Lögberg - 20.10.1927, Blaðsíða 5

Lögberg - 20.10.1927, Blaðsíða 5
LöGBERG, FIMTUDAGINN 20. OKTÓBER 1927. Bla. fi Dodds nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lœkna og gigt <bak- verk, ihjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, eem stafa frá nýr- unum. — Dodd'a Kidney Pill* koeta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllu*m lyf- •ölum eða frá The Dodd^s Medi- clne Company, Toronto, Canada. Esplin. Hafði hann að sðgn verkaskifti við þá; hann bygði fyrir þá bjálkaskýli, en þeir í staðinn öfluðu honum heyja eða hjálpuðu honum til þess að afla þeirra. Voru þetta fyrstu verkin, sem íslendingar unnu í Argyie- bygðinni. er lækur, sem rennur frá austri til vesturs. Verður hann að afar- breiðum mýrarflóa fyrir neðan íslendingabygðina; er þar \afar- mikill heyskapur, þegar skaplega viðrar. Gengust Islendingar í fyrndinni mikið fyrir engjalönd- um; hreptu sumir lakari lönd fyr- ir það að gengist var meira fyrir heyskapnum en jarðræktinni. Mun það hafa verið fyrir þær á- stæður fremur, að íslendingar ekki festu bygð á hinum fögru og frjóvu sléttum norðan ýið læk- inn, sem var hið frægasta akur- yrkjuland, en engjar litlar eða engar. íslendingar eru fjallaþjóð, og var tilfinningin svipuð hjá þeim og Bjarna Thorarensen, er hann kvað “Leiðist mér fjalllaust frón”, eða Jóni ólafssyni, er hann kvað í fjallasýn hér í vesturlandinu; “f suðaustrinu sé eg fjöll, sem við loftið blána, náttúran fær óðar öll annan svip á brána.” Og ís- lendingarnir gömlu kusu, að öllu öðru jöfnu, náttúrutilbreyting- una, þar sem þess var kostur, heldur en hina tilbreytingarlausu eyðisléttu. Og þó ekki séu fjöll í Argyle, þá er samt mikil til- breyting fyrir augað, hvert sem litið er. Að loknu þessu sneri Sigurður huga sínum heim á leið^ Komst hann heim eftir tveggja mánaða útivist, og hafði hann farið fót- gangandi mestan part leiðarinn- ar. Kom hann heim til Nýja fs- lands með hinar glæsilegustu sögur af landkostum vestur í fylki, sem kallaði huga fjölda- margra í suðurhluta Nýja íslands sem þreyttir voru orðnir á vatns- elgnum, er hindraði alla framför á þeim árum. Bygð íslendinga í Argyle, sem hér um ræðir, er á norðurtakmörk- um sveitarinnar, aðallega Town- ship 6, röð 13 og 14, og að miklu leyti Township 5, .einnig í röð 13 og 14 fyrir vestan fyrsta hádegis- baug. Einnig voru það aillmargir íslendingar, sem bygðu í Town- ship 6, röð 15, sem áður var innan takmarka Argyle-sveitar, en nú tilheyrir Strathcona sveit; en af þeim stöðvum eru íslendingar því sem næst allir horfnir. Aðal bygð- in er og hefir alt a.f verið milli kauptúnanna Gienboro og Baldur, austur gegnt Cypress River þorpi. Baldur er í Argyle sveitinrii sunn- an við íslendingabygðina. Glen- boro er 12 mílur norður og 2 míl. vestur frá Baldur, og er höfuð- staðurinn í S. Cypress sveitinni. Cypress River er 9 mílur beina línu austur frá Glenboro og er á vesturtakmörkum Victoria svéit- ar. Til allra þessara kauptúna sækja íslendingar í Argylebygð- inni nokkuð að jöfnum hlutföll- um. Ekki skal neinn furða á því, þótt íslendingar litu hýru auga til þessa landsvæðis, er þeir fyrst litu það augum í allri þess nátt- úrudýrð. Suðurhluti bygðarinn- ar, er afar hólótt land og var, og er að nokkru leyti enn, allmikið skógi vaxið. Eru óteljandi smá- vðtn og mýrar á milli hólmanna. í norður og austur bygbinni er landið all-öldumyndað; er slétt- lendið mest í austurbygðinni, en verður meira öldumyndað er vest- ar dregur. Norðan við hálendið Seint í septembermánui 1880, á meðan þeir Sigurður og Kristján voru í sínum landskoðunar leið- angri,^ lögðu þeir upp frá Nýja íslandi, í landaleit vestur í fylki, Skafti Arason, sem síðar varð mesti bændaöldungur Vestur-ís- lendinga, og William Tayilor, sem var mjög vinveittur íslendingum og bróðir John Taylors, umboðs- manns þeirra hér á fyrstu árum. Fóru þeir um óbygðir og vegleys- ur, að mestu leyti sömu slóðir og þeir Sigurður og Kristján. Kom- ust þeir alla leið norður í Town- ship 6, og sem hinum fyrri, leizt mæta vel á landkosti. Hafði land- skrifstofa sambandsstjórnarinnar verið flutt á þessu tímabili vest- ur að Sourisánni; voru það 25 mílur vegar; gengu þeir þennan spöl í viðbót og festu sér lönd, héldu síðan heim á leið og komu við hjá E. Parsonage og mættu þar Halldóri Árnasyni frá Sig- urðarstöðum á Sléttu og Friðbirni iS. Friðrikssyni, bróður Friðjóns Friðrikssonar og þeirra bræðra. Voru þeir sendir með griparekst- ur af John Taylor til Parsonage. Átti hann að fóðra þá um vetur- inn. Þeir Halldór og Friðbjörn höfðu langa ferð og mættu mörg- um erfiðleikum; land því sem næst óbygt, vegir engir; urðu þeir oft að liggja úti á bersvæði um nætur; sömuleiðis var þeim úthýst, en allvíðast ekki í annað hús að venda. Þeir voru báðir frískir og fjörmiklir og létu ekki alt fyrir brjósti brenna. Náðu þeir til Parsonage heilu og höldnu, mættu Skafta Arasyni þar, og fengu hann til þess að fara með sér norður í landnámið og alla leið vestur til Millford við Souris- ána. Tók Halldór land í austur- enda bygðarinnar, en Friðbjörn nam land í vesturbygðinni, norð- an til á öldunni sunnan við læk- inn. Sér þar norður yfir flóann og slétturnar fyrir norðan og er hið fegursta útsýni; var hann þar vel í sveit kominn. Eftir að þeir Halldór og Frið- *W**tfHtt«HKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHK«HKHKHKH«HKH«H!^^ Sendið korn yðar tii UNITED grain growers t? Bank of Hamilton Chambers WINNIPEG Lougheed Ðuilding CALGARY Fáið beztu tryggingu sem hugsanleg er. K^K^^KHKHKKHKhKBKHKHKHKhKhKhKKhKKhKHKhKHKHKhKHKHKHKH**1 ■(OYAL'UAW'' Pegar þérsendið PENINGA PÓSTI Royal Bank MONEY ORDERS \ Þær borgast í Canadiskum, *V U.S.A. eða ensk- ; \ /\ um peningum. The Royal Bank of Canada björn festu sér land, lögðu þeir félagar af stað; fóru þeir ekki sömu leið til baka, en lögðu leið sína norðaustur í óbygðirnar, alla leið til Portage la Prairie. Kom- ust þeir heilir á húfi heim til heimkynna sinna um haustið, eft- ir mikla hrakninga. Hafði nú stækkað sjóndeildar- hringur íslendinga við leiðangur og æfintýri manna þessara fimm, sem nú hafa verið nefndir; urðu þeir allir merkir menn í sögunni, hver á sínu starfsviði. — Siðan eru nú liðin 47 ár, og eru þeir Halldór Árnason og Friðbjörn einir uppistandandi; eru þeir enn ernir og ungir í anda, og eins og fugl á kvisti, og enn þá færir í leiðangur eins og í gamla daga, miklu frekar en sumir hinna yngri, sem oft þykja göngin milli búrs og eldhúss nógur áfangi fyr- ir sig, eins og Guðmundur ferða- langur sagði. Frh. Um Stefán frá Mjóadal. (íFrh. frá bls. 1) ómag'inn á smalaþúfunni hugðist vera Grettir, og gerði. ýmsar um- bætur á sögunni, svo hann gæti því betur varist fyrir óvinunum. f einverunni, hjá ánum, munu margir hafa byrjað að bögla sam- an bögu. Alstaðar voru dala- skáld, sem ortu alþýðlegar hús- gangsvísur um hversdags við- burði. Það sýrtdist vinnandi veg- ur að verða þe'irra jafningi; og til hærra marks mun naumast hafa verið stefnt, svona til að byrja með. Alt, sem óskólagenginn al- þýðumaður getur lært, mun ^Stephan G. hafa numið á íslandi, .X en svo megum við heldur ekki gleyma ætterninu — að hann óx á þjóðmeiði vors skáldræna kyns. Ættleiddar gáfur og uppeldið lagði fsland til, það meðlag flutti hann að heiman í verið hingað vestur. Hvað átti nú Ameríka eftir að gera úr þessum unglingi, sem tví- tugur trúði henni fyrir framtíð sinni. Hann kom frá Mjóadal, til að byggja sér bú á hinum víðlendu Vesturheimssléttum. Hann hvarf frá kotakyrð, hins fábrotna sveita- lífs á Fróni, til þess að taka þátt í lífsbaráttunni, þar sem mönnum streymdi blóðið einna hraðast í æðum. Hann kom þaðan, sem menn bjástruðust með byrðar yfir vegleysur og slitu kröftum sínum við torfristu, til þeirrar þjóðar, sem komist hefir öðrum framar í því að taka náttúruöflin í sína þjónustu við alla iðju. Hann sá vélmenninguna, þar sem hún hef- ir náð mestum þroska. Sumir virðast fá finhvers kon- ar angistar aðsvif, sem líkist helzt galdrahrolli í gömlu fólki, þegar á þessa vélamenningu er minst. Þeim er gjarnt að skoða það sem nokkurs konar nýtízku fyrir- brigði, sem ýmsum ódæmum hef- ir valdið. Þessi nýmóðins píslar- grátur er oft aðal uppistaðan í nútíðar bókmentum íslendinga og annara. Þeir gæta þess ekki, að vélamenningin á sér afar langa sögu. Hún byrjði, þegar villimað- urinn gerði fyrsta beinhnífinn til að skera villidýraketið, og fyrsti sæfarinn lagði frá landi, í ein- trjáningnum sínum, til að fleyt- ast yfir fjörðinn. Viðleitni mann- vitsins hefir jafnan verið sú, að temja öflin og yfirstíga erfiðleik- ana. Hún er annar aðal þátturinn í sigurför sálarinnar; hinn er sá, að temja sjálfan. sig. Sú tilraun hefir tekist miður — en sama vit- ið og snildin, sem sigrað hefir heiminn, hið ytra, á máske eftir að þroska innrætið til miklu stærri fullkomnunar, en menn láta sig dreyma um. En nú skulum við hverfa aftur til mannsins frá Mjóadal. Gáfað- ir menn eru gjarnast spurulir, og í hvert skifti sem hann grenslað- ist eftir orsökum fyrir allri þess- ari vélamergð og vinnusparnaði, var svarið alt af hið sama; raun- vísindin hafa létt mönnunum stritið og leitt okkur í margan sannleika. Eftir það mun Steph- an G. hafa sótt fVemur svar til þeirra en annara — þó vísinda- maður yrði hann auðvitað aldrei, á mælikvarða fjölfræðinga. Hann kom hingað sem innflytj- andi í hópi ótal annara útlend- inga. Allir komu þeir í von um að bæta sín kjör; éinkum efna- lega. Þeir hofðu yfirgefið ættar- óðul sín, frændur og vini, fyrir gróðavonir í gulllandinu mikla. Þær vonir rættust misjafnlega, sem vonlegt var, en vonsvikin urðu ýmsum sár. Á þeim árum voru andstæðurnar milli auðs og örbirgðar óbærilegri en nú. Al- menningur bjó við erfið kjör, og stéttabaráttan var ofsafengin og grimmúðug. Það var auðvitað, á hverja sveifina hann mundi leggj- ast í þeim málum — mannástin vísaði honum þar til vegar. Hitt tel eg tjón; að hann hafði aldrei tækifæri til að kynnast, persóuu- lega, hugsjónalífi hinna amerisku 45 ára dagleg þjónusta SPEIRS að úttýta brauðum í RflRNELL Winnipeg. | BREflD mentamanna. Af þeim Bndlegu stefnum, sem nú voru efstar á baugi, mun fríhyggjuskoðun Ing- ersoll og jafnaðarkenningin hafa haft lang-mest áhrif á hann (um það me'ira síðar). Af amerískum skáldum, virðist honum helzt svipa ofurlítið til Walt Whitman. Það hefir lengi verið á því klif- ast, að Stephan G. hafi verið éin- kennilega íslenzkur >— hann var það líka, en sannmæli mun hann sjálfur hafa mælt, er hann ségir til Bandaríkjanna: “Þið, sem að lokum eigið svo marga taug í mér.” Þá eru nú taldir kennarar Klettafjallaskáldsins, að því ó- gleymdu, að hann lifði og starfaði á þeirri upplýsingaröld, sem veitir hverjum bóklesnum gáfumanni margbreyttan fróðleik. Það er ekki af tilviljun, að nú yrkja svo margir ágætir al- þýðuhöfundar: Lagerlöf meðal Svía, Hamsun hjá Norðmönnum, Ham hinn franski, Reymond í Pol- landi (fyrir skömmu dáinn), og Kristín okkar Sigfúsdóttir. Sjá- um til, munu sumir segja, skól- vegna að menn neita sér, svo oft, um þá gleði, sem gefst fyrir góð- verkin. Menn þora naumast að búast við þakklæti frá “skynlaus- um” skepnum, en þær veita okk- ur oft óvænta vináttu; þess vegna getur Stephan kveðið Oturs-gjöld eftir heimilishundinn (I. 142), Hann finnur, að honum hafa fækkað' vinir við fráfalli: “Þegar eg kem heim í hlað, Hrakinn, ferða-votur, Vini er fækkað, finn eg það, Frá er veslings Otur.” Svona kveður enginn kaldrani. Það borgar sig að brjótast í gegn um hraunskorpuna á St. G., því þá muntu finna hjarta, sem sló í takt við heimslífið. “Já, jæja,” þetta er ef til vill ekki all-fjarri sanni, — en alt um það var St. G. Stephansson óvin- ur kirkjunnar og ákveðinn van- trúarmaður” — þannig munu ýmsir hugsa, sem línur mínar lesa. Um það efni vil eg gjarnan ræða við ykkur við hentugleika. Bla'ine, Wash., 5. okt. 1927. H. E. Johnson. Stephan G. Stephansson Ort, þegar fregnin kom um lát hans. Þú varst hæstur meðal manna, mestur allra konuríganna. ódauðleikans undra sál, allra tíma skildir mál. Hver vill vaka yfir eldi? Andinn stærsti í Bretaveldi horfinn er af hæstu brún, hefir dregið segl við hún. Alþjóð sýnir enga lotning, að eins göfug mannvits drotning beygir höfuð há og fríð, harmar fyrir blindan lýð. Norrænn vérstu að eðli og ættum, íslenzkur í sorg og hættum. iSpekin eins og úthaf stór, eins vel skildir Krist sem Þór. Hervíkinga hugdirfð barstu. Hákristnastur allra varstu. Kirkjunni og klerkum þú kent gazt hina sönnu trú. Aldirnar þér aldre'i gleyma. Inn í nýja sólarheima " Ijóð þín ætíð leiða hann— sem leitar uppi sannleikann. Jóns Stefánsson, . frá Kaldbak. . WALKER. Ralph Richards, töframaóurinn mikli, sem getur lesið hvers manns hugsanir, verður á Walker léik- húsinu alla næstu viku; byrjar á mánudagskveldið 24. okt. Það er framúrskarandi góð skemtun, sem þar er í boði. Eins og allir vita, gerir Mr. Richards ýmsa hluti, sem öðrum mönnum eru algerlega óskiljanlegir, og geta því áhorf- endurnif ekki annað en veitt því sem hann gerir, alla þá eftirtekt, sem þeir mögulega geta. Hug- lesturinn er eitt hið merkilegasta Magic bökunarduft, er ávalt þaÖ bezta í kökur og annað kaifi- brauð, það inniheldur ekkert alum, né nokk- ur önnur efni, sem valdið gætu skemd. wmmmmmmmmmmmammm^ af því, sem þessl töframaður ger- ir. Verður það aðal atriðið á samkomu, sem haldin verður seinn'i partinn á föstudaginn, og sem konur einar hafa aðgang að. “Abia’s Irish Rose”, verður á Wlker leikhúsinu mánudaginn 31. okt. og alla þá viku. Winnipeg- búar kannast við þann ágæta leik, sem allir geta glaðst f, hvað sem líður þeirra þjóðern|i jog trúar- brögðum. arnir eru ónýtir. Gfunt hugsað, mun eg svara, skólagengnir menn hafa gert he'iminn að háskóla. Berum Stephan G. saman yið annað íslenzkt alþýðuskáld — Hjálmar í Bólu. 'Hvað var hans heimur? — Akrahreppur. Um hvað kvað hann: — innansveit- ar oddborgara og aumingja. — Stephan hefir alla jörðina að sjón- rsviði, og yrkir um alþjóða- stjórnmál. Við höfum athugað uppeldið. En áður en við skygnumst eftir skáldinu, skulum við reyna að kynnast manninum. Eg býst við, að margir eigi sér hugmynd af þessum ógurlega Al- berta-bónda, sem kærulausum, kaldrana, er hispurslaust ræðst að öllum helgum dómum og horf- ir með guðlausu glotti á alla heimsku jarðlífsins. Menn geta máske tínt saman nóg af grjóti í kvæðum hans, til að búa sér til þvílíkt blágrýtis líkneski, en við það verk mundu þeir troða allar fegurstu perlurnar undir fótum. Það er erfitt að ráða í innræti manna af skoðunum þeirra um almenn mál; þær skoðanir eru oftast aðfengnar og utan að lærð- ar. Mannslund vor kemur, aftur á móti, langtum betur í ljós við eigin sorgir og annara böl. Eg hygg að fá íslenzk sorgar- kvæði jafnist á yið litla tármilda Ijóðið, i “KvéðSð eftir jdrenginn minn” ((. bindi bls. 101). Það er hálfkæfður klökkvi í hverju ein- asta orði þessara kliðmjúku hend- inga. En það er jafnframt ein- hver karlmenskuró- yfir harmi hans, sem vekur enn þá meiri eftirtekt, af þv'í það stingur í stúf við uppgerðar angist þeirra geð- veiku garma, sem álíta það list að æpa. Stephan er alnorrænn f sorgum sínum. Harmkvæðti hans eru eintal, en ekki gerð til aug- lýsinga á hjartasárunum. Yndislegt er líka erfiljóðið eft- ir móður skálds’ins (IV. bindi bls. 49), sem klappaði honum á koll. Það voru oftast einustu kvæða- launin — en þá voru líka and- vökurnar með öllu goldnar, úr því móðurhöndin var með í starf- inu En Stephan kvað ekki einung- is erfiljóð um ástvini sína. 1 hvert sinn er sorgin drap á dyr hjá sveitungunum eða fjarlægum vinum, greip hann óð'ar til gígj- unnar. Mörg af þessum saknað- arstefjum eru undur falleg, svo sem “Móður minni” (iIV. b., bls. 79), Séra Lárus Thorarensen (IV. 61), Landnámskonan og mörg fleiri. Tilfinningar St. G. náðu einnig til dýranna. Mörg er búmanns- raunin og endalausar eru annir einyrkjans, en eina ánægju veitir sá starfi llil uppbótar: að vita sjálfan sig megnugan að auka þeim lífsverum sælu, sem maður umgengst daglega. Með örlátri húsföðurhendi seður hann hung- ur húsdýranna. Sú hamingja, sem þau fá notið, veitist fyrir hans aðgerðir. Tilraunir vorar til að gleðja mennina, geta mis- tekist, og viðleitnin mætir æði oft m'isskilningi . Það er máske þess WONDERLAND Kvikmyndin “The Bat” sem nú er sýnd á Wonderland leikhúsinu er framúrskarandi spennandi og á- horfandinn svo að segja stendur á öndinni út af því, hvernig þetta og hitt muni nú fara, en þeir geta aldrei getið sér rétt til um það fyr en þeir hafa séð alla myndina. Það getur ekki hjá því farið að þeir, sem sjá þessa mynd þyki mikið til hennar koma og njóti góðrar skemtunar. BRITISH CIIPPER ö. WONDERLAND Fimtu- Föstu- og Laugardag CAIMADIAN NATIONAL hefir sérstakar járnbrautarlestir og svefnvagna i nóvember og desember, sem koma itíl hafnarstaöanna á réttum tima til að ná I skip, sem sigla til Bretlands og annlara landa i Evrópu. ANNAST VERÐURT / ✓ UM* VEGABRÉF I Tygglð taf DU OG FAIÐ pANNIG BESTA SEM HÆGT ER AÐ HAFA LÁGT FAR t DESEMBER —Til— HAFNARBÆJANNA The Canadian Na- táonal félagið selur farbréf meC öllum skipalinum yfir At- lantshafið og ráðstaf- ar öllu viðvíkjandi ferðinni með skipun- um og jámbrautar- svefnvögnunum. EF ÞER EIGIÐ VINI í GAMLA LANDINU FARBRÉF TIL OG FRA Allra staða 1 HEIMI SEM PÉR VILJIÐ HJALPA TIL AÐ KOMAST TIL pESSA LANDS, PA KOMID OG SJÁIÐ OSS. VÉR GERUM ALLAR NAUÐSYNLEGAR RÁDSTAF- ANIR. ALLOWAY & CHAMPION 667 MAIN ST„ WINNIPEG, SÍMI 26 861 Umboðsmenn fyrir CANAÐIAN NATIONAL RAILWAYS Helm til Gamla Landsins FYRIR JÓLÍN O G NÝÁRIÐ Ferðist með Lág Fargjöld Sérstakar Lestir tu Hafnarstaða Allan Desembermánuð til Hafnarstaðar FER FRÁ WINNIPEG Klukkan 10.00 f. m. .NÁ SAMBANDI VIÐ JOLA-SIGLINGAR Frá Winnipeg— Nov.23 —S.S. Melita frá Des. 3 — S.S. Montclare “ Des. 6 — S.S. Montrose “ Des. 11 — S.S. Montnairn “ Des. 12 — S.S. Montcalm “ Montreal — Nov. 25 til Glasgow, Belfast, Liverpool St. John — Des. 6 “ Belfast, Glasgow, Liverpool “ —Des. 9 “ Belfast, Glasgow, Liverpool “ — Des. 14 “ Cobh., Cherb. Southampt. " — Des. 15 “ Belfast, Liverpool i VID LESTIR í WINNIPEG TENGJAST SVEFNVAGNAR FRA ED- MONTON, CALGARY, SASKATOON, MOOSE JAW OG REGINA og - fara alla leið austur að skipsfjöl. Frekari upplýsingar gefa allir umboðsmenn vorir City Ticket Office. Tieket Office A. Calder & Co. J. A. Hebert Co. Cor. Main and Portage C. P. R. Station 663 Main St. Provencer & Tache Phone 843211-12-13 Phone 843216-17 Phone 26 313 St. Boniface CANADIN PACIFIC L.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.