Lögberg - 27.10.1927, Blaðsíða 3

Lögberg - 27.10.1927, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. OKTÓBER 1927. Bla. •. Þorgeir Ljósvetninga- goði. Með þessari yfirskrift stendur ritgerð í 46. tölublaði Heims- kringlu, 17. ágúst þessa árs. En undirritaður er Valtýr Guðmunds- son. Hér er það fullkomlega látið í veðri vaka, að kristniboðið á ís- landi árið 1000, hafi verið lævísi og landráðum bland'ið. Þar með er farið ómildum orðum um fram- komu þeirra Þorgeirs og Gizurar hvíta í kristnitökumálinu. Verð- ur sumt af því, sem þar er tilfært, gripið úr lausu lofti, en gert að staðhæfingu, sem engar líkur geta haft til stuðn'ings. Ætla eg að til- færa hér nokkur slík atriði. Það fyrsta er það, sem höfundur þess- arar ritgerðar segir um kristni- boðið í Noregi, að þar hafi orðið að ryðja kristninn'i veg með báli og brandi, og að blóðið hafi flot- ið í stríðum straumum “undan sverðseggjum trúboðanna.” Eg man svo vel sögu ólafs Tryggva- sonar, að mér er óhætt að full- yrða, að hér er að mestu leyti far- ið með rangt mál. Það eru ekki nema fáir menn, sem láta lífið fyrir að mótmæla kristniboði ól- afs konungs. Það var Járn- Skeggi, er veginn var á kristni- boðsþingi á Mæri, og þeir Eyvind- ur kinnrifa og Rauður rammi, er konungur p'intaði til dauðs. Hinn fjórði var Þórir hjörtur, er hann lét hundinn sinn rífa í hel. Auð- vitað var hér nóg aðgert, af grimdarverkum, er sízt er mæl- andi bót. Annað atriði er það hjá grein- arhöfundinum, sem engar líkur eru til — því síður heimildir fyr- ir, að hafi átt sér stað. Þar segir hann: “Það voru líka aðrir eig- inleikar í lundarfari íslendinga, sem meifa réðu um sigur kristn- innar, en geðspeki og vizka nokk- urra meiriháttar manna. Það var miklu fremur valdafíkn, metorða- girnd og höfðingjahollusta for- sprakkanna, fégirni þeirra og frændafylgi, sem baggamuninn reið.” Þessi gifuryrði staðhæfir greinarhöfundurinn, með því að vitna til ritgerðar B. M. Ólsens '‘Um kristn'itökuna árið 1000.” Annað hefir hann ekki fyrir sig að bera. Geta menn séð, hversu slík staðhæfing er ábyggileg. Þá kemur þriðja atriðið: Þar færir höfundurinn tilboð Gizurar hvíta um framfylgi sitt til kristni- tökunnar í samband við launráð þau, er hann ranglega tileinkar Gizuri jarli ættniðja hans, við Há- kon konung gamla, 260 árum síð- ar. Þar segir hann: “Nokkur lík- indi eru og til, að sama leikinn hafi og átt að léika um sjálfstæði íslands árið 1000.” Og þessi lík- indi, er höfundurinn kallar, gríp- ur hann í síðar í grein sinni, máli sínu til áréttingar. Þar segir hann: “Sennilega hefir og þeim ráðum verið beitt við suma þá heiðnu höfðingja, sem þegar studdu kristna flokkinn, að lofa þeim auknum völdum og metorð- um, þegar alt væri komið í kring, kristni lögtekin og yfirráð ólafs konungs trygð yfir landinu, alveg eins og Gissur jarl gerði og Hall- varður gullskór, þegar verið var siðarmeir að koma landinu undir Hákon konung gamla.” 1 þessum tveim atriðum hér að framan, gerir V. G. heldur lítið úr trúarsannfæringu hinna heiðnu höfðingja, þar sem hann fullyrð- ir, að hún hafi gengið hjá þeim kaupum og sölum. Þar með hafi hinar helgustu tilfinningar þeirræ —er hann gerir mest úr framar- lega í grein sinni hvað sterkar hafi verið -hjá þeim, — verða lamaðar undir óvissum loforðum sem veitt eru um aukin völd. Þannig kemur hún til fara, við kristnitökuna, hin glæsilega gull- öld íslendinga, í þessari ritgerð V. G. Þá er fjórða atriðið, þar sem greinarhöfundurinn kemst í beina mótsögn við það söguatriði, er hann fjallar um. Þar segir hann: “Þorgeir var heldur ekki langær í lögmannsembættinu eftir þetta, því honum var vikið frá árið eft- Ir, þó kjörtímabil hans væri þá ekki útrunnið.” Hér er ekki far- :ð rétt með, því Þorgeir hafði lög- sögu árið eftir kristnitökuna, eft- ir lögsögumannatali Ara fróða, sem má telja ábyggilegt, því heim- ildarmann að því telur hann Markús lögsögumann, “en honum sagði Þórarinn bróðir hans og Skeggi faðir þeirra, að því er Bjarni enn spaki hafð'i sagt, föð- urfaðir þeirra, er mundi Þórarinn lögsögumann og sex aðra síðan.” Hefði kristnitökuárið ver'ið síð- asta lögsöguár Þorgeirs, hefði miklu fremur mátt álykta það sem hér er fullyrt, að honum hafi verið vikið frá, sökum framkomu hans viðvíkjandi kristnitökunni. Svo er þess heldur hvergi getið, að honum hafi verið vikið frá lög- söguembættinu, enda mun heldur engin almenn óánægja hafa kom- ið fram gagnvrt lögtöku kristn- innr. Þessu til sönnunar mættii hér tilfæra þessi orð úr Ólaís- sögu Tryggvasonar: “Lauk Þor- geir svo sinni ræðu, að allir lof- uðu þau lög, er hann hafði upp sagt.” Nú segir Njála nokkuð á annan veg um þetta atriði: “Þótt- ust heiðnir menn mjög svikriir vera.” Þessi frásögn er nokkuð ó- rákvæm. Hún getur ekki átt við alla þá, sem enn eru ekki skírðir til kristinnar trúar, því það hefir verið allur fjöldinn þeirra, er þar stóðu á þingi. Þessi frásögn get- ur að eins átt við fáa menn, og verið rétt, hvað fáir sem þeir hafi verið, fleiri en e'inn. Þó munu þeir hafa verið nokkrir, er fastast héldu við hinn forna sið, sem ekki hafa gert sig ánægða með breyt- inguna, en sansast þó á það, hversu hin nýju lög gátu verið rýmileg í þe'irra garð, úr því sem gera var. — Að því leyti gat líka frásögn ólafssögu verið rétt. Á því, sem hér hefir sagt verið, er það mjög auðráðið, að hinni kristnu trú hefir alls ekki verið þröngvað inn á landsmenn, hvorki með ógnandi valdi Ólafs konungs, né svikabrögðum erindsrekanna, — eins, og nokkurir þeirra liafa haldið fram, er uin það ihál hafa ritað,— að öðrum kosti hefði hún ekki orðið eins haldgóð, sem raun varð á, því á fáum árum var öll heiðni af numin, án nokkurra ut- anaðráðandi afskifta, eða vald- boðs. Hvað er það þá, sem ruddi kristninni svo greiðan veg til sigurs, sem raun varð á árið 1000? Mun það ekkert hafa get- að verið annað en lítilmótlegar og óhreinar hvatir, er þar réðu úr- slitum? Það er a. m. k. engin á- stæða til þess að geta sér til uin slíka óhæfu. Af framburði sög- unnar, verður ekki annað séð frá óvilhöllu sjónarmiði, en að hér hafi ráðið hinar hreinustu hvatir og göfugustu hug^jónir. Það er 19 árum fyr, en kristni cr lögtekin, að Friðrik biskup kemur til Islands, með Þorvaldi Koðránssyni, í þeim tilgangi að boða þar kristna trú. Verða þá nokkrir meiriháttar menn í Norð- lendingafjórðungi, er láta skírast aí' biskupi. Þorkell krafla vill ekki aðra trú hafa en þá, er Þórir fóstri hans hafði haft, er trúði á þann guð, er sólina hafði skapað og öllum hlutum réði. En biskup kvað það vera þá trú, er hann boðaði.” Þannig mætti ætla, að víða hafi legið faldir neistar, er geymst hafi frá hinum kristnu landnámsfeðrum. Enda er kristni- boði þeirra félagá hvergi ófrið- lega tekið, þó misjafnar fengi það undirtektir. Það er ekki fyr en eftir víg þau, er Þorvaldur vann, sem mest er gert harkið að þeim á Hegranesþingi. Og það mun öllu fremur hafa verið fyrir þau víg, sem þeir eru sekir gerð- ir, heldur en fyrir kristniboðið. Hið sama mætti segja um Þang- brand, að hann sekur hafi orðið fyrir vígaferli, en ekki fyrir að boða kristna trú. Þess verður hvergi vart, að kristnir menn hafi orðið fyrir ófriðlegum árásum af hendi Ásatrúarmanna.vegna sinn- ar trúar; þeir munu hafa not'ið jafnfréttis við þá í öllum málum, svo framarlega sem þeir hlýddu lögboðnum skyldum. Ef til vill, hafa þeir verið nokkuð margir, af- komendur hinna kristnu landnáms- manna, er haldið hafa trú þeirra að meira eða minna leyti, gegn um hina löghelguðu Ásatrú, og það hafa verið fleiri en þeirra börn og barnabörn, er átt hafa hjá sér bjartar glæður af hinni kristnu trú, eins og sagt er hér um Þor- kel kröflu. Það er mjög líklegt, að þau trúaráhrif er þangað eru komin, hafi átt feril sinn að rekja frá Suðureyjum. Þangað hefir að öllum likindum Sæmundur farið, — vinur og félagi Ingimundar gamla, — er hann varð að flýja land í\ Noregi, eftir orustuna í Hafursfirði (872). Það er að skilja svo á Vatnsdælu, að hann hafi þá farið til íslands og numið þar land, en það getur ekki borið sig, því Ingólfur, sem er fyrstur að nema þar land, kemur þangað tveim árum síðar, eftir að hafa kannað landið. í Suðureyjum mun Sæmundur hafa dvalið nokk- uð mörg ár, því hefir hann fengið viðurnefnið “suðureyski”, og þar mun hann hafa tekið kristna trú, því Suðureyjar voru þá kristnar, er' veríð hafa undir áhrifum hins helga Patreks biskups, er fóstraði örlyg Hrappsson, Bjarnarsonar bunu. En Patrekur biskup er enn á lífi, er Örlygur fer til íslands, um 895, og Sæmundur mun hafa farið þangað um líkt leyti, eða litlu fyr, nokkuð samtímis Ingi- mundi gamla. Hefir þá veríð á margt að minnast, er þeir vinir og fornir félagar hittust í hinum nýju heimkynnum sínum, eftir margra ára fjarveru hvor frá öðr- um. Ekki er heldur óhugsand'i, að Ingimundur hafi verið þar næmur fyrir þeim áhrifum, er Sæ- mundur hefir orðið fyrir í ^Suður- eyjum. Þaðan eru líka komnir þeir landnámsmenn, er bezt hafa veríð kristnir, og í þeirra ætt hef- ir kristriin bezt haldist á íslandi; mætti þar til nefna þá Kirkjubæj- arfeðga á Síðu og niðja örlygs Hrappssonar. Þá skal ekki held- ur gleyma Þorvaldi Koðránssyni, — því móð'ir Koðráns var Þórlaug dóttir Sæmundar hins Suðureyska. Þaðan mætti líka hinum djarf- huga kristniboða hafa komið sú hvöt, er knúði hann til að ferðast um hinn kristna heim, og fá þar með ná'in kynni af kristinni trú, sem hanri hefir haft hug á að við- rétta, hjá foreldrum sínum og öðr- um nánum vandamönnum. Áður en ólafur Tryggvason kem- ur til sögunnar, munu- þeir ekki hafa verið margir höfðingjasynir af íslandi, er dvalið hafa lang- vistum með krístnum þjóðhöfð- ingjum erlendis, á tíundu öld, nema Egill Skallagrímsson. Hann kemur með Þórólfi bróður sínum til Aðalsteins konungs á Eng- landi, haustið 924. Láta þeir bræður þá primsignast, og eru með konungi næsta vetur. Næsta sumar berjast þeir með honum á Vínheiði mót'i Skotum. Þar féll Þórólfur. Eftir “það dvelur Egill annan vetur með konungi. Má það hafa breytt nokkuð lífsstefnu Egils, að umgangast þann kon- ung, er ágætastur hefir verið á Norðurlöndum um sína daga. Því eftir það lætur hann ekki “blóðga búka í borghliðum svæfast.” Hann hættir hernaði. Hinn þríðja vet- ur er Egill enn með Aðalsteini konungi, tíu árum síðar, er hann hafði brotið skip sitt við Norð- imbralandi og kveðið Höfuðlausn. Um trúaráhrif þau, er hinn “trú- fasti” konungur Aðalsteinn hafi haft á Egil, þarf sízt að efa að náð hafi sterkum rótum, er átt hafi sér haldgóð ítök, hjá hans nánustu vandamönnum og vinum: Þorsteini syni hans og Grími Svertingjasyni, er átti Þórdísi bróðurdóttur hans, er hann dvaldi hjá síðustu ár æfi sinnar. Þessir tveir héraðshöfðingjar, svo nán- ir Agli Skallagrímssyni, sem hér er sagt, verða meðal hinna fyrstu til þess að byggja hjá sér kirkju, eftir að kristni er lögle'idd á ís- landi. Má af því ráða, að þeim hefir verið það ljúft, að taka kristna trú. Það er auðsætt, að baðar þessar kirkjur hafi bygðar verið eins fljótt og tök hafa ver- ið á, þar sem efrii hefir orðið að sækja til Noregs. Laxdæla getur þess, að engin kirkja hafi verið ger í Dölum, þá er Kjartan er veg- inn (9. apríl 1002), en þá er ný- vígð kirkja á Borg hjá Þorsteini. Hefir hún því verið bygð strax, árið eftir kristnitökuna. ‘Grímur á Mosfell'i var skírður, þá er kristni var í lög leidd á ís- landi. Hann lét þar kirkju gera,” segir Egilssaga. Það mætti vel ætla, að sú kirkja hafi verið bygð sama sumaríð og kristnin er lög- leidd, þar sem þess er getið í sam- bandi við það. Það sumar, er þingi var lokið, lét Snorri goði kirkju gera að Helgafelli, en Styr mágur hans aðra undir Hrauni. Þær kirkjur, sem gerðar eru það sum- ar, hafa hlotið að vera hugsaðar fyrirfram og efnið því verið til. Það er auðsætt, að hinir vestrænu straumar, er áður bárust til lands- ins, hafa nú fengið góða framrás í sinn forna farveg til kristnitök- unnar. Því margir hinir helztu höfðingjar landsins, er þá voru uppi, voru komnir í þriðja og fjórða lið frá kristnum landnáms- mönnum, eða hinum kristnu kon- ungum íra. Þeir höfðingjar Borgfirðinga, Torfi Valbrandsson og Helgi svarti, eru þriðju frá örlygi Hrppssyni. Snorri goði er þriðji frá ólafi feilan. Stein- þór á Eyri er þriðji frá Maddaði írakonungi. ólafur í Hjarðar- holti er þar skemst talið frá kristnum forfeðrum. Þorgils á Reykjahólum er fjórði frá Björgu systur Helga magra. Arnþór kerlingarnef son Bjarnar Höfða- Þóríssonar er fjórði frá Kjarvali íi akonungi. Guðmundur ríki fjórði frá Helga magra. Brennu- Flosi er fjórði frá Helga magra. Þóroddur goði, faðir Skafta, er fjórði frá Kjarvali írakonungi. Gizur hvíti er fjórði frá Þórði Skeggja Hrappssyni og Vilborgu dóttur ósvalds konungs hins helga. Það er mjög Ííklegt, að ílestir eða allir þeir höfðingjar, sem hér eru taldir, hafi verið meðmæltir kristninni. Um þá Brennu-Flosa og Snorra goða er vissa fyrir að verið hafi henni fylgjand'i, því sögurnar geta þess: Njála og Eyr- byggja. Um Gizur þarf ekki að fjölyrða, sem gerist forgöngumað- ur kristniboðsins og hefir þá ver- ið kristinn, því með honum dvelur Þangbrandur hinn síðari vetur sinn á ísland'i. Og þá mun líka Hjalti hafa tekið kristna trú. Því kemur hann fram sem “ang- urgapi” að Lögbergi, sumarið eft- ir, er hann kastar fram sinni stráklegu stöku, er hann var sekt- aður fyrir, að hann þá hefir verið I genginn af sinni fyrrí trú. Það sama sumar fara þeir Gizur og Hjalti utan og koma á fund ólafs konungs. Þangbrandur fer utan sama sumar, og er hann hittir konung, lætur hann hið versta yf- ir sínu erindi, sagði Islendinga svo fjölkunnuga, að kristni yrði ekki unt að koma þar á., Lét þá konungur hafa hald á öllum þeim íslendingum, er með honum voru og ekki voru kristnir og hótaði þeim lífláti. Ganga þeir Gizur og Hjalti þá fram fyrir konung og svara máli fslend'inga, en greina honum af framferði Þangbrands, er hann var á íslandi. Buðu þeir þá konungi, að fara út til íslands og boða þar kristna trú. Með því skilyrði sleppir konungur öllum þeim íslenzkum mönnum frjálsum er þar voru, nema þeim f jórum, er hann tekur í gisling. Um það íarast ritgerðarhöfundinum þann- ig löguð orð: “Er auðsætt, að þeir Gizur og Hjalti hafa verið í ráðum með konungi um valið. Má og vera, að þeir hafi einnig átt upptökin að því, að nokkrum gisl- um var eftir haldið.” Hér þurfti ekki “að kenna selnum að synda.” Eða hver skyld'i hafa bent ólafi konungi á það ráð, að taka gisla af Sigurði jarli í Orkneyjum og velja til þess son hans? Það var þó fjórum árum fyr en hér er sagt frá að gerðist. Af því, sem hér er tilfært að framan, verður ekki séð, að ráðið hafi nokkurar eigingjarnar hvat- ir hjá þeim mágum í framboði þéirra við ólaf konung til kristni- boðsins, miklu fremur ótviræð föðurlandsást og rækt til sinnar þjóðar, fyrst í því að þiggja landa sína undan lífláti, og þar næst að koma á betri trú í landinu, sem Gizur gefur konungi von um að takast mætti “með ráðum”, með því mýkir hann skap konungs. En Gizur kemur fram með það, ráð á kristnitökuþinginu, er bezt' mun hafa dugað hans erindi til | sigurs, en það er messan, er hann lét Þormóð prest syngja á Gjá- j bakka sunnudaginn 23. júní. Það má telja vist, að sú helgiathöfn hafi hrifið hugi flestra eða allra, er þar voru staddir, svo mjög hef- ir hún stungið í stúf Við hina þögulu athöfn að blótstöllum hinnar fornu ásatrúar. Um þann gauragang sem gerður ei að þeim Gizuri og Hjalta, er nokkuð ónákvæm frásögn og má- ske tvíræð, sem víða vill verða hjá þeim, er sögurnar rita. Mætti ekki sá hávaði helzt hafa verið gerður að Hjalta fyrir hans “goð- gá” sumarið áður? Enda vildi Gizur ekki hafa hann með sér á þingið. Mun sá flokkurinn hafa fámennastur verið, er lét ófrið- lega. Því hefir ekki heldur verið til atlögu gengið, að hinir hafa veríð miklu fjölmennari er kristn- inni hafa verið hliðhollir, þó ekki væru þeir skírðir. Og þeir hafa einmitt sefað hina, er æstastir voru, og vildu berjast. Þar til hefði lika mátt trúa Runólfi í Dal, er verið hefir einhver mestur höfðingi landsins, að hafa gengið þar á milli til að firra menn vand- ræðum, og það þótt hann hefði eigi átt son sinn á valdi Noregskon- ungs, Mætti ráða það af tillög- um hans við Flosa eftir víg Hösk- uldar Hvítnesgoða. Má líka vel vera, að það öldurót, er nákvæm íhugun hafi vakið hjá honum, hafi mátt olla þeirri stefnubreyt- ingu, að honum hafi ekki verið svo óljúf siðaskiftin, sem margur rnundi ætla. Frá því að fregnin kemur til íslands um kristniboð Ólafs kon. í Noregi og nærliggj- andi löndum, þar til þeir Gizur og Hjalti koma með kristniboðið ár- ið 1000, hafa menn haft gott svig- rúm að íhuga það málefni, enda mun ekki hafa verið um annað talað af meiri alvöru. Njála kemur með lítið eitt sýnishorn af því: ”Það mæltu<margir menn svo að Njáll heyrði, að slíkt væri mikil firn að hafna fornum sið og á- trúnaði. Njáll sagði þá: svo lízt mér sem hinn nýi átrúnaður muni vera m'iklu betri og sá mun sæll er þann fær heldur.” Ekki væri óhugsandi, að fleiri hafi hugsað likt og Njáll. “Hann fór oft frá cðrum mönnum einn saman og þuldi” segir sagan. En hvað var það, sem Njáll þuldi? Voru það kristin <ræði, er móðir hans er verið hafi kristin, hafi kent hon- um? Njála nefnir |móður hans Ágerði dóttur Áskels (hersins hins ómálga?). Hér er þeim blandað saman, Áskeli móðurföður Njáls og Ámk (Ask?) ómálga, er var móðurfaðir Þorgeirs gollins föð- ur Njáls. En hver sá Áskell hafi verið, er var móðurfaðir Njáls, tel eg lítinn vafa að verið hafi Áskell hnokan, er var landnáms- maður í Rangárþingi. Hann var írskur að ætt, son Dufþaks Duf- njálssonar, Kjarvalssonar írakon- ungs. Og mjög er líklegt, að Njáll hafi borið nafn þessa ættföður síns: Duf-Njáls. Hér hafa lifað faldir neistar kristinnar trúar, eins og áður er tekið fram, og það við nokkuð vakandi glæður, sem víða mun hafa átt sér stað. Kristin trú hefir hérí brotist1 fram, sem “berglindin bunar að hafi.” Hún hefir átt marga hlýja og tæra strauma sinnar tilveru, er runnið hafa saman í eitt til kristnitökunnar á íslandi árið 1006. Það verður ekki fundið e'itt ein- asta atriði í þeim sögum vorum, er um kristniboðið geta að nokk- uru, er bendi í þá átt, að brugguð hafi verið svikráð, eða fémútum verið beitt, við það að fá hinum krístnu lögum framgengt. Hið eina í þá átt, sem orkað getur tví- mælis, er það hálft hundrað silf- urs, er Hallur gaf Þorgeiri, til þess að taka við sínu embætti og segja upp lögin: hvort það hafi verið þau laun, er honum eru gef- in, er kristnir menn tóku hann til lögsögumanns, sem er þó líkleg- ast að hafi veríð, og því fylgt lög- söguembættinu. Og óvíst er, að Þorgeiri hafi veríð það óskapfelt að segja upp þau lög, er tilheyrðu kristninrii. Því hvað er líklegra, en að hann einmitt hafi orðið fyr-j ir hennar áhrifum, og það á unga! aldri ■— þar sem Þórkatla, fyrstaj kona hans er komin af kristnum foreldrum? Og vel mætti ætla, i að hjá henni hafi djúpra áhrifa gætt, er hún erft hafi frá lang- ömmu sinni, hinni djúpúðgu land- námsdrotningu í Dölum. Um fé það, er ólafur konungur hafi fengið þeim Gizuri og Hjalta í hendur, og stendur í hinni elztu sögu ólafs konungs Tryggvason- ar, spyr greinarhöfundur: “Og til hvers áttu þeir að brúka þetta fé?” Þessu svarar hann: “Til þess að vingast við höfðingja, seg- ir söguritarinn. En það er aðeins vægara orðalag í staðinn fyrir: að múta höfðingjum”. Svo vitur maður var Ólafur konungur Tryggvason og vel kristinn, að það hefir hann mátt sjá, að mútu- fé gat aldrei orðið ábyggilegur grundvöllur undir kristna trú, enda hefði hann ekki liðið þá að- ferð, fremur en að láta menn sína berjast með bjálkum á Orm- inum langa, svo var hann ráð- vandur. Það er auðsætt, að Gizur hefir aldrei búist við öðru, er hann tók að sér kristniboðið, en að ferðast um landið og hafa fundi meðal landsmanna. En til þess er Ólaf- fur konungur of mikið stórmenni, að láta erindisreka sína fara yfir sem belningameniv eða húskara; þeir urðu að koma fram sem stöðu þeirra og tign hans sómdi. Því fær konungur þeim “fé mik- ið” til farar, að þeir fái launað góðan greiða og viðtökur, þar sem þeir gistu yfir nætur eða dveldu að dögum, og með þvi gat ferð þeirra orðið vinsæl. Og það var höfðinglegt af Ólafi konungi, að eiga ekki undir öðrum en sjálfum sér með þann kostnað. En svo mun Gizur hafa ásett sér, að fara ekki að dæmi Þangbrandar, með því að óvingast við landsmenn, því síður Stefnis, er verið hefir mest- ur klaufi að fara með sitt eríndi, enda mun hann hafa lent niður á hinum mestu ójafnaðarmönnum, þeim ósvífurssonum, er æst hafa aðra upp á móti honum. Nú kom ekki til þess með þá Gizur og Hjalta, að þeir þyrftu að ferðast um landið. Þeir ná í tæka tíð á Alþing með sinn krístniboð- skap og orð þeirra eru í tíma töl- uð, og hin hátíðlega athöfn sunnu- dagsins nær tilgangi sínum. Kristnin er lögleidd. Hin íslenzka þjóðkirkja er stofnuð. Hvað verður þá um það fé, er Ólafur konungur fékk sínum er- indisrekum í hendur? Það er ekkert líklegra, en að Gizur hafi hugsað þannig fyrir því, að það kæmi að tilætluðum notum, kristn- inni til eflingar. Það mun hafa verið 20 árum síðar, að hann kost- aði ísleif son sinn til skólanáms í Herfurðu á Þýzkalandi. Þess er getið, að hann hafi þá verið ung- ur, er hann lærði þar prestleg fræði En sá skólalærdómur hef- ir hlotið að kosta mikið fé. Og hafi því fé verið til þess varið, er Ólafur konungur fær þeim Gizuri og Hjalta til kristniboðsins, þá hefir verið vel með það farið. Því þar hefir hinn ungi maður fengið þann stuðning, er bjó hann undir þá kenriimannsstöðu er hann var kjörinn til síðar. ' >Eg hefi leitast við að finna sögulegar sannana líkur fyrir þvi, hversu greiðlega og friðsamlega tókst að fá kristnina lögleidda á Islandi, og fært þær hér fram. Mætti fara um það efrii miklu ít- arlegar en hér er gert, samt læt eg hér staðar numið við það sem komið er. Ritað í september 1927, Magnús Sigurðson á Storð. Það má þekkja mann- inn á málinu. Smásálir og fáfræðingar lasta oft og hæða hið sama, sem vitr- ingar og mikilmenni virða og veg- sama. Hér er vitnisburður tveggja mikilmenna um hið allra við- kvæmasta alvörumál mannkyns- ins. Einar Benediktsson talar fyrst: “Biblía vor er og í því alómet- anlegur fjársjóður dásamlegrar þekkingar. Þar sem málsandi hebreskrar tungu er logbjartur viti, á háum tindi, yfir hafvillurn- ar í reiki þjóða, gegnum ótölu- aldir. — Máttur einfeldninnar er megin-einkunn þess máls, er kast- aði gneistum Fjallræðunnar út yfir heiminn. Alstaðar í anda og bygging hins þrísamhljóða helgi- n.áls, ræður frumleikans guðdóm- lega hugkvæmni. Opinberun, spá- dómar, áköll til alvaldsins og um- fram alt bænir, hljóðbærar til al- föður stjörnuríkjanna, mælast á enga vegu máli sannar og með lr.ngskeytara hæfi en á þessari forntungu hins útvalda lýðs.” Slíkur vitnisburður, um svo göfugt málefDÍ, frá slíkum vit- manni, á svo fögru stórskálda- máli, er mikils virði. Blessun himinsins fylgir slík- um vitnisburði. Hvílíkur þó munur, þegar vit- menn eða spjátrungar tala. “En vei þeim sem hneykslunum veldur.” Heimsfrægi mentamaðurinn, Daniel Webster, talar næst: “Ef trúfræðilegum bókum verð- ur ekki stráð hvarvetna meðal lýðs þessa lands, og þjóðin verð- ur ekki trúrækin, þá veit eg ekki, hvað verður af oss sem þjóð; sú hugsun vefðskuldar alvarlegustu yfirvegun, frá hverjum einasta heilhuga föðurlandsvin'i. Ef sann- leikurinn blómgast ekki á meðal manna, þá mun villan gera það. Hafi menn ekki þekkingu á Guði og orði hans, og veiti því ekki við- töku, þá munu djöfullinn og verk hans halda vell'i; ef bækur þær, sem flytja. .gleðiboðskapinn, ná ekki hverju einasta smáþorpi, þá munu vond og siðspillandi rit og blöð gera það; ef kraftur fagnað- arerindisins streymir ekki um hverja æð þjóðfélagsins, um land- ið þvert og endilangt, mun ó- stjórn, stjórnleysi, hnignun og eymd, siðspilling og andlegt myrk- ur, ríkja viðstöðulaust.” Slíkan vitnisburð fær maður sjaldan frá vitgrönnum mönnum. Það var Paxton Hood, er sagði: “Vertu eins vandur í vali, er þú vel/ur þér bækur, eins og þegar þú velur þér vini og kunningja, því þær fyrnefndu munu hafa eins mikil áhrif á hugarfar þitt og hinir síðarnefndu.” Menn segja oft, að það skaði engan, að lesa þetta og hitt, en það er víst, að saurblöðin og ritin hafa valdið fleiri andlegum slys- um, en bifreiðarnar í Bandaríkj- unum líkamlegum, og er þá mikið tekið til samanburðar. Máður verður að hafa sig allan við, að verjast saurblöðum og ó- hollum ritum, því eins og máltæk- ið segir, að hatrið sé nábýlingur elskunnar, svo eru og þessi vondu rit og blöð ávalt á næstíT strái við hin góðu, og teygja betlilúkuna enn á eftir þeim. Varið yður á vondu og óhollu lesmáli. Pétur Sigurðsson. Mæður, sem reynslu hafa, segja, að Zam-Buk sé bezta með- alið til að græða sár og hör- undskvilla barna, vegna þess: Að það er jurtameðal—engir eitraðir litir. Að það varnar sóttkveikju— kemur í veg fyrir, að ígerð hlaupi í skurði eða brunasár. Að það er græðandi—dregur úr alla verki. Græðir ávalt. Jafn gott fyrir fullorðna. Selt í öllum lyfsölum. búðum og hjá hann konu sína, Bergþóru Jóns- dóttur frá Arnildsstöðum í Skrið- dal. Flutti hann síðan til Selkirk og hefir átt þar heima ávalt síð- sn. Eftirlifndi börn þeirra hjóna eru þessi: Mrs. Jóh. Hannesson, Winnipeg; Mrs. J. Anderson, Se- attle, og Mr. Thorsteinn Brown í Selkirk. Marsvínareksturinn. Pétur Á. Ólafsson konsúll var meðal farþega á Esju hingað að vestan. Esja kom að Sandi sama kvöldið og marsvínin voru þar rekin á land. Hefir hann sagt Mbl. nánar frá þessum atburði. Það var Benedikt Benediktsson verzlunarstjóri, er fyrst varð var við hvalatorfuna. Hann fór á bát út til þess að fara fyrir torfuna. Flestir fiskimenn á Sandi voru í róðri er þetta bar til, svo fátt var um báta við hendina. Menn komu Fjárhagur íslendinga frá dönsku sjónarmiði. í “Finanstidende1, ritar Auge Berléme stórkaupmaður grein hinn 20. júlí um fjárhag íslendinga, í tilefni af því, að þá voru nýlega komnir ársreikningar þriggja stærstu fyrirtækjanna hér á landi, bankanna beggja og Eim- skipafélagsins. Eftir að hafa skýrt frá reikningum þessum í stórum dráttum, spyr hann: —Hvernig er nú ástandið á ís- landi, ef dæma skal eftir reikn- ingum bankanna? Og hann svarar þeirri spurn- ingu á þessa leið: Ástandið er náttúrlega ekki gott, það er augljóst. En það er þó ekki eins slæmt og búast mætti við. Á hinum hörðu árum hefir íslandi tekist að halda fram- leiðslu sinni í horfinu. Bæði lrndbúnaður og sjávarútvegur eru reknir með sama krafti 1927, eins og áður. Og vegna hinna snöggu breytinga, sem verða á íslandi, getur vel verið að árið 1927 verði gott ár, og það lítur jafnvel út fyrir það. Ullarverðið er betra en í fyrra og meira hefir fiskast heldur en árin 1926 og 1925. Fisk- verðið er að vísu lægra en í fyrra, en fiskurinn er þó meira virði en þá, vegna þess hvað hann er mikill. VerS á kolum og salti og fleiri vörum, hefir aldrei verið lægra síðan ófriðnum lauk. Af atvinnuleysi hafa íslendingar ekkert að segja og tekjur og gjöld fjárlaganna standast á. Illa rek- in fyrirtæki munu ef til vill fara á höfuðið, en hin mörgu og vel reknu íslenzku verzlunar, og fisk- veiða fyrirtæki, svo og landbún- aðurinn munu standa sig; á því er enginn efi.—Mbl. Frá Seyðisfirði er símað 17. sept.—Hellirigning tvo síðustu daga. Þurkatregt upp á síðkast- ið. Mikil hey úti víða. — Síld- veiði lítil; sömuleiðis treg þorsk- veiði, vegna gæftaleysis. — Barn druknaði í mógröf á Hrafna- björgum í Jökulsárhlíð nýlega. Móðir þess var nærri druknuð, er þó fljótl. á öðrum bát, Benedikt| hún gerði tilraunir til þess að til aðstoðar. Tókst mönnum á J bjarga því. þessum tveim bátum að halda hvalatorfunni upp að landinu unz fleiri komu á vettvang.—En jafn . .,., .. , . , . Bezta Meðal Við Nýrna- skjott og fiskimenn komu ur roðn i Riöðrn «tiií sneru þeir sér að marsvínarekstr- j inum. Og að tveim tímum liðnum voru þangað komnir allir bátar, sem til eru á Sandi, alls einir 15 bátar. — Um miðnætti voru flest- J ir hvalimir reknir á land. — Að meðaltali er mælt, að þeir muni vega um 1000 kg. hver.—Mbl. DÁNARFREGN. Þann 20. sept. síðastliðinn and- aðist í Selkirk Ásmundur Thor- steinsson Brown, nær 89 ára að aldri. Frá Litla-Bakka í Hróars- tungu í Norður-Múlasýslu flutti'og lifrarveifci, svefnleysi og öðru hannárlH 1876, „e« fjo.,k/ldu | "íl sinni, hingað vestur um haf, tu; reynast eins og því er lýst, eða þú Canada. Settust þau fyrst að ná-, getur fengið peningana aftur. lægt Gimli; og bjó hann þar um;^u þér flösku strax í dag. og og Blöðru Sjúkdómum. Þeir, sem nota hið fræga meðal Nuga-Tone, þó ekki sé nema um stuttan tíma, finna fljótlega, að það stælir vöðvana og styrkir taugarnar og önnur líffæri um allan likamann. Þetta heilsumeðal losar mann við blöðrusjúkdóm og veitir nýjan styrk nýrunum, lifr- inni, meltingarfærunum og öðrum helztu líffærum. Það kemur í veg fyrir þrautir í taugunum og vöðv- unum, varnar gigt, læknar höfuð- verk og svima og annað slikt. í 35 ár hefir undrameðalið Nuga- Tone orðið miljónum manna og kvenna að liði. Það er ágætt við lystarleysi, þrálátu meltingarleysi ,_ , , , ... . ... i taktu ekki neinum eftirlíkingum. 15 ara skeið. Á þvi timabili misti Heimtaðu ekta Nuga-Tone.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.