Lögberg - 04.08.1927, Síða 5

Lögberg - 04.08.1927, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. ÁGCrST 1927. BIs. 5 ÆFIMINNING Guðbjörg Jónsdóttir. Hinn 25. júní 1927, andaðist að heimili Árna Árnasonar í Grand Forks, Norður Dakota, Guðbjörg Jónsdóttir úr Skaga- firði,\ kona Ólafs Jóhannssonar frá FramneSi í Skagafirði. 1 síðastliðin 39 ár höfðu þau hjón verið búsett í Akra-bygð, í Pembina County, N. Dak. Hún var jarðsett í grafteit Vídalíns safnaðar á mánudaginn 27. júní. Guðbjörg var fædd 14. nóvember 1844, á Stóru-Þverá í Fljótum í Skagaf jarðarsýslu. Foreldrar hennar voru: Jón bóndi Þorvaldsson og Helga Pétursdóttir. Um föðurætt henn- ar er mér ókunnugt, en í móðurætt var hún náskyld Dr. Pétri biskupi Péturssyni. Þau Ólafur og Guðbjörg komu með börnum sínum til Akra- bygðar í ágúst 1887. Eitt ar dvöldu þau í grend við Mountain og fluttu svo á land, þrjár mílur fyrir sunnan Akra pósthús. Á landi þessu bjuggu þau hjón þangað til fyrir tveimur árum, að Guðbjörg fór til dóttur sinnar Guðrúnar, konu Árna Árna- sonar. Síðastliðna tvo vetur, var maður hennar, Ólafur, líka hjá þeim hjónum í Grand Forks. Stjúpsynir Guðbjargar, synir Ólafs, eru: Bjarni, lyfsali í Seattle; Ólafur, verzlunarmaður í Elfros, 'Sask., og Jóhann, sem dáinn er fyrir meir en tuttugu árum síðan. Börn Guð- bjargar eru : Guðrún, kona Árna Árnasonar úr Vopnafirði; Guð- björg Sigríður, kona Jóns Arnasonar, bróður Árna; Sophia Sólberg, í Chicago; og Sveihbjörn Johnson lögfræðingur, fyr- verandi háyfirdómari í Bismarck, N. Dak., og nú kennari í lög- um við ríkisháskólann í Urbana, Ulinois. Einn son eignuðust þau hjón, er dó í barnæsku á frumbýlingsárum þeirra. Guðbjörg var vel gefin kona, og svo minnug, að fáir voru hennar jafningjar. Rímur, sögur og sálma kunni hún óend- anlega. Sérstaklega muna börn hennar eftir minnisgáfunni miklu, því sögur og rímur, sem hún sagði eða kvað þeim til skemtunar, sýndust þeim óteljandi. Hún var gestrisin eftir bezta hætti forn-íslenzkra höfðingja, þýð í lund og ríkulega gædd umburðarlyndi og kærleika. Við jarðarförina mælti einn af hennar elztu nábúum, að hún hefði umgengist vini og vandamenn með óbreyttri hógværð og hæversku, þótt hún væri óbifanleg, þar sem um frumreglu þessa lífs eða annars var um að ræða, var hún öllum fusari að slaka til, eða jafna deilur, þegar friður í nágrenni var í hættu. Þrátt fyrir fátækt, sem flestir íslenzku frumbyggjarnir áttu við að berjast, hvattf hún af heilum hug börn sín og stjúpsyni til að ganga menta- veginn og búa sig sem bezt undir baráttu lífsins. Blöð og tíma- rit las hún iðulega sér til skemtunar og svo fyrir mann sinn, sem hefir verið blindur í 15 ár. Seinustu dagana, sem hún Jifði, komu í Ijós á ný einkenni þau, sem haft höfðu aðal yfir- ráð yfir öllu hennar lífi og allri hennar framkomu þau voru. skyldurækni, stöðuglyndi og trúfesti, þótt áhuginn fyrir ver- aldegum efnum væri heldur farinn að þverra, sá hún með vaxandi skýrleika öll sannindamerki lífsins, sem er hinu meg- in grafarinnar; og aldrei var hún ánægð, fyr en búið var að fullvissa hana um, að eiginmaðurinn hennar blindi hefði alla þá aðstoð, sem hún í meira en 43 ár, þó sérstaklega á seinni árum, hafði veitt honum. Við gröf hennaV stóðu níræðir menn og unglingar, sem all- ir báru vott um vinsæld og veglyndi hinnar látnu. Mun eng- um, sem hlustuðu á, hafa fundist ofmælt, þegar sera Hans B. Thorgrímsen sagði við jarðarför hennar: “Hér er farin trú kona og góð móðir.” —Vinur. hræðsla í Arnarbælishverfinu; einkum man hún eftir, að einn ung- ur maður í hverfinu var mikið ótta- fullur.—Sá maður varð gamall, en var veill fyrir hjartanu alla æfi.— Það stendur alveg heima að þetta hafi verið sama halastjörnuárið, sem það, er eg hefi talað um hér að framan, eða árið 1858; þá átti hún að vera fimm ára um haustið. Styrkir þetta þá skoðun mina, að eg muni rétt um atburð þann, er eg hefi áður frá sagt, enda dreg eg það sjálfur í engan efa. Sláttuvél séra Magnúsar Grímssonar. Svo er frá sagt í æfisögu séra Magnúsar sál. Grímssonar, að hann £LE<S Skoðið hið mikla úrval Frá $4.95 hjá WíimípcóHijdro. * 55.59 vmn MOTK DAMC AVL PrlncMt SL * ANO McOLAMOI IVL hafi'fengist við að búa til sláttuvél. Þetta er alveg rétt; hann bjó til fyrirmynd (model) af sláttuvél úr tré, hefir dáið áður en hann kæmi henni lengra áleiðis. Þessa sláttuvél eða sláttuvélarfyrirmynd sá eg í æsku og handlék oft og tiðum. Hún var til á Mosfelli í Mosfellssveit á þeim árum, þegar séra Þorkell Bjarnason var þar prestur. Eg lærði hjá honum undir fyrsta bekk latínuskólans veturinn 1870—71, og undir annan bekk veturinn 1872. Þá var þessi vél altaf uppi á loftinu í kirkjunni yfir kórhvelfingunni. Þar hefir hún verið eflaust þangað til að kirkjan var rifin — sem aldr- ei skyldi verið hafa — í tíð séra Jó- hanns þorkelssonar. Þá hefir henni að líkindum verið fleygt innan um annað brak úr kirkjunni, verið seld með því, og síðan verið höfð ein- hversstaðar undir ketilinn; enginn þar viðstaddur kunnað að meta hana eða orðið til að bjarga henni frá glötun. Skemtilegra hefði verið, að eiga hana nú á þjóðminjasafninu. Hún var þó fyrsta tilraunin, sem gerð var hér á l&ndi og af íslenzkum manni til að búa til sláttuvél. Það eru nú komin full 54 ár eða freklega það,' síðan að eg sá og handlék vél þessa, en samt man eg sæmilega hvernig hún var útlits. Um samsetning hennar hið innra eða hvernig hjólum og gangverki var háttað, man eg ekki nú orðið. En hið ytra var hún eins og kassi í lögun, hér um bil ein alin á lengd, nálægt þjú kvartél á breidd og tvö kvartél á þykt, eða þó tæplega þáð. Innan á þessum kassa var gangverk vélarinnar. Utan á þennan kassa, til vinstri handar, var negld stöng, hæfilega löng til að halda í með vinstri hendi, er vélinni væri ýtt á- fram á hjóli líkt og hjólbörum. En út úr miðjum kassanum var hægra megin ás, og á honum sveif til að snúa með hægri hendi, um leið og vélin ýttist áfram; með þessari sveif var vélin knúð áfram og látin slá. Sláttumaðurinn gekk þannig á eftir vélinni, átti að ýta henni áfram með vinstri hendi, en snúa henni með þeirri hægri. Hún átti að ganga á einu hjóli, sem var að framan, þeim megin sem vissi frá sláttumanninum; og þar áttu ljá- irnir að vera. Mér var aldrei fylli- lega ljóst, hvernig þessu ætti að vera fyrir komið, held þó, að þeir hafi átt að vera fyrir framan hjól- ið, og vera fjórir að tölu, og snúast í hring, um leið og vélinni var ýtt áfram og snúið. Vélarkassinn var því þannig í notkun, að mjóu fletirnir á honum sneru upp og niður, en breiðu flet- irnir sinn til hvorrar handar. stöng- iná vinstri fletinum ,og sveifin á þeim hægri. Ekki veit eg hvort nokkur mað- ur skilur nokkurn þlut í þessari lýs- ingu; en fyrir mínum hugskots- sjónutn stendur þetta alt ljóst, þó mér takist máské ekki sem fimleg- ast að lýsa þessari fyrstu íslenzku sláttuvél, sem því miður er nú komin fyrir kattarnef, eins og fleiri hlutir frá fyrri og eldri tímum. Það hefir sjálfsagt kostað séra Magnús sál. Grímsson mikla fyrir- höfn og umhugsun, að smíða þessa vélarfyrirmynd, þótt hún væri öll úr tré, og hann hefir eflaust gert sér vonir um, að gagn yrði að henni í framtíðinni. Hitt veit eg ekki, hvort hann hefir verið búinn að gefast upp við hana eða ekki, þegar hann andaðist. En í mínum augum var þessi tilraun stórvirðingarverð, og á það srkilið að henni sé haldið á lofti; sýnir hún það, að séra Magnús hefir í þessum efnum ver- ið langt á undan sínum tífna og — borið í þeirri grein, er að þessu lýtur, höfuð og herðar yfir sína samtíðarmenn. Hitt er aftur á móti annað mál, að segja má, að tilraun þessi hafi orðið að engu. En flestar allra merkilegustu uppgötvanir í heim- inum, eru fæddar undir því stjörnu- merki, að fyrstu tilraunirnar hafa orðið að engu. í því efni á séra Magnús sál. Grimsson sammerkt og samrekstra við marga allra helstu snillinga heimsins. Eg tel vist, með sjálfum mér, að þessi sláttuvél hefði aldrei reynst nothæf. En — hitt veit eg ekki, og það veit enginn, hvað séra Magnúsi hefði tekist í þessu efni, ef honum hefði orðið lengra lífs auðið. Veislan í Alfsnesi. Kona séra Magnúsar Grímsson- ar var Guðrún Jónsdóttir, systir Bjarna rectors; hún lifði í 20 ár eftir dauða manns síns. Hún var há og grönn kona; ekki mátti hún fríð kona kallast, þó ekki ólagleg. Mér þótti hún á bernskuárum mínum ávalt fremur súr og stúrin á svipinn og fanst mér einlægt eitt- hvað kuldalegt við hana. En eg heyrði einlægt talað um hana, sem mestu dugnaðarkonu og ‘fork’ í búskapnum, og víst þurfti hún um æfina á þeim kostum að halda, og það því fremur, sem orð lék á, að maður hennar hefði enginn búmað- ur verið, og hún því i öllu, sem að búskap laut, hefði orðið að vera bæði bóndinn og húsfreyjan. Eftir lát manns síns fluttist frú Guðrún búferlum að Álfsnesi á Kjalamesi og þar bjó hún í mörg ár. Síðar flutti hún að Mógilsá á Kjalarnesi, sem er eða var þá kirkjujörð frá Mosfelli, og þar andaðist hún árið 1880. ' En að Mosfelli kom eftir séra Magnús sál. séra Þórður Árnason, sem prestur hafði verið á Vogsós- um í Selvogi og á Klausturhólum í Grímsnesi;; hann var bróðir Jóns Árnasonar fræðimanns og umsjón- armanns lengi i Latínuskólanum. Séra Þórður lifði stutta stund eftir að hann kom að Mosfelli, liðug tvö ár, dó 18. /júlímánaðar 1862.. Man eg eftir honum þó eg ungur væri, er hann kom í Viðey til að messa. Árið 1864 var Ragnheiður fermd, dóttir séra Magnúsar sál. og frú Guðrúnar. Með henni var fermd Guðrún Snæbjörnsdóttir; hún var dóttir Snæbjarnar kaupmanns Snæ- bjarnarsonar, sem druknaði í Sæ- ljóninu undir Svörtu loftum 1857; var hann bróðir frú Sigríðar konu séra Þorvaldar Böðvarssonar, sem prestur var á Stað í Grindavík og síðan lengi í Saurbæ á Hvalf jarðar- strönd. Guðrún ólst að einhverju leyti upp hjá frú Guðrúnu og manni hennar; sennilegt, að þau hafi tekið hana, er faðir hennar druknaði, eða fram úr því; en alt er mér það ókunnugt. Guðrún var einstaklega lagleg og fríð stúlka. Hún fór, að því eg veit frekast, til Kaupmannahafnar á ungum aldri, og hvarf aldrei hing- að heim aftur. Ragnheiður Magnúsdóttir var einnig mjög nett og lagleg stúlka, grannvaxin og prúðmannleg; en fremur var hún veikluleg í útliti. Hún fór síðan til Ameríku eftir lát móður sinnar; veit eg ekki um hana meira. Ef þær stallsystur eru enn á lífi, þá eru þær nú orðnar yfir hálf áttræðar. Þær voru báðar fermdar á Mosfelli af séra Jóhanni Knúti Benediktssyni. Kona hads var systir Benedikts Sveinssonar al- þingismanns og sýslmanns, og voru þau foreldrar Ólafíu Jóhannsdótt- ur. Við ferminguna efndi frú Guð- rún til mikillar veislu heima í Álftanesi og bauð mörgum. For- eldrum mínum var boðið og tekið fram, að eg ætti að fylgja þeim. Mér er þessi veisla sérstaklega minnisstæð; það var fyrsta veislan, sem eg var í á æfinni, og eg sá þar í fyrsta sinn verulega drukkinn mann, sem hafði í frammi svæsin drykkjulæti, svo stór veisluspjöll urðu að, til mikills angurs fyrir frú Guðrúnu og alla veislugesti. Réttirnir vou þessir venjulegu: hnausþykkur gr.j ónagrautur, með kanel og mjólk út á, steik og pönnu- kökur. Eg man enn, þó langt sé um liðið, hve fast að maðurinn, sem drukkinn varð, rak á eftir veislu- gestunum, að láta sér ganga að borða grautinn, svo að menn kæm- ist sem fyrst að öðru máli á dag- skrá, sem sé steikinni og brennivín- inu. Þegar svo langt var komið, þá fór að verða kliður i stofunni á Álftanesi; þessi maður fór bæði að halda ræður og flytja kvæði, sem hann hafði ort við þetta tækifæri. Þetta fór alt vel framan af; en alt út um þúfur síðari hluta veislunn- ar. Eg sat í veislunni á milli for- eldra minna að austanverðu í stof- unni og tók gaumgæfilega eftir öllu sem gerðist; var eg um það bil 9 ára, er þessi veisla var haldin. — Til dæmis upp á það, að kröf- urnar um skemtanir voru minni þá en nú, og hve lítið þurfti þá — fyr- ir 60—70 árum, — til að gleðja fólkið og skemta því, vil eg taka það fram, að faðir minn sál. átti fremur litla harmoníku, og kunni að spila fáein lög á hana, svo sem “Eldgamla ísafold,” Gamli Nói” og “Gleði öll unaðarstund.” Eftir að borð voru upptekin, tók hann upp harmóníkuna og lék á hana nokkur lög, sjálfsagt ekki af neinni list. En fólkið var í sjöunda himni, sat hugfangið undir þessari “músík”.— Hvað mundi vera sagt núna um slíka skemtun! Maðurinn, sem drukkinn var, sagði, að það væri skömm að því að taka ekki undir og hann reið á vaðið og beljaði: “Eldgamla Isa- fold,” og seinast fór svo, að allur þingheimur söng undir, man eg eft- ir þeim ofsalega klið og hávaða í stofunni og svo hélt hann langa ræðu á eftir; þá man eg það, að mig var farið að dotta við öxlina á henni móður minni. En — þá kom nokkuð fyrir, sem gerði mig glaðvakandi, og sem mér þótti lang besta númerið á prógramminu. Rappó kom inn í hendingskasti, stökk upp á borð, þar sem leyfar söfðu verið settar, diskar með pönnukökum og sykurílát með syk- urmolum o. fl. Rappó reif í sig hverja pönnukökuna eftir aðra og sleikti á svipstundu upp úr sykur- ílátunum. Síðan snöggsneri hann sér að veislufólkinu, settist upp á aftari endann og afturlappirnar og prjónaði framan í fólkið með fram- fótunum og vældi afarhátt og ámát- lega. Fólkið — og þar á meðal eg — ætlaði að tryllast af hlátri, gaml- ir bændur og konur engdust sundur og saman. Þegar loksins sljákkaði í fólkinu, — þá segir sá drukkni: “Mikið helvíti á maddaman þarna merkilega skepnu!” Þá kom önnur hláturhviða, litlu minni en sú fyrri. En — hver var nú þessi Rappó? Það var hvít-svartflekkóttur keltu- rakki, sem frá Guðrún átti, útlend- ur — sjálfsagt danskur — að kyni, lítíll, snöggur og strykinn. Hann' kunni allskonar “kúnstir,” þar á meðal þessa, sem hann lék í þetta sinn. Hún hafði á honum ógnar dá- lwti, og það mátti honum ekkert banna. Hann lá altaf í besta rúm- fa ■UVnuntt'U } unppvjs ntiao-ii 1 gn.i3 Ápd þér gœtiO yOar ekki ,C3eymið matinn í gððum ís- skáp, sem er vel fyltur með is, og heílsa ifjölskyldunnar er vernduð fyrir hættunni, sem af hitunum stafar. Petta kostar lítið og þaíi sem þarf getið þér fengið með hægum borgunar-skil- málum frá ADrnr inu í baðstofunni, og alt af uppi á höfðalagi, og át ekki annað en úr- val af matnum. Ef hann kom á aðra bæi, þá var engu líklegra en honum væri visað á hjónarúmið; upp í það stökk hann og settist á höfða- lagið. Þar sat hann svo og prjónaði framan í húsmóðurina þangað til að hún gaf honum sykur, brauð og smjör og lundabagga,í eða annað þar á borð við. Veislukvöldið hafði Rappó verið lokaður uppi á baðstofulofti, til þess að hann gerði engin veislu- spjöll; en er fram á kom, slapp hann ofan af loftinu, og þá var það, að hann kom inti í stofuna, leit eft- ir leifunum og gerði “honör” fyrir boðsgestum húsmóður sinnar. Eg var eftir þetta alveg samdóma manninum í veislunni, að það væri “stórmerkileg skepna, sem mad- daman í Álfanesi átti.” Henni þótti líka vænt um hana, sagði fólkið. Eg hafði eitt gott af þessari fyrstu veislu; fyrir það, sem þar gerðist, skýrðust fyrir mér hug- myndir mínar um það hvernig menn gætu orðið að tjöruköggum, um það hafði eg áður árangurslaust brotið heilann; eftir, þessa veislu fór eg að renna grun í, hvernig slík hamskifti gerðust. — En — sagan um tjörukaggann er á þessa leið. Tjörukagginn. í Viðey, þar sem eg lifði bernsku- árin, sást ekki drukkinn maður, að segja mátti, og vín ekki um hönd haft, sem talist gæti; heimilið með sama fyrirmyndarbrag í því, sem öllu öðru. En — engin regla er án undantekningar; og svo var um þetta. 1 Viðey var á bernskuárum mín- um fullorðinn maður, sem hét Tóm- ás Jakobsson. Hann hugsaði að öllu leyti um sauðfénaðinn á veturna; að öðru leyti gekk hann að allri vinnu. Túninu í Viðey var öllu skift niður í velli; sló einn maður hvern völl. Vellirnir voru þessir, að mig minnir, — talið sólarsinnis frá stíg þeim, er lá frá íbúðarhúsinu, þstofunni) niður í Heimavör: Jó- hannsvöllur, Nautabrekka. Sam- slægja. Þorgeirsvöllur, Pálsvöllur, Haíatún, Éjósatún, Norðurkinn, Suðurkinn, Aftanköld, Skólapilta- völlur; hann var tvígildur, og slógu þeir hann, faðir minn sál. og Tómás heit. Jakobsson. Tómás var skyldur Ólafi sáluga Stephensen “húsbóndanum,” eins og hann var alt af kallaður af heim- ilisfólkinu í Viðey; og einhver veg- inn hafði sú hugmynd læðst inn hjá mér í bernsku, líklega heyrt lieim- ilisfólkið tala um það, þó að eg muni það ekki, að húsbóndinn hefði tekið Tómás til sin út i Viðey, af því honum hefði ekki hentað að vera á landi. — Tómas var mjög heimilisrækinn og fór aldrei eða að minsta kosti mjög sjaldan i land allan ársins hring. En til Reykjavík- ur fór hann einu sinni á ári, þegar farin var aðalkaupstaðarferðin; og þá var hann vanur að sigla sig um koll; það skildist mér alt seinna, er eg fór betur að vitkast. Par sem nú llður a8 uppskerunni, þá verið viðbúnir og pantið nú HollandsiBinder Twine Tvinninn, sem er Lengri, Betri og Sterkari en annar Tvinni^ pér þurfið ekki aðeins bestu teg- und til að binda hveitiC, iheldur einnig góð bönd til að binda fyrir pokana. Bæði 8 punda og B punda hnyklar eru af beztu teg- und óg tvinnlinn fer ekki I snurður t og ekkert fer til ónytis . Allur vor tvinni er trygður gegn hættu. Sjáið næsta umboðsmann, sem selur Holland Tvinna. Vörur vorar er vor bezta auglýsing. Tegundir vorar eru .Queen City, B50 fet; Prairie Þride, 600 fet; Manitoba Special, 6B0 fet. Harold & Thompson Umboðsmenn í Manitoba, Saskatchewan og Alberta. RBGINA, SASK. I kaupstaðarferðina var farið á áttrónu skipi, sem hét Viðeyingur, smíðaður af Kristni sáluga Magnús syni í Engey, hinum mikla og góða skipasmið, um það leyti, sem eg fór allra fyrst að muna eftir mér. Stærsta skipið á undan Viðeying hét Kári; hann sá eg aldrei fljóta á sjó; hann hvíldi alla mína bernsku á sínum lárberjum, lá á hvolfi vest- ur i Káravör, vestan undir Nausta- brekku. Verslað var við Gram lausakaupmann, á Reykjavíkurhöfn og við Havsteinsverslun, “Ziemsen vesturfrá”, sem kallaður var. Það var fyrsta verslunarbúðin, er eg kom inn í hér í Rvík. Hún var lág og dimm og leiðinleg; þótti mér skömm til koma, að koma inn i hana; yfir höfuð þótti mér öll hús í Reykjavik lág og kotungsleg, er eg kom hér i bernsku, nema Latinuskólinn og Stiftamtsmanns- húsið. Eg var vanur miklu höfðing- legri hýbýlum í Viðey. Og þessa Reykjavíkur höfðingja, sem eg heyrði menn vera að tala um stundum, leit eg á með hreinni og beinni lítilsvirðingu. (Niðurl. næst.) Islendingadagurinn á Hnausum. Ekki vitum vér, því Ný-íslend- ingar héldu sinn íslendingadag i þetta sinn 1. ágúst, en ekki 2. á- gúst eins og venja er til, nema ef sú skyldi vera ástæðan, að þeir hafa viljað gefa Winnipegbúum sem bezt tækifæhi til vera þar, því þann dag var hér frídagur. Nokkuð var það, að fslendingar í Winnipeg notuðu vel þetta tæki- færi til að skemta sér, og voru þarna fjölmennir, þrátt fyrir það, að töluverðir örðugleikar voru á því, að komast frá Gimli til Hnausa, fyrir þá, sem ekki höfðu sinn eigin farkost, eða með öðr- um orðum, sinn eigin bíl. Allar bygðirnar í Nýja íslandi héldu í þetta sinn einn sameigin- legan íslendingadag, nálægt mið- b'iki héraðsins, á þéim stað sem póststjórnin og járnbrautarfélag- ið æfinlega kalla og skrifa Hnausa og skeyta ekkert um mál- fræði eða málvenjur. Það er einkennilegt hvernig gert er upp á milli Hnausa og Lundar, sem er annað pósthús og járnbrautar- stöð hér í fylkinu. Báeði nöfnin eru fleirtöluorð og hafa sams- konar endingu. En þó skrifar maður ávalt, og segir oftast Lund- ár og Hnausa og svo föst er sú venja, að oss finst næstum, að oss beri að biðja afsökunar á því, að fara rétt með Hnausa nafnið í fyrirsögn þessarar greinar. En hvað sem þessu líður, þá sóttum vér íslendingadaginn á Hnausum á mánudaginn, e'ins og aðrir góð- ir menn, og vér höfðum ánægju af ferðinni. íslenzkasta bygðin var Nýja ís- land lengi talið allra bygða í Vesturheimi. Nú er það líklega ekki lengur rétt, því í þessu hér- aði er nú miklu fleira fólk af öðr- um þjóðum en íslendingum, flest frá MiðnEvrópu, þessu fólki, sem einu nafni er kallað “Gallar”, hvaðan sem það kemur. Það fólk er enn töluvert ólíkt íslending- um, en líklega verður munurinn Htill, þegar tímar líða, eins og segir í vísunni þessari alkunnu— það er sagt að skáldin séu oft á undan sínum tíma— “Kæru landar, kjósið fjandans Gallann, hann er alveg eins og þið, alt er sama þjóðernið..” En hvernig sem fara kann, þá er fólkið, sem býr með fram Win- nipegvatni, vestan verðu og upp með íslendingafljóti, hinu svo- nefnda Nýja Islandi, enn íslenzkt fólk, og það verður það vafalaust töluvert lengi enn þá, að miklu leyti. En það var íslendingadagurinn á Hnausum, sem vér ætluðum að minnast á, að eins ofur stuttlega þó. Veðrið var ágætt, ekki of kalt og ekki of héitt, en þægilegt; dálítil norðan gola og flugurnar gerðu manni ekkert mein. “Land- ið var fagurt og frítt” og gróður- inn ákaflega mikill þarna fram með vatninu, enda er nú “Ársins hátíð hæst, ei haust, ei vor, en sumar.” Það eina, sem vér kunnum frá íslepdingadeginum að segja af eigin sjón og heyrn, er það sem fram fór á ræðupallinum, því vér komum seint og fórum snemma. Ýmsar íþróttir og leikir höfðu farið fram, áður en vér komum og lúðrasveitin frá Riverton hafði Ifcikið nokkur lög, fólkinu til skemtunar, því sem kom tíman- lega. Það sem maður tók fyrst eftir, þegar til Hnausa kom, var það hve fólkið var margt og bíl- arnir margir. Oss var sagt, að þarna hefði verið hátt á annað þúsund manns, og flest af því hefir sjálfsagt komið í bílum. En þegar maður kom nær ræðupall- inum, tók maður fljótlega eftir því, að þar stóð séra Jónas A. Sig- urðsson og var að mæla fyrir minni íslands. Þar sátu hinir ræðumennirnir þrír og þar sat séra Jóhann Bjarnason, sem stýrði samkomunni af miklum skörungs- skap og fórst það ágætlega, því maðurinn er vel til for'ingja fall- inn. Ræðumennirnir voru fjörir og hver öðrum mælskari og snjallari og ræðurnar voru ailar vandlega samdar og fluttar. Séra Jónas A. Sigurðsson mælti fyrir minni íslands, séra Ragnar H. Kvaran fyrir minni Canada, séra Jóhann 'Só^piundsson fyrir minni gamla fólksins og Halldór Kyljan Laxness fyrir minni unga fólks- ins. Ekki skal lengra út í þetta mál farið, en oss fanst til um mælksuna. Milli ræðanna voru söngvar sungnir af söngflokk, sem þar var til staðins og mun flest söngfólkið hafa verið frá Árbrog, en söngstjórinn var Sig- urbjörn kaupmaður Sigurðsson frá Riverton. Vér fórum á stað heimleiðis þegar ræðurnar voru allar búnar, því vér áttum langt að fara. En vér höfðum mikla ánægju af að koma að Hn|usum þennan dag og hlusta á það sem fram fór og að sjá marga gamla kunnihgja og tala við þá, og vér þökkum Ný-ís- lendingum kærlega fyrir skemt- unina. WONDERLAND. Fólk ætti ekki að gleyma því, að koma á Wonedrland á fimtud., föstud. og laugard. í þessari viku og sjá kvikmyndina “While Lon- don Sleeps”. Aldrei hefir Rin- Tik-Tin betur sýnt, að hann er undra-hundur veraldarinnar, þeg- ar um kvikmyndirnar er að ræða. Helene Castello og Walter Mer- rill leíka kærustupör og þessi fagra mær, Miss Castello, leikur aðal hlutverkið prýðis vel. Aðr- ir leikendur eru, John Patrick, Otto Mathiesen, George Kotson- aras og De Witte Jennings o. fl. iLeikurínn sýnir merkilega mynd úr mannlífinu og þá ekki síður vitsmuni og trygð hundsins, og þó fólk geti ekki séð allar góðar kvikmyndir, þá ætti það ekki að láta hjá líða að sjá þessa. ENGINN 1 CANADA ÞARF AD DREKKA NÝTT WHISKEY ALDURINN Á éé éé @1ADIAN (Rjb; QVhisry ER TRYGDUR AF CANADA- STJÓRNINNI Sl ; M M •; \y. s

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.