Lögberg - 04.08.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.08.1927, Blaðsíða 4
Bl». 4 LöGRERG, FIMTUDAGINN 4. AGÚST 1927. Gefið út hvern Fimtudag af Tbe Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talafanan N-6327 oft N-6328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáakrift til blaðrína: TKE 60LUHBIA, PHE88, Itd., Box 317Í, Wlntiipeg. t4*t\. Utanéakrift ritstjóranc EOITOH LOCBERC, Box 3171 Wlnnlpeg, *|an. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram The "Lösbent" U prlnted and publlshed by The Columbiw Preaa, Llmlted, ln the Colurobla ¦ullðlng, «95 Stu-gent Ave.. Wlnntpes, Mfcnitobe.. Vígði þátturinn, Vór urðum þeirrar ógleymanlegu ánægju aðnjótandi að vera viðstaddir þjóðhátíð þá hina veglegu, er nýbygðin íslenzka við Winni- peg vatn, stofnaði til síðastliðinn mánudag, við Hnausa pósthús. Veðrið var yndislegt, útsýn- ið yí'ir vatnið og skóginn hið fegursta, er hugs- ast gat, skemtiskráin tilkomumikil og aðlað- andi, en þó skal það hreinskilnislega játað, að hvaö" mestan fögnuð vakti það í brjósti voru, að evipast um í skemtigarðimim, veita athygli hin- um prúðmannlega hóp ungra og aldinna, hitta kunningja að máli og kynnast fólki, er vér aldr- ei höfðum áður augum litið. Það stóð öldungis á sama, hvar maður "fyr- irfaan" sjálfan sig á Islendingadoginum að Hnausa, fyrgreindan mánudag, — hvort held- ur í miðri mannþyTpinganni, út við skógarjað- arimi, eða niður við vatnið. Alstaðar var vígða þáttarins vart, — tungunnar mildu ,og meginstyrku, er með ómótstæðilegu raddmagni þrumugnðsins, hcfir knúð þjóðflokk vorn til framtaks um þúsund ára skeið, og vaggað hon- um í svefn að loknu dagsverki, við óminn af "Bí, Jbí og blaka." í skemtigarðinum vio* Hnausa, hittum vér börn, sem ^oru þetta frá fjögra til sjö ára göm- ul, er kunnu utan að roiprennandi vísur og sálmavers, og kváðust vel geta sungið "Hvað er svo glatt", og "ó, fögur er vor fósturjörð". Raddblærinn var íslenzkur — íslenzkur og hreinn, eins og þegar bezt viðgekst á Fróni. Hverjum or ]>að að kenna, ef börn sem þessi, hafá glatað sínum eigin eðliseinkennum, — myndugleika íslenzkrar málsmenníngar, þegar komið er fram um tvítugsaldurinni Persónu- lega höfum vér ávalt haft trölltarú á íslenzkri tungu, — líka í dreifingunni vestrænu. Meiri hluti Vestur-íslendinga, að því er vér komumst næst, mun vera svipaðrar skoðunar. Þó dylst oss það eigi, að innan vébanda þjóðflokks vors, megi finna hrakspámenn. er kjósa vilja feigð á sem allra flest það, sem íslenzkt er, og þá vafa- laust tunguna líka. Reynir þá að sjálfsögðu á vígða þáttinn, og mun hann reynast haldgóður sem fyr. * # # Fyrir rúmum hálfum mánuði, eða svo, vor- um vér staddir í samkvæmi hér í borginni, þar sem saman komið var eitthvað um fimtíu manns. Nokkru af fólki þessu höfðum vér áð- ur kynst, en ]>ó var þar allmargt fólk, er vér mintumst eigi að hafa áður augum litið. Var þar á meðal ung, íslenzk stúlka, fulltíða þó, er mist liafði foreldra sína, er hún var svo að segja barn að aldri og dvalið hafði mestmegnis með- al enskumælandi fólks, jafnan síðan. Vér átt- um nokkurra mínútna tal við stúlku þessa, og sannfærðumst um það þegar í stað, að þrátt fyrir ¦einangranina frá þjóðstofni sínum, þá hefði hún samt geymt vígða þáttinn vel. Hún mælir allvel á íslenzku, og kvaðst geta lesið hana líka. Ef svo bæri undir, að hún heyrði við vinnu sína eða í sporbrautavagninum, ein- hverja tala íslenzku saman, sagðist hún öll verða ' að hlust, og að blóðið stykki fram í kinnar -sér. ¦ • # Hingað kom til borgarinnar síðastliðinn þriðjudag, ungur, íslenzkur fiskimaður, sem stundað hefir togaraveiðar undan ströndum Nova Scotia, en verið búsettur í Halifax. Mað- ur þessi hafði fráskilinn verið þjóðflokki sín- um um all-langt skeið, — enginn annar íslend- ingur á skipi hans, og engan fslendinga að finna í Halifax. Sagði hann oss, að svo hefði þráin eftir samfélagi við Islendinga verið ó- mótstæðileg í brjósti sínu, að hann hefði beðið um og fengið mánaðarfrí, til þess að ferðast alla leið til Winnipeg, heimsækja íslendinga þar, kaupa íslenzkar bækur, og taka þátt í ls- lendingadags hátíðarhaldinu, sem fram fer í River Park, laugardaginn þann 6. ágúst. Það Ier engin smáræðis vegalengd frá Halifax til Winnipeg, og kostnaðurinn heldur ekkert lít- ilræði. Þessi ungi maður lagði slíkt ekki fyr- ir sig. Hitt var honum meira um vert, að láta ekki lifandi samband við þjóðerni sitt glatast, eða bíða halla. Nýstárlegt. Blaðið Manitoba Free Press, flutti núna fyrir skemstu nýstárlega ritstjórnargrein um stjórnmálaborfurnar í Manitoba. Free Press styður Bracken, en hefir þó ekki sterkari trú á stjórn hans en það, að við lok núverandi kjör- tímabils, ætlar hún að gefa afturhaldsflokknum fylkið, það er að segja í pólitiskum skilningi. Free Preaa er vitanlega áhrifamikið blað, með óbilandi trausti á mætti sínum og mikilleik. En undarlegt má það heita, ef einhverjum finst ekki blaðið hafa færzt helzti mikið í fang, með því að ráðstafa þannig örlögum fylkisins, fimm ár fram í tímann. Sameignar rjómabú í Manitoba. Eitt áþreifanlegt dæmi þess, hve miklu góðu að hyggileg samtök geta til vegar komið, er sameignar félagið, Manitoba Co-operative Dairies, er svo hefir fært út kvíarnar síðustu árin, að reglulegri furðu sætir. Rjómabú það, er hér um ræðir, var stofnað fyrir eitthvað tólf árum eða svo, og starfrækt af núverandi framkvæmdarstjóra þess, Mr. Alex McKay, hagsýnum ágætismanni. Nú eru liðin fimm ár, frá því er allmargir bændur Manitobafylkis, keyptu rjómabú þetta og tóku að láta starfrækja það á samvinnu grundvelli. Hvert árið varð öðru arðvænlegra, unz svo var komið, að félagið hlaut að víkka út verkahring sirm til muna, og afréð meðal annars að kaupa útibú Crescent smjörgerðar verksmiðjunnar í Brandon. Var út um kaup þessi gert á hlut- hafafundi í Winnipeg, þann 13. apríl síðastlið- inn„ undir forystu Mr. Guðmundar Fjeldsted, fyrrum þingmanns Gimli kjördæmis, sem sæti á í framkvæmdarstjórn félagisns. Voru á fundi þessum afgreidd aukalög, er heimiluðu kaupin, meil atkva'ðum mikils meiri hluta við- staddra hluthafa. Ýmsir úr minnihluta, töldu kaupverð Crescent útibúsins of hátt, og héldu því jafnframt fram, að ráðlegra myndi vera að byggja minni smjörgerðarverksmiðju í Bran- don. Þessu mótmæltu framkvæmdarstjórarn- ir, og kváðust hafa, að málavöxtum öllum at- huguðum, komist að þeirri niðurstöðu, að lang- skynsamlegasta leiðin væri sú, að kaupa Cres- cent liti.búið. Ný verksmiðja, jafnvel hversu smá sein væri, hlyti að kosta allmikið fé. Auk þess fylgdu Crescent útibúinu þau hlunnindi, að hafa marga, fasta viðskiftavini, sem auðvelt myndi að halda framvegis, þótt stofnanin breytti um nafn. Var og á það bent, að í rúm- góðri verksmiðju, væri að sjálfsögðu auðveld- ara að koma fyrir fullkomnari vélum, en slíkt væri óumflýjanlegt, þá er framleiða skyldi smjörtegundir, er staðist gætu samkepnina á hinum brezka markaði. Allmargir rjóma framleiðendur í hinum syðri hluta fylkisins, mæltu eindregið fram með kaupunum á útibúi Crescent félagsin^ í Bran- don, og kváðust þess fullvísir, að af þeim myndi mikið gott hljótast, því þó kleift væri að vísu að senda rjóma nokkurn hluta árs til Winni- peg, þá væri það oft og tíðum næsta örðugt, ef ekki ógerningur með öllu. Á hitt bæri og að líta, að langir flutningar hefðu það jafnan í för með sér, að rjóminn tapaði í flokkun. Smjörgerðar verksmiðja þessi í Brandon, sem Manitoba Co-opertive Dairies nú hefir keypt, og starfrækt síðan 1. maí, er 80 og 75 fet að stærð, bygð úr tígulsteini, tvílyft og með traustum steinkjallara. Fylgja henni öll ný- tízku áhöld til smjörgerðar, ásamt fullkomnum útbúnaði til ísrjóma gerðar. Framleiddi útibú þetta árlega að meðaltali 300,000 pund af bezta markaðs smjöri. Mun óhikað mega gera ráð fyrir, að undir hinni nýju og ráðdeildarsömu framkvæmdarstjórn, aukist framleiðslan stór- kostlega í náinni í'ramtíð. Um þær mundir, er bændur hér í fylkinu, tóku að starfrækja Co-operative smjörgerðarhúsið í Winnipeg, nam árleg framleiðsla því sem næst 300,000 pundum smjörs. En við lok síðasta starfsárs, var framleiðslan komin upp í 1,300,000 pund. Er fjárhagur félagsins í það góðu ásigkomulagi, að eigi hefir nauðsynlegt ])ótt að krefjast innheimtu á ógreiddum hluta- fjárloforðum, er nema til samans all-hárri upp- hæð. Þá lýsti og framkvæmdarstjórnin yfir því, að í sjóði væri nægilegt fé, til að standast kostnað þann alkm, er af kaupunum á útibú- inu í Brandon leiddi. Fjölda-margir íslenzkir bændur eiga hluti í Manitoba Co-operative Dairies. Má það vera þeim sérstakt ánægjuefni, hve vel hefir tekist til með starfrækslu félagsins, fram að þessu. Orð í tíma talað. 1 júlíhefti hins ágæta tímarits, Scoop- Sliovel, er Hveitisamlagið í Manitoba gefur út, birtist grein sú, er hér fer á eftir. Fanst oss gildi hennar slíkt, að vel væri ómaksins vert, að snúa henni á íslenzku. "Undanfarnar síðustu vikur, hafa fulltrú- ar Breta, Bandaríkjamanna og Japana, setið á stefnu í Geneva, með það fyrir augum, að reyna að komast að samningum um frekari takamarkanir hervarna á sjó, er gert var ráð fyrir í Washington sáttmálanum, frá 1922. Lagði sáttmáli sá Bretum, Bandaríkjamönn- um, Frökkum, Itölum og Japönum, þær skyldur á herðar, að takmarka að nokkru byggingar vissra herskipategunda. Það var Bandaríkjaforsetinn, Calvin Cool- idge, er frumkvæði átti að því, að kvatt var til móts þessa, er enn stendur yfir í Geneva. Frakkar og Italir, þverneituðu þegar í stað, að hafa nokkur afskifti af málinu. Og nema því að eins, að stórbreytingar eigi sér stað áður en stefnu þessari slítur, er full ástæða til að ætla, að samúðarfullum skilningi þjóða á meðal, hefði jafnvel verið betur borgið, ef aldrei hefði verið til hennar kvatt. Því fram að þessu, hafa afrekin langflest, miklu fremur hnigið í ]>á átt, að auka á misskilning, en eyða honum. Fréttir allar frá Geneva, hafa verið næsta þokukendar. Enda helzt svo að sjá, sem fregn- riturunum hafi um flest annað sýnna verið. en að varpa Ijósi á gang málanna. Eitt er það þó öðru fremur, í fregnum frá Geneva stefnunni, sem engum heilskygnum manni getur dulist, er með athygli les, sem sé hið frámunalega skilningsleysi þeirra, er að málum standa, á megin-ástæðunni fyrir því, að nauðsyn beri til, að takmarkaðar skuli her- varnir á sjó. Sérfræðingar þeir, er í Geneva eru að verki, virðast ávalt hafa eitthvað annað ofar í huga, en friðarmálið sjálft. Togar þar hver sinn skækil eftir mætti, sannfærður um það í hjarta sínu, að til þess hljóti að draga fyr eða síðar, að bryndrekarnir nái tilgangi sínum, eða með öðrum orðum lendi í blóðugum bar- daga, og að sú þjóðin verði ofan á, er hæstan beri hlut frá borði á staglþingi því, sem nú er háð í Geneva, undir yfirskyni friðar og mann- réttinda. Lífstré friðarins, þarf fyrst af öllu að festa rætur í jarðvegi hjartalagsins. Þeir menn ein- ir, er af lífi og sál bera friðarmálin fyrir brjósti, eru líklegir til að fá þeim hrundið á- leiðis. Um varanlegan framtíðarfrið getur ekki verið að ræða, meðan fjöldi hinna svokölluðu leiðandi manna, telja stríð óhjákvæmileg og láta það viðgangast, að hinir svonefndu friðar- fundir, endi í látlausu sérréttindatogi. Samvinnustefnan er friðarstefna... Megin- markmið hennar, er það, að auka á samræmið innan vébanda þjóðfélagisns, en útiloka sérrétt- indi og persónu-hlunnindi, hvar sem því verð- ur við komið. Samvinnan, — ekkert nema samvinnan, fær verndað heimsmenninguna frá kyni til kyns." Vestan af Furðuströndum. Oft ber hér góða gesti a6 garði, því Blaine er í þjóðbraut þeirra þjóðflutninga, sem til Strandar- innar stefna. Hingað komu nýlega tvær galdramanneskjur, með töframaskínur í pússi sínum. Með hvítu "konstinni" fluttu þau okkur þeim að fjórðum og fossum, dölum og dröngum. Flestir sáu þar sína sveit, sitt Beru- rjóður í hátíðaskrúða. Við sáum "hið fjölbreytta fjalladala skraut" og fundum að "frjálst er og ynd- islegt að eiga þar heima." "Drottinn minn, fallegt er á íslandi", var einn af mínum Vatna-búa kunningjum vanur að segja. Innileikinn í orðum þessa íslands sonar gagntók mig. Þessi þjóðræknislega ástarjátning hre'if mig meira en allar íslendingadagsræðurnar, sem eg hefi heyrt. "Drottinn minn, fallegt er á Fróni", sagði eg í huga mínum, þessi ógleymanlegu kveld. Þarna var Eyjafjörður í kveldsólarljóma, Beykjavík í m'iðnæt- ur skini, alt þetta einkennilega, ólýsanlega íslenzka litaskraut, fegurra en töfrahallir fornaldarinnar, dýrðlegra en vonarheimur sálarinnar. Það er eins og ísland hafi verið skapað fyrir listamenn og skáld, með allar þessar kynlegu klettaborgir og þessar fjöl- breyttu blágrýtismyndanir, með dalanna djúpu, dreymandi ró, "þkr sem um grænar grundir líða skínandi ár að ægi blám", og þessi hátignarlegu, himingnæfandi jökulfjöll — nei, það er ekki til neins að reyna að lýsa því sem andinn sér eða augað greinir, þegar fegurð náttúrunnar hrífur hugann. En góðir voru þeir gestir, sem leiddu okkur inn í íslenzkar töfrahallir og vöktu þessar Ijúfsáru minningar um hálfgleymdar æskustundir og æsku- óðul. Þessir gest'ir voru líka í eigin persónu meðal hinna allra beztu, sem að mínum bæjardyrum hefir borið. Steingrímur Arason, sonur Ara bónda og leik- ritaskálds að Víðirgerði, hélt hér fyrirlestur og sýndi um hundrað myndir að heiman fyrsta júní s.L Hann er velkjörinn fulltrúi vorrar 'innlendu og þjóðlegu bændamenningar. Drjúggreindur en yfir- lætislaus, gætinn og gjörhugull. Alt mun honum íslenzkt kært, en veit þó vel, að með ungum skal starfað, ef áfram skal halda, og lýðfrelsi byggist á lýðmentun; að mannVitið á að æfast í því að yfir- stíga erfiðleikana. Hann álítur þess vegna, að ís- lendingar geti hér alment lært sér til gagnsemdar. Hann er kennaraskóla kennari í Reykjvík, en kemur hingað til þess að kynnast nýjustu kensluaðferðum í Ameríku. Hinn 1. þ.m. (júlí) flutti Thórstína Jackson hér enn fremur fyrirlestur og sýndi íslenzkar myndir. Myndasafn hennar er, að eg hygg, hið allra bezta af þeirri tegund, sem til er, og erindið sem hún flutti, gagnort og greinilegt. Ungfrúin hefir valið sér veglegt hlutskifti: að flytja vinarkveðjur milli Austur- og Vestur-íslend- inga. Hún ferðaðist um á íslandi síðastliðið sumar og flutti heimaþjóðinni fréttir af vorum högum á fjölmennum samkomum. Var henni alstaðar vel fagnað og orð á því gert, að heimförin hefði aukið samúð og kynni milli heimaldra og útfluttra íslend- inga. Hún er vel t'il þessa starfin fallin. Á upp- vaxtarárunm sínum kyntist hún vestur-íslenzku ný- lendulífi. Hún hefir séð bygðirnar smáþroskast frá frnumbýlis fátækt til efnalegrar velmegunar. Ment- un á æðri skólum og langdvol í amerískum og ev- rópiskum stórborgum hefir þroskað hana upp yfir þann smásálarlega flokkaríg, sem kipt hefir andleg- unr vexti úr okkur flestum. Eg dauð-öfunda þá, sem eiga enn þá þá ánægju- stund fram undan, að horfa á myndir hennar og hlusta á mál hennar. Úr því eg tók mér penna í hönd, virðist mér ekki óViðeigandi að minnast á þær samkomur, sem við höfum sjálfir haldið. Síðast liðinn vetur var leík- urinn Tengdamamma leikinn í Blaine, á Point Ro- berts og í Seattle af leikflokki héðan úr bænum. — Það er naumast viðeigandi fyrir mig að dæma um leiklist okkar Blaine-búa, en eg held, að þegar allar kringumstæður eru teknar til gréina, hafi okkur tek- ist furðanlega, og mér finst unga fólkið, sem tók tíma sinn frá námi eða vinnu, eigi þakkir skilið fyr- ir framkomuna og viðleitnina að sýna þennan að- laðandi sveitarleik, sem gerir bæjar baðstofuna að alheims leiksviði í baráttunni milli andstæðra hugs- ana æsku og elli. TJndarlegir menn erum við, landarnir. Þá sjald- an að unga fólkið fæst til að gef a gaum a'ð einhverju íslenzku, er vandlega um það þagað, svo umgetning- in geti engum öðrum orðið til upphvatningar. Þó um það sé látlauts glamrað, að íslendingar séu að tapa bæði tungu og þjóðerni. En séu bæjar eða bygðar- fréttir skrifaðar, gerast menn málóðir um matar- veizlur og annað því líkt. Jæja, eg vil að endingu votta ykkur Winnipeg- búum alúðar þakklæti fyrir framkomu ykkar á af- mælishátíðinni. Þið hafið þar sem oftar bjargað vorum þjóðarsóma og aukið vort álit. H. E. Johnson. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK =£1111111111111111111 i 111 ¦ 11111 f 111 ¦ 11111 [ 111 ¦[ 1111111111111111111111 i I ¦ I ¦ 1111 f 111111111111111 ¦ 111111111 •_!' Samlagssölu aðferðin. Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- E = afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltöiulega 5 i lsegri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin ¦ I hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að = = vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sern henni 5 = ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar = = vörusendingar og vörugæði. = Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru | = fyrgreind þrjú meginatriði trygð. Manitoba Co-operative Dairies Ltd. | /846 Sherbrooke St. - ; Winnipeg.Manitoba = frillililiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiliilliiiilliililllliiillliillliilllliiliiiiiiilillliiillliliiiliiiilliir: Þeir íslendingar, er í hyggju hafa að flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af Islandi eSa frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Bernskuminning ar. Eftir Ólaf Ólafsson, fríkirkjuprest. Svo bar viÖ einhvern dag í vor, sem leið, aÖ eg á förnum vegi mætti góKkunningja mínum, GuÖmundi bóksala Gamalíelssyni. — Hann sagði mér þá þær fréttir, að hann væri að undirbúa útgáfu úrvalsrita séra Magnúsar sál. Grímssonar, skálds og fræðimanns, i minning þess, að á þessu ári (^1926^ eru lið- in 100 ár frá fæðingu séra Magn- úsar; ætti þar með aÖ fylgja æfi- saga og mynd skáldsins. Mér þótti þetta góðar fréttir, og eg beinlínis taldi timana þangað til að bókin kom út. Eg þóttist vita, að er eg fengi að sjá þessa bók, þá mundi eg í henni mæta gömlum vin- um frá fyrstu bernskudögum min- um. Sú var'ð líka raunin á. — Ljóðin í hókinni hafa mint mig á margt og rif jað margt upp í huga mínum, sem þar hefir legið falið, eins og frækorn í jörðu, frá því að eg var dálítil óvitadrengur, en meíS opin augu og eyru þó til að sjá og heyra, eftir vonum, það sem gerðist í kringum mig. Eg fæddist og lifði mín bernsku ár í ViSey, á hinu góða og stór- merkilega heimili þeirra merkis- hjóna Ólafs sál. Stephensen jústiz- ráðs og frú Sigríðar Þórðardóttur Stephensen. Ber eg svo margar góð ar minningar úr því Berurjóðri barnæsku minnar, að mér hefir kngst af æfinnar fundist, að Viðey væri helgur staður, og þangað mætti "enginn óþveginn líta," heldur en að Helgafelli forðum. Séra Magnús sál. Grímsson var prestur á Mosfelli og þjónaði ViÖ- ' eyjarkirkju fyrsta hálfa áratuginn, sem eg lifði. Eg heyrði mikið um hann talað á fyrstu æfiárum mín- um, því hann þótti þá afbragðs skáld, og eg heyrði vinnufólkið syngja kvæði hans dagsdaglega í rökkrunum á veturna, í "Stúlkna- loftinu," sem kallað var, einkum þessi tvö: "Lóan í f lokkum flýgur" og "Gleði öll, unaðsstund"; var það einlægt sungiö með laginu: "Heims um ból" að mig fastlega minnir; og eg var kornungur, þegar eg fór að gala þetta með stúlkunum á kvöldin. ' Eg hefi því lengi borið í blóðinu aðdáun að og hlýju yl til séra Magnúsar Grímssonar. Hann var fyrsti sóknarpresturinn minn, og hafði skirt mig, og eg heyrði í bernsku aldrei á hann minst öðru- vísi en með aðdáun og virSingu. Séra Magnús dó í blóma lífs- ins, 18. jan. 1860, úr taugaveiki, aðeins hálffertugur að aldri; þá var eg 4 ára gamall og um það bil 4 mánaða. Halastjarnan. Nú má spyrja, hvort eg minnist þess, að hafa séð séra Magnús sál., svo að eg muni og þori með það að fara. Já! Auðvitað hefi eg séð hann oft- ar en einu sinni, án þess að eg muni það; en—eg man hann í eitt skifti, og man hann glögglega. Myndin af honum í þetta eina skifti er skýr í huga mínum. Og þetta hefir að lík- indum verið seint á árinu 1858, er eg var þriggja ára og tveggja til þriggja mánaða. Þetta kann að þykja ótrúlegt; en—• eg get fært sæmilegar sannanir fyr- ir þessu; að minsta kosti mjög mikl- ar likur. Það, sem veldur því, að eg man eftir honum í þetta skifti, var um talsefnið, sem í þetta sinn var verið að ræSa um. Og—það var verið að tala um halastjörnur. Jú! Þær upplýsingar um þetta efni, sem eg hefi fengið hjá fróð- um mönnum, segja að áriS 1858 hafi verið einstaklega frjósamt halastjörnuár, ef eg má kveða svo að orði. — Þá fundust þrjár hala- stjörnur. Tuttles halastjarnan fanst 4. jan. 1858, Winniches halastjarn- an fanst 9. mars 1858, og Donatis halastjarnan fanst 2. júní 1858. Og hún sást með berum augum 10. september sama ár og síðan fram í okt., og var skærust um mánaða- mótin. Nú er á það að líta, að á þessum tímum stóð öllum þorra manna mikill ótti af halastjörnum; hugðu menn, að þær boðuðu reiði Guðs og gætu með hala sínum glatað jörð- unni, ef hann snerti jörðiha. Var því eðlilegt, að mikið yrði, og víða, umtal um þær, ef menn visu að þær voru á slangri nálægt jörðunni; svo hefir lika sjálfsagt verið haustið 1858. l'nð, sem eg man eftir í þetta umrædda sin var þetta: Séra Mag- nús Grímsson var um kvöld stadd- ur í 'skrifkamersinu', einkaherbergi Ólafs sál. Stephensen; þar var hann líka, og eg sá þriðji. Eg stóö við skrifborð húsbóndans og sneri fram á gólfið, séra Magnús stóð frammi á gólfinu og horfði út í gluggann, en Ólafur Stephensen sat í legubekknum; voru þeir að tala saman. Andlitsmynd séra Magnúsar er glögg enn í huga mínutn, og hefir verið alla æf i mína. Andlitið f remur langt og mjótt, andlitslitur hvít- leitur, svartur skeggkragi utan um andlitið og undir höku, eins og myndin af honum sýnir. En—svo man eg það sem myndin sýnir ekki, og það var það, að hann hafði svartar eða mjög dökkar tennur og var að reykja úr fremur stuttri trépípu; á það var mér starsýnt, því í Viðey reykti enginn. Hugsanlegt er að þetta hafi verið haustið 1859, er eg var f jögra ára. En hitt er líklegra, að það hafi ver- ið 1858, halastjömuárið, og eg aS- eins á fjórða ári. Eg hefi minst á þeta atriði svo rækilega, af því að það sýnir, í mínum augum, að börn geta stundum munað langt aftur i liðnu tímana, ef eitthvað hefir kom- ið fyrir, sem hefir eins og brent sig inn í meSvitund þeirra. Ef vel er leitað, mun mega finna allmörg dæmi þess, að menn munu instaka atburtji, er gerðust, er menn voru þriggja ára. Þegar séra Guðmundur Johnsen, tengdafaðir minn, flutti að Arnar- bæli, þá fór hann landveg norðan úr Éyjafirði og suður a« Arnar- bæli, með alla sína fjölskyldu, 5 börn og konu. Þá var konan mín á f jórða ári; voru þær systurnar hún og Margrét, er síðar átti Jóhannes Ólafsson sýslumann á Sauðárkróki, fluttar í kössum, er voru silaðir upp á klakkána, hvor á móti öðr- um, og gátu þær talað saman yfir reiðinginn. En_konan mín man enn ljos- lega eftir einsökum viðburðum í ferðinní, svo sem því, er >ær við Héraðsvötnin, að hún ætlar, voru teknar úr kössunum og reiddar fyrir framan karlmenn, þegar tjald- að var á Grímstunguheiði^ og er þær komu að Kalmannstúngu og urðu fyrir >eim vonbrigðum, _ að Kalmannstunga var ekki "bærinn þeirra," sem sé Arnarbæli. ITún man og eftir því, að er hún var hér um hil á 6. ári, þá var mikið halastjörnutal og halastjörnu-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.