Lögberg - 12.05.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.05.1927, Blaðsíða 4
Bls. 4 LöGBERG, FIMTUDAGINN 12. MAÍ 1927. Gefið út hvem Fimtudag af Tte Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. r»!«)man N-6327 oé N-6328 Eiaar P. Jónsson, Ecfitor UtanAsknh tíl blaSsina: THE COlUkJBI^ PIJESS, Itrl., Box 3171, Wlnnlpng. Wan. UtanAakrift ritatjórans: EOifOR LOCBERC, Box 317* Wlnnipag, Maui. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram Tho "Lógborg'' ta printod anil publlahed br Tha Columbia. Praaa, Lhmited, ln tha Columhla ■utldtng, C(S Barxint Ava., Wlnnipeg, Manltoba. Dagleg viðfangsefni. vrart nafni hins þriðja frambjóðanda, er hann fremur vill styðja með atkvæði sínu en ein- hvem annan, ef fleiri en þrír eru í kjöri. Af því, sem nú hefir sagt verið, er það sýnt, að þessi nýja aðferíj er ofur einföld, og ætti því ekki undir nokkrum kringumstæðum, að geta valdið misskilningi, eða ruglað kjósendur, þegar að kosningaborðinu kemur. Auk þess hefir hún þann megin-kost, að vera grundvöll- uð á langtum fullkomnara réttlæti, en hinar eldri kosninga aðferðir. — Skýringar þessar eru að mestu leyti teknar eftir blaðinu Mani- toba Free Press. Oánœgðir innflytjendur. Af öllum þeim mikla fjölda fólks, er streymt hefir hingað til lands síðustu árin, er svo að sjá, sem innflytjendur frá brezku eyjunum, séu allra manna óánægðastir með skilyrði þau, sem hór eru 'fvrir hendi. Má þetta glögt af því ráða, hve margir hverfa heim aftur, eftir tiltölulega skamma dvöl, sem og því, hve mi'kill fjöldi sæk- ir um inngöngu héðan til, Bandaríkjanna. Veraldleg heill sérhvers einstaklings, er að miklu leyti undir því komin, að hann fái sem fyrst á æfinni komist að einhverri þeirri at- vinnn, sem honum fellur í geð. Með þeim hætti einum, má nokkurn veginn telja víst, að hinir andlegu og líkamlegu kraftar fái notið sín til fulls, í þjónustu hinna daglegu viðfangsefna, hlutaðeigandi einstakling sjálfum og þjóðfé- lagsheildinni t#l blessunar. Sérhver sá, er þannig hefir komið ár sinni fyrir bprð, hefir ráðið eina flóknustu gátuna, sem ráðin verður, héma megin grafar. Ef til vill er hann fátækur og áhrifalítill, í hinni venjulegu merkingu þess orðs. í»ó er það hann, er leyst hefir torráðna þraut, er ýmsum þeim, er meira létu yfir sér, reyndist um megn að Teysa. Hann lifir og hrærist í starfi sínu. Út fyrir takmörk þess, þarf hann hvorki að sækja ánægju né endurhressingu, — starfið er hon- um alt í ðllu. Með þessu er það þó engan veg- inn sagt, að slíkum manni gæti eigi hugnast að öðrum viðfangsefnum eða atvinnutegundum. En hann er ánægður með sitt eigið hlutverk engrn að síður, og það ríður baggamuninn. Hver einasti maður, sem reglulegt yndi hef- ir af starfi sínu, gengur fagnandi að iðju sér- hvern morgun, hversu erfið viðfangsefni sem kunna að bíða hans, staðráðinn í því, að vinna sigur á þeim öllum. Ef til vill er hann sár- þreyttur, þegar heirn kemur að kveldi, en móð- inn hefir hann þó eigi mist, og starfsgleðin er hin samá. Hans mesta áhyggjuefni er senni- lega það, að hafa ekki getað komið því öllu í verk, er hann hafði ásett sér að morgni. Starf slíks manns, þarf ekki endilega að vera margbrotið, — viðskiftaveltan getur jafn- vel verið minni, en árið á undan. Hann er von- djarfur samt, því hjarta hans slær í órjúfan- legu samræmi við hin daglegu viðfangsefni. Starfið er honum ljúfur leikur, — leikur, sem ekkert annað kemst í hálfkvisti við. Líf hans auðgast sökum ástarinnar á iðjunni. Hann verður nýtur maður í hvaða stétt sem er, og skapar fagurt fordæmi fyrir alda og óborna. Kosningaaðferðin nýja. Bftir því sem nær dregur fylkiskosningun- um, fer það að verða æ ljósara, að í mörgurn einmenniskjördæmunum, verða þrír eða fleiri frambjóðendur í kjöri. Verður þar, í fyrsta sinni í stjórnmálasögu fylkisins, viðhöfð sú að- ferð, er lögleidd var á síðasta þingi og í því felst, að kjósanda er heimilað að greiða at- kvæði til vara með öðrum frambjóðanda en þeim, er hann greiðir forgangs atkvæði. Og eftir því atfylgi, sem flokkarnir þrír, Bracken- menn, liberalar og íhaldsmenn, þegar virðast teknir að beita, er fátt líklegra en það, að hin nýja aðferð verði viðhöfð í miklum meiri hluta kjördæma, utan Winnipeg, þar sem hlutfalls- kosningum verður beitt, eins og að undan- förnu. Samkvæmt gömlu kosninga aðferðinni, var það ávalt tindir hælinn lagt, hver úrslit yrði, í kjördæmum, þar sem þrír eða fleiri, framhjóð- endur voru í kjöri. En niðurstaðan varð, sem kunnugt er, oft og einatt sú, að sá er kosningu hlaut, studdist hvergi nærri við meirihluta kjósenda, heldur var blátt áfram fulltrúi á- kveðins minni hluta. Ef k.jósendur hefðu átt greiðara aðgöngu rm?ð að láta vilja sinn í ljós, og haft meira svigrum, myndi einhver hinna frambjóðendanna, er meiri hlutanum stóð nær, vafalaust hafa náð kosningu. Breyting þessi hin nýja á kosningalögunum, miðar til þess að gera kjósendnm hægra fyrir með að velja það þingmannsefnið, er mests trausts nýtur hjá kjósendum yfirleitt. Sá mað- ur fær vitanlega ákveðna tölu forgangsatkvæða (“fjrst choices”), en því til viðbótar vara- atkvæði (“second choice”) þeirra kjósenda, er eigi reyndust þess megnugir, að fá sitt eigið þmgmannsefni kosið við fyrstu talningu. Kosningalagabrevting þessi hefir það óhjá- kvæmilega í för með sér, að kjósendur mega ekki rígbinda sig um of við ákveðinn frambjpð- anda, heldur verða að svipast um eftir öðrum, er þeim fellur næst-bezt í geð,J því falli, að upp- áhalds þingmannsefnið nái ekki kosningu. Um það, hvernig marka skuli kjörseðilinn, er það eitt að segja, að tölustafir verða not>- aðir í stað krossa. Tölustafurinn ”1” fekal settur gagnvart nafnj uppáhalds frambjóðand- ans, “2” við nafn þess þingmannsefnis, er kjósandi vill nsest helzt fá kosið, og ”3” gagn- Sökum þess, hve vel ýmsum hinna hrezku frumbyggja vegnaði hé'r, sökum alls þess hins mikla fjár, er þeir margir hverjir létu eftir sig, er gekk til ættingjanna heima fyrir, komst sii skoðun einhvem veginn inn í höfuð fjölda manna á brezku eyjunum, að til þess að komast yfir mikið fé á s'kömmum tíma, þyrfti ekki ann- að en skreppa til nýlendanna, dvelja þar nokk ur ár og hverfa síðan heim aftur með alla vasa úttroðna af gulli. Þeir brezkir menn, er aðnjótandi urðu erfðafjár héðan úr landi, hafa sýnilega aldrei gefið sér tíma til að hugsa um stritið og erfið- ið, er i^orfeður þeirra hér hlutu að etja afli við á landnámsámnum, áður en þeir sáu .ávexti iðju sinnar. Af misskilningi, eða beinum þekk- •ingarskorti á staðháttum hér, hefir það svo leitt, að hrúgast hefir inn í landið brezkur skrifstofulýður, er ekkert kunni til búnaðar og strandaði í borgunum, þar sem víðast hvar var kappnóg af atvinnulausu fólki fyrir. Megin- þorri manna þessara, hefir horfið heim til Bretlands aftur, og borið Canada alt annað ep vel söguna, eftir brezkum blöðum að dæma. Slíka afstöðu er afar erfitt að verja. Það er kunnugra, en frá þurfi að segja, að allar aug- lýsingar af hálfu canadiskra stjórnarvalda, í sambandi við innflutningsmálin, taka það skýrt fram, að þeirra innflytjenda sé að eins æskt, er taka vilji upp landbúnað — fvrir eigin reikn- ing, eða þá gefa sig í vinnumensku hjá bænd- ura. Hitt er og skýrt tekið fram, að aukins vinnulýðs í borgunum, sé ekki þörf, eins og sakir standi. Þeir menn, sem austan tim haf til borganna flytjast, og vonbrigðum sæta, mega því gersamlega sjálfum sér um kenna, og geta með^engu móti skelt skuldinni á stjórn þessa lands, né þjóðina í heild. Önnur ástæðan til óánægju meðal brezkra innflytjenda, er þó var nokkru meir áberandi fyrir stríðið, en nú, átti rót sína að rekja til taumlauss gróðabralls í fasteignakaupum og sölu. Margir menn, vel efnum búnir, seldu eignir sínar heima fyrir og fluttu hingað með fjölskvldur sínar, með það fyrir augum, að verða stórríkir á fáutn mánuðum. Þegar hing- að kom, keyptu þeir síðan af fyrstbjóðanda lönd og lóðir langt fyrir ofan sannvirði. Svo þegar verðhmnið kom, töpuðu menn þessir margir hverjir aleigu sinni, eða því sem næst, og skeltu allri sknldinni á landið. Við það skapaðist enn annar flokkur óánægðra ný- byggja, er síður en svo hefir aukið á veg hinn- ar canadisku þjóðar. Canadaþjóðinni er þörf á öllu öðra fremur, en óánægðum nýbyggjum, hvort heldur þeir eru brezkrar ættar eða annara þjóða. Eitthvað bogið, Bracken-stjórnin í Manitoba, sem nú er rétt í þann veginn að ganga til kosninga, hefir gert til þess ítrekaðar tilraunir, upp á síðkastið, að sannfæra fylkisbúa um það, að fjárhagur fylk- isins sé ky^minn í það gott horf, að ekkert ann- að fylki, innan vébanda fylkja-sambandsins ennadiska, standi jafn vel að vígi. Þessu til frekari áréttingar, er því haldið fram í mál- gagni því, er stjórnin fram að þessu hefir að- allega stuðst við, blaðinu Manitoba Free Press, að stjórnin hafi nýverið selt $2,169,000 virði af veðskuldabréfum til þrjátíu ára, fyrir 96.80, gegn 4(4 af hundraði. Kosta peningar þessir því fylkið 4.70 af hundraði. Við þetta væri í sjálfu sér ekkert að athuga, ef ekki fylgdi sá böggull skamrifi, að stjórnarformaðurinn, Mr. Braoken, hefir hvað ofan í annað fullyrt, að canadisk fylkisveðbréf, hafi aldrei fyr selst við jafnháu veríSi. Hér skal engin tilraun til þess ger, að draga nokkuð það af Mr. Brackén, er hann kann að hafa gert vel. En málefnisins sjálfs vegna, verður óumflýjanlegt., að þess sé getið, að fylkistjórnin í Quebec, seldi um sömu mundir veðskuldabréf þess fvlkis, einnig til þrjátíu ára, fyrir 99.03, gegn 4(4 af hundraði og kostar fé það fylkið því eigi nema 4.56 af hundraði hverju. Munurinn er auðsær. Staðhæfing Mr. Brackens, er því eigi að eins villandi, heldur blátt áfram ósönn. Hækkun veðskuldabréfa, nær eigi að eins til Manitobafylkis, heldur til allra hinna fylkjanna !. líka og stafar einungis af bættum peninga- markaði og aukinni eftirspurn eftir slíknm tryggingum yfirleitt. íslenzkukensla. Stjómarnefnd Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi, hefir nýlega samið og sent bréf, til fomanna skólaráðs í bæjum þeim og bygð- arlögum innan vébanda Manitoba-fylkis, þar sem Islendingar eru mannflestir, og farið þess á leit, að íslenzkan verði tekin á kensluskrá miðskóla, en slíkt er heimilað, samkvæmt úr- skurði kenslumála ráðuneytisins frá því í fyrra. Skólahérað þau, er nefndin hefir sérstak- lega hvatt til að sinna málinu, era í Winnipeg, Brandon, Gimli, Selkirk, Árborg, Riverton, Glenboro, Baldur, Morden og Lundar. Árangur málaleitunar þessarar, verður vit- anlega mest undir því kominn, hvern áhuga Is- lendingar í hlutaðeigandi skólahéruðum sýna, og með hve mikilli festu þeir fylgja málinu fram. Um' menningargildi íslenzkrar tungu, er óþarft að fjölyrða, — það er oss Islendingum yfir höfuð að tala fullvel ljóst. Hitt er meira um vert, að koma tungu vorri að sem lifandi kenslugrein í skólum þessa fylkis, og hvetja æskulýð vorn til að færa sér hana í nyt. Sérhver sú tilraun, er í þá átt miðar, að lengja líf “ástkæra, ylhýra málsins” vor á meðal, hlýtur að verða hverjum sönnum Islend- ingi óumræðilegt fagnaðarefni. Þjóðræknisfé- lagið á þakkir skilið fyrir röggsemi sína í máli þessu, og er vonandi, að árangurinn verði sem allra víðtækastur. Búlgaría. Alþýðumentun í Búlgaríu, hefir fram til hins síðasta, staðið á næsta lágu stigi. Skólar hafa verið hvorttveggja í senn, bæði fáir og ó- fullkomnir, einkum og sérílagi til sveita. Stjórn sú, er nú situr þar í landi við völd, hefir tekið mentamálin til alvarlegri íhugunar, en venja hefir verið til, og knúði fram á þingi þjóðar- innar, því er nú var nýlega slitið, stóraukna fjárveitingu til mentamálanna. Skal fé því varið til nýrra skólahúsa, sem og til launahækk- unar handa kennuram, er orðið hafa að draga fram lífið við sult og seyru. Eitt af nýmælum stjórnarinnar í sambandi við mentamálin, er það, að stofna til reglubund- inna kvikmyndasýninga í hinum ýmsu skólum, er fræða skuli áhorfendur um hag og lifnaðar- háttu erlendra menningarþjóða. Þá hefir stjórnin og beitt sér fyrir því, að koma á fót lestrarstofum sem víðast um landið, þar sem ávalt sé fyrir hendi góðar bækur, fisamt nýj- ustu blöðum og tímaritum. Ráðgert. er einnig, að í lestrarstofum þessum skuli haldnir fyrir- lestrar af helztu mönnum þjóðarinnar, til að glæða áhuga almennings á nytsemi bóklegrar fræðslu, um landbúnað, listir og vísindi. All- mikið fé hefir og veitt verið til líkamsmentun- ar, og það jafnframt gert að skyldu, að íþrótt- ir skuli kendar í skólunum. Búlgaría er akuryrkjuland, þar sem 80 af hundraði íbúatölunnar lifa af landbúnaði. Ráðstafanir ýmsar hefir stjórnin gert landbún- aðinum til eflingar og lagt til hans nokkuð fé, en að þessu sinni sá hún sér ekki fært að auka fjárveitinguna, sökum hinnar miklu upphæðar, er varið var til mentamálanna, umfram það venjulega. Er enn margt, sem færa þarf í lag landbúnaðinum viðvíkjandi. Stórir land- íflákar liggja í órækt, sökum ónógrar fram- ræslu, og á enn öðrum stöðum mætti auka framleiðsluna að raun, ef veitt væri vatni á há- lendi það, er eigi fær notið sín sökum ofþurka. Alt þetta viðurkennir stjórnin að sé nauðsyn- legt, þótt hún, fjárhagsins vegna, eins og áður hefir tekið verið fram, sjái sér ekki fært, að ráðast í nýjar framkvæmdir að svo stöddu. Framleiðsla mjólkurafurða er í mjög bágbornu ásigkomulagi, og sama er að segja um alifugla- ræktina. Timburtekju mætti auka til muna, því skógar era nægir við hendina, en hafa eigi hagnýttir verið, nema að mjög litlu leyti. Námur landsins liggja að heita má ósnertar, og það því enn á huldu, hvert auðmagn þær kunna að geyma. Gerðar hafa verið til þess tilraunir á píð- ustu áram, að rækta baðmull í hinum og þess- um héraðum landsins, með ærið góðum árangri. Þpssa framleiðslutegund mætti mjög auka, sem og flestar hinar, ef nægilegt fé væri fyrir hendi, en slíku er ekki að heilsa. Nú er stjórn- in að §ögn, að leita fyrir sér með' erlent veltu- fé, til starfrækslu hinna ýmsu iðngreina, sér- staklega þó til námareksturs. Er engan veginn ólíklegt talið, að auðugir Bandaríkjameim muni fáanlegir til að leggja fram féð, með því skil- yrði þó, að þeir hafi hönd í bagga með starf- rækslu hlutaðeigandi fyrirtækja. > ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK ^.i 11111111111111111111111111111; 1111111111111111111 ii 1111111111111111111111111111111111 m 111 m 1111111 *£ Samlagssölu aðferðin. = Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- = E afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega 5 = laegri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin E E hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að = E vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni E = ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar E E vörusendingar og vörugæði. Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru E = fyrgreind þrjú mcginatriði trygð. E Manitoba Co-operative Dairies Ltd. E 846 Sherbrooke St. - ; Winnipeg, Manitoba E niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiilililiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiilliiE SPEEDtRON «AT o arð QCft’O. Itll Er trygging fyrir góðri Vírarnir í aflgjafanum eru þýð- ingarmikill hluti rafmagns elda- vélarinnar. Til þess að tryggja það að vélin reynist vel, þurfa þeir að vera vel varðir. McClary’s Speediron aflgjafinr, er vel varinn með loki úr steyptu járni, sem hægt er að lyfta af. Það ver virana fyrir skemdum og tryggir það, að aflgjafinn endist lengi og reynist vel. Áhöld eða matur, sem dettur ofan á aflgjaf- ann, skemmir hann ekki, þannig vafinn. !Hví ekki að nota sér þessi sér- stöku hlunnindi? Sjáið hvernig McCIary’s rafeldavélarnar vinna hjá viðskiftamanni yðar. Þar eru stærðir, gerð og verðlag, sem þér, eruð ánægður með. Rafmagns Eldavél Skoðið einnig McClary’s A. &F. Electric Water Fleater og Fibre form Tank Cover. Skoðið McCLARY'S Rafeldavélar ásamt “Speed Iron” útbúnaði að „ .55 WúutípcóHijdro, 1419 Princess ; cf Street 55'59 #princessst. Mam ðt* Hydro þjónustan ábyrgist þessar eldavélar. McClary’s Gas og Rafeldavélar Seldar hjá Appliance Department WINNIPEG ELECTRIC Compauy Main Floor Electric Railway Chambers, Cor. Marion og Tache, 1841 Portage Áve. St. Boniface. St. Jame* McClary Rafeldavélar FÁST TIL KAUPS HJÁ J. H. Ashdown Hardware Co., Ltd. Auðveldir borgunarskilmálar, ef óskað er. Kaupið og borgið Lögberg ✓

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.