Lögberg - 22.09.1927, Blaðsíða 1

Lögberg - 22.09.1927, Blaðsíða 1
V ödftef & 40 ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 22. SEPTEMBER 1927 NÚMER 38 Canada. Stjórnin hefir ákveðlð að senda verzlunarerindsreka til Cuba og fer hann þangað líklega nú í haust. Sá sem hefir verið til þess valinn heitir James Cormack og hefir áður gegnt -samskonar em- bætti á Spáni. * * * Á fyrstu fimm mánuðum yfir- standandi árs, hafa verið tekin 2,261 heimilisréttarland í Vestur- Canada, en 2,381 voru þau á sama tima í fyrra. Af þessum heimil- isréttarlöndum eru 1,038 í Sas- katchewan, 913 í Alberta, 233 í Manitoba og 37 í British Colunj- bia. * * * Nýlega voru seldár 10 ekrur af landi í grend við Stony Mountain, fyrir $250 ekran. Bendir það í þá átt, að bújarðir séu að hfekka í verði í Manitoba, því í mörg ár hefir ekki land verið selt fyrir svo hátt verð hér um slóðir. * * * Hon. Ernest Lapoint hélt nýlega ræðu í Ottawa, þar sem hann sagði, að sumir Canadamenn sýndust vera hálfhræddir við það, hvað mikið Canada nú hefði að segja í Alþjgðabandalaginu. Þeir gera sér ekki fulla grein fyr- ir stöðu sinnar eigin þjóðar með- al annara heimsins þjóða, og skilja ekki að það sem Canada leggur til Aljóðbandalagsips, er að eins í friðaráttina og ékkert annað”. Á sama fundinum talaði Sir Robert Borden eionig og sagði hann meðal annars, að það væri mikill misskilningur, að þar sem tveir eða fleiri þjóðflokkar byggju saman í einu landi, þar ætti einn þjóðflokkur að ráða yfir hinum. Að það þyrfti ekki svo að vera, hefði Canada með dæmi sínu ljós- lega sýnt. Hennar göfugustu hug- 'sjónir væru þær, að þeir þjóð- flokkar, sem hingað hefðu fluzt, mættu ávalt búa hér saman í sátt og samlyndi og að hverjum þeirra gæfist sem bezt tækifæri til að leggja fram það bezta, sem Jieir ættu, í þarfir þessa unga þjóðfé- lags. * * * Landstjórinn, Lord Willingdon, og frú hans, og fylgdarlið, eru á skemtiferð um Vestur-Canada um þessar mundir. Komu við á ýms um stöðum í Vesturlandinu, þar á meðal í Jasper Park. Til Winni- peg kom þetta ferðafólk á mánu- daginn, en stóð að eins við stutta stund. Canada hefir nú, á þingi Al- tjóðabandalagsins, verið valin ein af þeim þjóðum, sem fulltrúa skipa í framkvæm(|arráð Banda- lagsins í næstu þrjú ár. Sömu- leiðis var Cuba og Finnland valið tiÞsama vegs og vanda. Þær þjóð- ir, sem nú mynda þetta fram- kvæmdarráð, eru: Bretland, It- alía, Frakkland, Japan og Þýzka- land, sem föst sæti eiga í ráðinu, en til þriggja ára hver: Kína, Columbia, Chile, Rúmenía, Pól- land Holland, Canada, Finnland og Cuba. Þær þjóðir, sem úr gengu í þetta sinn, voru: Szeco- Slovakia, Salvador og Belgía. Það þykir eftirtektavert, að þrátt fyr- ir það, að voldugasta ríkið í Vest- urheimi, Bandaríkin, tilheyra ekki enn Bandalaginu, þá eru þar nú fjögur þjóðfélög, sem fulltrúa eiga í framkvæmdarráðinu. f annan stað hefir það vakið all- mikla eftirtekt, að ein af þeim þjóðum, sem nú hefir verið valin til að skipa sinn fulltrúa í fram- kvæmdarráðið, tilheyrir brezka samveldinu, því eins og kunnugt er, þá er Canada ein af þeim þjóðum, sem brezka samveldið mynda. Ekki veldur þetta þó neinni óánægju meðal hinna þjóð- anna og er ekki álitið að þetta gefi Bretum óeðlilega mikið vald Innan Bandalagsins, því búist er við, að Canada komi þár fram sem fylllilega sjálfstætt I ríki. Að Canada hefir nú orðið fyrir þess- um heiðri, er Canadamönnum mik- ið gleðiefni, eins og alt annað, sem er sönnun þess, að Canada er nú hætt að vera nýlenda og lætur nú meir og meir á sér bera meðal annara heimsþjóða. Þrátt fyrir það, að hér í Iandi eru menn yfirleitt hlyntir inn- flutningi fólks til Canada, þá þyk- ir þó töluvert viðsjárvert að flytja fólk inn í landið í stórum hópum, sem kemur hér til að leita sér atvinnu í borgum og bæjum, því í hinum stærri borgum flest- um, er nægilegt fyrir af fátækum verkamönnum, þó ekki bætist við fjöldi nýrra yerkamanna frá öðr- um löndum og hafa verkamanna- félögin kvartað yfir þessu. Er nú talað um, að reisa nokkrar skorð- ur við innflutningi verkafólks, en þó naumast frá Bretlandi, Banda- ríkjunum eða Frakklandi. * * * Frakkar eru þegar farnir að ráðgera að koma á beinum skipa- ferðum milli Frakklands og Fort Churchill, þegar járnbrautin er fullgerð þangað og höfnin komin í gott lag. Búast þeir við, að fá ódýrara hveiti frá Canada á þann hátt, og jafnvel fleiri vörur, held- ur en annars getur verið. Hefir eimskipafélagsforseti einn á Frakklandi þ4gar lagt af stað til Canada til að finna stjórnina hér, þessu máli viðvíkjandi. * * * Fréttir frá Englandi segja, að síðan í apríl í vor hafi engir nautgripir verið fluttir frá Can- ada til Manchester. Segir frétt- in, að þetta komi til af því, að Canadamenn fái svo gott verð fyrir nautgripi sína í Banadarikj- unum, nú sem stendur, að þeir sjái sér meiri hag í því að senda þá þangað og selja þá þar. * * * The Kiewel Brewing Co., Ltd., í 'St. Boniface, hefir rétt nýlega verið dæmt í þúsund dala sekt fyrir ólöglega bjórsölu. * * * Á laugardaginn í vikunni sem leið, birti blaðið Manitoba Free Press langa og ítarlega skýrslu um uppskeruhorfurnar í Manito- ba, Saskatchewan og Alberta, eins og þær voru þá. Gerir skýrslan ráð fyrir, að í Manitoba verði hveitiuppskera í haust 35,126,32 mælar, eða 16 mælar af ekru hverri að meðaltali. f Saskatche- wan 214,158,103 mælar eða I6V2 mæl. af ekru, en í Alberta 175,- 028,000, sem er 28 mælar af ekru. Verður þá hveitiuppskeran í þess- um þremur fylkjum samtals um 424,312,135. Er - það helmingi meira hveiti heldur en framleitt var í þessum þremur fylkjum fyr- ir tíu árum, eða 1917, og var þó þá talin að vera meðal uppskera. Var lítið eitt meiri árið áður, en talsvert meiri 1915, enda var af- burða góð uppskera það ár, ann- ars aldrei eins mikil uppskera alt til þessa tíma. — Skýrslan gerir ráð fyrir, að hafra uppskeran verði með minna móti og ýíða lít- il, sérstaklega í Manitoba. í Al- berta þar á móti allgóð. Það er búist við að bygguppskera verði allgóð. Rúgur sömuleiðis all- mikill, en flax með minna móti.— Það þarf ekki að taka það fram, að þetta er að eins áætlun, en sem þó er bygð á talsvert sterkum rökum. Þegar skýrslan er samin, er hveitisláttur að vísu langt á veg kominn, en alt annað, sem við uppskeruna er að gera, er enn að miklu le.yti ógert, og verði tíð- in óhagstæð, getur þessi áætlun breyzt tilfinnanlega. En það er engin ástæða til að efast um, að hveitiuppskeran í þremur Sléttu- fylkjunum verði meiri en nokkru sinni fyr og að hún ein gefi bænd- unum í þessum fylkjum að minsta kosti $400,000,000 í aðra hönd. * * * Á föstudaginn í síðustu viku, var byrjað á því að flytja póst með loftförum í Canada. Loft- farið H. S. 2L. tók 500 pund af póstflutningi úr gufuskipinu Em- press of Australia, við Rimauski, og flutti hann til Montreal, sem er 340 mílur og þarf 12—13 kl.- stundir að fara þá leið með járn- braut. En loftfarið lagði af stað frá Rimouski kl. 9 um morguninn og kom til MoíTtreal kl. 4 eftir miðjan dag. Þó vegalengdin sé ekki meiri en þetta, kom Vóst- fiutningurinn einum 18 klukku- stundum fy>til viðtakenda, heldur en annars mundi verið hafa. * * * Hlutaðeigandi yfirvöld í Van- 1 couver, B.C., hafa fengið frá Ot- | tawa skipun um að taka fasta | fiskibáta frá Bandaríkjunum, sem leggi það í vana sinn, að hafst við inni á víkum 0g vogum norðan Or bœnum. Mr. G. B. Jónsson, kaupmaður frá Gimli, kom til borgarinnar fyrri part yfirstandandi viku. Mr. og Mrs. Guðmundur Jóns- son frá Vogar, Man., eru stödd í borginni þessa dagana. Helgi Bjarni Josephson. * Þessi efnilegi, ungi maður, hefir nii hlotið aðstoðar prófessors em- bætti við Pennsylvania State Col- lege, sem sérfræðingur í Agricul- tural Engineering. Hinn nýi prófessor er fæddur í bænum Baldur í Manitoba fylki, þann 10. dag septembermánaðar árið 1895. Foreldrar hans, Mr. Björn JoSephson, er til Canada fluttist 1876, dáinn 1918, og kona hans Guðný Helgadóttir, búsett að Kandahar í Saskatchewan fylki. Stundaði Helgi fyrst nám um hríð við landbúnaðarháskólann í Mani- toba, en fór því næst til Saskatch- ewan háskólans og útskrifaðist þaðan sem B. Sc. Kendi hann við sömu stofnun frá 1923 til 1924. En árið 1925 hlaut hann meistaragráðu við Iowa State College fyrir upp- fyndingar og umbætur á landbún- aðaráhöldum. Nýtur 'Helgi mikils álits í sinni nýju stöðu. Enda er hann vinsæll gáfumaður, er vel -fer með tíma sinn. Mun óhætt mega fullyrða, að fyrir honum liggi glæsileg frama- braut, honum sjálfum og þjóðflokki vorum til gagns og sæmdar. Listmálarinn víðfrægi, hr. Em- íl Walters frá New York, kom til borgarinnar í fyrri viku, og dvaldi hér nokkra daga. Fór hann síðar vestur til Wýnyard, Sask., í kynnisför til fóstra síns, hr. Guðlaugs Kristjánsonar. — Þessa ágæta listamanns, sem getið hefir sér orðstír víða um lönd, verður nokkru frekar minst í næsta blaði. illlMlllllllllllllM^tillMlllllMM I silfurbrúðkaupi Gísla Jónssonar prentsmiðjustjóra og konu hans Guðrúnar H. Finnsdóttur. Mr. og Mrs. G. J. Oleson frá Glenboro, og börn þeirra, komu til borgarinnar fyrir helgina og fóru norður til Petersfield, að heim- sækja Mr. og Mrs. J. Henrj^ sem þar búa. Komu aftur á mánudag- irn og fóru heim á þriðjudag. Mr. Oleson sagði oss, að þreskingu væri nú um það lokið í Argyle og að hveiti uppskeran væri þar æði misjöfn, sumstaðar ágæt, en á öðrum stöðum heldur léleg. Vænt- anlega meðal uppskera af hveiti í bygðinni yfirleitt. Hafrar held- ur lélegir. Laugardagskvöldið 17. þ. m. voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu lút. kirkju, Lawrence Ban- natyne Simpson og Laura John- son. Var þar margt manna við- statt og kirkjan skreytt prýði- lega. Á eftir stóð rausnarleg veizlu að heimili móður brúðar- innar, Guðríðar Johnson, 512 Toronto St. Lögðu síðla kvölds brúðhjónin á stað í skemtiferð vestur að Kyrrahafi. Nýtt ráSuneyti á íslandi. Tryggvi Þórhallsson, forsætisráð- herra; Magnús Kristjánsson, fjár- málaráðherra; Jónas Jónsson frá Hriflu, dóms- og kenslumálaráð- herra. landamæranna yfir nóttina til þess að geta fiskað þar úti fyrir bæði seint á kveldin og snemma á morgnana. Samkvæmt samn- ingi milli ríkjanna njóta skip frá Bandaríkjunum ýmsra réttinda á canadiskum höfnum og mega æf- inlega leita þangað undan óveðr- um og eins til þess að kaupa það sem skipshöfnin þarf til matar. En fiskiskip frá Bandaríkjunum mega ekki gera þessar hafnir að verstöðvum sínum og stunda það- an útræði og er litið svo á, að þau hafi hér gengið of langt og notað réttindi sín of freklega. Bandaríkin. Ákafir hitar gengu yfir Mið- ríkin fyrri hluta vikunnar sem leið, og urðu að minsta kosti 30 manns að bana, samkvæmt frétt- Um að sunnan, þar af 18 í Chi- cago. Mörgum skólum var lokað um tíma og mikill fjöldi fólks þyrptist úr borginni til að forð- ast hitann. * * * Frakkar hafa hækkað all-mikið innflutningstoll á ýmsum verk- smiðjuvarningi frá Bandaríkjun- um. Mörgum Bandaríkjamönnum fellur það ekki vel og hafa kvart- að um þetta við stjórnina í Wash- ington; hefir hún nú falið sendi- herra sínum í París, að gera til- raun til að komast að betri verzl- unarsamningum við Frakka, hvað þetta atriði'snertir. Jóns Bjarnasonar skóli var settur á þrið'judagsmorguninn í þessari viku. Stutt guðsþjóijusta var um hönd höfð um leið og skólinn var settur og skólastjóri séra Rúnólfur Marteinsson og yfirkennari, Miss Hálldórsson, töluðu nokkur orð til nemendanna. Viðstaddir voru auk kennara og nemenda, séra Jónas A. Sigurðsson og frú hans, frú Mar- teinsson, hr. A. S. Bardal og frú Helgason frá Churchbridge, Sask. Nemendur, sem innrituðust á þriðjudaginn voru 20, alt íslending- ar nema einn danskur maður og ein frönsk kona. Nemendur þeir, sem þegar eru komnir, skiftast milli allra deilda miðskólans og einhverj- ir þeirra stunda fyrsta árs háskóla- nám. Vorferlar úr vinasölum, velkomnir frá ættlands dölum. heirnan að og heim. Ýndisstunda endurkynning, aldarf jórðungs brúðkaups minning, sumarsálum tveim. Meðan skáldin söngva syngja, sögur leita skemtiþinga, yngist ykkar .mál. Iðunnar í eplalundi, og á Braga gleðifundi, eldist engin sál. \ Yfir vorsins ástamálum ennþá glitrar tært á skálum ylrænt æskuvín. Ljúfa samkend tryggra tauga túlkar svipur, hönd og auga: Eg er þinn og þín. Þótt vort líf sé Gylfaginning, gæfu þess og sigurvinning stærsta, ástin á. Ást er líf, sem alf af blæðir. Örlaganna rauðu þræðir, þaðan farfann fá. Vinsemd ykkar vilhug lyftir, velkynningin andleg skiftir gjöf og gjaldi á. - Þegar sjást hin sönnu spilin samtíðar við reikningsskilin, ykkar eign mun há. Þ. Þ. Þ. imilllllllllljlltaillllMllSMí únaborgar og mikilsháttar maður. Hefir hann ferðast víða um heim, meðal anna.rs dvaldi hann lengi hér á landi sumarið 1923 og eign- aðist hér marga vini. Hann er í- þróttavinur mikill og hefir kent hér sjaldgæfan enskan knattleik (Stoolball). Héðan fer Mr. Grant- ham norður um land með Brúar- fossi á morgun. Nýlega hefir komið tilkynning til háskólaráðsins um, að íslenzk- ur maður 1 Ameríku, Jóhann Jónsson, ættaður úr Skagafirði, hafi arfleitt háskólann að nærri 20 þús. kr. Maður þessi er lát- inn. Hann andaðist í Nýja Islandi í Canada. Hann átti enga erf- ingja, sem fé hans bæri að lögum og skyldi það því falla til Can- ada. Þá benti séra Rögnvaldur Pétursson honum á háskóla Is- lands og varð það til.þess, að Jó- bann gaf háskólanum féð. Verð- ur það lagt í sérstakan sjóð, sem jafnan sé eign háskólans með ránari fyrirmælum.—Tíminn. Reykjavík, 20. ágúst. Tilkynning frá sendiherra Dana um starf löggjafarnefndarinnar: Pansk-íslenzka ráðgjafanefndin lauk störfum sínum mánudaginn 15. þ.m. og þá um kvöldið birtist skýrsla frá henni um nefndar- störfin. Meðal annars hefir ver- ið rætt um fiskveiðar útlendinga í íslenzkri landhelgij um leyfi til veiða við Grænland, um gagn- kvæm borgaraleg réttindi, um gerðardómssamning milli Dan- merkur og íslands og um fram- haldsnám islenzkra lækna í Dan- Mrs. M. G. Magnússon frá Lon- don, Ont. hefir dvalið hér í borg- inni um tima hjá föður sínum, Mr. H. Hermann, og systrum sinum. Hún lagði af stað heimleiðis á þriðjudagsmorguninn. Mrs. Magn- á {erðalagi í sumar. Eins og vant er ber þar mest a Englend- ússon átti lengi heima hér í borg- inni og á hér margt vinafólk, sem hafði mikla ánægju af a<5 sjá hana aftur, eftir fjögra ára burtveru, og þakkar henni innilega fyrir kom- una. Frá íslandi. Rvík, 13. ágúst. í júlímánuði voru fluttar út ís- lenzkar afurðir fyrir 2,645,320 kr. Allur útflutningur fyrstu sjö mán- uði ársins hefir numið 17,558,200 gullkróna, og er það einni miljón hærra en á sama tíma í fyrra. Síldveiði er enn mikil. Líklega meiri en nokkru sinni fyr. Lang- mest af afalanum hefir farið í bræðslu, en verksmiðjurnar fyrir norðan, sem allar eru eign útlend- inga, hafa ekki getað tekið við allri síldinni, svo margir bátar eru hættir veiðum. Það virðist vera brýn þörf á, að íslendingar sjálfir komi sér upp verksmiðju fil síldbræðslu á Siglufirði eða við Eyjafjörð. Núverandi ástand er okkur til vansæmdar. En það er líka margt annað viðvíkjandi síld- arútveginum, sem þörf er á að at- huga og kippa í lag. Sama veðurblíðan hefir verið til þessa tíma um land alt. Þetta sumar hefir verið eitt hið feg- ursta i manna minnum. Mikill fjöldi útlendinga er hér 4.6 sek. Allmikill og góður á- hugi er nú á sundíþróttinni hér í bænum. Við rannsóknirnar á Bergþórs- hvoli hafa fundist ýmsar forn- menjar, en þó ekki neitt, sem menn hyggja að sé frá Njáls- brennu. Nokkur rigning hefir verið sum- staðaif síðustu dagana. Heyskap- ur hefir alstaðar gengið vel fram að þessu. Síldveiði hefir verið minni upp á síðkstið. Sumir tog- ararnir eru byrjaðir aftur á veið- um.—Tíminn. Vísa til Guðmundar Jónssonar dyravarðar: Bezti karl. 1 ljóðalist lausa við galla. Vinur Braga. Hefir snjallar rúnir rist, rimaðu alla iþína daga. —Hróarsvinur. Sendiprófessor er væntanlegur hingað til Háskólans í haust frá Bandaríkjunum. Mun hann verða hér um sex vikna tíma og flytfa erindi. För hans verður' kostuð af svokölluðum Eddy-sjóði, sem stofnaður er til minningar um kunnan fræðimann þar vestra, Mr. Eddy. Sjóður þessi er óháð- ur kirkjulegum sérskoðunum, en tilgangur hans er að útbreiða heilbrigðar lífsskoðanir og að stuðla að sannri fræðslu á sviði trúarvísinda og heimspeki. Er þetta í fyrsta sinni, sem fé er veitt úr sjóði þessum. Prófessor- inn, sem sendur verður, heitir Johannes Fagginger Auer, og er hann af hollenskum ættum, og mörku. Um fornminjainálið hefir sagrður mikill fræðimaður. Vel má vera, að for hans verði til Mr. Haraldur Sveinbjörnsson, sem hefir verið hér í borginni í sumar til að kenna ungu fólki lík- amsæfingar, fór á laugardaginn suður til Bandaríkjanna. Hefir all- margt ungt fólk notið kenzlu hjá honum í sumar og hefir koma hans hingað vafalaust orðið til þess að glæða áhuga margra fyrir iþróttum og likamsæfingum, þó tíminn væri ekki langur, sém hann gat dvalið hér. Hvaðanœfa. Thð Westminster Gazettte, seg- ist hafa góða ástæðu til að ætla, að Rússum sé það töluvert áhuga- mál að komast aftur I vinsamlegt samband við Breta, en eins og kunnugt er, sleit stjórn Bretlands því sambandi í sumar út af hlut- semi Rússa af brezkum málum. Er sagt, að Rússar telji sér nauð- synlegt að halda vináttu við Breta, sérstaklega út af fjármál- um. Kappróður milli tslendinga og Dana. fór fram á sunnudaginn, — segir Mbl. frá 23. ág. Keptu þar fjórir bátar, tveir íslenzkir og tveir frá “Fylla”. Voru fjórir ræðarar á ingum. fslendingar eru nú einn- ig farnir að leggja mikla stund á fjallaferðir á sumrin, er það vel farið. Tveir menn gengu í síð- asta mánuði yfir þveran Lang- jökul, frá Þjófadölum í Flosa- skarði. Gekk þeim vel ferðin, enda var veður hið bezta. Leiðin yfir jökulinn var um 30 kílóm. Bifreiðaslys óvenjumörg hafa orðið í nágrenni Reykjavíkur ný- lega. Verður að taka í taumana, og á einhvern hátt stemma stigu fyrir ógætilegum bifreiðaakstri. Finnur Jónsson prófessor hefir dvalist hér í bænum í mánaðar- tíma. Skrapp austur að Berg- þórshvoli, þar sem fornfræðing- arnir sækja nú gröftinn af kappi. En það munu ekki vera rústirnar af bæ Njáls, sem þeir nú eru að rannsaka. — F. J. hefir nýlega lokið við mjcg vandaða útgáfu af Færeyingasögu, og aðra út- gáfu af Sæmundareddu. Hann er enn við ágæta heilsu og í fullu fjöri, þótt sjötugur verði að ári, r.efndin í einu hljóði látið það í ljós, að þar komi ekki að eins til greina lagalegar ástæður, held- ur einnig hvað rétt sé, og báðum fyrir beztu. Svo er minst á það, að þar sem íslendingar séu ekki ánægðir með samkomulag þjóð- minjavarðanna tveggja, þá muni nefndin skjóta því til danska 1 íkisþingsins, hvort hægt só að verða frekar við óskum íslendinga en orðið er, og telur íslenzki hluti nefndarinnar það ekki nema sanngjarnt. En öll nefndin leggur til, að málið sé rannsakað ítar- lega af fróðum mönnum, áður en endanleg ákvörðun verður tekin um það, en það verður’sennilega á fundi nefndarinnar í Reykja- vík árið 1928. Fjallaferðir eru mjög farnar að tíðkast hér á landi á síðari árum. Má jiefna rneðal annars í 'sumar, að Dr. Guðm. Finnbogason lands- bókavörður fór ásamt* nokkrum öðrum mönnum gangandi úr Bisk- upstungum til Hvítárvatns, það- an norður Kjöl, vestur með Lang- jökli til Arnarvatns og þaðan of- an í Hvítársíðu. Miklu lengri leið fór Níels Dungal læknir og þrír menn aðrir. Þeir fóru úr Borgarfirði til Arnarvatns og þaðan til Hveravalla. Síðn héldu þeir austur austu fyrir Hofsjök- þess, að hingað verði síðar send- ur til dvalar prófessor, en að svo stöddu verður þó ekkert fullyrt um það mál. — Þess má geta, að landi vor séra Röngvaldur Pét- ursson hefir unnið að því lengi, að sendikennari kæmi að vestan hingað til Háskólans, og má ugg- laust þakka honum, hver rekspöl- ur er kominn á þetta mál. Séra Stefán Kristinsson á Völl- um í Svarfaðardal hefir verið settur til þess að gegna prófasts- störfum í Eyjafjarðar prófasts- dæmi fyrst um sinn.—Vísir. Professor Craigie. Hinn nafnkunni skozki málfræð- ingur, dr. W. A. Craigie, á sex- tugsafmæli á morgun (fæddur 13. ág. 1867). Hann er einn hinna Iærðustu manna á íslenzka tungu, þeirra, er nú eru uppi, og meðal enskumælandi þjóða hefir að eins einn maður áður náð slíkri þekk- ingu á tungu vorri og bókmentum að sambærilegt væri við hans, en það var Willard Fiske. — Dr. Graigie hefir ritað , margt um íslenzk efni og alt er það frá- bært að nákvæmni og áreiðanleik og fyrir snildar sakir er sumt af því gersamlega einstætt, eins og ul að norðan, í Arnarfell ogf,þýgingar hans á forníslenzkum háskólann. Hann fer heim í næstu j viku. hverium og einn við styrið. Ro-, , , ... . .* , J . . . ., j*og lati þa af kenslustorfum við íð var utan fra Akurey og endað| , ,,_____,,____,_____________t.. austan örfiriseyjar, gegnt sund- skálanum. Var vegalengdin 2000 j metrar. — Fyrstur varð^nna^ ís- lenzki báturinn að marki á 11 mín. 7 sek.; næstur varð danskur bát- Nýdáinn er Hjálmar Lárusson tréskeri, dóttursonur Bólu-Hjálm- ars. Hann var merkilegur mað- ur á 11 mín. 12 sek.; þriðji dansk- ur í ýmsu og snillingur til hand- ur bátur á 11 mín. 13 sek.,; fjórði 1 anna. Lærði hann skurðlist af íslenzkur bátur á 11 mín. 17 sek. sjálfum sér og náði miklum Fátt var áhorfenda úti í eyju og þroska 1 þeirri list, þó ekki fengi stafaði það af því, að kappróður- inn fór fram á sama tíma og í- þróttmenn tóku á móti Niels Bugh og fimleikaflokkum hans. hann kenslu notið um dagana. Meðal hinna útlendu gesta, sem heimsótt hafa fsland í sumar, er nafnkunnur enskur lögfræðingur, W. W. Grantham að nafni. H ann er meðlimur í borgarstjórn Lund- Nauthaga. Síðan vestur með jökl unum að sunnan, um Hlöðuvelli og Kaldadal, til Borgarfjarðar. Þeir fóru ríðandi alla leið. Slík- ar fjallferðir eru einkar hress- andi og yndislega skemtilegar, ekki sízt í annari eins veður- blíðu og jafnan hefir verið í sumar. En gott væri að ferða- langarnir kynnu eitthvað til land- mælinga og gætu gert uppdrætti að landslagi. í óbygðum íslands er mörg spildan enn lítt kunn og er það oss ekki vansalaust að þekkja ekki betur vort föðurland. Ferðasögur og góðar mýndir og uppdrættir af íslenzku landslagi ættu að vera þjóðinni þakklátir gripír. Samkvæmt skýrslu Fiskiveiða- félagsins var 13. ágúst búið að salta 111,405 tunnur, krydda 35,947, en 406,631 mál höfðu verið sett í bræðslu. Afarmikið hey hefir verið flutt til Reykjavíkur í sumar, einkurn úr Borgarfirði. Heysalan er kann- ske arðvænleg, en hálfleiðinlegt er að sjá bændur farga fóðrinu, í stað þess að nota það heima og auka bústofninn. Meðal þess, sem útflutt var á síðasta ári, voru 13 refir. Verð hvers þeirra var 135 kr. Ennfrem- ur þorskhausar, bein og hrosshár fyrir 33 þús. kr. Sundkóngur íslands varð eftir íslandssundið 14. þ.m. Jón Ingi Guðmundsson. Synti hann 500 stikur á 9 mín. 21.7 sek. Næstur varð óskar Þorkelsson, 10. mín. kveðskap. Af ritum hans um ís- lenzk og norræn efni, er einkum að nefna “Scandinavian Folk- lore” (Þjóðtrú á Norðurlöndum), “Religion of Ancient Scandianvia” f.um trúarbrögð Norðurlandaþjóða í fornöld) og “The Icelandic Saga”, auk hinnar forn-íslenzku lesbókar hans og útgáfu af Skot- landsrímum séra Einars Guð- mundssonar á Stað. Er sú út- gáfa hin langvandaðasta, sem til er af nokkrum rímum. 1 full tuttugu ár var prófessor Craigie kennari í íslenzku við há- skólann í Oxford, og með marg- víslegu öðru móti hefir haifn átt þátt í því að auka íslenzkunám er- lendis, svo að enginn núlifandi maður hefir unnið jafn mikið í , þá átt. Fyrir tveim árum lét hann af embætti sínu við háskól- ann í Oxford og er síðan prófess- or við háskólann í Chicago. Þó er hann í Oxford á sumrin og heldur þar á^ram störfum við hinar miklu orðabækur sínar. Prófessoý Craiglie hefir löng- um reynst íslendingum hinn mesti hollvinur, og hús hans í Oxford, hefir áva^t staðið þeim opið. Á hann fjölda vina hér á landi, einnig meðal þeirra, er aldrei hafa séð hann eða verið í persónulegum kynnum við hann, en þekkja hann eingöngu af verk- um hans og af góðvild hans í okkar garð. Verða þeir vafa- laust ekki fáir, sem minnast hans á morgup, á sextugsafmælinu. Heimilisfang hans er: Ridge- hurst, Watlington, Oxfordshire. — Vísir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.