Lögberg - 12.05.1927, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.05.1927, Blaðsíða 1
40 ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 12. MAl 1927 I NÚMER 19 Canada. Bracken stjórnarformaður hef- ir skipað þriggja manna nefnd til að athuga orsakirnar að atvinnu- leysinu, sem jafnan á sér stað í Manitoba á vissum tímum ársins, sérstaklega í Winnipeg, sem er eini stórbærinn í Manitoba. Ger- :r stjórnin sér væntanlega ein- hverja von um, að af athugunum og rannsóknum þessarar nefndar megi það leiða, að einhver ráð finnist til þess að bæta úr at- vinnoleysinu, eða koma í veg fyrir það, að verkamenn neyðist til að ganga vinnulausir langan tíma á hverju ári, af því ekkert er hægt að fá til að' gera. For- maður þessarar nefndar er R. W. Murchie, prófessor við búnaðar- háskóla Manitoba fylkis, en með- nefndarmenn hans eru W. H. Carter, sem er einn af eigendum Carter-Halls-Aldinger bygginga- félagsins, og F. J. Dixon, fyrrum fylkisþingmaður og verkamanna- leiðtogi. Segir Mr. Bracken, að auðsjáanlega beri nauðsyn til að ráða bót á því mikla atvinnu- leysi, sem eigi sér stað i fylkinu á hverjum vetri og sem bezt'sjá- ist á því, að þá leiti f jöldi manns til hins opinbera um fjárstyrk til að geta komist af. Hinir séu þó vafalaust miklu fleiri, sem einn- ig séu atvinnulausir, en komist þó af hjálparlaust, en sá vinnu kraftur, sem þar fari til ónýtis, sé mjög mikils virði, ekki að eins sjálfum þeim heldur Hka rikinu, sem þeir tiiheyra. í Canada nema Quebec. Nú er svo komið að vínsala er leyíileg í öllum fylkjunum, undir umsjón fylkis- stjórnanna, eða nefnda, sem stjórn- irnar skipa, nema í tveimur fylkj- um. Þessi tvö fylki, sem enn hafa vínbannslög eru Strandfylkin Nova Scotia og Prince Edward Island. Hið þriðja þeirra, New Bruns- wick, hefir nýlega afnumið sín vín- bannslög og komið á vínsölu und- ir stjórnar eftirliti, eins og hin fylkin hafa gert hvert eftir annaS. ÞatS lítur því út fyrir, að þess verði ekki langt að bíSa, að hægt sé að kaupa vín í öllum fylkjum landsins, þó vínsölunni sé nú hátt- að nokkuð á annan veg, en var í gamla daga. # * * Talið er, að fólksf jöldinn í Canada hafi 1. júní 1926 verið 9,389,300, og hefir þá fólkinu fjölgað um 600,817 síðan 1. júní 1921, að reglulegt manntal var tekið um alt 'landið. Hér er að vísu bygt á áætlun hvað öll fylk- in snertir, að undanteknum þrem- ur sléttufylkjunum, því þar var manntal tekið 1926, og er því fyllilega ábyggilegt. 1 öllum fylkjunum hefir fólkinu fjölgað nokkuð nema í Prince Edward Island og í Yukon. Á þeim tveim stöðum hefir því fækkað dálítið. Flokksforingi Liberala í Manitoba-fylki. Á mánudaginn var komu 900 innflytjendur til Winnipeg, allir í einni járnbrautarlest, og er það stærsti innflytjendahópurinn, sem nökkurn tíma hefir komið til Vestur-Canada í einu. í þessum hópi var fólk frá.einum tuttugu löndum og talaði álíka mörg tungumál. Annars er innflutn- ingur fólks til Vestur-Canada á- kaflega mikill. Flest kemur fólk- ið frá Bretlandi, eins og vana- lega, en einnlg frá ftestum öðrum löndum Norðurálfunnar og þar á meðal margt frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Margir bændur frá ýmsum ríkjum Bandaríkjanna eru nú einnig að flytja sig til þessa lands. * * * Verkamenn strætisbrauta fé- lagsins í Winnipeg fara fram á kauphækkun, sem nemur þremur centum um klukkutímann fyrir þá menn, sem vinna á strætis- vðgnunum. Forseti félagsins, A. W. MeLimont, tekur ekki vel í það og færir það til meðal annars, að það séu að eins átta mánuðir síð- an samið hafi verið um kaup- gjaldið síðast, og það sé of snemt að fara nú aftur að breyta því, og þar að auki geti félagið ekki stað- ið sig við að hækka kaupgjaldið, því þessi kauphækkun þýði stór- mikil útgjöld fyrir félagið. * * » Queens háskólinn hefir sæmt Hon. Jó. A. Robb, fjármálaráð- herra, heiðurstitlinum LL.D. * * * Hon. John G. Foster, sem verið hefir aðal konsúll Bandaríkjanna í Canada í 23 ár og haft aðsetur í Ottawa, hættir að gegna því embætti 1. 'jú\í næstkomandi. Sagt er að eftirmaður hans sé þegar útnefndur. * * * Tíðarfarið hefir nú í meir en mánuð verið mjög óhentugt; sí- feldar úrkomur og kalsa veður. Tefur þetta veður mjög tilfinn- anlega fyrir sáningu, svo enn er mjög litlu sáð af hveiti í Sléttu- fylkjunum, og er landið víða svo blautt, að enn verður ekki hægt að sá í nokkra daga, þó veðrið batnaði. í fyrra var búið að sá um 80 af huundraði af hveiti hinn 8. maí, en nú mjög litlu og víða alls ekki byrjað að sá hveiti. Það er nú talið áreiðanlega, að héðan af verði miklu minna hveiti sáð, heldur en verið hefði, ef tíðarfar- ið hefði verið hentugt. Sama er að segja um byggingavinnu og aðra útivinnu í bæjunum, að það er ekki hægt að byrja á henni vegna votviðranna. * * * Fyrir fáeinum árum voru vín Bandaríkin. Það er meira en ár þangað til forseta útnefningin fer fram og það er meira en hálft annað ár til næstu forseta kosninga, en samt sem áður er nú þegar mikið um þær talað og sjálfsagt enn meira um þær hugsað. Baráttan er ekki að eins milli hinna miklu stjórn- málaflokka, heldur fyrst og fremst innan flokkanna sjálfra. Það er talið mjög sennilegt, að Coolidge forseti 'geti fengiS ,útnefningu síns flokks ef hann vill. En eng- inn veit enn, kannske ekki emu sinni forsetinn sjálfur, hvort hann vill vera í vali við næstu forsetakosningar eða ekki. Demo- cratarnir tala einna helzt um Al- HON. H. A er leiða skal frjálslyndu stefnuna ROBSON, til sigurs við næstu kosningar. fred Emanuel Smith, ríkisstjóra _ New York, sem sitt forsetaefm, og telja margir hann manna lík- legastan til að vinna kosningarn- ar af hálfu Democrata. Smith ríkisstjóri er maður kaþólskur, og er það haft á móti honum sem forseta, þó undarlegt sé, þar sem trúarbragðafrelsi er vitanlega afdráttarlaust viður- kent í Bandaríkjunum. En ýmsir virðast hafa þá skoðun, að kirkj- an og páfavaldið geti haft þau áhrif á Mr. Smith, sem ekki séu holl Bandarikjunum. Hefir Char- les C. Marshall, sem er lögmað- ur í Manhattan, skrifað Mr. Smith bréf, þar sem lagðar eru fyrir hann nokkrar spurningar þessu viðvíkjandi. Mr. Smith hefir svarað þessu bréfi mjög rækilega og var svar hans birt í "Atlantic Monthly" og síðar í mörgum blöðum. Segist Mr. Smith ekkert þekkja í trúarbrögðum eða lögum kaþ- ólsku kirkjunnar, sem komi í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Hann hafi aldrei rekið sig á nokkuð slíkt, og hafi hann þó um langt skeið þjónað ýmsum em- bættum og nítján sinnum aflagt embættiseið og í hvert sinn lofað því hátíðlega að fylgja stjórnar- skránni, og hafi enn enginn orð- ið til að bera sér á brýn að hann hafi ekki gert það; hafi hann þó jafnan verið gott barn sinnar kirkju, eins og hann sé enn. Mr. Smith bendir einnig á, að yfir- dómaraembætttið í hæstarétti þjóðarinnar sé talið ekki öllu þýðingarminna eða óvirðulegra heldur en sjálft foretaembættið, en það hafi um langt skeið verið skipað kaþólskum mönnum, þeim Roger Brooke Taney og Edward Douglas White. Margar fleiri á- stæður færir Mr. Smith fyrir því, að það sé fjarstæða ein, að hafna forsetaefni af þeirri ástæðu að hann sé kaþólskur maður en ekki mótmælandi. * * * ' Svo segja síðustu manntals- "skýrslur, að í Bandarikjunum séu 6,371,640 bændur. Eins og nærri má geta, er efnahagur þeirra ær- ið misjafn. Það kalla þeir með- al bónda, sem á þær eignir, sem bændur borið sínar eignir saman við það og þannig séð, hvort þeir eiga meðalefni, eða þá meira eða minna—Eignir alls $7,776. Bygg- ingar, $1,847; vélar og önnur á- höld, $422; land, 145 ekr., $40.85 ekran; 64 ekrur bithagi, 24 ekrur skógland, 13 ekrur mais, 11 ekr- ur heyland. 8 ekrur hveiti,*6 ekr- ur hafrar, alfalfa o. s. frv., 24 eplatré, 18 ávaxtatré (perur o. fl.), 60 vínberjatré. Uppskerán: 56 bushel kartöflur, 6 bu. sætar kartöflur, 18 pd. tóbak, 24 bu. epli, 8 bu. perur o. fl. ávextir. Skepnur: 3 hestar, 1 múll, 9 naut- gripir, 8 svín, 6 kindur, 64 hæns. Það sem skepnurnar gefa af sér auk þess sem fjölskyldan not- ar sjálf: 300 dús. af eggjum, 36 pd. ull, 1672 pottar af mjólk, 28 pottar af rjóma, 166 pd. af smjör- fitu, 100 pd. af smjöri. Á einu>bóndabýli af hverjum fimm er veðskuld, sem nemur 40 af hundraði. Tvö býh' af fimm eru við óbætta vegi. Eitt býli af tólf hefir "tractor", eitt af sex hefir "radio". Akuryrkjumáladeildin skýrir frá, að árið 1920 hafi 2,155,000 manns flutt úr sveitunum í borg- irnar. Þar á móti hafi flutt úr borgunum í sveitirnar 1,135,000. Fæðingar í sveitum urðu 371,000 fleiri en dauðsföllin, svo það sem sveitirnar hafa tapað af fólki, er þá 649,000, nægilegur fólksfjöldi í nýja stórborg á stærð við Pitts- burgh. — Akuryrkju ráðherrann, Jardine, æðrast ekki út af þessum straum fólksins úr sveitunum, en hann bendir á, að svona megi það ekki ganga, ef Bandaríkjamenn eigi að geta lifað á þeim matvæl- um, sem framleidd eru úr skauti náttúrunnar í landi þeirra. barnabörn á lífi. * * * Yfir verkfræðingur Marconi- félagsins segir, að nú í sumar verði hægt að talast við milli Bretlands og Canada, eins og nú má gera milli London og New York, en símagjaldið verði tölu- vert lægra. * * * Rt. Hon. Ramsay MacDonald, fyrrum stjórnarformaður á Bret- landi, hefir að undanförnu verið veikur suður í Philadelphia. Ekki er sjúkleiki hans talinn hættuleg- ur og gera læknarnir, sem stunda hann, sér von um að hann muni bráðum verða jafngóður. Sagt er að dóttir hans, sem er með hon- um, eigi erfitt með að fá föður sinn til að hafa nógu hægt um sig, því hann vill lesa blöðin, að minsta kosti þingfréttir frá Bret- landi og helzt margt fleira. Frá Noregi. Flokkaskifthig í Stórþinginu norskct. Bretland. Prinsinn af Wales hefir að und- anförnu verið suður á Spáni. Vildu Spánverjar gera honum vel til og stofnuðu til nauta-ats til að lofa prinsinum að sjá þennan þjóðlega leik. En hann vildi ekk- ert við það eiga og neitaði að þiggja boðið. Dýraverndunai'fé- lag í Bandaríkjunpum sendi hon- um símskeyti til Madrid og þakk- aði honum fyrir að hafa neitað að horfa á þann ljóta leik, og þykir félaginu þetta sönnun fyr- ir því, að prinsinn sé góður drengur og vel innrættur. bannslög gildandi í öllum fylkjum hér eru taldar, og geta þá aðrir í Angora á Tyrklandi er kona nokkur, sem Tatma Hanoum reit- ir og er 160 ára gömul; er hún nú talin elzta kona í heimi. Hún . var fædd í Tirnoovo i Bulgariu árið 1767. Enn heldur hún full- um só'nsum og lætur töluvert til sín taka. Gamla konan hefir eignast tíu börn, sem öll eru dáin fyrir löngu, en hún á mörg barna- ÁritS 1926 var að mörgu leyti viðburðaríkt í stjórnmála- og at- vinnulífi Norðmanna. Er fyrst á að niinnast stjórnarskiftin, sem þar urðu á öndverðu árinu, þegar vinstrimanna stjórn Mowinckels fór frá völdum. Hún lagði fram fjárlagafrum- varp sitt í Stórþinginu í janúar- mánuði. — Hægrimannaflokkur þíngsins hóf þá strax mjög ákveðna árás á. frumvarpið, og taldi það vera ógætilegt, og aS þar væri lítil tilraun til þess gerð að lækka út- gjöldin og létta af rikisborgurum tollum og sköttum. A hverju ári hefst Stórþingið tueo' almenum umræðum um há- sætisræðu konungs og fjárlög stjórnarinnar. Meðan stóð á þessum umræðum, sctn náðp fram í febrúarmánuð, IögSu hægrimenn og frjálslyndir, seni hafa 54 þingsæti til samans, og bændaflokkurinn, sem hefir 22. eíSa alls 76 af 150, sem eiga sæti í Stórþinginu, fram sitt frumvarp- io' hvor, og var i þeim báBum farið miklu tengra í lækkunaráttina, en stjórnin gat samþykt. Þó þessi frumvörp fengju ekki fleiri atkvæM en þeirra ]migmanna, er töldast til flokka þeira, sem áð- ur er getið, lýsti stjórnin því, að hún liti svo á hvort frumvarpið ívrir sig, sem það væri vantrausts- yfirlýsing og sagði af sér. Hægrimenn tóku að sér að myncla stjórn, og tók hún við völd- um fyrir rúmu ári, og er Lykke forsætisráöhcrra. Atvinnumálin. , í bvrjim sío'asta árs gerðust þeir atburSir á sviði atvinnumálanna, sem vöktu mtklu meiri athygli en stjórnarskiftin og sá öldugangur i stjórnmálunum, sem þeim fylgir. Hækkun norsku krónunnar hafði þaC í för með sér, að iðnaðurinn varð mjög aðþrengdur, einkum vegna hins háa kaupgjalds frá lág- gengistímabilinu. Af hálfu atvinnu- rekenda voru þessvegna gerðar kröfur til allmikillar launalækkun- ar eða alt atS 25—30%. Eins og kunnugt er, fékst ekkert samkomulag um kaupgjaldið, þó farin *væri löng og erfið samninga- leið. Skall því yfir í aprílmánuöi verkfall, er náði yfir 30 þúsund manns í járniðnaðí, byggingum, námuiðnaði, skóiðnaði o. fl. Eftir 1 % mánuð samþyktu verka- menn kauplækkun sem nam I7%, '' IjyggingariÖhaði nokkru minna. Og þegar fram á sumarið kom, komst samkomulag á við hina aðra verka- nienn, en kaupiS lækkaði hjá þeim utn 16%. t ágústmánuði kom upp kaup- deila við pappírsgerðarmepn. Eftir nokkurra daga verkfall, var valin sú leið, með samþykki beggja aðila, ao" láta gerðardóm skera úr þræt- unni og urSu málalok þau, að kaupið lækkaðí um 15—17%. Þrátt fyrir það, þó öll kaupdeilu mál síðasta.árs hafi endaS á þá leið, atS vinnulaun lækkuðu all-verulega, þá hafa þó atvinnumálin verið erfið og allmikið los á öllu athafnalífi þess vegna. Bannið. 18. október 1926, fór fram þjóð- aratkvæðagreiösla um það, hvort bannið skyldi úr gilái numið eða ekki. Af 1,470,000, sem höfSu atkvæð- isrétt, greiddu atkvæði 951, 939. ' Af þeim greiddu 530^441 at- kvæði gegn banninu, en 421,498 með. Bannið var því felt með 108,- Yínbannið norska er upphaflega styrjaldar-ráðstöfun. Fyrsta vín- bannsákvæöíð var í gildi sett 4. ágúst 1914, en var afnumið eftir fíiar vikur. 28. júní 1917 var enn sett brcáðabirgðareglugerð. og eftir henni var öllum nema ríki og lyf ja- buiSum bönnuð sala og kaup, inn- flutningur og útflutningur af brennivíni og vinum, sem sterkari væri en lí líindindis- og vannvinir kröfðust þess, aS ]æssi reglugerð yrði látin gilda til frambúðar. En til þess að láta þjóðina skera úr þ.ví, var þjóð- aratkvæöi látið fram fara í október 1919, og þá greiddu 489,017 með innflutningsbanni á vinum og brennivíni, en 304,673 gegn því. Með lögum 16. sept. 1921, var aðflutningsbannið staSfest. Vegna liessara lagafyrirmæla fengu Noronienn að kenna á ýms- utn örðugleikum, þegar um samn- inga var að ræða við þær þjóðir, sem framleiða mikið af vímim. En til þess að létta alla samninga við vínframleiðslulöndin, var samþykt, aS flutt yrði inn ákveðinn fjöldi lítra, t. d. 400 þús. af koníaki frá Frakklandi, áriega og 500 þús. af léttum vínum frá Spáni. Andúðin gegn innflutningi þess- ara vína, sem ekki var vitanlega frjáls sala í Noregi, magnaðist smátt og smátt, og einkum eftir að Portúgalar bætust við, og kröfðust þess, að flutt yrði inn allmtkið af portvíni frá þeim. \"arð þessi and- ú!S til þess, að bann gegn innflutn- ingi portvins, madeira og sherrys var afnumið í marz 1923. \'ar þá aðeins um bann gegn sterkum drykkjum að ræða. Hægrimannastjórnin lagði því til [924, að brennivínsbannið væri af- numið. en frumvarpið til þessara laga var felt i Stórþinginu, og sagði þá stjórnin af sér, en Mowinkel- stjótnin tók við í júlí 1924. Þá var ástandið þannig, að jafn- vel fylgjendur bannsins samþyktu, a« enn skyldi fara fram þjóðarat- kv.cðagreiðsla um máliS. Voru sérstök lög samþykt um það vorið i, og skyldi íatkvæðagreiðslan íara fram í október sama ár. UftSu úrslitin þau, sem fyr er frá sagt, og kunn eru. og Noregi. En 1918 fékk, 'syndika- listisk' og byltingakend stefna meirihluta á ársþingi flokksins, og hafði það þær afleiðingar, að flokksstjórnin sagði af sér, og varð þá flokksforingi kommúnistinn Martin Tranmæl. Jafnaðarmennirnir efftdu til mót- spyrnu gegn þessari nýu stjórn, en gengu þó ekki úr flokknum. En smátt og smátt varö stefna flokks- in fyrir áhrif rússneskra kommún- Jista, meir og meir byltingakendari og svæsnari, þar til loks, að flokk- urinn samþykti 1921 að ganga í 3 alþjóSabandalag kommúnista, er sæti hefir í Moskva. Þetta varð jafnaðarmönnum í flokknum ofraun, og gengu þeir úr honum, en foringi þeirra varð Magnus Nilsen. Eftir 1921 varð því um tvo flokka að ræða, jafn- aðarmenn, og kommúnista. Kommúnistaflokkurinn gekk í raun og veru með sigur af hólmi. Hann lifði á góðu og gömlu skipu- lagi, hann hélt stærstu og víðlesn- ustu blöðunum, en það kom aftur til af því, að flokkurinn er ekki myndaður af einstaklingum, heldur af ýmsum verkalýðsfélögum og þau áttublöðin og skrifstofur flokks- deU/Ianna. Sigur kommúnista varð þó skammvinnur. 1923 komu kröfur frá Möskva um samþykt á bylt- ingakendari ályktunum en áður hafði verið. Kröfurnar voru bornar fram á þingi flokksins í Ósló af fulltrúa Rússa með hótun um að flokkurinn skyldi verða kúgaður, ef hann ekki beygði sig. Flokkur- inn beygði sig ekki, og var því rek- inn úr 3. alþjóðasambandinu. Á floksþinginu var þó í þetta sinn allmikll f jöldi manna, er vildi saníþykkja boð Rússa. Og eftir að flokkurinn var rekinn úr alþjóða- sambandinu, sagði þessi minni hluti sig úr flokknum, og myndaði "kommúnistaflokk Noregs." For- ingi hans varð Olav Scheflo, rit- stjóri; . Erá árinu 1933 hafa því i raun og veru verið 3 verkamannaflokkar í Noregi. Norski verkamannaflokkurinn, ó- háður öllum kommúnistaböndum og fyrir utan öll alþjóðasambönd. Norski jafnaðarmannaflokkur- inn ; er í 2. alþjóðasambandinu, og loks norski kommúistaflokk- urinn, meðlimur 3. alþjóðasam- bandsins. Engum vafa er það undirorpið, að samsteypa tveggja stærstu jafn- aðarmannaflokkanna, sem áður er getið um, hefir a-farmikil áhrif við næstu Stórþingskosningar. Svo sem að líkindum lætur, vann kommúnistaflokkurinn a'o' því af miklu kappi. að hindra samsteypu flokkanna. En það hafði engin á- hrif. Samsteypan átti sér stað, og ganga þeir nú sameinaðir til næstu kosninga, og er það talið vafalaust, að þeir muni sameinaðir bæta viS sig allmörgum þingsætum. -Mbl. Hnefaleika kappi Paul Frederickson. Þessi harðsnúni, ungi íslend- ingur, Mr. Paul Frederickson, seytján ára að aldri, er ættaður frá Baldur, Man. Vann hann ný- lega hér í borg titilinn, sem hnef- leikakonungur Canada í "feather- weight" flokknum, og þykir næsta líklegur til þátttöku í Olympisku leikjunum, áður en langt um líður. Verkalýðshreyfingin. Á sviði vei"kalýðshreyfinvarinn- ar norsku, gev^ust þcir atburSir síðasta ár, aö alt útlit er fyrir, aS þeir muni hafa miklar stjórnmála- legar afleiðingar. lafnaoarmannaflokkurinn norski og verkamannaflokkurinn ákváðu í fyrra að sameina sig í einn flokk. .'\tti sú sameining sér stað 30. jan- viar sl. Til þess að skilja þýðingu þess- arar sameiningar, verður maður að athuga það: að þangaS til 1918 var verka- mannaflokkurinn norski í raun og veru jafnaSarmannaflokkur, er stóð á þingræðislegum grundvelli, og hafði sama vald ig sömu áhrif og samskonar flokkar í Danmörku GOODWILL DAY. Síðan 1922 hefir árlegur há- tíðisdagur verið haldinn í ýms- um löndum, hinn 18. maí, sem nefndur er "Goodwill Day". Til- gangurinn er sá, að glæða samuð og bróðurhug meðal mannanna, hvar sem þeir búa og hvaða þjóð sem þeir tilheyra. Þessi dagur er á miðvikudaginn í næstu viku, og verður hans minst hér í Win- nipeg, meðal annars með sam- komu, sem haldin verður í Cent- ral Congregational kirkjunni og hefst kl. 3 e. h. Ræður verða fluttar og söngvar sungnir. Kon- ur af ýmsum þjóðum verða þar klæddar sínum þjóðbúningi og þar á meðal íslenzkar konur. Vafalaust verður þessi samkoma bæði uppbyggileg og ánægjuleg, og er því æskilegt, að sem flestar íslenzkar konur sæki hana. Allar konur eru velkomnar. Vesalings borgartréð. Þegar maSur athugar hvað trén hafa við að stríða þau sem ræktuð eru víðsvegar í þorgum og bæjum. þá furðar mann að nokkurt þeirra skuli halda lífi, segir Dr. Metialf i "T>aily Science News P.unetin." fWashington). Hann segir að það scu aðeins hinar harðgerí^ustu og lífseigustu trjátegundir, sem Hfa8 geti í borgum, ]>ar sem strætin eru öll steinlögð og þar sem kolareyk- ur er mikill og loftiíS alt öðruvísi heldur það er úti t skóginum, í heimkynnum trjánna, þar sem þeim er eðlilegt að lifa og þroskast. Dr. Mctcalf segir meðal annars. "A'analega hefir tréð gnægS af hreinu lofti og jörð til ao' va'xa í, sem ekki er steinlögð eða troðin niöur, en hefir gn.ægð af nænng- arefnum, sem jafnan er haldið viS af laufnum, sem árlega falla af trjánum og veroa oftar að næring- arefnum til að halda þeim við. Lauf trjánna sem vaxa í borgunum eru þar á móti gegnsósa af reyk. Efist einhver um þetta þarf hann ekki annað en taka trjalauf rétt eftir rigningu og nugga því við skyrtu- ermina sina. En þaS er ekki aðeins sótið og reykurinn, sem er trjánum óholt, heldur einnig gasið og enn fleiri lofttegundir, sem stöðugt sækja að trjánum í borginni og vinna þeim tjón og eiga bílarnir þar mikinn hluta aS máli. Segja má aS rúmt sé um borgar tréð, ef það hefir níu fet af jörðu, sem ekki er steinlögð. Þegar ræturnar ná undir steininn eða asfaltið þá kemst ekki vatnið að þeim til að vökva þær og heldur ekki sú nær- ing, sem laufin leggja til eða þá einhverskonar áburður. Þau tré, sem ræktuð eru í skemtigörðum, eSa smærri görðutn vií íbúðarhús- in. eiga við hið sama að stríða, en aðeins ekki í jafn stórum stíl. Þau lifa í sama óholla andrúmsloftinu 'og þótt þessir garðar séu ekki steinlagðir, þá er grasið næstum æfinlega slegið og laufunum er rakað saman og þau flutt þurtu. Jarðvegurinn er vanalega þur og harður og trjánum óhentugur og mikill skortur á hollum næringar- efnum fyrir þau. Borgartrén eiga viM margskonar sjúkdóma að stríSa og verða oft fyrir meiðslum, en þaíS eru þó bara smámunir í saman- burSi við skortinn á næringu, þar sem þeim er varna^ að nióta henn- ar frá sinum eigin laufum, ]>ar sem trén úti í skógunum geta notið allrar ])eirrar næringar óhinrlrað. Vitanlega má bæta töluvert úr þessu með áburði, ]iegar um tré er að ræíSa, s«m plöntuð eru í sketnti- gorSum. En trcn á borgarstrætun- um eiga við svo erfið kjör að búa, að þao' er vafalaust skvnsamlegast að jilanta þar þeim trjám einum, sem eru sérstaklega höro" og lífseig. því maður getur ekki húist við, að hin, sem viokvætnari cru haldi lífi til lengdar. vegna þess hve lífsskil- yrðin eru lítil fyrir hendi. Þegar um þaS er að ræoa að rækta tré í skemtigörðum og öðrum slikum stöðum, 1>á þarf maRur jafnan að hugsa tuttugu og fimnt ár fram á veginn, Sé tréð veikburCa og ekki ltklegt til að Hfa nema fáein ár, þá er langbest að höggva þa'fj og planta öoYu i staðinp. \ slíkum stöSum þarf maður ávalt a« hafa ungviði til að taka við af gömlu trjánum, sem smátt og smátt hljóta að deyia.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.