Lögberg - 28.07.1927, Síða 1

Lögberg - 28.07.1927, Síða 1
Q. 40 ARGANGUR I! WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 28. JÚLl 1927 NUMER 30 Viðurkenningar - skeyti. Auk þeirra bréfa, er birt voru í síÖasta blaði, hefir Mr. Bíldfell síð- an. borist me<5fylg'jan(l1i bréf frá stjórnarformanni Manitoba fylkis Mr. John Bracken. July 16fch, 1927. Mr. Bildfell, 142 Lyle St. City. Dear Mr. Bildfell:— On behalf of the .Governmenit of fche Province X wish to itake this opportuni- ty of expressing our appreciation of the services rendered by you in comnection with the celebration of Canada's Dia- mond Jubilee of Confederation. The success of the Celebration was due in large measure to the faithful leadérship afforUed in all centres, to the magnificent spirit of co-operation manifest everywhere, and to the readi- ness of all to give not only af their time but of their best energy and , thought. r Throughout ifchis T'rovince people withouit distinction as to nationality or creed united to express their gratifica- tion for the achievements of Confedera- tion. That effort will echo and re-echo down ithrough the pages of our history, and will strengthen the hand of pre- sent and fuiture generations in fche building of a still stroiiger and safer national structure. Kindly acoept tihe sincere thanks of the Government for your contribution to Manitoba’s part in the Jubilee Celebration. Tours veryé truly, JOHN BRACKEN. i6. júní, 1927. , Mr. Bíldfell, 142 Lyla St. Winnipeg. Kæri Mr. Bíldfell:— Fyrir hönd fylkisstjórnarinnar, vil eg leyfa niér aÖ tjá yÖur þakk- læti vort fyrir það, sem þér hafið gert í sambandi vi'Ö demants hátíð- arhöldin. Hversu vel þessi hátíðarhöld hepnuðust er að miklu leyti að þakka trúlegri leiðsögn einstakra manna, sem var í té látin alstaðar þar sem hátiðahöldin fóru fram og þeim dásamlegu samtökum, sem hvarvetna áttu sér stað, og því hve allir voru fúsir til að leggja fram tíma sinn, vitsmuni sína og atorku i þarfir Jiessa máls. Um alt þetta fylki tók almenn- ingur þátt i þessari minningar hátíð með fagnaði yfir sambandi Canada, án tillits til þjóðernis eða trúar- bragða. Áhrifin munu vara og ber- ast til þeirra, er eftir oss koma og verða til þess að styrkja núverandi kynslóð og síðari kynslóðir, til að byggja hér enn meira og öflugra þjóðfélag. Fylkisstjórnin þakkar yður ein- læglega fyrir alt, sem þér hafið gert i sambandi við demants hátíð- ina, hvað snertir Manitoba fylki. Yðar einlægur, JOHN BRACKEN. Með þessu bréfi, er að sjálL sögðu viðurkenningar-vottorðum um þátttöku Vestur-íslendinga í al- þjóðarhátíðahaldinu mikla, sem ný- afstaðið er hér í Canada, lokið. Og um leið og þetta bréf frá forsætis- ráðherra Manitoba fylkis er birt, vil eg taka fram, að bréf þetta, né held- ur þau önnur, sem birt hafa verið, eru ekki látin koma fyrir almenn- ing sjónir, neinum sérstökum manni til lofs og dýrðar, heldur til þess að sýna að viðleitni íslendinga í þessu sambandi hefir verið metin, að maklegleikum af forstöðumönnum hátíðahaldsins í fylkinu. Einnig er mér ljúft að votta sam- nefndarrrtönnum mínum og konun- um íslenzku, sem stóöu fyrir hátíð- arhaldinu hér í Winnipeg virðing mína og þökk fyrir starf það hið sérstaka og mikla, er þau tóku að sér af svo fúsum vilja, í sambandi við þátttöku Winnipeg íslendinga í hátíðahaldinu og leystu af hendi með svo mikilli rausn að til stór- sóma varð, þjóðarbrotinu íslenzka "hér í álfu og þjóðinni íslenzku í heild. Að síðustu þakka eg öllum þeim, sem á einn eða annan hátþ styðja eða studdu nefndina í Winnipeg að þessu verki og þeim öðrum Islend- ingum í þessu fylki, sem studdu há- tíðarhaldið á einn eða annan hátt. Winnipeg 2Í. júlí, 1927. Jón J. Bíldfell. Á mánudaginn í þessari viku, 25. júlí, andaðist að heimili sínu, 532 Beverley St-, hér í borginni, öldungurinn Páll Jónsson, 84 ára að aldri. Jarðarförin fór fram á miðvlkudaginn frá heimilinu. Séra Rúnólfur Marteinsson jarð- söng. Á laugardaginn í vikunni sem léið, dó á Almenna spítalanum hér í borginni, H. H. Eager, 151 Burndale Ave., Norwood. Hann var daginn áður að synda að St. Laurent við Manitobavatn, og varð þar fyrir þeim meiðslum, er leiddu hann til bana, þannig, að hann dýfðx sér í vatnið og mun hafa farið alla leið til botns og meiddist þá hættulega. Honum var þó bjargað úr vatninu og hann fluttur á spítalann, en dó þar eins og fyr segir, daginn eft- ir. Jarðarförin fór fram á þriðjudaginn frá Fyrstu lút- ersku kirkju; var hann jarðsung- inn af dr. B. B. Jónssyni. Mr. Eager var mörgum, íslendingum að góðu kunnur og giftur íslenzkri konu, Jóhönnu, 'dóttud þeirra Mr. og Mrs. Finnur Stefánsson að 544 Toronto St. Hjónavígslur, framkvæmdar af séra Rúnólfi Marteinssyni: Að 605 Spence St., fimtudaginn 21. júlí Sigurgeir Sigurgeirsson, frá Gdmli, og Victoria Jóhanna Anderson frá Hecla, Man. Heim- ili þeirra verður að Hecla. Að 493 Lipton St., föstudaginn 22. júlí: Carl Runólfur Thor- steinssoijf og Margrét Evelyn Hallson, bæði frá Selkirk. Heim- ili þeirra verður að Pine Falls, Man. M!r. Guðlaugur Eristjánsson, frá Wynyard, Sask., var staddur í borginni síðari hluta vikunnar sem leið og fram yfir helgina. Mr. og Mrs. L. Johnson, frá Mozart, Sask., komu til borgar- innar í vikunni sem leið. Þau komu frá Dakota og fóru heim- leiðis á föstudaginn. SVAVA BARDAL útskrifaðist af Winnipeg General hjúkrunarskólanum með fyrstu einkunn (1A). Svava var fædd í Winnipeg 16. júní 1906, og fékk sína mentun í barnaskólum borg- arinnar. Svo gekk hún a Jons Bjarnasonar skóla og tók þar mið- skólapróf, og einn vetur í College- deildinni. Hún er dóttir Arin- bjarnar S. Bardal og Margrétar T. ólafsdóttur konu hans, búsett í Winnipeg. Hr. Steingrimur Arason. kennari frá Reykjavík á íslandi, kom til borgarinnar ásamt frú sinni, fyrir síðustu helgi. Hafa þau hjón dvalið í Bandaríkjunum um hrið og komu hingað í bíl að sunnan. Or bœnum. Frú Sveinbjörnsson, ekkja tón- -skáldsins þjóðfræga, prófessors Sveinbjörnssonar, kom hingað til borgarinnar, heiman af íslandi, síð- astliðið mánudagskveld. Leggur hún af stað í dag ('fimtudagj vest- ur til Calgary, en þar í grend dvelja börn hennar bæði, þau Helen Lloyd og Þórður læknir. Lét frúin vel af ástandinu á íslandi og kvað sér seint mundu úr minni líða veðurblíð an þar í siðastliðnum júní-mánuði. Guðjón Thomas látinn, Hann varð bráðkvaddúr á mánu- dagskveldið í þessari viku, hinn 25. júlí, á Gimli, Man., þar sem hann og kona, voru þá stödd á sumarbústað dóttur sinnar og tengdasonar, Mr. og Mrs. Fjeld- sted. Guðjón Thomas gullsmiður var fullra 66 ára, er hann lézt, og munu nú vera um 40 ár síðan hann kom til þessa lands, og hef- ir hann jafnan síðan átt heim^ í Winnipeg og stundað bér iðn sína. Hann var maður vinsæll og hafði hann flest til þess að bera, því hann var greindur og skemtileg- ur, örlátur og gestrisinn og ínanna lijótastur til að greiða götu sam- ferðamannanna. Hann var at- orkumaður, ráðagóður og ráðholl- ur og í hvívetna var hann góður borgari, góður félagsmaður og góður vinur. Auk ekkju sinnar , frú Mar- grétar, lætur Guðjón Thomas eft- ir sig þrjár dætur, og eru þær: Mrs. S. O. Thorlaksson í Japán, Mrs. Eggert Fjeldsted í Winní- peg og Mrs. Matheson í Yorkton, Sask. Jarðarförin fer fram í dag, fimtudag, k!„ 2 e.h. frá Fyrstu lútergku kirkju í Winnipeg. — Mrs. Thomas biður þess getið, að hún óski að engin blóm séu 3end til að leggja á kistuna. Jóns Bjarnasonar skóli. Kennarar. Þegar það liggur fyrir, að velja skóla fyrir sig eða sína, verður fyrsta spurningin vanalega: hvernig eru kennararnir? Eg veit ,að sami mælikvarðinn verður notaður við Jóns Bjarna- sonar skóla. Vil eg því, með sem fæstum og einföldustum orðum, skýra frá þeim, sem þar verða kennarar næsta ár. iMiss Salóme Halldórsson er yfirkennari og hefir á hendi um- sjón með kenslu i skólanum og hegðun nemenda. Hún hefir langa reynslu í mentamálum. Hún útskrifaðist af háskóla Mani- tobafylkis árið 1910. Næsta ár stundaði hún nám við kennara- skólann og útskrifaðist þaðan. Hún kendi hálft þriðja ár við Oak Lake og tvö ár ,í Boissevain. Þrjú ár var hún skólastjóri að Lundar, en við Jóns Bjarnasonar skóla hefir hún kent síðan 1919, alls 8 ár. Siðastliðið ár var hún skólastjór'i. Hún kennir tungu- málin: frönsku, þýzku og latínu. Auk kennslunnar hefir hún tekið mikinn þátt í félagslífi skólans. Miss S. V. M. Bleakley kennir stærðfræði, ensku og og efna- fræði. Hún er upprunnin í Ont- ario-fylki, ensk-canadisk að ætt. Hún er útskrifuð af einum mikla háskólanum í Ontario, Queen’s University. Hún hefir all-mikla reynslu sem kennari, hefir kent í Maple Creek, Man., Kamsack, Sask., og Selkirk. Hún hefir þeg- ar kent eitt ár í Jóns Bjarnasonar skóla. Hún er sérfræðingur í stærðfræði. Jón ögmundsson Bildfell er h'inn fyrsti af nemendum Jóns Bjarnasonar skóla til að verða þar kennari. Að loknu barna- skólanámi í Winnipeg innritaðist hann í skóla vorn haustið 1918. Næstu þrjú ár var hann þar nem- andi og útskrifaðist þaðan vorið 1921. Næstu fjögur ár stundaði hann nám við Wesley College og útskrifaðist af Manitoba háskól- anum vorið 1925. Næsta ár lauk hann námi við kennaraskólann. Og nú hefir hann kent einn vetur yið Jóns Bjarnasonar skóla. Hann kennir sögu, ensku, eðlis- fræði o. fl. Þessi stutta ritgjörð er ekk'i samin til að hrósa neinum. Sízt af öllu ætti eg að hrósa sjálfum mér; en geta má þess, að mér er ætluð kristindómsfræðslan og ís- lenzkan, og líklegast kenni eg eitthvað fleira. Allir eru kennararriir útskrif- aðir af háskóla og allir einnig út- skrifaðir af kennaraskóla Mani- toba-fylkis, og flestir þéirra háfa margra ára reynslu sem kenn- arar. Emile Walters. í síðasta Lögbergi birt'ist mynd af listmálaranum, Emile Walters, ásamt mjög skeintilegri ritgjörð um hann. Mér þykir vænt um, að fslendlngar kynnist þéim manni., Þarna er maður af ís- lenzku bergi brotinn, sem hefir sýht fyrirmyndar atorku í því að brjótast áfram, með tvær hendur tómar, á hinum örðuga ferli list- arinnar. Orðstír, sem hann hef- ir getið sér, er gleðiefni fyrir alla ættbræður hans. Við það, sem sagt er í áminstri ritgjörð, vil eg bæta einu. Þ,“s sem eg segi um það atriði, bygg- ist á dálítilli viðkynningu, sem eg hafi haft af Mr. Walters. Hún er að vísu ekk'i mikil. Eg hitti hann í samsæti, sem nokkrir ís- lendingar héldu honum í Winni- peg fyrir nokkrum árum síðan. Eg varð þá hrifinn af því, hvað þessi ungi listamaður var lát- laus. f s)ðastliðnum mánuði sá eg Mr. Walters í annað sinn, þá í New York. Hann var þar ásamt ýmsum öðrum í samsæti, sem Miss Thorstina Jackson hélt út af komu minni til borgarinnar. Að samsætinu loknu fylgdi hann mér á gistihúsið, þar sem eg hafði aðsetur. Við sátum þar og ræddum saman góða stund. Eg lærði þá að þekkja Emile Walt- ers, þjóðarvininn, vin ættbræðra sinna. í hjarta hans eru feg- urstu taugar, sem tengja hann við það sem íslenzkt er. Hann hefir mikla ræktarsemi gagnvart þjóðinni, sem hann er kom'inn af, og löngun hans er djúp og einlæg að vilja vinna íslenzkri þjóð, hér vestra eða heima á ættjörðinni, eitthvert gagn. Hann var að lcita eftir úrlausn á því, hvernig hann gæti gjört það. Ræktar- semi hans til hins íslenzka, er atriðið, sem eg vildi draga fram. Það mega og eiga allir að vita. Hér er ekkert skrum, heldur sann- leikuurinn sagður, blátt áfram, eftir beztu vitund. Á síðasta þingi kirkjufélags vors var þess getið, að Mr. Walters hefði gefið Jóns Bjarna- sonar skóla tilboð um mynd, sem eftir New York mati, væri $800 til $1000 virði. Kirkjuþingið greiddi honum í einu hljóði þakklætis- atkvæði. Seinna verður almenn- ingi birt það, á hvern hátt mynd- in geti orðið tekju-uppspretta fyr- ir skólann. í þetta sinn vil eg að eins biðjp. Vestur-íslendinga að líta á hið göfuga hjartalag, sem stendur á bak við þessa gjöf listamannsins. Sendið umsóknir um upptöku í skólann til Miss Salóme Halldórsson, Lundar, Man., eða til R. Marteinssonar, 652 Home St. (skólinn), eða 493 Lipton St. (héimili), Winnipeg, Man. Látinn er fyrir skömmu í Tor- onto, Ont. Edmund Bristol, K.C., fyrrum sambandsþingmaður og einn af ráðgjöfum Meighen-stjóm- ar. Átti hann sæti á þingi frá 1905 til 1926, sem fulltrúi austurhluta Toronto-borgar. Hann var sextíu og sex ára, er hann lézt. • * • George West, tvítugur piltur frá Hjawick, Quebec, druknaði að Dor- val, Que. hinn 18. þ. m. þegar hann var að reyna að bjarga stiilkum tveimur, sem þar voru að baða sig, en fóru of langt út i vatnið og köll- uðu á hjálp. Stúlkunum var bjarg- að af mönnum, sem þar voru á ferð í bát. Heimilið. Erindi flutt af frú INGIBJÖRGU J. ÓLAFSSON í IVinnipeg, á þingi Hinna Sameinuðu Kvenfélaga Hins Evangeljska Lúterska Kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi, 25. júní, 1927. Forseti, félagssystur og gestir:— Mér er það sérstök gleði að hafa tækifæri til að ávarpa ykkur hér í dag, á þessu öðm þingi hins sam- einaða kvenfélags okkar lúterska kirkjufélags, og mega tala við ykk- ur um eina hlið þess margvíslega saipeiginlega starfs, sem við höf- um með höndum.— Mér hefir verið falið það hlut- verk að tala hér um þann stað, sem okkur er öllum helgur staður. — Staðinn, þar sem starfssvið okkar liggur. Þið þann stað eru ótal helg- ar endurminningar bundnar, og þar höfum viö ofið fagrar framtíðar- vonir. Það er konungsrikið okkar, sem við þráum að mega starfa fyr- ir sem lengst. Með óafmáanlegu letri er nafn þessa staðar skráð á hugi og hjörtu — nafnið heimili. Heimilið er sú elzta stofnun, sem heimurinn á. Allar þjóðir á öllum tímum hafa myndað sín mismun- andi heimili. Sú þjóð, sem á mislukkuð heim- ili á enga framtíð fyrir höndum.— Þar er lagður grundvöllur undir “karakter” einstaklinga, ofan á þann grundvöll byggja svo aðrar stofnanir. Þar er sáð þeim fræ- kornum, sem fyr eða síðar bera á- vöxt. Þar mótast barnssálin fyrst og varanlegast. Á hverjum hvílir þá sú ábyrgð að halda heimilislífinu í réttu horfi ? Ábyrgðin hvilir eðlilega á foreldrunum báðum, en í mörg- um tilfellum liggur starfssvið mannsins utan heimilisins, en kon- an dvelur heima. Andriimsloftið verður því oftast nær það, sem húsmóðirin lætur það verða. í dag langar mig þvkað biðja ykkur að íhuga með mér starf og áhrif konunnar á heimilinu. —Með því reynum við ekki að gera lítið úr starfi manns þar. — Það, engu síður. væri efni í annan fvrilestur. Það hefir sérstaka þýðingu fyr- ir okkur, íslenzkar, kristnar kon- ur að athuga sameiginlega þýðingu starfs okkar á heimilinu. Okkur er öllum ljóst að heimilið á ttndra kraft í sér fólginn; við höfum séð og fundið þann kraft i ótal tilfell- um til ills eða góðs. Hver einasti unglingur sýnir að einhverju leyti, hvaða andrúmsloft er heima fyrir. Það andrúmsloft flytur hann með sér inn á sitt eigið heimili, síðar meir. Áhrif frá hverju heimili breiðast út á ýmsan hátt: börnin okkar hafa sín áhrif á önnur böm, þau miðla öðrum einhverju af því, sem við gefum þeim. Það er á okkar valdi líka, að hafa einhver áhrif á alla, sem á heimilið koma. Við getum gert heimilin okk- ar sólskinsrík og aðlaðandi, eða dimm og fráhrindandi. Drottinn gaf hverri konu undra tækifæri þegar hann gaf henni heimili. Þeirri gjöf fylgir mikil á- byrgð, og hverri konu ber að skilja þá ábyrgð og nota það tækifæri á þann hátt, sem geti orðið til mestr- ar blessunar.— Að hvaða takmarki ber okkur þá að keppa? Hvert er þýðingarmesta starf ið okkar á heimilinu ? Svarið við þessum spurningum er talað til þeirra kVenna, sem hafa uppeldi barna með höndum. Aðal- lega vegna þess að það liggur mér næst hjarta nú. En þær konur, sem ekki hafa barnauppeldi af hendi að inna, hafa einnig þýðingarmikið og háleitt starf, og oft sérstakt tækifæri til að gera heimili sín að miðstöð góð- verka og glaðværðar. Blessunarrík áhrif hafa streymt frá rnörgum slíkum heimilum, ekki síður en öðrum. Eg veit að til er sá sorglegi áann- leikur að mörg móðir verður að eyða tíma sínum og ikröftum í að halda bústað sínum hreinum, þjóna og matreiða fyrir fjölskyldu sína, og finnur aldrei stund til að auðga anda smn með lestri, og sjaldan tækriæn hl að njóta nokkurs utan heimdis sms. Sú kona er í sérstakri hættu fyrir að verða þröngsýn og þungsinna. Hún er í hættu fyrir að gleyma því að börnin hennar, þó þau kunni að vera feit og sælleg, eru þó andlega hungruð, og sak- lausa barnssálin þráir andlega fæðu sem moðirin, öllum öðrum fremur, getur veitt henni. Skólar, sunnu- dagaskóli og kirkja geta aldrei að fullu bætt upp fyrir það sem móð- irin af einhverjum ástæðum van- rækir. Og bústaður barnanna, Mr. og Mrs. Eiríkur Björnsson. Þann 16. júní síðastliðinn, var þeim Eiríki Björnssyni og Aðal- borgu konu hans, haldið all- fjölment samsæti í ’samkomusal Sambandssafnaðar í Winnipeg, í tilefni af fimtíu ára giftingar- afmæli þeirra. Séra Rögnvaldur Pétursson stýrði samsætinu. Voru margar ræður fluttar, og kvæði það lesið, er hér fer á eftir, ort af Þ. Þ. Þorsteinssyni. Dóttur- sonur þeirra hjóna, Mr. Sigvalda- son, afhenti heiðursgestunum, fvrir hönd viðstaddra vina, dá- litlar minjagjafir, gullbrúðgum- anum sjóð nokkurn í gulli, en gullbrúðurinni, forkunnar fagran blómvönd. Fyrir hönd heiðurs- gestanna, þakkaði sonur þeirra, Dr. Sveinn í Árborg, með einkar hlýlegum og vel völdum orðum. Þau hjón, Eiríkur Björnson og Aðalborg kona hans, fluttust vest- ur um haf, ásamt börnum sínum, frá Ljótsstöðum í Vopnafirði, ár- ið 1904. Hafa þau dvalið, því nær undantekningarlaust, jafnan síðan í Winnipeg, þar sem gull- brúðguminn hefir 1 stundað ,aj- genga daglaunavinnu, fram til síðustu ára. Hefir þeim vegnað vel og þau borið hita og -þunga dagsins með stakri lundfestu, þótt þung sorgarský svifi yfir heimili þeirra, er þau urðu á bak að sjá fullþroska, mannvænlegum börn- um. Þrjú eru börn þeirra hjóna á lífi, Sveinn læknir í Árborg, Þórunn Sigvaldason, ekkja hér í borginni, og Aðalbjörg í for- eldrahúsum. Þau hjón, Eiríkur Björnsson og kona hans, hafa lifað kyrlátu drengskaparlífi alla æfi, og eign- ast fjölda vina, er ávalt munu minnast þeirra með virðingu og hlýhug. Gullbrúðkaup þetta var í alla staði hið ánægjulegasta. Með söng skemtu þau Mr. og Mrs. S. K. Hall og séra Ragnar E. Kvar- an, og jók það eigi lítið á ánægju veizlugesta. Eirikur Björnsson er nú 76 ára að aldri, en Aðalborg 82. Bera þau aldurinn vel, og horfa sátt við lífið, fram á sólarlagið hinsta. •E5H5HSH5HSHSS5H5H52SBSH5Z5ZSHSi!5HSaS2SHSlSaSHSH52SBSESBSia5ZSa5HSHSa5a Gullbrúðkaup Eiiríks Björnssonar og Aðalborgar Jónsdóttur 16. júní 1927. Minning frá Friðrik Kristjánssyni. Nú fimtíu’ ára brennur blysið hinzt. í björtum júní lengsta dags er m'inst. HÍið seinna brúðkaup sumars nýtur enn í sátt við lífið, guð og alla menn. Og þar er mætust gæfusagan sögð, sem samúð stærst á metin verður lögð. Við endurnýjung alls, sem bezt var dreymt, í æskumyndum líf er fegurst geymt, er fram á leiðir hugur stefndi hátt og heimar vorsins ríktu’ í hverri átt. Og þangað sækir æfin eld'inn sinn, sem innra brennur, þegar fölnar kinn. í hógværð, krýndri heiðri sérhvers manns, í hálfa öld í faðmi kærleikans, á vegum guðs þið genguð sigurspor og gátuð hausti breytt í dýrðlegt vor„ Þótt úti blési, bjart var inni’ og hlýtt, sem bezt um jólin '— sópað alt og prýtt. Þó húmið ára æsku feli sýn, í ástarlundi heilög sólin skín. Hún ljóma sló á sérhvert sorgarský, og samleið fagra blessar enn á ný. Þótt halli degi, kvöldið kom'i hljótt, skín kærleiksgeislinn fram á rauða nótt. Þ. Þ. Þ. hversn hreinn og fágaður sem hann kann að vera, verður ekki heimili þeirra, í orðsins fylsta skilningi. Eg gleymi því seint, sem lítill sex ára drengur sagði við mig fyrir mörgum árum. Hann var seint og snemma úti á götunni, og eitt kvöld spurði eg hann hvort hann ætlaði ekki bráðum heim. “Ekki strax,” sagði hann og bætti svo við: “Eg hata heimilið mitt, eg má aldrei leika mér inni með dótið mitt, mamma segir eg geri alt óhreint; hún er altaf þreytt og hefir aldrei tima til að segja mér sögur.” — Of mörg börn geta sagt þessa sorgar sögu og of mörg móðir er svo þrevtt að hún getur ekki mætt kröfum barnshjartans. Hver ein hefur tak- markaða krafta og takmarkað starfsþrek. Sé ekki hægt að annast i alt, sem heimilisstarfinu viðkemur, i má ekki það sem nauðsynlegast er, sitja á hakanum. Eg veit að þessum , mæðrum og okkur öllum er eins j varið og rómversku konunni forð- | um. Gestur hennar mæltist til að | sjá gimsteinana hennar. Hún lagði brosandi armana utan um drengina riná tvo og sagði: “Þetta eru gim- steinarnir mínir.” — Gimsteinarnir eru .börnin, sem Guð hefir trúað okkur fyrir. Takmark okkar er því að halda þeim hremum, fága þá og prýða. Þýðingarmesta starfið okk- ar er að vaka yfir sálum barnanna, sem Drottinn trúði þér og mér fyr- ir. Fyrst og fremst það, jafnvel þó að þau tímabil kunni að koma að eitthvað annað i sambandi við heim- ilisstörf okkar verði að mæta af- gangi. Hvernig getum við þá orðið börnunum okkar til mestrar bless- unar? HVernig getum við spornað við þvi að þau sogist inn i þessa hringiðu gjálífis og kæruleysis7 Á- hrifin, sem barnið verður fynr fyrstu ár æfi sinnar marka dýpst. Er barnið vex verður mótstöðuaflið meira og áhrifin ekki eins varanleg. Þesvegna er það, að uppeldi barns- ins fyrstu árin hefir þá undra þýð- ingu. Einn frægur uppéldisfræðing- ur hefir sagt: “Gef mér barmð þar til það er sjö ára, eftir það mattu gera við það hvað þú vilt, og þu getur ekki afmáð áhrif min. 1 fljótu bragði finst manni þetta f jar- stæða. en sannleikuv er fólgmft 1 þessu, eða hefir nokkur tekið við sjö ára barni frá öðrum an þess að finna að áhrifin frá þe'm at vara? Fyrstu sjö ann he .r heimi - ið eitt, barnið nteð hondum Gen ,1« eöturnar að öðru hemuh smu

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.