Lögberg - 22.09.1927, Blaðsíða 4
•íla. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. SEPTtEMBER 1927.
I
IJogberg
Gefið út hvern Fimtudag af Tbe Col-
umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. &
Toronto Str., Winnipeg, Man.
Talaixnart N-0827 o£ N-6328
Einar P. Jónsson, Editor
Otanáskntt til blaðsins:
THi COIVMBI^ PftESS, Ltd., Box 3171, Wlntilpsg, M»n-
Utanáskrift ritstjórans:
tOifOR tOCBERC, Box 317! Winnlpog, K)an.
VerfJ $3.00 um árið. Borgist fyrirfram
The "Ltigberg" la prlntad and publlsheó Oy
The Columbia Preaa, Lámlted, ln the ColunnMa
Bullding, C9E Harsrent Ave„ Wlnnlpeg, Manltoba.
Canada og þjóðbandalagið.
Þau hafa tíðindi gerst á 'þingi Þjóðbanda-
lagsins, League of Nations, er yfir stendur í
Geneva um þessar mundir, að hin unga can-
adiska þjóð, hefir kjörin verið meðlimur þeirra
Jijóðfylkinga, er bandalagið mvnda, og á
þvf, að minsta kosti fyrst um sinn, fulltrúa í
framkvæmdarnefndinni. Hljóta tíðindi þessi
að verða kærkomin öllum þeim, er í anda og
sannleika láta sér ant um sæmd þessa dásam-
lega lands, “því landið er þjóðin og þjóðin er
landið”, eins og einn ágætur ritmaðnr íslenzk-
ur, nýlega komst að orði.
Komið hafði það til tals, nokkru- áður en
ársþing Þ.jóðbandalagsins hófst, að svo gæti
farið, að Canada yrði einn þeirra umsækjenda,
er fram á það færi, að eignast sæti í fram-
kvæmdarnefndinni. Var ekki laust við, að ýms-
um stæði af því hálfgerður stuggur, er bygður
var á getgátum um'það, að með því væri í raun-
inni verið að veita Bretum einu atkvæði fleira
í stjórn Þjóðbandalagsins. Ótti sá var ger-
samlega lít í hött. Því þótt Canada sé að vísu
ein þjóðin í fylkingu þeirri hinni miklu, er
myndar hið volduga, brezka veldi, þá liggur
hitt þó jafnframt í augum uppi, að staðhættir,
og landfræðileg afstaða, gera það að verkum,
að hagsmunir þjóða þessara eiga ekki samleið
nema á vissum sviðum. Canada er nú vaxin
upp úr nýlendustakknum, og hefir íklæðst fald-
búningi frjálsrar — og fullþroska þjóðar. Ber
hún nú fulla ábyrgð á málefnum sínum öllum,
þótt af frjálsum vilja sé í konungssambandi við
Bretland hið mikla.
Við friðarsamningana í Versölum, að lok-
inni heimsstyrjöldinni miklu, öðlaðist Canada
full þjóðréttindi, sem komið hefir æ skýrar og
skýrar í ljós, með hverju líðanda ári. Hefir
þjóðiii stofnað til sendiherra sambanda, svo sem
við Bandaríkin, og gert utanríkissamninga upp
s á eigin ábyrgð.
Eins og kunnugt er, undirskrifaði Canada
Versalasamningana, og gerðist þar með með-
limur Þjóðbandsl^gsins, þótt eigi ætti aðgang
að framkvæmdarstjórninni, fyr en nú. Þá er
það og enn minnisstætt, er dómsmálaráðgjafi
Kingstjórnarinnar, Hon. Ernest Lapointe, und-^
urskrifaði heilagfiski-samninginn við stjórn
Bandaríkjanna, án nokkurrar minstu íhlutunar
af hálfu brezkra stjórnarvalda. Er hið sama
að segja um atburð þann, er Mr. Fielding,
fyrverandi fjármálaráðgjafi, undirskrifaði við-
skiftasamningana við Frakka. Mætti margt
fleira til telja, er ótvírætt leiðir það í ljós, hve
þjóðinni hefir vaxið fiskur mn hrygg í sjálf-
stjórnarmálum sínum, síðustu undanfarin árin.
Frá náttúrunnar hendi, er Canada vafalaust
eitt hið allra auðugasta land heimi. Skilyrðin
til lífsframfærslu mega kallast því nær óþrot-
leg. Skiftast hér á málmar, skógar, akuryrkja,
kvikfjárrækt, timburtekja og fiskiveiðar, í svo
stórum stíl, að framfleyta má fleiri tugum
miljóna, á margfalt auðveldari hátt, en nú á
sér stað í fámenninu. Einn af mestu atkvæða-
mönnum þ.jóðarinnar, Sir Henry ThóVnton,
forseti þjóðbrautakeHisins, Canadian National
Railways, lét sér nýlega þau orð um munn fara,
að innan tíu til fimtán ára, mvndi íbúatalan í
landi hér, komin verða upp í tuttugu og fimm
miljónir. Hve nákvæm ætlan hans í þessu til-
liti er, skal ekki fjölyrt um að sinni. En margt
hefir ólfklegra skeð, en það, að þessi voldugi
dr»innur hans yrði að staðreynd. Landflæmi
þau hin miklu og meginbreiðu, er beðið hafa
þess með óþreyju, að hönd atorkumannsins yrði
lögð á plóginn, þola nú ekki lengur bið. Lög-
mál hins eilífa þroska krefst réttar síns. Sá,
sem á einhvern hátt gerir sig sekan um hömlun-
ar tilraunir, eða tafir, verður veginn og létt-
vægur fundinn.
Fiskiveiða skóli.
Að því hefir áður vikið verið hér f blaðinu,
hve fiskiveiðum hér við land, sem og á stórvötn-
unum, hafi tiltölulega verið lítill sómi sýndur
af hálfu canadiskra stjómarvalda, borið sam-
an við landbúnaðinn, og er þó hér um þýðing-
armikla atvinnugrein að ræða, sem í engu er ó-
æðri öðrum lífsframfærslu greinum, og gefur
af sér feikna arð, þegar vænlega árar á því
sviði. Að augu mentamanna þjóðarinnar og
valdhafa, séu nú vitund tekin að opnast fyrir
þýðingu þessa máls, má meðal annars sjá af
eftirfylgjandi greinarkorni, er nýlega birtist -í
blaðinu Manitoba Free Press. . /
“Hugmvndin um fiskiveiðaskóla, kann að
láta nokkuð undarlega í eyra, og vekja í hugum
margra manna þá spurningu, hvað næst muni
verða uppi á teningnum, að því er sérfræðilega
mentun áhrærir.
“En er það þá nokkuð undarlegt, úr því vér
á annað borð höfum stofnað búnaðarskóla, á-
samt sérfræðslu í námarekstri og skógrækt,
þótt til tals kæmi, að koma á fót fiskiveiða-
skóla, eða skólum, á einhverjum þeim svæðum,
er fiskiveiðamar skifta mestu máli, og mest
tækifæri eru fyrir hendi, til að komá þeim á
sem allra traustastan grundvöll?
‘ ‘ Hvað sem verða kann á öðrum stöðum, þá
er það nú þegar fastráðið, að Dalhousie háskól-
inn í Halifax, stofni sérstaka deild, þar sem
veitt skuli vísindaleg fræðsla í öllu því, er að
fiskiveiðum, meðferð vörunnar og markaðs-
skilyrðum lýtur.
“Það er á allra vitund, hve stórkostlega að
færa má út kvíarnar, hvað fiskiveiðunum við-
kemur, sé réttum aðferðum beitt. Er hugmyod
fyrgreinds háskóla sú, að skiljast eigi fyr við
nemendur sína, þá, er við fiskideildina stunda
nám, en að þeir séu gersamlega fullveðja, að
því er áhrærir þekkingu á líffræðilegri hygg-
in,gu fiska, þroskaskilyrðum og sérkennum öll-
um, ásamt meðferð vörunnar undir markað.
Telur háskólaráðið það engum vafa bundið, að
fiskiútvegurinn muni mikið gott hljóta af slík-
um tilraunum, engu síður en aðrir atvinnuveg-
ir, er tekið hafa vísindin í þjónustu sína.
“Dalhousie háskólinn nýtur, í sambandi við
þetta mál, samvinnu af hálfu fiskiveiða ráðu-
neytisins, og hefir auk þess fengið tuttngu og
fimm þúsund dala fjárveitingu til nýrrar rann-
sóknarstofu, frá sambandsstjórninni. Er ráð-
gert, að sú stofnun standi við mynni Halifax- ’
hafnarinnar. Má frá stofnun þeirri, í framtíð-
inni, fá sérfræðinga á sviði fiskiveiðanna, er
starfa undir eftirliti fiskiveiðadeildarinnar í
Ottawa.
“Þeir nemendur, er færa vilja sér í nyt
þessa nýju og þýðingarmikln námsgrein, fá
gtrangvísindalega tilsögn í líffræði fiska, sér- S
kennum þeirra og venjum. Auk þess sem veitt
skal hagkvæm æfing í því, hvernig reykja skuli
fisk, salta, frysta og sjóða niður, þannig að sem
allra beztum, notum megi koma.
“Það er nú í sjúlfu sér ekkert undarlegt,
þótt fólki, er alið hefir aldur sinn til sveita, um
tvö þúsund mílur frá sjávarströnd, finnist nýj-
ung sem þessi, hálf skáldsögu kend. Því er oft-
ast nær þannig farið með hvaða nýmæli,
sem er. Maður getur jafnvel ekki varist þeirr-
ar spurningar, hverjar muni verða viðtökur
stúdentanna frá fiskiveiðaskólanum, hjá stú-
dentum hinna eldri og löngu viðurkendu há-
skóladeilda.
“Fjskiútvegur Strandfylkjanna, hefir ávalt
verið ein allra þýðingarmesta atvinnugrein
austur þar. Plr það því ekki nema eðlilegt og
sjál fsa-gt, að lögð sé við hana full rækt. Enda
er hin efnalega afkoma íbúanna í Nova Scotia
og New Brunswick, engu síður komin undir
“uppskeru” sjávarins, en bændanna í Sléttu-
fylhjunum, undir afrakstri búa sinna.”
Ejöldi íslendinga í Yestur-Canada, stunda
fiskiveiðar, og eiga að miklu leyti lífsfram-
ía^rslu sína undir því, hvernig þær hepnast.
Hlýtur því sérhver sú tilraun, er í þá átt hníg-
ur, að hefja þá atvinnugrein þeirra til öndveg-
is, að verða þeim sérstakt fagnaðarefni.
Skygnst um frá Vimy,
níu árum eftir styrjöldiná miklu.
Plftir Wilhelm Kristjánsson, B.A.
Einar P. Jónsson íslenzkaði.
Apríl morgun einn, árla mjög, tókum við
okkur far með eimlestinni frá Arras til Petite
Vimy. Höfðum við ákveðið að tjalda þar búð-
ir okkar, þótt nokkuðtværi með öðrum hætti, en
meðan á styrjöldinni miklu stóð, því nú var til-
gangurinn sá, að skygnast um þessar stöðvar,
á friðsamlegan hátt. En Carency tímataflan, á-
samt hinum mörgu viðkomustöðum, varð þess
valdandi, að eigi varð unt að ná til hæðarinnar,
eftir hinni fornu leið.
Það, sem fyrst mætti auganu, varð því Far-
bus skógurinn, er um langt skeið var miðdepill
blikandi skotelda og að miklu leyti jafnaður
við jörðu. Nu var hann þó farinn að vakna við
lífs á ný. Að vísu gat þar allvíða að líta dökka
stöngla hinna gömlu trjáa, er stóðu líkt og nátt-
tröll upp úr þéttnm nýgræðingnum. Mun þess
ekki ýkja langt að bíða, að hin nýju tré jafnist
á við hin gömlu að hæð, og hylji þau bráðum
sýn.
Við Vimy ber fyrir auga einangraða hygg-
ingu, er þegar dregur að sér athygli vegfar-
andans. Er það kirkja, ljósgrá á lit, fremur
lagleg í stíl og með háum turni, breið að neðan,
en oddmynduð hið efra. Var hún í beinni mót-
sögn við hinar dapurlegu, dökkrauðu tígul-
steinsbyggingar.
Vegsummerkin frá stríðinu, eru hvergi
nærri eins átakanleg eða nærgöngul og ætla
mætti. Endurynging er auðsjáanlega að
verki, í hvaða átt sem litið er, þótt rústirnar #
hafi enn eigi hreinsaðar verið til fulls, né rusl-
ið flutt í burtu. Örskamt í brott, blasir við
auganu Farbus skógurinn, en gagnvart
manni brosir iðgræn Vimi-hlíðin, er smátt
og smátt rennur inn í skrúðgræna sléttu, með
moldarstígum hér og þar. Liggur frá þorpinu
allvíð braut, yfír á Arras-Lens þjóðveginn, er
veitir greiðan aðgang að Thélus og Neuville St.
Vaast. Tókum við þá braut, með það fyrir
augum, að halda norður á hóginn við hinn síð-
^tnefnda stað, á leið til Souchez svæðisins, en
pangað var ferðinni heitið. Það voru stöðv-
arnar þær, er öllu öðru fremur, rifjuðu upp í
huga mínum nafnið Vimy, og endurminning-
arnar margvíslegu, sem bundnar eru við þann
sögulega stað.
Það hafði gengið á með skúrum alt af öðru
hvoru, en er við komum í námunda við eystri
aðhallandann, breyttist veðrið mjög til hins
betra. Gafst okkur þá kostur á að svipast urti
og fá gleggra útsýni yfir “fyrirheitna landið”‘
eins og stöðvar þessar voru einu sinni kallað-
ar. Umhverfið var Skrúðgrænt og í hlóma, og
á vinstri hlið blöstu við hin rauðu tígulsteins
hús í Lens, flest öll bygð af nýju.
Fram með Arras - veginum, hafa á Vimy
ræktaðar verið einfaldar trjáraðir. Er þar,
eins og gefur að skilja, um nýgræðing að ræða,
næsta strjálan, er bíður þroska síns. Tré þessi
hin ungu, vekja upp í huganum, endurminn-
ingar um aðrar trjáraðir í svipaðri afstöðu,
daprar og einmanalegar, er gægðust upp í sót-
myrkrinu um miðnæturskeið, á hergöngu okkar
eftir óendanlega dapurlegum vegi.
Canadiskur grafreitur.
Er til Thélus kom, varð á vegi vorum canad-
iskur grafreitpr, sá fyrsti, er við fengum auga
á komið þann daginn. Gat þar að líta her-
deilda-númer, er flestir kann’ast við, frá her-
mannaflokkum úr Austur- og Vestur-Canada.
Grafreitur þessi liggur í miðjunni á plægðri
spildu. Skamt þar frá, mætir auganu annar
einangraður staður, hár hóll, allur saman ur-
inn og flakandi. Þannig var í rauninni öll
Vimyhæð á sig komin, fyrir níu árum. Breyt-
ingin mest falin í þ\ú, að hreinsa í burtu megin-
ið af gaddavírsslitrunum, að nokkrum teinum og
strengjum undanskildum. Ýmsar aðrar stríðs-
minjar gat að líta hér og þar, svo sem sprengi-
kúlur, skothylki og kúlnabrot rauð af ryði.
Jafnvel í plægðum ökrum var ekki ótítt, að tína
mætti upp hér og þar, ryðguð kúlnabrot og
nokkuð af No. 303 skothylkjum.
Framundan okkur blasti við Neuville St.
Vaast, sem bygt hafði verið upp að nýju, en
lengra í burtu og hærra, bar við brúnaþungan
himin, turn hinnar ofsóttu kirkju í Mt. St.
Elois, er verið hafði skotmark prússneskra fall-
byssna 1871 og að nýju frá 1914—18. Engu
afli hafði enn tekist að jafna turn þenna við
jörðu, heldur gnæfir hann hátt við himin, sem
voldugt minnismerki, bendandi alt um kring á
gerevðing þá, sem styrjöld er jafnan samfara.
Lengra til hægri, og nokkru aftar, blasti við
á Notre Dame d’ Lorette, hið franska minnis-
merki, yfir huriarað þúsund fallna hermenn.
Að Neuville St. Vaast, getur að líta langar
raðir nýrra húsa. Ýmsar aðrar bvggingar, sem
ekki eru eins nýlegar útlits, þurfa þó engan
veginn að vera gamlar, þótt umturnun stríðs-
ins hafi sett á þær stimpil sinn. Bæ þenna
skortir tilfinnanlega blæfegurð þá, er einkennir
franska bæi eða þorp yfirleitt.
Þjóðin franska hefir unnið að því af kappi
miklu, að endurreisa rústirnar frá stríðsárun-
um og kippa því í lag, er úr lagi gekk. Verð-
skuldar hún almenna að^láun fyrir það, sem
þegar hefir unnist á í því efni. En sparsemi
og aukin velgengi, virðist hafa sett stimpil sinn
á staði, sem Ypres, St. Julien og Langemark, á
kostnað hinna ýmsu þorga, snnnan við landa-
mæri Frakkland og Belgíu.
Manitobanöfn.
Við bugðu á veginum til Soucliez, skamt frá
La Targette, er grafreitur einn, mikill að um-
máli, með ógrynni af veðurbörðum trékrossum.
Hvíla þar einvörðungu franskir hermenn. Ann-
ar er þar grafreitur, nokkru minni, og hefir sá
að geyma leifar brezkra og canadiskra her-
manna. 1 stað hinna látlausu trékrossa, eru
komnir hvítir legsteinar. Má þar sjá fjölda af
nöfnum hermanna frá Winnipegborg, sem og
úr vesturhluta Manitobafylkis.
Hvorki að La Targette, Thélus, né heldur í
hinum stóra, brezka grafreit við Cabaret
Rouge, skamt sunnan við Souchez, hvíla margir
af þeim, er féllu í orustunni miklu 9. ápríl. Er
þeirra að leita í stærri grafreitum, annað hvort
á Vimyhæð, eða grend.
Nokkra faðma frá Cabaret Rouge, nálguð-
umst við sambands 'eða samgöngumála skot-
gröfina. Er þar dálítill greiðasölustaður.
Nafnið er okkur gamal kunnugt. Greiðasölu-
hús þetta kallast “Better ’Ole”, og kafnar
sannarlega ekki undir nafni. Mr. Barnes, því
svo heitir eigandinn, hefir satt margan hungr-
aðan ferðamanninn, er að garði hefir horið, og
þótt Mrs. Barnes sé vitanlega barn þjóðar
sinnar, þá hefir hún komist upp á lagið með að
búa til fyrirmyndar te.
Mr. Barnes hefir ekki hækistöð sína við.
Souchez, með það eitt fyrir augum. að veita
gestum. Hann er húsamálari og önnum'kafinn
við það starf, að fégra upp og endurbæta heim-
ili, er stríðið færði úr lagi. Nafnið “Better
’Ole” virðist því hrein og bein tilviljun.
Við vorum svo hepnir að hitta Mr. Bames
heima. Spurðum við hann ótal spurninga, og
kunni hann frá mörgu að segja.
“Heyrirðu nokkuð af sérkennilegum sög-
um, í sambandi við Souchez rústimar? Fanst
þar nokkuð sérkennilegt, að stríðinu loknu?”
“Nei!”
Okkur hafði skilist það, veturinn 1916 til
1917, að við engu mfetti hrófla í rústum þessum,
með því þar myndu falin vera hin Q£ þessi
sönnunargögn fyrir hermdarverkum Þjóðverja.
önnur útgáfa sögnnnar var sú, að íbúarnir
allir hefðu verið deyddir með gasi, og að nokkr-
ir Ujóðverjar hefðu um leið lent í gildrunni.
Aldrei hafði Mr. Barnes, heyrt um nokkuð því-
líkt getið.
Eftir því, sem fram á samtalið leið, sagði
Mr. Barnes okkur frá steinkjallara, á sinni
litlu landareign, er vera myndi leifar af can-
adiskri hjúkrunarstöð. Alt í einu, skaut upp í
huganum mynd af 12. hjúkrunarstöðinni, — af-
staðan var tilsvarandi.
(Framh.)
ÞEIR SEM ÞURFA_
LUMBER
KAUPl HANN AF
The Empire Sash& Door Co.
Limited
Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers
Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN.
VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK
11111 m 1111111111111111111111111111111111111111111111111111 s 111111111111 i 111111111111111111111111111
Samlagssölu aðferðin. 1
= Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- =
= afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega =
5 lœgri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin 5
= hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að s
= vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni =
E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar E
= vörusendingar og vörugæði. =
Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru =
E fyrgreind þrjú meginatriði trygð. =
Manitoba Co-operative Dairies Ltd.
= 846 Sherbrooke St. - ; Winnipeg.Manitoba =
Hi 11 m 111 m i m 1111111 m 1111111111111111111111111111 ■ m 11111 m 1111111111111111111111 ■ i ■ ■ ■ 1111 ■ ■ i ■ 1
Þeir Islendingar, er í hyggju hafa aö flytja búferlum til
Cauada, hvort heldur er heiman af Islandi eða frá Bandaríkjun-
um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs.
Meðlimir Grain Exchange, Winnipeg Produce Cleariug Aísoci-
ation, Fort William Grain Exchange, Grain Claims Bureau,
LICENSED AND BONDED
By Board of Grain Commissioners of Canada
Columbia Grain Co.
Limited
Telephone: 87 165
144 Grain Exchange, Wínnipeg
ÍSLENZKIR BŒNDUR!
Munið eftir íslenzka kornverzlunar-félaginu. það
getur meir en borgað feig, að senda oss sem mest af korn-
vöru yðar þetta ár.“Við seljum einnig hrjeinsað útsæði
og kaupum “option” fyrir þá sem óska þess. Skrifið á
ensku eða íslenzku eftir upplýsingum.
Hannes J. Lindal,
Eigandi og framkvæmdarstjóri.
Canada framtíðarlandið og Vestur-Islendingar.
Þegar þingbundin stjórn komst
á í Canada, var fólksfjöldinn alls
um hundrað og fimtíu þúsundir.
Þar af voru að eins tuttugu þús-
undir í Efri Canada, eða Ontario-
fylki, sem nú er; helztu bæirnir
þá voru Kingston og Newark (nú
Niagara). Varð Newark aðSet-
ursstaður stjórnarinnar, en fá-
einum árum seinna var stjórnar-
setrið flutt til Toronto. Þing kom
fýrst saman 17. sept. 1792, og voru
sjö manns í stjórnaráðinu, en
sextán manns í þinginu. Voru
ýms lög samþykt og afgreidd.
Landstjórinn var Sir John Graves
Simcoe, duglegur og atorkusam-
ur maður, sem alla stund lagði á
það, að byggja upp landið. 1793
voru lðg samin, sem bönnuðu
þrælaverzlun í hinu nýja fylki.
Mátti ekki samkvæmt þeim lög'um
flytja þræla inn í fylkið, og öll
börn, sem í þrsgldómi voru fædd,
skyldu fá frelsi, þegar þau næðu
25 ára aldri.
Á þessum árum var fyrsta blað
stofnað í Ontario. 1792 kom
fyrsta þing Quebec fylkis saman
í böfuðstaðnum Quebec. Voru í
stjórnarráðinu 15 manns, en í
þinginu (Legislative Assembly)
50 meðlimir. Fimtán af þeim
voru af brezkum ættum, en hinir
35 af frönskum uppruna. Tungu-
málin, enska og franska, voru
gerð jafn rétthá í þinginu, qg öll
þingskjöl voru prentuð á baöum
málunum. Flokkadráttur var strax
all-mikill á milli þjóðflokkanna,.
og blésu blöð þau, sem út voru
gefin, þar að kolunum. Engin
laganýmæli gaf þingið i Quebec út
á móti þrælaverzlun, en nokkrum
árum seinna, eða árið 1803, var
sá úrskurður gefinn þar í fylk-
inu, að þrælaverzlun væri gagn-
stæð lögum Englands, og þrælar
þeir, sem þá voru innan vébanda
fylkisins, voru Ieystir úr ánauð.
Var það sómi fyrir nýlendurnar,
að leiða það mál til lykta á jafn-
friðsaman hátt, og skafa burt úr
sögunni svívirðingar þær, sem á-
valt hafa verið þrælasölunni sam-
fara.
í lok 18. aldar og byrjun 19.
aldar, fer landinu mjög svo að
vaxa fiskur um hrygg, innflutn-
ingur jókst og landið byggist;
bygðirnar stækkuðu í allar áttir
út frá hinum upprunalegu bygð-
um, skógurinn var höggvinn og
brendur, og bjálkakofa bygðu
landnemarnir á reitum þeim, sem
að ruddir voru; voru híbýli manna
ekki vegleg í þá daga. Hinir
smáu blettir, sem ruddir voru,
voru ræktaðir og kartöflum og
korntegundum sáð, sem gáfu ríku-
legan ávöxt, því jarðvegurinn var
frjósamur. Vegir voru illir og
torfærur miklar; samgöngur voru
því slæmar, um landið alt. Uxar
voru aðal samgöngu tækin, eins og
síðár hjá íslendingum á þeirra
frumbýlingsárum í Vesturfylkj-
unum. Fóru menn oft svo tug-
um mílna skifti með nokkra mæla
korns, til mölunar í mylnum þeim,
sem þá voru til, en sem voru mjög
strjálar og fátæklegar.
Er merkileg saga frumbyggj
anna i Ontario og barátta þeirra
fyrir lífstilveru sinni við óþrjót-
andi erfiðleika, sem þurfti að yf-
irstíga og sigra. En þrátt fyrir
hin erfiðu ytri lífskjör, var fólkið
ánægt, kannske mikið ánægðara
en það er nú þann dag í dag,
þrátt fyrir það, þótt það búi við
oll þægindi nútíðarmenningarinn-
ar; og hraust var það og heilsu-
gott, því líkaminn stælist við hin
hörðu kjör og hinn óbrotna lifn-
aðarhátt frumbyggjalífsins.
* * *
Eg hefi nú á ófullkoimnn hátt
rakið þræðina úr frumsögu can-
adisku þjóðarinnar, landsins, sem
nú er orðið eitt af stórveldum
heimsins, landsins, sem að ís-
lendingar kusu sér fyrir fóstur-
land, þegar þeir beindu huga sín-
um1 frá ættjörðinni í leit eftir
frelsi og farsæld, sér og sínum
niðjum til frambúðar. Vil eg ekki
að sinni fara lengra út í sögu
þessa lands, sökum þess, að tími
og rúm ekki leyfir það. Vík eg
máske að því seinna, ef þess verð-
ur kostur; því eins og eg áður
drap á, er það eitt af því nauð-
synlega, að maðurinn þekki og ,
geri sér grein fyrir sögu sinnar
eigin þjóðar, og læri þar af.
En nú í næsta kafla langar mig
til þess, að drepa á ýms smá-
atriði úr frumbýlingssögu ís-
lendinga hér í landi, bregða upp
fáeinum myndum úr lífi þeirra,
sem ísinn brutu og veginn ruddu
og undirstöðusteinana lögðu í
bygging hins mikla þjóðfélags hér
í Vestur-Canada, sem nú er orðið
svo tröllaukið, en sem þó er að-
i
J