Lögberg - 23.06.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 23.06.1927, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 23. JÚNÍ 1927. Ili 8 ÁRNI FRIÐRIKSSON. Óvænt en rausnarleg heimsókn var Mr. og Mrs. A. Frederickson gjörð þann 14. þ. m. að heimili þeirra hjóna, 4295 Sophia St., í tilefni af því, að þá var Mr. A. F. 75 ára gamall. Milli 60 og 70 manns komu í hóp og ruddust inn , og báðu um öll húsráð fyrir kveldið. Voru þá Mr. og Mrs. Frederickson leidd til sætis, í miðri stofu, og þessi vinahópur sló hring um þau. Var þá sungið “Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur?” Ávarpaði þá Mr. Wm. Anderson Mr. Frederickson, með hlýlegri og snjallíi ræðu, fyrir hönd gest- anna, gat þess, að þessi vinahóp- ur vildi sýna þakklæti sitt og vel- vild til Mr. Fr. fyrir góða við- kynningu og félagslega samvinnu á liðnum árum; og afhenti hon- um peningabuddu með gullletr- uðu nafni hans á og innlögðum 75 dollurum í gull'i, og Mrs. Freder- iekson blómsturkörfu. Mr. Frederickson þakkaði gest- unum og vinahópnum innilega fyrir gjöfina — og velvildarhug- ann sem væri á bak við hana tii sín og konu sinnar, og kvað það myndi seint gleymast. Þá lék Em'ily Johnson á hljóð færi, og næst las Joe Johannson kvæði á ensku, er hann hafði ort, og var það sungið af öllum með mestu ánægju og þótti vel við eiga við athöfnina. Næst söng Carl Goodman, en Mr. Eggert Jó- hannson ávarpaði Mr. A. Fr. með mjög vingjarnlegri og fróðlegri ræðu, sem gott væri fyrir unga fólkið að lesa og bera saman á- standið sem nú er og það sem var fyrir 50 árum, þegar fyrstu íslendingar komu til þessa lands. Var þá sungið: “Vorið er komið, og grundirnar gróa” en Emiley Johnson lék á hljóðfæri, og setti svo fram stóra afmælis köku, er ofan á voru tölustafirnir 75 í stóru letri, og umkringd 75 kert- um, sem hún kveikti á og afhenti Mr. Fr. Voru þá fram bornar veitingar, kaffi og annað góðgæti. Mr. Fr. skar svo kökuna og útdeildi með- al gestanna. Svo skemti fólkið sér við söng og samræður þar til milli klukkan 12 og 1, og fóru gestir þá að tínast heim, að loknu skemtilegu samsæti. rc, að hafa lifað á sögu-ríkri ld. Sé það rétt, og eg held að /0 sé, þá er ánægjuefni fyrir vin ,kkar Árna, að athuga í kyrð og íæði, þegar Ihann er leystur af hólmi verzlunar umsvifa og anna, ið athuga þá þau óvenju umbrot og byltingar, og þær breytingar til bóta, sem l'iðnu árin höfðu í för með sér. Það lætur að mínu áliti nærri, að þessi 75 ár sé merk- ustu og beztu 75 árin í sögu ís- lands. “Gullöldin” svo kallaða var merkis tímabil, glæsilegt og fagurt, að sjálfsögðu, en á mæli- kvarða nútíðarinnar var þá i raun réttri lítið um þann frið, það frelsi og þá réttvísi, sem síðustu árin hafa fært feðralandi okkar. Fyrir 75 árum voru v*art fleiri en 70 þúsundir íslendinga í veröld- inni. Nú eru þeir sem næst 150 þúsundir, i— á Íslandi sjálfu 100 þúsundir eða meir. Fyrir 75 ár- um var stjórn ‘landsins og verzlun þess bundin á danskan einokun- arklafa. Nú er hvorttveggja í höndum íslendinga sjálfra og í glæsilegra og betra ástandi en verið hefir nokkru sinni áður. Þá voru samgöngufæri, á sjó eða landi, svo í molum, að lítt voru teljandi. Nú þeysa mótor-vagn- ar um greiðfæra akvegi í flestum sveitum lands, og “skrautbúin skip fyrir landi,” — al-íslenzk gufuskip, með íslenzkum stjórn- endum og skipshöfn, fara nú ekki að eins með ströndum fram, held- ur eru þau fullveðja til siglinga ÁRNI FRIÐRIKSSON 75 ára 14. maí 1927. “En ef vér sjáum sólskinsblett í heiði, þú setjumst allir þar og gleðjum oss’,’ sagði Jónas Hall- grímsson, og í þetta sinn fylgjum við ráðum hans og höfum safnast saman í þessu góða húsi í þeim tilgangi að njóta gleði á góðra vina fundi. Já, það hvílir sér- staklega bjartur sólargeisli ó þessu húsi í dag og er fólginn í því, að í dag hefir Árni Friðriks- son lokið 75 ára áfanga á vegferð lífsins, og öruggur og ótrauður hafið 76. áfangann. Og tilgangur okkar, sem hér erum saman komn- ir, er sá, að minnast þessa 75 ára afmælis og að samgleðjast góð- vinum okkar allra, Árna og Mrs. Friðriksson. Eg er sannfærður um, að enginn er sá innan þess- ara veggja í kvöld, sem ekki von- ar þess af alhuga, að Árna gefist kostur á að Ijúka ekki að eins 76. áfanganum, heldur mörgum, mörgum fleiri. Þegar menn nema staðar eitt augnablik á þeim vegamótum, sem við nefnum afmæli, og líta um öxl sér, þá sýnast 75 ár ósköp stuttur spölur af vegalengdinni, sem menn sjá í fjarska, að baki sér, — sýnast þá lítið meira en augnabliks draumur á einni næt- urstund. En þó eru nú 75 árin fimm árum lengri tími en sá ald- ur, sem bókin ihelga telur mann- inum væntanlegan. Og ef þá er einnig athugað, að mikill meiri hluti manna hverfur úr lestaferð- inni löngu fyrir 70 aldur, þá virð- ist sanngjarnt að munað sé eftif afmæli þeirra fáu, sem enn eru samferðamenn, þó 75 ár og meir sé liðin yfir höfuð þéirra. Það er alment talið þakklætis-ar þátt-töku. um öll Ihöf heims, að þörf og vild. Kaupstaðir á íslandi voru fáir og fátæklegir fyrir 75 árum, — enda Reykjavík var þá lítið annað en nafnið, en nú búa þar 22 þúsund- ir manna, við öll nútíðarþægindi Mentunarástand alþýðu var eðli- lega á lágu stigi á þeim árum, því mentatækin voru fá, og ekki all- litlum erfiðleikum bundið að hag- nýta þau fáu, sem til voru. En nú, að 75 árum liðnum, er bæði alþýðu-mentun og mentatæki öll ígildi þess er gerist í þeim lönd- um heimsins, er víðtækasta al- menningsmentun hafa. Nú er fljótt far’ið yfir sögu enda tilgangurinn sá einn, að benda, í sem fæstum orðum, á sumt af stærstu tilþrifunum, sem gerð hafa verið heima. En laus- legar eins og þessar bendingar eru, nægja þær þó til að sýna, að þessi 75 ár hafa verið hagsældar- ár á íslandi, fremur flestum ef ekki öllum undanförnum 75 árum í sögu þess. En svo hefir nú Árni séð fleira eft'irtektavert, en þessar stóru, blessunarríku breytingar heima feðralandinu. Þegar ihann kom til Canada, og síðan eru nú um 64 ár, voru í ríkinu rúmlega þrjár miljónir manna, en nú eru þar sem næst tíu miljónir. Fyrstu árin sín í þessu landi bjó hann Toronto. Þar voru þá 70 þúsund- ii íbúa, en nú meir en 700 þúsund. í vestur-helmingi ríkisins, frá stórvötnunum eystra, alt til Kyrrahafs, voru þar langt fyrir innan hundrað þúsundir hvítra manna. *Nú eru þeir um þrjár miljónir á sama svæð'i. Þegar 'hann nokkru síðar kom til Winni peg, voru þar vart 5,000 íbúar, en eru nú um 250 þúsundir. Og Van- couver, sem nú er búið að vera heimili hans í nærfelt 20 ár, var þá ekki til, — varð ekk'i til fyr en 1886. En með áföstum útjöðrum meðtöldum, eru nú í Vancouver 250 þúsundir manns. Þetta er lítilfjörlegt sýnishorn af því, sem Árni hefir séð gerast og sem hann sjálfur hefir lagt sinn fulla skerf til þess að gert yrði. Og víst er það nautn á efri árunum, að líta yfir farnar slóð- ir og athuga þær ógna breyting- ar, sem gerst hafa í umhverfinu, á svo fáum árum. Eg hefi vísvitandi gengið fram hjá öllum umbrotum og breyting- um, sem gerst hafa í umheimin- um á þessu 75 ára tímabili. Og ástæðan er, í fyrsta lagi, sú, að það verksvið er svo feikna mikið, að það er algerlega óviðráðan- legt. í öðru lagi er ástæðan sú, að fæstar þeirra byltinga og breytinga koma okkur lslending- um við nema óbeinlínis, — snerta ekki íslenzkt þjóðlíf nema að því leyti, að þær leiða auðvitað ávalt e'inlhverja nýja hugsana og þekk- ingarstrauma inn á starfsvið ís- lendinga, hvort heldur er heima eða hér vestan hafs. En þó leyfi eg mér að ganga á bug við þessa reglu, sem eg hefi sett mér, í einu, og að eins einu atriði. Eg get ekki látið vera að benda l á, að íslendingar tóku drjúgan þátt í stríðinu m'ikla, og sem stóð yfir uppihaldslaust frá júnílokum 1914 til október 1918. Eg efast um, að íslenzk þjóð hafi nokkurn tima átt jafn marga vaska drengi og væna syni í stöð- ugum hernaði, eins og 'hún átti í þessari óskapa styrjöld. Og ein- mitt þetta tel eg stór-merkan og svipmikinn þátt í seinn'i ára sögu íslendinga. Það skiftir engu, þó ýmsa greini á um réttmæti þeirr- Alt jag um það breytir í engu þeim sannleika, að þátt-takan var stór að tiltölu við fólksfjölda, og að framkoma þeirra á vígsvæðum, á sjó, á landi og í lofti, var svo drengileg, að hún hlýtur að álítast íslenzkri þjóð til sæmdar, á íheðan hug- prýði og hreysti er nokkurs metin. Það er að “bera í bakkafullan lækinn” að benda á það, að Árni Friðriksson hefir líka verið bæði sjónar og heyrnarvottur að flestu því, sem gerðist á frumbýlingsár- um okkar austur á Rauðárdals- löndum. Eg læt því nægja að benda á, að hann kom til Winni- peg nokkurn veginn jafnsnemma fyrstu hópunum að heiman og stofnsetti þá strax verzlun, sem stóð og blómgaðist undir hans stjórn alt til þess hahn seldi og flutti vestur hingað. Það ræður því að líkum, að þar sem hann var um fleiri ár eini íslenzki kaup» maðurinn í Winnipeg, þá hafi ís- lendingar flúið á náðir hans, fá- kunnandi eins og þeir þá vitan- lega voru í málinu og flestir fé- laus'ir, þegar þörf og neyð knúðu fast á hurð þeirra. Og eg held það sé ekki ofsagt, þó eg geti til, að fáir hafi gengið úr búð hans án einhverrar úrlausnar. Mér kemur ekki í hug, að fara frekar út í sögu Árna, enda er hún alt of stór og of margþætt, til þess henni verði þrengt saman í fáeinar setningar, og að auki skortir mig bæði þekkingu og heimild til þess að meta og dæma um hin margvíslegu einkamál Vestur-íslendinga og sem hann áttti svo stóran þátt í um fjölda ára. En það hygg eg þó, að ýms- ar stofnanir, sem nú standa föst- um fótum, eigi honum fleira og meira að launa, frá fyrstu árun- um, en sýnilegt er á yfirborðinu. Það er einnig skoðun mín, að fjöldamargir hinna eldri Vestur- Islendinga skuldi Árna Friðriks- syni hugfólgið þakklæti fyrir hjálpsemi alla á erfiðustu árun- um þeirra, og fyrir starfsemi Ihans alla í félagsmálum þeirra. Svo endurtek eg þá e'inlægu von okkar og ósk, að Árna endist líf og heilsa um mörg ókomin ár. Eggert Jóhannsson. Til Árna Friðrikssonar, á 75 ára afmæli hans. Lag: “Auld Lang Syne. We sing1 to you tonight, dear friend, Because our hearts are gay, To have this opportunity Our homeage for to pay. Chorus: You’re seventy-five to-day, dear freind, You’re seventy-five to-day, We’ll giva a cheer for every year And for many more, we pray. Your life ís like an open book, With records bright and clean, Eook as you will trough every page, no dark spots can be seen. Each man you’ve met you’ve made your friend. You’re known throughout the land, For many the time in time of need You lent your helping hand. A pioneer from Iceland’s shores, One of the early few, Your countrymen have gained respect, It’s thanks to men like you. And may the years to come, dear friend, Bring health and joy to you. We thank you for your gifts to us, Your friendship tr'ied and true. Joe Johannson, orti. fólk á staðnum, en mikið hefði tí. hann hlotið að hafa gert fyrir sér, ef honum hefði ekki verið þar vært undir vernd og ríki biskups, frænda síns. Væri hitt sennilegra, að hann hefði hlaupi á brott undan þungum skóla-aga, sem hann hefði ekki þóst geta þolað, enda héldu sumir þvi fram, og mundi það satt, að hann hefði farið til útlanda með Þjðverjum. Hitt væri ótrúlegt, að hann hefði farið með ráði og vit- und aðstandenda, því lítil fremdar- von hefði verið að því að senda ærslafullan ungling erlendis án nokkurrar forsjár eða styrktar ætt- menna. Síðan fréttist ekkert af Hallgr., þar til Brynjólfur biskup hitti hann í þriðju utanför sini við járnsmíði á torgi einu í Khöfn, og veitti hann honum athygli, vegna þess að Hall- grímur bölvaði á íslenzku. Þótti Brynjólfi málfærið fallegt, þó orð- bragðið væri ljótt. Tekur Bryjólfur hann nú í vernd sína og kemur honum til náms í Frúarskóla í Höfn, ágæta menta- stofnun þá og jafnan síðan. En þegar Hallgrímur átti skamt eftir lærdómstímans—en námið sóttist honum vel—komu til Hafn- ar íslendingar þeir, sem keyptir höfðu verið úr hetleiðingunni til Serklands, og var Guðríður Símon- ardóttir ein meöal þeirra. Það þótti ekki grunlaust, að sumir þeirra væru orðnir eithvað blendnir i trúnni, og var Hallgrímur Péturs- son fenginn til að kenna þeim rétta trú. Það varð upphaf að kynningu hans og Guðríðar. En Hallgr. fékk til hennar slíkan ástarþokka, þá rúmlega tvítugur, að hann segir hiklaust skilið við allan lærdóm og allar framavonir, og fylgir Guðríði hingað til lands. Þá sagði Nordal allítarlega frá hrakningum þeirra og fátækt, uns Brynjólfur biskup vígði Hallgrím, fyrst að Hvalsnesi, og síðar að Saurbæ. Raknaði þá allmjög fram úr fyrir þeim. Þessu næst rakti Nordal ýtnsar þær sögur, sem hafa átt að lýsa harðlyndi og ofsa Guðríðar, en var þeirrar skoðunar, að þær mundu vera mjög ýktar og óáreiðanlegar, og tefldi fram öðrum, sem réttu hlut hennar. T. d. gat hann um eft- irrit af bréfi, sem Guðríður skrifaði manni sínum Eyjólfi, meðan hún var í herleiðingunni, og 'ber vott um bæði einlæga trú og guðstraust og mikla trygð til mannsins og heita og djúpa ást til sonar þeirra, sem hún hafði með sér í herleiðingunni. Þá tók hann og skáldskap Hallgríms til rannsóknar á því, hvernig sam- búð þeirra hefði verið varið, en kvað þar ekki um auðugan garð að gresja. Þó mundi mega ráða það af ýmsu, og nefndi Nordal dæmi þess, t. d. eina rímu Hallgríms, að all- kært hafi verið með þeim. Að síðustu benti Nordal á, að Guðríður hefði hlotið að eiga mik- inn þátt í þroska Hallgríms.—Þeg- ar þau hefðu kynst, hefði hann verið óráðinn, örgeðja og æfintýra- þyrstur, en hún fullþroska kona, auðug af lífsreynslu, stórgeðja og tilfinninganæm, með miklar og margháttaðar raunir að baki sér. Fyrst hefði Hallgrímur líklega ver- ið eins og vax í höndum hennar. En síðan hefði hann getað melt beggja reynslu og hún orðið honum dýr- mæt fyrir skáldgáfu hans. Og þó Guðríður hefði ef til vill einhvern- tima verið honum örðug og þung í skauti, þá mættum við vera henni þakklátir fyrir þau áhrif, sem hún hefði haft á þroska Hallgr. Og ekki væri víst aS skáldgáfa hans hefði altaf verið betur vakandi, ef hún hefði átt við tómt logn að búa. —Mbl. Síðan hava fleiri djóravinir bæð'i í Danmark og Svöríki kravt hin óblíða Jútan frá Skagens odda dömdan fyri ræðiliga djóra- pínslu, so tað má vónast at hin grönlandski gesturin, sum veitti Danmarks strondum tann ókenda heiður at vitja tær í fyrsta sinni í 20,000 ár, verður hevndur. — Vísir. Það er éitthvað annað, en að Mussolini sé á því að minka her- útbúnað, eins og svo margar þjóð- ir tala svo mikið um nú á dögum Hann hugsar sér, að á árunum 1935 til 1940 verði her Italíu orðinn 5,000,000 manna, flotinn miklu öflugri en nú og sömuleiðis loftherínn. Nærri má geta, að ekki ætlar Mussolini þessum stór- kostlega her að verða aðgerða- lausum, enda er sjaldan langt milli mikilfenglegs herútbúnaðar og ófriðar. Tilkynning til Bíla Eigenda. Margir bíla-eigendur hafa vanrækt að fullnægja fyrirmælum þess viðauka við The Vehicles Act, sem gekk í gildi 1. maí 1927. Aðal-atríðið í þessum viðauka við nefnd lög, eru viðvíkjandi ljósum þeim, sem eriu.framan á bílun- um og sem verða að vera þannig sett á bílana, að þau varpi ljósinu ekki of hátt frá jörðu. Ljósin verða einnig að vera þannig, að þau séu ekki of björt. Það verður sterklega gengið eftir því að þess- um lögum sé fylgt. Allar upplýsingar þessu viðvíkjandi geta menn fengið frá Motor License Branc'h í Regina, Saskatoon og Moose Jaw. Allir, sem stjórnarleyf i hafa til að selja bíla og gera við þá, geta einnig látið þessar upplýsingar í té og sett ljósin, eins og þau eiga að vera. Þegar þér kaupið ljós fyrir bílana, þá gætið þess, að þau séu i samræmi við lögin. Regina, 10. júní 1927. J. W. McLEOD, Deputy Provincial Secretary. Tyrkja-Gudda. Fyrirlestur Sigurðar próf. Nordals. Nordal drap fyrst á herferðir Tyrkja víðsvegar um höf á þeim tímum, sem þeir komu hingað til lands. Hefðu slíkar herferðir aldrei verið jafn algengar eins og á vík- ingatímunum. Vitaskuld hefði ekki verið nema hending, að þeir hefðu slæðst hingað, þó koma þeirra hefði orðið býsna örlagarik fyrir þjóðina. Að vísu hefði hún haft nokkurn viðbúnað að taka á móti þeim, þó sá viðbúnaður hefði ekki birst í öðru en sálmum ortum til höfuðs þeim og fyrirbænum til verndar ofsóknum þeirra. — Fór Nordal með erindi er sýndu hug landsmanna til Hund-tyrkjans. — Kvað hann menn nú geta brosað að þeim skáldskap. En hann sýndi þó engu síður traust manna á kraft skáldskaparins. Þá vék fyrirlesari sér með nokkrum orðum að H. P., og fyrstu árum hans á Hólum. Bæri sagnariturum ekki saman um það, hvers vegna Hallgrímur hefði horf- ið brott úr Hölaskóla; töldu sumir það hafa stafað af flimti hans um Rostnngur við Jótlandsskaga. ií færeyska blaðinu “Tinga- krossur” 7. þ.m. er þess getið, að rostungur hafi, þá fyrir nokkru, sézt við Jótlandsskaga. Þetta eru svo fágæt tíðindi, að þeirra ei vert að geta, og er hér tekin upp orðrétt frásögn hins fær- eyska blaðs um þetta. — Hún hljóðar svo: Fyrsti Roysingur í Danmark síðan ístíðina. — Og hvussu hann var viðfarin. Nakað herfyri vóru danskar strendir vitjaðar av einum gesti, hvörs líki ikki hevur verið har um Ieið síðani hinar fjarðu öld- ir, sum vit nevna ístígina o. u. 20,000 ár herfyri. Tað var ein stórur roysningur, “hvalros”, 'ið lá og bóltaði sær i briminum uttanfyri Skagen ein dagin sein- ast í januar mánað. Hann slapp ikki leingi at vera i frið. En ilskur Júti, sum iva- leyst hevur Mldi seg vita, hvussu Danir eiga at handfara gestir frá ‘vore nordlige bilande’ beyð hon- um vælkomin við tveimum kúg- lum frá eini gamlari höglbyrsu beint í sýnið, sum blindaði roys- ingin heilt. Tve'ir dagar seinri var hetta særða djórið, ein full- vaksin brimil, funnin á eini fles uttanfyri Göteborg, útpínt og av- maktað, og her var gjört endi á Þetta er til þess þér getið skilið spursmálið um “BJÓRSÖLU í GLASATAU“ Afvegaleidd vandlætingasemi og persónulegir hagsmunir eru þess valdandi, að staðhæfingum hefir verið slegið út, sem eru, ef ekki beinlín'is villandi, þá að minsta kosti þannig, að þær skyggja á aðal-atriðin í þessu máli, sem eru þessi: Bjór í glasatali þýðir ekki að langborðin (Bars) séu aftur innleidd Þetta er skýrt á kjörseðlinum—2. Spurning (a): — “Bjór í glasa-tölu sem þýðir, að bjór sé seldur í glasatali undir stjórnarreglum og eftirliti á stöð- um, sem leyfi er veitt til þess, sem þó séu ekki langborð (bars); slíkir staðir fá leyfi hjá Vínsölunefndinni og hefir hún leyfi til að aftaka það leyfi, nær sem hún álítur að þær reglur, sem hún hefir sett fyrir bjórsölunnl, séu á einhvern hátt brotnar.” Bjór í flöskum er ekki sama og bjór í glösum Hví skylduð þér vera neyddur til að kaupa flösku eða heilan kassa, ef þér að- eins viljið eitt glas? Eina verulega breytingin, sem verður með því að sam- þykkja bjór í flöskum, er sú, að þér verðið að bera flöskurnar heim 1 stað þess að þær eru nú fluttar heim til yðar. Maðurinn, sem vill bara eitt glas, verður samt sem áður að kaupa það og drekka ólöglega. Bjór í glasatali leiðir ekki til opinbers drykkjuskapar. Opinber drykkjuskapur er liðinn nú um alla borgina og alt fylkið. Það er bjór er búinn til. Bjórsalasorglegt, en það verður ekki tekið fyrir það meðan í glasatölu gerir bjórsöluna löglega, á vissum, opinberum stöðum, sem hægt er að líta eftir,og eyðileggur þar með hina ólöglegu og skaðlegu pukurs- sölu, sem nú er svo mikið af. Það er kominn tími til að breyta um. Þér hafið séð afleiðingarnar af því fyrirkomulagi, sem nú er, stjórnar yfir- ráðum yfir vínsölunni, sem EKKi megnar yfir henni að ráða. Ólögleg vínsala er í blóma — sé einni drykkjukránni lokað, opnast önnur. Laumulegur drykkjuskapur er að aukast. Meira er drukkið af sterkum drykkjum. Maðurinn, sem að eins vill glas af bjór, eða hefir ekki efni á að kaupa meira, líður fyrir hinn, sem getur keypt heilan kassa af bjórflöskum. Alberta og Quebec vísa veginn út úr ógöngunum. í báðum þessum fylkjum hefir það verið sannað, að bjórsala í glasatali, und- ir eftirliti Vínsölunefndarinnar, þýðir: Minna af Sterkum Drykkjum. Meira Hóf á Vínsölu. Minni Ólögleg Vínsala. Meiri Stjórnartekjur. Minni Lagabrot. Meiri Virðing fyrir Lögunum. Minni Laundrykkja. Meiri Bindindissemi. Greiðið atkvæði með bjórsölu í glasatali, þannig: Merkið X aftan við ,‘Yes” í fyrstu spurningunni. Merkið X aftan við “Beer by the Glass” í annari spurningunni. Merkið ekkert aftan við við “Beer by tha Bottle” í 2. spurningunni — því þá fáið þér ekki bjór í glasatali. Merkið X aftan við “NO” í þriðju spurningu, — ellegar það verður enn meiri öruðleikum bundið en áður, að fá bjór. RÝMKUN Á BJÓRSÖLU: Eruð þér meðmæltur rýmkun á bjórsölu frá því sgm nú er? 2. EF MEIRI HLUTINN SVARAR 1. SPURNING- UNNI JÁTANDI, Hvort Viljið Þér Þá Fremur: (a) Bjór í Glasa-tali sem þýðir, að bjór sé seldur í glasa-tali undir stjórn- arreglum og eftirlti á stöðum, sem leyfi er veitt til þess, sem þó séu ekki langborð (bars); slíkir staðir fái íeyfi hjá Vínsölunefndinni, og hefir hún rétt til að aftaka það leyfi, nær sem 'hún álítur að þær reglur, sem hún hefir sett fyrir björsölunni, séu á einhvern hátt brotnar. Eða (b) Bjór í Flöskum, sem þýðir það, að bjór sé seldur í lokuðum flöskum af Vínsölunefndinni í Stjórnarvínsöluhúsum til neyzlu á heimilum eða bráðabyrgða dvalarstöðum. Sé sölunni þannig háttað, að kaupandi tekur sjálfur það sem hann kaupir og þarf ekki vera meira en ein flaska í einu. YES X NO Beer by the Glass X Beer by the Bottle I 3. SALA ÖLGERÐARHÚSANNA. Eruð þér með því, að aftaka rétt ölgerðarfé- laganna til að selja bjór beint til þeirra, sem leyfi hafa til Vínfangakaupa? YES NO X

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.