Lögberg - 04.08.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 04.08.1927, Blaðsíða 6
BIs. 6 LÖGVf>RG. FIMTUDAGINN 4. ÁGÚST 1927. Silfurlax-torfurnar. Eftir REX BEACH. '' í>ú ert nú líklegur til að selja þessa hluti hér í Kjalvík, eða hitt þó heldur," svaraði Fraser. "Hví býðurðu Marsh ekki að kaupa hlutina?" "Eg ætla einmitt að gjöra það," svaraði Clyde. "Þú mundir aldrei gjöra þig sekan í slíkri svívirðing?" mælti Emerson skyndilega. "Og því ekki? I>ú vilt ekki hlusta á ráð mín. Þú ert að leika þér með annara fé, og þér stendur alveg á sama, þó þú sóir því öllu. Ef að þetta fyrirtæki mistekst, þá spái eg að þú byrjir strax á öðru." "Hafðu þig í burt, undir eins," mælti Em- erson í svo hvössum skipunarróm, að Clyde þorðr ekki annað en hlýða tafarlaust. Eftir að Clyde var farinn, rauf Fraser bögnina, sem á varð, og mælti: "Dáindis lag- legur náungi, þetta!" Þegar Emerson svaraði engu upp á þetta, bætti Fraser við: "Eg hefi aldrei þekt neinn af þessum brjóstþunnu eftirnóns-tedrykkju mönnum, sem til nokkurs hafa verið nýtir eða hægt að reiða sig á. Hann á átján skrautvesti og gengur með vasaklútinn uppi í erminni. Það feldi hann í mínu áliti undir eins." "Þektir þú Cherry, áður en þú komst til Kjalvíkur?" spurði Emerson og horfði bvast á Fraser. "Lítið eitt." "Hvar?" "t Nome — árið sem gullið fanst þar." "Þegar náma uppþotið var þar?" "Jú, jú." "Hvað hafðisthún að?" "Hún leit eftir því, sem hún var að gjöra. Henni lætur það vel." Augnaráð Frasers var aftur orðið dauft og sviplaust. ¦"Hvað veiztu um hana?" "Eg veit, að það eru margir menn, sem mundu fara til .............. fyrir hana, og að það væri ekkert í eigu þeirra, sem þeir mundu ekki láta af hendi með ljúfum vilja, ef hún bæði um það. Nálega hver einasti námamaður í Nome mundi stinga úr sér augað, láta af hendi barn- ið sitt, eða hvað annað smávægis, ef hún bæði um það." "Hvað veiztu annað um hana?" "Hún var alt af álitin mjög lagleg kona—" '' Já, eg veit það. En hvað veiztu um stúlk- una sjálfa? Hver er hún og hver er saga hennar? " "Eg skal segja þér, kunningi, að eg hefi aldrei fengið orð fyrir að vera til nokkurs nýt- ur sem spæjarV svaraði Fraser, "og eg hefi oft tekið eftir því sjálfur. Ef að eg hefði lagt í vana minn að læðast í kring og þefa uppi alt sem eg gat um gjörðir annara manna, og að hlusta eftir öllum slúðursögum um aðra', þá hefði eg getað orðið gott vitni. En eg er það ekki. Eg er allra vitna armastur, herra minn." Emerson hefði máske haldið áfram að spyrja Fraser, þrátt fyrir hina óbeinu ofanígjöf, sem lá í orðum Frasers, ef þeir hefðu ekki heyrt fótatak George Balts úti, sem gekk beint að skrifstofunni og lauk upp hurðinni. "Var nokkuð komið í kvíarnar?" spurði Emerson. "Nei," svaraði Balt stuttur í spuna. "Laxa- gangan byrjaði í morgun, en okkar kví hefir verið lokað." Hann hristi af sér vatnsstígvél- in og henti þeim undir bekk, sem stóð í skrif- stofunni. "Hvernig hafa bátarnir aflað?" "Illa. Þeir eru að reyna að leggja alt í kring um netin okkar, og við höfum ekki nógu marga menn til að halda uppi okkar enda." Hann leit rannsakandi augum á Emerson og Fraser og mælti: "Hve lengi eigum við að þola þetta?" "Hvað meinarðu? Eg hefi sent menn út til að reyna að ná í hjálp," svaraði Emerson. "Þú veizt hvað eg meina," svaraði Balt og það var eins og eldur brynni úr augum hans. "Þú og eg getuhi ráðið niðurlögum "Willis Marsh." Emerson gaut hornauga til Frasers, sem ekki hafði augun af Balt. "Það er engum blöðum um það að fletta, að hann hefir okkur á valdi sínu og það verður að ráða hann af dögum einhvern tíma, og því fyr sem það er gert, því betra fyrir okkur. Ertu tilbúinn?" Emerson sneri sér að skrifstofuglugganum, en hinir höfðu ekki augun af honum. Inni í skrifstofunni var dauðaþögn. Úr fjarlægð barst vélaniður til eyrna þeirra, sem þeim fanst nú vera napurt háð. Þessar síð- ustu ófarir fanst Balt að væru kóróna ofsókn- annna ojy miskunnarlaust hatur logaði í sálu hans. Emerson skildi vel, að það kom á milli sín og Mildred, sem óyfirstíganlegur veggur. Hann hugsaði um alla erfiðleikana, sem hann hafði orðið að ganga í gegn um—líkamkga og andlegt hungur, sem hann hafði orðið að líða, — og það hafði hann alt gert með glöðu geði hennar vegna. Hann sá vonir sínar hrynja á ný og drauma sína að engu verða, og fótfestu þá, sem hann hélt að hann væri búinn að ná, losna, eins 0? hún reyndar hafði svo margoft áður gert. Hann hafði og hugboð um það, að hann mundi aldrei hafa þrek til þess að byrja á ný, ef alt færi nú forgörðum, og út af öllu þessu fyltist hjarta hans beisku hatri. Eftir að verkamenn hans yfirgáfu hann, hélt hann sér föstum við þá von, að laxakvíarn- ar mundu fyllast og að á þann hátt yrðd aflan- um borgið. En svo þegar laxagangan kom og ekkert af henni náði til láturs þeirra, þá var örvæntingabikar hans fleytifullur, því í Kjal- vík var enginn vinnulaus maður og því engin von um hjálp. Og ofan á alt þetta var von á Mildred Waylands til Kjalvíkur daglega ,og þá yrði hún þess vís, að allar framtíðarvonir hans væru hrundar til grunna, og það, sem enn þá var verra, að hún mundi og verða þess vís, að hann hefði .beðið ósigur fyrir Willis Marsh. Hann að vísu taldi sér trú um, að hún hefði alt af haft fult traust á sér, en það væri naumast ætlandi, að það væri svo staðfast, að það stæð- ist lítilsvirðíngu, sem hann mundi verða fyrir út af viðskíftum sínum við Marsh, og svo væri mannlegu eðli þannig farið, að það reiddi sig sjaldan lengi á reyr þann, er brotnað hefði. Nei, hún mundi snúa sér í aðra átt — máske 111 mannsins, sem valdur var að óförum hans, og við þá hugsim varð hann svo æstur, að hugur hans snerist aftur að uppástungu Balts, og hann fór að tala upphátt um hana, en þó meir við sjálfan sig, heldur en félaga sína. "Hvað sagðirðu?" spurði Balt. "Eg sagði, að þú hefðir sagt satt, það er kominn tími til að einhver reikningsskil séu gerð." Emerson var að því kominn, að snúa sér að félögum sínum, þegar hann kom auga á nokk- uð, sem hélt honum föstum. Úti á ánni sá hann Cherry koma. Báturinn var hlaðinn mönnum, og löng halarófa af barkarbátum aftan í honum, sem líka voru hlaðnir mönnum. Komið þið og hjáið!" hrópaði Emerson. "Sjá hvað?" "Cherry—með fjölda manns" mælti Em- erson í klökkum rómi og hljóp út úr skrifstof- unni. Balt spratt upp og gekk út að glugganum. "Indíánar!" hrópaði hann og hljóp út á eftir Emerson berfættur. Þeir fóru allir ofan á hryggju og komu þar á sama tíma og Cherry rendi að henni. "Hvað meinar þetta?" spurði Emerson. — "ÍÆtla menn þessir að fara að vinna?" "Til þess eru þeir hingað komnir," svaraði Cherry. "Eg kem með fimtíu menn, og það eru ekki betri veiðimenn til hér við ána. Eg reyndi að fá fleiri, en þeir voru ekki til." Fraser fór að hoppa af kæti, en Emerson tók þegjandi í báðar hendur Cherry. "Cherry, þú ert dásamleg!" sagði hann, og hugsunin um áformið ægilega, sem fylt hafði huga hans fyrir fáum augnablikum, flaug aftur í gegn um huga hans eins og elding, og hann varð ósegjanlega þakklátur með sjálfum sér. "Þú skalt ekki þakka mér," mælti Cherry. "Þetta er alt Constantine að þakka." "En eg skil ekki þetta. Þetta eru alt vinnu- menn Willis Marsh," mælti Emerson. "Rétt er það, en eg gjörði þeim gott í fyrra- vetur, þegar þeir voru allslausir, svo þeir hlustuðu á fortölur mínar. Eg er hrædd um, að þeir séu nokkuð latir, og vinni ekki eins vel og hvítir menn, en þetta var það bezta, sem eg gat gjört." Hún hló glaðlega og það sem hún sá í augum Emersons, gerði meira en endur- gjalda alla fyrirhöfnina. "Gefið þið mér eitthvað að borða," mælti hún svo, "eg er orðin dauðhungruð. Eftir að George Balt hafði áttað sig á hlut- unum, gjörðist hann umsvifamikill í því að undirbúa og segja fyrir verkum, því áður en nýkomnu mennirnir höfðu matast, var hann bú- inn að úthluta hverjum sínu verki, og alt var til reiðu. Hið óvænta hafði orðið — sigurinn var sjáanlegur — fiskurinn var farinn að ganga og um meira kærði hann sig ekki. TJm kveldið lágu hrúgur af silfurlituðum laxi á bryggjunni, og tóku stórum manni í mitti. Alla nóttina stóðu raðir af Kínverjum við að gera að laxinum, og skáru þeir svo fljótt, að varla varð auga á fest, en frá verk- smiðjunni og tinbræðsluverkstæðinu barst nið- ur vélanna, og snarkandi suðan frá bræðslu- verkstæðunum. 23. KAPITULI. Næstu dagana var Emerson í óvanalega góðu skapi. Hann gerði að gamni sínu við mennina, og hvatti þá með geðprýði sinni og atorku. Hann var alt af sí-starfandi, nema þann stutta tíma, sem 'hann tók sér til svefns. Hann hafði stöðugt gát á öllu og ekkert smá- atriði kom fyrir, sem hann sjálfur greiddi ekki úr tafarlaust, og svo ákafur var hann, að George Balt varð hugsjúkur út af Indíánunum, sem þungir voru til vinnu og ekki eins afkasta- miklir og þeir hvítu og tóku illa upp fyrir hon- um, þegar að hann hélt keyrinu yfir þeim. Og þrátt fyrir allar tilraunir hans gat hann ekki séð um, að niðursuðuverksmiðjan hefði eins mikið að gera og þar var hægt að afkasta. En um það kendi hann sjálfum sér að eins. Þó að tregar gengi, en æskilegt hefði verið, þá taldi Emerson sér trú um, að aflinn mundi verða nógu mikill til að afstýra vandræðum, og ef að honum tækist að halda hlutum í hftrfi fyrsta sumarið, þá mundi Marsh aldrei geta bugað hann. Hann sá sæmilega framtíð fyrir höndum, þó að hinar glæsilegu vonir hans ekki rættust um eftirtekjurnar fyrsta sumarið. Willis Marsh var í vondu skapi á aðal-skrif- stofu félagsins. Þjónar hans sneiddu sig hjá honum sem mest þeir gátu. Hann hafði boðað eftirlitsmenn sína á fund og þeir komu nú út úr skrifstofu hans með hræðslusvip á andlit- um og litu flóttalega um öxl sér. Margir af þeim mönnum voru til annars ætlaðir, en vinna að laxveiðum. Nú hristu þeir höfuðin og voru nokkurn veginn sammála um, að sumt af við- fangsefnum þeirra væru þeim ofvaxin. Það var sérstaklega eitt, sem olli Marsh á- hyggju og það var, að Emerson hafði selt afla sinn fyrir ákveðið verð fyrir fram. Ef hann hefði ekki gjört það, hefði hann gjört Emerson eins erfitt fyrir og hann gat með veiðina og boðið svo niður verðið á kostnað félagsins að haustinu,*svo Emerson yrði neyddur til að selja alfa sinn sér í stórskaða, og á þann hátt neytt hann til að hætta. En eins og komið var, þá yrði allur skaðinn að lenda á þeim, sem keyptu og á félagi Marsh og Waylands. Og það var því óumflýjanlegt, að honum fanst, að eyði- leggja Emerson þar á staðnum og það tafar- laust. Marsh vissi, að hann hafði nú þegar eytt alt of miklum tíma í Kjalvík, og þurfti því að fara til annara staða félagsins sem fyrst. En hann gat ekki komið sér til að láta öðrum það eftir, að koma Emerson fyrir kattarnef. Einn- ig beið hann óþreyjufullur eftir að skipið The Grand Dame, kæmi með Mildred og föður hennar. Einn dagur á mánaðartöflunni, sem hékk á veggnum yfir skrifborði hans, var mark- aður með rauðu letri, og í hvert sinn sem hann leit á þann dag, fyltist hann eldmóði. Þremur dögum eftir að Cherry kom með Indíánana, kom Constantine inn á skrifstofu Emersons og tilkynti honum, að Indíánarnir vildu fá borgað fyrir það, sem þeir höfðu þegar aflað. ^ "Geta þeir ekki beðið þangað til um helg- iha?" spurði Emerson. "Nei, þeir hafa enga peninga og þeir hafa engan mat. Þeir segja, að litlu börnin séu hungruð, og þeir vilja fá peninga núna. Þegar þeir eru búnir að kaupa mat, þá vinna þeir betur." " Jæja. Hér er ávísun á bókhaldarann." Emerson ritaði nokkur orð á blað í vasa- bók sinni, reif það úr og sagði mðnnunum að fara með það til bókhaldarans. Þegar Constantine var í þann veginn að fara, kallaði Emerson á hann: "Bíddu lítið eitt! Eg þarf að tala við þig." Kynblendingurinn staldraði við. "Hversu lengi hefirðu þekt Willis Marsh?" "Eg þekki hann lengi." "Fellur þér vel við hann?" Ofurlítið hik kom á Constantine, svo svar- aði hann: "Ja, hann góður maður." "Þú vanst hjá honum áður fyrri. Var ekki svo?" "Jú." "Hví hættirðu að vinna hjá honum?" Aftur kom hik á Constantine, en hann svar- aði: "Eg fór að vinna hjá Cherry." "Hvers vegna?" "Hún góð við litla bróður minn. Skilurðu —litlu börnin—svo stór?" " Já, eg hefi séð hann. Hann er mjög efni- legur. En, meðal annara orða, manstu þegar að eg heimsótti Cherry hér um kvöldið og þú og systir þín fóruð eitthvað út?" "Eg man." "Hvert fóruð þið?" Þóttasvipur kom á andlit Constantine, er hann spurði: "Hvar fyrir spyrðu?" "Fástu ekki um það. Hvert fórstu þá um kveldið?" "Eg fór, Indíánaþorpið. Hvar fyrir spyr þú?" "Það er ekkert sérstakt, sem fyrir mér vakti. Að eins — ef að þú skyldir lenda í ein.- hverjum vandræðum við Marsh, þá gæti eg má- ske hjálpað þér. Mér fellur vel við þig, en illa við hann." Constanltine (tautaði -eitthvað, sem' ekki skildist og var í þann veginn að fara, þegar Emerson greip til hnífsins, sem hann hafði í belti sér og kipti honum úr slíðrum. A svip- stundu sneri kynblendingurinn sér við og horfði á Emerson með andlitssvip, sem ekki verður lýst, en Emerson handlék hnífinn gáleysislega og sagði: "Þetta er einkennilegur hnífur. Eg hefi oft veitt honum eftirtekt". Svo horfði hann hvast á Constantine, brosti og rétti hon- um svo hnífinn. Constantine stakk honum í belti sér og stikaði í burtu, án þess að mæla eitt orð. Nokkru seinna um daginn sá Emerson Indí- ánana, sem hann hafði gefið ávísanina, alla saman niður á bryggju í áköfum samræðum. Þar var Constantine líka, svo hann.gekk til þeirra til þess að fá að vita, hvað um væri að vera. Einn Indíáninn rétti fram lófann með silfur- dollar í, er hann kom til þeirra, og mælti: "Þessir menn segja peningarnir önýtir." "Hvað meinarðu?" spurði Emerson. "Önýtir. Get ekki keypt mat í búð fé- lagsins. Emerson sá, að þeir litu til hans með van- trausti. • "Heimska. Hvað er að þeim?" "Búðarmaðurinn hlær og segir þeir komi frá þér. Hann segir okkur taka þá til baka. Hann selur fólki núna ekki hveiti." Það leyndi sér ekki, að jafnvel Constantine var orðinn vantrúaður. Annar Indíáni gaf sig fram og sýndi þeim pening og mælti: "Við viljum svona pen- inga." Emereson tók peninginn og skoðaði hann. Sá hann þá hvar fiskur lá undir steini. A hann voru stimplaðir upphafsstafir að nafni eins fiskifélagsins þar nyrðra, og mundi hann þá eftir því bragði hinna eldri fiskifélaga í við- skiftum sínum við Indíánna, að þau einkendu peningana áður en þau borguðu Indíánunum þá og tóku svo enga aðra peninga gilda í við- ' skiftum sínum við þá, og með því höfðu þeir ekki að eins trygt sér verzlun þeirra, heldur trygðu þeir sér vinnu þeirra líka og réðu einir yfir þeim. Þessa aðferð hafði Marsh og fé- lagar hans notað, og með henni neytt þá til að lúta sér í öllu. Emerson reyndi að skýra þetta fyrir Indíánunum, en það gekk ekki greið- lega, bæði af því að Indíánar eru seinir að trúa hvítum mönnum yfirleitt, og svo er ekki auðgert að brjóta vanans bönd. Þegar Emer- son sá, að leið sú var ókleif, mælti hann: "Ef að félagið vill ekki taka þessa peninga, þá skal eg selja ykkur allar þær vörur, sem þið þurfið á halda. Við skulum ekki deila um þetta." Hann fór með þá inn þangað, sem vörur hans voru geymdar, og sá um að þeir fengju nauðsynjar sínar og lét hjálpa þeim til að koma vörunum í bátana. En gamanið, sem hann hafði af þessu at- viki, fór af morguninn eftir, þegar enginn þessara manna kom til ^baka, og þegar dagur- inn leið, snerist það upp í örvæntingu. George Balt hafði komið inn snemma um morguninn með slæmar fréttir. Menn Marsh höfðu orðið mönnum þeirra nærgöngulir um nóttina, svo að í handalögmáli lenti, og þeir höfðu einnig skorið á netstrengi þeirra félaga og meitt marga af mönnum þeirra. Balt var að sækja hjálp og sagði, að útlitið versnaði stöðugt. Þegar honum var sagt, að Indíán- arnir væru stroknir, varð hann hamslaus, greip vopn sín og fór tafarlaust aftur til manna sinna. Eftir að hafa matast, fór Emerson að hitta Cherry, til þess að vita hvort hún treyst- ist ekki til þess að fá Indíánana til að koma aftur til vinnunnar. Cherry var fús á að fara með honum og reyna, og þau voru að stíga upp í bátinn, þeg- ar Chakawana kom hlupandi á eftir þeim, eins og að hún væri dauðhrædd. "Hvert ertu að fara?" spurði hún. "Eg ætla að bregða mér til Indíánaþorps- ins! Þú verður hér—" "Nei, nei! Eg hér ekki ein. Eg fer með líka." Hún leit um öxl sér. "Hvað gerigur að, Chakawana, ertu hrædd?" "Já," svaraði stúlkan og kinkaði kolli ákaft. "Við hvað ertu hrædd?" spurði Emerson. Hún að eins starði á hann stórum, dökkum augum. Svo ítrekaði hún beiðni sína og að fengnu ley.fi hljóp hún heim. Cherry hniklaði brýrnar og sagði: "Eg skil ekkert í henni. Hún og Constantine hafa hagað sér svo einkennilega upp á síðkastið. Hún var ávalt svo glöð og söng, en hún hefir breyzt algjörlega núna síðustu vikurnar. Hún og Constantine eru alt af að hvíslast á, og hanga hér og þar, svo eg er sjálf orðin hálf- smeyk,'' Þegar Chakawana kom hlaupandi til baka með barnið í fanginu, sagði Cherry: "Hún er lagleg, er hún ekki? Eg þoli ekki að hafa lag- legt fólk í kring um mig." Þrátt fyrir allar sínar tilraunir, þá tókst þeim Emerson og Cherry ekki að hafa nein áhrif á Indíánana. Margir þeirra voru aftur farnir að vinna hjá Marsh, ef til vill af hræðslu út af því, að peningar Emersons voru þeim einskis virði, og svo hafa þeir heldur ekki vilj- að egna fyrverandi vinnuveitendur _ sína _ til reiði. Þeir sem að heima voru í þorpinu, vildu ekki fara, eða voru letingjar, sem ekki vildu vinna. Yptu þeir bara öxlum og gengu í burtu, er það var nefnt við þá. "Þegar þeir geta ekki keypt neitt fyrir þma peninga í búðinni, þá sýnast þeir ekki vera að fást um það, hvort þeir séu gjaldgengir eða ekki," sagði Cherry. i "Eg skal leggja þeim til mat í allan vetur," sagði Emerson, sem var orðinn sárreiður út af þessari heimsku. "B.ióddu þeim að flytja sig og alt sitt skyldulið til mín. Eg skal sjá um það alt." En tilboð og öll loforð voru árang- urslaus, svo þau voru knúð til þess að fara með það á meðvitundinni, að Marsh hefði hrætt þá með því að hóta þeim öllu illu, og svo hungur- dauða, ef fólkið ekki hlýddi. "Þú getur ekki ásakað veslings fólkið, það hefir lært að óttast reiði félaganna, og veit að það er upp á matbjörg frá félögunum komið að vetrinum. En það er hörmulegt," mælti Cherry og stappaði niður fætinum. "Og eg var svo upp með mér af því sem eg gerði. Mér fanst eg hefði að síðustu getað rétt hjálparhönd. En eg veit ekki hvað meira að eg get gert.'' "Eg veit það ekki heldur," sagði Emerson. "Jafnvel þó við hefðum getað haldið þessum fimtíulndíánum, þá höfðum við ekki nærri nóg að gera í verksmiðjunni. En við vorum að halda í áttina. En nú!" Hann rétti upp hend- urnar til merkis um algert vonleysi.. "George Balt er í vandræðum, eins og vant er. Þeir hafa skorið á netin okkar og skipið getur kom- ið á hverri stundu." "Skipið! Hvaða skip?" " Skemtiskipið hans Mr. Waylands. Hann er á yfirlitsferð ásamt embættismönnum fé- lagsins og — Mildred." "Jæja, ætl—ætlar hún að ko^ia hingað?" spurði Cherry mjög alvarlega. "Já." "Hví sagðirðu mér það ekki?" "Eg veit það ekki; eg hélt að þér stæði á sama um það." "Svo hún getur ekki beðið? Hún er svo ó- þolinmóð, að hún eltir þig alla leið frá Chicago og út í óbygðir. Þú þarft þá ekki á minni að- stoð að halda frekar, þarftu?" Hún lygndi aftur augum til hálfs og það kom hörkusvipur á andlit hennar. "Vissulega þarf eg þinnar hjálpar við. Koma hennar hefir engin áhrif." "Mér skilst að þú hafir látið mig gjöra sjálfa mig að afskifting nógu lengi," mælti hún reiðilega. Hér hefi eg brotið mig í mola út af þessu fyrirtæki og þú hefir alt af vitað að hennar var von. Þú hefir notað mig, George og okkur öll sem verkfæri." '-'Þú skilur þetta ekki," svaraði Emerson. "UngfrúWaylands—" ''Ö-jú, eg skil það vel. Eg býst við, að henni muni verða ánægja í, að lagfæra hlutina fyrir þig- Eitt orð frá vörum hennar, og allir bínir erfiðleikar hverfa eins og mjöll fyrir sólu. Látum okkur viðurkenna, að við höfum tapað og felum okkur hennar vernd." Emerson hristi höfuðið. En hún gaf hon- um engan tíma til að svara. "Það virðist, að þú hafir viljað reyna þig sem stóran mann í augum hennarog fekst okk- ur til að leggja grundvöllinn að sigrum þmum. Mér bykir vænt um að okkur mistokst Eg fleðst yfir því, aðWiUis Marsh kom þér i skiln- rngum!hvePh]álparlaus þú £ ^J™ koma þér til hjálpar. Eg ertonaí fa nog af því. Skilurðuþað? Eg er bum að fa nog at því."

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.