Lögberg


Lögberg - 28.07.1927, Qupperneq 7

Lögberg - 28.07.1927, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. JÚLÍ, 1927. Bls. 7. 43. Kirkjuþing. Framh. frá bls. 3. Ungmennastarf. Fyrir hönd nefndar í því máli lagði séra G. Guttormsson fram þessa skýrslu: Nefndin í ungmennafélagsmálinu leggur til: 1. AS þingiS votti Fyrsta lát. söfnuði og presti hans þakklæti fyrir hiS ánægjulega og uppbyggilega ungmennamót, sem haldiS var í Winnipeg siSastliSinn vetur. 2. Nefndin telur æskilegt aS annaS slíkt ungmennamót verSi haldiS á næsta ári einhversstaSar nálægt miSbiki íslenzku bygöanna, þar sem líkindi eru til aS þaS verSi f jölsótt. 3. AS prestunum séra B. B. Jónssyni, séra R. Marteinssyni og séra Jónasi A. SigurSssyni sé faliS aS hafa máliS meS höndum. G. Guttormsson. Valdimar J. Eylands. Andrcw Danielson. Kolbeinn Scemundsson. Samþykt var að taka nefndarálitið fyrir lið fyrir lið. — Fyrsti liður samþyktur. Um annan lið urðu nokkurar umræð- ur. — Var nú komið að fundarslitatíma og mælti forseti svo fyrir, að frekari íhuganir um þetta mál yrðu að bíða þar til síðar á þingi. Var þá sunginn sálmur og fundi síðan frestað þar til kl. 8 e. h. Klukkan 6—7 e. h. fór fram ánægjulegt og rausnarlegt samsæti í fundarsal kirkjunnar. Stýrði því prestur Fyrsta lút. safnaðar, Dr. B. B. Jónsson. Ræðu flutti Dr. B. J. Brand- son, formaður safnaðarins. Fyrir boðið og ræðu formannsins þakkaði, fyrir þingsins hönd, forseti kirkjufélagsins, séra Kristinn K. Ólafson. Á meðan setið var að borðum söng Mrs. S. K. Hall afbragðsfagra sóló og var heimt fram aftur. Próf. S. K. Hall lék á pínó. TÍUNDI FUNIDUR—kl. 8 e. h. sama dag. Fundur'inn hófst með bænargjörð, er séra Valdimar J. Ey- lands stýrði. — Ekkert nafnakall. Fundurinn var trúmála- fundur þingsins. Umræðuefnið var Bænarlífið og efling þess. Málshefjandi var séra Carl J. Olson. Flutti hann efnisríkt og skörulegt erindi. Urðu fjörugar umræður um málið og tóku ýmsir til máls. Voru ræður miðaðar við fimm mínútna lengd, samkvæmt samþykt. Stóð fundurinn yfir þar til kl. 10.10 e. h. Var það einróma álit manna, að hann hefði verið mjög góður og uppbyggilegur. Samkvæmt fyrirmælum for- seta, var fundi slitið með því, að séra N. S. Thorlaksson flutti bæn, sunginn sálmur og Faðir-vor lesið sameiginlega af öllum. Lýsti forseti að síðustu hinni postullegu blessun. Prestsvígsla. Sunnudaginn þ. 26. júní, var í Fyrstu lút. kirkju við kvöld- guðsþjónustu, er var mjög fjölmienn, vígður til prests guðfræð- is-kandídat Kolbeinn Sæmundsson, frá hinum lúterska presta- skóla í Seattle, Wash. Vígslu lýsti séra Sigurður ólafsson, en vígsluna framkvæmdi forseti kirkjufélagsins, með aðstoð ann- ara presta er viðstaddir voru. Pré(jikun við þetta tækifæri flutti forseti, en guðsþjónustunni stýrði prestur Fyrsta lút. safnaðar, Dr. B. B. Jónsson. ISöngflokkur safnaðarins hafði mjög vandað til sérstakra söngva og var guðsþjónustan öll frábærlega áhrifamikil og ánægjuleg. EDLEFTI FUNDUR—kl., 9. f.h. 27. júní. Fundurinn hófst með bænagjörð, er séra Sigurður ólafsson stýrði. Við nafnakalll voru fjarverandi: séra S. S.Christophers- son, séra Haraldur Sigmar, Gunnar Bardal, Th. Thordarson, Mrs. C. P. Paulson, A. E. Johnson, Sigmar Bjarnason, Bjarni Loptsson, Thór Guðmundsson og Andrew Danielsson. Gjörðabók 8., 9. og 10. fundar les'in og samþykt. Séra Jónas A. Sigurðsson mintist á listaverk það, er Emil Walters hefir gefið Jóns iBjarnasonar skóla. Lagði hann til, að þingið þakki hina höfðinglegu gjöf. Tillöguna studdi séra G. Guttormsson og var hún samþykt í e. hlj., Tekið var fyrir, á ný, áttunda mál á dagskrá: Ungmennastarf. Byrjað var þar, sem málinu var áður kom’ið, er var við annan lið nefndarálits. Klemens Jónasson gjörði þá tillögu, er sér.a Jóhann Bjarnason studdi, að í staðinn fyrir orðin: “á næsta ári”, komi orðin: “í nálægri framtíð”. Breytingar- tillaga nvar samþ og svo liðurinn sjálfur, með áorðinni breyt- ingu síðan samþyktur. Um þriðja lið urðu allmiklar umræður. Dr. B. B. Jónsson gjörði þá breytingartillögu, að 1 st^ð þeirra þriggja presta, er nefdir eru, komi þrír ungir menn. Breyt- ingartillagan var studd af séra R. Martéinssyni. Breytingar- tillagan var feld. En með því allir prestarnir, er tilnefndir voru, höfðu af ýmsum ástæðum skorast undan að vera í nefnd- inni, gjörði J. J. Swanson þá tillögu, að málinu sé frestað til næsta kirkjuþings. Tillöguna studdi Olgeir Frederickson. Tillagan var rædd allmikið, en síðan feld. Þá gjörði Skafti Sigvaldason tillögu, er studd var af séra R. Marteinssyni, að fela þetta framkvæmdarnefnd kirkjufélagsins. Var það sam- þykt. Nefndarálitið að því búnu, með áorðnum breytingum, síðan samþykt. Þá las forseti umsóknarbréf frá séra Kolbeini Sæmunds- ,syni um inntöku sem þjónandi prestur í kirkjufél. Var sam- þykt að vísa þessu til nefndar, er áður hafðiVerið sett í tilefni af umsókn séra Carls J,. Olsons. Þá var tekið fyrir níunda mál á dagskrá: Útgáfumál. Fyrir hönd nefndar lagði Klem. Jónasson fram þetta nfendarálit: Skýrsla útgáfunefndar á kirkjuþingi 1927. 1. Nefndin leggur til að Sameiningin sé gefin út í sama formi og áður, sömu stærö og sama verði. 2. Þingið metur og þakkar ritstjórunum fyrir vel unnið verk á árinu, og ráðleggur þinginu að endurkjósa þá. 3. Sameiningin er ómissandi þáttur í heimatrúboðsstarfi voru og ætti því að vera á hverju einasta isl. heimili að minsta kosti í söfnuð- um -kirkjufélagsins. _ 4. Að gjörðabók sé prétúuð eins og áður í Lögbergi og svo gef- in út í sérstöku riti og seld með sama verði og áður. 5. Að framkvæmdarnefnd sé falið að gefa út sunnudagsskóla- bók Ljósgeisla og önnur hjálparrit fyrir sunnudagsskóla eftir því sem þörf krefur og hún sér sér fært. 6. Að núverandi ráðsmaður, herra Finríur Johnson sé endurkos- inn. Á kirkjuþingi í Winnipeg, 27. júní 1927. Kl. Jónasson. John J. Vopni. Joseph Einarsson. Fyrsti liður samþ. Annar liður sömuleiðis með því, að allir stóðu á fætur. Þriðji liður samþ. Fjórði liður sömul. Fimti liður sömul. Sjötti liður sömul. Nefndarálitið síðan í heild sinni samþykt. Þá var tekið fyrir tíunda mál á dagskrá: Fjármál. Fyrir hönd fjármálanefndar lagði Árni Eggertsson fram þetta nefndarálit: Fjármálanefndin leyfir sér að leggja til: 1. Að kirkjufélagssjóði sé ætlaðir $600.00. 2. Nefndin leggur til að úr kirkjufélagssjóði séu borgaðir $322.00 til National Lutheran Council. 3. Að samskotin við kvöldmessuna í Fyrstu lút. kirkju í Wpg. þ. 26. júní þ. á. gangi i kirkjufélagssjóð, Að peningar þeir, sem nú eru í líknarsjóði National Lutheran Council gangi þangað í gegnum kirkjufélagssjóð. 4. Að kirkjufélagið borgi $1,200.00 upp í kaup íslenska trúboðans í Japan. 5. Nefndin er samþykk tillögu nefndarinnar í heimatrúboðsmál- inu, að borga til Hallgrímssafnaðar í Seattle $300.00. Nefndin bendir á að nauðsynlegt sé að safn sem mestu fé til heimatrúboðs; nemi sú upphæð ekki minna en $1,200.00. 6. Ennfremur leggur nefndin til að féhirði sé falið að taka á móti gjöfum frá einstaklingum eða félögum,, sem varið sé til ferða- kostnaðar erindreka vors á alþjóðaþing lúterskra manna í Kaup- mannahöfn árið 1929. Á kirkjuþingi í Winnipeg, 25. júní 1927. Thorsteinn Swainson. Valdimar J. Eylands. Arni Eggertsson. John J. Vopni A. E- Johnson. Samþykt var að taka nefndarálitið fyrir lið fyrir lið. — Fyrsti liður samþyktur. Um annan lið urðu nokkurar umræð- ur, en var síðan samþ. Þriðji og fjórði liður samþyktir. Um fimta lið urðu talsverðar umræður. Var liðurinn svo samþykt. ur. Sjötti liður samþ. Nefndarálitið síðan í heild sinni sam- þykt. Þá lagði séra Sig. Ólafsson fram þetta enfndarálit Herra forseti:— Þar sem að séra Kolbeinn Simundsson er ný-útskrifaður af við- urkendum lúterskur prestaskóla og vígðist nú á þessu kirkjuþingi aí forseta félags vors, með aðstoð presta þess, þá leggur nefndin til að beiðni hans um inntöku í kirkjufélagið sé veitt, og árnum við honum allrar Guðs blessunar, um heið og við gleðjumst yfir því, að kirkju- félagið með honum eignast nýjan starfsmann. N. S. Thorlaksson Sig. ólafsson. Asbjörn StUrlaugsson. Var það samþykt í e. hlj. með því að> allir stóðu á fætur. Þá var tekið fyrir tólfta mál á dagskrá: Efling sönglistar við kirkjustarfið. Fyrir hönd þingnefndar lagði séra G. Guttormsson fram þetta nefndarálit: Nefndin sem skipuð var til að íhuga málið um efling sönglistar í sambandi við kirkjustarfið, leggur til:— 1. Að framkvæmdarnefndinni sé falið að útvega tvær ritgjörðir um kirkjusöng, sem birtar skuli í Samieiningunni á næsta ári. 2. Að framkvæmdarnefndin útvegi, ef hægt er, hæfa menn, helzt í Winnipeg, til að veiía safnaðasöngflokkum aðstoð og leiðbeiningu viðvíkjandi útvegun á hæfum lögum eða söngtextum eða öðru því sem lýtur að kirkjusöng. f Á kirkjuþingi i Winnipeg 25. júli 1927. G. Guttormsson. N. S- Thorlaksson. H. Sigmar..— S. Sigurdson. J. H. Hannesson. Samþykt var að taka nefndaráltið fyrir lið fyrir lið. — Fyrsti liður samþyktur. Annar liður var ræddur allmikið og um kirkjusöng alment. Var liðurinn svo samþyktur. Nefnd- aráltið síðan í heild sinni samþykt. Þá var tekið fyrir þrettánda mál á dagskrá Bindindismál. Fyrir hönd þingnefndar í því Bjarnason fram þetta nefndarálit máli, lagði séra Jóhann Alit þingnefndar í bindindismálinu. Nefndin leyfir sér að leggja fram svohljóðandi tillögur í þessu máli: 1. Kirkjuþingið kannast við áfengisbölið sem eina hina stærstu og verstu plágu manniífsins ,og ráðleggur öllu fólki, mjög eindregið að sneyða hjá allri nautn áfengis. 2. Þingið skorar á at kristið fólk, að temja sér persónulega al- gjört bindindi. Það telur öllu góðu fólki skylt, að gefa gott dæmi í þessu efni, og að styðja að framgangi bindindismálsin* á allan mögu- legan og leyfilegan hátt. 3. Þingrð lítur með hrygð á þann veruleik, er nú virðist eiga sér stað í því efni, hve örðugt er að sporna við neyzlu áfengra drykkja. Það leyfir sér að vona, að í þessu efni komi breyting á hugsunarhátt manna, og að framtíðin, helzt sem allra fyrst, megi fagna þeirri stund, að algjört vinbann verði lögeitt í Canada frá hafi tii hafs. 4. Þingið skorar á alla, er hafa með höndum uppeldi og mentun barna og unglinga, að gjöra sitt ítrasta til að koma inn hjá þeim óbeit á áfengi og innræta þeim algjört bindindi. Á kirkjuþingi í Winnipeg 24. júní 1927. Jóhann Bjarnason. Olgcir Frederickson. Mrs. Bjórg Kristjánson. Var nefndarálitið borið upp í einu lagi, samkvæmt tillögu Klemens Jónassonar, er studd var af mörgum. Nefndaráltið var samþykt í e. hlj, iSéra Carl J. Olson lagði fram lauslega þýðing af nefndar- áliti í bindindismálinu, er samkvæmt ráðstöfun nefndar sé ætlast til að komi út í enskum blöðum. Var það samþykt. Forseti skýrði frá, að ungur námsmaður, Egill H. Fáfnis, sé ákveðinní í að fara að lesa guðfræði. Spurði um hvað kirkjuþing vildi gjöra í því efni, að styrkja hann eitthvað fjár- hagslega til náms. Einnig var minst á annan efnilegan náms- mann, Sveinbjörn ólafsson, er hefir í hyggju að gjörast prest- ur. Var samþykt, að féla framkvæmdarnefnd alla afgreiðslu í hvorutveggja þessu efni. Þá lagði séra G. Guttormsson fram þessa tillögu til þings- ályktunar Kirkjuþingið tjáir Fyrsta lúterska söfnuði hugheilar þakkir fyrir ágætar viðtökur og kristilega alúð og rausn, sem gestir þingsins hafa enn á ný notið hjá söfnuðinum, og árnar prestinum og safnaðarfólk- inu ríkulegrar blessunar Drottins á komandi tíð. Var þetta samþykt í e. hlj. með því að allir stóðu á fætur. Séra Rúnólfur Marteinsson mintist á beiðni, er til sín hefði komið um úrvalssálma íslenzka, til þýðingar í ensk- lúterskt sálmasafn. Samþykt var, að fela þetta þeim prestun- um, séra R. Martéinssyni, séra J. A. Sigurðssyni og séra N. S. Thorlákssyni. Þá lagði Dr. B. B. Jónsson fram þessa tillögu til þings- ályktunar í tilefni af sextíu ára afmælis-hátíð þeirra, sem í hönd fer um alt Canada-veldi, lætur þingið í Ijós ánægju yfir þvi, að stjórnarvöld landsins og fylkjanna hafa viðurkent yfirráð og handleiðslu almátt- ugs Guðs með þvi, að skora á kirkjur landsins að halda á tsunnudag- inn 3ja júlí lofgerðar-guðsþjónustu um land alt, og þingið skorar á söfnuði sína í Canada að minnast hátíðarhaldsins með sérstakri guðs- þjónustu þann dag. Var þingsályktanin samþykt í e. hlj. hátt, sálnaflakks - kenningunni gömlu. En að G. Á., sem segist hafa kynt sér trúarbrögð Búddha, skuli villast svo herfilega í með- höndlun kenninga hans, það er mér lítt skiljanlegt. Það sem G. Á. segir um sundur- lyndi meðal Búddhatrúarmanna á Indlandi fyrir daga Kanishka konungs, er tók'við ríkjum árið 78 e. Kr. og ríkti fram á aðra öld, varðar ekki mjög miklu. Hitt skiftir miklu meira máli, að af- bragðs fræðimenn, eins og dr. T. W. Rhys Davids og dr. Edmund Davison Soer, telja alveg víst, að rit Búddha hafi verið komin í letur fimtíu árum eftir dauða hans. Svo það er algjörlega sann- að hvað kenning hans hafði með- freðis frá hans hendi, og að boð- skapur hans, að trúargrundvelli tíl, er í engu svipaður kenningu Krists. Sömulieðis er það og mik- ilvægt atriði, að stefnurnar Hin- ayana og Mahayana, í Búddha- trúnni, skilja ekki að fullu og öllu fyrri en eftir allsherjarþing Búddhatrúarmanna, það er Kan- ishka konungur gekst fyrir um árið 100 e. Kr. En Hinayana- flokkurinn tók upp þær kenning- ar, er mest hafa líkst kenningum Nýja Testamentisins um Krist. Átti Búddha að hafa verið svo fullkominn, að hann var syndlaus með öllu, átti og að hafa verið fæddur af meyju, fullur vísdóms og svo máttugur, að hann gat gjört kraftaverk. Þessa kenningu hafði Mahayana flokkurinn ekki. Er þá nokkurn veginn víst, að þær kenningar Búddhatrúarmanna, er mest líkjast kristindómi, geta ekki verið eldri en í fyrsta lagi frá annari öld e. Kr. Þetta er merki- legt, því það slær vopnin úr hönd- um þeirra manna, sem eru sí og æ að basla við, að láta kristna trú og kenning vera eftirstæling af Búddhatrú og annað ekki. Sést þá glögt, að þeir, sem slíku halda fram, eru engir fræðimenn, held- ur öllu fremur fáfróðir gasprar- ar, sem eru að fást við það, sem þeir ekki kunna nein tök á. — Hitt kemur ekki þessu máli beint við, þó Mahayana flokkurinn í Japan, á tólftu og þrettándu öld, tæki upp kenningar og siði, er mjög líkjast kristinni trú. Það atriði er undir rannsókn menta- manna þar eystra, eins og eg mun áður hafa bent á. Hálfkynleg og þó spaugileg um leið er sú glíma, sem G. Á. sýnist langa til að fara í út af framþró- unarkenning þeirri, sem nefnd er“samsara”. Eg hafði minst á þá höfuðkenningu Búddha, sem er um fallvaltleik allra hluta. Gizkaði þá G. Á. á, að með þessu væri átt við kenninguna um “sam- sara”. Áleit hann það mjög rangt, því orðið væri heimspekilegt, en ætti ekki við í trúfræði. Svaraði eg því, að við þá kenning hefði egl ekki átt, því eg hefði hennar ekki j orðið var, né orðsins “samsara”, annarstaðar en í heimspekiskenn- ingum, sem skýrt er frá í Sans- krít bókmentum. Nú vill þó G. Á. endilega, að dr. Soper, sem eg! hafði þetta eftir, með fallvalt- lejkakenningu Búddha, hafi hlot- ið ag eiga við kenninguna um “samsara”, þar sem hann talar um “philosophy of change”, eða “heimspeki breytingarinnar,” sem Búddha kendi á Indlandi um 500 árum fyrir Krist. Og nú sýnist sem G. Á. álíti það. ekki lengur hróplega rangt, ef dr. Soper hefði átt við “samsara”, er hann talar Im þessa breytingar heimspeki, heldur nokkurn veginn rétt og sjálfsagt. Út af þessu fer eg elcki í bardaga. Mér er rétt sama hvort G. Á. álítur breytiþróunar- kenning vorra tíma og “samara” eitt og hið sama eða sitt hvað. Sennilega er það breytiþróunar- berserkurinn í G. Á., sem kemur honum til að vera svona spentur fyrir þessu sérstaka atriði. Mjög einkennilegt er það, hvað G. Á. gjörir sér mikið far um að verja Búddhatrúna fyrir þeirri ásökun, að hún hafi stælt kristna trú. Ekki vill hann þó beint neita því, að hún sé sumstaðar nú orðin svipuð kristindómi, eins og dr. Soper fullyrðir um sumar deildir Búddhatrúarmanna í Jap- an, en neitar að það stafi af kristnum áhrifum. En dr. Soper hefir það fram yfir G. A., að hann er fæddur í Japan og, að eg hygg, uppalinn þar, auk þess sem hann er sqrfræðingur í trúarbragða- sögu, sem G. Á. er auðvitað ekki. Mundu þá sumir ætla, að leikur- inn yrði ærið ójafn, þá er G. Á. vill fara að glíma við dr. Soper. Annars er rétt í þessu sambandi að minnast á hin gáfulegu um- mæli G. Á. um dr. Soper. Þau ummæli eru á þessa leið: “Séra Jóhann ber mikið fyrir sig skoðanir eins manns, prófess- ors Sopers. Eg get vel trúað því, að hann sé fróður maður um þessi efni; en annað mál er það, hvort alstaðar má treysta dómgreind hans. Sumir menn eru svo gerð- ir, að ef þeir taka sér fyrir hend- ur að halda einhverju fram, þá gera þeir það með kappi, og verða glámskygnir á sannanir, án þess þeim detti í hug að fara vís- vitnadi með rangt mál.” Þannig hljóða orð vísinda- mannsins. Sjálfsagt er það góðra gjalda vert, að dr. Soper sleppur við að vera erkibófi, sem fer með vísvitandi ósannindi, en er að eins borið á brýn, að hann “sæki mál sitt með kappi“ og sé“ glám- skygn á sannanir.” Nú vill svo til, að dr. Soper hefir í æðimörg ár verið pró- fessor í trúarbragðasögu í “North- western University” í Evanston, 111. Háskóli sá er svo stór og voldugur, að hann undirbýr unga menn og fólk af öllu tæki undir nálega allar lífsstöður. Hefir t. d. blaðamannaskóladeild, er fáir háskólar enn hafa. Tala skóla- pilta á hverju ári á sjötta þúsund, eða ef til vill hærri nú orðið. Prófessorar og kennarar voru þar taldir fyrir nokkrum árum að vera hálft fimta hundrað. Er háskóli þessi álitinn einn með hinum allra fullkomnustu háskólum í Banda- ríkjunum. Er það þá sennileg tilgáta hjá G. Á., að dr. Soper sé maður “glámskygn á sannanir”, en busli áfram með kappgirni við starf sitt? Eru nokkurar líkur til, að forstöðumenn háskólans hefðu lát- ið slíkan mann, og það í mörg ár samfleytt, kenna þar vandasama fræðigrein? Gæti ekki skeð, að G. Á., sem sýnist skilja það vel, að menn sæki stundum mál af kappi, án þess að hafa sannanir. þurfi að athuga sína eigin sjónf Fróðlegt væri, að dr. Soper og G. Á. hefðu verið prófaðir á sama stað og tíma, af sérfróðum mönn- um, hvað réttum augum hvor um sig gæti litið á trúarbrögð Búd- dha. Kæmi þá vafalaust í Ijós, hvorum væri hættara við að vera “glámsskygn á sannanir” og úr hvors auga að bjálkinn þyrfti að vera dreginn. Dr. Soper er nú, að því er eg bezt veit, skólastjóri í College þar j suður frá. Eitthvert álit hafa | þeir á honum, sem fengu hann til j að taka að sér það embætti. Senni- j lega hafa einhverjir þar syðra, þegar rætt var um mann í skóla- stjóra embættið, verið svo “glám- j skygnir” að mæla með honum. Var þá skaði, að G. Á. var ekki til staðar, að bæta sínum einkenni- legu meðmælum þar við. Það virðist sem G. Á. hafi orð- :ð ergilegur út af því, að eg mint- ist á “fáfengilega baráttu” i sam- bandi við skrif hans. Rétt lýsing er það þó á þessum hamförum hans gegn mér. Umsögn mín um trúarbrögð Búddha var hárrétt. Að eins eitt orð var ónákvæmt, en raskaði þó meiningu tiltölulega lítið Athugasemd við það hefði eg tekið með þökkum. Það nægði G. Á. engan veginn. Hóp af að- finningum þarf hann að koma með. Og þó þær styðjist ekki við rétt rök, heldur eingöngu við tals- vert af misskilningi og nokkuð af lítihfjörlegum flækjum, þá finst honum auðsjáanlega, að hann sé að vinna þarna þarft verk. En frá hvaða sjónarmiði hann lítur á þetta verk sitt sem nauðsynlegt starf, skal esg láta ósagt. Að vera eltur á rendum með stað- lausum aðfinningum, er ekki mjög ánægjulegt. Það hefir G. Á. ver- ið að gjöra. Ásakanir hans í minn garð hafa allar verið út í hött. Og þó að vandinn að verja sig sé ekki mikill, í þannig lag- aðri baráttu, þá er það samt leið- inlegt, að þurfa að standa í svona stímabraki, þegar maður hefir ekkert til saka unnið ar.nað en það, að hafa skrifað meira eða minna fróðlega grein um efni, sem oft var búið að rangfæra og ýmsir skrumarar höfðu oft notað sem veiðibrellu til að leiða fólk í villu og út á glapstigu. Með því að segja satt og rétt frá um Búddhatrúna skemdi eg auðvitað það verk. Það er ekki eins auð- velt á eftir, eins og áður, að telja fólki trú um, að Búddha hafi ver- 'ið miklu merkilegri fræðari en Kristur, né heldur láta fóik trúa því i blindni, að boðskapur Jesú sé ekkert annað en lítilfjörlegt bergmál af kenningum Konfúsí- usar, Zór.asters, Búddha og ann- ara fræðara í fornöld. Svo, sé eg í nokkurri sök, þá er það í þeirri einu sök, að eg hefi í bili eitthvað aflagað þann boðskap.t sem er að reyna að ná sér betur á strik hiá oss íslendingum nú, en nokkuru sinni fyr, að alt í sam- bandi við kristna trú sé gjörsam- lega óáreiðanlegt; ritningin sé fengin að láni hjá Persum og öðr- um fornþjóðum og að Kristur hafi verið ófullkominn maður og ekkert meir, er stuðst hafi við kenningar annara fyrri fræðara, en ekki verið þess umkominn að hafa nokkuð nýtilegt frá eigin brjósti í boðskap sínum. Senni- lega vill G. Á. ekki kannast við að vera í flokki þeirra manna, er vilja sundra öllum kristindómi og setja heiðindóm 1 staðinn. Verð- ur þá samt þetta aðfinningabrask hans lítt sk'iljanlegt, því. rök- semdir hans eru einhverjar þær aumustu, er eg minnist að hafa séð. Þurfi nú G. Á. endilega að halda áfram þessari staðlausu á- reitni, þá er honum það velkomið fyrir mér. Það er alls ekki ó- mögulegt, að eg verði svo viljug- ur að svara honum enn á ný og leiðrétta skilning hans eitthvað betur. — En þá, sem lesa greinar þessar, ættum við sjálfsagt báð- 'ir, G. Á. og eg, að biðja afsökunar á því, hvað langt mál við skrif- um. Þar er þó G. Á. í þyngri sök. Hann hóf þessar deilur með mörg- um, langorðum og flóknum ásök- unum. Og þó að sakargiftirnar væru allar gripar úr lausu lofti og væru ósannar með öllu, þá var ekki hægt að hnekkja þeim, nema með því að taka þær fyrir nokkuð rækilega. Raunar hefi eg slept sumum minniháttar ákærunum, mest þess vegna, að lengja ekki þetta mál fram úr öllu hófi. Býst eg svo við að láta hér staðar num'ið um sinn, eða þar til G. Á. fitjar upp á nýjum ákærum, eða fer á ný að endurtaka eitthvað af þeim aðfinningum, sem hann hef- ir verið að braska með í þessum makalassu skrifum sínum. Árborg, þ. 14. júlí 1927. Jóhann Bjarnason. Aðfinningar G. A. ^Niðurl. frá 3. bls.) they may assemble. Karma Simp- ly ceases to function in this case.” Á íslenzku hljóðar þetta þannig: “1 hvert skifti sem einhver deyr og enn hefir þrá eða girnd íhjarta sínu (í búddhiskum skiln- ingi) þá er alveg víst, að annað upplag af skandhas safnast sam- an og myndar annan éinstakling, sem verður að taka upp hlutverk- ið þar sem fyrirrennari hans skildi við það. Þannig heldur það áfram frá einum einstakling til annars, þar til að síðustu, að flokkur sá, er þeir heyrðu til, endar að fullu og öllu þegar sá ke*nur fram, er tekst að deyða alla þrá, verður að Arhat (þ. e. að helgum manni) og kemst til Nirvana. Líkamlega getur hann lifað svo árum skiftir, en er lík- aminn deyr, dettur “skandhas” hans í sundur og það er ekkert sem krefst að annað upplag af “.skandhas” safnist saman aftur, því það er ekkert eftir sem það getur safnast saman um. í þessu tilfelli hættir “karma” ’jblátt á- fram að vinna.” Hér er þá í suttu máli sú sálna- flakkskenning, er Búddha hafði í boðskap sjnum. Því þó hann néitaði tilveru sálarinnar, þá hélt Nýtt Þrek og Styrkur fyrir Þá, Sem Veiklaðir Eru. í 35 ár hefir Nuga-Tone verið hin mesta blessun fynir miljónir manna og kvenna, sem hafa haft b'ilaða heilsu og hafa ver'ið að tapa kröftum og þreki. Það hef- ir veitt þeim heilsubót, þrek og anægju og gert þá eins og að nýj- um manneskjum. Meðal, sem svo ágætlega hefir reynst óg það svona lengi, á það sannarlega skilið, að þeir, sem lasnir eru, og veiklaðir, hafi trú á því og reyni það. Ef þú ert að megrast og tapa þér finst ilí kröftum og áhuga og að þú sért að tapa heiísunni og að lífsfjörið sé að fjara út, þá ættir þú að reyna Nuga-Tone og vita, hvað það getur gert fyrir þig. Þeir, sem búa það til, eru svo vissir um ágæti þess, að þeir leggja það fyrir alla lyfsala, að skila aftur peningunum, ef með- aij'ið reynist þér ekki fyllilega A 1 M fl 1T A 1 A M L 1 , 1. A f 'X • u Uv 1 —r . t ha„„ samt, á Þe„„a ei„k,„„,,eea ah|t|I,'NStToV„l5' 'Doni Mi ss cJke C}ood Ohings DREWRYS STANDARD TAGER -hefir fengið viðurkenningu og haldið henni i fimtíu ár. The DfiEWRYS Limited establlshed 1377 Wlnnlpeg, Phone 57 221 -<v-

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.