Lögberg - 20.10.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.10.1927, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖCWERG. FIMTUDAGINN 20. OKTÖBER 1927. Dóttir sjávarins. Eftir JOHANE SCHÖRRING. Sagan er í þrem þáttum: 1. Filia Maris. 2. Berg læknir. 3. Melania Verent. Og þó þekti enginn þeirra hana. Hún leit með angurværri undran yfir veru sína hér, hve glaðlega hún brosti við öllum; en var nokkur sá maður, sem hafði haft áhrif á hana? Var nokkur sá maður meðal þeirra, sem liún hafði talað við, eins og hún eitt sinn hafði talað við sinn gamla föður? Tilheyrði það þá að eins æskunni, eða var ekkert af öllu því, sem í huga hennar bjó, þess vert að verða opinberað? Máske það ætti alt að vera dulið, og hún að rölta um á meðal manna eins og hégómlegt glingur. Það væri að hafa tvær hliðar, aðra út á við, hina inn á við. Það væri indælt að koma þangað, sem hún dvaldi sem barn, anda að sér hinu hreina lofti, og verða eins og henni var eðlilegt að vera. Hún heyrði alt í einu hratt fótatak bak við sig. Það var um kyrláta braut, sem hún gekk, þar sem hún vonaði að mæta engum. Augnabliki síðar stóð prófessor Storm við hlið hennar. “Eg viðurkenni það hreinskilnislega,” sagði hann brosandi, “að eg hefi verið að leita að yð- ur, eins og sannur veiðirakki, það er ekki af til- viljun, að þér sjáið mig. Eg hefi í fyrsta lagi mikla afsökun að gera yður, fyrir mína djörfu framkomu í gær; en sjálft ásigkomulagið hreif mig svo óviðráðanlega, að eg vona þess að myndin mín, skoðuð með umhyggju, muni gera yður sáttfúsa. Þar næst Mð eg yður að gefa skipanir yðar hiklaust, viðvíkjandi þeim sam- fundum. Eg hefi nefnilega ekki álitið mig hafa heimild til að tala um þetta, án yðar vitundar og leyfis. Þér viljið máske ekki láta tala um það?” Þessi hreinskilnu orð og framkoma, gerðu henni gott. Hún áttaði sig undir eins á sjálfri sér og varð um leið algerlega sátt við manninn. “Nei, eg vil síður að fólk skemti sér við að tala um mig. En myndin yðar, er eg á henni eða ekki? — Þá segir hún frá leyndardómnum.” “Það er einmitt það, sem þér ráðið yfir. Að átta dögum liðnum skal eg koma og sýrrn yður frumdráttinn. Og þá skuluð þér ákveða um það, hvort eg má taka yður með á myndina mína eða ekki. Greifinn hefir beðið um myndina til eins ættingja síns á Frakklandi, einkum af klukkutjöminni, en að öðru leyti frjálsa sam- setning; en fyrst á að sýna hana á myndasýn- ingunni hér, og svo í París, og myndin af vður verður að vera brjóstmynd,” svaraði hann. “Að átta dögum liðnum verð eg farin héð- an og komin langt í burt!” sagði hún; “það er áform mitt, ef Möhls hjónin hafa ekkert á móti því, að fara heim til Jótlands snemma morguns. daginn eftir morgundaginn; en get eg fengið að sjá frummyndina yðar áður?” spurði hún. Þetta kom honum alveg óvænt. “Þér farið burtu skyndilega, en það er ekki kominn farfugla burtfarartími enn,” sagði hann spaugandi, “eg hefði þurft að sjá yður betur myndarinnar vegna. Þér ætlið þó ekki vestur að Norðursjónum aftur?” “Jú, einmitt! Séra Krog, eftirmaður föð- ur míns, hefir mist konu sína, og hann hefir beðið mig að koma og líta eftir þeim. Þau þrá mig og eru svo góð að ímynda sér, að eg muni geta glatt þau,” svaraði hún, “slíku heimhoði er mér nauðugt að neita.” “Það er synd, að mælast til slíks af yður,” svaraði hann. “Synd? Eg vildi að margir vildu syndga þannig við mig, ” svaraði hún með töfrandi brosinu sínu, “eg lít á það, sem sanna ánægju, ef mér tekst að vekja ofurlitla gleði og huggun. Slíkt líf hefir einmitt þýðingu fyrir mig og á betur við mig en þetta sumarfuglalíf hér.” — Hún tók laufblað og kastaði því hátt í loft upp, eins og útskýring orða sinna. Prófessorinn var of göfugur-maður til að láta aðdáun sína í ljós með orðum. “Já, þá verð eg að vinna hvíldarlaust við aðalmyndina mína þangðað til á morgun. Vilj- ið þér þá, t. d. klukkan sjö, koma ofan að tjörn- inni á morgun, til að sjá myndina? Eg býst við að þér kunnið betur við það, heldur en að koma til hallarinnar ?” “Það getur vérið mér sannur heiður, að koma hingað, ” svaraði hún. “ Jæja, eg býð þá að eins yður að koma, þar eð þér eruð eini dómarinn í þessu máli, og eg vona, að þér munið segja mér, hvort eg hafi afplánað yfirsjón mína gagnvart yður,” spurði hann. “Því svara eg á morgun,” sagði hún glettn- islega, “eg verð fyrst að sjá, hvemig eg lít út.” Hún hneigði sig kurteislega, sneri sér við og gekk í burtu hröðum skrefum. “A eg að fylgja yður til baka?” sagði hann. “Nei, þökk fyrir!” svaraði unga röddin hennar, og bergmálið endurtók: Þökk fyrir, þökk fyrir! Eftir endalaust málæði,/ innilegar kvartanir og ákveðin loforð um, að vera ekki lengur í burtu en einn mánuð,, var Jótlandsferð Filíu samþvkt, samkvæmt óskum hennar. Hún skrifaði svo séra Krog, og sagði hon- um nær hún kæmi. Um dagverðartímann kom stofustúlkan, sem árangurslaust hafði leitað að stúdentinum, of- an úr herbergi hans, með seðil í hendinni, sem á var ritað: “Kæra systir og mágur! Þó mér sé það nauðugt, verð eg að fara heim til að fá meira næði. Eg verð að gera það náms míns vegna. Eg hlífi sjálfum mér við að kveðja ykkur, eg vildi feginn mega vera kyr; en þið megið ekki reyna að telja mig á að vera kyrran. Flytjið ungfrú Sidonius kveðju mína mörgum sinnum. Ykkar Konrad Herbst.” Það var erfitt fyrir skgarvörðinn að hætta við að sækja hann, að eins fyrir þessi tvö kvöld, áður en hún ætlaði að fara. Já, Kamillu fanst líka, að það væri st'ór synd, að hann fengi ekki leyfi til að kveðja hana. Þá dat henni í hug að segja, að þetta væri eins og hún ætlaði aldrei að koma aftur. “Við skulum ekki eiga meira við þetta, Frans!” sagði Kamilla. Filiu sárnaði að þurfa að vera svona þvers- um, og hún lofaði sjálfri sér, að hún skyldi verða mjög ástúðleg þegar hún kæmi aftur, og virða mikils alla þá ást, sem þau veittu henni. Klukkan var á mínútunni sjö, þegar Filia daginn eftir læddist úr garðinum, til þess að mæta prófessornum við tjömina. Þar sem hún stð á bak við trén er voru næst þessum kunnuga stað, minkaði alt í einu kjark- ur hennar. “Þetta var þó alveg ókunnur maður.” Hún leit inn á milli greinablaðanna. Þarna sat hann, hann málaði ekki, hann sat hugsandi og lék sér að úrinu sínu, lét það renna eftir keðjunni, máske hann biði eða honum leiddist. Hann leit nú raunar vel út. Hér gat maður horft á hann hættulaust, annars leit það svo út, eins og hann væri alstaðar hærri en aðrir menn; hún þorði ekki að líta upp á hann. Menn voru hræddir við hann, hann gat skotið öllum skelk í bringu með augnatilliti sínu, þegar hann vildi. Hún stóð og rjálaði við blöðin; það var eins og hún ætti að ganga alein inn í stóran sal, sem væri fullur af ókunnum mönnum. Það hefði verið betra, að hún hefði farið strax inn til hans, án þess að vera að horfa á hann. Nú, það var líka svo heimskulegt, að hún hafði engan hatt látið á sig, hann huldi þó and- litið að mestu leyti, sólhlíf var ekki líkt því eins góð. Þarna stóð hún loks í hinu bjarta rjóðri skógarins, fyrir framan spegil vatnsins. Hann stóð strax upp og gekk á móti henni. f dag var hann nógu blíður. Fyrst leit hún á stóra uppdráttinn af tjörn- inni . “Og nú aðalmyndin?” spurði hún, “eg þori ekki að vera lengi, heima eru gestir, menn sakna mín.” “Sakna?” svaraði hann hálf-háðslega, svo að hann kom henni til að líta uþp í andlit sitt, með undrandi og forvitnum augum. “Sakna yðar! Það get eg líka hermt eftir þessum ó- kunnu. Gerið þér svo vel!” Hann lagði frummyndina fyrir framan hana. Henni varð ósjálfrátt á að reka upp undrun- aróp, og lúta mjög lágt niður. “Þetta er Ijómandi íhynd; en svona falleg er eg ekki,” hugsaði hún og lét höfuðið falla ofan á .bringuna, fieimin og uppurðarlítil. Hana grunaði ekki, hvernig hinn hái meist- ari stóð og dáðist að frumsmíði myndarinnar, um leið og hann hugsaði um uppdrátt sinn: “Hvað er nú myndin mín, í samanburði við ungu stúlkuna sjálfa — rökkur, sem ímyndar sér að það sé dagur!” Filia gleymdi upplyfta kjólnum, meistarinn hafði ekki dregið hið minsta úr ásigkomulag- inu! en hún hugsaði um það, að bezt væri að hann léti ekki sína mynd sjást á stóru mynd- inni, að minsta kosti ekki þannig, að hún þekt- ist. Ef hún þyrði nú að eins að segja það?” “Kæra þökk, prófessor Storin, nú er eg sátt við yður,” sagði hún; “en þér hafið beitt í- myndunarafli yðar um of við mynd mína.” Sólin skein á ljósgylta hárið hennar og lit- aði andlitið með geislum sínum. Hann átti næstum bágt með að verjast því, að segja henni, hvern mismun hann gerði á frumsmíðinu og myndinni. Og þetta ódulda lítillæti, hafði hann ekki oft orðið var við á listabraut sinni, auðvitað nokkuð, sem átti að líkjast því. “Eg vildi að eg gæti verið ánægður með uppdrátt myndarinnar; eg var það, en er það ehki lengur. Eg verð þess nú var, að eg hefi séð yður of sjaldan; en þér munuð ætla að fara?” spurði hann. “Já, eg verð að fara,” svaraði Filia; “en, má eg spvrja, ætlið þér að innlima mynd mína í stóru mvndina? Eg vildi helzt, já, þér megið ekki reiðast, að þér gerðuð það ekki.” Það hefðn áreiðanlega ekki margir í hans sporum getað verið kaldir gegn.hinu bibjandi augnatilliti, er læddist upp að andliti hans eins og fvlgdarsveinn þessara orða. Hann roðnaði ofurlítið og svaraði: “Þér megið vera alveg rólegar. Þessi upp- dráttur eða mvnd, sem eg æfla að kalla hann, fer ekki úr eigu minni, jafnvel ekki til þess, að aðrir geti skoðað hana — hún eT orðin mér svo innilega kær. ” Andlit hennar hvarf á sama augnabliki und- ir sólhlífina. “T^ökk fyrir,” hvíslaði hún, “og verið þér sælir. ” “Já, verið þér sælar!” sagði hann og ýtti sólhlífinni hiklaust til hliðar, frá hinum roðn- andi kinnum hennar. “Eg legg líka upp í leið- angur, til Frakklands, og verð þar lengi. — Við skulum vita, vort við getum munað hvort eftir öðru. Eg skal áreiðanlega finna yður, þó þér felið vður við Norðursjóinn.” Daginn eftir að Filia fór, fékk Berg læknir sér til undrunar svo hlióðandi bréf frá prófess- or Storm, sem hann hélt að væri kyr í höllinni: “Bú þú þig undir, minn virðingarverði skriftafaðir, að heyra undarlega sögu. Ef þú skilur ekki, hvers vegna eg hvarf svo skyndilega, þá ert þú ekki eins snjall stjórn- fræðingur og sagt er, og þú varst eitt sinn, og söngur minn til þín skal vera: “Anakreon, þú eldist” o. s. frv. Nú jæja, sólin hvarf; hún fór til Norður- sjávárins. Eg fyrirlít tilveru án sólar.” Já, undarlegi piparsveinn, eg er orðinn ást- fanginn af þessu lotusblómi, þessari Filia Maris eða Maris Filia! Nú hefi eg, fram að þessu fertugasta ári mínu, sloppið óskemdur út úr sérhverjum eldi, og forsjónin veit, að eg hefi lent í mörgum loga, bæði í norðri og suðri. í suðrinu voru logarnir stundum of heitir, og í norðrinu of almennir, þegar eg var búinn að hugsa mig nógu vel um. En nú finst mér, eftir mína löngu bið, að eg hafi fundið samanblandaða hæfileika frá suðri og norðri, eins og eg vil að þeir séu, og auk þess ytra útlit, sem eg get ekkert fundið að. En heyrðu nú, þú virti, skjmsami, ósærandi, gamli vinur, það næsta, sem skeður á dögum ó- komna tímans! Eg var með henni um kvöldið við klukku- tjörnina, áður en hún ætlaði að fara morgun- inn eftir. Og þótt eg segði ekkert, þá hefir hún séð nægilega mikið til þess, að ef þún skeyt- ir um mig, þá gleymir hún mér ekki, að minsta kosti ekki strax. Áform mitt er nú þannig: Eg er á morgun á leiðinni til Suður-Frakklands, míns rétta heim- ilis, þegar eg hefi eitthvað á samvizkunni. Loft- ið þar er mér svo þægilegt, og landslagið er svo aðlaðandi fyrir mig; eg verð þar eitt ár, eða eitthvað nálægt því; ef eg verð þess var, að ást mín hefir fest svo djúpar rætur, að hún geti ekki slokknað. Ef að ást mín verður lifandi jurt, þá heyrir þú frá mér að ári liðnu, eða fyr, og þú sendir mér þá fregn um það, hvar hún er, og hvort hún er óheitbundin. Þú verður að gæta þessa. Verði hún heitbundin eða gift, þá verð eg að líkum burtu í mörg ár, máske æfilangt. Hver veit það? Eg er fremur efandi í þessu efni, um við- varandi ást, og hefi því tvennan tilgang með þessu áformi. 1 fyrsta iagi, eins og eg hefi sagt, að reyna sjálfan mig. Eg þori ekki að binda mig, fyr en eg veit að ást mín er ekki augnabliks til- finning, eins og alt af áður. Þar næst er önnur ætlan mín sú, að eg gefi henni tíma til að hugsa um þetta, og ráða við sig til fullnustu, hvort hún vill verða mín eða ekki. Hver og einn, annar en þú, varkári, gamli maður, mundi hlæja að mér og spyrja, hvort eg væri brjálaður og blindur, fyrst eg hefði ekki séð, að hún er ekki eingöngu umkringd af til- biðjendum, en er jafnframt ein af þeim sjald- gæfu stúlkum, sem í rauninni á biðil í hverjum tilbiðjanda, sem eins og menn vita, á sér sjald- an stað. Einmitt þess vegna er eg ^hultur. Hún gef- ur engum manni sérstakan gaum; hve gagns- lausar veiðitilraunir gerir ekki Jörgen greifi, guðfræðingurinn og fleiri. Þetta er mér sönn- un þess, að enginn hleypur með hana, hún tekur engan annan, en hún vill sjálf. Það er að eins einn, já, þú mátt hlæja! sem eg er hræddur við, og það er presturinn við Norðursjóinn. Maður, sem getur fundið upp á að lýsa henni eins rétt, eins fallega og skáldlega með því að kalla hana Mignon, hlýtur að vera hættulegur meðbiðill, það er eg sannfærður um. Eg varð strax, þegar eg af tilviljun heyrði þessa lýs- ingu, hissa á henni. Það er eðlisfar hennar, sem feLst í þesu eina orði. __ ^ August Blanche segir, að Frakkar brúki þenna málshátt: “Fjandinn sjálfur er ekki hættulegri en ungur prestur. ” Þessi er auðvitað ekki ungur, en heldur ekki mjög gamall. Hann er naumast meira en fjorum eða fimm árum eldri en eg, mentaður og alúðlegur mað- ur, sem þekkir allar hennar bernsku og æsku tilviljanir, föðurlegur vinur hennar, ekkju- maður, sem er hættlegast. Ef hún hleypr ekki beint í fangið á honum, gamli vinur minn, þá ætti hún að verða mín, eg vona það, og guð varðveiti þig. Þinn vinur, Knud Storm.” Læknirinn las þetta bréf tvisvar sinnum, hristi höfuðið og sagði: “Þessi sterki maður, með miklu lífsreynsl- unni — þii líka, vinur minn! Ja-á—eigi maður að fá þessa veiki, þá er þetta eðlfleg *orsök hennar. Hún er ekki afleit, sú litla, daður- gjörn, eins og þær eru allar; en henni fer það vel, hvernig sem afstaða hennar er. Eg er viss um, að hún hefir verið alveg ómótstæðileg, þegar hún lék andarunga í vatninu. Þar var það líka, sem hún sýkti hann; en hver getur forðast slíkt? Gæta hennar, telja biðlana, það er mitt starf; þökk fyrir, hún fær mér efalaust margt til að brjóta heilann um. Hann er blátt áfram brjálaður, að lóta hana fara til prestsins, hiin (var nú dálítið heilög áður — það hefði eg sannarlega ekki gert. Nú má hann skjóta Am- ors ör á eftir henni, og eg er viss um að hún hittir hana ekki.” Það var í íaun og veru sannarlegt heimili, sem Filia var komin til. Það var þrotlaus al- úð, sem henni var sýnd af öllum. Herbergið hennar var næstum því eins og þegar hún skildi við það, allir eða flestir af munum hennar voru á sama stað. Gamla meyj- an Olson hafði raðað öllu niður, og séra Krog hafði litið eftir að engu væri gleymt, sem hún var vön að hafa í kring um sig og henni þótti vænt um. Séra Krog átti tvær litlar dætur, níu og ell- efu ára. Sú yngri var heilsuveik, en þeirri eldri hafði batnað. Þeim þótti undir eins vænt um Filiu, og henni féll líka vel við þær; þeim þótti næstum alt af vænt um falleg andlit, sér- staklega um falleg og blíð augu. Þær urðu þess varar, að Filia var sjaldgæf stúlka, og sögðu pabba sínum það með aðdáun. “Hún er öðru vísi en aðrir, pabbi — augun hennar eru svo dökk. ” “Já, og svo er hárið hennar svo gljáandi,” bættu þær við. Þannig héldu þær áfram að lýsa henni, og samanburðurinn, sem þær gerðu á Filiu og öðr- um, var ekki hinum til hróss. Skírnarvottar hennar tóku henni með á- nægju. Þeim sýndist hún vera orðin enn þá fegurri en áður, og það mun öllum hafa sýnst. Þegar fyrstu heilsanimar voru afstaðnar og fyrsta gleðin um garð gengin, varð hún að fara inn í lestrarherbergi síns gamla föður. Þar sá maður út á hafið og heyrði brim- hljóðið. Hún gekk hringinn um kring og snerti við Öllu, alveg eins og á fyrri dögum. Svo settist hún niður, og hlustaði á hina síðustu erfiðu tíma, eins og þeir höfðu verið. Með þeirri alvöru og sannlieka, sem honum var eðlilegt, sagði hann henni frá líðan sinni síðustu mánuðina. Þjáningar konu hans höfðu verið miklar seinustu æfidaga hennar, og þó voru næturnar lakastar. Hann talaði um sálarástand hennar með viðkvæmni. Hún hafði oft verið óróleg og ef- andi, en varð þó miklu blíðari og hughægra, því nær sem að endinum dró. Filia hlustaði á þetta með angurværð. Hann lýsti því svo glögt ag alúðlega, að henni fanst að hún hefði sjálf séð alt þetta, í góðu, gömlu, viðfeldnu her.bergjunum. Hann var fölur og svipþungur, en mintist ekki á, að hann hefði vakað og aldrei kvartað, hve dimt sem var í kring um hann. “Það er synd,” greip hann fram í fyrir sjálfum sér, “að eg á sömu stundu og þér kom- ið, skuli íþyngja yður með kvörtunum mínum, nú skuluð þér fara inn til hinna, eg kem bráð- um. En eg er yður þakklátur, kæra barn — þannig vil eg halda áfram að kalla yður — að þér komuð til að gleðja okkur með nærveru yðar.” “Það er eg, sem á að þakka yður fyrir, að þér treystuð mér svo vel, að þér vissuð að eg mundi koma tafarlaust og með ánægju, eins og til heimilis míns.” • Svo hneigði hún sig og fór. Hún var svo vön við að ganga út og inn um þetta litla lestrarherbergi, og hún var svo inni- lega glöð og þakklát yfir þeirri gæfu, að vera komin heim. Það var svo indælt að eiga heim- ili, bemskuheimili. Dagarnir liðu eins og stundir. Þessi kyrra, alvarlega háttsemi lífsins og að líta á alt með unaðslegri ró, ásamt hinni meðfæddu löngun eftir að nema eitthvað, sem séra Krog hvatti til og hélt alt af við lýði, þar eð hann átti stórt og gott bókasafn. Nú hafði hún loyfi til, eins og á liðnum dög- um hjá föður sínum, að koma með allskonar spurningar, hringinn um kring í öllum heims- ins kimum og krókum; um hina gömlu Vedana og hina nýju andatrúarmenn, um hinar síðustu stjörnufræðislegu rannsóknir, vizkukerfi gömlir heimspekinganna, o. s. frv.; presturinn var eins konar kenslubók fyrir marghliðaða ment- un. Stundum hló hann, stundum varð hann undrandi; en hún fékk alt af meira og meira að vita, og dreifði hinum mörgu þungu hugsunum hans. Síðari hluta dagsins gengu þau vanalega öll meðfram fjörunni, og fundu snigla, kræklinga- skeljar, stundum litla rafmola, þegar sjórinn var kominn í kyrð eftir einhvern storminn. Henni gat ekki skilist, að það væri liðinn mánuður, síðan hún kom hingað, en svo skrif- aði hún aftur til Fjóns og bað um að mega vera hér annan mánuð í viðbót. Þeir vildu ekki missa hana, það sögðu allir, sem hún talaði við. ‘ ‘ Það er lang bezt, að þér séuð hér, þér er- uð ein af okkar flokki,” sagði Lars Krog við hana. “Við veiddum yður handa okkur sjálf- um. Einstöku sinnum varð hún hugsandi, þegar hún var alein og mundi eftir klukkutjörninni. Hana vildi hún hafa haft hérna, þá hefði alt verið fullkomið. 9 En þessi klukkutjörn var orðin að töfra- tjörn, sem enginn hægðarleikur var að losna við, þegar hugurinn hafði gripið hana. “Hún er orðin mér svo kær!” Það var líka alvarleg rödd, sem sagði þetta og henni er ekki svo auðvelt að gleyma. Þessi hljómmikla rödd ómaði lengi á eftir í endurminningunni. En hvar var hann? Skyldi hann koma aftur? Já, til Norðursjávarins, ef þess þyrfti með — En var það sönn alvara? Hann, sem ferðast hafði um hálfan hnöttinn, hann ætlaði að koma aftur til að leita að ómerkilegri perlu, máske glerperslu, við Norðursjóinn. Það var mein- ingarlaust rugl. “ Já, það var að eins rugl!” sagði hún liátt, í hvert skifti sem draumnum virtist lokið, en hann greði alt af vart við sig aftur, þegar hún var alein. “Hún er orðin mér svo kær!” — já, það hlýtur að vera myndin, að eins hiin. Það þarf alis ekki að vera hún sjálf, sem hann átti viðj því, að eiga við hana, það gat hann ekki, nei, það gat hann ekki. Það var að eins rugl. Hann var sannarlega fallegur og myndarlegur mað- ur, þegar hann sat hugsandi inni í rjóðrinu við tjörnina, og lék sér að úrinu sínu; já, útlit hans var ástúðlegt og svo blítt. Það var öðru vísi, en þegar hann þrumaði: “Standið kyrrar, þér þarna úti, hver sem þér eruð.!”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.