði látið lund míha ráða. •Þíjnnig mundi það líka hafa far- ið, ef eitthvað þessu líkt hefði komið fyrir mig, þegar eg var þrjátíu og fimm ára, eða yngri. Nú gerði eg ekki annað en það, að banna mínu heimili að hafa hönd á nokkrum skjölum á skrif- stofu minni, og helzt vildi eg að enginn kæmi þar inn og sjálfur skyldi eg hér eftir taka þar til. Eg fór svo aftur að semja þessa sömu ritgerð. Sjálfur held eg að mér hafi hepnast að semja betri ritgerð, heldur en hin var, sem brann. En umhugsunin um þetta hefir sannfært mig um, að það er ekki til neins að syrgja skað^ s-nn eða verða ergilegur og óstilt- ui út af honum. Bezta ráðið er að taka þegar til verks og reyna að bæta skaðann sem orðinn er. Maður verður að taka hlutina eins og þeir eru, en ekki eins/Og maður vildi láta þá vera. Geð- vonzkan, sem maður leyfir inn- göngu í huga sinrt og .stóryrðin og illyrðin, sem maður lætur út úr sér, bæta aldrei úr því sem að er. (Meira.) Lístaverk Einars Jóns- s onar. Listasafn Kinars Jónssonar ber hæst af öllum húsum í höfuðstað landsins. Myndhöggvarinn sjálfur hefir valið þennan stað og látið reisa þar hið varanlega heimili fyrir listaverk sín. Síðan hafa aðrir fundið hve vel þessi staður var val- inn. Nú er afráðið að í nánd við listasafn Einars skuli reisa marg- ar af helstu byggingum landsins. Skólavörðuhæðin á að verða fyrir Reykjavík það sem Akropolis var í Aþenu hinni fornu. Frá mínu sjónarmiði er listasafn Einars einhver merkilegasta verk- leg framkvæmd styrjaldaráranna. í fvrstu átti að byggja skúr, sem kostaði 10 þús. kr. Og ef einhver hefði í byrjun nefnt 2000 þús. þá hefði þingið aldrei veitt svo mikið sem eina krónu til að gera fokhelt skýli yfir listaverk þau, séni Einar hafði þá gefið landinu. Einar gerði sjálfur teikningtma að húsi sínu, og lagði þá um leið grundvöll að nýjum stíl í íslenskri húsagerðarlist, samhliða frænda sínum Ásgrími Tónssyni málara. Austurhlið hússins sýnir línurnar í hallarstílnum íslenzk^. Þannig má byggja vegleg hús undir blágrýtis- hlíðum. Sömu línurnar komu þrá- sinnis fram í myndum Einars. Þeir sem eru kunnugir á bernskuheimili hans, Galtafelli. segja. að þaðan hafi han úr náttúrunni fyrstu fyr- ir myndir listar sinnar. í aðal salnum í listasafninu eru flestöll meiriháttar verk Eánars Tónssonar. Er allur umbúnaðurinn einfaldur og smekklegur. Svartir; fótstallar með beinum línum fara vel við snjóhvítar myndirnar. Þol- ir sá salur fulkomlega samanburð við 'hvert annað einstaks' manns safn í álfunni. Þegar merkir útlendingar koma til höfuðstaðarins, jiá er eiginlega varla nema tvent frumlegt sem bæj- arbúar geta sýnt gestum sínum. Annað er útsýnið, fjarsýnin úr Revkjavik, hiun víði, lireytilegi og fagurgerði sjóíideildarhringur. Hitt er listasafn og listaverk Einars Tónssonar. Þvi miður ná ekki allir íslend- ingar til að sjá verkin sjálf, eða þeir geta ekki haft þau fyrir aug- um sér nerna einstaða sinnum. En nú vill svo vel til. að gefin heGr verið út bók um listaverk Einaff, með hinum prýðilegustu njyndum, bæði höggmyndum og málverkum. Stutt lýsing fylgir á íslenzku og skyldum málum. Aldrei hefir verið gefin út hér á landi vandaðri út- gáfa nieð myndum. Þessi bók kom út fyrir ári síðan, en hún er því miður ekki enn kunn nema litlum hluta þjóðarinnar. En hún þarf að koma viðar, heim á hvert einasta íslerjzkt heim- ili, til landa okkar í Vesturheimi, og til vina íslands" erlendis. þeirra, sem skvn bera á menning landsins og séreinkenni íslenzkrar náttúru. Einar Jónsson-er frægastur allra núlifandi íslendinga. Það á hann ekki eingöngu a<V þakka vfirburð- uni sínum, þótt miklir séu. heldur lika þvi, að hann talar alheimsmál T myndum hans éndurspeglast nátt- úra landsins og margt af því sem er dýpst og best i hugsun þjóðar- innar. Þjóðirnar fara misjafnlega með bestu menn- sina. Grikkir sendu flesta öndvegismenn sina í útlegð. Norðmenn frændur okkar hafa haft gagnstæða aðferð. Þeir hafa« lyft skörungum sínum hærra, til að láta frægð þeirra endurskina á þjóðina alla. Um skeið leit út fvrir að við fs- lendingar myndum brevta eftir for- dæmi Grikkja við Einar Jónsson. Ef til víll er það aðeins heppileg tilviljun að svo varð ekki. Einar Jónsson býr nú mitt á meðal okkar. Verk hans .öll hin bestu halda (i- fram að vefa höfuðdýrgripurinn, sem geymdur verður á Akropolis íslenditiga. En endurspeglun þess- ara mynda þarf að komast inn í heimilip og þaðan í sálir allra landsins barna. Mikill listamaður kennir þjóð sinni að skilja sjálfa sig. /. /. —Timinn, reið niður rjáfur og ra'mmir ásar. Skall yfir eldhafið ólgandi, logandi, eldvargar runnu fram hvæsandi sogandi. Reykurinn glóðþrunginn gaus upp úr kafinu, gaflacjið eitt stóð sem klettur úr hafinu. Minnisstæð hefir og Njálsbrenna orðið Kristjáni Jónssyni, er hann kveður: Minstu nú mín unga önd, endur þeirra tíða, þegar logti bundu bönd Bergþórshvol hinn fríða. Héðinn einn þar gekk um glóð, sem gnoð í sjávar róti, 1 og með helgum hetju móð horfði dauða móti. Hreysti, mátt og hugar-þrek hættur beygðu ei neinar; eldibröndum að hann lék, .eins og knetti sveinar. ''~V. /ama kemur fram hjá Renedikt Gröndal eldra (Jónssyni), er hann minnist Skarphéðins og afdrifa hans: Frá eg Héðni frægs til vígs fima limu axla, hvort er hann reiddi Rinunugýgs rönd eða Þráins jaxla. Til hans eg aldrei heyrði neitt, hvað er að snildum skeiki; en hamingjan er ætíð eitt, annað gjörfuleiki. Minna má og a meðferð snjall- asta leikritaskáldsins okkar, Jóhann Sigurjónssonar, á Njálsbrennu í leikriti hans “Lyga-Mörður.” Því þar kemur Ijóst fram, hve snortinn hann hefir orðið af þeim atburð- um. En það þarf ekki skáldin—mestu tilfinningamennina — til. Það mun énginn sá íslendingur til, hve til- finningasljór rekadritmbur sem það kynni að vera, sem ekki hefir kom- ist viö af að lesa lýsing Njáls um °tta. Og það má taka dýpra í árinni. Það þarf ekki íslendínga til. Þeir eru ekki fáif útlendingarnir, sem snortnir hafa orðið af lýsingunum í Njálu. Því antiað eins listaverk og Njála er víðar lesin en á Islandi.— Enda segir dr. Georg Brandés, um hana, að hún ætti að liggja á hvers manns borði um öll Norðurlönd, prýdd myndum eftir frægustu mál- ara, seni tilfengjust. ROBIN HOOD FLOUR Peninga ábyrgðin er ótvíræð. Lesið hana. Peninga til baka ábyrgð með hverjum poka. Robin Hood Flour er ábyrgst að reynast betur en nokkurt annað mjöl, sem malað er í Canada. Það er lagt fyrir kaupmanninn að skila aftur öllu kaupverðinu og tíu-per- cent þar að auki, ef kaupandi er ekki al- veg ánægður mjeð mjölið, eftir að hafa reynt bað tvisvar og skili afgianginum. V Njálsbrenna. Eftir dr. phil. Valtýr Guðmundsson E,inn af hinuin minnilegustu atburðum, sem gerst hafa á íslandi, er Njálsbrenna. Ber margt til þess. Þar var ófyrirsynju inni brendur einn hfnn göfgasti kvenskörungur landsins og ein hin mesta hetja landsins. Qg. þar sem lýsingin á þessari brennu er til vor komin í niesta snildarverkinu, sem til er í bókmentum vorum (og á öllum Norðurlöndum), þá er engin furða, þótt hún hafi haft átakanleg áhrif á hug vorn og hjörtu. Þetta kemur líka best fram J nútimaskáldverk- um vorum. Þannig kveður Hannes Hafstein: Buldi við brestur, brotnaði þekjan, Þegar til alls þessa er litið, er það engin furða, þó það hafi vakið mikla eftirtekt, bæði á fslandi og i útlöndum, er það fréttist, að nú byðjst tækifæri til að rannsaka brunarústirnar á Bergþróshvoli — frægasta stað landsins, mæst Þing- völlum. Þvi slíkt tækifæri, sem hér býst til ábyggilegra fornfræðarann- sókna, er sannarlegá enginn hvers- dagsmatur. ^ Um húsaskpunina a Bergþórs- hvoli á dögum Njáls. hefir margt og mikið verið skrifað í útlöndum, af þjóðkunnum vísindamönnum, án þess menn hafi getað orðið á eitt sáttir. Um hana hefi eg og ritað ta'lsvert í doktorsritgerð minni um húsaskipun íslendinga á söguöld- inni. Ogf þykist eg þar hafa greitt úr verstu flækjunum, enda engin mótmæli gegn skýringum minum síðar komið fram. En sjón er sögu ríkari. Bæði eg og aðrir, sem hingað til hafa skrifað um húsaskipunina á Rergþórshvbli, hafa eingöngu orð- ið að byggja á frásögninni í Njálu og skilningi okkar á henni. - En í er erfgin samfeld lýsing á bæ jáls. Það sem maður fær þar að vita um húsaskipunina, er því til- viljun ein, af þvi að það stendur að einhverju leyti í sambandi við þá atburði, sem þar gerast. Það eina, sem sjá má nieð fullri vissu. er, að bæjarhúsin voru mö^g. En hve mörg þau voru, verður ekki séö. Þau einu hús, sem beinlínis éru nefnd, eru: stofa, skáli émeð lofti i öðrum endanum), vefjarstofa og bæjardyr TgöngJ. Ennfremur sýnir Vrásögnin greinilega, að matbúrið hsfir verið eitt af bæjarhúsunum, þó sjálft nafnið komi ekki fyrir. Stofan hefir auðvitað éþaræins og annarstaðar) verið stærsta bæjar- húsið. Hún var bæði dagstofa og borðstofa, gestastofa ogjveizlustofa Skálirin hefir aftur verið miklu minni, þvf hann var aðeins svefn- hús. En af því brennan fer fram um nótt, eftir að Njáll og Berg- þóra eru gengin til hvílu„ ber auð- vitað mest á skálanum í frásögn- inni uni brennuna. Svo er og í öll- Urn öðrum sögum, að þegar eitt- hvað fer fram á næturþeli, þá ber mest á skálanum. En á daginn heyr- ist hann aldrei nefndur. Þá eru menn í stofunni. Og eins er á Berg- þórshvoli í Njálu. Hver fleiri bæjarhús kunni að hafa verið á Bergþórshvoli, fær maður ekkert um að vita. Þó má gera ráð fyrir, að eldhúsið hafi verið eitt af þeim, og sennilega nokkur fleiri. Og um afstöðu hús- an. t innbyrðis eða hvort til annars, fæt maður harla lítið að vita, þó dá- lítið megi um það ráða af ýmsum Orðatiltækjum í sögunni. Þar sem nú 'bæði hinar lítilfjör- legu (en þó að sumu leyti merki- legu) rannsóknir Sigurðar Vigfús- sonar og það, sem kom í ljós við kjallaragröftinn á Bergþórshvoli síðastliðið surnar, virðist hafa sýnt og sannað, að bærinn ávalt hefir staðið á sama stað og bygt hefir verið yfir hinar fornu brunarústir, svo að þær liggja þar enn óhrqyfð- ar, ef nógu djúpt er grafið, er auð- sætt. að hér er alveg einstakt tæki- færi til að komast að fastri niður- stöðu um húsaskipun fslendinga á söguöldinni. Því rannsóknir í Dan- mörku hafa sýnt, að einmitt bruna- rústir gefa að jafnaði betrþog trvggari upplýsingar um húsas'kjp- un en ,aðrar rústir. Rannsókn þes's- ara rústa má þvi ekki láta un4ir höfuð leggjast, þó hún kunni að kosta talsvert fé, heldur verður hún fram að fara með allri þeirri ná- kvæmni, sem kostur er á. 'vSeinni tíma rannsóknir hafa sýnt að byggingarlag hefir fyr á öldum víða á Norðurlöndum verið svipað og á íslandi, bæði í Noregi og Sví- þjóð, og eins í Dánmörku kringum Krists burð. Menn hafa þá einnig ]>ar bygt úr torfi og grjóti, eins og á Islandi. Ránnsóknin á Bergþórs- hvoli getur því haft mikla þýðingu fyrir öll Nbrðurlönd, sem liður í langri rannsóknakeðju. Þvi hér er um að ræða alveg einstakt tilfelli, þar sem menn vita með vissu, hve- nær Njálsbrenna fór fram ionj. Það mundi því líklega mega fá fé til rannsóknanna á Bergþórshvoli frá Danmörku, ef einhver tregða yrði á að fá það á íslandi, eða ekki svo ríflegt, sem hlíta mundi til full- kominnar rannsóknar. En fyrir því mun ekki þurfa ráð að genr, þar sem um er að ræða rannsókn á næst helgasta stað þjóðarinnar og rannsókn, sem vænta má að varpað gæti ljósi yfir eitt af meginatriðum i menningarsögu hennar: húsaskip- uniria á söguöldinni. Lesb. Mbl. Frá œímslisfagnaði Íþróttaíélags Reykjavíknr. , :;.f, Kvennaleikfimin. Búist er við, að flokkurinn fari til Noregs í sumar. A sunnudagskvöldið var sýndur fyrsti kafli íþróttasýninganna í Iðnó. Áður en sýningin byrjaði, hélt Guðmundur Finnbogason stutta ræðu um nauðsyn íþrótta fyrir lík- ama og sál. — Þá sýndu 12 stúlkur leikfimi undir stjórn Björns Jak- obssonar. Er þar skemst frá að scgja. að áhorfendur voru stór- hrifnir af og duridi lófaklappið hvað eftir annað. /Efingar Björns Jakobssonar, eru samsettar úr ýmsum leikfimis- kerfum, og sumpart hefir hann sjálfur tekið þær sáman. Þessi 12 stúlkna flokkur er svo samæfður, að unun er á að hoYfa; hrevfingarn- ar svo fallegar, léttar, þýðar, líkari dansi en leikfimi Jreirri, sem menn til skamms' tíma hafa átt hér að venjast. Þeir, sem ekki hafa séð þessa nýju kvenna leikfimi, fyllast undrun og aðdáun yfir fegurð þeirri og “harmoni”, sem hvílir yf- ir hinum mjúku hreyfingum. Ráðgert er að leikfimisflokkur þessi fari til Noregs í maí. Arerður vonandi tækifæri til þess að skýi;a nánar frá leikfimi þessara stúlkna, senr með frábærri ástundun og á- huga hafa gengið til æfinga mánuð eftir mánuð og árleftir ár, og nú eru að undirbúa sig til þess að gera þjóð vorri sórna fyrir utan land- steina. Eftir fimleikasýningu þessa hélt sr. Friðrik Hallgrímsson ræðu um Kirkjuna og íþróttirnar. Skýrði hann frá ýmsu í þeim efnum, er hann hafði kynst vestra. Þá sýndu þær dansa Ásta N'órðmann, 0g L Möller. Loks sýndi 8 manna gbmu flokkur úr Ármann íslenzka glímu undir stjórn Jóns Þorsteinssonar. T ‘ gærkvöldi sýndu þær Ruth og Rigmor TTatfson sólódansa, og Ruth Hanson leikfimi barna. Því næst hélt Jón Ófeigsson ræðu. Var það þörf hugvekja m. a. um þífi í hverju leikfimi skólanna væri ábóta- vant, óstundvíst íþróttamanna o. fl. ('Nánar síðar). Þá sýndu 4 menn úr “Ármann” hnefaleika. Reidar Sörensen kylfu- sveiflur og að lokum sýndi kvenna- flokkur leikfimi undir stjórn Ruth Hanson. f kvöld sýna tveir flokkar leik- fimi, kv'ennaflokkur Steindórs Björnssonar og karlaflokkur Björns Jakobssonar. — Gunnlaugur Claes- sen talar um íþróttirnar og lækn- ana, Ruth Hajnson sýnir “plastik” og Jón Þorsteinsson Alullersæfing- ar. Er þá sýningakvöldum þessum lokið. Mbl. 15. marz. Breytingar á hverunum viS Geysi. Eins op: kunnugt er, breytast gos- hverir sí og æ, gjósa ákaft um ára- bil, er kólna síðan og hitna enn aft- ur ®g taka að gjosa eftir hvíldina. Geysir hinn mikli var t. d. hættui gosum að mestu 1896, en lifnaði vi? í jarðskjálftunum þá og gaús ákafl fram yfir aldamót. Tók síðan aí dofna, og hefir engin hreyfing ver- ið á honum nú um nokkur ár. —• Fyrir nokkrum árum var vatnið i skálinni ekki nema 60 stig. Hér á dögunum hitti Mbl. Jón Tónsson bónda á Laug (við Geysi). Segir hann, að allmiklar breytingar hafr orðið á hverunum síðastl. ár. —Vatnið á GevsTsskálinni segir hann að sé altaf að kólna, en aftur á móti sé Strokkur gamli að hitna. Hann hefir verið hreyfingarlaus lengi. — Alun hitinn í honum vera kominn nálægt suðu. Litli Strokkttr hefir um mörg ár verið fullur af grjóti, og engin hreyfing á En hamn “ruddi sig” einu sinni í vetur. — Fata gýs meira nú en undanfar- in ár. Eftir þessu að dærna er jarð- hitinn á “Söndunum” /en svó heitir hverasvæðið alt) að færast vestur á bóginn. —Mbl. ^^•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^ * .♦. Sorrow and Wisdom. By Steingrim Thorqteinsson. Translated hy F. R. Johmon. ? T T T T T T T T T T lT T T ❖ He weeps today who wisdom reaps tomorrow; The wisdom blest is nurtured child of sorrow. ‘Neath sorrow’s deep ocean shines Truth’s pearl benign; That sea must thou pervade, if the pearl shall e’er be thine. l T T T T T T t t t ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.