Lögberg - 29.09.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 29.09.1927, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1927. Jögberg Gefið út Kvem Fimtudag af Tle Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Tnl.Mnan N-6327 o* N-6328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskritt til blaðtinc THf C0LUk|BIH PRES3, Ltd., Box 3171. Wnnlp.g, Mar). Utanáakrift ritatjórana: fðtTOR LOCBERC, Box 3171 Wlnnipog, R|an. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram The •'Lógb.r*" la prlntad and publlaheó by Th. Columblk Praaa, Limlted, In th. CoJumbla Bulldlnc, *»s SeirK.nt Ar.„ Wlnntp.g, Manltnba. Fjárhagur hinnar canadísku innilegasta ósk, að Tryggva anðnist að sýna það í framkvæmdinni, að hann sé vandanum vaxinn, og að hin íslenzka þjóð megi sanna blessun af stjórn hans hljóta, hvort heldur að hann verður lengur eða skemur við völd. Emile Walters. Þess var getið í síðasta blaði, að komið hefðí til borgarinnar, Mr. Emile Walters, mál- arinn víðfrægi, frá New York. Mun það ekki of- mælt, að þessi ungi, bráðgáfaði listamaður, sé einn meðal þeirra allra víðkunnustu Islend- inga, sem nú eru uppi. Listaferill þessa frábæra manns, hefir fyrir skömmu rakinn verið all-ítarlega hér í blaðinu, og skal því eigi frekar farið út í þá sálma að sinni. Sigrar hans munu því nær einstæðir, þegar tekið er til þess fult tillit, hve maðurinn er enn ungur og hve afar-erfitt hann átti að- stöðu, megin-hluta hinnar örðugu námabraut- ar, ókunnugur og févana, innan um miljónalýð stórborganna. þjóðar. Af nýprentuðum skýrslum hagstofunnar í Ottawa, má það glögglega sjá, að fjárhagur þjóðarinnar fer batnandi jafnt og þétt. Hefir viðskiftaveltan á fimm fyrstu mánuðum núver- andi f járhagsárs, aukist um $33,000,000, frá því á sama tíma í fyrra, auk þess sem tekjulindir stjórnarinnar, flestar hverjar, hafa farið fram úr áætlun, þrátt fyrir lækkun þá á tekju- og söluskatti, er hrundið var í framkvæmd ár- ið sem leið. Peningalegt heildargildi útfluttu vörunnar, til móts við þá innflúttu, hefir að vísu lækkað til muna. En slíkt er ekki ávalt algihlur mæli- kvarði fvrir þverrandi þjóð-velmegun, heldur það gagnstæða, og leiðir einmitt það í ljós, að ástæður til innkaupa erlendis, hafa batnað og að innflutningur hráefna til að vinna úr heima fvrir, hefir aukist, atvinnuvegum þjóðarinnar til hagsmuna. Skýrslur vfir síðastliðinn ágústmánuð, leiða í ljós, að verðgildi útfluttu vörunnar, hefir orð- ið nokkru minna, en þeirrar innfluttu, eða $94,216,194, til móts við $99,348,340. Yfir fimm mánuði af yfirstandandi fjár- hagsári, eða til ágústmánaðarloka, varð pen- ingavirði hinna útfluttu vörutegunda vitund hærra, en þeirra innfluttu, eða $466,410,243, til móts við $459,675,240. Um leið og tölur þess- ar eru athugaðar, verður jafnframt að taka það til greina, að hin feyki-mikla uppskera | Sléttufylkjanna nú í ár, er ókomin á markað, er á sínum tíma hefir þá breyting í för með sér, að peningagildi útfluttu vörunnar hlýtur að verða langt um meira, en hinnar innfluttu. Tolltekjur stjómarinnar yfir fimm síðustu mánuðina, hlupu upp á $71,504,795, borið sam- an við $64,569,775, yfir tilsvarandi tímabil í fyrra. Nemur aukningin, hartnær sjö miljón- um dala. Tollur á innfluttum vörum lækkaði um því nær þrjár miljónir, sem stafaði að mestu frá lækkun eldspítnatollsins og frímerkjaskatts á bankaávísunum. Aukin árvekni stjórnarinnar'í þvf að fvrir- byggja smvglun á vindlingum og ýmsum fleiri vörutegundum sunnan úr Bandaríkjum, hefir apkið tekjur ríkisjóðs að drjúgum mnn. Þá er en» eitt atriði í skýrslu hagstofunn- ar, er verðskuldar almenna eftirtekt, sem sé það, að þrátt fyrir hina miklu lækkun tekju- skattsins frá í fyrra, eða 10 af hundraði, þá hefir sú tekjulind samt sem áður, hækkað á síðustu fimm mánuðum úr $42,827,005, upp f $47,870,729. Hefir stjórnin gengið ríkt eftir með innköllun tekjuskattsins, og látið draga sérhvern þann fyrir lög og dóm, er undan- færslu beitti, eða grunsamur þótti um tíundar- svik. Plafa sex hundruð menn verið sekir fundnir um brot á tekjuskattslögunum og dæmdir í fjárútlát, er samtals nema tíu miljón- um dala. Hefir þetta alt gerst á tæpu ári. .Tafnvel þótt því sé þann veg farið, að fjöldi fólks telji eigi ómaksins vert, að kynna sér til hlítar hinar ýmsu hliðar viðskiftalífsins og rekstur þjóðarbúsins í heild, þá getur þó tæp- ast hjá því farið, að flestir telji það óblandið ánægjuefni, að vel og viturlega sé farið með al- mennings fé, og að enginn sá fái þrifist til lengdar, er gerst heíir seknr um tíundarsvik, eða vangreiðslu lögmætra skatta. “Sekur er sá einn, sem tapar,” segir Einar skáld Benediktsson, í einu af sínum bráðsnjöllu kvæðum. Hvort Emile Walters hefir kynst þessu ljóði eða ekki, skal ósagt látið, en hitt duldist oss eigi, af stuttu samtali við hinn unga listamann, að í viðbót við óvenjulega næmt listamannseðli, er sigurtraustið sá mátt- ur' hans og megin-styrkur, er lyft hefir honum upp á örðugasta hjallann. Emile Walters er “hundrað per cent.” ís- lendingur, er elur í hrjósti djúpa virðingu fyr- ir fslenzkri sögn og list. Hann vill í öllu veg þjóðernis síns, og treystir því eindregið, að þjóðleg, íslenzk list, austan hafs og vestan, eigi glæsilegt gullaldar tímabil fram undan. Emile Walters hafði meðferðis ljósmyndir af nokkrum sínum nýjustu málverkum. Var slíkt þó, eins og gefur að skilja, ekki nemi/svip- ur hjá sjón, þar sem litblöndunarinnar, að sjálf ' sögðu, naut eigi við. En myndirnar voru hríf- andi, engu að síður. Eitt var það þó, öðru frem- ur, er sérstaklega vakti athygli vora, en það var meðferð listamannsins á ^njófalli, í hinum ýmsu myndum þess, hve fyrstu snjókornin á- haustin, er sveigðu ma.gnþrotin hlöð, voru eðli- leg, og hve útsýnið breýttist hlutfallslega skýrt, þá er komin var skæðadrífa og fjúk. Kuhlinn í snjónum og Emile Walters, eiga enga samleið, en hreinleikinn er sameiginlegur báðum jafnt. Fákur. Oss hefir nýlega borist í hendur fyrsta hefti nýs tímarits, er Fákur nefnist. Er það gefið út af Hostamannafélaginu Fákur í Reykjavík, en ritstjóri og ábyrgðarmaður, Daníel Daníels- son, sá er um langt skeið var á vegum Sigfúsar bóksala Eymundsonar, og stundaði ljósmynda- smíð árum saman í höfuðstað íslands. Var Daníel snemma óvenju laginn hestamaður og kunni glögg skil á eiginleikum og kostum “þarf- asta þjónsins”. Það er því í sjálfu sér engin tilviljun, þótt hann riði á vaðið, og réðist í að stofna þetta þarfa og ágæta rit, um nytsemi og skapgerð hestsins, er jafnframt hvetur menn ti/1 mannúðlegri meðferðar á þessum ó- missandí hollvini þjóðarinnar. Tímarit þetta hið nýja er skemtilega skrif- að, og hefir margvíslegan fróðleik að flytja, á- samt hollum hendingnm, er viðkemur nærgætni í meðferð hesta yfirleitt. Hlýr mannúðarandi einkennir ritið alt, og er það vel. Veigamesta grein Fáks, að þessu sinni, er vafalaust sú, er nefnist “Þættir iir sðgu hests- ins”, eftir Lúðvig C. Magnússon, er um þessar mundir birtist í Lögbergi. Ritið er 36 blaðsíð- ur í fjögra blaða broti, en um verð þess er oss ókunnngt. Gömlum góðkunningja vorum, hr. Daníel Daníelssyni, erum vér innilega þakklátir fyrir sendinguna. Tryggvi Þórhallsson. Eins og íslenzkum almenningi þegar er kunnugt, beið íhaldsstjórn sú á Islandi, er herra Jón Þorláksson veitti forstöðu, ósigur í kosn- ingum þeim til Alþingis, er fram fóru þann 9. jiilí síðastliðinn. Hinn svo nefndi framsóknar- flokkur, varð liðsterkastur að loknum kosning- um, þótt eigi hefði meiri hluta þingsæta. Nú hefir flokkur sá, með tilstyrk jafnaðrfrmanna, tekið við stjórnartaumunum, en forsætisráð- gjafa embættið falið verið á hendur Tryggva Þórhallsyni, biskups Bjarnarsonar! Um pólitiskt Ianglífi hinnar nýju stjórnar, skal engu spáð. Tvo ráðgjafana, þá Jónas Jónsson frá Hriflu og Magnús Kristjánsson, þekk jum vér eigi nema af afspurn, en báðir munu þeir þó ver^ hæfileika menn. Hinn nýi forsætisráðherra, er samferðamaður vor frá fyrri tíð, vernlegt ljúfmenni og drengur góður. Mun hann vafalaust helga sínu nýja og ábyrgð- armikla embætti, óskifta krafta. ' Sæti Jóns Þorlákssonar, er að ýmsu leyti vandfvlt. Hann er skarpgáfaður atorkumað- ur, óhikandi og fasttír- í rásinni. En stí er vor Skygnst um frá Vimy, níu árum eftir styrjöldina miklu. Eftir Wilhelm Kristjánsson, B.A. Einar P. Jónsson islenzkaði. (Framli.) Ekki vissi Mr. Barnes, hvaða hjúkrunarstöð þetta hafði verið, en hann kvaðst með glöðu geði vilja sýna okkur hana, að loknum dag- verði. Canadisk Hjúkrunarstöð. Þakið var horfið með öllu, og yfirleif^ fátt eftirskilið, er þekkja mætti stöð þessa af. Þó mátti sjá, í bakkanum fyrir ofan, djúpt skarð, líkt og vaff í laginu, er ótvírætt minti á sam- göngu, eða sambands-skotgröfina. Við námum staðar á steinvegg, en fyrir neðan var opinn kjallarinn. Hér og þar í veggj- unum, gat að líta mannanöfn eða fangamörk. Alt í einu rann upp fyrir hugskotssjónum okk- ar, mynd af eftirminnilegum annríkismorgni. Frá mynni Souchez dalsins, komu menn, í leir- ugum fötum, alla vega útleiknir, blóðugir og særðir, sumir með tættar treyjuermar og sára handleggi. Voru þar og ýmsir, er særst höfðu í fætur. Sumir gengu óstuddir, en aðrir þurftu hjálpar við. Margir voru bornir á sjúkrabör- um. Lá leið þeirra með fram sambands skót- gröfinni. Ferðin gekk átakanlega seint, en samt voru hinir sáru menn í góðu skapi, eins og venja þeirra var til, hvað helzt sem að höndum bar. Stundum gat líka dálítil und, margborgað sársaukann. A sjúkrastöðinni var ávalt mikil eftirspurn eftir gæzluþjónunum. Voru þeir ávalt á ferð og flugi, frá einu horni til annars, eins og þjón- ustusamir andar, ávalt vissix í sinni sök. Var einn sjúklingurinn eftir annan, útbúinn til burt- flutnings, til næstu megin stöðvar, eða sjúkra- húss. Eftir að hafa kvatt gestgjafa okkar, héldum við ferðinni áfram. Að eims dálítið kippkorn enn, og þá myndum við fá notið útsýnisins yfir Souchez. Næst myndum við víkja vitund til hægri og fylgja gömlu troðningunum upp und- ir hallann. Ekki gat það verið neinum vafa bundið, að breytingarnar myndu vera orðnar ærið miklar, ef til vill svo, að stöðvamar væru lítt þekkjanlegar. Þó var ekki óhugsanlegt, að eitthvað kynni að vera með kyrrum kjörum, svo sem litli fossinn, er miðlað hafði okkur af vatnsforða sínum. Rústir Souchez svæðisins lágu beint að baki vígstöðvanna, þar sem 10. hersveitin hafði haft bækistöð sína, gagnvart svolitlu dalverpi, við rætur Vimy aðhallandans. Var þar ætíð meira en nóg af hinum svonefndu reykjandi “kola- kössum“ Þjóðverja. Var í því töluverð tilbreyt- ing, að horfa á reykinn leysast upp á sólheið- um marzmorgni, og þynnast út og hverfa upp í bláheiðið. Þar sem lágu hinar fornu rústir, og jafnvel á enn víðara svæði, var nú að rísa upp þorp, með rauðum tígulsteinshúsum. Ofan við Lievin brautina, blöstu við aðrar raðir rauðra tígulsteinshúsa. / nánd við hœðina. Við endann á háum bakka og beint fram undan okkur, lá bogamynduð, kolmórauð hæð. 1 augum canadisks hermanns úr stríðinu mikla, ber alda þessi eða hæð, á sér sérkennilegan, hálf skuggaþranginn blæ, minnandi á leynigíg eldfjalls, með ógnir fortíðarinnar á allar hlið- ar, en tengd jafnframt við endurminningar um átök og afreksverk. Við fyrstu sýn, virtist hæðin nokkuru lægri, en hún í raun og veru var. Þegar nær kom, tók hún þó á sig þinn forna mikilleik, bæði hvað viðkom hæðarmáli og bratta. Og þó að aðhall- andinn væri ekki lengur kolsvartur, nrinn upp af umferð stórskotaliðsins, eða holaður sundur með pál og reku, þá þratu brátt hinar plægðu lendur, er við fórum um við rætur hæðarinnar, og með þeim öll gróðrarmerki. Er lengra kom, sást að eins strá og strá á stangli, eða sumstað- ar dálitlir dílar, með dökkum, seiglulegum gróðri, ekki ósvipuðum láglendisgrasi, grán af haustregni og áhrifum frosts, hjúfrandi sig í mjúkum bylgjum við brjóst jarðar. Er hæðin blasti við brattari og brattari fram undan, kviknuðu og skýrðust í huga okk- ar, endurminningar hins liðna. Brutust þar fram hugsanir um samferðamennina í stríðinu mikla, er stóðu vörð .nóttina á enda, þar sem áhlaupin voru skæðust, — hugsanir um níst- andi vetramepjuna og vosið um vor og haiist; hugsanir liðsflokkanna mörgu, er unnu nótt og nýtan dag, hvað sem á gekk; hugsanir um svíf- andi loftdrekana og rommkollurnar, er komu á vettvang klukkan fimm. Hugsanir nm þetta alt, tómleikann ægilega og hina þrotlausu bar- áttu, runnu saman í heild, og skýrðust æ betur og betur. Við vöknuðum skyndilega upp af leiðslu- dvalanum, því þytur í lofti, er boðaði veður- breytingu, gerði vart við sig. Það hafði farið fram hjá oss óathugað, að ógnandi haglhríð var í aðsígi, og nú var hún að skella á. Það vildi okkur til happs, að við komum auga á afdrep eða skúta í hlíðinni, varinn með beigluðu báru- járni, ryðguðu þó, og leituðum við þar tafar- laust skjóls. Var veðrið þá að komast í al- gleyming. A meðan við hýrðumst þarna í skút- anum, gafst okkur kostur á að rifja upp í huga endurminningar frá öðrum apríldegi, fyrir níu árum, er Vimy hæð hafði hjúpuð verið snæ og hulin sýn í hörkubyl. Að þessu sinni stóð haglélið ekki lengi yfir, sólin rauf skýin, þótt öðru hvoru drægi fvrir hana dapurlega i hulu * dökilígrárra farand- flóka. Aðhallandinn var enn brattari en svo, að klifinn yrði. Jörðin var gróðurber og eyði- leg. Minjar báls og brands gat að líta í öllum áttum, háa moldarbyngi og kalkstein, þar sem óhugsanlegt var, að nokkur jurtagróður fengj skotið rótum. Vara-liðs-skotgröfin var nú orðin hálfu grynnri, en í fyrri tíð; hún hafði grynkað án þess að veggir hefðu fallið saman. Engin sáust þar vegsummerki, er til þess bentu, að hún hefði trufluð verið af manna- höndum. Þeir einir að eins, er kunnugir vora tilhögnn allri frá fyrri tíð, söknuðu viðarstoð- anna, vírnetja og sandpoka. Sandpokarnir! Um eitt skeið, höfðu þeir virzt vera óumflýjanlegt skilvrði, fyrir tilveru hinna ýmsu einstaklinga. En nú var hvergi sandpoka að sjá! Þrátt fyrir það, mættu aug- anu, hvert sem litið var, hinar og þessar stríðs- minjar, kúlnahrot, nefhlífar, vírflækjnr, sprengikúlur og þýzkir hjálmar. Var einn slík- ur skotinn í gegn að framan, með stærra gat að aftanverðn, og sundurtættar randir, út- hverfar. Mátti þar einnig líta Kitchener stíg- vél, er lítið vihtust látið hafa á sjá, þótt úti hefðu legið í mismunandi veðráttu liðinna ára. (Framh.) ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited OfHce: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENTtY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ Og GŒDI ALVEG FYRIRTAK diiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii£ Samlagssölu aðferðin. Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- = E afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega 5 E laegri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin = = hljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að = = vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, sem henni 5 E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar E = vörusendingar og vörugæði. Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru E = fyrgreind þrjú mcginatriði trygð. Manitoba Co-operative Dairies Ltd. = 846 Sherbrooke St. - ; Winnipeg.Manitoba | ~Tiiiiiiiiiit]iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin*= Þeir íslendingar, er í hyggju hafa aS flytja búferlum til Canada, hvort heldur er héiman af íslandi eSa frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Meðlimir Grain Exchange, Winniptg Produce Clearing Associ- ation, Fort William Grain Exchange, Grain Claims Bureau, LICENSED AND BONDED By Board of Grain Commissioners of Canada Columbia Grain Co. Limited Telephone: 87 165 144 Grain Exchange, Wínnípeg ÍSLENZKIR BŒNDUR! Munið eftir íslenzka kornverzlunar-félaginu. það getur meir en borgað sig, að senda oss sem mest af korn- vöru yðar þetta ár.-”Við seljum einnig hreinsað útsæði og kaupum “option” fyrir þá sem óska þess. Skrifið á ensku eða íslenzku eftir upplýsingum, Hannes J. Lindal, Eigandi og framkvæmdarstjóri. Canada framtíðarlaudið og Vestur-Islendingar. (Framh.) Eftir að Sigtryggur Jónasson og félagar hans höfðu skoðað slétturnar í Manitoba og land- svæði það við vesturströnd Win- nipegvatns, sem nú er -Nýja ís- land, var það valið fyrir nýlendu- svæði, og mun það hafa verið heppilega valið, því fslendingar voru allir gjörsamlega félausir og því nærri feigðarflan að setj- ast að á sléttunum, með tvær hendur tómar og algjörlega þekk- ingarlausir á jarðyrkju og hér- lenda búskaparháttu. í Nýja ís- landi var heyskapur nægur, ef hægt var að komast yfir nokkrar skepnur, og á; kvikfjárræktínni höfðu íslendingar meiri þekkingu. En svo var vatnið, þessi mikla náma, til bjargræðis, sem land- könnunarmenn höfðu í huga, þeg- ar svæðið var valið. Og svo var nægur skógur til húsabygginga og eldsneytis. Strax þegar sendimenn komu til baka úr svaðilför þessari til ís- lenzka flokksins í Kinmount, var hafist handa og meginþorri þeirra manna, sem þar voru þá, fluttu til Nýja íslands. Þessi atburður gerðist að eins átta árum eftir að fylkjasambandið var stofnað (lConfederation), og að eins fjór- um árum eftir að Manitoba (sem nú er miðdepill íslenzkrar menn- ingar í Canada, og í þessari heimsálfu), gekk í fylkjasam- bandið. Samgöngur voru því mjög erfiðar, engin járnbraut til Vesturlandsins; var helzta leiðin þá í gegTi um Bandaríkin, til Fish- ers Landing við Rauðána, og svo með flutningsbátum ofan eftir ánni til Winnipeg, og svo áleiðis með ánni þar til hún fellur í Win- nipegvatn. Á þeim tíma, sem landnámið hófst, var Winnipeg að eins smá- þorp og Manitobafylki að mestu leyti óbygt. Winnipegvatn og Nýja ísland var í þá daga utan takmarka Manitoba-fylkis, innan vébanda Keewatin héraðs. Gekk það hérað úr sögunni seinna og skiftist milli Ontario og Manitoba fylkja, og Nýja ísland varð þá partur af Manitobfylki. “Það er betri húsbruni en hval- reki á fyrsta ári,” segir íslenzkt orðtæki, og sannaðist það á ís- lenzku frumbyggjunum. Það var ekki ein bára stök fyrstu árin. Afskapleg bleytu og rigningaár gerðu bygðarmönnum þungar búsifjar. Vegir voru engir eða lélegir, samgöngur allar því afar- erfiðar innn hérðs og til Selkirk og Winnipeg, sem bygðarfólk var nauðbeygt að sækja mikið til. Svo kom drepsóttin mikla vetur- inn 1876—7, sem lagði að velli stóran og vænan hóp frumbyggj- anna, en dró dáð úr þeim, sem eftir lifðu og úppi stóðu á víg- vellinum, þegar þeim harða hild- arleik var lokið. Ofan á alt bætt- ist ömurleg fátækt, en litlir vegir og torfærir til að auka efnin, og bæta kjörin og krihgumstæðurn- ar; en þarna var sama sagan og í frumbyggjasögu Ontario og aust- urfylkjanna. Menn létu ekkert vinna bug á lífsgleði sinni, því þrátt fyrir fátækt af jarðneskum auði, þá áttu allir mikinn vonar- sjóð, sem þeir varðveittu eins og sjáaldur auga síns. Hið dimma og þunga ský, sem yfir höfði var, hafði gullið kögur, sem taldi kjark í menn á erfiðleika tíma- bilum. Fram undan var fyrir- heitna landið,'' draumalandið fagra, með allsnægtir andlegar og likamlegar — efni, mentun og frelsi, — það, sem mennirnir hafa verið að leita að frá alda öðli. Þeir, sem voru duglegir og at- orkusamir og entist nokkur ald- ur, þeir, sem geymdu vonarsjóð- inn og trúna á landinu, komust heilu og höldnu til fyrirheitna landsins, og voru sigursælir að lokum. Þegar eg man fyrst eftir mér, stóð eg í litlu skógarrjóðri hjá litlu húsi. Ekki sá nema upp í heiðan himininn, því skógurinn var alt í kring, að eins lítill blett- ur höggvinn þar sem húsið stóð. Foreldrar mínir komu frá íslandi á öndverðri landnámstíðinni, al- gjörlega efnalaus, þekkingarlaus að öllu á þessa lands visu, en a- kveðin í því, að bjarga sér fyrir eigin atorku. Eins og aðrir, tók faðir minn heimilisréttarland í Nýja ísiandi og bygði sér lítið bjáikahús með timburþaki. Og nokkrar skepnur komst hann yf- ir, eins fljótt og kostur var, bæði nautgripi og sauðkindur, því hann var fjármaður frá íslandi; á með- an hann lifði lagði hann rækt við sauðfjárræktina, þótt í smáum stíl væri. Er mesta furða, hvað

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.