Lögberg - 25.08.1927, Blaðsíða 8

Lögberg - 25.08.1927, Blaðsíða 8
bls. 8 lÆGBERG, FIMTUDAGINN 25. ÁGiÚST 1927. Mrs. S. Sigurjónsson fór á laug- ardaginn var vestur til Argyle að heimsækja bróður sinn er þar býr og aðra ættingja og vini. Bjóst við að dvelja vestra íiðuga viku. Dr. Twedd, tannlæknir, verður staddur á Gimli, miðvikudag og fimtudag, 31. ág. og 5. sept. n.k. Mr. Pétur Magnússon frá Gimli og sonur hans, voru staddir í borg- inni í vikunni sem leið. KENNARA vantar fyrir Allen- by skóla Nr. 1944, frá 15. septem- ber n.k. til 15. desember, og frá 1. febrúar til 30. júní 1928. Umsækj- and'i tilgreini æfingu, mentastig og kaup. Tilboðum veitt móttaka af undirritaðri til 7. september. (Mrs.) K. 'Stefánsson, sec.-treas., Steep Rock, Man. Herbergi og fæði, fyrir tvo til þrjá einhleypa menn, fæst nú þeg- ar á ágætu heimili í Vesturbæn- um, örskamt frá sporbrautarvagni. í húsinu er sími og öll nýtízku- þægindi. Ritstjóri Lögbergs vís- ar á. Hinn 15. þ.m. lézt hér í borginni Mrs. Guð.rún S. Simmons, ekkja Guðmundar Simmons, sem einnig dó hér í sumar. Hún var 56 ára að aldri. Miss Þórlaug Búafon frá San Francisco, Cal., þefir verið hér í borginni síðastliðnar þrjár vikur og býst við að leggja af stað heimleiðis eftir svo sem vikutíma. Kom hún til að sjá fornar stöðv- ar og dvelja hér um stund hjá frændum og vinum. Eftirgreindir nemendur Hugh Hannessonar, hafa nýlega lokið prófi við Toronto Conservatory of Music: EÍementary Piano—Honors Her- man Fjeldsted, Miss Valdís Ing- aldson, Miss Bergthora Lifman, öll í ^Arborg, Man. Prim. Piano—Pass: Miss Mar- | garet Lyngholt, Gimli. Jun. Piano—lst cl. hon.: Miss Snjólaug Sigurdson; hon. : Miss Maria Bjarnason, Arborg. Intermed. Piano— Pass: Miss Magnea Johnson, Miss Sena Jo- hannesson, Árborg. Rose Theatre Flmtu- föstu- og laugardag þessa viku BEBE DANIELS SENORITA Einnig Gamanleikur og Fables Mánu- þriðju- og miðviudag næstu viku Betty Bronson í RITZY Skemtileikur og Nýjungar* Mr. K. 0. Oddson og Mr. Fred. W. Magnusson fóru vestur til Prince Albert, Sask., á laugardag- inn var, sá síðarnefndi tekur við umsjón á skrifstofu Canada West Grain Co. þar. Hefir hann unnið hjá því félagi hér að^ndanförnu. Prófessor Sveinbjörn Johnson og frú hans, voru stödd í borg- inni nokkra daga í vikunni sem leið. Komu þau í bíl sínum alla leið frá Urbano, III., þar sem þau eiga nú heima. Kennir prófess- orinn lögfræði þar við ríkishá- skólann og er jafnframt lögmaður háskólans. . Mr. Jóhannes Laxdal og Miss Hansína G. Hjaltalín voru á mánu- daginn gefin saman í hjónaband í Fyrstu lútersku kirkju og var þar mikið fjölmenni saman komið. Dr. Björn B. Jónsson gifti. Sam- sæti var haldið að heimili föðui; brúðurinnar, eftir hjónavígsluna. Heim'ili ungu hjónanna verður Winnipeg. Verzlunarstúlka, æskir eftir að fá fæði og húsnæði hjá miðaldra hjónum, er engin hafa börn á heimilinu. Þess enn fremur æskt, að eigi sé um annan leigjanda að ræða. Þarf að vera kyrlátt heim- ili, sunnan við Portage Ave. Að- gangur,óskast að síma og slag- hörpu. Tiltakið skilmála. Hring- ið upp 86 327, eða skrifið Colum- bia Press, Ltd., Cor Toronto og Sargent. Á sunnudaginn var prédikaði séra N. Steingrímur Thorláksson í siÖasta sinn fyrir söfnuði sínum í Selkirk, sem hann hefir þjónað stöðugt í nálega þrjá tugi ára. Það var töluverS rigning á sunnudags- morguninnn, en þrátt fyrir það var guðsþjónustan fjölmenn og hún var mjög ánægjuleg. Fjöldi fólks var þar til altaris. Á mánudagskveldið hélt söfn- uðurinn séra Steingrími og frú hans skilnaðarsamsæti i samkomu- húsi safnaðarins. Verður frekar frá því skýrt í næsta blaði. Halldór Kiijan Laxness rithöfundur frá íslandi, les upp kafla úr óprentuðum skáldsögum, þar á meðal ifý- samda sögu, sem heitir Nýja ís- land, á eftirgreindum stöðum Gimli—1. sept. • Riverton—2. sept. Winnipeg—6. sept í Good- Templara húsinu. Árborg—9. sept. Lundar—13. sept. Samkomurnar byrja á öllum stöð- unum, kl. 8 að kveld'i. Aðgangur 50 cents. Séð verður fyrir hljóðfæraslætti að loknum upplestrinum, úti í ný- býgðunum. það er vonin, að þið fyrirgefið þakkarorðin fátæklegu til ykkar í staðinn. Við úiljum óska og vona, að í framtíðinni eigi söfnuður okkar eftir að öðlast það sælu hnoss að gera Krist, og hann krossfestan, sem dýrðlegastan og vegsamleg- an hér á jörðu. Það er sama ósk- in til allra safnaða, fjær og nær, sem reyna ótrauðir og ötulir að ná því háa marki að feta í fótspor Krists. Lundar, 18. ág. Halld. og R. Eiríksson börnin. j j Á laugardaginn í vikunni sem leið, dó að 552 William Ave., hér borginni, Jón Guðmundsson, 87 ára að aldri, hafði verið hér í landi í 45 ár, lengst af í Nýja ís- landi. Lætur eftir sig ekkju og fimm dætur, allar giftar. Jarð- arförin fór fram á mánudaginn frá útfararstofu A. S. Bardals. Þeir bræður Jóhann Eðvald skólastjóri og Sigtryggur banka- þjónn Sigurjónsson, fóru vestur til Swan River í vikunni sem leið, sá fyrnefndi til að byrja kenslu við skóla sinn í KenVille, Man., en sá síðarnefndi til að dvelja í sum- arfríi sínu hjá systur sinni, Mrs Brown, sem býr í Swan River. Þar dvelur einnig í sumar yngsta syst- ir þeirra, Andrea Soffí Sigurjóns son, meðan skólafrí stendur, eða þar til Jóns Bjarnasonar skóli byrjar í næsta mánuði. * John J. Arklie, R. O., augna og gleraugna fræðingur frá Winni- peg, sérfræðingur í öllu því, er að augnaskoðun og gleraugnavali lýt- ur, verður staddur á Lundar Ho- tel, Lundar, Man., miðvikudaginn 31. ágúst, en á Ashern Hotel, Ashern, Man., fimtudaginn þánn 1. september. Gefin saman í hjónaband af séra S'ig. Ólafssyni: Skapti S. Halldórsson og Kristín Thorkel- son. Giftingin fór fram á heimili foreldra brúðurinnar, á Geira- stöðum í grend við Nes P.O., Man. Skapti er sonur hjónanna Skapta S. Halldórssonar, og konu hans Júlíönu Böðvarsdóttur, búa þau hjón í Árnesbygð, en eiga einnig sumarbústað í Sandy Hook. Brúð- urin er dóttir hjónanna Guðmund- ar Thorsteinssonar og Guðnýjar Stefánsdóttur; búa þau hjón, sem áður er um getið, á Geirastöðum, sunnanvert í Árnesbygð. Gift- ingin fór fram laugardaginn 20. ágúst, að viðstöddum fjölmennum ástvinahópi. — Framtíðarheimili þeirra verður Sandy Hobk, Man. í HEYÖNNUM. Útheyið mitt og taðan mín úti liggur á foldinni. Meira þarf en montið tómt til að sýna mannskápirín. Kúphyrndi Bjarni Enclurprentun stranglega bönn uð austan hafs og vestan. Gjafir í Floatsjóðinn. Mr. og Mrs. G. J. Goodmund- son, Los Angeles_ ........ 5.00 Bergur Mýrdal, Glenboro ....1.00 Mrs. A. S. Josephson, Glenb. 1.00 Thorbj. Johnson, Glenb........25 Mrs. S. Ásgrímss, Glenb.......25 Mrs. Þork. Eiríkson, Selkirk 2.00 Áður geymdir ......... 26.57 Sjóðurinn nú .... $36.07 Mr. Jóhannes Pétursson frá Wynýard, Sask., var staddur í borginni ^ vik'unni sem leið. Mr. Guðl. Kristjánsson frá Wyn- yard, kom til bæjarins i gærmorg- un. Hann var að fylgja til Gimli gamalli konu Mrs. Önnu Jónsson ekkju Benedikts Jónssonar, fyrrum bónda í Þingvallanýlendu, nálægt Churchbridge. Fyrirlestur um ísland flytur Miss Thorstína Jackson að Lund- ar á föstudaginn hinn 2. septem- ber og á Oak Point á laugardaginn 3. sept. Miss Jadkson hefir fjölda af nýjum og ágætum mynd- um frá íslandi, sem hún sýnir jafnframt og hún flytur fyrir- desturinn. Mrs. J. W. Perkins frá Wash- ington, D. €., kom til borgarinnar í vikunni sem leið. Hún kom frá Seattle, Wash., þar sem móðir hennar býr og var á heimleið. Bæði hún og maður hennar vinna við þýðingar á skrifstofum stjórn- arinnar í Washington. Mrs. Perk ins er dóttir Gunnars heit. Sveins- sonar og konu hans, sem lengi áttu héima hér í Winnipeg, en fluttust fyrir mörgum árum vest ur til Seattle. Lítið mun Mrs. Perkins hafa umgengist íslend- inga nú lengi, en vel heldur hún við íslenzkunni og talar hana gætlega. a- Föstudaginn 9. sept. ætlar í- þróttafélagið “Sleipnir" að halda iþróttasýningu í Goodtemplara- húsinu. Kemur þar fram í fyrsta sinn, meðal landa hér, leikfimis- flokkur, er æfður hefir verið í sumar af Haraldi Sveinbjörnssyni og sýnir þar alls konar æfingar úr fimleikakerfi Niels Bukhs. Einnig verður þar glímusýning, “boxing”, “wrestling" o. fl.. Á eftir verður dans. fslend'ingar hér í bprg ættu að muna eftir deginum og ekki sitja sig úr færi með að sækja samkomuna og þar með styrkja þarfan félagsskap. Sleipnir sem önnur élög, þarfnast styrks og samúðar almennings til að geta náð fullum þroska. Sam- koman verður nánar auglýst síð- ar. Stjórnarneíndin. Mr. Lincoln G. Johnson og Miss Pearl S. Thórólfsson, voru á föstu- dagskveldið, hinn 19. þ.m., gift í Fyrstu lút. kirkju. Dr. Björn B. Jónsson gifti. Svo mikill mann- fjöldi var þar saman kominn að svo að segja hvert sæti í kirkj- unni var skipað. Að vígslunni lokinni var all-fjölment samsæti að heimili foreldra brúðurinnar, sem bæði var rausnarlegt og skemtilegt. Ungu hjónin fóru skemtiferð suður til Bandaríkja, en heimili þeirra verður í Winni- peg. WONDERLAND. “Better Ole" heitir kvikmyndin sem sýnd verður á Wonderland leikhúsinu síðustu þrjá dagana þessari viku, og er hún með þeim allra bestu, sem Syd Chaplin hefir tekið þátt í, þó þær séu allar skemti- legar. Efnið er frá stríðsárunum. Ensk herdeikl hefir fengið frí og fer inn i franskan bæ til að hvíla sig og skemta sér og til að fá nógan og góðan mat. Þeir gera sér ýmis- legt til gamans þessir piltar og þar á meðal að búa sig í allra handa gerfi, en þegar minst varir, koma Þjóðverjarnir og taka þá fasta og þeir eru enn í þessum sömu gerfum þegar þeir eru orðnir herfangar og jiað er áreiðanlega skrítileg sjón. fslenzkir bændur hér í fylkinu, eru vinsamlegast beðnir að veita at- hygli auglýsingu þeirri frá Modern Dairy, er nú birtist í fyrsta sinn hér í blaðinu. Er rjóma- bú þetta þekt að ráðvendni og lip- urri afgreiðslu. Encla hefir það fært svo út kvíarnar á tiltölulega skömmum tíma, að furðu sætir. Alþýðuskólar taka aftur til starfa i. september, eftir sumar- friið. Látinn á Gimli, Man., þann 17. ágúst, Pétur Oddsson, 69 ára að aldri, ættaður ,úr gelárdalssókn við Arnarfjörð, í Barðastrandar sýslu. Banamein hans var hjarta- sjúkdómur um nokkurt skéið. ■ Pétur mun hafa komið vestur tim haf árið 1886, og dvaldi nokkur fyrstu árin í grend við New York borg, og síðar í Duluth, Minn. Til Gimli kom hann fyrir nærfelt 36 árum. Hann stundaði ávalt fiski- veiðar, unz hann sjúkdóms vegna varð með öllu að hætta því starfi. Hann var trúr maður og ábyggi- legur, og drengur góður, en lifði allmjög útaf fyrir sig, og kyntist því minna út á við, og færri kynt- ust honum en æskilegt hefði ver- ið. Hann var bóngóður og barn- góður maður, og góður nágranni. Einbúi var hann, ókvæntur og barnlaus, og allvel við efni. — Pétur fór til Ameríku frá Hrings- dal í Arnarfirði eftir 12 ára þjón- ustu í vinnumensku hjá Einari bónda þar. Hann var jarðsunginn frá lút. kirkjunni á Gimli, og jarð- settur í Gimli grafreit þann 19. ágúst. Sig. Ól. Jj^H'H'H'H’,WHiH!iÖ<HHWH3<HJ<H><H><8><H><H!HH><Hj<H><H><HHHH}<H><I<H3<HS<H?<H3’: Fyrirlestrar um Island Miss Thorttína Jackson, Flytur fyrirlestur um ísland, á ensku, í Fyrstu lút. kirkju, mánudagskveldið Kinn 29. þ. m., en í kirkju Sambands- safnaðar, þriðjudagskveldið þann 30., á íslenzku. Hefst kl. 8.30 á báðum stöðum. Yfir 100 nýjar litmyndir af íslandi, verða sýndar á hvorum staðnum um sig. A&januar 50c fyrir fullorðna, en 25c. fyrir börn. til Nokkur orð \ Grunnavatnssafnaðar. Þakka viljum við ykkur, kæru safnaðarsystkini, fyrir heimsókn- ina 17. júlí. Það gladdi okkur mjög, að sjá ykkur svo mörg sam- an komin í húsi okkar í einu, þó rigning væri og vegir ekki góðir. Ekki var samsætið hafið með því að svifta okkur húsráðum. Eftir okkar beiðni var það byrjað með því að lesin var prédikun og bæn eftir Helga biskup Thorder- sen, 5. sd. eftir trínitatisi<J‘Jesús kennir af skipinu, og sungið vers. Sá sem las, var Mr. E. Thorleifs-T son; virtust allir vera ánægðir með það og betur slíkar stundir væru sem oftast. Það er hugnæmt að leita drottins í bæn og beiðni með þakklátu hjarta fyrir allar hans góðu gjafir og biðja þann um náð og 'fyrirgefningu, sem engan ,náðlarleitandi 'rekur frá sér; þá mundum við finna okkur örugga undir hans föðurlegu vernd, í meðlæti og mótlæti. Þessi fámenni félagsskapur okkar hafði á þessu ári á bak að 1 sjá tveimur ágætum meðlimum sínum, ungmenninu góða, Sigur- birni Árnason, var kipt burtu í blóma lífsins; hann lét sér ant um kristindómsmálin, lét sig ekki vanta á sunnudagsskóla okkar, hafði næmari skilning á þeim mál- um en alment gerist um unglinga á hans reki, stóð því til að verða uppbygging félagsskaparins og prýði foreldranna. Hitt dauðsfallið var sómamað- urinn Jón Guðmundsson, Stony Hill P.O. — Sú, sem þetta skrif- ar, fékk tækifæri að dvelja góða stund við hvílu hans stuttu fyrir andlát hans. Eg óskaði að okkur, sem flestum hlotnaðist jafn sæll og kristinn viðskilnaður, þegar jetta jarðneska stríð er á enda. Jón Guðmundsson sýndi það oft- sinnis, að með drotni vildi hann vera. Hann bauð söfnuðinum heim í hús sitt að hlýða á prédik- anir og bænir. Sjálfur var hann ágætur að bera fram guðs orð og áheyrilegur vel, og lét sér ant um kristindómsmálin í, orði og verki. Hina kæru syrgjendur biðjum við algóðan Guð að styrkja í sorginni. Ekki var það, kæru vinir, á- formið með þessu línum, að ýfa sárin og saknaðartárin, heldur var tilgangurinn að þakka ykkur hjartanlega stundina mætu, sem )ið veittuð okkur þessa áminstu dagstund og allar veitingarnar, sem alveg ætlaði að gleymast að minnast á. Við sáum vel og skild- um alúð ykkar og einlægni, sem við þökkum og metum mikils, en Alþýðusöngvar. Það hefir farið í vöxt í seir.ni tíð, að íslendingar syngi íslenzka j söngva, þegar þeir koma saman. j Það er hin ágætasta skemtun. Margir hinna eldri kunna helztu j söngvana, en það er ekki tilfellið, i nema að litlu leyti, með þá yngri. ] Slæmt mjög, ef þeir eru ekki með. j Ekkert getur því verið þægilegra, en að hafa Við hendina alþýðu- ] söngva. Kvenfélag Fyrsta lút-1 safnaðar Iét á síðastliðnum vetri prenta textana af 36 söngvum, Í5 | enskum og 21, ísienzkum. Rétt fyrir skömmu var beðið um nokk- j ur eintök af þessum söngvum til | íslenzks hátíðarhalds. Þeir voru j ekki til sölu, en stílarnir voru j geymdir. Eg tók því upp á mig, j að láta prenta 1000 eintök. Varð það tiltölulega miklu ódýrara, en ef eg hefði látið prenta að eins 100. Eg hefi töluvert upplag til sölu, og sel það hverjum sem vill fyrir $1.50 hver 100 eintök. Þetta er gott tækifæri fyrir þá, sem vilja styðja að góðri og þjóðlegri skemtun hjá sér. Eitthvað þess- háttar ætti að vera til í hverri éinustu bygð íslendinga, og þetta er bezta og ódýrasta tækifærið, sem eg veit af. Bezt er, að menn sinni þessu rakleiðis, áður en þeir gleyma því, og áður en upplagið alt selst. Það ætti sannarlega ekki að vera lengi að fara. Rúnólfur Marteinsson. 493 Lipton St., Winnipeg. I THE W0NDERLAND THEAT8E Fimtu-Föstu- og Laugardag ÞESSA VIKU Held by the Law Aukasýning TEN YEARS 0LD An our Gang Comedy Aukasýning laugardagseftirmiðdag Juvenile Musicians, Singers and Dancers Mánudag Þriðjudag og Miðv.dag SYD CHAPLIN sem Old Bill í The Better Ole G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 607 Maryland Street (iÞriðja hús norðan við Sarg.) Prone: 88 072 Viðtalstími: kl. 3-7 e.h. og á Sunnudögum frá 11-12 f.h. Exclnngi Taxi Sími 30 500 $1.00 fyrir keyrslu til allra staða innan bæjar. Gert við allar tegundir bif- reiða, bilaðar bifreiðar dregnar hvert sem vera vill. Bifreiðar geymdar. Wankling, Millican Motors, Ltd. 1 Til sölu. Fjögur, fimm og sex herbergja hús til sölu í Westurhluta Win- nipegborgar. Beztu skilmálar, sem þekst hafa, á yfirstandandi árstíð. — Auðveldar mánaðar- afborganir. / D. W. BUCHANAN 157 Maryland St. Phone 33 818 A. SŒDAL PAINTER and DECORATOR Contractor Painting, Paperhanging and Calsomining. 475 Toronto St. Ph.: 34 505 The Viking Hotel 785 Main Street Cor. Main and Sutherland Herbergi frá 75c. til $1.00 yfir nóttina. Phone J-7685 CHAS. GUSTAFSON, eigandi Ágætur matsölustaður í sam- Lbandi við hótelið. 4 ################################ C. J0HNS0N • / hcfir nýopnað tinsmlðaverkstofu að 675 Sargent Ave. Hann ann- ast um alt, er að tinsmíði lýtur o§ leggur sérstaka áherzlu á aðgerðii á Furnaœs og setur inn ný. Sann- gjarnt verð, vönduð vinna og lip- ur afgreiðsla. Sími: N-0623. Heimasími — N-8026. $50.00 verðlaun Ef Mér Bregst að Græða Hár. ORIENTAL HAIR ROOT HAIR GRÖWER Frægasta hármeðal í heimi. Sköll. óttir menn fá hár að nýju. Má ekki notast þar sem hárs er ékki æskt. Nemur brott nyt í hári og aðra hörunds kvilla I höfðinu. $1.75 kvukkan. Umboðsmenn óskast. Prof. M. S. Crosse x 839 Main St., Winnipeg, Man. ROSE HEMdTITCHING SHOP GleymiItS «kKl ef þlB ihaflS, sauma eCa Hemat/lehlnigr ©Ba þurfiB at5 láta ýflrklæSa hnappa aS koma meC það tifl /804 Sargent Ave. áératakt athyg’lfl vettt mall ord.rs, VerS 80 bömiuill, lOc eilki. HEIiGA GOODMAN. etgandi. Blómadeildin Nafnkunna Allar tegundir fegurstu blóma við hvaða taekifaeri aem er, Pantanir afgreiddar tafarlauat lalenzka ttfluð í deildinni. Hringja má upp á aunnudtfg- um B 6151. Robinson’s Dept. Store.Winnioeg Strong, Reliable School usiness rí<H><H3<H?<H3<H3<H?<H?<H3<H3<H?<H?<H3<H?<f<H3<I<H3<H3<H?íH3<H?<H3<H3<H?<H3<H3<l<l TIL SÖLU Eg hefi umboð fyrir inndælis heylönd, í nánd við Samfé- lags Creamery og verzlun, sem er stjórnað af okkar hagsýna stjórnmálaleiðtoga, Mr. Ingaldson. Haglábyrgð á ökrum annast eg um einnig, og útsölu á “The Marvel” Sharples skil- vindum. Gamlar teknar upp í. Viðskiftavin einn vantar Power Hay Press til kaups. G. S. Guðmundsson. Arborg, Man. Hellsa fjiilskjnldunnar ler trygS ef maturinn er geymd- ur 1 gSum ísskáp, sem altaf hefir nög af Is. pér getið fengið hvort- tveggja fyrir lítið vetð frá Arctic með hwgum horgun- arskilmálum. Bara símið ADrrir MORE THAN 1500 ICELANDIC STUDENTS HAVE ATTENDED THE SUCCESS BUSINESS C^LLEGE OF WINNIPEG SINCE 1909. It will pay you again and again to train in Wln- nipeg where employment ls at its best and where you can attend the Success Business College whose graduates are given preference by thousands of em- ployers and where you can step right from school into a good position as soon as your course is finished. The Success Business College, Winnipeg, is a strong, reliable school—its superior service has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the combined yearly attendance of all other Business Colleges in the whole province of Manitoba. Open all the year. Enroll at any time. Write for free prospectus. BUSINESS COLLEGE, Limited 385*/2 Portage Ave. — Winnipeg, Man. SaSSSHSaiaPOSHSaSHSHSESHSBSHSESES » 2«*! “Það er til ljósmynda smiður í Winnipeg” Phone A7921 Eatons opposite W. W. ROBSON 317 Portage Ave. KennedyBldg ÞJÓÐLEGASTA Kaffi- og Mat-söluhúsið sem þsssl borg lieflr nokitum tím. haft innnn vébanda sinna Fyrirtaks máltlðir, skyr,, pönnu- kökui, rullupyisa og þjöðrseknia- kaffl. — Utanbæjarmenn fá sé. ávalt fyrst hressingu á VVEVEL CAl’l'k 692 Sargent Ave Slmi: B-3197. Rooney Stevens, eigandi. GIGT Ef þu hefir gigt og pér er ilt bakinu eða 1 nýrunum, þá gerðlr þú rétt I að fá þér flösku af Rheu matic Remedy. Pað er undravert Sendu eftlr viitnisburðum fólks, setn heflr reynt það. $1.00 flaskan. Pöstgjald lOc. SARGENT PHARMACY Ltd. 709 Sargent Ave. Phone A3455 LINGERIE VERZLUNIN 625 Sargent Ave. Látið ekki hjálíða að líta inn í búð vora, þegar þér þarfnist Lingerie eða þurfið að láta heiaistitcha. Hemstitching gerð fljótt og vel. lOc Silki. 8c.Cotton Hár krnllað og sett upp hér. MRS. S. GUNNliAUGSSON, IHgaadl Talsími: 26 126 Winnipeg Carl Thorlaksson, Orsmiður Við seljum úr, klukkur og ýmsa gull og silfur-muni, ó d ý r a r en flestir aðrir. Allar vörur vandaðar og ábyrgðar. Allar pantanir með pósti afgreiddar tafarlaust og nákvæmlega. Sendið úr- in yðar til aðgerða. Thomas Jewelry Co. 666 Sargent Ave. Tals. 34 152 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tarmlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone A-6545 Winnipeg Meyers Studlos 224 Notre Dame Ave. Allar tegundir ljós- mynda ogFilms út- fyltar. Stœrsta Ljósmyndastofa í Canada i Frá gamla landinu, Serges og WKipcords við afar sanngjörnu verði. Sellan & Hemenway MERCHANT TAILORS CoV Sherbrook og William Ave. Phone N-7786 CAMDMHMCIFIC NOTID Canadian Paciflo elmskip, þszar þé* ferðist til gamla landslns, Isl&nda, ®C.á þegar þér sendið vinum yðar far- kJald til Canada. Ekkl hækt að fá betrl aðbúnaS. Nýtisku sklp, úttoúin með öllum þeim þægindum sem skip má velta. Can- Oft farlð & mim. Fargjalil ú þrlðja plássi niilll ada og Roykjavíkur, $122.50. SpyrJUt Cyrlr um 1. og 2. pláss far- g-Jald. Ueltið frekarl upplýslngra hjá ta- boðsmanni vorum á staðnum «8» skrlflð V C. CASKY, Goneral Agent, Canadlan Padfo Steamshlps, Oor. Portage & Maln, Wlnnlpeg, Man. eða H. 8. Bardal, Sherbrooke 8t. WlnnipeK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.