Lögberg - 23.06.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 23.06.1927, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. JÚNÍ 1927. Bl». 7 Nútíðarkonan. Eldri kynslóðinni nú á dögum verður um fátt tíðræddara en nú- tíðarkonuna. Gætir þessa ekki einungis hér heima, heldur og um heim allan, eins og sjá má af cr- lendum glöðum og bókum. Og ekki eru þær allar hlýlegar kveðj- urnar, sem gamla fólkið sendir henni, nútíðarkonunni. Hér heima er henni fundið það til foráttu, að hún sé óþjóðleg. Þeim fjölgi óðum, er leggi niður hinn þjóðlega og fallega ís- lenzka búning, eru það peysu- fötin, sem þeir kalla svo. Frá mínu sjónarmiði séð væri enginn skaði skeður, þó að peysufötin hyrfu með öllu úr sögunni. Ber margt til þess. Það fyrst, að ef vel er að gáð, eru þau alls ekki íslenzk og geta því vart þjóðleg kallast. Þau munu að töluverðu leyti sniðin eftir frönskum fyrir- myndum. — Sjaldnast mun og nokkuð af efni þeirra vera ís- lenzkt að uppruna. Væri þó alt þetta afsakanlegt, ef fötin hæfðu vel íslenzkri veðráttu, en því fer fjarri að svo sé. Þau eru skjól- lítil, og afaróþægilegur búningur í hvassviðri, svo og úrkomu allri. Af þvi að eg hygg, að af formæl- endum peysufatanna séu karl- menn í miklum meiri hluta, vildi eg ráðleggja þeim hinum sömu að klæðast í þau, þó ékki væri nema eina dagstund, og fara út í mis- jafnt veður í þeim. Segir mér svo hugur um, að þeir muni ekki dá- sama þau hástöfum að gönguför- inni lokinni. Vafalaust er og það, að peysufötin eru miklum mun ó- hollari en kjólbúningur. Hvers vegna hafa karlmennim- ir lagt niður íslenzka fornbún- inginn? Hví skrýðast þeir ekki litklæðum lengur? Skyldi ástæð- an vera sú, oð skartmenn séu úr sögu horfnir? Nei, glysgirni skortir þá ekki, nútíðarmennina. Og fegnir vildu þeir rtiargir borðalagðir vera. Embætti, er einkennisbúningur fylgir, hafa löngum verið eftirsótt vara með- al þeirra. Fornbúningur karla lagðist niður af sömu ástæðu og peysufötin eru að fara núna. JVTargbreyttari störf mannsins munu hafa sýnt, að hann var ó- hentugur. Verkahringur konunnar hefir víkkað stórum hin síðari árin. Fyrir 30-40 árum, eða þó skemra sé tiltekið, munu stúlkur alment ekki hafa átt annars úrkosta, ef þær ekki giftust, en að verða vinnukonur, sem kallað var. Mentun fengu þær að heita má enga. Stúlkubörn munu þá og al- ment hafa verið alin upp með það fyrir augum, að þær yrðu hlýðn- ar og auðsveipar eiginkonur, er timar liðu. Nú er þessu annan veg farið. Markmið nútíma upp- eldis stúlkna er að gera þær sjálfbjarga. Ber og þegar mikið á, hvað konur nú á dögum eru einarðari og frjálslegri í fram- göngu en áður hefir átt sér stað, ef marka má ummæli gamla fólksins. Þá er nútímakonunni legið á hálsi fyrir það, að hún hefir lát- ið skerða hár sitt. Raunar er það ekki nema örlítið brot kevnna hér á landi, er snoðkoll hefir. Eg á- líi snoðkollinn eitt af talandi táknum hins aukna sjálfstæðis konurnar. Er hvorttveggja, snoð- kollurinn og einfaldari búningur, eðlileg afleiðing brejrttra starfa kvenþjóðarinnar. Helsta mótbár- an gegn stutta húrinu er sú, hvað það sé Ijótt. En gæta ber þess, að langt hár getur líka verið Ijótt. Fegurð hárs fer sem sé ekki alt af eftir lengd þess. Aft- ur á móti nýtur fallegt höfuðlag sín ágætlega með stutta hárinu. Annars hefir það oft vakið undr- un mína, er eg heyri karlmenn andmæla snoðkollinum, að hlut- aðeigandi skuli ekki hafa hár nið- ur á herðar og skegg niður á bringu. Hvers vegna svifta þeir sjálfa sig fegurð langa hársins? Skyldi ástæða þeirra vera sú sama og konunnar með snoðkollinn, að þeim þyki langt hár vera til tafar? Fjarri fer það, að eg með lín- um þessum sé að syngja lof öllu þvi, er til okkar flyzt af erlendri menning, en fái ísland ekkert lakara frá henni en “snoðkolla” og “stutta kjóla”, held eg að ís- lenzku þjóðerni sé borgið í bráð og lengd. —Vísir. J. Þ. TIL STEPHANS G— Enginn megnar, uggir mig, andá þinn að vega— svona Fjalla-fossinn þig fæddi dásamlega. Orðabók, sem aldrei þraut, í þér búa kunni; þína enginn þekti braut þá í tilverunni. Nóttin svört þá setti inn, saztu við að skrifa; þeir sáu starfið, Stefán minn, stórverkin þau lifa. Nú hefir þú í hálfa öld hörpuna látið drynja; þegar lífsins kemur kvöld Klettafjöllin stynja. Við rætur þeirra rakstu starf, raun og gleð'i barstu, en ást til landsins aldrei hvarf, í anda heima varstu. Helzt mér segir hugurinn, þó hér sé langt til alið, í útlegð hafi alt af þinn innri maður dvalið. Þú hefir margða bygt þér brú og beitt svo fyrir skerið, en hillan þín var heldur sú að hafa á Garði verið. 1 þig var oft nartað nóg, en neitt ei á þig tekið, hefirðu samt í hægð og ró hleypidóma rekið. Hefir oft þitt hitnað blóð og hrelling sár að vinna, en þá kom Helga’ og hjá þér stóð í hruni tára þinna. Væri það mínu valdi í, vildi eg þig yngja, að þú mættir alt af ný úrvals ljóðin syngja. för Þín er lífsins leiðar letruð stóru nafni. Þegar úr hinztu heldur hafðu Krist í stafni. vor, O. G. Bætir Fljótt Heilsuna og Eykur Lífsþróttinn. Síðastliðin 35 ár hafa millíónir manna og kvenna fullkomlega reynt það, að Nuga-Tone er undra meðal, sem bætir heilsuna og ^k*ur,-*u^nað og Það sem í;ieflr gert fyrir mikinn tjolda folks, það getur það líka gert fyrir þig( ef þú notar það rettilega. Nuga-Tone a engan sinn líka í þvi, að gera blóðið rautt og heil- brigt, styrkja taugarnar og vöðv- ana og byggja upp líkamann að ollu leyti. Ef þér líður illa, nýt- ur ekki hvíldar á nóttunni og ert að missa kraftana, þá reyndu Nuga-Tone í 20 daga, og ef þér liður þá ekki miklu betur, ert atyrkari, frískari og ánægðari og ahugasamari, þá skilaðu því sem eftir er og þér verður skilað pen- ingunum._ Til að komast hjá öll- uni yonbrigðum, þá vertu viss um að fá Nuga-Tone. Minningar. Eftir Björn Jónsson. (Framh.) Svo kom, að mig minnir, ári síð- ar, eða 1890, séra Jón Bjarnason enn til nýlendunnar, til að jarð- syngja Jón heit. ólafsson læknir. Það finn eg heldur ekki í bygðar- fréttunum í Almanakinu. Söfn- uðurinn hefir líklega kallað hann eða Jón Einarsson, sem mig minn- ir að hér væri um þær mundir, því Jón sál. sagði mér, að ef hann gæfi nokkrum lækningabækur sínar, þá væri það Jón Einarsson, því hann væri sá eini hér, sem hefði gagn af þeim; honum var vel til Jóns. Eg hygg að Jón ól- afsson hafi 'verið brjóstgóður maður og vinur vina sinna. Það var farið að hausta; þeir fóru ekkert í vinnu þessir eldri bændur, þurftu þess ekki. Eg var að reyna að stinga skurð í kring um heystakk minn, sem stóð úti á enginu. Þegar við vorum bún- ir með heyskapinn, þá fór eg að hugsa um að byggja; byrjaði á að höggva viðinn og bera hann saman; afréð eg að byggja fjós fyrir sex kýr. Það gekk seint fyrir mér einum, og svo var ekki tiútt um að mér leiddist einlífið, eg var norðaustastur af öllum búendum. Mér fanst eg vera kominn út í afréttir, og fór að kveða með Kristjáni; “Nú er horf- ið Norðurland, og nú á eg hvergi heima”. Þá fór eg að hugsa um fjöllin mín, sem eg saknaði svo mikið, fékk sjaldan bréf frá konu minni og fanst eg hálfgert vera búinn að missa hana í hringiðu stórborgarinnar \yinnipeg. En við þessar hugleiðingar rankaði eg við mér og fór nú að herða mig og dusta af mér ólundina. Eg var nú langt kominn með annan vegginn og flutti mig yfir á hinn, þá varð mér litið upp og sá ' tvo svarta Indíána sitja á hestbaki þarna rétt hjá mér, og ygla sig og gretta, liggja fram á hestsmakk- ana, en reyna ekkert að segja. Eg hræddist aldrei ólgusjó, hvað voðalegur sem hann var, og ekk- ert á landi heldur. En þarna varð mér ákaflega hverft við, og bjóst við öllu illu. Þeir drógu úr slíðr- um eins og álnar langa, tvíeggj- aða stinghnífa, og byssur, og fóru eins og að ota þessu að mér. Þá datt mér í hug að fá þeim nesti mitt, sem var ekki ríkmannlegt: brauð og smjör og eitthvað á milli. í öryndis úrræðum hleyp eg 'eftir þessu og fæ þeim. Þeir stökkva af baki, taka við þessu og rífa það í sig eins og gráðugir úlfar, og gretta sig mikið meðan þeir eru að gúlpa það, sem ekki tók langa stund. Svo skánar sVip- ur þeira og þeir fara að sýna mérj byssur sínar og lagvopnin, ogj benda 1 austur að háum skógar-j hóli, sem eg sá daginn eftir að' tjöld stóðu undir. Svo stigu þeir á bak og héldu leiðar sinnar. Eg'var þarna mílu vegai- frá F. J. og enginn nær. Eg kom heim í fyrra lagi, og var hálflas'inn af því, hve hverft mér. hafði orðið við; bað eg Freystein að koma með mér daginn eftir, og vildi hann ekki gera það. Samt fór eg aftur, og litlu seinna en fyrri daginn fór á sömu leið og áður, en nú hafði eg með mér meiri mat, og við það urðu Indíánarnir heldur hlýlegri í viðmóti og á svipinn. Þegar eg kom til Frey- steins, sagði hann mér fljótt, að e'inn Indíáninn hefði komið til sín og verið með byssu; sýnir hann svo F. J. byssuna, tekur skothylki úr vasa sínum og lætur í hana, réttir Freysteini, sem við henni tekur og hleypir af skotinu sam- stundis; hinn hleður fimm s'inn- um byssuna og F. tekur við henni og hleypir af jafnharðan; þá hafði dökki maðurinn grett sig mikið. Næsta dag fór eg ekki og kom þá enginn til F. J. Kristin var ósköp hrædd. Svo fór eg daginn eftir, og seint um kvöldið að gá að tjöld- unum, sem þá voru horfin, og allra handa dýrabein lágu þar eftir. Við skírðum hólinn Indí- ánahól og vatnið þar hjá Indí- ánavatn. Hvergi gátum við fengið plóg, til þess að plægja í kring um hey- in með, svo eg misti, heyið mitt er eg átti úti á sléttunni, og Frey- steinn misti það, sem brunnið gat af kofanum. Þar fóru strigaföt, sem eg átti. Hér sannaðist þó það, að “betri er húsbruni en hvalreki á fyrsta ári’ Þegar heyskapurinn og fjósið var búið, byrja eg að grafa kjall-( ar, 12 fet á annan veg og 14 fet á hinn; gref eg hann 5 fet á dýpt, set svo bjálka-grind alt í kring og fylli alt upp með mold og torfi, refti svo yfir og tyrfði alt þakið. Þetta varð heit baðstofa, en lítil. Um veturinn setti eg bjálkagrind í kring, eins og húsið átti að vera, 14 á breidd og 20 á lengd; dyrn- ar á húsinu voru á móti kjallara- dyrunum. Þegar eg var búinn að mestu með kjallarann, fór eg og keypti mér tvær kýr, á 40 dali hvora, og kom þeim fyrir við bakdyrnar á fjósinu. — Þegar þetta var búið, kemur Bjarni Þórðarson og segir mér, að kona mín sé komin til Shellmouth, Helgi hafi komið með hana til Birtle og svo feng- ið enskan mann til að sækja hana þangað. Það veit enginn nema sá, sem reynir, hve sárt það er að vera ekkill; eg kenni í brjósti um ekkl- ana. — Það var sannur fögnuður fyrir mig, að fá konu mína og blessuð börnin til min. Eg átti ávalt mjög bágt með að vera einbúi eða “baslari”, eins og við hér í Vesturheimi nefnum það. Guð sá líka, að ekki var gott, ‘að maðurinn væri einsamall, og því skóp hann honum meðhjálp. Og Guð skóp mér einnig meðhjálp, eða vísaði mér leið yfir langa og erfiða leið þangað sem hana var að finna. Þegar eg sá að eg gat boðið stúlku viðunanlegt heimili, lagði eg leið mína fram í fjöll á aðra þingmannaleið í þann sælu- dal er mina meðhjálp hafði fóstr- að og fékk þar þá aðstoð er með mér hefir lifað hamingjusamlega í 46 ár. Við höfum eignast 11 mjög mannvænleg börn; þrjú dóu ung, eitt dó á fjórða ári og eitt átján ára; sex eru á lífi, fimm gift og sterk-efnuð, en hið sjötta býr á föðurleifð sinni. Við höf- um liðið saman blítt og strítt, og og öðlast sigur, að lokum komin í allgóð efni, nóg til æfikvöldsins, góðum guði sé lof. Þegar eg frétti um komu konu minnar,#fékk eg Bjarna Stefáns- son með uxapar og vagn, til að sækja hana og börnin til Shell- m°uth, og tók það tvo daga. Meðan eg var að klára kjallar- ann, urðum við að sofa í fjósinu, og fyrsta nóttin, sem við sváfum þar var sú næsta á undan fyrsta vetrardegi 1886. Eftír að við fluttum í kjallarann, leið okkur vel. — Þegar Gr'ímur og kona kona komu, gróf hann sér kjall- ara nálægt okkur, og bjuggu þau í honum fyrsta veturinn. Dróg- um við okkur þá oft saman í mínu lághýsi og spiluðum okkur til skemtunar kvöld eftir kvöld, og ekki man eg eftir í Ameriku betri og skemtilegri, tíma' en einmitt þenna vetur. — Eg er kominn á þá skoðun, að bezt sé að vera fá- tækur, því þá losast maður víð alla mammonshyggju, sem upptök á að ýmsu því sem misjafnt er. Ingimundur Eiríksson var hjá okkur nokkurn tíma seinni part vetrarins. Þeir voru að tegla tré og byggja saman hús sín Grímur og hann. Ingimundur 'amBijfc Framúrskarandi <<Hörunds-sérfræ8ingur,, í tveggja þumunga öskju. Greiðið No. 1 atkvæði með Gísla Sigmundssyni þingmannsefni íhaldsflokksins í Gimli kjördœmi Hann fylgir fram: Afnámi aukasveitar skattsins til fylkisstjórn- arinnar. Krefst stóraukinna vegafcóta í kjör- dæminu og annarsstaÖar á milli vatnanna, á- samt auknu fjárframlagi úr fylkissjóÖi til al- þýðuskólanna. OSKIÐ ÞER EFTIR LOFORÐUM eða FRAMKVŒMDUM? Hoo.W. J. MIJOR iBæði1 Liberal flojikuriiin 'ög ^onservatívi flokkurinn lofa því, að brúka mikla peninga, en jafnframt lofa þeir að lækka skattana.— Getið þér séð nokkurt samræmi í því, að auka útgjöldin og minka tekjurnar? Bracken stjórnin hefir komið fylkinu á traustan grundvöll fjárhagslega. Látið ekki bruðlunarsemina aftur eyðileggja það þarfa- verk. Coi. R. Burritt,D.C.Q. Bracken hefir komið Greiðið atkvœði Manitoba á fœturnar Búskapur er nú í góðu lagi. Innlög í bankana hafa stór- um aukist. 33 ný iðnfyrir- tæki hafa íbýrjað) og !37 stækkað um sig á árinu 1926 að eins. Tekjuhalla hefir verið breytt í tekjuafgang. stjórnarkostnaður hefir ver- ið færður niður um nálega 'hálfa aðra miljón dollara — Eina fylkið í Canada, sem sýnir minni kostnað síðustu fimm árin — og þar að auki eru peningar lagðir í sjóð til að borga skuldir fylkis- ins, án þess að taka ný lán. með BRACKEN þingmanns-efnum nöfn þeirra eru prentuð með grænum lit á kjörseðlunum og komið aftur til valda Bracken stjórnin Sameinar fclkið Það var almenn óánægja út af flokkspólitiíkinni fyrir fáum árum, sem gaf Brack- enstjórninni tæifær'i til að sýna kosti þeirrar stjórnar, sem ekki er háð_ flokksbönd- um, eða bundin við erfða- skoðanir og loforð flokk- anna. Þess vegna varð sú stjórn sannur fulltrúi allra fylkisbúa og gat, stjórnað óttalaust og án sérdrægni, enda hefir afleiðingin orðið sú„ að með hyggilegum ráð- um 'hefir stjórnin komið Manitobafylki á þann veg, sem liggur til framfara og velgengni. Hinni RÉTTU STJÓRN fyrir betri tíma Blöð og bæklinga viðvíkjandi framkvæmdum Bracken ^btjórnar'innar, getið þér fengið á þessum KOSNINGA SKRIFSTOFUM Dr. E.W.Montgomery Central Portage og Main Phone 88 980 North Winnipeg 874 Main St. Ph. 56 023 1196 Main St. Ph. 52 409 552V2 Selkirk Av Ph. 55 407 South Winnipeg 759 Corydon Ave Ph. 47 565 North Elmwood 182 Kelvin St. Ph. 54 375 South Elmwood 341 Nairn Ave. Ph. 54 721 Ladies’ Portage og Main Ph. 89 941 var h'inn skemtilegasti og bezti drengur. Við vorum að höggva við til húsa og eldiviðar, og þeir sem vagna og uxapör áttu, voru fengnir til að draga að. Helgi, Grímur og Þiðrik (allir áður nefndir) drógu viðinn fýrir mig. Eftir ár var farið að brjóta land til akurs; eg hafði verka- skifti við Grím, hann braut fyrir mig fimm ekrur og eg hjálpaði honum með hússmíði 'hans. Svo braut Guðbrandur Narfason eina ekru fyrir mig, B. Þórðarson aðra og'Sigurður Eyjólfsson þá þriðju, svo eg hafði þarna 8 ekru akur. Björn Ólafsson plægði fyrir mig garðstæði undir karftöflur og aðra garðávexti. Nú var eg orðinn matarlaus, og þurfti að fara í kaupstað; Verzl- unin var hætt í Shellmouth og flutt til Langenburg. Helgi var orðinn sjúkur, farinn til Winni- peg og dó þar. B. D. Westman stóð fyrir verzluninni í Larigen- burg fytir Mrs. H. Jónsson., og fór eg þangað. Eg var með 60c. í vasanum og það hefi eg fátæk- astur verið síðan eg var barn Eg fór að kvarta um atvinnuleysi við Bjarna, og eg sæi eftir að hafa farið frá Winnipeg. Spurði hann mig þá, hvort eg vildi fá at vinnu, og kvað eg svo vera. Seg- ist Bjarni þá þurfa að láta grafa brunn, og skuli hann berga mér 50 cent á fetið vilji eg taka þaö verk. Þetta þótti mér þá gott, flýtti mér heim. Fór eg svo strax daginn eftir og kom við hjá Jóm Hördal; það eg Jón yngri að koma til mín daginn eftir og klára brunninn með mér. Það voru 12 mílur til Langenburg frá mér; , kom þangað kl. að ganga tvö og I byrjaði strax að grafa. Um kvold- i ið var eg búinn að grafa á 12. fet, því eg vann af kappi, og varð eg að leggja mér sjálfur til mat og áhöld. Daginn eftir kom Jón I snemma. (Ári8 eftir vann J6n kappgöngu í ’Winnipeg, mig minn- j ir 90 mílur yfir daginn. og var 1 kynblendingur næstur honum). Jæja, við grófum hálft sjötta fet og daginn eftir klukkan tvö, var brunnurinn búinn. Jón varð mér ekki dýr, enda kunni eg ávalt vel við þá feðga. Nú gat eg fengið það sem mig vantaði án þess að skulda; en sumir, sem skulduðu allah veturinn, hefðu þó frekar þurft þess. Jón er lifandi að Lundar, Man., og Bjarni hér, og vita þeir hvort ekki er satt. (Framh. ) □iRDN Er trygging fyrir góðri endingu. Vírarnir í aflgjafanum eru þýð- ingarmikill hluti rafmagns elda- vélarinnar. Til þess að tryggja það að vélin reynist vel, þurfa þeir að vera vel varðir. McClary’s Speediron aflgjafinn er vel varinn með loki úr steyptu járni, sem hægt er að lyfta af. Það ver vírana fyrir skemdum og tryggir það, að aflgjafiffn endist lengi og reynist vel. Áhöld eða matur, sem dettur ofan á aflgjaf- ann, skemmir hann ekki, þannig varinn. Hví ekki að nota sér þessi sér- stöku hlunnindi? Sjáið hvernig McClary’s rafeldavélarnar vinna hjá viðskiftamanni yðar. Þar eru stærðir, gerð og verðlag, sem þér eruð ánægður með. Rafmagns Eldavél Skoðið einnig McClary’s A. & F. Electric Water Heater og Fibreform Tank Cover. Skoðið McClary^s Rafeidavélar ásamt “Speed Iron” útbúnaði að .55 WúiníppöHijdro, 1419 Street ss-59 ^princessst. 'la,n Hydro þjónustan ábyrgist þessar eldavélar. McClary’s Gas og Rafeldavélar Seldar hjá Appliance Department WINNIPEG ELECTRIC Company Main Floor Electric Railway Chambers, Cor. Marion og Tache, 1841 Portage Ave. St. Boniface. St. James

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.