Lögberg - 04.08.1927, Blaðsíða 2
Bls. 2
LöGrKEj'ílG, FIMTUDAGINN 4. ÁGÍrST 1927.
JpS2SBS2SEre5aSHS2S?S25£SZ5Z5a5S5Z5Z5S5ESZ5S5&5^sH5e525Z5^5?5e5Z5£Sa5Z5aS2Sa525Z5ZS?5H5H5ZS2525Z5Z5B5Z5H525B5H5£5E5E5i5e5H5HS2525E5H5HSH5E5HS?5Z5H5Z5H5Zn5H5H5'25et,? «T,
SÓLSKIN
£
a
3
£
£
sasasasaspc- ^'-‘x^SHsasasasasasasasHSHsasasasasasasasasasasasasasasasasT-iabHf sHsasasasasBsasasasasasHsasasHsasasasasasasasasHsasasasasasasasasEsasasasHsasasH sasasasasasas
Konungssonurinn hamingjusami
Eftir Oscar Wilde.
A súlu mikilli, er gnæfði hátt yfir borgina,
stóð líkneski Konungssonarins Hamingjusama.
Hann var allur logagyltur; í stað augna voru
tveir skínandi rafírsteinar og í meðalkaflanum
á sverði hans skein í stóran'rúbín. “Hann er
alveg eins og engill!” sagði hópur fátækra
.barna, þegar þau komu út úr einni höfuðkirkj-
uníii. “Hvernig vitið þið þaðf” sagði kennari
þeirra í stærðfræði, “þið hafið aldrei engil
séð. ” — “Já, en við höfuð séð engla í draumi”,
svöruðu börnin, og kennarinn í stærðfræði
hleypti brúnum, því að honum gazt ekki að því,
að börn væri að dreyma.
Kvöld eitt var lítil Svala á flugi yfir borg-
inni. Viijir hennar — hinar svölurnar — voru
farnar fyrir sex vikum til Egyptalands, en hún
hafði dvalist eftir, því að hún hafði fengið ást
á forkunnar fögrum Reyr. — “Það er skringi-
leg vinátta, að tarna,” kvökuðu hinar svölurn-
ar. “Hann er bláfátækur og ættingjarnir alt
of margir,” og, satt að segja, var áin full af
reyr. En eftir að vinir Svölunnnar litlu voru
farnir, fanst henni hún vera einmana, og fór
að þreytast á 'elskhuga sínum (Reyrnum).
‘ ‘ Það er ekki hægt að toga orð úr honum og
hrædd er eg um, að hann sé ekki við eina f jöl-
ina feldur, hann er altaf að dekra við goluna.”
Og ekki var hægt að neita því, að hvert sinn
sem golan hreyfði sig, hneigði Reyrinn sig afar
prúðmannlega. — “Þú hefir verið að leika með
tilfinningar mínar,” hrópaði hún; “eg er á för-
um suður til pýramídanna. Vertu sæll!” og á
svipstundu hvarf hún. Um háttatíma kom hún
til borgarinnar og sá líkneskið á súlunni háu.
“Þarna skal eg hvíla mig,” sagði hún við sjálfa
sig og settist .beint niður á milli fótanna á Kon-
ungssyninum Hamingjusama. Henni var rétt
að renna í brjóst, þegar stór vatnsdropi draup
ofan á hana. “En hvað þetta er skrítið!”
sagði hún. “Það er alveg heiðríkt og þó rign-
ir. ” Þá draup einn dropinn til, og enn einn.
Hún leit upp fvrir sig og sá — ja, hvað sá hún?
Augu Konungssonarins Hamingjusama voru
full af tárum, og tárin streymdu niður eftir
andlitinu. Hann sýndist vera svo yndislega
fagur í tunglskininu, að Svalan komst innilega
við. “Hver ert þú?” spurði hún. — “Eg er
Konungssonurinn Hamingjusami.” — “Af
hverju ertu þá að gráta?” — “Þegar eg var<
lifandi, og bar mannlegt hjarta í brjósti,” svar-
aði líkneskið, “vissi eg ekki, hvað tár voru, því
þá bjó eg í böllinni Vanangur, en þar er sorg-
inni ekki leyfð innganga. A daginn lék eg mér
að félögum mínum í aldingarðinum, og á kvöld-
in stýrði eg dansinum í Stóru Höllinni. Aldin-
graðurinn var gyrtur hárri girðingu, en aldrei
hirti eg um að spyrja, hvað hinumegin væri;
alt umhverfis mig var svo fagurt. Hirðmenn
mínir kölluðu mig Konungssoninn Ham-
ingjusama, og vissulega var eg hamingjusam-
ur, ef hamingjan er fólgin í skemtunum. Þann
veg lifði eg og þann veg dó eg. Og nú, þegar
eg er dauður, hafa þeir hreykt mér svo hátt, að
mér gefur á að líta allan ljótleikann og alla
eymdina í borginni minni, og þó hjarta mitt sé
úr blýi, get eg ekki tára .bundist. í fátæklegn
hreysi í borginni minni kem eg auga . á konu,
ufegra og þreytulega í framan, sitja við sauma.
A rúmfleti í einu horninu í herberginu liggur
litli drengurinn hennar veikur. Móðir hans á
ekkert til að næra hann með annað en vatn úr
ánni, og þess vegna grætur hann. Svala, litla
Svala mín, viltu ekki færa henni rúbíninn^ úr
meðalkaflanum á sverðinu mínu? Fætur mínir
eru fastir við þenna fótstall og eg get ekki
hreyft mig.” — “Það er beðið eftir mér í
Egvptalandi,” sagði Svalan, “vinir mínir eru
að fljúga upp og niður eftir Níl og spjalla við
stóru Lótus-blómin. ”—“Svala mín, litla Svala,
viltu ekki staldra við hjá mér eina nótt og vera
sendibo^j minn? Drengurinn er svo lémagna
og móðirin svo hrygg.” — “Það er svo kalt
hérna,” sagði Svalan, “en eina nótt skal^ eg
staldra við og vera sendjboði þinn.” Síðan
plokkaði hún stóra rúbíninn úr meðalkaflanum
á sverði konungssonar og flaug með hann í
fátæklega hreysið. Drengurinn bylti sér á
ýmsa vegu í rúminu af hitasóttinni, en móðirin
hafði hnigið í blund af ofþrevtu. Svalan lagði
rúbíninn hjá henni, flaug umhverfis rúmið, og
kældi þannig enni drengsins með vængjaslætti
sínum, þangað til hann féll í ljúfan .blund. Að
kvöldi næsta dags, þegar tunglið kom upp,
flaug hún aftur til Konungssonarins Ham-
ingjusama. — “Þarftu að koma nokkrum boð-
um'til Egvptalands? Eg er rétt á fö.rum!” —
“Svala mín, litla Svala,” sagði Konungsson-
ur, “viltu ekki standa við eina nóttina enn? 1
útjaðri borgarinnar sé eg ungan mann í þak-
herbergi. Hann situr álútur við skrifborð og
er að revna að luka leikriti fvrir leikhússtjór-
ann. en hann getur ekki ritað lengur fyrir
kulda, og hann er orðinn máttlaus af hungri.
Hið e;na, sem eg á til nú, eru augun, þau eru
úr safírsteinum. lokkaðu annan þeirra út og
færðu honum hann; þá getur hann kevpt sér
næringu og lokið leikritinu.” — “Konungsson-
ur minn bezti, það get eg ekki fengið af mér.”
— “Svala mín, litla Svala, gerðu eins og eg
segi þér.” Svalan plokkaði þá augað út úr
Konungssyninum og flaug af stað í þakklefa
hins unga mentamanns. Hann sat með andlit-
ið falið í höndum sér, og heyrði því ekki vængja-
blak Svölunnar, þegar hún lagði safírsteininn
á borðið við hlið honum. — Að kvöldi næsta
dags flaug Svalan aftur til Konungssonar og
sagði: “Nú er eg komin til að kveðj.” —
“Svala mín, Svala mín, litla Svala, viltu nú
ekki ver hjá mér ein nóttina enn?” — “Það er
kominn vetur, og bráðum verður alsnjóa. Kon-
ungssonur minn góður, eg verð nú að skilja
yið li>ig’, en aldrei skal eg gleyma þér, og að
vori skal eg færa þér tvo ljómandi fagra gim-
steina í stað þeirra, sem þú ert búinn að láta
burtu.”—“Hérna niðri í götunni,” sagði Kon-
úngssonurinn Hamingjusami, “stendur lítil,
berfætt sölustúlka. Faðir hennar mun óefað
lemja hana, ef hún getur ekki fært honum pen-
inga, og hún er grátandi. Plokkaðu út úr mér
hitt augað og færðu henni.” — “Eg skal vera
hjá þér eina nóttina enn, en að plokka út lir þér
augað, það get eg ekki; þá yrðir þú steinblind-
ur. ” — “Svala mín, litla Svala, gerðu eins og
eg bið.” Litla svalan plokkaði þá hitt augað út
úr höfði Konungssonar og flaug niður til litlu
stúlkunnar og lét gimsteininn detta niður í
lófa hennar. Síðan fór hún aftur á fund Kon-
ungssonar. — “Nú ert þú orðinn .blindur,”
mælti hún, “þess vegna aetla eg að vera altaf
hjá þér. ” — “ö nei, Svala mín, þú mátt til að
halda af stað til Egyptalands. ” — “Eg ætla að
^ora altaf hjá þér,” mælti Svalan, og liún tók
tók sér náttból að fótum Konungssonar. — All-
an næsta dag sat hún á- öxl Konungssonar og
sagði honum sögur af því, sem hún hafði séð í
ókunnum löndum. Hún sagði honum af Sfinx-
inum, sem er jafn gamall sjálfri veröldinni, býr
í eyðimörkinni miklu, og veit alla skapaða
lduti; hún sagði honum af rauðu íbis-fuglunum,
sem standa í löngum röðum á bökkum Nílár, og
veiða gullfiska með nefjunum; hún sagði hon-
um af konungi mánafjallanna, sem er hrafn-
svTartur einsy og líbenviður og dýrkar stóran
kristall. — “Svala mfn litla, elskuleg,” mælti
Konungssonur, “bú fræðir mig um undursam-
lej?a ^luti, en undursamlegra en alt annað eru
þjáningar mannanna, karla og kvenna; enginn
leyndardómur er eins mikill og þjáningin.”
Nú kom snjórinn og með snjónum frostið.
Veslings litlu svölunni varð alt af kaldara og
kaldara, og loks kom að því, að hún bjóst við
dauða sínum. Það var rétt svo, að hún hafði
krafta til að fljúga upp á/öxlina á Konungs-
syni. “Vertu nú sæll, elsku Konungssonur;
viltu lofa mér að kvssa á hönd þér?”_“Mér
þvkir vænt um að þú skulir nú loksins komast
af stað til Egyptalands, Svala mín litla, en þú
verður að kvssa mig á munninn, bví að eg elska
Þií?-” — “Ferðinni er ekki heitið til Egypta-
lands; eg er á leiðinni inn í Hús Dauðans.
Dauðinn er bróðir Svefnsins, er ekki svo?”
Og hún kysti Konungssoninn á munninn og
datt niður dauð að fótum hans. f sama bili
heyrð’st einkennilegur smellur innan í líknesk-
inu, líkt og eitthvað hefði brostið. Blýhjartað
hafði hrokkið sundur í tvent.
Næsta morgun var borgarstjórinn á gangi
fram hjá líkneskinu, og með honum bæjarfull-
trúarnir. Varð borgarstjóra þá litið á líkn-
eskið. “Hamingjan góða! að sjá þetta, hvað
Konungssonurinn Hamingjusami er tötralegur
útlits. Rúbíninn er horfinn úr sverðinu hans
og augnalaus er hann. Eg er nú alveg hissa,
TTann lítur litlu betur iit en beiningamaður. ”—
“Litlu betur en beiningamaður,” átu bæjarfull-
trúarnir upp, því að þeir voru alt af á sama
máli og borgarstjórinn. — “Og hér liggur
dauður fugl v:ð fætur honum, ekki ber á öðru.
Við verðum að gefa út auglýsingu um það. að
fuglum sé ekki levft að devja hér.” Síðan
rifu þeir niður líkneski Konungssonarins Ham-
ingjusama og bræddu það í bræðsluofni. En
þótt undarlegt sé frá.sagnar, vildi blýhjartað
ekki bráðna og var því þá flevgt út á sorphaug,
þar sem dauða Svalan lá fvrir.
“Færðu mér tvent hið dvrmætasta íir borg-
inni.” mælti Ouð við einn af 'englum sínum; og
engillinn færði honum blvhjartað og dauða
fuglinn. — “Þú hefir kosið rétt,” mælti Guð;
“því að um eilífð á litli fuglinn að fá að syngja
í paradísargarði mínum. og í minni gullnu borg
skal Konungssonurinn Hamingjusami lofa mig
og vegsama.”
—Icíunn. Sifj. Gunnarsson þýddi.
SENDIBODT DROTTINS.
Persnesk frásaga.
Dag nokkurn fór mnnkur á sölutorgið til
þess að selja bómullarband, sem konan hans
hafði spunnið. Fvrir bandið fékk hann einn
“dírem”, sem jafngildir hér um bil 12 aurum.
Fyrir þessa aura ætlaði hann svo að kaupa
vistir handa sér og fjölskvldu sinni, en varð þá
var við tvo menn, sem voru komnir í hár sam-
an og börðust með bareflum, svo þeim var hætta
búin. Munkurinn spurðist fyrir um orsakim-
ar til ágreinings þessa og fékk að vita, að rimm
an stafaði af því, að annar þeirra gat ekki
borgað hinum éinn “dírem”, sem hann skuld-
aði honum.
“Eg hefi rétt núna eignast einn “dírem”,
hugsaði munkurinn með sér. “Skvldi það nú
ekki vera skylda mín, að gefa þessum ribböld-
um peninginn, til þess að afstýra blóðsútbell-
ingum, og ef td vill vígi?”
Hann gjörði eins og hann hugsaði; nálgað-
ist ófriðarseggina. fékk þeim peninginn og
hafði þá ánægju að sjá, að þeir hættu undir eins
að berjast.
Hann kom tómhentur heim til konu sinnar
og dapur í bragði. og sagði henni frá því, sem
fvrir hann hafði komið, og hvað hann hafði
gjört.
Konan, sem var að öllu levti manni sínum
samhent, ásakaði hanri heldur ekkert fvrir
framkomu hans, en fór aftur að leita að ein-
hverju til þess að kaupa fyrir matvæli handa
börnunum, þegar þau fóru að kvarta um sult.
Hún leitaði lengi, og loks fann hún gamalt, upp-
litað silkifat.
“Taktu þetta, góði minn, ” sagði hún, “og
reyndu að selja það. En flýttu þér, því börnin
hafa engan matarbita fengið í alln dag.”
Munkurinn fór um allan bæinn, en enginn
vildi kaupa gamla fatið. Loks mætti hann
manni, sem bar stóran fisk, er hann ætlaði að
selja, en af því fiskurinn var gamall og óþef
lagði af honum, þá vildi enginn kaupa hann.
“Þarna gielfst mér tækifæri,”! hugsaði
munkurinn með sér, gekk til mannsins og
sagþi: “Heyrðu, lagsi! Viltu ekki skifta á
fiskinum og þessu fati? Það vill enginn kaupa
varning okkar, þess vegna er bezt að við gerum
kaup saman.”
Maðurinn lét það gott heita. Þeir skiftu og
munkurinn flýtti sér heim til konu sinnar og
fékk henni fiskinn.
Hún fór þegar að matreiða hann; en það
var ekkert smáræðis fát, sem kom á hana, þeg-
ar hún fann dýrmæta perlu í maga fisksins;
hún þaut til manns síns og bað hann að selja
perluna, því andvirði hennar mundi gjöra þau
vellrík.
Veslings munkurinn hafði enga hugmynd
um verðmæti perlunnar og ráðfærði sig því við
kunningja sinn, er fylgdi honum til gimsteina-
kaupmanns. Kaupmaður skoðaði perluna ná-
kvæmlega og sagði loks eftir langa stund, að
perlan væri einhver hin sjaldgæfasta, sem
fundist hefði þar sem hann þekti til, og borg-
aði munknum eitt hundrað og tuttugu þúsundir
“dírema” fyrir perluna. Munkurihn varð
m.jög glaður og hraðaði sér heim til konu sinn-
ar með peningana. En um leið og hann gekk
yfir þrepskjöldinn og ætlaði inn, ávarpaði gam-
all og veiklulegur beiningamaður fjann.
“Drottinn hefir gefið þér fjársjóð, bróðir
sæll,” sagði hann. “Gefðu mér nú tíunda hluta
fjársins, sem mér ber eftir því, sem Kóraninn
fyrir skipar.”
Munkurinn sá að hann hafði rétt fvrir sér
og borgaði honum tíunda hlutann eða tólf þús-
undir “dírema”, en það var sá hluti, sem spá-
maðurinn hafði boðið að gefa fátækum.
Beiningamaðurinn þakkaði munknum með
mörgum fögrum orðum og fór. En er hann
hafði gengið fáein spor, sneri hann við og
sagði við munkinn:
“Horfðu nú vel á mig; þekkirðu mig ekki
afturþ”
Munkurinn virti hann fyrir sér og þekti þá,
að hann var sami maðurinn, sem hafði selt
honum fiskinn.
“Þú ert þá kominn til þess að gjöra fyrri
kröfu þína til perlunnar gildandi,” og án þess
að hugsa sig um eða skírskota til kaupréttar
síns, rétti hann honum peningapokann og
sagði: “Eg játa, að þú ert hinn rétti eigandi
fjár þessa; taktu það, það er þín eign.”
“Nei, þú misskilur mig,” sagði beininga-
maðurinn; “eg er hvorki beiningamaður né
fiskikaupmaður, heldur sendiboði Drottins.
Drottinn hefir sent mig til þín til þess að til-
kynna þér, að fyrst þú gafst þinn síðasta pen-
ing til þess að friða og sætta náunga þinn, þá
skulir þú hér á jörðinni lifa rólegu og gæfu-
sömu lífi og eftir dauðann njóta hinnar æðstu
sælu.” — Barnavinurinn.
Kölski og saumastúlkan.
Það var einu^ sinni saumastúlka, sem Var
mjög dugleg og fljót að sauma. Einhverju
sinni sagði hún í hugsunarleysi, að hún þyrði
að reyna sig við sjálfan kölska að sauma.
Kölski hafði heyrt þessi léttúðugu orð hennar
og kom til þess að láta hana standa við þau. —-
Hún varð því að veðja um, hvort þeirra vrði
fljótara að sauma eina skyrtu. Ef saumastúlk-
an yrði seinni en hann, þá mætti kölski eiga
hana. Svo byrjaði veðmálið. Til þess að þurfa
ekki að þræða' of oft og eyða þannig tímanum
til ónvtis, hafði kölski allan tvinnann af keflinu
í einum nálþræði. En það var mjög heimsku-
lega gjört af honum, því vegna þess varð hann
við hvert spor, sem hann stakk, að hlaupa þrisv-
ar sinnum í kring um húsið og af því að hann
glevmdi að hnyta hnut a endann, þa hljop hann
i fvrsta skifti árangurslaust. — Saumastúlkan
þræddi sína nál einsog hún var vön, hnýtti hnút
inn og sumaði og saumaði, án þess að líta upp,
þangað til hún loks var búin, og þá kastaði _hún
skyrtunni beint framan í biksvart snjáldrið á
kölska. En hann skammaðist sín svo mikið, að
hann sótroðnaði, og síðan hefir ekki heyrst, að
kölski hafi veðjað við nokkra saumastúlku. —
Kveldúlfur.
Smœlki.
“Hvað eru stjörnurnar?” sagði einu sinni
dálítill krakki við annað barn; “skyldi það vera
litlir gullnaglar, sem Guð refir rekið í himm-
inn, til þess að þeir skuli blika fallega og
skreyta hann?” ...
“Sussu, nei,” sagði hitt barnið. Stiorn-
uniar eru lítil, logandi kerti, sem Guð hefir sett
á himininnn til þess að við getum seð, þo að
ekki sé tunglsljós.” . . ,,
“Nei, þú veizt það ekki heldur, sagði
þriðja barnið. “Stjörnurnar eru litlir glugg-
ar, og í gegn um þá getur Guð horft mður a
jörðina og séð, hvort við erum lilvðm þegar við
eigum að hátta og gleymum ekki að lesa kvold-
bænirnar. ’ ’—Kveldúlfur.
i
i
ProfessionaJ Cards
DR. B. J. BRANDSON
»16-220 Medlcal Arts Hldg.
Cor. Graham og Ken-nedy Sta.
Phone: 21 834.
Office tlmar: 2_s
Heimili: 776 Victor St.
Phone: 27 122
Winnipeg. Manitoba.
COLCLEUGH & CO. Vér leggjum sérstaka ftherzlu S. aC aelja meCul eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aC t& eru notuC eingöngu. Pegar þér kómiC meC forskriftlna til vor, megiC þér vera vlss um, aC fá. rétt þaC sem læknirinn tekur til. Nótre Dame and Sherbrooke Phones: 87 659 — 87 850 Vér seljum Giftingaleyfishréf
DR O. BJORNSON 216-220 Meðlcal Arts Bldg Cer. Graham og Kennedy Sta. Phones: 21 834 Office timar: 2—3. Helmlli: 764 Victor St. Phone: 27 584 Wlnnipeg, Manitoba.
dr. b. h. olson 210-220 Medical Arts Bldg. Ccr. Graham og Kennedy Sts. Pane: 21 834 Oífice Hours: 8—5 Heimili: 9 21 Sherburne St. Wlnnipeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON 216-220 Sfedical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Ste. Phoie: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdöma.—Er aC hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Helmili: 373 River Ave. Tais. 4.2 691
DR. A. BLONDAL Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdöma. Bír aC hltta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Otfice Phpne: 22 298 Helmili: 80'd Vlctor 8t. Slmi: 28 180
Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask.
DR. J. OLSON Taimlæknir 216-220 Medieal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834 Heimllis Tais.: 38 626
DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknlr 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald St. Talslml: 28 889
Giftlnga- og Jarðarfara- Blóm með IIIIiim fyrirvara BIRCH Blómsali 593 Portage Ave. Tals.: 30 720 St. John: 2. Rlng 8
A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur likklstur og annast um út- fiarir. Aiiur útbúnaCur eá. bertj. Enn fremur seiur hann allskonar minnlsvarCa og legsteina. Skrifst-ofu tals. 86 607 Ilclmilia TaLs.: 58 302
Tals. 24 153 KewLyceumPtiotoStudio Kristín Bjarnason eig. 290 Portage Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikhúsið.
THOMAS H. JOHNSON
H. A. BERGMAN
ísl. lögfræðlngar.
Skrifstofa: Room 811 McA.rthur
Building, Portage Ave.
P. O. Box 1666
Phones: 26 849 og 26 840
JOSEPH T. THORSON
ísl. lögfræðingur
Scarth, Guild & Thorson,
Skrifstofa: 308 Great West
Permanent Building
Main St. south of Portage.
Phone 22 768
LINDAL, BUHR & STEFÁNSON
fslcnzklr lögfræftingar.
356 Main St. Tala.: 24 968
856 Maln St. Tals.: A-4968
P cir hafa elnnlg skrifstofur að
Lundar, Rlverton, Glmli og Piney
og eru þar a6 hitta á eftirfylKj-
and timum:
Lundar: annan hvern mlCvlkudaf
Riverton: Pyrsta fimtudag.
Gimli: Fyrsta miSvlkudag.
Piney: priíja föstuda*
1 hverjum mflnuBi.
A. G. EGGERTSSON
ísl. lögfræðinKur
Heflr rétt til aC flytja má.1 bœOi
t Manitoba og Saskatchewan.
Skrifstofa: Wynyanl, Saak.
Athygli!
Komið með næstu lyfjaávísun- .
ina yðar til vor. Þaulæfðir Bér-
fræðingar annast um alla lyfja-
samsetningu.
INGRAM’S DRUG STORE
249 Notre Dame Ave.
Gagnvart Grace kirkjunnl.
A. G. JOHNSON
907 Confederatlon Lite Bldfe.
WINNIPEG
Annast um fasteignir manna.
Tekur að sér að ávaxta sparifé
fólks. Selur eldsábyrgð og bif-
reiða álbyrgðir. Skriflegum fyr-
irspurnum svarað samstundis.
Skrifstof usínii: 24 263
Heimajsimi 33 328
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
R e n t a 1 s
Insurance
RealEstate
Mortgagea
600 Paris Building, Winnipeg
Pohnes: 26 349—26 340
Emil Johnson
SKRVIOE ELEOTRIO
Rafmagna Contractlng — AB»-
kyns rafmagsndhöld seld og vUf
þau gert — Eg sel Uoffat og
McCtary Eldavélar og hefi þesr
tll sýnis d verkstœdi rninu.
524 SARGENT AVK.
(gamla Johnson’s byggdngin t18
Young Street, Winnlpeg)
Verkst.: 3i 507 Heima.: 27 886
Verkst. TaLs.: Ifolma Tato.1
28 383 86 884
G. L. STEPHENSON
PIAJMBER
Allskonar rafmagnsáhöld, »ro nm
straujárn, víra, allnr tegundlr af
glösum og aflvaka (batterieo)
VERKSTOFA: 676 HOME R.
Islenzka bakaríið
Selur beztu vörur fyrir lsegata
verð. Pantanir afgreiddar bnsH
fljótt og vel. Fjölbreytt drrrt.
Ilreln og llpur -rlðsklftL
Bjarnason Bakingf Co.
676 SARGENT Ave. Wlrmtpe*.
Phone: 34 298
Auðtrúa þú aldrei sért,
aldrei tala um hug þinn þvert;
það má kalla hyggins hátt,
að hugsa margt, en skrafa fátt.
Tak þitt æ í tíma ráð,
tókst, þó æ sé lundin bráð.
Vin þinn skaltu velja þér,
sem vitur og þar með tryggur er.
Halilgrímur Pétursson.