Lögberg - 12.05.1927, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. MAí 1927.
Bla. 7
Mjög vel ánœgður með
afleiðingarnar.
Maður í Saskatchewan Notar
Dodd’s Kidney Pills.
Mr. J. A. Wihite segist hafa losn-
að við Bakverk.
Regina, Sask., 9. maí, (einka-
skeyti) —
Mir. J. A. White, að 831 Princ-
ess str., hafði samkvæmt annara
ráðum notað Dodd’s Kidney Pills
og dregur síðan engar dulur á
hvernig þær hafi reynst sér. <—
Hann skrifar:
“Mér var ráðlagt að reyna
Dodd’s Kidney Pills og gerði eg
það, og er mér óhætt að segja, að
þær hafa reynst mér mjög vel.
Eg varð fær um að fara á fætur
á morgnana og leið miklu betur
en áður.”
Nýrnaveiki er mjög algeng með-
al fólks í öllum stöðum og vana-
lega eyðir fólk löngum og dýr-
mætum tíma til að lækna hana
með einhverjum meðulum, sem
ekki eiga við. Bezt er að gefa
gætur að nýrunum og halda þeim
heilbrigðum. Ef þau eru í góðu
lagi, þá hreinsa þau öll óholl efni
úr blóðinu. En séu þau veik og
úr lagi gengin, þá safnast óholl
efni fyrir í blóðinu og veikja all-
an líkamann. Dragið þetta ekki.
Látið Dodds Kidney Pills halda
heilsunni í lagi.
Dodd’s Kidney Pills fást hjá
öllum lyfsölum og hjá The Dodds
Medicine Co., Ltd., Toronto 2.
Ont.
Meðfram þjóðbrautinni.
Bréf hafa 'borist mér úr ýmsum
áttum þess efnis að eg riti nokkur
orð um það, sem fyrir
augun hefir borið á ferðalögum
minum í vetur. Oft beina menn
þessum spurningum að mér:
“Hvernig litur þú á viðhald ís-
lenzkunnar hér vestan hafs og hin-
ar mörgu andlegu stefnur meðal
okkar ?” Er það mikill vandi að
svara þesum spurningum, þegar
maður hefir ásett sér að vera sann-
orður og laus við alla hræsni. Til
þess að kveikja ekki æsingarbál í
hjörtum manna né koma við við-
kvæmustu kaunin ætla eg að öllu
leyti að vera óvilhallur.
Fyrst verð eg að segja að það
hafi verið mér sönn ánægja að
ferðast um bygðirnar i vetur, þrátt
fyrir það að veður hafi ekki alla
tíð verið sem ákjósanlegast. Gest-
risni, greiðvikni og velvild sýpdu
^nenn mér af heilum huga og verð
eg að játa það, að hin norræna gest-
risni hafi geymst betur hér vestan
hafs en á Fróni, eins og þeir, sem
fara munu heim 1930, munu kom-
ast *að raun um.
Um viðhald íslenzkrar tungu hér
vestan hafs ætla eg að vera mjög
fáorður. Norðúrlandaþjóðirnar,
sem hingað hafa komið, hirða mis-
jafnlega vel um föðurarf inn. Eft-
ir að hafa ferðast bftsinnis um
þessa álfu frá hafi til hafs og frá'
Mexico norður á landamæri sið-
menningarinnar í Canada, hefi eg
komist að þeirri niðurstöðu að Sví-
ar og Norðmenn vinni meir og bet-
ur að því að halda tungu feðra sínna
við, en Danir og og íslendingar.
Sviar hafa verið í þessari álfu
kringum 300 ár og sænskan er enn
töluð í öllum bygðum þeirra. Norð-
menn hafa veriS hér á annað
hundrað ár og niðjar hinna fyrstu
norsku inflytjenda hópa tala hreina
norsku en þann dag í dag; það
hefi eg sjálfur hlustað á með eigin
eyrum. Danir og íslendingar, sem
tiltölulega seinna fóru að streyma
hingað til þessa lands í hÓpum,
hafa ekki varðveitt föðurarf sinn
eins vel. Þeta er mjög sVo sorglegt,
þvi að íslendingar eiga hið elsta
allra núlifandi tungumála. í sam-
anburði við önnur tungumál nú-
tiðarinnar er islenzkan hið hrein-
asta og ómengaðasta þeirra allra.
Bezta MeðaJið Við Nýrna-
og Blöðru-Sdúkdómum.
Þeir, sem nota Nuga-Tone, þetta
meðal, sem frægt, er orðið fyrir
þann styrk, sem það veitir líkam-
anum, finna fljótlega, hvað taug-
arnar og vöðvarnir verða miklu
sterkari og allur líkaminn hraust-
ari og það strax eftir fáa daga.
Þessi heilsubót losar mann við ó-
þægindin af blöðrusjúkdóminum,
°g gefur aðal líffærunum nýjan
styrk, svo sem nýrum, lifrinni og
ma8anum. Það stöðvar einnig
£er*i * taugum og vöðvum, gigt,
hofuðverk, svima og annað því
um líkt.
**5 ár hefir Nuga- } dag. Skoðuð frá hvaða sjónar
Tone reynst miljónum manna á-
gætis meðal við að byggja upp
heilsuna og lífsorkuna. Það er
lika agætt við lystarleysi, melt-
ingarleysi, svefnleysi og öðru því
líku, sem veikir heilsuna og dreg-
ur úr lífskröftunum. Það styrk-
ir taugarnar og öll önnur helztu
líffæri. Nuga-Tone fæst hjá öll-
um lyfsölum og verður að reynast
eins og því er Iýst, eða peningun-
um er skilað tafarlaust aítur.
Fáðu þér flösku strax í dag. Taktu
enga eftirlíkingu, heimtaðu ekta
Nuga-Tone.
Þar að auki er íslenzkan mjög svo
hljómfögur bæði í ræðu og söng.
Það er þess vegna grátlegt að
hér skuli víða vera al-íslerfzkir for-
eldrar, sem eiga al-ensk börn. Já, á
sumum íslenzkum heimilum er það
jafnvel komið svo langt, að móðirin
bannar börnum sínum að tala ís-
lenzkuna, jafnvel þó að börnin vilji
nota hana. Hér er lítill drengur, er
hlustar á karlmennina tala íslenzk-
una sín á milli. honum þykir það
karlmannlegt að nota sama mál og
þeir, en móðirin bannar honum
það. Þegar farið er að grenslást
eftir hversvegna drengurinn megi
ekki tala íslenzku, þá fær maður
þetta svar: “Til þes að það heyrist
ekki á mæli hans, þegar hann talar
enskuna, að hann er af útlending-
um kominn.” — Ef íslenzkan hér
vestan hafs á ekki eftir örstutt-
an tima að fara veg allrar veraldar,
þá verður þjóðræknisfélagið ís-
lenzka að hugsa meir um sitt há-
leita viðfangsefni en það aö leyfa
sér að rífast innbyrðis.
Svo ætla eg að snúa mér að and-
legu stefnunum. Eg kom í ferða-
lögum mínum nokkrum sinnum í
kirkju bæði hjá íslendingum og
annara þjóða mönnum, en ræðurn-
ar, sem fluttar voru með góðum
framburði og velvöldum orðum,
voru oft og tíSum ekki annað en
“hljómandi málmur eða hvellandi
bjalla;” því að ekki heyrði eg eitt
einasta orð um synd, iðrun og aft-
urhvarf. Eg talaði oft við menn á
eftir, en aldrei heyrði eg þá segja:
“Brann ekki hjartað í okkur meðan
hann talaði við okkur . . . . og lauk
upp fyrir okkur ritningunum.”
Margir eru farnir að sjá það og
hika sér ekki viS að láta það í ljós,
að hinar almennu kirkjur séu orðn-
ar andlegir steingervingar, sem ekki
lengur geta fullnægt kröfum
mannshjartans og ekki veitt leit-
andi sálum fullvissu fyrir því, sem
þær vilja fá sönnun fyrir. Þess-
vegna hafa svo margir snúið sér í
burtu frá þeim hinn síðasta áratug
og verða oft og tíðum eins og
sauðir án hirðis. Þeir fara að leita
í ýmsar áttir “að grænu haglendi
og hægt rennandi vatni.” En í stað-
inn fyrir að snúa sér að “lífsins
orSi” og persónulega leita hans,
sem er vegurinn, sannleikurinn og
lífið, vantreysta þeir skapara sínum
og sjálfum sér og fara að skoða alt
gegn um hin andlegu gleraugu ann-
ara eins og það mundi geta gengið.
Setjum við upp gleraugu ein-
hvers manns, þá vilja þau oftast
nær villa manni sjónar og gefa
okkur rangar myndir af umhverfi
okkar. Eins er það á andlega svið-
inu. Orð hins lifandi Guðs er hið
eina, sem getur gefið manni rétta
mynd af jilverunni tímanlegu og
eilifu; alt annað verSur einungis í-
myndun og ágizkun. Hve miklu
betur hefði það ekki verið þessum
sálum að taka bók bókanna og lesa
hana í þeim anda, sem hún er rit-
uð í; lesa hana með innilegri bæn
til Guðs um að skilja hana og öðl-
ast leiðsögn hans anda, í staðinn
fyrir að fleygja ritningunni fyrir
borð og fela eilífðarmál sin á hend-
ur mönnum eins og Sir Oliver
Lodge og Sir Conan Doyle, sem
eftir ferðir sínar um Vesturheim-
inn gátu hlegið að heimsku íbúa
hans^ sem fúsir voru til að borga
hálfa miljón dollara fyrir að hlusta
á fyrirlestra þeirra. sem voru bæði
ókristilegir og óvisindalegir.
Svo eru til menn, sem hafna öllu
af hvaða tægi sem er, og gjöra það
að aðalhlutverki sinu á andlega svið
inu að rífa niður ritninguna og
guðdóm Krists. Aðalorsökin til
þess er sú, að þeir í blindni sinni
geta engan greinarmun gjört á
kirkjudómi og kristindómi. Kirkju-
dómurinn og kristindómurinn eiga
ekki neitt saman að sælda. Kirkju-
dómurinn hefir frá alda öðli of-
sótt kristindóminn og gjörir þaS
enn þann dag í dag. Þessar tvær
stefnur hafa verið, eru og mutju
verða andstæðar til enda daganna.
En á þetta misskilningssker hafa
allir þeir, sem gjöra það að mark-
miði sínu að rífa niður ritninguna
og guðdóm Krists, strandað.
Sumir halda að þeir séu svo
miklir spekingar aS þeir séu færir
um að gagnrýna ritninguna. Þeir
skoða biblíuna sem nokkurs konar
gamalt og jafnvel úrelt almanak,
þar sem aðalspursmálið er rétt ár-
töl og mánaðardagar. Þeir eru eins
og menn, sem af svo miklu kappi
eru að ræða lögun og útflúr á dýr-
indiskeri, sem fult er af lífsvatni,
aS þeir algjörlega gleyma að teiga
hinn lifveitandi drykk. En fyrir að
vanrækja að svala þorsta sínum á
þeim drykk er heimurinn að glatast
SsáeáS
Í- BEZTI
Græðari
' sem peningar
geta keypt!
k 50c askjan
V kjá öllum lyfsölum.
miði sem er, þá er brblian guðdóm-
leg I dpinberun, hegðunarregla
mannkynsins og sjóbréf þess, til að
sigla eftir yfir hið ólgufulla lífshaf,-
Svo má ekki gleyma að nefna
Faríséa nútímans, sem halda að
engin þörf sé á neinum glugga á
hinni guðfræðilegu byggingu
þeirra, til að hleypa sannleikans
ljósgeislum inn; því að skoðanir
þeirra eru háréttar, og allir, sem
hugsa dðruvísi ’eru hættulegir
menn.
Sumir hafa kosið að fá til láns
hin andlegu gleraugu Mrs. Eddy,
til að horfa in í leyndardóma lifs-
aflanna með og þannig öðlast líf
og heilsa, þó að þeir brjóti öll lög
Guðs í náttúrunni, eitri líkami
sina á allan hátt og af ásettu ráði
rangsnúi orði hins lifandi Guðsý
Kristur segir: “Ef þér eruð i mér
og orð mín eru í yður, þá biðjiö
um hvað sem þér viljið, og það
mun veitast yður.” Bænheyrsla hjá
Guði og fyrirlitning orða sans eru
aldrei samfara. Ef bænheyrsla og
fyrirlitning Guðs orða eru sam-
fara, þá kemur bænheyrslan úr
annari átt.
Og ekki megum við gleyma
þeim, sem eru farnir að dást að
madömu Blavatsky og Mrs. Besant.
Þykjast þeir vera fullvissir um að
mpnnssálin eftir andlátið fari
skepnu úr skepnu, þangað til að
hún að lokum komist aftur i
mannslíkamann. Þetta er nákvæm-
lega það, sem forn Egyptar kendu-
á dögum Jóseps, svo hjá þeim
ihönnum er ekki að tala um neina
framför heldur afturför.
Það er margsannað að Christian
Science er hvorki kitstileg né vís-
indaleg og að Theosophy er hvorki
guðfræði né heimspeki. svo eg ætla
ekki að fara út í þá sálma hérna.
Þeir, sem skoða andlegu málin
gegn um gleraugu pastor Russells,
verða svo blindaðir, að þeim —
þrátt fyrir allan lestur—er ómögu-
legt að sjá neitt rangt við það að
tiltaka árið 1878 sem endurkomu
ár Drottins vor, þar náést 1914 og
svo 19I5. Og jafnvel þó að þeir
bættu við sig gleraugum Judge
Rutherfords, til að geta séð enn
betur, þá sjá þeir heldur ekki neitt
rangt við árið 1925, þrátt fyrir
það, að þeir sjálfir verða nú aö
brenna fyrirlesturinn fræga:
“Millions Now Living Will Never
Die.” Fyrir nokkru var þeim fer
þetta ritar, sýnt bréf frá einum
leiðtoga þeirra í Bandaríkjunum,
þar sem sagt er að þeir hafi í
hyggju að tiltaka árið 1954 næst,
þó er það ekki ákveðið enn. Þeir
eru þessvegna í tölu þeirra, sem
segja: “Húsbónda mínum dvelst.”
Hve miklu auðveldara er það ekki
aS trúa orðum Krists, þar sem
hann segir: “En um þann dag og
stund veit enginn, ekki einu sinni
englar himnanna né Sonurinn,
heldur FaSirinn einn.”
Og þó að margir á þessum tima
hafi reynt að grafa sina eigin
brunna, sem ekki gefa nema grugg-
ugt vatn, þá eru þó til sálir hingað
og þangað, sem leita í bók Drott-
ins og lesa, en því miður nema
flestar þeirra staðar fyr en þær hafa
komist hálfa leiS. Endurfæðingin
er í því innifalin að maðurinn kom-
ist í það innilega samfélag við
Frelsara sinn, að hann öSlist kraft
frá honum til aS breyta eftir öllum
tiu boðorðum Guðs, sem hann þá
ritar á spjald hjartans. Að tala um
að vera endurfæddur og á sama
tíma vísvitandi brjóta eitt af boð-
orðum Guðs, er að byggja ein-
göngu á ímyndun og sýnir þaðv
sorglega vanþekkingu á þessu mik-
ilvæga atriði; því að nema maSur-
inn endurfæðist, getur hann ekki
séS Guðs ríki. Þegar maður getur
rólegur og án samvizkúbits brotið
þau boðorð, sem eru grundvallar-
lög Guðs ríkis, þá sýnir hann og
sannar að borgararéttur hans er
alls ekki á himnum og að hann á
enga hlutdeild í friÖarriki Krists.
Til tals hefir komið aS reisa svo
stóra og rúmgóða kirkju að hún
myndi rúma alla íslendinga hér
vestan hafs. Þetta getur aldrei átt
sér stað, nema með þvi móti að all-
ir íjlendingar sameini sig Kristi,
því að við lesum: “í samfélaginu
við hann eigum vér endurlausnina,
fyrirgefning syndanna, þvi að hann
er ímynd hins ósýnilega Guðs,
frumburður allrar skepnu; enda
var alt skapað i honum í himnun-
um og á jörSunni, hið sýnilega og
hið ósýnilega, hvort sem eru hásæti
eða herradómar eða tignir eða völd.
Allir hlutir eru skapaðir fyrir hann
og til hans. Og sjálfur er hann
fyrri en alt og alt á tilveru sína í
honum. Og hann er höfuð líkama
síns, safnaðarins, hann sem er
upphaf.hans, svo sem frumburður-
inn frá hinum dauðu. Þannig
skyldi hann vera sá, sem fremstur
væri i öllu, því að í honum þókn-
ist Guði að láta alla fyllinguna búa,
og aS koma fyrir hann öllu i sátt
við sig, hvort heldur er það, sem er
á jörðunni eða það sem er j himn-
unum, eftir að hafa samið frið
með blóðinu, útheltu á krossi
hans.”
Davíð Guðbrandsson.
Minningar.
(Framh. frá 3. bls)
i fjörðinn. Það kostaði bæði góð
handtök og snarræði, að láta
ekki snúa og svo hvolfa. Ef
nokkru munaði frá því hárrétta,
var slysið víst. Sexmanna-far
átti eg sjálfur, sem bar 24 hest-
burði, og var því þungt í vöfum
fyrir 2 menn, sem eg oftast hafði,
þegar eg var að braska yfir ósana
með annan mann; og nú er eg
farinn að halda það, að eg hafi
verið að freista drottins að leggja
út í slíkan gapaskap, og oft sagði
Björn á Svarfhóli mér, að eg
ætti ekki að leika slíkt. Hann var
þektur fyrir að vera góður og
vanur formaður, og fór oft yfir
þessa ósa, en aldrei með færri en
fjóra á sínu sexmanna-fari.
Að eins tvisvar keypti eg tvo
menn frá ölvaldsstöðum, sem er
nokkuð niður með firðinum að
austanverðu; flutningskaupið var
of lágt fyrir 4 menn á skipi, það
var 12 kr. fyrir hverja ferð, ef 10
hestburðir væru teknir í ferð-
inni minst.
Fyrsta ferðin mín var allra
verst. Eg hafði legið tvo daga
í mislingunum, en daginn eftir
fór eg á fætur, mátti til með að
leggja á stað, eftir loforði mínu
við séra Magnús. Jón yngri
Bentdiktsson frá Einifelli var hjá
mér mánaðartíma, og tók eg hann
með mér um morguninn í byrjun
útfalls ofan að Svarfhóli. Þar tók-
um við skipið; fengum mannhjálp
til að setja það á flot. Það var
hæg iforðan gola og setum við út
seglin; útstraumur- var kominn
í Ósana svo knörrinn flutti kerl-
ingar, og þá var mér skemt, en
ekki konu minni. Það voru álitn-
ar góðar tvær vikur sjávar upp
ósa, en það var lengra, því það
tók meir en tvo tíma vel skipað
að róa það, og þó >með aðfalli, en
alt af álitið að róið væri vikuna
i logni á klukkutíma. Við rerum
svo oft af Akranesi, bæði inn
Hvalfjörð og suður til Reykja-
víkur.
Við vorum komnir löngu fyrir
fjöru í Borgarnes, bárum viðinn
á og lögðum á stað í herrans
nafni. Við rerum fyrst inn með
með klettunum, en þegar við vor-
um komnir inn undir Bóndhól,
þá var orðið hvast á norðan, beint
á móti, svo eg setti upp seglin,
þó hættulegt væri, því skipið
þoldi lítið, eins og auðvitað var,
því kjölfestan var ónóg, þar eð
mest af viðnum var á yfirborði
skipsins, engu mátti því muna
svo að skipið færi ekki um. En
aðfallið kom að íiði, svo eg náði
með fyrsta, bógi inn í Skiplæk,
fyrir utan Ytri-Brekku. Eg var
snöggklæddur við róðurinn, en
komst aldrei til að fara í yfirhöfn
mína. Flaska var í bandinu, og
var hún ósnert, þar til um kvöld-
ið að við, eftir átta bóga til og
frá að eg loks náði lendingu í
Gufá. Það hefi eg verið verst
kominn á æfi minni, því það
heyrðust nærri mílu vegar kjálka-
skellirnir, og hefði fælt hverja
lifandi skepnui frá, sem komið
hefði að hjálpa mér. Jóni leið
betur, því hann reri af kappi
undir. Þegar að lendingu kom,
fór eg að reyna að draga tapp-
ann úr glasinu, að vita hvort
kjálkarnir kæmust ekki í samt lag
aftur. En á þeim árum var það
meira af rælni en löngun að
maður bragðaði á svoleiðis með-
ali, sem þó oft reyndist og hefir
reynst gott meðal í vissum til-
fellum. Morguninn eftir fékk eg
þá Sigurð og Þorvald til að hjálpa
okkur við róðurinn upp yfir
strauma. Fór eg 10 ferðir alls og
gekk fremur vel. Alt af vorum
við tveir, nema í þessari einu
ferð er við vorum fjórir. Einar,
kirkjusmiðurinn, kom með átta
hesta, þegar eg var að lenda.
(Niðurl. næst.)
Typewriting Championship
In the official All-Canada speed and Accuracy Typewriting Contest, held
on April 2, 1927, and contested by more than 500 typists, representing
every Canadian Province, The Success. College of Winnipeg won the
following:
FOR WINNIPEG AND MANITOBA
FIRST PLACE SENIOR SPEED — FIRST PLACB SENIOR ACCURACY—
FIRST PLACE INTERMEDIATE SPEED—FIRST PLACE INTERMEDIATE
ACCURACY—FIRST PLACE NOVICE ACCURACY
and
FOR ALL OF CANADA
SECOND PLACE SENIOR SPEED — FOURTH PLACE SENIOR ACCUR-
ACY — THIRD PLACE INTERMEDIATE SPEED.
These Are The Success Winners
❖
MISS ANN KRECTZER
Won
this Diamond Medal íor writing
more than 100 words a miute for
a half hour, and winning the
Winnipeg City Championehip.
This special honor was not a
feature of the contest.
ANN KREUTZER
Who Won
Senior Speed ChampionsWp for
Maniitoba, also second place for
Speed in all of Canada.
ANNICE SMKEIBER %
Who Won
Intermediate Speed and Aceur-
Championships for Winni-
Manitoba, also third
acy
peg
and
place for Speed in all of Canada.
MISS ANNICE SHREIBER
Won
this Bronze Medal for third
place Intermediate Speed in all
of Canada.
*
PROVINCIAL CUPS
These beautifully engraved
Silver Cups were awarded Miss
Ann Kreutzer and Miss Annice
Shreiber for winning Sendor and
Intiermediate Championships for
Mamitoba and Winnipeg.
EDNA GILLINGHAM
Who Won
Senior Accuracy Championship
for Winnipeg and Manitoba, al-
so fourth place in Senior Accur-
acy fbr all Canada.
RITA HENRT
Who Won
Novice Accuracy Championship
for Winnipeg and Manitoba.
Miss Henry's training in Type-
writing covers but a few months'
instruction. ' l’H
Five Out of Six Championships Won By
Snccess College
Five Out of Six Championships for Manitoba and Winnipeg Were Won by
Success College Contestants. These Outstanding Typewriting Results Are
Quite Consistent with the Thorough Work Done in Every Department of
This Great School and Are Surely a Worthy Tribute to the Efficiency of
Its Large Staff of Expert Instructors. <
CHOOSE AN EFFICIENT SCHOOL
If you desire to be accepted by discriminating employers, who are able and willing to reward
efficiency with more than ordinary remuneration, you should train for business at the
Success College. | \ -
Enpoll Monday
DAY AND EVENING CL^SSES
OPEN ALL SUMMER.
Accredlted
t>y
Accredited
ly
Telephone
25 843
BUSINESS COLLEGE
LIMITED
EDMONTON BLOCK, 385VÍ PORTAGE AVE.
Oorner Edmonton Street' and Portage Avenue
(Opposite Boyd Block)
Telephone
25 843