Lögberg


Lögberg - 15.09.1927, Qupperneq 1

Lögberg - 15.09.1927, Qupperneq 1
öQbif g. 40. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 15. SEPTEMBER 1927 NUMER 37 Canada. Prins von Bismarck kom tyl Winnipeg í vikunni sem leið. Hann er að ferðast um Bandaríkin og Canada til að kynna sér akuryrkju mál sérstaklega. Hann er sonar- ■sonur þýzka stjórnmálamannsins fræga, von Bismarcks, járnkansl- arans, sem allir kannast við, þótt hann sé nú löngu dauður. Hvað mikið af “járninu” hefir gengið að erfðum til iþessa niðja hans, er oss ekki kunnugt, og ekki vitum vér til, að hann hafi enn látið mikið til sín taka á sviði stjórn- málanna. * * * D. A. MacDonald dómari hefir verið skipaður yfirdómari í Kings Hench réttinum í Manitoba í stað- inn fyrir Mathers yfirdómara, sem dó í sumar. Hann er ættað- ur frá Prince Edward Island, en kom til Manitoba 1883. Gegndi hann lengi lögmannsstörfum í Portage la Prairie, en var skip- aður dómari í júlí 1905. Dómara- embætti það, sem hann hefir iþjónað í Manitoba Court of King’s Bench er nú veitt J. T. Kilgour, K.C., frá Brandon. * * * Þeir Bracken forsætisráðherra, IVIajor dómsmálaráðherra og Cot- tingham lögmaður, komu heim hinn 3. þ.m. úr ferð sinni um Ont- ario og Quebec fylki, þar sem þeir hafa verið á ferð að afla sér upp- lýsinga um bjórsöluna. • Vita þeir ■nú sjálfsagt alt um það, hvernig á að selja bjór í glösum og hvern- ig á að drekka hann úr glösum. Á miðvikudaginn í síðustu viku hélt fylkisstjórnin stjórnarráðsfund, og að honum loknum lét Mr. Bracken blöðin vita, að þing yrði ekki kallað saman fyrst um sinn, eða ekki fyr en stjórnin er búin að undirbúa þær breytingar á vínsölulögunum, sem hún ætlar að leggja fyrir næsta þing og semja viðauka við þau, sem nauð- legur er til að koma á bjórsöl- unni fyrirhuguðu. Sagði hann, að ekki yrði að þessu hrapað, svo líklegt er að þingið verði ekki kallað saman í bráðina. Mr. Bracken gat þess, að stjórnin hefði frétt, að ýmsir gestgjafar og aðrir væru að gera töluverðar breytingar á byggingum sínum, til undirbúnings undir bjórsöl- una. Vildi hann vara menn við þessu, því til þess yrði ekkert til- lit tekið, þegar stjórnin færi að veita mönnum leyfi til að selja bjórinn. Það er rétt eins líklegt, að ekki verði kallað aukaþing til að samþykkja bjórsölulögin vænt- anlegu, heldur verði málið látið bíða þar til þing mætir í vetur, kanns'ke eitthvað fyr en vanalega. Stjórnin heldur Hklega, að fólkið geti beðið dálítið enn eftir bjórn- um, lifað í voninni, því að nú eigi það alveg víst að fá hann áður en langt líður, bjórinn í glösunum í bjórstofunum. * * * Líklegt þykír, að þess verði nú ekki langt að bíða, að byrjað verði að byggja járnbraut frá The Pas til Flin Flon námanna, sem tald- ar eru að vera einna auðugustu niálmnámur í norðvestur-Manito- ba. Veitti Manitobastjórnin leyfi til brautarbyggingar á þinginu 1926 og endurnýjaði það leyfi á þessu árí. Til þess að hægt sé að grafa málma úr jörðu á þessu svæði, svo að verulega um muni, er vafalaust óhjákvæmilegt að leggja þangað járnbraut til að annast flutninga til námanna og ekki síður frá þeim. Það er C.N.R. félagið, sem byggir braut þessa, ef til þess kemur, * * * Hættuleg veiki hefir að undan- förnu gengið í Alberta-fylki norð- anverðu og í British Columbia, en lítið eða ekkert hefir hennar orð- ið vart í Manitoba. Það er næst- um eingöngu börn, sem veikst hafa, og lýsir veikin sér þannig, að börnin verða aflvana og hafa nokkur þeirra dáið innan fárra daga, eftir að þau veiktust. Síð- ustu fréttir segja, að veikin sé í rénun og er haldið að hún muni ekki útbreiðast frekar, enda hefir skólum verið lokað og aðrar ráð- stafanir verið gerðar. Frá Ed- monton, Alta., kom sú fregn á laugardaginn, að þar hefði veik- in orðið 11 börnum að bana og að 50 væru veik og í sóttkví. Dr. E. W. Montgomery, er nú orðinn einn af ráðherrunum í fylk- isstjórn í Manitoba. Heilbrigðis- málin’eru það, sem hann á að sjá um og alt, sem þar til reyrir. Það var eitt sæti autt í ráðuneytinu, því Hon. Chas. Cannon (Minister of Public Welfare) hefir sagt af sér embætti sínu í ráðuneytinu, þar sem hann var ekki kosinn þingmaður við síðustu kosningar. Dr. Montgomery er einn af þeim tíu, sem kosnir voru fylkisþing- menn í Winnipeg í sumar. Heyrð- ist þá strax að það stæði til að hann yrði ráðherra, ef hann næði kosning og Bracken héldi völdum. Dr. Montgomery hefir í mörg ár stundað lækningar í Winnipeg og jafnframt verið kennari í lækna- skólanum. Hann þykir mætur maður og nýtur mikils trausts í sinni stétt. Frétt frá Lethbridge, Alta, seg- ir, að uppskera sé þar með af- brigðum góð. Við Nobleford seg- ir fréttin, að vetrarhveiti sé 57 mælar af ekrunni, en af öðru hveiti 50 mælar af ekru, og að hveitið sé ágætt, alt nr. 1 og nr. 2. Aukakosping til sambandsþings- ins fór fram í North Huron, Ont. á mánudagin var. Þingmaður kjör- dæmisins, J. W. King dó í vetur sem leið. Hann tilheyrði progressive flokknum og hafði verið þingmað- ur í North Huron síðan 1921. Auka- kosningar þessar fóru þannig að 'George Spotton (conservative) var kosinn með 4,531 atkv. Archie His- lap (liberal) hlaut 4,333 atkv. og Sheldon Bricker (progressive) 2,725 atkv. Þessi aukakosning var sótt af all-miklu kappi og tóku margir stjórnmálamenn þátt í henni þannig að þeir ferðuðust um kjör- dæmið og héldu ræður. Voru þar á meðal einir fimm af núverandi ráð- herrum. Einnig ferðaðist Hon. Hugh Guthrie um kjördæmið og talaði máli conservativa og margir fleiri af hans félögum. Miss Agnes MacPhail og Hon. E. C. Drury gerðu það sem þau gátu til að hjálpa sínum manni (Mr. Bricker), þó það kæmi að litlu haldi. Frá 1. janúar til 1. apríl 1927 hafa innflytjendur til Canada orðið allá 119,678, en voru á sama tíma í fyrra 86.480. Mismunurinn er rúmlega 38%. I júli-mánuði dróg töluvert úr innflutningi, vegna þess að þá voru nokkrar skorður reistar við honum, vegna þess að verka- mannafélög í Vestur-Canada höfðu kvartað um að of mikið af verka- mönnum væri flutt inn í landið. Urðu inflytjendur aðeins 12,288 þann mánuð, en voru 16,227 í júlí- mánuði í fyrra. Þeir, sem komu í júlí-mánuði voru 5>°32 Bret- Jandi, 2,101 frá Bandaríkjunum og 5,155 frá öðrum löndum. Þeim Canada-mönnum, sem koma aftur frá Bandarikjunum til að setjast hér að, er að fækka. Á fyrstu sjö mánuðum ársins 1926 voru þeir 41,- 180, en á sama tíma á þessu ári voru þeir aðeins 26,394- KonungsSynir tveir, sem hafa verið að ferðast um Canada undan- farnar vikur, lögðu af stað heim- leiðis frá Quebec hinn 7. þ. m. Þeir sigldu með C. P. R. skipinu “Em- press of Scotland”. Var mikill mannfjöldi saman kominn þegar þeir stigu á skipsfjöl, sem lét óspart í ljósi ánægju sína yfir heimsókn prinsanna og óskuðu þeim farar- heilla. Bandaríkin. “Hver sem segir, að vínbannið verði afnumið í Bandaríkjunum í næstu hundrað ár, talar eins og fávís maður,” segir Carter Glass, senator frá-Virginia. Hann álít- ur, að það sé fjarstæða ein, að láta vínbannsmálið nokkuð koma til greina við næstu forsetakosn- ingar. Ef menn vilji breyta Vol- stead lögunum, þá sé bezt fyrir þá að kjósa Congressmenn, ’ sem vínbanni séu óvinveittir, því þeir eigi að semja lög og breyta þeim, eftir þörfum, en ekki forsetinn. Annars álitur þessi senator, að það sé æði viðsjárvert, að hreyfa nokkuð við vínbannslögunum eins og stendur, einn veg eða annan. Gamall maður í New York, sem Chaucay M. Depew heitir, lagði sinu sinni í ungdæmi sínu $100 inn á sparibanka þar í ríkinu. Voru það fyrstu hundrað dalirn- ir, sem hann hafði eignast. 'Hann skifti sér svo ekkert af þessu í 66 ár, en þegar hann nú nýlega fór að vitja um þessa hundrað dali, fann hann, að þeir voru orðnir að ellefu hundruð dölum. Þetta höfðu peningarnir ávaxtast á þessum árum, af reitum og rentu- rentum, án þess að eigandinn hefði nokkuð fyrir þeim haft. En hann lét það ógert, að eyða pen- ingunum sínum. Bretland. hætta vinnu. Afleiðingarnar af öllu þessu urðu þær, að járn- fcrautamennirnir urðu allir að hætta vinnu, og McCormack lýsti yfir því, að nú skyldi til skarar skríða, svo það gæti sýnt sig, hvort verkamannafélögin réðu eða stjórnin. Leiðtogar þessára járnbrautamanna, eru tveir vel þektir Kommúnistar, sem Mor- oney og Rymer heita. Síðari fréttir segja, að í suð- urhluta landsins séu fjöldi af þessum mönnum aftur að taka til vinnu, en í norðurhlutanum sé á- standið miklu alvarlegra. Stjórn- in, hefir gert ráðstafanir til að flytja helstu nauðsynjavörur til fólksins með bílum, meðan á verk- fallinu eða verkbanninu stendur. ■— Síðustu fréttir af þessu verk- falli eru þær, að það hafi hætt' hinn 10. þ.m. og staðið yfir að- eins eina viku. En fréttirnar eru svo óljósar, að ekki verður séð, a hvern hátt sá ágreiningur hefir verið jafnaður, sem þarna átti sér stað milli stjórnarinnar og verkamanna sambandsins. Samkvæmt lögum frá síðasta Sambandsþingi, hefi r nú verið byrjað á því að virða að nýju bú- jarðir þær, sem að stríðinu loknu voru seldar afturkomnum her- mönnum samkvæmt * ráðstöfun þings og stjórnar. Þegar þetta var gert, voru bújarðir í háu verði, en hafa síðan lækkað í verði svo að miklu munar. Þykir því ekki sanngjarnt, að kaupend- urnir þurfi að borga þetta háa verð fyrir jarðirnar, enda hefir reynslan orðið sú, að margir hafa með engu móti getað það og fjöldi þeirra gengið frá öllu saman. Það eru um -,300 bújarðir í Mani- toba, sem nú þarf að virða að nýju, og er búist við að það verði gert á einu ári. Hið upphaflega söluverð, verður lækkað um fimm- til sextíu per cent, en gert er ráð fyrir, að alment verði lækknnin 15 til 30 per cent. Þeir, sem vilja fá bújarðir sínar endurvirtar, verða að biðja um það, fyrir 1. október. Sumir óska ekki eftir, að jarðir sínar séu virtar að nýju og álíta að verðið hafi verið sanngjarnt f upphafi. Iðnaðarmannafélög á Bretlandi hafa verið að halda þing mikið í Edinburgh á Skotlandi, sem hófst þar hinn 7. þ. m. Á Bretlandi eins og annarsstaðar láta kommúnistar töluvert til sin taka innan iðnaðar- mannafélaganna, eru jafnvel allmik- ils ráðandi þar á sumum stöðum. En yfirleitt eru breskir iðnaðar- menn þeim mjög mótfallnir og hafa á þessu þingi lýst yfir því, með miklum f jölda atkvæða að iðnaðar- mannafálögin bresku vildu ekkert hafa saman við kommúnista að sælda og að samband breskra iðnfé- laga viðurkendi ekkert félag, sem væri í nokkru sambandi við komm- únista, eða tæki við nokkrum fyrir- skipunum frá Moscow. Virðast breskir verkamenn leiðtogar ráðnir í því, að fara sinna ferða og halda félögum sinum algerlega óháðum lnni- og sjálfstæðum og að láta komm- únista engin áhrif hafa á sínar gerð- ir. Leiðréttingasmíð séra Þorgeirs. Um það ætla eg ekki margt að segja. Að eins vil eg draga at- hygli prestsins að því, að úr því eitthvað var bogið við fyrsta söguburð hans, þá er ekki nema von, að erfitt gangi með leiðrétt- ingar. í báðum skrifum manns- ins eru æði margar “leiðrétting- ar”, en það er eitthvað bogið við þær allar. Um það þýðir ekki að fást. Það verður “klipt” og “skorið”, þegar deilt er um það, sem að eins fer tveggja manna í milli. Frásaga mín um samtalið, var hárrétt. Mig bagar hvorki minn- isleysi né tilhneiging að fara með rangt mál. Eg hefi býsna gott minni og mig langar fremur til að sýna séra Þorgeiri vinsemd en ónot, svo • rangfærs’ur frá minni hendi koma ekki til mála. ISá eini tilgangur, er eg hafði með því að skrifa um ádeilu séra Ragnars á Árdalssöfnuð var sú, að komast fyrir, af hvaða rótum þau ónot voru sprottin. Vil eg nú þakka séra Þorgeiri fyrir að hafa varpað nægu ljósi yfir það vafa-atriði. Einnig vil eg óska honum svo góðs, að hann, af vanda þeim sem hann hefir hér komist í, getElært lexíu, er verði honum til framtíðarheilla. man, kona Chr. Backmans, er rek- ið hefir verzlun þar í bænum nokkur undanfarin ár. Hafði hún átt við langvarandi vanheilsu að stríða. Frú Backman var að eins 52 ára, er hún lézt. Hún læt- ur eftir sig, auk ekkjumannsins, fjögur börn, tvo drengi og tvær dætur og aldurhniginn föður, Mr. Jón Hördal. Systkini hennar eru fimm á lífi: Mrs. S. K. Hall, Mrs. J. Duncan, Mrs. Gunnnar B. Biörnsson og þeir Jón og Harry, sem báðir eru búsettir í Manitoba- vatns nýlendunni. Með frú Backman, er í val hnig- in sönn ágætiskona, er alstaðar kom fram til góðs,.og ekkert mátti aumt sjá. Er við fráfall hennar þungur harmur kveðinn að ekkju- manninum, börnum hans, hinum aldurhnigna föður, er nýlega hafði orðið fyrir annari samskonar stór- sorg, og öðru sifjaliði. Kveðju athöfn var haldin í lút- ersku kirkjunni að Lundar, af presti hinnar framliðnu, séra Hirti J. Leó. Var líkið síðan flutt hingað til borgarinnar. Fór þar fram á útfararstofu A. S. Bar- dals, önnur kveðjuathöfn, er séra Björn B. Jónsson, D. D., stýrði. Jarðsöng hann og hina látnu í Brookside grafreitnum. Hinnar framliðnu merkiskonu, verður nánar minst hér í blaðinu. Jóhann Bjarnason. Hvaðanœfa. ISú frétt hefir borist frá Syd-^ ney, í Ástralíu, að í Queensland sé nú mikið stríð milli stjórnar- innar annars vegar, en verka- mannafélaganna hins vegar. Er*L því þó ekki um að kenna, að stjórnin og formaður hennar, W. McCormak, sé andstæður verka- mannaflokknum, því hann er ein- mitt einn í þeirra tölu. Samt hefir hann nú gert verkbann öllum járnbrautum ríkisins, og eru þær aðgerðalausar nú sem stendur. ' Þykir honum verka- manna sambandið vilji ráða þar of miklu, en þar sem brautirnar séu eign ríkisins, þá sé ekki um að villast, að stjórninni beri að ráða yfir þeim, en ekki verka- mannasamban<íinu. Orsökin til þessa stríðs er sú, að fyrir nokkru tók félag eitt, við sykurgerðar- verksmiðu, sem rekin hafði verið undir umsjón stjórnarinnar, en sem ekki hafði borið sig fjárhags- lega. Vildi nú félagið ekki við- urkenna reglur og fyrirskipanir verkamanna sambandsins, meðal annars í því, að veita ekki ít- ölskum verkamönnum vinnu. Járnbrautarþjónarnir tóku þátt í þessu máli þannig, að þeir neit- uðu að flyta það sykur, sem þetta félag framleiddi. Stjórnarfor- maðurinn tók nú til sinna ráða, og lýsti yfir því, að annaðhvort yrðu járnbrautarmennirnir að taka við þessum vörum til flutn- ings, eins og öðrum vörum, eða Úr bœnum. Mrs. Paul M, Clemens, frá Chi- cago, 111., kom tjl bdrgarinnar síðastliðinn sunnudag, í kynnis- för til frænda og vina hér í borg- Með henni kom Miss Þor- björg Goodman, frá Langruth, er dvalið hefir syðra undanfarandi. Söngflokkur )Fyráta lút. safnað- ar hefir söngæfingu í kirkjunni á föstudagskveldið kl. 8. Það er á- ríðandi að allir, sem hlut eiga að máli, sæki þessa söngæfingu. Elis Thorwaldson, kaupmaður að Mountain, N. Dak., andaðist að heimili sínu þar í bænum, á sunnudaginn hinn 11. þ.m., eftir lsnga 0g þunga legu. Hann mun hafa verið rétt um sextugs aldur. Um langt skeið rak hann stóra verzlun á Mountain og var dugn- a aðar og athafna mður. Hann var atgerfismaður og góður dreng- ur og er því stórt skarð höggið í hóp Vestur-íslendinga við fráfall hans. Jarðarförin fór fram í gær, að Mountain, N. Dak. Veðrið er næstum einstaklega fagurt og gott um þessar mundir, þó það sé að vísu engin nýlunda, að hér sé fagurt haustveður. Alla vikuna sem leið og það sem af er þessari viku, hefir hver dagurinn verið öðrum bjartari og blíðari. Hitinn engu minni heldur en um hásumar. Enn engin merki þess, hvað veðrið snertir, að haustið sé að koma. Á sunnudagskveldið var hér þrumuveður og ákðf rigning, en strax á mánudags- morguninn var I0minn sami hit- inn og blíðviðrið, og hefir haldist síðan. Þessi tíð er eins æskileg. eins og verið getur fyrir uppsker- una og aðra útivinnu. Á fimtudagsmorguninn, þann 8. Ófreskjuaugu. Nú geta menn séð í myrkri og þoku og í gegn um holt og hæðir. Maður er nefndur John L. Baird. Hann er skozkur að ætt og er nú orðinn heimsfrægur fyrir upp- götvanir sínar, sem eru í því flgnar, að nú geta menn séð í gegn um holt og hæðir. í fyrra bjó hann til fjarsýnis- vél, sem sett var í samband við síma eða lofttal. Gat sá, sem talaði, þá séð eins langt og heyrn- in náði. Aðal gallinn á þessari vél var sá, að beina varð svo björtu ljósi á þann, sem mynd átti að sjást af í gegn um holt og hæðir, að við lá að það blindaði hann. En síðan hefir Baird end- urbætt þessa vél sína svo, að nú þarf hún ekki sterkara ljós held- ur en algeng myndavél. En þetta var Baird ekki nóg. Nú fór hann að gera tilraun með ó- sýnilega geisla, þ.e.a.s. geisla þá, sem menn vita að eru fyrir utan ljóslitakerfið, þótt þeir sjáist ekki. Hefir honum tekist að gera þar merkilegar uppgötvanir. Að vísu/ byrjaði hann fyrst öfugu megin — á þeim geislum, sem næstir eru fjólubláa geislanum í Ijóslitarkerfinu. Geislar þessir höfðu skaðleg áhrif á augu þeirra manna, sem þeim var beint á. Þá sneri Baird við blaðinu og tók nú að gera tilraunir með þá geisla, sem eru næstir rauðu geislunum, yzt í ljóslitakerfinu, og kom þá fljótt í ljós, að vél hans var afar- næm fyrir þessum geislum, sem ekkert mannlegt auga fær greint. Þegar hér var komið, hafði Baird náð svo langt, að nú gat hann látið menn sjá í myrkri. Maður sá, sem mynd á að sendast af langar leiðir, getur nú setið í kolsvarta myrkri, en hinir ósýni- legu geislar, sem beint er að hon um, flytja lifandi mynd af honum langar leiðir. Uppgötvun þessi getur haft stórkostlega þýðingu á mörguro sviðum. í ófriði geta t. d. flug- vélar og njósnarar ekki látið náttmyrkur skýla sér. Með hjálp hinna ósýnilegu geisla og vélar Bairds, er hægt að sjá til ferða þeirra, án þess að þeir hafi hug- j mynd um. En hitt er þó meira um vert, að notkun hinna ósýni- legu geisla getur orðið mannkyn- inu til stórkostlegra hagsmuna við friðsamleg framfarastörf. Fyrir skemstu hefir Baird end- urbætt fjarsýnis-vél sína á marg- án hátt. En ýmsum uppgötvun- um sínum heldur hann enn leynd- um, svo að eigi er hægt að gefa lýsingu á þeim. En eitt hið nýj- asta og merkilegasta er þó það, að hann hefir nú alveg nýlega uppgötvan það, að geislakastið frá vél hans getur framleitt margs konar hljóð i símaheyrnar- tóli. Þegar hönd er haldið fyrir framan sendivél Bairds, kemur fram hljóð, sem líkist þjalar- hljóði, en þegar andlit manns er fyrir framan vélian, heyrist blíst- urhljóð og Baird hefir komist að því með því að ná þeseum hljóð um á grammófónplötu, að þau eru Y f T f f f f ❖ f f KAMBFELLSHNJÚKUR* *Stendur fyrir botni Fnjóskadals og er hæstur þeirra fjalla, sem þar eru. Þar sem að bjargstudd býlin jötna háu ei bifast undir veðrasnörpum gný, þar sem að tindar lofts á leiðum bláu sig löngum hylja þokubeltum í; .< þar sem í hlíðum brosir blómið fríða við brunagljáum sólargeisla staf, þar sem í giljum fossar fagrir líða með fimbulrómi niður hömrum af. Og þar sem valir vítt um loftið sveima 4 vígamóð og leita sér að bráð, og þar sem álfar hamra byggja heima og halda leik um grjóti vaxið láð; þar stendur fjall sem hátt við himin gnæfir með hrimgan tind og snarbratt kletta rið, við fót þess áfram freyða straumar æfir um frelsi kveða’ og horfið kappa lið. Þú sjónarvottur sögu fornra tíöa er sást gullaldar jöfra hreysti verk, þú heyrðir skálmþyt hugum stórra lýða og herljóð skálda’ um einvíg framin merk. Ljós er þér sögn um sveitar forráðendur um Sörla og Hjalta fyrst hvar námu land, og þeirra merki minningar hvar stendur þótt mærra haugur nú sé orpinn sand. Þú aldna f jall, sem undur mörg fær þolað með eldheitt brjóst en jökulkalda brá, af þínum tindum þruman ei fær molað með þjótandi elding himin skýi frá, þvi brynja steingjörf brjósti þínu skýlir, sem bresta sundur fyrir engu má, og aldin tign á enni þínu hvílir svo alvarleg og frelsisrík að sjá. Án tafar áfram timans bvlgjur renna um tiðarhaf og breytast aldrei neitt; saknaðar tárin sárt á vöngum brenna er sveipist náhjúp brjóstið ástarheitt og vinir sem að takast trútt i hendur með trega beiskum hljóta skiljast að — en aldna f jall! þú óbreytt jafnan stendur því ekkert megnar hreifa þig úr stað. Sigurjón Bergvinsson. f x f f f f ♦;♦ f f t f • f f f f f ♦;♦ *♦♦♦♦♦♦;♦ Mönnum hefir nú að víau tekist fyrir nokkuð löngu, að breyta ljósgeislum í hljóð, og hljóð- bylgjum í ljósgeisla Og nú hefir Baird tekist, að breyta hljóðbylgj- um grammófónplötunnar í ljós- mynd. Á þenna hátt er hægt að láta grammófónplötur taka við myndum um óravegu og geyma þær, þangað til mönnum þóknast að “framkalla” þær. Baird kall- ar þessa uppgötvun “Phonoscope” og ef honum tekst að endurbæta hana eins og búist er við, þá hef- ir hann skapað handa mannkyn- inu þau ófreskjuaugu, sem taka langt fram augum skygnra manna.—Lesb. Mbl. Bréf frá Islandi. Stóra Kroppi, 12. júlí 1927. Mr. Árni Eggertsson, Winnipeg. Heiðraði góði vinur og frændi minn! Hafðu bezta þakklæti fyrir alt ágætt frá þinni hendi, frá þeim fáu skemtistundum, er fundum okkar hefir borið saman. Á sunnudagsmorguninn 10. júlí kom bréfapóstur okkar og var það í sjálfu sér engin nýjung, því slíkt skeður oft á ári hverju. En hitt var óvæntur viðburður, að með þessum pósti barst mér bréf frá þinni hendi, ásamt hinum merkilegasta kjörgrip. Um það er ekki að orðlengja, hversu eg varð bæði hrifinn og hissa af þessari óverðskulduðu gjöf, eðaj hversu orðlaus eg ér nú til þess; þau sér til ánægju. Þótt þið Borgifirðingar vestan hafs hefðuð ekki sæmt mig slíkri heiðursgjöf, sem þið nú hafið gjört, hefði mér verið hin mesta ánægja að því, ef eg hefði getað hér eftir sýnt einhver vináttu- merki. Og meðan mér endist ald- ur 0 gsjón, vona eg að mér gleym- 'ist ekki að senda línur öðru hverju vestur yfir hafið. Og helzt vildi eg láta þá kvöð fylgja menja- gripnum frá ykkur, að sá er fær hann eftir mig, verði að halda á- fram að skrifa ykkur í mínum anda. Eg er alveg sannfærður um það að fréttabréfin eru meðal annars eitt af hjálparmeðulunum til þess að halda vináttunni vak- andi, og þau láta fjarlægðina næstum því hverfa. Þá vil eg endurtaka þakklæti mitt. Já, hafðu hjartans þakkir, kæri vinur, fyrir þitt ágæta og elskulega bréf, og hafið þið all- ir, góðir Borgfirðingar, bezta Iþakklæti fyrir gjöfina ógleyman- ltgu. Eg óska þess og.vona, að guð og gæfan fylgi þér, kæri frændi, hér eftir sem hingað til, og öllum þínum. Og eg vona, að þú eigir eftir að að heilsa hér enn einu sinni ættingjum og ættlandi. Alt mitt skyldulið sendir þér kærar kveðjur. Að endingu vil eg biðja þig að færa Borgfirðingunum hinar ástkærustur frá mér. Óska eg þeim öllum alls þins bezea. Lifðu svo heill og sæll, kæri frændi minn. að færa þér og öðrum verðugtl Þinn einlægur vinur, Kristleifur Þorsteinsson. þakklæti. Þitt ágæta og elskulega ; bréf og þessa ógleymanlegu gjöf; þakka eg nú hjartanlega, bæði þér og öðrum, með mikilli virðingu og Aths.: Svoleiðis stendur á vinarhug. meðfylgjandi bréfi, frá herra Kr. Eg hefi oft fundið til þess, hvað Þorsteinssyni, að í vor sem leið mér finst ykkur Vestur-íslend- komu nokkrir Borgfirðingar sam- inguift hafa verið lítið --þakkað' an á heimili þeirra hjóna, Mr. og marg endurtekið ræktarþel, sem1 Mrs. S. Pálmason, og ákváðu þá, þ.m., lézt að heimili sínu, að j talsvert mismunandi eftir því 'Lundar, Man), frú Helga Back-1 hvert andlitið er. þið hafið borið hér til lýðs. og lands 0g sem þið hafið marg- sannað, bæði í orði og verki. Þegar eg hefi verið að senda ykk- ur Borgfirðingunum bréfin, hefiir það helzt vakað fyrir mér, að þau væru lítill vottur og viðurkenning fyrir því, að til væru menn hér á landi, sem vildu bæði þakka og meta þjóðrækni ykkar. Og þegar eg sá af bréfum að vestan, að þessi bréf mín voru vel þegin, varð eg mög glaður yfir því. Þau laun eru mér meira -en nóg fyrir að skrifa bréfin, ef nokkrir menn lesa að senda hr. Kr. Þorleifssyni, í viðurkenningar- og þakklætis- skyni fyrir hans mörgu og góðu fréttabréf, sem birzt hafa í Lög- bergi, vandað gullúr með viðeig- andi festi, og var hr. Árna Egg- ertssyni falið á hendur að koma sendingunni heim til 'lslands, og lýsir bréfið, sjálft því, að það hefir verið gjört og komið með góðum skilum, til hins rétta mót- takanda. Á úrið var grafið: “Sumargjöf 1927 til Kr. Þorsteins- son, frá Borgfirðingum í Vestur- heimi.”

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.