Lögberg - 29.09.1927, Blaðsíða 8

Lögberg - 29.09.1927, Blaðsíða 8
bls. 8 i^öGBERG, FIMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1927. Maður, sem vill færa konu sinni bezta mjöl sem aldrei bregst, flytur heimtil sín af poka Robín Hood FliOUR ABYGGILEG PENINGA TRYGGING I HVERJUM POKA Ur Bænum. Aldraður maður, sem fær er um að hirða fáar skepnur og er lipur á heimili, getur nú fengið atvinnu á rólegu, íslenzku heimilí úti landi. Til frekari upplýsingar. sjáið ritstjóra Lögbergs. “Systrakvöld” verður í stúk- unni Heklu, nr. 33, I. 0. G. T., fóstudagskvöldið núna í vikunni 30. þ.m. Verður þar ýmislegt til fróðleiks og skemtunar og ættu meðlimirnir að fjölmenna. Allir Goodtemplarar velkomnir. Guðsþjónusta boðast að Ralph Connor skóla, sunnudaginn 2. okt. kl. 2 e.h. S. S. C. Trúboðsfélag kvenna Fyrsta lút. safnaðar, er að efna til samkomu, er haldast á í kirkjunni miðv'iku- dagskvöldið 26. okt. Nánar aug- Jýsist þetta síðar. I kvæðinu eftir Sigurjón Berg- vinsson, “Engillinn”, sem birtist í síðasta Lögbergi, hefir slæðst inn ein prentvilla. Þar stendur þessi setning: “Engilinn minn en á að vera: Engillinn þinn. — Þetta eru lesendur blaðsins vin samlega beðnir að taka til greina. Miss Thorstína Jackson endur- tekur fyrirlestur sinn um ísland, og sýnir myndir frá íslandi, Fyrstu lútersku kirkju á mánu- dagskveldið hinn 3. október n. k., eins og auglýst er á öðrum stað blaðinu. f þetta sinn gengur helmingurinn af ágóðanum til Jóns Bjarnasonar skólans og má því vænta, að vinir skólans sæki vel þennan fyrirlestur og það því frekar, sem fólki er nú vel kunn- ugt, að fyrirlestur'iivn er fróðleg- ur og myndirnar ágætar. Miss Jackson talar á ensku. Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar heldur Bazaar í samkpmusal kirkj- unnar á þriðjudagskveldið hinn 18. október n.k. Á félagið ýmsa góða muni síðan síðasti Bazaar var haldinn, sem nú verða seldir fyrir lítið verð. Einnig verður þar seldur heimatilbúinn matur af ýmsu tagi. Veitingar verða þar einnig til sölu og þar á meðal skyr og rjómi. Mr. Jón Sæmundsson frá Se- attle, kom til borgarinnar í síð- ustu viku. Hann kom frá N. Dak. og var á heimleið. Miss Ólöf T. Bjarnason, hjúkr- unarkona frá Los Angeles, Cal., sem hefir dvalið hér í borginni í sumar, fór heimleiðis í síðustu viku. Jón Sigurðssonar félagið held- ur fund næstkomandi mánudags- kvöld, á heimili Mrs. J. B. Thorpe, Ste. 18 St. Elmo Apts. Er áríð- andi, að félagskonur sæki fund- inn, sem allra bezt, því mörg mik- iivæg mál bíða úrlausnar. Þeir feðgar, Gísli og Ragnar Johnson frá Narrows, Man., komu til borgarinnar á mánudaginn með um 140 nautgripi, sem þeir seldu hér til slátrunar. Mr. G. Johnson leit inn til vor og sagði hann að salan hefði gengið held- ur vel og verðið væri vel viðun- anlegt. Heyskapur sagði hann að hefði gengið ágætlega í sinni bygð, því bæði hefði grasvöxtur verið mikill og nýting ágæt. Mr. Sig’urður Jónsson frá Min- ne\yaukan, Man., hefir verið staddur í borginni undanfarna dga. í tilefni af dauðsfalli Þórðar Guðmundssonar frá Móbergi, sem oft var kallaður “spítala Þórður” og átti heima á Akureyri., en dó þar 1920, er þessi fyrirspurn gerð. Hann var sonur Guð- mundar Guðmundssonar og konu hans Halldóru Þórðardóttur, er lengi bjuggu á Sneis í Húnavatns sýslu. Þórður heitinn lét eftir sig nokkrar eignir og erfðaskrá, en fyrir það að nokkur systkini hans' flqttu til Ameríku fyrir ær- ið mörgum árum og eigi er kunn- ugt um áritan þeirra, né hvað irörg af þeim séu enn á lífi, eða aðrir erfingjar, hefir eigi verið unt að ganga frá eigum þess látna samkvæmt erfðaskránni. — Eru því systkini og aðrir erfingjar hins látna Þórðar, er í Ameríku búa, vinsamlega beðin við fyrstu hentugleika, að senda áritun sína og aðrar nauðsynlegar upp- lýsingar til A. P. Jóhannssonar, 673 Agnes Str., Winnipeg, Can. Upplýsing óskast um Svandísi Sigurðardóttur, er fór frá íslandi fyrir 35 árum (þá ógift), var ný- búin að missa bróður sinn, Jóel Sigurðsson, er dó hér í Ameríku. Mrs. Brimberg, Box 4, Gardar, N. Dak. Mr. ó. Anderson, innköllunar- maður Lögbergs frá Baldur, Man. leit inn á skrifstofu vora síðast- liðinn þriðjudag. Taldi hann upp- skeru í Argylebygð, vera í góðu meðallagi, og að þreskingu myndi lokið fyrir næstu helgi. Mr. Fritz Erlendsson frá Nar- rows, Man., hefir verið staddur í borginni undanfarna daga. Mr. og Mrs. Marlatt frá Edmon- ton, Alta., voru hér í borginni vikuna sem leið. Mrs. Marlatt er dóttir Árna Eggertssonar fast- eignasala og kom hún að heim- sækja föður sinn og aðra ættingja og Vini. Mr. og Mrs. Sigurður Ander son, Piney, Man., voru í borginni siðustu viku. HingaS kom til borgarinnar um siðustu helgi, frú Axel Thorsteins- son, frá Reykjavík á fslandi. Mr. Magnús Pétursson frá Langruth, Man., var nokkra daga hér í borginni í síðustu viku. Sagði hann, að uppskera væri heldur lé- leg í sinni bygð. Dr. Tweed verður í Árborg á miðvikudag og fimtudag, 5. og 6- október. Tíðin var fremur köld vikuna sem leið, og rigningar töluverðar. Á laugardaginn snjóaði talsvert hér norður og vestur undan. Síð- an um helgina hefir verið frost r.okkurt á nóttum, en bjart og gott veður á daginn. Þresking hefir víðast gengið heldur vel og mun henni nú víðast að mestu lokið í suðurhluta Manitobafylk- is. í norðanverðu fylkinu og eins Saskatchewan og Alberta, er enn mikið óþreskt. Ungtemplarastúkan “Gimli” hóf starfsemi sína eftir sumarfríið 3. sept. Fundir eru á laugardög- um kl. 2 e.h. í Town Hall. Mælsku samkepnin, sem fram fór 27. maí 1. verður endurtekin á föstu- dagskvöldið 30. sept. í lútersku kirkjunni. Engin verðlaun né verðlaunapeningar verða gefin í ietta sinn. Ágóði samkomunnar gengur til þeirra, sem bágt eiga um jólin. M 35 M 35 M S M M S M S M 2 M X 1 s M Miss Thorstína S. Jackson endurtekur fyrirlestur sinn um ísland, með myndum, Fyrstu lút. kirlíju, Mánudagskv. 3. Október Klukkan 8.30 Fyrirlesturinn verður á ensku. Helmingur ágóðans gengur til Jóns Bjarnasonar skóla. : STYÐJIÐ G0TT MÁLEFNI, FYLLIÐ KIRKJUNA ÞETTA KVELD ^BMBMSMBMBMBMBMBMBMSHBMaMBHaMSSMSMBMSMBBÍiBMSHBMSMSMBH: M B B M H sr H B M S H S M S H S H B H S BM Mrs. ólöf Goodman, andaðist á laugardaginn, hinn 24. þ.m., að héimili sínu, 761 Bannatyne Ave. hér í borginni, eftir langa van- heilsu. Hún var ekkja Gísla sál. Goodmans, sem dó hér fyrir fáum árum, en systir Dr. M. B. Hall- dórssonar og þeirra systkina. Börn hennar eru átta, öll upp- komin, fjórar dætur og fjórir syn- ir: Mrs. C. Neil, Misses Hólmfríð- ur, Guðrun og Björg, Konráð, Björn, Magnús og Gísli. Mrs. Goodman fluttist hingað vestur með foreldrum síunm, þegar hún var ung stúlka og hefir lengst af átt heima 1 Winnipeg síðan. Hún var atgerfiskona til sálar og lík- ama, eins og hún átti kyn til. — Jarðarförin fór fram frá Sam- bandskirkjunni á þriðjudaginri í þessari viku og fluttu þar líkræð- ur þeir prestarnir séa Rögnvald- ur Pétursson og séra Ragnar E. Kvaran. Rose Theatre Flmtu- föstu- og laugardag þessa viku “The Monkey Talks1' with Olie Borden, *also Buck Jones in ‘GOLDEN VALLEY’. Einnig fjórði k.pítuli of leiknum ON GUARD Stage attraction for the chil- ■dren, Saturday matinee. Mánu- þriðju- og miðviudag næstu viku FLORENCE VIDOR “The World at her Feet“ Coming Richard Dix in “Man Power.” WALKER Canada’s Finest Theatre WBD, MAT. NŒSTU VIKU SAT. MAT foLDtíSutfwf PANTOMIME \VflA TO VISIT CANADA Hi ENTIRE CAST, CHORUS É- PROOUCTION f- DIRECT PROM LONDQNJ A sem mánudagskveldið leið, voru gefin í vikunni saman í hjónand, Miss Lorna Elizabeth Jones og Mr. Paul G. Magnusson. Ungu hjónin lögðu af stað sama kveldið í skemtiferð til Chicago, Niagara Falls og London, Ont. Þau koma heim nú um mánaða- mótin og verður framtíðarheimili þeirra að 749 Lipton iSt. hér í borginni. A Medley of Mirth, Music and Movement Kveldin 50c til $2.00 Miðv. Mat. 25c til $1.00 Laugard. Mait. 25c til $1.50 10% Tax að auki. Minningar guðsþjónusta um Klettafjalla skáldjöfurinn nýlega látna, Stephan G. Stephansson, verð- ur haldin í kirkju Sambands safn- aðar, næstkomandi sunnudagskvöld, þann 2. október næstkomandi. WONDERLAND. Kvikmyndin, “The Little Jour- ney’, sem sýnd verður í Wonder- land leikhúsinu, síðustu þrjá daga þessarar viku, er með afbrigðum skemtileg. Hún sýnir hvernig það gekk fyrir ungri og auðugri stúlku í New York, sem tapaði eigum sín- um með því að kaupa hluti í olíu- félagi. Þegar þannig er komið, verður henni fyrir að taka tilboði upgjafa kaupmanns frá San Franeisco og fara þangað með honum, og það er einmitt ferða- lagið, sem myndin sýnir. Það er Harry Carey, sem léikur þenna- gamla ksupmann, og gerir það á- gætlega vel. Þarna leikur einnig Billy Haines, sem margir kannast við frá “Brown of Harvard”, og ýmsir fleiri ágætir leikarar. Sigurgrímur Gíslason, trésmið- ur, andaðist hinn 1 22. þ.m. að heimili sínu, 642 Agnes St. hér í borginni, eftir langa og þunga legu. Hann var um sextugs ald- ur, ættaður úr Árnesýslu, en hafði um mörg ár átt heima hér í borg- inni og jafnan stundað iðn sína. Sigurgrímur Gíslason var einn af þeim mðnum, sem ekki láta mikið yfir sér og bar því ekki mikið á honum. En hann var engu að síð- ur, að mörgu leyti fyrirmyndar- maður. Hann var mesti dugnað- ar- og ráðdeildarmaður og svo trúr og áreiðanlegur, að hann vann sér óskift traust allra sem nokkuð höfðu saman við hann að sælda. Hann var pri^ðmennihið mesta í allri umgengni og má ó- höfðu þau hætt fullyrða, að allir sem hann kyntist, báru hlýjan hug til hans og sakna hans nú einlæglega, því þeim er það ljóst, að hér er góður maður til grafar genginn. Hann lætur eftir sig ekkju og tvö börn, uppkomin. Jarðarförin fór fram laugardaginn bandssafnaðar, hafa tilheyrt. frá kirkju Sam- sem hann mun Jóla-óska Bréfspjöld Mjög mikið úrvíil af jóla- kortum, er nú til sýnis á skrifstofu vorri. Það fer að verða tími til að minnast frænda og vina í fjarlægðinní, ef Jiú Hugsar þér að senda þeim gleði- óska-skeyti um jólin. QTfjc Coltimbta J3resö, Ztb. 695 Sargent Ave., Winuipeg Jóhannes Jósefsson, íþróttamað- urinn frægi, sem í mörg ár hefir dvalið erlendis, eins og kunnugt er, ætlar nú að setjast að í Reykjavík. Islendingar, hvort heldur bú- settir hér í borginni eða út um hinar ýmsu nýbygðir, eru vinsam- Iega beðnir að veita athygli aug- lýsingu McLaughlin Mótorfélags- inp, sem birtist nú í þessu blaði. Kjörkaupin, sem þar eru auglýst, eiga engan s'inn líka, og ættu menn því ekki að láta slíkt tækifæri til að eignast góða bíla og ódýra, sér úr greipum ganga, athugunar- , laust. — Landi vor, Mr. Edward* Breckman, sonur Mr. og Mrs. Th. F)reckman jað jLundar, Man., er eínn af starfsmönnum McEaugh- in félagsins, og nýtur óskifts trausts allra, er eitthvað til hans þckkja. Mun hann fúslega láta löndum sínum í té allar þær upp- lýsingar, er þeir kynnu að vilja verða aðnjótandi. — McLaughlin Mótorfélagið, hefir ávalt fyrir- liggjandi birgðir af nýjum Ponti- er ac og McLaughlin bílum. Ættu íslendingar að hitta fyrst Mr. Breckman að máli, ef þéir hafa 4 hyggju að kaupa bíl sinn hjá Mc- Laughlin Mótor félaginu. DÁN ARFREGN. .Oscar Nichols lézt að heimili sínu hér þann 30. júlí síðastl.; var dauðamein hans krabbamein í maganum, sem hann all lengi hafði þjáðst af. Hann kom hingað fyrir liðug- um fjörutíu árum, með fóstur- foreldrum sínum, Bárði Nikulás- syni (Nichols) og konu hans. — Gekk Oscar hér á skóla, giftist ungur Dóru dóttur Jóns sál. Þór- hallasonar. Þau hjón eignuðust sjö börn og lifa þau öll og eru að mest uppkomin, sem með móður sinni syrgja nú ástríkan föður pg eiginmann. Oscar fór snemma að sigla, sem menn segja; var í mörg ár bryti á stórskipum (freighters). Um tíma var hann smjörgerðarmaður hér, en hætti því og fór aftur á skipsfjöl. Fyrir þrem árum síðan flutti hann sig með fjölskyldu sína til Milwaukee, mest vegna þess, að þar var hægara að menta börnin en hér, og líka hægra fyrir þau af börnunum, sem uppkomin voru, að fá atvinnu. — Síðasta árið þar hjón greiðasöluhús, “restaurant”, og þar fór hann að finna til þess kvilla, sem varð hon- um að bana. Þann 1. marz komu þau hjón aftur til eyjarinnar með sum af börnunum, og mun hann hafa grunað hvað verða mundi, og vildi því bera beinin hér, þar sem hann var svo lengi og þar stm þeim hafði liðið vel. Með Oscari Nichous er t'l moldar genginn hæfur maður ogj góður drengur, Hann var 51 árs þegar hann lézt. Washington Island, Wis., 20. sept. 1927. yinur hins látna. Jónína Johnson Pianokennari. Studio 646 Toronto St. Phone 89 758 Heima 26 283 SöGUR eftir séra Jón Sveinsson, S. J. til sölu hjá F. Sanson, 626 Alver- stone St., Winnipeg. í skrautbandi: “Nonni”................ $3.50 Borgin við Sundið ........ 3.50 (iFramh. af “Nonni”) Burðargj. fyrir hv. 8c. Sólskinsdagar ............ 2.40 Nonni og Manni.....‘...... 2.40 Burðargjald 5c. 1 spjöldum: Sólskinsdagar..., ........ 1.25 Nonni 0g Manni............. 1.25 Ferðin yfir Sundið........ 1.25 “Nonni” í Kaupmannahöfn 1.25 Burðargjald 4c. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson stundar almennar lœkningar 532 Sherburn St. Tals. 30 877 Ferðist til Islands með The Swedish American Line og tryggið yður þannig ILnægjulega ferð. CHRISTMAS EXCURSIONS undir persðnulegu eftirliti voru: “Drottningholm,” Halifax 28. níóv. “Sttockholm”, Halifax 5. des. “Gripsholm” New York, 9. des. Járnbrautarfélögm I Canada leggja til sérstaka vagna og svefnvtagn fyrir þá er hátt itiaka I þessum Canada Christ- mas Excursions. Eríið þér að hjálpa vinum yðar eða frændum frá gamla iandinu til Canada ? Verið vissir um, að láta þá koma með Swedish American línunnd, þar sem alt er upp á það fullkomnasta, fæði, hrein- Iæti og fljðtar ferðir. Farhréf til islands og hingvað aftur á þriðjia farrými, $196.00. Aðra leið kosta farbréf á þriðja farrými $122.50. SWEDISH AMERICAN L*NE 470 Main St., Winnipeg, Man. $50.00 verðlaun Ef Mér Bregst að Græða Hár. ORIENTAL HAIR ROOT HAIR GROWER Frægasta hármeðal í heimi. Sköll- óttir menn fá hár að nýju. Má ekki notast þar sem hárs er ékki æskt. Nemur brott nyt í hári og aðra hörunds kvilla í höfðinu. $1.75 krukkan. Umboðsmenn óskast. Prof. M. S. Crosse 839 Main St., Winnipeg, Man. THE WONDERLAND THEATRE Fimtu-Föstu- og Laugardag ÞESSA VIKU WILLIAM HAINES The Little Journey Aukasýning laugardagseftirmiðdag Juvenile Musicians, Singers and Dancers Kemur næstu viku Mánudag Þriðjudag og Miðv.dag Ladíes At Play Fimtu-Föstu- og Laugardag COLLEEN MOORE í Naughty but Nice Holmes Bros. Transfer CO' Baggage and Furniture Moving Phone 30 449 668 Alverstone St., Winnipeg Viðskiftilslendinga óskað. G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 607 Maryland Street (jÞriðja hús norðan við Sarg.) Prone: 88 072 Viðtalstími: kl. 3-7 e.h. og á Sunnudögum frá 11-12 f.h. Exchange Taxi Sími 30 500 $1.00 fyrir keyrslu til allra staða innan bæjar. Gert við allar tegundir bif- reiða, bilaðar bifreiðar dregnar hvert sem vera vill. Bifreiðar geymdar. Wankling, Millican Motors, Ltd. The Viking Hotel 785 Main Street Cor. Main and Sutherland Herbergi frá 75c. til $1.00 yfir nóttina. Phone J-7685 CHAS. GUSTAFSON, eigandi Ágætur matsölustaður í sam- bandi við hótelið. C. J0HNS0N hefir nýopnað tinsmiðaverkstofu aÖ 675 Sargent Ave. Hann ann- ast um alt, cr að tinsmíði lýtur o| leggur sérstaka áherzlu á aðgerðii á Furnaoes og setur inft ný. Sann- gjarnt verð, vönduð vinna og lip- ur afgreiðsla. Sími: N-0623. V Helmasími N-8026. Rose Hemstitching & MíJlinary GleymiC ekki aS á 804 Sargent Ave. fást keyptir nýtízku kvenhattar. Hnappar yÆriklæddir. Hem itchlng og kvenfataslaumur gerður. Sératök athygli veitt Mail Orders. H. GOODMAN. V. SIGURDSON. Blómadeildin Nafnkunna Allar tegundir fegurstu blóma við hvaða tsekifæri sem er, Pantanir afgreiddar tafarlaust Ulenzka töluð í deildinni. Hringja má upp á sunnudög- um B 6151. Robimon’sDept. Store.Winnipeg WALKER. Aðgöngumiða er nú hægt að fá á Walker leikhúsinu fyrir leikinn “Aladdin”, sem verður leikinn þar í fyrsta sinni á mánudagskveldið hinn 3. okt, og svo alla vikuna. Aladin er mjög fallegur og skemtilegur leikur. Leikflokkur- inn kemur frá London á Englandi og leikurinn fer hér fram ná kvæmlega eins og þar, en þar var honum tekið frámúrskanh.idi vel og þótti þar mjög mikið til hans koma. Það má taka það fram, að leikur þessi er aðallega skemti- leikur og mjög fagur; mikið af söng, hljóðfæraslætti, og þar er dansað af reglulegri list, og þar er mikið bæði að heyra og sjá sér til ánægju. Aðal efnið í leiknurn sagan um Aladdins lampann.i Það er mikið -gleðiefni öllum hér um slóðir, sem unna leiklist- inni, sérstaklega þar sem feg- urðin fær sem bézt að njóta sín, að eiga þess nú kost að sjá leik- inn “Aladin” á Walker leikhúsinu. 55H5Z5E5S5H5H5B5E5H5H5a5Z5H5E5H5H5H5Z5H5B5BSHS2Sa5H52S A Strong, Reliable Business School MORE THAN 1500 ICELANDIC STUDENTS HAVE ATTENDED THE SUCCESS BUSINESS COLLEGE OF WINNIPEG SINCE 1909. It will pay you again and again to train in Wln- nipeg where employment is at its best and where you can attend the Success Business College whose graduates are given preference by thousands of em- ployers and where you can step right from school into a good position as soon as your course is finished. The Suc.cess Business College, Winnipeg, is a strong, reliable' school—its superior service has resulted in its annual enrollment greatly exceeding the combined yearly attendance of all other Business Colleges in the whole provinee of Manitoba. Open all the year. Enroll at any titne. Write for free prospectus. S a a 'a a a a a a a a a s 3 BUSINESS COLLEGE, Limited 385V2 Portage Ave. — Winnipeg, Man. 5H5i 5H52Í E‘rí5H5H5H5H5H5H5H5H5H5Hi S5- 'Z&esæ “Það er til ijósmynda smiður í Winnipeg” Phone A7921 Eatons opposite W. W. R0BS0N 317 Portage Ave. Kennedy Bldg ÞJÓÐLEGASTA Kaffi- ogMat-söluhúsið sem þossi borg hefir nokkum tima hnft innan vébanda sinna. Fyrlrtaks máltlBir, 8kyrk pönnu- kökui. rullupylse og þjóBræiknia- kaffl. — Utanbæjarmenn fá sé. ávalt fyrst hressingu á WKVEL CAFE, 692 Sargent At« Simi: B-3197. Rooney Stevens, elgand*. KONUR! Silk Aid er ný uppgötvun, sem veld- ur þvi að silklsokkiarnir endast lengur. Silk Aid veldur því einnig að sokk- arnir halda lag'inu. Silk Aid gerir silkiþráðinn sterkarl og me8 því að nota það þola sokkarnir á- reynslu, er annars mundi eyðileggja þá. Silk Aid er duft og það er nég I hvieirjum pakka fyrir 100 pör af silki- ookkum. Sokkarnir yðiar endast þrem til sex sinnum lengur, ef þér notið Silk Aid. Pakkinn kostar $1.50. Póstgjald horg- að hvert sem er. Prentaðir bæklingar ef óskað, er. THE SARGENT PHARMACT.LTD. iSargent & Toronto. Simi 23 455. Winnipeg. LINGERIE VERZLUNIN 625 Sargejit Ave. Látið ekki hjálíða að líta inn í búð vora, þegar þér þarfnist Lingerie eða þurfið að láta hemistitcha. Hemstitching gerð fljótt og vel. lOc Silki. 8c.Cotton Hár krullað og sett upp hér. MHS. S. GUNNliAUGSSON, Ei<aa#l Talsími: 26 126 Winnipeg Carl Thorlaksson, Úrsmiður Við seljum úr, klukkur og ýmsa gull- og •ilíur-muni, ódýrar en flestir aðrir. AMar vörur vandaðar og ábyrgðar. Allar pant- anir með pósti afgreiddar tafarlaust og ná kvæmlega. Sendið úrin yðar til aðgerða. Thomas Jewelry Go. 666 Sargent Ave. Tals. 34 152 A. SŒDAL PAINTER and DECORATOR Contractor Painting, Paperhanging and Calsomining. 475 Toronto St. Ph.: 34 505 DRS. H. R. & H. W. TWEED Taimlaeknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone A-6545 Winnipeg Meyers Staidies 224 Notre Dame Ave, Allar tegundir ljós- mynda ogFilms út- fyltar. Stœrsta Ljósmyndastofa í Canada »000000 ♦##########»#####»######### i Frá gamla landinu, Serges og Whipcords við afar sanngjörnu verði. Sellan & Hemenway MERCHANT TAILORS Cor. SKerbrook og William Ave. Phone N-7786 UNiDIIN PiCIFIC NOTII) Canadlan Pacific elmskip, þearar þéy ferðist til gamla landsins, íalands, eða þegar þ£r sendið vinum yðar far- gjald til Canada. Ekki ha'kt að fá betri aðbúnaS. Nýtlzku sklp, útbúln með öliuno þeim þægindum sem skip má veita. Oft tarið á milli. Fargjaid A þriðja plássi inilli Can- lulu og Rcykjavíkur, $122.50. Spyrjist fyrir um 1. og 2. pláss far- gjald. Leitið frekari upplýsinga hjá nn- boðsmanni vorum á st&ðnum skrlfið W. C. CASEY, General Agesnt, Oanadian Padfo Steamshlps, Cor. Portage & Main, Winnipeg, Man. eða H. 8. Bardal, Sherbrooke St. Wlnnlpeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.