Lögberg - 04.08.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 04.08.1927, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. ÁGÚST 1927. Bls. I. 43. Kirkjuþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags fslendinga í Vesturheimi. HALDIÐ í WINNIPEO. MANITOBA, 22.-27. Júní 1927. í e. Þá lá fyrir kosning embættismanna: Forseti var endurkosinn séra Kristinn K. Olafson. Vara-forseti endurk. séra Rúnólfur Marteinsson. Skrifari var endurkosinn séra Jóhann Bjarnason. Vara-skrifari endurk. séra Sigurður Ólafsson. Féhirðir var endurkosinn hr. Finnur Johnson. Vara-féh. endurk. hr. Jón J. Bildfell. — Allir endurkosnir hlj. 1 framkvæmdarnefnd kirkjufélags'ins, auk forseta, skrif- ara og féhirðis, voru endurkosnir þeir séra J. A. Sigurðsson, Dr. B. J. Brandson, Dr. B. B. Jónsson og séra N. S. Thor- láksson. í skólaráð Jóns Bjarnasonar skóla voru kosnir, t'il þriggja ára, þeir séra J. A. Sigurðsson, A. S. Bardal og Ásmundur P. Jóhannsson. Dr« Björn B. Jónsson baðst lausnar úr skólaráðinu. Var það samþykt. Kosinn var í hans stað til eins árs, séra Carl J. Olson. í stjórnarnefnd Betel voru endurkosnir, til þriggja ára, í e. hlj.: Dr. B. J. Brandson og Jónas Jóhannesson. Ráðsmaður kirkjubyggingarsjóðs var endurkosinn hr. Finnur Johnson. Yfirskoðunarmenn voru endurkosnir þeir Th. E. Thor- stéinson og F. Thordarson. , Þá Iá fyrir að taka á móti tilboðum um þ'ingstað fyrir næsta kirkjuþing. Séra V. J. Eylands bar fram boð frá Mel- anktons söfnuði, í Mouse River bygð í Norður Dakota. Sigur- björn Sigurðsson flutti heimboð frá Bræðrasöfnuði í Riverton. Var samþykt að þakka boð'in bæði. A. M. Ásgrímsson gerði þá tillögu, en séra Carl J. Olson studdi, að boð Melanktons- safnaðar sé þegið. Sér R. Marteinsson gjörði þá breytingar- tillögu og Klemens Jónasson studdi, að þegið sé boð Bræðra- safnaðar. Um tillöguna urðu fjörugar umræður og kapp nokkurt, þó í góðsemd., Var breytingartillagan feld með nokkurum meirihluta, en aðal tillagan því næst samþykt. Samþykt var að greiða skrifara og féhirði venjulega þóknun fyrir störf þeirra. Þakklætis atkvæði greiddi þingið forseta og skrifara, með því að allir stóðu á fætur, samkvæmt tillögu séra J. A. Sligurðssonar. Gjörðabók ellefta fundar lesin og staðfest. Mælti forseti þá nokkurum kveðju og árnaðarorðum til þingsins. Mintist um leið þess ánægjuefnis, að fjarlægir söfnuðir, eins og á Kyrrhafsströnd, hefðu í fyrra og nú haft fulltrúa á þingi. Gat éinnig hins vinsamlega kapps, er orðið hefði m'illi safnaða að fá þing til sín næsta ár. — Las hann þá Jóh. 17: 6-26 og flutti bæn. Var síðan sunginn sálmur, lesið sameiginlega Faðir-vor af öllum og lýst blessun af forseta. Var þingi svo slit'ið kl. nál. 1 e.h. Heiðindómur vs. Kristindómur. Fyrirlestur fluttur á kirkjuþingi í Winnipeg í júní 1927, af Séra Jónasi A. Sigurðssyni. Umtalsefni mitt er himinhátt og heimsvítt. Ekki þarf þá ao" segja ySur, að eg hefi hér reist mér hurðarás um öxl. Ekki er heldur til vinsælda né frægðarorðs a?5 vinna. Eg ætla ekki að gera tilraun til afe" auka gengi mitt meS þessu erindi. Eg tala um þetta efni því eg finn mig knúðan til þess. Mér finst íslenzkum manndóm ósamboSio", að geta ekki rætt sín andlegu áhugamál, nema helzt meo" ofsa og ádeilum. Eg ætla mér því ekki aÖ brigzla vísvitandi heiönum forfeðrum né samferoamönnum, né heldur bótmæla öllu í fari nafn-kristinna íslendinga. En þarfnist umtalsefni mitt eða yfirskrift þess skýringar eoa foótmæla, vil eg benda mönnum til erindis Einars H. Kvarans, er hann nefndi Kristur eða Þór. Löngu átSur en það birtist, hafði eg valið nafn þessum hugleiðingum. Njáls saga getur þess, er Þang-Brandur fór trúboðs erindum vestur um sveitir á Islandi, hafi þar komið í móti honum kona, Steinunn að nafni, móðir Skáld-Refs. Hún boðaði Þang-Brandi heiðni og "taldi lengi fyrir honum." Þang-Brandur þagði, meSan hún talaði, en er hann tók til máls snéri hann því öllu, er hún hafði mælt í villu. Þrátt fyrir það lét hún ekki yfirbugast. "Hefir þú heyrt þat," sagði hon, "er Þórr bauð Kristi á hólm, ok þorði Kristur eigi at berjast við Þórr?" Þá sögu rek eg ekki lengra. En mér finst einatt að Steinunn tali enn—og mæli margt.—Og mér dylst ekki, að ýmsum finst Þórr skora Krist á hólm til bardaga, en að þeir, sem þar eiga skildi að halda, skirrist við. Hólmgangan og vopnabrakið er enn oft efst á baugi. Hitt virðist oft sæta minni tíöindum, þótt Þang- Brandur snéri máli hennar öllu í villu. Enga geri eg þó veizlu í móti Þang-Brandi, sem Gestur hinn spaki í Haga gerði forðum daga. En til Steinunnar og hennar sona sný eg orðum mínum. Önnur frásaga úr Njálu þrýstir sér inn í umhugsunarefni mitt. Hún er af Flosa og brennumönnum, er þeir dvöldu í Orkneyjum. Á sjálfan jóladaginn sat jarl með hirð og gestum að drykkju, og vildu höfðingjar heyra tíðindin um brennuna aS Bergþórshvoli. Gunnar Lambason, einn brennumanna, var fenginn til að segja söguna. í viðhafnarskyni var hann settur á stól. Sigtryggur kon- ungur, einn gestanna, spurði: "Hversu þoldi Skarphéðinn í brennunni ?" "Vel fyrst lengi," sagði Gunnar, "en þó lauk svá, at hann grét," ok um allar sagnir hallaði hann mjök til en ló (laug) víSa frá," — segir sagan.— Eg er naumast sá eini hér staddur, er hefi fundið til þessa frásagnastíls,—einnig í andlegum málum. Mannleg kappgirni og flokksfrekja segir einatt söguna á svipaðan hátt og Gunnar Lambason sagði frá Skarphéðni og brennunni. Á því getur eng- inn vafi leikið.—En ekki er eg hér þó í erindum Kára, er kom ó- vænt að, og vó Gunnar að sögulaunum. En svo tíð er þessi f rásögu aðferð vor á meðal, að tími er kominn til að vega að henni. Hver öld á sinn efa, síná vantrú og neitun. Hver kynslóð sína afvegaleiðslu. Venjulegast eru þetta alda-gamlar syndir er leynst hafa í hjörtunum, svipað og frásögu aðferS Gunnars, en nefnast þó nýgræðingur, er þær ganga aftur.— Þannig eru trúarbragðadeilur jafngamlar trúnni. Menn deildu við Krist og reyndu að veiða hann í orðum. Ávalt síðan hafa menn deilt um Krist, kristindóminn og kirkju hans. Postul- arnir voru ekki samdóma. Ritningarnar geta um deilur og of- sóknir af hálfu Gyðinga. Og heiðingjarnir sátu ekki hjá, heldur kváðu upp sína krossfestingar-dóma í ýmsum myndum, þó ekki verði þeim hér lýst. Stundum átti þjóðerni manna sinn þátt í þeim ófriði. Ýms villuspeki kom fram, jafnvel í frumkristninni. Jafnaðarlegast var óvináttan gegn eSa fráfallið frá Kristi og kristindóminum, sprottið af einhverjum hagsmuna ástæðum. Einnig villan og syndin varð verzlunarvara. Margt í heimi andans gekk og gengur enn kaupum og sölum. Þó fara slíkar hvatir venjulega huldu höfði. Kirkjusagan er löng raunasaga í því efni. Ekki verður hér nein frásaga um villulærdóma né viðreisnar- tilraunir heiðindómsins og árásir heiðingjanna í ritum þeirra gegn kristinni trú. En sagnfróðir menn vita, að alla efaspeki manns- andans má þar finna í einni eða annari mynd. 1 þeim efnum er fátt nýtt undir sólunni. Einingarstefnan svo nefnda er t. d. frá annari öld. Á vorri tíð nefnast einingarmenn Únítarar. Ekki er þar því um nýja andastefnu að ræða. Um einn leiðtoga þeirra í Rómaborg um byrjun 3. aldar er þess getiö, að hann hafi haft meiri mætur á ritum Aristótelesar en á biblíunni. Og er ekki laust við að það minni á nútíðar-afstöðu sumra einingarmanna. Þá var og uppi flokkur manna andvígur kristindóminum, er nefndu sig Gnóstíka. Er nafnið dregið af grísku orði, er merkir þekking eða vizku. Eins og orð þetta bendir til, voru Gnóstíkar flokkur þeirra manna, er töldu sig spekinga. Þeir voru fræði- menn, eða töldu sig til þeirra, er fólu vantrú sína í vísinda-hjúpi, eða dulargerfi flókinna hugsana og stórra orða. Hófst sú stefna snemma á 2. öld, hvarf úr sögunni um tíma, en magnaðist aftur á miSöldunum og nefndist þá skólastefnan. Ýmsum mun þegar skiljast, aö arfþegi hennar sé sú andastefna, er vizkan, einnig meðal íslendinga, telur helzt við sitt hæfi. Kenning Gnóstíka var upprunalega austurlenzk tvíveldiskenn- ing. Viðfangsefni þeirra voru, meSal annara, uppruni heimsins og uppruni hins illa. Til voru þeir í því HSi, er sömdu sjálfir rit, er komu þeim í staS heilagrar ritningar. Einn biskup þeirra kendi, aS Gyomgdómurinn væri frá hinum góSa GuSi, en heiðindómur- inn frá hinum vonda guSi. — Er aS því vikiS sökum þessa um- talsefnis. Myndi margt í andlegu lífi vor nútíSarmanna betur ráSast ef þeir kyntu sér rækilega sögu mannkynsins, einkum sögu manns- andans, í staS þeirrar fræSimensku, sem áreiSanlega er til og tignuS, er vex eins og undra njóli á einni nóttu—og visnar jafn fljótt. En deilur hafa reynst hin dygga félagsfylgja allrar mannlegr- ar starfsemi. Kirkjan, sem öSru fremur hefir reynt aS gera ófriS útlægan úr sambúS manna, hefir sjálf kent á því óeiningaroki. Og vitanlegt er, aS líf Islendinga hefir ávalt veriS einna auSugast af ófriði. Venjulega hugsum vér flestir um það sem arf frá heið- inni víkingaöld. Landnám íslands var styrjaldar-afleiðing. Trú- in kristna var boðuð íslendingum af víkingum — aS undanteknum FriSriki biskup. Sumir trúboSanna kunnu 'betur til mannvíga, en þeir kunnu náðarboSskap hins krossfesta. Segja má, aS trúboSiS var flutt íslendingum meS oddi og egg. Andstæðingar kristninn- ar á vorri tíð hafa einatt talið kristnínni til útgjalda grimd Ólafs Tryggvasonar og vigaferli Þang-Brands, þegar þeir sjálfir hafa brýnt beitta egg orða sinna gegn erindi Krists. Sú tilhneiging er æSi sterk vor á meSal, aS rista breiSan þveng af annars skæSi.— Um oss hefir veriS sagt, aS þaS "þótti um hriS yfirburSa ein- kenni,—að sýna fyrirlitning öllum helgum véum." Og: "ófyrir- leitnir lýðforingar blésu sleitulaust að þeim kolum." (B\s. 139 Sam. maí 1911). — Brennu frásögn Gunnars komst í móS — Skarphéðinn grét, eða Þór skoraði Krist á hólm, og hann þorði eigi að berjast.— Þessi bardaga-aðferö, þessi ófriðar-óáran hefir dunið yfir oss aftur og aftur,—líkt og hallæri yfir heimaþjóðina á HSnum öldum. Allskyns deilur hafa jafnan brunniS viS í lífi íslendinga. Og sjálf- ir eru þessir víkingar andlegra mála, er mest víSfrægja miskunn- arskort Ólafs Tryggvasonar og víg Þang-Brands, fremur læri- sveinar Þang-Brands en Krists. Mönnum verSur stundum starsýnt á sverSiS,—þegar þaS er ekki í eigin hendi. ViS þaS þer að kannast, að sjálfur er eg alinn á byltingaöld. Eg Ias bardagasögur. Auk þess fóru í æsku minni mestar frægS- arsögur.af andlegum víking, fræknum manni af Gyðinga kyni, er sagt var um, aS hann opnaði aldrei munninn, nema til að gera árás á kristindóminn. Gegn honum varði stórveldið í þjóSlífi NorSmanna, Björnstjerne Björnson, lengi og vel trú sína, en fór þó um síSir halloka. Brandes hjó víSa strandhögg, .og íslending- ar fóru ekki varhluta af því tjóni. Var sízt aS furSa, aS þar féll í valinn margur góSur drengur. Trúartjóninu var samferSa margvíslegt annaS tap, í hugsun, bókmentum og þjóSlífi öllu. Þessi nýja stefna réSi víSa ríki í sálunum er eg var á vaxtarskeiSi. Innan viS tvítugsaldur nam eg óS hins glæsilegasta æskumanns meSal Islendinga i þá daga. Eg á viS kvæSi Hannesar'Hafstein, Sannleikurinn og kirkjan. SkáldiS lét sannleikann og kirkjuna eiga í höggi. Vitanlega lyktaði þeirri baráttu með fullum ósigri kirkjunnar. Niðurlag ljóðs þess var: "Að kirkjan, kirkjan hún brennur." Þessi slagorð sk'áldsins bergmáluðu í orSum og af- stöSu æskumanna. OrS Krists: Eg er sannleikurinn, og til þess kom eg í heiminn, að bera sannleikanum vitni, urðu aS daufum undirtón. Ný brennusaga var sögS eSa sungin. Sízt er þaS furSa þótt æskunni yrSi einatt áfátt, svipaS ís- lenzka prófessornum, er lagði orð Pílatusar: Hvað er sannleik- ur? Kristi í munn. Þau hausavíxl urðu tíð, og reyndust oss til muna hættulegri en glundroði Bakkabræðra, er samkvæmt þjóS- sögunni ekki þektu eigin fætur, er þeir tóku fótlaugar.— Ranglátt væri þó aS geta þess ekki hér, aS Hannes Hafstein lagfærSi í síSari útgáfu ljóSmæla sinna þetta kvæSis niSurlag. Ber breyting sú að minsta kosti vott um það, að skáldiS var ekki á efri árum alveg ánægSur meS öll stóru orSin, stíluS af eldmóSi æskuefahs, eftir nám viS fætur Brandesar. En þessi hugsunarháttur og kveSskapur varð tízka. GáfaSir skólamenn gengu á undan. Gröndal sagSi í ritgerS um skáld og skáldskap físafold 8. febr. 1888) "Trúleysi er höfuS einkenni hinnar nýju skáldskapar stefnu. — Þeir geta ekki brúkaS GuS, hann er of gamall fyrir þá."—Efnilegir unglingar öpuSu þenna móS. ASrir, með Hákoni konungi góða, ginu yfir ketilhöddunni hjá Þrændum. Þeir reyndu aS vera kristnir og heiSnir í senn. Oröin urðu nokkurs konar Glúms eiður. Alt slíkt fluttist vestur um haf. Hér var rúmgott í landnámi andans, hátt undir þak og vítt til veggja. Sízt er því furSa, þótt ofvöxtur hlypi í ýmsa afneitun. ViS þetta hefir nútíSarkynslóS Islendinga mátt búa. DreifSir og fámennir, höfum vér gert oss sjálfa fámennari Vér höfum lesiö um Sturlungaöld—og lifaS hana. Kærleiksauð- urinn og trúarþroskinn hafa víða rýrnaS. ÞjóSræknin hefir HSiS. Vér höfum fremur lært um trúarbrögð en lifað samkvæmt þeim. En kristindómurinn er engan veginn gefinn til þess að vér eyddum árunum til að verja hann og því síður til að deila um hann, þótt sú hafi jafnan orðið raunin á. Og það sem vér teljum galla krist- indóms og kirkju, eru fremur gallar heiðninnar,—óyfirunninn heiðindómur í hjörtum og lífi mannanna. Annars minnir margt í lífi þóSar vorrar á þau orð Velhavens, að þyrnar séu greinar, er ekki náðtt þroska. — Ef til vill er alt trúarringl, allar trúardeilur og allur heiðindómur meðal vor vottur um kristindómslíf, er fæddist andvana, — greinar, er ekki náSu þroska og urSu þyrnar. AIHr kannast viS orStakiS íslenzka: Ekki er gaman aS guS- spjöllunum, þvi enginn er í þeim bardaginn. FriSarboSskapur er oss ekki ávalt fagnaðarefni. En bardagar, og t. d. blaðadeilur, eru oss aufúsugestir. Og þjóS vor tók aS berjast um guSspjöllin, GuSs orS, guSdóminn, Krist, kirkjuna og kennidóminn. Ekkert var svo heilagt, aS um það gæti ekki hver sveinstauli barist. — ÓSinn og Þór áttu sér orustufrægð. Vér afkomendur og læri- sveinar þeirra hlutum einnig aS berjast, sumir til fjár og aSrir fyrir orðstír. Margir vor á meðal töldust orðhagir skáldmenn. Og orðin voru vtgð sem vopn til sóknar og varnar heiðindómi og kristindómi. Hjá þeirri örvadrífu hefi eg setiS. Eg hefi um langt skeið verið að mestu hlutlaus um andlegar deilur þjóðbræðra minna. Eg hefi hvorki gert blöð þeirra.né rit að Brávelli. Eg hefi ekki viljandi ýtt mönnum saman í orrahríS. En eg hefi þó ekki, af ásettu ráSi, afneitaS trú minni né þjóðerni mínu. Eg hefi heldur ekki vísvitandi hallað réttu máli, það lítiS eg hefi til þeirra lagt, til stuSnings mínum málstaS. Og þessi orS eru þá ekki heldur 'borin fram af deilugirni. Því sííSur eru þau flutt af kala er eg beri til einstaklinga né flokka. En eg tel mig eiga þaS hjá þeim mönnum, er árum saman hafa talað og ritaS um þau efni, sem Framh. á bls. 7. Silfurbrúðkaup í Riverton. Nágrannar, vinir og ættingjar þeirra Mr. og Mrs. Jóns Halldórs- sonar í Riverton, héldu hátíðleg- an silfurbrúðkaupsdag þeirra hjóna, þ., 16. júlí 8.1. Fór hátíð- arhaldið fram á fögrum grasfleti við íbúðarhús þeirra þar í þorp- inu. Byrjaði það síðari hluta dags og stóð fram undir kvöld. Var margt manna saman komið. Til skemtana voru ræður, söng- ur og hljóðfærasláttur. Ræður voru þó að eins tvær, önnur sú, er séra Jóhann Bjarnason flutti, en hina flutti silfurbrúðguminn sjálfur, í síðari hluta samsætis- ins, þar sem hann þakkaði fyrir hönd þéirra hjóna, bæði heiðurs- gjafir, er þeim voru færðar, og svo sæmd þá, er þeim var sýnd með samsætinu sjálfu. Sönginn intu af hendi veizlugestir sam- eiginlega, aðallega undir umsjón þeirra Mr. H. J. Eastmans og Mr. Sigurbjörns Sigurðssonar. Hinn ,' síðarnefndi var og fyrir nokkur- um hóp manna úr lúðrasveit Riv- ertonbúa og spiluðu þeir nokkur lög, er þótti ágæt skemtun. Heiðursgjafir til þeirra Mr. og Mrs. Halldórssonar, voru kassi með silfurborðáhöldum, frá kven- félaginu Djörfung í Riverton; silfurdiskur, fyltur með silfur- peningum frá börnum þeirra hjóna, og silfurbakki með silfur- peningum, frá nágrönnum og vin- um í Riverton og annarsstaðar. Um leið og skemtanir fóru fram voru frambornar veítingar hinar rausnarlegustu. Veður var hið bezta og gátu veizlugestir notið fagnaðarins eins og framast varð á kosið. Þau Mr. og Mrs. Halldórsson bjuggu áður fyrrum í Víðirbygð, en hafa nú um nokkurra ára skeið átt heima í Riverton. Er Jón Halldórsson einn af mörgum systkynum. Þrír bræður hans, nokkuð kunnir, nefn'ilega, Bald- vin hagyrðingur, Páll faðir Jó- hannesar læknis í Elfros, og J6- hann, verzlunarmaður ' í Winni- peg. Kona Jóns er Anna, systir Jóns Sigurðssonar í Víðir, fyrrum pddvita í Bifröst-sveit. Eru þau systkyn og Gunnar B. Björnsson, ritstjóri og fyrrum þingmaður í Minnesota ríkisþinginu, bræðra- börn. Þau Mr. og Mrs. Halldórs- son eiga hóp af frábærlega mynd- arlegum bórnum, sum uppkomin, en hin á unglingsaldri. Voru flest þeirra viðstödd í samsætinu. Auk skemtana, er fram fóru, sungu veizlugestir "Hve gott og fagurt og inndælt er", og "Lífs- ins faðir láni krýn", um Ieið og séra Jóhann las biblíukafla og flutti bæn.— Þótti samsætið vera hið ánægjulegasta. (Fréttaritari Lðgb.) Hœsta verð Borgað fyrir RJOMA yðar fáið þér áreiðanlega með því að skifta við "Co-Op" stöðina í nágrenni yðar. Stutt- ur flutningur er trygging fyrir því, að rjóm- inn skemmist ekki og fyrir góðan rjóma fæst hátt verð. Sendið til SASKATCHEWAH CO'OPERATIYE C«AMtRiC5 C? Til minningar um silfurbrúð- kaupsdag Jóns Halldórssonar og 16. júlí 1927: Þið eruð enn með æskuroða' á kinn. Endurminning liðins tíma er vakin. Þið brúðarsessinn byggið annað sinn. Burt er allur deyfðarsvipur hrak- inn. Harmar gleymast, gleðin tekur stól. Guðdóms krafj:ur vermir ykkar hjörtu. Géislum stráir bjarta sumar sól og sveipar burtu næturmyrkri svörtu. Nú er glatt í góðum vinahóp og grundin brosir klædd í sumar- skrúða. Náttúran, sem herrann hæstur skóp, Hefir yndisfagra svipinn prúða. Drottinn ykkar blessi brúðkaups- dag og blessi vkkar vegferð hér á jörðu. Lifið sæl, með léttum gleðibrag, laus frá allri mæðu' og stríði hörðu. Lifið sæl, og lát'ið heimsins glaum líða hjá með þys og storma- gnýjum. Þið eigið enn þá eftir æskudraum og opna vegi' að svalalindum nýjum. Gunnl. Pálsson. FRA GIMLI. Grös, jurtir, blóm og tré gaf guð jörðinni, til að prýða hana, og gefa henni "lífið". — Stjörnur, tungl og .sól gaf hann himninum, til að skreyta hann með yndisleg- um ljóma og dýrð. — Manninum gaf hann: trú, von og kærleika, en af þessum þremur er kærleik- urinn mestur, því hann breytist ekki. Trúin breytist í skoðun, vonin í uppfylling, en kærleikur- inn breytist ekki. Hann er stöðug sólna sól, er sendir öllum páska og jól, eyðir myrkri' og öllu "svörtu", og allra mýkir og vermir hjörtu. Það var á miðvikudaginn, þann 20. þ.m. Veðrið var yndislega gott og glaða sólskin. — Við hér í Betel, gömlu skörin, mörg af okkur, sátum úti á svölunum hér fyrir framan húsið, og vorum að njóta sólarljóssins, því svali var að öllu leyti mjög þægilegur og góður, — Alt í einu, í alheiðríku veðri, fór að rigna. Og hverju haldið þið að hafi rignt? Það fór að rigna konum, kvenfélags- konum frá Winnipeg, og svo kon- um víðar frá, og allar báru þær broshýr andlit, og mikið, eins og vant er, af kærleika til guðs og manna.. Meðferðis af sælgæti, svo sem eins og góðu kaffi, með jhnsu því tilreyrandi, höfðu þær mikið, og betra en gott kaffi, gat eg, fyrir m'itt leyti, tæplega kosið. Svo fengu eyru okkar að smakka á inndælum hljómbylgjum, bæði fyrir snild fingurgómanna og barkans, og voru e'igi spöruð hin fegurstu kvæði og lög. Að verða fyrir svona regnskúr, er ekki slóðalegt. — Hvað konurnar, sem komu hér á Betel þann dag, voru margar, er ekki gott að segja; ef einhver hefði spurt mig að því, hefði eg sagt: "Blessaður teldu stjörnurnar á himninum, og sand- kornin á sjávarströndinni, þá get- ur þú fengið hugmynd um það." Það, blessað kvenfólkið, spratt upp hingað og þangað, hver kon- an annari blómlegri og sællegri. Svo fór eg smátt og smátt að sjá karlmenn, all-laglega og myndar- lega á velli. Datt mér þá í hug: "Fari þeir kollóttir; nú hætta þær að taka eftir mér." "Jæja, hvernig fór svo alt?" sagði mjög lagleg og góðlátleg kona við mig, þegar hún kvaddi mog "Það fór alt éins vel og á- ækjósanlega og hægt var," sagði eg — og það segist hér með öll- um, sem þessar línur lesa. — "Ljómandi er hún lagleg og mann- úðleg", sagði eg við sjálfan mig, eftir að hún, þessi kona, á svip- stundu var horfiri mér. Mig sár- langaði að hlaupa á eftir henni og segja: "Hvað heitirðu, góða kona?" En til hvers er fyrir mig nú að hlaupa, þó eg verði hrifinn af prúðmensku, kurteisi og mann- kostum? — Af því að mörg eru kvenfélög í Winnipeg, væri má- ske rétt að taka fram, að þetta kvenfélag, sem hér um ræðir, var kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar. En svo verðskulda e'innig hin ýmsu önnur kvenfélög innilegar þakkir frá öllu fólkinu hér á Bet- el, sem að skilnaði jafnan kveður slíkt heimsóknarfólk með kærum þökkum og hlýjum endurminn- ingum. Gimli, 22. júlí 1927. J. Briem. Sendið korn yðar tii UNITED GRAIN GROWERSI? Bank of Hamilton Chambers WINNIPEG Lougheed Building CALGARY Fáið beztu tryggiagu sem hugsanleg er. ta! | Nýjasta oí» bezta ( BRAUÐTEGUNDIN Búin til með íágœtasta rjómabús Byggir Upp Veikan og Slitinn Tiíkama. Millíónir manna hafa síðastlið- in 35 ár hlotið undursamlegan á- rangur af því að nota Nuga-Tone. Þetta alþjóðar meðal, sem bætir heilsuna og eykur orkuna. Fólk- ið notar þetta meðal, þegar það megrast og missir matarlystin^, á erfitt með meltingu, hefir gas og uppþembu í maganum, lifrar- veiki eða nýrnaveiki, blöðrusjúk- dóm, höfuðverk, slakar taugar, svefnleysi, þreytuverki á morgn- ana og annað sem því fylgir, þegar fólk er að tapa heilsunni, kröftum og andlegu þreki. Nuga-Tone er ávalt selt með þeirri ábyrgð, að peningunum er skilað aftur. ef óskað er. Meðal- ið verður að hjálpa þér^ svo þér líði betur og þú lítir betur út, annars skilar lyfsalinn pening- unum. Með slíkri tryggingu ætt- ir þú ekki að hika við að reyna það. Fáðu þér flösku frá lyfsal- anum og vertu viss um að fá rétta meðalið. Það er smjörið í Bamby brauði, sem gerir það öllu öðru brauði betra. Hvert einasta brauð í umbúðum. Kaupið þessa brauðtegund strax í dag! Fæst hjá mat- vörukaupmanninum, Canada Bread umferðasölum eða með því að hringja upp B2017-2018. Canada Bread Co. Limited A. A. RYLEY, Manager í Wi g ipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.