Lögberg - 15.09.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 15.09.1927, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. SEPTEMtBER 1927. Bla. S. Öræfi og Örœfirgar. Eftir Sigurð prófessor Nordal. V. Það mun láta nærri, að öræf- ingar eigi við flesta þá erfið- leika að stríða, sem til eru á Is- landi. Um samgöngurnar mætti margt fleira segja, en þegar hef- ir verið nefnt. Rekstur á afrétt er sumstaðar miklum vandkvæð- um bundinn. Má t. d. nærri geta, 'hve torvelt er að koma fé yfir Skeiðará. öræfingar róa brim- róður við sandinn, líkt og Eyr- bekkingar og Víkurbúar, og er futða, að menn, sem lítið stunda sjó, skuli ráðast í slíkt. Þeir síga í Ingólfshöfða, eins og Eyjamenn. Alt verður að nota sér til bjarg- ar, því landið er úr svo sér gengið, að það ber tæpast fólkið. Eink- um kvarta öræfingar, að þá skorti beitiland fyrir fé sitt. Hvernig er nú fólkið í þessum tröllabygðum? öræfingar eru myndarmenn, mannborlegir, og koma vel fyrir, eðlilegir og alúð- legir í viðmóti, lausir við allan utkjálkabrag. Ungur bóndi, sem fylgdi mér vestur yfir tsandinn, sagðist aldrei hafa verið heiman að og kvað sig nú iðra þess. Mér varð ósjálfrátt að svara honum, að ef hann vildi framast, yrði hann að leita eitthvað Jengra en til Reykjavikur. Mér fanst hann ekkert þurfa hingað að sækja. — Samheldni og ihjálpsemi öræf- inga hefir lengi verið við brugðið. Mun óvíða meira af höfðingsskap í fornum stíl. Margbýlið virðist ganga vel, og veldur þar miklu um, að hver bóndi hefir sinn bæ fyrir sig og jörðunum er skift hreinlega milli býlanna. Mætti læra mikið af öræfingum í þessu efni, því að við sjálft liggur, að stórbýli landsins leggist í auðn, nema menn læri að skifta þeim sundur. öræfingar voru fyrstu samvinnumennn á íslandi í vérzl- un. Þeir höfðu þann sið, að fara í kaupstað allir saman, 30 bænd- ur í einni lest, og senda fulltrúa til að semja við kaupmenn fyrir allan hópinn. Með þessu móti komust þeir að betri kjörum. Ef ekki gekk saman, héldu þeir á- fram ferðinni. Voru dæmi til þess, að þeir fóru alla leið til Eskifjarðar eða Reykjavíkur. Um bókmenningu öræfinga veit eg fátt með vissu, en það hygg eg, að hún sé í góðu lagi, og ekki í kringum túnið á Svínafelli í auön. Jakarnir voru svo stór- vaxnir, að þá bar við brúnina á Lómagnúp frá bæjum að sjá. Eftir hlaupin gaus eldur upp úr jöklinum með fádæma dunum og myrkri og öskufalli. Spiltist jörðin svo, að flest fólk varð að flýja úr sveitinni um skeið, og hafa sumir blettir aldrei náð sér aftur, fyrir utan þá, sem hlaupin eyddu. Eldurinn var uppi í jökl- inum þangað til árið eftir. En undir eins og aftur tók að gróa jörðin, hurfu Öræfingar heim til býla sinna. VI. Það er ekki að furða, þó að ein- hverjum yrði að spyrja: er nokk- urt vit í að vera að byggja slíka sveit, þar sem yfirvofandi tor- tíming bætist ofan á sífeldar mannraunir, erfiðleika og ein- angrun? Á ekki að leggja Öræf- in, Hornstrandir og Grímsey, af- dalabýlin og útnesja kotin í eyði, flytja alt fólkið í beztu sveitirnar, rækta þær og efla? Er það ekki hóflaus sóun fjár og krafta að vera að þenja svo fámenna þjóð um alt þetta stóra og misjafna land? Hagfræðingar og búfræðingar verða að svara þessum spurning- um frá sínu sjónarmiði. Það má vel vera, að allir íslendingar gæti komist fyrir í lágsveitunum hér austan fjalls og verstöðvunum á suðurnesjum. Það myndi spara stórfé til vega og strandferða og gera allar verklegar framfarir auðveldari. Og þá þyrfti enginn að kvarta um fásinni og einangr- un. En eg er nú í fyrs1;a lagi sann- færður um, að ef íslendingar væri hneptir svo saman á fáeina bletti, myndi ekki líða á löngu, áður en einhver órói færi að koma í fólkið. Óbygt víðlendið myndi kalla á þá, sem framtakssamastir væru og frábitnastir kösinni. Það er eitt af boðorðum lífsins, að fara eins langt og það kemst. Hvar á hnettinum, tsem til er hnefafylli af gróðurmold, hefir verið nóg af jurtum til þess að festa þar rætur. Á sama hátt hefir mannkynið fylt jörðina og gert sér hvern byggilegan blett undirgefinn. í þeirri fylkingu, sem leitað hefir út á éndimörk hins byggilega heims, erum vér lslendingar meðal frumherjanna. Ef vér drægjum saman bygðina í hefi eg víða hitt fyrir betri á-", landinu, afneituðum vér því lög- heyrendur en í Hofskirkju. Þó skara þeir séstaklega fram úr öðrum í verklegum efnum. 1 ör- æfum hafa lengi verið hagleiks- menn og hafa einkum veri?5 nafn- togaðir smiðir af Skaftafellsætt. Enn er þar smiðja á hverjum mæ og hagleiksmönnum má þakka þær framfarir, að nú eru rafstöðvar á 10 'heimilum í sveitinni. En um þetta efni hefi eg ritað nokkuð í 1. hefti Vöku, og skal því ekki fjölyrða um það hér. Þrátt fyrir örðugleikana, virtist mér fólkinu vegna vel, vera á- nægjulegt og hraustlegt og þykja vænt um sveitina sína. Efnahag- ur er sæmilegur og mun það ekki sþilla honum, þó að minna sé þar um músagang og kuapstaðarferð- ir en annars staðar. En — því er miður, að sagan er ekki nema hálfsögð, þó að Iýst sé þeim erfiðleikum, sem við er að etja að staðaldri. Jafnvel Skeið- árhlaupin, sem smám saman hafa spilt miklu landi, eru ekki það versta, sem yfir sveitinni vofir. öræfajökull sjálfur er eldfjall. Það má geta því nærri, hve fýsi- legt er að eiga náttból undir rót- um hans, þegar eldurinn brýzt upp undir þessari ^miklu hjarn- bungu. máli, sem hefir skapað þjóðina, og ekki verður numið úr gildi með neinni hagfræði. Og í öðru lagi: ef vér hugsum oss, að fólkið yrði kyrt á þessum blettum, þá finst mér þjóðin vera orðin stórum miklu fátækari, hvað sem öllu framtali liði. Það sem gerir, að lslendingar eru ekki í reyndinni sú kotþjóð, sem þeir eru að höfðatölu, er einmitt land- ið, strjálbygðin og víðáttan. Það væri ðhugsandi, að svo fámennur flokkur gæti myndað sérstaka og sjálfstæða þjóð, ef hann væri hneptur saman á svolítilli frjó- samri og þaulræktaðri pönnu- köku. Það er stærð landsins, sem hefir gert þjóðina stórhuga, erf- iðleikar þess, sem hafa stappað í hana stálinu, fjölbreytni þess, sem hefir glætt hæfileika henn- ar. Ekki einungis hver sveit, held- ur hver jörð, hver bær hefir eitt- hvað sérstakt að kenna heima- mönnum, sem ekki verður ann- ars staðar numið. Hvert býli, sem legt í auðn, gerir þjóðina andlega fátækari. Stephan G. Stephans- son, eitt mesta mikilmenni allra íslenzkra skálda, ólst upp á fjór- um afdalabæjum norðan lands, sem nú eru allir óbygðir. Getur það hafa verið búhnykkur, að Þingmannasveit Flosa var meirijleggja þau kot í eyði? en öræfin nú á dögum. Mun láta nærri, að síðan í fornöld hafi 30 jarðir eyðst I öræfum. Þeir blettir, sem enn eru grónir og bygðir, standa eftir eins og fáein óunnin vígi í herteknu landi. Ægilegasta gosið úr öræfa- jökli, kom um miðja 14. öld. Eru skýrslur um það mjög óljósar. En þá hefir lagst í eyði fjöldi býla og sveitin að líkindum öll verið óbygð um nokkurt árabil. Þjóð- sögur segja, að þá hafi ekkert kvikt komist lifandi úr hlaupinu, nema smalinn á Svínafelli, sem forðaði sér upp í Flosahelli, og einn hestur blesóttur, sem stóð á Blesakletti hjá iFagurhólsmýri. öræfajðkull gaus í síðasta sinn sumarið 1727, fyrir réttum 200 árum. Jarðskjálftarnir hófust 3. ágúst, en síðan hlupu bæði Virk- isjökull og Kotárjökull, sinn hvoru megin við bæinn á Sandfelli. f hlaupum þessum fórst mikið af kvikfénaði, 600 fjár, 160 hestar og 80 nautgripir, en manntjón varð furðu lítið. í selinu frá Svlnafelli fórust þrír menn, en fólkið i Kotárseli náðist lifandi, eftir að hafa verið umkringt af flóðinu hálfan mánuð. Sú jörð hefir ekki bygst síðan. Miklar skemdir urðu á löndum Hofs og Svínafells og enn í dag er landið Eg sé tvo unglinga fyrir mér á ferðalagi. Annar er mjólkurpóst- ur héðan úr nágrenni Reykjavík- ur. Hann situr í kerru, sem hlað- in er blikkbrúsum, lygnir augun- um og reynir að sofa. Hesturinn labbar þráðbeinan akveginn eins og vél. Hringlið í brúsunum svæfir og truflar í einu, og held- ur stráknum í einhverju hlutleys- isástandi, sem lesa má út úr svipnum. Bíll kemur eftir veg- inum. Klárinn og strákurinn leggja kollhúfur og þoka sem minst. Þeir vita, að blllinn má ekki drepa þá, þó hann blási. Ýmsir vegfarendur mæta strák Flestir líta ekki við honum, fá- einir sveitungar hans kasta á hann kveðju, en hann tekur lunta- lega undir. Hann er leiður á að vera að mæta þessu fólki, oft því sama dag eftir dag. Það truflar hann og er þó'eins og dauðir hlut- ir fyrir honum. Það er einn lið- ur í þeirri sífeldu endurtekningu, sem dagar hans eru, leiðinlegri og tilbreytingarlausri vinnu. Jafnaldri hans í Svínafelli tekur hestinn sinn og þarf að fara upp fyrir á að svipast eftir kindum Það er júnímorgunn. Lómagnúp- ur er orðinn snjólaus, og vall- lendið grænt undir jökulrótunum og eftir grundunum, hugsar ekk- ert og horfir ekki á neitt sérstakt, en drekkur veðrið, ilminn og vor- fegurðina í sig með öllum vitum. Ilonum líðúr svo vel, að hann veit ekki fyrr en hann er farinn að láta hestinn hoppa. Nú kemur hann að ánni. Hún er ljót og í vexti og hefir breytt farvegi síð- an á gær. í einni andrá er svip- urinn breyttur, augun hvessast, hann læsir ósjálfrátt fótunum fastar að siðum hestsins og horf- ir niður með ánni. Þarna sýnist honum hún slarkandi. Hann veit ákaflega vel, að hann getur farið i ána og þá er engra griða að biðja. Hann veit lika, að ef hann riði lengra niður á aurana, gæti hann fengið hana miklu betri. En hann er alinn upp við þessa glímu og kemur ekki til hugar að skor- ast undan henni. Hann ríður út í ána. Hann og hesturinn verða eitt. Hugur hans þreifar um botninn fyrir hestsfótunum, sneið- ir hjá stórgrýtinu. Einu sinni hnýtur hesturinn, en pilturinn situr eins og gróinn við hann, vatnið skellur snöggvast upp í mitti, en klárinn er fljótur að fóta sig og þeir komast báðir vot- ir og ánægðir upp úr ánni. Hann ríður skokk til þess að koma í sig hita. Þá mætir hann póstinum. sem hefir gist í Skaftafelli, og þar verður heldur en ekki fagnaðar fundur. Pilturinn spyr frétta. Pósturinn segiy honum, að Amundsen hafi ætlað á flugvél til norður-heimskautsins og ver- ið svo lengi á ferðinni, að hann hafi verið talinn af. Nú sé hann kominn fram, hafi að vísu ekki komist alla leið, en þó farið mikla frægðarför, lent í ísnum og rutt sér þar flöt til þess að taka sig upp af o.s.frv. Pósturinn spyr um ána. Pilturinn svarar, að hún liggi hálfólánlega og það sé eins rétt að fara hana niður frá. Hann sér að það er ókunnugt fólk með póstinum. Svo kveðjast þeir, en augu piltsins leiftra af þessu æf- intýri. Verst, að pósturinn skuli verða kominn heim til hans á undan honum, að segja fréttirn- ar. Meðan hann er að smala, hugsar hann um flugvélar, sem fari yfir Skeiðará, eins og stokk- ið sé yfir bæjarlæk og geti lent á sjálfum Hvannadalshnúk. En honum sést samt ekki yfir einn díl, sem gæti verið hvit eða mó- rauð kind. Hinu man hann alls ekki eftir, að hann á að fara aft- ur yfir ána á leiðinni heim. Það er auðvitað í sjálfu sér gott og blessað að fá vald yfir náttúr- unni, minka áhættuna og stríðið fyrir daglegu brauði. En þó því að eins, að maðurinn vaxi svo, að hann skapi sér jafnóðum nýja og meiri erfiðleika, auki kröfurn ar til sjálfs sín með vaxandi valdi, setji sér alt af mark við efstu brún, sem hann eygir. Sjó- menn vorir, sem sækja svo út á háskans þröm, að nýtízku eimskip- um hvolfir undir þeim úti í rúm- pjó eins og róðrarbyttunum undir forfeðrum þeirra, sýna dæmi manna, sem láta ekki tækin smækka sig. 'Enginn neitar þvi, að borgarmenning bjóði ríkari þroskakost en sveitalíf. En hversu márgir bæjarbúar færa sér þá kosti í nyt? Menn gleyma að skoða þægindin sem skyldur, heldur heimta þau sem réttindi. Því fer það einatt svo, að menn- irnir minka sjálfir með þeim örð- ugleikum, sem rutt er af braut þeirra. Þeir heimta þægindin, þurfa þeirra og njóta, en gleyma að krefja sjálfa sig um full ið- gjöld fyrir þau. Þess vegna veslast svo mikið af ágætum hæfileikum upp í umbúðum nú tíma-tækninnar. Þar sem lífs baráttan er nógu hörð og fjöl breytt, hefir hún vit fyrir fólkinu og forðar því frá þeim tíman- lega dauða að verða kjölturakkar þægindanna. Eg má ekki til þess hugsa, að Fljótshverfið og öræfin eigi eftir að verða óbygð, að enginn íslend- ingur fái lengur að alast upp við Skeiðará og sandana, skriðjökl- ana og hríslurnar í giljunum, — að þessi náttúra verði að eins augnagaman hraðfara ferða- manna, sem kæmi fljúgandi og settist þar eins og kría á stein. Eg geri ráð fyrir nýjum farartækj um, því að þá myndi enginn kunna að fylgja ríðandi mapni yfir árn ar. Hér er fólk, sem geymir eld gamla þekkingu á jöklum og jök ulvötnum, sem hefir séð skrið lands og íslendinga, að fólkið sé yfirleitt kjarnmest við fjöllin, að uppsveitirnar beri af lágsveitun- um? Og búsældin hefir reynst drjú til dalanna. En þó að svo væri, að hagfræðin benti til hins gagnstæða, hefir hún ekki ein úr- skurðarvald um slíkt mál. Marg- ur mundi hika við þau vöruskifti að láta manngildi fyrir kúgildi. Ef vér hugsum til að eyða há- sveitir íslands að mönnum, þá er oss miklu nær að leggja í eyði landið alt. Enn er rými nóg í auðsælli löndum fyrir ekki táp- minna fólk en fslendingar eru. En ef þjóðin kemst að þeirri nið- urstöðu, að hér $igi hún að standa, af þvi að hún geti ekki annað, — að hér sé sá hólmur, sem hún hafi verið sett á, af því að hlutverk hennar í heiminum verði ekki annars staðar af hendi leyst, — þá verður hún að fylgja þeirri trú eftir. Landvörn þjóð- arinnar fer ekki einungis fram úti á miðum og í pólitiskum ræðu- stólum. Nú er þörfin brýnust og baráttan hörðust til dala og f jalla, þar sem heiðarbóndinn stendur gegn því að bygðin færist saman og landið smækki, — þar sem ör- æfingar hopa ekki á hæli, þó að Skeiðará brjóti landið neðra og jökullinn búi yfir ógnum sínum bak við fellin. •— Vaka. jöklana skila því aftur, sem þeir hafa tekið, hefir æft augu sín kyn slóð eftir kynslóð á því að athuga straummagn vatnanna og lagt líf sitt við taflið. Hér er fólk, sem hefir ekki einungis vaxið að karl mensku við torfærurnar, heldur gestrisni, mannúð, drengskap og samheldni. Hvað ætli sumir þess ir mannkostir lifði lengi í sinni fornu mynd í þröngbýli láglend anna, þar sem menn verða að temja sér að gefa olnbogaskot fremur en rétta fram höndina Er það ekki samhljóða álit flestra Hann ríður hægt niður traðirnar þeirra, sem þekkja eitthvað til ís Frá dýrð til dýrðar. MORGUN: Þá ársólin kveikir á ískrýndum tindum, sem ásjónur baða í heiðblámans lindum, en skuggarnir flökta við fjallshlíðar rætur, af fögnuði smáblómið dögginni grætur. Alt vaknar af blundi og söngfuglar syngja, þeir sólbjarta morguninn inn til vor hringja. Hve dýrðlegt er lífið, er dagurinn fæðist, og dragkyrtli ljósveldis náttúran klæðist! Hver einasta lífshræring andar svo létt, því a 11 á sinn vermireits sólríka blett. KVÖLD: Þá ljósdrukna blóm-munna kvöldsólin kveður, og kyssir þá heitustu geislunum meður, að skilnaði slæðu þeim gullofna gefur, og glitblæju kvöldroðans sveitirnar vefur. Er söngfuglar dagsins til hreiðra sér hraða, í himneskum kvöldsvala fjöllin sig baða, sem dökkleitum nátthúfum forsælu falda og fegurstu blævoðum sólroðans tjalda, — þ á fegurðardýrðin er feigðinni næst, er fylling hins stundlega jarðblóma hæst. V O R : Þá vorsól í ljósríki vetrinum breytir, og vöggu hins nýfædda jarðgróða skreytir því dýrasta blómskrúði, vorið sem vefur, og vekur til unaðar lífið, er sefur við blómmóður-vanga, í bliðunnar heimi, og brosir sem ljósengla hörpuslag dreymi, en dagvaldur skenkir því vorsvalans veigar, þann vínanda döggvotur rósmunnur teigar. En útsofin foldin, sem blómrós á beði, af blundinum rís, — þá er stórveizlu gleði. Þ á fyllingar-takmarki fegurðin nár, alt fagnar og syngur og leikur og hlær. % HAUST : Þá hrímhvítu foldin um haustnóttu skartar, og hærurnar greiðir við tunglsljósið bjartar. Svo fögur, í náttúru náttlampa skini, hjá náfölum, deyjandi situr hún vini, og tárin í augunum glitra — hún grætur — sem geislandi stjörnur á bláhveli nætur. 1 sorginni falin er sæla og kvíði, hún sumarið kveður og býst nú við stríði, þvtí veturinn nálgast, hið dýrðlega dofnar, hún dregur frá rúmtjaldið, háttar og sofnar. Hinn laufgaði skógur, með litbrigðum öllum, er lokrekkju-tjald hennar, umgirt af fjöllum. En draumhýri blærinn um vanga sig vefur, og værðarbros harmþrungnri ásjónu gefur. — Þ á fegurðarljóminn í fyllingu skín, er fjör hinnar lífsþreyttu náttúru dvín. Æ S K A : Þá vordraumar æskunnar vonaljós kynda, og víðsýni hugans sér gæfunnar tinda sem gullroðin þásæti hetjanna bíða, að hefja þær upp meðal sigrandi lýða. Þá fjörið og lífið við frelsið sér leikur, og framsóknarkraftana námsþráin eykur, en djúpstraumar elskunnar ómælis hylja því orka að hreyfa, sem reynt er að dylja, Og helgasta blómið í hjarta út springur þess hamingju-barns, er sér leikur og syngur á lífsþroskans sólfögru sumardagsstundu, er sælukend gagntekur draumþrungna lundu. Hver einasta hugsjón er engilbjört mynd, hvert andartak teigur af gleðinnar lind, alt lífið er unun, og létt er hvert spor, •— þá ljómar hið sólfagra manndómsins tvor. ELLI: Þótt hausti og blómkrónur blöðin síin felli, og björt verði æska að dapurri elli, þá daprasta Ijósið oft litbrigðum tekur, sem ljósþrá í sérhverju mannshjarta vekur. Sú fegurð er dýrust, sem dýpstar á rætur, og dýrðlegri ársólu heiðstirndar nætur. Úr duftinu tíminn slær demanta bjarta, og dagarnir skygna hvert einasta hjarta. En líkami boginn og lágróma mál, er lifandi vottur um fullreynda sál. Inn hrumi og lúni og hægstigi fótur, sem hljóp oft í æsku til framkvæmda skjótur, í brekkunni þjáðist af svíðandi sárum. Þar syndarinn grét stundum iðrunar-tárum. Og þannig hann lærði að treysta og trúa, hvert tálmandi sund, fyrir náð Guðs, að brúa. Nú líður hann áfram sem ljósgeisli blíður. Hann lifir í voninni, þolgóður bíður. Hins fegursta útsýnis andi hans nýtur, hann eilífa bústaðinn dýrðlega lítur þar hilla úr Ijósvaka hafinu bjarta. Hann hræðist ei dauðann né gröfina svarta. Þá 1‘ífið er tignast og lífsþráin stærst, er líkama-skarinu feigðin er næst. Pétur Sigurðsson. ÖCHKHC(CHSClCHSCtCBlHÍCIttCH!lCHCíCH!HÍItICHCHGCHlKHCHCHClCHCHWH£CHCltH|HClíHCI0CHÉHCH!HCHCHCI Sendið korn yðar tii UNITEDGRAINGROWERSl? Bank of Hamilton Chambers WINNIPEG Lougheed Ðuilding CALGARY Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er. JCHlHSÍHSCHCBHSCHÍHlHSCHSCHSCHjCHlHSCHSíHlHSCHlHjCHKHItnFCHIHlHJOCHjCHÍCHSCHJCHCHCI- Skringileg arfleifð. Frá Islandi. Ungfrú IDorothea ^pinney ‘lék og las upp sjónleikinn Alcestis eftir Euripides, sem var sýndur i Aþenu borg árið 430 f. Kr. og er nú 2350 ára gamall. Leiksviðið var tjaldað dökkbláu, tveir kyndlar voru sinn hyoru megin, og ungfrú Spinney lék i grískri skikkju (togaj eins og átti við á slikri sýningu. Alcestis eftir Euripides er þýdd á ensku eins og aðrir sjónleikir hans. Ungfrú Spiney sagði áheyr- endunum fyrst innihald leiksins, sem er í stuttu máli að guðinn Ap- polló hefir heitið Admetus kon- ungi því, að hann skyldi einu sinni sleppa hjá þvi að deyja, ef hann fengi einhvern til að deyja fyrir sig. Admetus biður annaðhvort for- eldra sinna að gera það, þau neita bón hans, hann tekur þeim það illa upp, og verður deila milli þeirra úr því, en Alcestis kona hans býðst til þess, en setur það skilyrði að hann gefi börnum þeirra ekki stjúpu eftir sinn dag. Hann játar því. Alcestis kveður svo börnin og manninn sinn og deyr á leiksvið- inu. Hún er blíðlyndasta konan i grískum bókmentum, og ungfrú Spinney lék dauða hennar á leik- sviðinu snildarlega. Hún er borin inn í höllina, en Herkúles kemur þá þangað og beiðist gistingar, en hann er gamall vinur Admetus. Ad- metus segir honum ekkert um sorg- ina á heimilinu annað en að kona, sem lengi hafi átt þar heima, sé dáin, til þess Herkúles hætti ekki við að gista þar og skipar svo fyrir, að hann fái allan beina. Svo fer líkfylgdin á stað þegar Herkúles er kominn inn. Herkúles etur mikið og drekkur mikið, og verður hávær svo að þjónninn kvartar undan því hvert hálftröll þetta sé, sem hegði 9ér svo. Hann bryst út, því hann vill fá meira að drekka, og þá segir þjónninn honum að það sé verið að jarða Alcestis, það sé hún sem dáin sé. Hann rýkur út til grafar- innar og kemur aftur rett a eftir með Alcestis við hlið sér og sér þá Admetus að þetta er konan hans. að þetta er engin önnur en hún. En hún talar ekkert orð. Áður en það getur orðið, þurfa guðjrnir að vigja hana en það verður á þriðja degi. Kórsöngurinn syngur og dans- ar af gleði siðasta sinn og sjón- leikur Euripides er leikinn til enda. Látbrigði ungfrú Spinney voru mjög grísk. Gríska látbrigðalist þekkja menn nú á dögum af grísk- um hámyndum, sem enn eru til. Málbreytingar voru mjög rikulegar, og náðu alla leið frá málrómi blíðr- ar deyjandi móður og konu, og yfir málróm Herkúlesar, sem er um tíma drukkið hálftröll, en annars hugrakkur ungur kappi. Ungfrú Spinney hefir góðan hljómmikinn breytilegan og hamingjusaman mál- róm. Hún sýndist leika Alcestis sjálfa með sérstakri alúð; og hver ber ekki ást til Alcestis, sem hefir lesið sjónleikinn? Herkúles lék hún með gleði; þennan hugrakka glaða kappa, sem engan hlut álitur sér ó- færan, ekki einu sinni það að kreista dauðann sjálfan til dauðs þegar hann er að lepja fórnardýra- blóðið á gröf Alcestis. Dauöinn er ein af persónum sjónleiksins, og hann lék hún borin áfram af á- fergju og krummurnar kreptar af heiftinni yfir að eiga að sleppa Admetus, daginn sem hann að réttu lagi átti að deyja. Það var ákaflega mikið verk, sem ungfrú Spinney leysti af hendi um kvöldið. Hún lék 8 persónur og söng nokkur vers úr kórsöngnum í Alcestis. Alt gerði hún það utan bókar, og sagði frá innihaldi sjón- leiksins. Mér þótti sem eg hefði séð allmikið af grískum sorgarleik, og meira en eg hafði búist við að einn leikari gæti sýnt. Áheyrendur voru fremur fáir; fyrst er sumarið til að draga úr aðsókninni; þá ensk- an, sem fremur fáir skilja til hlítar, og að síðustu höfundurinn og sjón- leikurinn, sem sárafáir einir þekkja þótt Sigfús Blöndal hafi þýtt Bakk- ynjurnar eftir Euripides. — Þegar gengið var út sagði prófessor Guð- mundur Hannesson við þann, sem þetta skrifar: “Eg hélt að við yrð- um hér tveir einir.” — Svo bág var aðsóknin þó ekki. Mér blandaðist ekki hugur um að sýning ungfrú Spinney má heita atbúrður hér í bæ. —Vísir. Ensk spákona, Joanna Southcott að nafni, sem dó fyrir rúmum IOO árum, lét eftir sig mjög dularfullan kassa eða skrín, sem nýlega hefir orðið enskum blöðum mikið um- talsefni. Mælti hún svo fyrir, að kassinn skyldi opnaður á hættu- tímum Englands, í viðurvist 24 biskupa, og átti það að verða til að leiða þjóðina fyrir öll hættusker í örugga höfn. Mönnum hefir nokkr- um sinnum leikið hugur á að kom- ast í kassann, en altaf strandað á því, að ekki hafa fengist biskupar til að aðstoða við athöfnina. Loks var þó kassinn opnaður 11 júlí s. 1., af sálfræðislegri rannsóknarstofn- un í London, en ekki kom nema einri einasti biskup. Aðrir höfðu verið beðnir að vera viðstaddir, en létu. ekki sjá sig. Biskupinn í Lon- don sagðist ekki vilja eiga hlut í að “skemta því fólki, sem ekkert kýs heldur en að sjá 24 biskupa hafða að fíflum,” og sjálfsagt hafa hinir 22 hugsað svipað. — Þótt þannig skorti skilyrði til að opna mætti kassann, var farið í hann og upp úr honum kom stór hestaskamm- byssa, dagbók frá árinu 1715, spá- dómsbók ein ómerkileg, nokkrar skringilegar skræður og smápésar, bamaglingur úr vír, eitthvað, sem líktist nátthúfu á krakka, eyrna- hringur, happdrættismiði, nokkrir peningar frá tímum Georgs kon- ungs III. og einn frá dögum Crom- wells og fleira álíka verðmætt og merkilegt. — Þeim, sem viðstaddir voru athöfnina, mun ekki hafa komið þetta innihald svo að óvart, sem ætla mættf, því að áður hafði verið skygnst í kassann með rönt- gen-geislum, og sást þá hestaskamm byssan og fleira að “verðmætun- um.” — Blaðið ,‘Manchester Guar- dian” fer heldur háðulegum orðum um alt þetta, og telur það mesta furðu, hve miklu hafi tekist að troða í svo lítið ílát, ekki nema eitt teningsfet að rummali. Telur blaðið mestar líkur á, að spákonan hafi verið hálfringluð, þótt hitt sé hugs- anlegt, að hún hafi með þessu vilj- að gera gabb að auðtrúa fólki. —Vísir. Ritaukaskrá Landsbókasafnsins 1926 hefir nú verið prentuð. Við árslok var bókaeign safnsins tal- in 116,520 bindi, en handrit 7,821 bindi. Af prentuðum ritum hef- ir safnið eignast á árinu 1,944 b., þar af 925 gefins (auk íslenzkra skyldueintaka), en; gefendur voru 110. Stærsta gjöfin er frá háskólabókasafninu í Osló. — Handritasafn Landsbókasafnsins ísafirði, 5. ágúst. Grasspretta hér yfirleitt í góðu meðallagi á túnum. Töður víða að mestu leyti hirtar. Verkun á- gæt. Spretta í kartöflugörðum góð, í rófnagörðum fauk víða fræ og oíþurkar hafa dregið úr sprettu í þeim og þeir því víðast lélegir. — Kaupgjald karlmanna við heyskap 35^—40 kr. á viku auk fæðis, en þó mun finnast bæði hærra og lægra kaup. Kaup kven- fólks 20—25 kr. auk fæðis. — Síldveiði á reknetjabáta hér í gær meiri en menn muna. Gátu marg- ir ekki innbyrt allan aflann. Treg- ari veiði í dag.1—Mbl. Nýr Vegur til Þess að Aúka Krafta Þína. Menn og konur, sem finna til veikleika og þreytu, eru lasin og kjarklítil og finna til þess, að kraftarnir eru að þrjóta, ættu að reyna Nuga-Tone, þetta ágæta meðal, sem er að því þekt að gefa manni nýja krafta og áhuga og styrkja taugarnar og vöðvana, og lækna magann, hjartað, lifrina, nýrun og önnur helztu líffæri og gerir mann eins og að nýjum manni. Nuga-Tone er alveg vafalaust bezta meðalið, þegar um maga- veiki er að ræða, lystarelysi, veik nýru, blöðrusjúkdóroa, slakar taugar, slæman litarhátt, þunt blóð, höfuðverk, meltingarleysi, svima, óhreina tungu, andaremmu og þreytuverk á morgnana, þegar maður vaknar, gas í maganum og innýflunum og annað því um líkt. Nuga-Tone kemur blóðrásinni í gott lag og styrkir allan líkamann undursamlega. Fáðu það í hvaða lyfjabúð sem er. Reyndu það 1 20 daga og ef það reynist ekki fyllilega eins og þú vonast eftir, þá skilaðu afganginum og fáðu aftur peningana. Neitaðu eftir- líkingum, ekkert getur jafnast við | Nuga-Tone.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.