Lögberg - 25.08.1927, Blaðsíða 1

Lögberg - 25.08.1927, Blaðsíða 1
40 ARGANGUR Mí WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1927 NÚMER 34 Helztu heims-fréttir Canada. Thomas G. Mathers, K.C., yfir- dómari í Manitoba Court of King's Bench, andaðist í Rochester, Minn., á mánudagskveldið hinn 15. þ.m., 69 ára að aldri, fáum dögum eftír að uppskurður hafði þar verið á honum gerður. Math- ers dómari var fæddur og upp- alinn í Ontario og fékk þar sina undirbúnings mentun, en til Win- nipeg kom hann 1884 og lærði hér lögfræði og stundaði vanaleg lðg- mannsstörf í mörg ár. Dómari var hann í 22 ár, og yfirdómari siðan 1910. Mathers dómari þótti í hvívetna hinn merkasti maður. * * » Forsætisráðherra Bracken og oómsmálaráðherra Major fóru í vikunni sem leið austur til Que- bec og Ontario til að kynna sér hvernig bjórsölunni er hagað þar austur frá. Sér til aðstoðar hafa þeim með sér W. R. Cottingham, lögfræðing í Winnipeg. "Mikils þótti þeim við þurfa," sagði Skarp- héðinn forðum. * * * Hon. John Oliver, forsætisráð- herra í British Columbia fylki, andaðist að heimili sínu í Vict- oria, B.C., á fimtudagsmorguninn í vikunni sem leið, 18. ágúst. — Hann var 71 árs að aldri. Hafði hann verið all-lengi veikur og gat ekki gegnt störfum sínum síðustu mánuðina. Mr. Oliver var fædd- ur á Englandi, en fluttist með for- eldrum sínum til Canada, þegar hann var 14 ára gamall og settist fjölskyldan að í Ontario. Árið 1877 fluttist Mr. Oliver vestur til British Columbia og var þar jafn- an síðan. Hann naut lítillar skóla- mentunar í æsku, en margskonar reynslu hafði hann fram yfir flesta aðra stjórnmálamenn þessa lands. Hann hafði sjálfur unnið við námagröft, skógarhögg, stein- byggingar, búskap og margt fleira og hafði hann margháttaða þekk- ingu á frumbyggjara lífinu og högum alþýðu yfirleitt, sem kom honum í góðar þarfir sem stjórn- málamanni. Mr. Oliver fylgdi á- valt frjálslynda flokknum að mál- um. * * # Kostnaður Manitobaíylkis við hinar almennu kosningar, sem fram fóru hinn 28. júní i sumar, hefir numið sem næst $145,000. Það er tveimur til þremur þús- undum minna heldur en 1922. Það sem sparast hefir, er alt í Winnipeg, því í hinum kjördæm- unum hefir kostnaðurinn orðið meiri heldur en við kosningarn- ar 1922. Sameinaða lúterska kirkjan í Norour-Ameríku, hefir valið Kit- chener, Ont., til að halda sitt næsta kirkjuþing, sem haldið er annaðhvort ár. Verður það hald- ið 4. og 5. október. Þetta er í fyrsta sinni, sem slíkt þing er haldið í Canada. * * * Slysunum, sem koma fyrir á Winnipeg Beach akbrautii\ni, er alt af að f jölga, sem kemr til af því, að margir, sem bíla keyra, eru alt of óvarkárriir pg kæring- arlausir og taka of lítið tillit til annara, sem á ferðinni eru og brjóta lögin þráfaldlega með því að keyra alt of hart, sérstaklega vegna þess, að svo margir kepp- ast með öllu móti við að komast fram fyrir þá, sem á undan eru. En sérstaklega illa fellur lögregl- unni sá slæmi siður, sem margir, Bretland. ish Columbia. Hann lætur mikið yfir því, hve vel sér hafi verið tekið hér í landi og hve mikla á- nægju hann hafi haft af því að ferðast um Canada. Hann kom til Winnipeg á laugardagskveldið, hinn 13. þ.m., og hélt þá ræðu í þinghúsinu og voru þar margar þúsundir manna saman komnar til að hlusta á hann. Áður en Mr. Baldwin fór frá Canada,'var hon- um gefin reykjarpípa til minning- ár um komuna. Þótti það ekki illa til fallið, því hann er að því þektur, að hafa oftast pípuna í munninum. Auðvitað getur hann það ekki, þegar hann heldur ræð- ur, en þá heldur hann á henni í hendinni. Mr. Baldwin virðist ekki kæra sig mikið um smámuna- legar siðvenjur. í veizlusal ein- um í Montreal, þar sem hann flutti ræðu, þótti honum heitt og til að létta á sér fór hann úr frakkanum og stóð þar á skyrt- unni, eins og hver annar verka- maður, og flutti sína ræðu. * * • Ráðherrar sambandsstjórnarinnar og stjórnarformenn allra fylkjanna í Canada, ætla aS hafa fund með sér í Ottawa hinn 3. nóvember og er gert ráð fyrir að hann standi yfir í nokkra daga. Veroa þar ýms sameiginleg landsmál tekin til um- ræðu. • • • Bændur eru viða hér í Manitoba byrjaðir að slá hveiti, sérstaklega í sunnanverðu fylkinu. Uppskeran er sögð að vera i meðallagi, þar sem hirt er og yfirleitt munu bændur í öllum sléttufylkjunum gera sér vonir um að uppskeran verði held- urgóð. Samt hefir frost gert nokk- urn skaða á all-mörgum stöðum, sérstaklega í Saskatchewan, en það hefir hvergi verið svo mikið að þaS hafi eyðilagt uppskeruna, ]x> það hafi valdið nokkrum skemdum. Það er enn ekki hægt að segja hvernig uppskeran kann að reyn- ast, því enn getur margt komið fyrir sem verði henni til hnekkis. en nú sem stendur lítur út fyrir að minsta kosti meðal uppskeru í Manitoba og Saskatchewan, en tölu- vert betur í Alberta. Bandaríkin. Þess var getið hér í blaðinu fyr- ir skömmu, að Coolidge forseti hefði lýst yfir því, að hann yrði ekki í kjöri við forsetakosningarn- ar 1928. Sú yfirlýsing kom víst heldur óvænt, því flestir munu hafa haldið, að hann hefði hug á forsetaembættinu fyrir næs'ta kjörtímabil og það var talið lík- legt, að hann mundi ná kosningu. Nú vilja menn fá að vita, hvers- vegna forsetinn vill ekki vera í kjöri við'næstu kosningar, en það er enginn hægðarleikur, því for- setinn er mjög þögull maður, og honum hættir ekki við því að segja meira en góðu hófi gegnir. Það er talið áreiðanlegt, að Mrs. Cool- idge sé því mjög mótfallin, að maður hennar haldi áfram að gegna forsetastöðunni, vegna þess að að. hún álíti að staðan sé hon- um of erfið og óttist að hann sé að leggja á sig of mikið erfiði, en ekki var hún þó spurð til ráða, þegar forsetinn réði það við sig, að verða ekki í kjöri 1928. Þeir sem kunnugastir eru segja, að forsetinn hafi látið tóluvert á sjá nýlega og beri það með sér, að hann leggi meira á sig, en góðu hófi gegnir. Aðal orsökin er því liklega sú, að hann hefir sjálfur yngri og eldri, hafa nú tekið upp, I fundið að "það er ei holt að hafa Iðnaðarmanna félög á Bret- landi, ætla að halda þing mikið í Edinburgh á Skotlndi, sem hefst 5. september. Hefir þing þetta fram úr ýmsum vandamálum að ráða, .en sérstaklega hvaða af- stöðu iðnaðarmanna sambandinu á Bretlandi beri að taka gagnvart verkamannafélögunum á Rúss- lndi og gagnvart stjórninni þar í landi. Þykir ekki ólíklegt, að nið- urstaðan verði sú, að brezka iðn- aðarmanna sambandið telji sér hollast að vera út af fyrir sig og hafa engin sambönd við önnur lönd, nema að eins verkamála-j skrifstofuna í Geneva. — Þá þarf og þing þetta að taka það til yf- irvegunar, hvernig hægt sé að afla verkamanna flokknum á Bret- landi peninga, sem hann hafi handbæra v'ið næstu almennu kosningar. Hingað til hefir nokk- ur hluti fress gjalds, sem hver meðlimur greiðír sínu félagi, gengið til verkamanna flokksins, en samkvæmt nýju verkfallslög- unum, getur það ekki haldið á- fram, nema alveg sérstakar ráð- stafanir séu þar t'il gerðar. En margir brezkir verkamenn vilja helzt, að iðnaðarmanna félögin skifti sér ekkert af stjórnmálum. John Dillon, hinn alkunni stjórnmála Ieiðtogi íra, er nýlega dáinn í London, þar sem hol- skurður hafði verið á honum gerður. Konungurinn hefir gert ráð- stafanir til, að bæta Canada þann skaða, er olíumyndir af Edward konungi og Alexöndru drotningu brunnu í þinghúsbrunanum 1916 og sömuleiðis myndir af núver- andi konungi og drotningu. Er búist við, að myndirnar verði til- búnar og sendar til Canada 1928. Lýðveldissinnar, sem kosningu hlutu við síðustu þingkosningar á írlandi (irish Free State) eru alls 45 menn, og er stjórnmálamaður- inn alkunni Eammon de Valera foringi þeirra. Hafa þeir alt til þessa þverlega neitað því, að taka sæti sín á þingi, því á þingi geta þeir ekki setið nema fyrst að sverja Bretakonungi /hollústueið. Hafa þeir De Valera og félagar hans, hvað eftir annað sagt, að það taki engu tali, að þeir fari að sverja útlendum konungi holl- ustueiða og hafa svo verið utan- þings, þótt þeir séu löglega kosn- ir þingmenn. Nú hafa menn þess- ir alt í einu skift um stefnu í þessu máli, undirskrifað eiðstaf- inn og tekið sæti sín á þinginu. Segja þeir nú, að þetta sé ekki nema marklaus siðvenja. Hafa þeir því mjög greinilega, en snögglega, skift um skoðun, því alt til þessa hefðu þeir heldur kosið, að sníða af sér hægri hend- ina, heldur en að nota hana til að und'irskrifa eiðstafinn, en áreið- anlega hefir hann ekki breyzt og hefir sömu þýðingu, eins og hann hefir haft. Hitt veldur þar á móti vafalaust miklu um þessa ráðabreytni, að lög hafa verið samin á írlandi, sem gjöra þá eina kjörgengi, sem undirskrifað hafa þennan umrædda eið. Hvaðanœfa. Hinn fjörgamli stjórnmála- skörungur Frakka, Georges Clem- enceau, "tígrisdýrið" hefir hann lengi verið kallaður, er enn ekki hættur að hafa eitthvað fyrir stafni og láta sig ým'islegt miklu varða, að minsta kosti það sem honum sjálfum og fólki hans kem- ur við. iSíðustu dagana hefir hann verið önnum kafinn við að undirbúa giftingu éins af börnum sínum og eins að taka saman verkefni, sem hann ætlaði að taka með sér og vinna við í sum- arfríinu. Hann segist hafa alt of mikið að gera til að vera alt af að néita þeim sögum, sem stöð- ugt sé haldið á lofti um sig, að hann sé veikur, sé að deyja, -eða sé dauður. # * * Frakkar og Þjóðverjar hafa nú fullgert og undirskrifað verzlun- arsamninga sín á milli, sem ganga i gildi 6. september. Hafa þeir hvað eft'ir annað reynt að gera þessa samninga í síðastliðin þrjú ár, en alt af mistekist þangað til nú. Virðist það helzt hafa stað- ið í vegi, að Frakkar vildu fá leyfi til að flytja inn'til Þýzka- lands me'ira af vínum heldur en Þjóðverjar voru ánægðir með. Hafa Frakkar þar nú haft sitt fram. Talið er, að samningarn- ir séu báðum ríkjunum til mikilla hagsmuna. Stjórn Islands beiðist lausnar. Reykjavík, 28. júlí. í gær, þegar kunnugt var orðið um fullnaðarúrslit kosninganna, beiddist*landsstjórnin lausnar af konuhgi, en óvíst er enn, hverjir taka við völdum eða hvenær. Lík- legt þykir þó, að framsóknarflokk- urinn taki að sér stjórnarstörfin, en varla verður það mjög bráð- ' lega, því að einn af foringjum flokksins, Jónas Jónsson, er nú staddur í Danmó'rku, en annar, séra Tryggvi Þórhallsson, er sjúk- ur.—Vísir. Aakinn iJnaður í Saskatchewan. öllum er kunnugt um hið afar mikla hveiti, seni ræktað er í Sask- atchewan, ekki siður en í öðrum fylkjum Vesturlandsins. t því fylki einu er hveitiuppskeran alt að 300,- 000,000 mælar áiiega. llitt er al- menningi miklu síður kunnugt, hversu miklum framförum iðnaður af ýmsu tægi hefir, á siðari árum, tekið í ]>essu víðlenda og frjósama fylki, og enn síður gera menn sér grein fyrir þeini miklu möguleikum sem fyrir hendi eru til að auka iCnaíSinn stórkt>stlega frá þvi sem nú er. Þar sem hveitiræktin er svo afar- mikil í Saskatchewan, \>á. er ekki nema eðlilegt að hveitimölun sé þar ein fyrsta og helsta iðnaðargreinin. Knda hefir sú raunin á orðið, að hveiti, sem malað er í Saskatch- ewan. er ekki aðeins selt í öllum fylkjum Canada, he-klur svo að segja út um allan heim. Með tilliti til ]>eirra framfara, sem orðið hafa í þessa átt síðustu 18 árin, þá eru fullar líkur til, að bæði Moose Jaw og Saskatoon verði miklir iðnaðar- bæir, hvað hveitimölun snertir, og alt sem þar að lýtur, ekki síst hegar tekið er tillit til þess, sem nú er verið að gera í þessa átt í Saska- toon. Hvernig fólkinu í- Saskatchewan líkar hveitimélið, sem malað er þar heima fyrir, má sjá á því, að á fylkjissýningunni í Regina 'og á sýningunni í Saskatoon fór fram bökunarsamkepni, þar sem bakaö var brauð og ýmsar tegundir af kökum, og þar h'laut Robin Hood hveitimjölið níu fyrstu verðlaun, en alls 23 "verðlaun. Þetta hveiti var alt malað i Moose Jaw og Saska- toon. Þetta félag hefir fært það út kvíarnar, að árið 1009 gat það að- eins malað 350 tunnur hveitis á d'ag, en nú malar það 8000 tunmir dag- lega. og þess mun ekki verða langt atS bíða að það stækki enn um sig- að því er sagt er, að halda að eins annari hendinni um stýrishjólið, en hinni utan um stúlkuna, sem hjá þeim situr. Lögreglustjórn Manitoba fylkis segist hér eftir ætla að líta eftir því, miklu betur en gert hefir verið til þessa, að þeir, sem bíla keyra um brautina, fari varlegar en þeir hafa gert, margir hverjir, og að lögunum verði þar betur fylgt, en gert hef- ir verið. Má sjálfsagt gera ráð fyfir, að þess verði ekki langt að bíða, að tekið verði að sekta menn fyrir gapalega keyrslu á Winni- peg Beach brautinni. Baldwin forsætisráðherra er nú aftur farinn heim til sín, eftir að hafa ferðast um Canada alla leið vestur til Klettafjalla og komið við í öllum fylkjunum nema Brit--} til lykta leitt. ból, hefðar upp á jökultindi." # * * Þeir Nicola Sacco og Bartolomes Vanzetti voru teknir af lífi í ríkis- fangelsinu í Charlestown, Mass. rétt eftir miðnætti á aðafaranótt þriðjudagsíns í þessari viku. Van- zetti lýsti yfir því á dauðastund- inni, að hann væri saklaus af þeim glæp, sem þeir voru sakfeldir fyrir og að hann hefði aldrei framið nokkurn glæp. Sacco talaði í svip- aða átt. Fréttir segja að mjög mik- illar varúðar hafi verið gætt til að foröast að ráðist yrði á fangelsið þar sem aftakan fór fram, og að vopnuðum lögreglumömýim 'hafi verið raðað alt í kring um það á stóru svæði. Er þá þetta afar lang- dregna vandrœðamál, þar með loks Einkcnm. Þegar \>í\ heyrir einhvern talí illa um trúarbrögð manna og bind- indi, þá veizt þú hverjum hann þjónar: mannfélaginu eða girndum sínum, Guði eða Satan. Margir, sem öl og vín selja, þykjast vera kristnir, en mikill munur er á Kristi og kristni þeirra. Þeir vilja auðgast af fátækt ann- ara,- en Kristur gerðist fátækur, til þess að aðrir auðguðust af fátækt hans. Fallegu fólki kemur ekki til hug- ar að leiða athygli almennings frá fegurð sinni með hégómlegu tildri í klænaði, eða með andlits dufti og lit. Spegillinn hefir vafalaust sann- fært þá, sem þetta nota, um ófríð- leik þeirra. P. Sigurðsson. Það var við því búist, þegar de Valera og flokksmenn hans tóku sæti sín á írska þinginu, að Cos- grave stjórnin ætti sér ekki lang- an aldur eftir það. Þess var held- ur ekki langt að bíða, að orustan yrði hafin. Á þriðjudaginn í fyrri viku bar Tom Johnston, verka- manna leiðtogi fram vantrausts- yfirlýsingu á stjórninni. Það var gert ráð fyrir, að ef stjórnin félli, þá myndaði Tom Johnston verka- mannastjórn, með stuðn'ingi lýð- veldiss'inna. En þetta fór á ann- an veg en ætlað var, því þegar til atkvæðagreiðslu kom, þá urðu jafn margir með vantrausts yfir- lýsingunni, eins og þeir, sem á móti voru, eða 71 hvoru megin. Skar þá þingforseti ur og féll hans atkvæði stjórninni í vil. Cos- grave stjórnin situr því að völd- um enn og er þinghlé ákveðið til 11. o^któber. Getur þó vel verið, að þingið verði kallað saman fyr, ef aukakosning í Dublin, sem fram á að fara innan skams, verð- ur á móti stjórn'inn'i. Or bœnum. Séra Jónas A. Sigurðsson, frá Churciibridge, Sask., sem nú hefir veriS kosinn prestur Selkirk safn- aðar, eftirmaður séra N. Stein- grims Thorlákssonar, verður, af forseta kirkjufélagsins, séra Kristni K. Ólafssyni, settur í embætti í Selkirk, sunnudaginn 4. sept. við hádegis guðsþjónustu fkl. 11). Jóns Bjarnasonar skóli. "Svífur að haustið," og með því kemst hin venjulega regla á störf manna í borgunum; fólkið, sem hefir yerið úti á landshygðinni í sumarleyfinu, kemur nú aftur til heimila sinna og lífið kemst í samt lag og áður. í næstu viku hefja al- ])ýouskólarnir, á ný, starf sitt, og háskólinn í hinum ýmsu deildum sínum, nokkru seinna. Allir skólar verða komnir í gang ekki seinna en r. okt. Athygli skal hér með dregin að fyrirlestrum þeim, er ungfrú Thor- stína Jackson flytur í Fyrstu lút. kirkju þann 29. þ. m., en í Sam- bandskirkjunni þann 30. Báoir fyr- irlestrarnir hefjast stundvíslega kl. &.30. Er þess að vænta að fólk f jöl- menni, bví erindi ungfrúarinnar ver8ur vafalaust næsta skemtileg auk þess sem hún sýnir fjölda nýrra mynda heiman af Fróni, er aldrei hafa fyr sýndar verið vestan- hafs. Mf. og- Mrs. John Lorenz frá Los Angeles er dvalið höfðu hér í borginni um tíma hjá Mr. og Mrs. Thorst. Bjarnason, að 585 William Ave., lög^u að stað heim til sín í bíl þann 9. þ. m. Er Mrs. Lorenz dóttir þeirra Bjarnasonar hjóna. \ður en ungu hjónin lögðu af stað. voru þau kvödd með afar fjölsóttri og skemtilegri veizlu, á heimili þeirra Mr. Og Mrs. Bjarnason. og skorti þar hvorki gleði né góðan fagnað. SumstaSar eru menn á báðum áttum með það hvert skuli senda nemendur og menn eru jafnvel að deila um ýmsa skóla. Hver skóli hefir sina meðhaldsmenn. Jóns Bjarnasonar skóli hefir aldrei komið sér áfram með þvi að lasta aðra skóla. Hánn trúir ekki á neina slíka áðferð. Hann telur það ekki fallegt að benda, i opinberum blóðum á það að sumir aSrir skólar hafi lélegri útkomu að sýna í hinum opinberu prófum en hann. Svo ber líka þess að gæta að út- koma prófanna er ekki hin sama á óllum árum í sama skólanum. Sami hveitibóndinn hefir ekki ávalt jafn- góða uppskeru. Hann er sami bónd- inn þegar hann hefir lélega upp- skeru, eins þegar hann hefir hana góða. Þessar staðhæfingar eru gjórðar eftir beztu vitund: 1. Þegar litið er yfir alla sögu skólans er útkoma hinna opinberu prófa mjög góð. 2. Útkoma prófanna í skólanum á þessu siðasta ári, er eins góð eins og víðast, þar sem eg hefi heyrt, og betri en sumstaðar. 3. Skólinn hefir reynda og góoa kennara, sem má treysta til að gjöra gott yerk. 4. Skólinn hefir barist baráttu íslenzkrar tungu og tókmenta fram yfir alla afira skóla í Canada. 5. Skólinn er kristinn og vill að kristindómurinn sendi birtu og yl inn í mentalífið. 6. Hið eina, sem getur orðið oss að farartálma er það að íslending- ar kunni ekki að meta það gull, sem þeir sjálfir eiga. Nfckkrir hafa þegar sótt um upp- töku í skólann. Látið ekki dragast að láta í ljós vilja yðar. Með vinsemd og trausti, Rúnólfur Martcinsson. 403 Lipton St., Wpg. Sími:33 923. Friðsteinn Friðfinnsson. Fimtudaginn þann 2. júní síðast- liðinn, lézt að heimili foreldra sinna Jóns tónskálds Friðfinnssonar og Önnu konu hans, að 624 Agnes Street hér í borginni, Friðsteinn Friðfinnsson, hinn efnilegasti mað- ur i blóma lífsins. Friðsteinn heitinn, eða Steini, eins og vinir hans oftast nefndu hann, var fæddur í Argyle-bygð, þann 29. dag apríl mánaðar árið 1896. Með foreldrum sínum flutt- ist hann til Winnipeg 1905, naut þar almennrar barnaskólamentunar. en gekk siSan eitt ár á miðskóla. Gaf hann *ug að þvi loknu um hríð við banka og verzlunarstörfum, unz hann réðst í þjónustu London lífs- ábyrgðarfélagsins. Starfaði hann fyrir það volduga félag upp frá því, unz hann misti heilsuna, þann 3. janúar 1926. Avann hann sér í hví- vetna traust og virðing yfirboðara sinna, var enda skyldurækinn við störf sín og drengur hinn bezti. Frá þeim tíma, er Steini heitinn veiktist og fram til dánardægurs. mátti svo að orði kveða, að þján- ingunum^ linti aldrei. Bar hann sjúkdómsstríðið með stakri rósemi. Lék ávalt um,varir hans sama góð- lyndis brosið, er einkendi skapgerð hans og innræti alt. Hinn 6. októ- ber, kvæntist Friðsteinn, og gekk að eiga ungfrú Sigríði Önnu Ingi- mundarson. Eignuðust þau eina dóttur, Evelyn Grace að nafni, sem nú er rúmlega fjögra ára gömul, hið efnilegasta barn. Samtíð ungu hjónanna varð ekki löng, en sólrík og innihalds auðug, var hún eigi að síður. Er við fráfall Friðsteins heit- ins. þungur harmur kveðinn að ekkju hans, dóttur, foreldrum og öðru sifjaliði. Sorgin er sár, en ]ió mildar það drjúgum sóknuðinn, að hafa elskað pg eignast eitthvað verulega verðmætt, til að missa. Eg kyntist Steina heitnum um haustið 1913, er eg var nýkominn af íslandi. Var okkur jafnan vel til vina upp frá þvk T'að var eitthvað þafi í fasi hans, er ]iegar vakti vel- vild og traust. Enda var hann hrein- lundaður, góðvilja maður. Jarðarför Friðsteins heitins fór fram frá kirkju Fyrsta lúterska safnaðar þann 4. júní, að viðstöddu f jölmenni. Stýrði prestur safnaðar- ins, séra Björn B. Jónsson, D. D., kveðjuathöfninni í kirkjunni og jós likið moldu. í kirkjunni söng frú Sigríður Hall, með sinni alkunnu raddblíðu, Vögguljóðin, hið undur viðkvæma lag, eftir föður hins látna ung- mennis. E. P. J. Ungfrú Thorslína S. Jackson, á fyrirlestrafeið til ^ innipeg. KVEÐJA. Þótt þungt sé í skapi og þrútin kinn, býr þökkin í hjartanu, sonur minn, svo oft þú á æfi þinni ornaðir sálu minni. Þótt hjúpi þig draumspunnið dánar- lín, um daga sem nætur eg minnist þín, —finn jafnt bæði úti og inni ylinn frá sálu þinni. Þótt deginum halli og hausti að, • er hjarta mitt tengt við þinn bernzkustað. í síblíðu sólar kynni við sjáumst í eilífðinni. fUndir nafni móðurinnar) Vilja ekki forseta-embættið. Varaforseti Charles G. Dawes hefir lýst yfir þvi að hann verði ckki í vali við forsetakosningarnar 1928. í Silfurbrúðkaup Mr. og Mrs. Björns Dalmans í Riverton. Það fór fram í samkomusal bæjarins, sunnudaginn þ. 24. júlí s. 1. Samkomusalurinn mjög fag- urlega skrýddur við það tækifæri. Langborð höfðu verið rdst um endilangan salinn, og voru þau einnig skreytt prýðilegu blóm- skrúði frá einym enda til annars. Samsætið hófst nokkuru eftir ur hádegi dags. Stýrði því Sveinn kaupm. Thorvaldsson. Gjörði hann það með skörungsskap og lipurð, eins og honum er lagið. Hófst veizlan með því, að veizlustjóri bauð gesti velkomna. Var mannfjöldi mikill viðstaddur. Skýrði og veizlustjóri frá tilefni samsætisins, er væri tuttugu og fimm ára giftingar afmæli þeirra Mr. og Mrs. Bjórns Dalmans, er búið hafa um nokkurra ára skeið í Riverton og notið þar almennra vinsælda. Lét þá veizlustjóri syngja sálm- inn: "Heyr börn þín Guð faðir", las síðan biblíukafla og flutti bæn. Á eftir var sungið: "Hve gott og fagurt og inndælt er." Að lokinni ræðu veizlustjóra og afstöðnum byrjunarsiðum sam- kvæmisins, stóð upp Sigurbjörn kaupmaður Sigurðsson og flutti ræðu til brúðhjónanna, um leið og hann afhenti þeim sem minn- ingargjöf, fallega og vandaða stundaklukku, er var gjöf frá skyldmennum silfurbrúðar, Mrs. Sigríðar Dalman, sem fjöl- mennir eru í Riverton og þar í grend. Þá flutti veizlustjóri, Sveinn Thorvaldsson, aðra ræðu, ítar- legri og lengri en þá, er hann setti með samkvæmið. Afhenti hann nú silfurbrúðhjónunum tvær heiðursgjafir, fyrst silfurdisk, hlaðinn silfurpeningum, er var gjöf frá vinum og nágrönnum í Riverton, og þá næst silfur* blómsturstand með blómum í, er var gjöf til Mrs. Dalman, frá kvenfélagi Bræðrasafnaðar, en i því félgi hefir Mrs. Dalman starf- að með miklum dugnaði undanfar- in ár og verið féhirðir þess og er það enn. Að lokinni ræðu veizlustjóra og afhending þessara heiðursgjafa, fóru fram hinar rausnarlegustu veitingar, sem íslenzkar konur eru nú orðnar alkunnar fyrir. F6r þá næst fram til skemtana á víxl, söngur og ræðuhöld. Ræ5- ur fluttu, auk kaupmannann.v er áður töluðu og afhentu gjafirnar, þeir Snæbjörn Johnson, bóndi í Framnesbygð, Thorvaldur Thor- arinsson, Sigtryggur Jónasson kafteinn, og Jón bóndi Sigvalda- son. Var góður rómur gjörður að ræðunum öllum, bæði að þessum og þeim, er áður voru fluttar. Þóttu þær hafa vel tekist. Kvæði til silfurbrúðhjónnna orkti Jón bóndi Pálsson. Var það lesið af honum sjálfum þar í veizlunni. Má vel vera, að það komi á prent siða*r. Hefi það ekki nú við hendina. Síðastur ræðumanna í veizlu þessari var silfurbrúðguminn, Björn Dalman. Þakkaði hann fyr- ir hönd þeirra hjóna rausn sýnda og heiðursgjafir þeim gefnar. Kvaðst hann þó afbiðja, að stáss væri gert að sér personulega, en vel kynni hann að meta að Mrs. Dalman væri sýnd sæmd og sómi veittur, því hán væri þess makleg og væri hann í mikilli þakklætis- skuld við konu sina fyrir allar þær kærleiksgjafir, er hún hefði sífelt verið að rétta sér í hin um- liðnu tuttugu og fimm ár. Björn Dalman er skýrleiksmaður og var góður rómur gjörður að ræðu hans, er þótti hafa tekist hið bezta. Þau Björn og Sigríður Dal- man eiga þrjú börn. Elzt þeirra er piltur, Earle að nafni, yfir tví- tugs aldur. Er hann fjarverandi við atvinnustörf, og gat því ekki verið í samkvæminu. Hin börnin voru bæði viðstödd, dóttir þeirra, Kristín, um tvítugt, og piltur er Cecil heitir, enn á skólaaldri. ' öll eru börnin vel gefin og mannvæn- leg. Samsætið stóð yfir fram undir kvöld. Var því lokið með því, að sungið var "Eldgamla ísafold" og "God Save the King". Fór veizl- an öll fram hið bezta í alla staði og þótti hafa verið frábærlega á- nægjuleg. (Fréttar. Lögb.)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.