Lögberg - 27.10.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 27.10.1927, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. OKTÓBER 1927. Bls. 7. Ferðalagí Vestur-Can- ada fyrir 50 árum. Eftir William Kay. Það var í maímánuði árið 1877, fyrir rétt fimtíu árum, að saga sú hefst, sem hér verður sögð. Eg var þá umboðsmaður Hudson Bay félagsins í Touchwood HiUs. Það félag annaðist þá póstflutn- ing allan þar vestur frá, og höfðu þeir, sem póstinn fluttu, tvo stóra vagna, sem tjaldað var yfir með segldúk, og gengu fjórir hestar fyrir hverjum vagni. Komu þessir ferðamenn frá Winnipeg og voru á leið- til Prince Albert í Saskatchewan, en á þeim dögum, og lengi þar eftir, var alt hið mikla landflæmi vestan Manitoba kallað einu nafni North-iWest Ter- ritories. Mér brá töluvert við, þegar út úr öðrum vagninum kom ung stúlka, því þetta var í fyrsta sinni, sem kona hafði ferðast með póstinum frá Winnipeg, eða Austur^Canada, til Prince Albert. Eg tók á móti stúlkunni sem bezt eg kunni; sagði henni, að eg væri u.mboðsmaður Hudson Bay félags- ins og mér væri ánægja að því, að gera fyrir hana það sem eg gæti. Hún heilsði mér glaðlega og mjög kurteislega og sagði mér hvað hún héti, en ekki þykir við eiga, að birta nafn hennar, jafn- vel þótt nú sé langt um liðið, og læt eg því nægja, að nefna hana “Miss Ivy Christine Cook” í þess- ari frásögn. “Hér skulum við hvíla hestana dálítið og fá okkur bita, sagði sá, sem fyrir ferðinni réði. “Get eg hjálpað ykkur nokk- uð?” sagði Miss Cook. Maðurinn leit til mín glottandi og sagðí heldur ‘þæruleysislega, að henni væri bezt að hugsa um sjálfa sig, en þeir skyldu líta eftir því, sem þeir ættu að gera. Sjáanlega féll Miss Cook þetta svar ekki sem bezt, og sagði hún við mig: “Eg hefi alla leiðina verið að reyna að hjálpa þessum mönnum alt, sem eg hefi getað, en þeir vilja sjáanlega enga hjálp af mér þiggja og helzt ekkert við mig tala.” Eg sagði henni, að hún skyldi ekki kæra sig hót um það, hvað þessir piltar segðu. Þeir meintu ejckert misjafnt með því, og það, sem maðurinn hefði sagt, væri miklu fremur góðlátlegt, eftir því sem búast mætti við af honum. Eg bauð Miss Cook inn í borð- stofuna og bað eg hana að vera þar eins og heima hjá sér og reyna að gera sér að góðu það sem til værí. Hún þakkaði mér fyrir, og tók hún þá eftir, að þar var hrúgað saman heilmiklu af óhreinum diskum og bollapörum og öðru slíku, og bauðst hún til að þvo þetta fyrir mig. Eg minti hana á það, sem keyrslumaðurinn hafði sagt gið hana tétt áður 'og sagði henni, að þetta væri nú eitt af því, sem eg ætti að gera. En eg hefði lengi haft þann sið, að taka diska úr búðarhillunum, nota þá eftir þörfum, þvo þá upp svo sem einu sinn'i í mánuði og láta þá diskana aftur á sinn stað. Eftir svo sem tveggja klukku- stunda hvíld og sæmilega mál- tíð, lJgði svo þetta ferðafólk aft- ur af stað aftur, áleiðis til Prince Albert. Eftir þrjá daga kom þetta ferða- fólk aftur, og sýndist alt koma með skilum, sem það hafð'i með- ferðis, nema póstflutningurinn. Hann var horfinn. Hafði ferða- fólkið þá sögu að segja, að við Saskatcheawan ána, svo sem 70 mílur frá Prince Albert, hefði ræningjaflokkur frá Bandaríkj- unum ráðist á sig, rænt öllum póstinum, og skipað sér að fara aftur til Winnipeg, svo þeir, sem þetta verk* unnu, hefðu nógan tíma til að komast suður yfir landamærin. Þetta voru nú réynd- ar engar nýjungar í þá daga, því það kom hvað eftir annað fyrir á þeásum slóðum. Miss Cook leið sjáanlega afar- 'illa út af þeim vonbrigðum og því mótlæti, sem hún hafði nú orðið fyrir, og eg verð að kannast við það, að það fékk mjög mikið á mig. Mér fanst hún vera reglu- Jegur engill, og hvernig gat það öðru vísi verið, þar sem hún var eina hvíta stúlkan, sem eg vissi af, á mörg hundruð mílna svæði, en íjöldinn allur af Indíána stúlk- um, -sem mér fanst nú lítið til komað þegar eg bar þær saman við þessa stúlku. Hún sagði mér blátt áfram og hreinskilnislega, að hún hefði lagt upp í þessa löngu og erfiðu ferð, til að komast á fund unnusta síns, sem tekið hefði sér heimilisrétt- arland við Prince Albert og byggi þar. En nú hefðu allar sínar fögru vonir að engu orðið og ferðin hefði algerlega mishepnast. Eg reyndi sem bezt eg gat að hugga hana og telja í hana kjarkinn, og fá hana til að líta björtum augum ó lífið, þó ekki gengi sem bezt rétt sem stæð'i. Við fortölur mínar, virtist henni líða eitthvað betur, og fór hún nú að spyrja mig, hvort nokkur veg- ur væri til þess fyrir sig, að kom- ast til Prince Albert. Eg sagði henni, að Hudson Bay félagið héldi uppi gufuskipaferð- um frá Selkirk í Manitoba, eftir Winnipegvatni og Saskatchewan- ánni til Edmonton, og gæti hún þannig komist mestan hluta leið- arinnar., Miss Cook réði þegar við sig, að þá leið skyldi hún reyna.’ Og lagði nú þetta ferða- fólk á stað til Winnipeg. Það sem eg nú hefi sagt frá, hefi eg sjálfur séð og heyrt. Sumt af því, sem á eftir fer, hefi eg eftir Miss Cook sjálfri, því eg naut þeirrar ánægju, að eiga tal við hana einu sinni eftir þetta, en sumt f því hefi eg eftir einum af starfsmönnum Hudson Bay fé- lagsins, sem hafði kynst Miss Cook og ferðalagi hennar. Þegar Miss Cook kom til Sel- kirk, var henni sagt, að enn væri ekki fært um vatnið, vegna þess að ísinn væri ekki farinn af því, og það væri ekki hægt að segja henni hvenær lagt yrði af stað. Henni þótti þetta slæmt, en það var ekki um annað að gera, en að bíða. Eftir hálfsmánaðar bið, komst hún samt á stað, með gufu- skipinu “Colville”, áleiðis til Grand Rapids. Strax fyrsta dag- inn gerði versta veður, og skiþið ruggaði ákaflega, og fékk Miss Cook nú í fyrsta sinni að reyna, hvernig sjóveiki er. Þegar til Grand Rapids kom, fékk Miss Cook að vita, að þar væri verið að fullgera nýjn bát, og með honum gæti hún haldið á- fram ferðinni til Edmonton, eft- ir svo sem tvær vikur. 1 tvo daga gat hún hafst við J “Colville”, meðan verið var að afferma, en eftir það hafði hún eiginlega hvergi höfði sínu að að halla, því hér var ekkert gistihús. Út því rættist nú samt, því umboðsmað- ur Hudson Bay félagsins þar á staðnum, sem sjálfur var einbúi og mjög feiminn við kvenfólk, var svo greiðvikinn, að hann lánað’’ Miss Cook herbergi sitt, en svaf sjálfur í tjaldi, meðan hún var þar. Einn góðan veðurdag bauð þessi starfsmðaður Hudson Bay félagsins Miss Cook, að koma með sér í bát þar ofan eftir ánni. Tveir Indíánar voru fengnir til að róa og stýra bátnum. Þegar báturinn kom niður að strengjun- um, sem eru í ánni þar nokkru neðar, þá lentu þau þar, sem snöggvast, og Capt. Amos var svo hugsunarsamur að fá henni björgunarhringi, ef ske kynni, að eitthvert óhapp kæmi fyrir. Bát- urínn fór svo ofan miðja ána og fór hart, þvií áin var straum- hörð mjög. Miss Cook var hvergi hrædd og hafði góða skemtun af þessu. Hún hélt á regnhlíf, til að skýla sér við sólarhitanum. En sva óheppilega vildi til, að hún misti regnhlífina út í ána, en krókurinn á endanum á skaftinu kræktist í beltið á kápunni henn- ar, og þar sem straumurinn var harður og hlífin fyltist þegar af vatni, þá dró hún stúlkuna með sér út í ána. Mennirnir reyndu auðvitað að ná í hana, en við þær tilraujir hvelfdu þeir bátnum al- veg og lentu allir í ánni. Sem betur fór, var þessi starfsmaður Hudson Bay félagsins ágætur sundmaður og þaulvanur ferða- ■slarki á ám og vötnum, og hepn- aðist honum að ná Miss Cook, og einhvern veginn náðu þjyi öll í bátinn og gátu hangið 1 . honum þangað til hann hafði borið þau ofan fyrir strengin, en þá kom þar að annar bátur, sem bjargaði þeim öllum. Miss Cook bar sig furðu vel, þótt hún vafalaust væri mjög hrædd og ákaflega kalt. En það gleymd'ist fljótlega, eftir að þau voru komin í land og hún var komin í þur föt og orðið hlýtt og notailegt. Þegar nýi báturinn var full- gerður og tilbúinn að leggja af stað, þá sýndi Capt. Amos Miss Cook þann heiður, að bjóða henni að gefa skipinu nafn. Skyldi það gerast þannig, að allir sem vildu og viðstaddir voru, komu saman á þilfari skipsins. Átti Miss Cook þá að taka þriggja pela flösku, tappa fulla af Hudson Bay rommi, slá henni við eitthvð hart og brjóta hana í ótal mola og láta innihaldið flóa út um þilfarið, nefna nafn skipsins, en allir við- staddir áttu að hrópa “húrra!” Þetta gekk nú bærilega, Miss Cook braut flöskuna, allir hrópuðu “húrra!” og hundarnir, sem í landi voru, geltu hver í kapp við annan, en Miss Cook varð það á, að nefna skipið “North Cut” í staðinn fyrir “Northcote”. En naumast. hafði hún sagt þetta, 1 þegar eitt flöskubrotið lenti á vörinni á henni og særði hana allmiklu sári. Læknir var enginn viðstaddur nema Indíáni einn, sem rc-yndist ágætlega og sárið greri bæði fljótt og vel, og Miss £ook var alveg eins falleg eins og áður. Þetta nýja skip lagði nú af stað og Miss Cook fór með því, eftir tveggja vikna bið í Grand Rap- ids. En á öðrum degi strandaði það í svo nefndum Demic Change strengjum. Mest af því, sem í skipinu var, tóku gkipverjar og fluttu það í eyju eina þar nærri, sem kölluð er Calico eyja, en með því að lítið vatn var í skipinu, þá kaus Miss Cook að hafast þar við fyrst um sinn. Annan dag eftir þetta slys, fór hún ofan í skipið til að sækja vatn, en datt þá ofan í vatnið, sem var kolsvart af Hudson Bay teinu, sem í það hafði lent, og urðu skipverjar að bjarga henni úr þessum lífsháska og fluttu þeir hana í Calico eyjuna, þar sem skipsfarmurinn var geymdur. Þegar eg í næsta skifti sá Miss Cook, sagði hún mér frá veru sinni í Calico eyjunni á þessa leið: “Þegar eg hafði skoðað mig um á eyjunni, settist eg að und'ir háu furutré, með mörgum og stórum greinum, og hafði ilm- andi viðargreinir í sængur stað. Alla nóttina hafði eg ekki nokk- urn stundlegan frið fyrir pödd- um og flugum; mýsnar hlupu yfir mig og froskarnir voru að vakka alt í kring um mig. óhljóðin í úlfunum og náttuglunum heyrði eg. í öllum áttum. ótölulegur fjöldi af mýflugum og allskonar illþýði, settist þarna að mér, svo eg bafði engan frið. Mér fanst Egyptklands plágurnar fornu sækja þarna að mér allar í einu, og þetta væri eins vondur staður eins og eg gæti frekast hugsað mér, þessa heims eða annars. Eg sofnaði- ekki dúr alla nóttin.” Snemma um morguinn fór Miss Cook ofan að ánni til að þvo sér. Vatnið þurfti ekki að spara, því það var yfirfljótnlega mikið af því í Saskatchewan ánni. Meðan hún var að þvo sér, tók hún frú- lofunarhring sinn af fingrinum og lagði hann á stein þar hjá sér. En um þenna hring þótti henni vænna heldur en um nokkurn hlut annan, sem hún átti í eigu sinni. Maður getur því gert sér í hugarlund hvernig henni leið, þegar hún var búin að þvo sér og fann hvergi hringinn, og vissi að hann var nú glataður fyrir fult og alt. Til að reyna að hafa af sér le'ið- indin, gekk Miss Cook þarna um eyjuna til og frá og staðnæmdist hún um stund þar sem farangur- inn var, sem bjargað hafði verið úr skipinu. Kemur hún þá ált í einu auga á kistuna sína. Sjálf hafði hún gengið frá henni á heimili sínu í Ontario fyrir fjór- um mánuðum og skrifað utan á hana til unnusta síns að Prince Albert, og falið hana umsjá Hud- son Bay félagsins. Kistan hafði sjáanlega lent í vatninu, og nú var það engum efa bundið, að það sem í henni var, mundi alt skemm- ast og sumt vera ónýtt, ef það væri ekki strax tekið úr ki&tunni og þurkað. Þarna var nú brúðar- kjóllinn hennar, sem hún hafði haft mikið fyrir að búa til og gengið svo einstaklega vel frá; og þar voru brúðargjafir, og þar v^r svo margt og margt, sem hún gat ekki hugsað til að missa eða láta skemmast. Flýtti hún sér' nú sem mest hún mátti á fund brytans og skýrði honum nákvæmlega frá, hvernig komið væri, og bað hann að láta sig nú fá kistuna, svo hún gæti bjargað því sem í henni væri frá að eyðileggjast. Maður þessi var einn af þessum’náungum, sem lítið nota sína eigin dómgreind, en þræða æfinlega bókstaflega þær fyrirskipanir, sem fyrir þá eru lagðar af yfírboðurum þeirra. Hann neitaði því þverlega, að láta hana fá kistuna sína til að þurka það, sem í henni væri, eða eiga nokkuð við hana, því hún væri nú í umsjón Hudson Bay félagsins og henni yrði skilað á sínum tíma í Prince Albert og hvergi annars staðar. Nú fanst Miss Cook mótlætið ganga fram úr öllu hófi. Með tár- in í augunum bað hún brytann að láta s'ig hafa kistuna, en það var eins og að tala við steininn. Þetta fékk svo mikið á hana, að ef til vill beið hún þess aldrei bætur. Það æsti ímyndunarafl hennar og gerði hana vanstilta. Eftir að hún hafði verið þarna í hálfan mánuð með skipbrots- mönnunum og hjátrúarfullum | Indíánum, var hún orðin eins hjátrúarfull eins og þeir. Hún fór að taka mark á allskonar fyr- irbrigðum og réði þau öll fyrir einhverjum óhöppum og slysum. Jafnvel stjörnurnar á heiðum næturhimninum, fanst henni að væru ógnandi, og hvert einkenni- legt hljóð, sem hún heyrði, fanst henni koma frá ósýnilegum önd- um, sem væru sér alt annað en vinveittir. Þegar hún svaf, dreymdi hana illa og henni fanst hættan og ólánið umkringja sig. Á vatni hafði hún álíka ýmigust, eins og sagt er að Kölski hafi á vígðu vatn'i. Henni leið reglulega illa og henni fanst að alt vera sér til armæðu. Þegar þannig var ástatt um skap- ferli Miss Cook, greip hana áköf heimþrá. Henni fanst hún endi- 25c. fyrir Greniskóg Fólki, sem þjáist af andþrengsl- um, Asthma og lungna sjúkdóm- umi, er það mikil hjáh) að búa þar sem grenitnén vaxa. Hvers vegna? Vegna þess. að andrúms- loftið þar er þeim holt. PeDS hafa í sér samskonar heilsulyf eins og grenitréð, auk annara hollra efna og fyrir 25c getur þú flutt heim til þín heilsubótina, sem grteniskógurinn veitir. Þeg- ar PeD er látið í munninn, þá nýtur líkaminn þeirrar hollustu, sem meðalið hefir að geyma, maður andar þeim að sér og þau fara ofan í lungnanÍDurnr og lungun en maðun glevDÍr bau ekki. Reynið ’Peos við kvefi, hósta, brjóstveiki og asthma. 25c askjan. Fæst alstaðar. Peps lega þurfa að komast til heimilis síns í Ontario, og það sem allra fyrst, hvað sem það kostaði. Um- boðsmaður Hudson Bay félagsins fékk þegar tvo Indíána til að flytja hana til Grand Rapids á smábát, því annað var ekki fyrir hendi. En þegar til kom, þorði Miss -Cook með engu móti að ferð- ast í þessum litla bát, svo þessir tveir Indíánar urðu fyrst að fara til Grand Rapids og sækja þangað stóran York-bát og fleiri menn, og fór til þess ein vikan enn, en með honum komst þó M'iss Cook loksins aftur til Grand Rapids. Þegar eg áður sagði frá sam- tali mínu við Miss Cook, er við hittumst í síðasta skiftið, og hún sagði mér frá veru sinni í Galico- eyjunn'i, þá gleymdi eg nokkru af samtalinu, sem var á þá leið, að eg minti hana á söguna um rorföð- urinn Jakob, þegar hann svaf undir beru lofti og hafði stein í koddastað, og hann dreymdi stig- ann sem reistur var til himins og sem englarnir gengu upp og of- an. Fanst honum þar vera hlið himinsins og hlóð þar vörðu til minningar um þann helga stað. Sagði eg við hana, að hennar reynslu, fyrstu nótt í Calico eyj- unni, mundi hafa verið mjög á annan veg heldur en Jakobs. Sagði hún að svo hefði áreiðan- lega verið. og ekki hefði hún séð neinn himnastiga og því síður engla, og hefði hún verið fyllilega sannfærð um það, að þær lifandi verur, sem hún varð vör við þessa nótt, hefðu ekkert átt skylt við englana og verið þeim algerlega ólíkar. * Eg spurði hana, hvort hún hefði, eins og Jakob, skilið eftir nokkrar minjar um komu sína á þenna stað. “Það gerði eg áreið- anlega,” sagði Miss Cook og tók upp vasabók sína. “Áður. en eg fór, risti eg þessi orð á stóran stein, sem var skamt frá, þar sem eg svaf fyrstu nóttina, sem eg var á eynni: “Nú er sá tími kominn, Davis bryti, að eg hlýt að kveðja, og þakka mínum sæla að losna frá yður og vandræðum þeim, er þér hafið valdið mér; og hamingjan forði mér frá því, að þurfa nokkru sinni framar að líta slíkan vand- ræða-astað, sem Calico-ey.” Þegar Miss Cook kom til Grand Rapids, var þar kominn Mr. Mur- doch, landmælingamaður stjórn- arinnar og menn hans, og ætluðu þeir að hafast þar við um tíma. Skýrði hún Mr. Murdoch nákvæm- lega frá högum sínum og hvernig ferð sinni væri háttað og bað hann að gefa sér vinnu við að matreiða fyrir hann og menn hans þangað til hún gæti komist áleið- is til Ontario. Gerði hann það strax, þó það væri meira til að greiða fyrir stúlkunni, heldur en h'itt, að hann þyrfti hennar við. Þessir landmælingamenn settu tjöld sín einar fimm milur frá Grand Rapids og var Miss Cook búin að vera þar hjá þeim í tvær vikur, þegar hún, einn góðan veð- urdag, heyrði gufuskip blása og an vissi hún þegar, að nú væri gufu- skipið Colville komið til Grand Rapids. Hún beið ekki boðanna, | en lagði þegar af stað og hljóp alt , hvað af tók, því nú reið á að I missa ekki af skipinu. Það stóð I líka heima, að þegar hún kom nið- ur á bryggjun, var skipið tilbúið ' að fara og hún náði með naum- I indum í það í tæka tíð. En það I var ekki sjón að sjá hana eftir I öll þessi hlaup. Hárið var orðið (laust og flaxaði út í allar áttir og . fötin voru bæði rifin og óhrein. i Hennar fyrsta verk, eftir að hún ( komst út í skipið, var því að þvo I sér og greiða, og eftir svo sem ! klukkutíma var hún komin upp á I þilfar, vel klædd, hrein og fáguð. I Hinir forvitnu Indíánar, sem þarna voru, spurðu hvort þessi fallega stúlka væri dóttir drotn- ingarinnar góðu, Victoriu, slika- kvenlega fegurð höfðu þeir aldrei augum litið. Landmælingamaður- inn Mr. Murdoch, var þarna líka staddur, og spurði hann skip— stjóra hver væri hin fagra mær, sem hann hefði innan borðs. Sagði skipstjóri honum, að þessi stúlka væri engin önnur en matreiðslu- konan hans, Miss Cook, og ætti hann að þekkja haan. Alt sem Mr. Murdoch sagði var eitthvað svipað því, sem þar stendur: “Mikið er skraddarans pund.” Miss Cook fór nú með gufuskip- inu Colville áleiðis til Selkirk, en ekki gekk heldur sú ferð að ósk- um. Þegar skipið kom í grend við Big George eyjuna, gerði eitthvert versta veður, sem dæmi eru til á Winnipegvatni. Á skipinu varð ekki við neitt ráðið og með engu móti haldlð í horfinu. Loks brotn- aði stýrið og eftir það var skipið, með öllu innan borðs, á valdi vinds og vatns og munaði minstu, að það færist með allri áhöfn. Ofan á alt annað bættist það, að Miss Cook var ákaflega sjóveik. Var nú gufuskipið Princess sent frá Selkirk til að leita að Colville, sem talið var víst, að orðið hefði fyrir einhverju skakkafalli í of- viðrinu, og fanst það í slæmu á- standi og ósjálfbjarga í grend við Sandy Eyjuna. Dregur eyjan nafn sitt af því, að þar féll útbyrðis skozkur maður, sem Sandy hét, og fanst þar síðar. Þegar Princess hafði komið Col- ville til Selkirk, lagði Miss Cook þegar af stað til Winnipeg, og þegar hún kom í pósthúsið þar, var henni fengið bréf, sem enn breytti hennar fyrirætlunum, og áfellist eg hana ekki fyrir það. Bréfið var frá unnusta hennar, og sagði hann henni, að nú væri riddaralið komið til Saskatche- wan, og þyrðu ræningjarnir því eigi lengur að hafa sig uppi. Mætti því nú heita hættulaust að ferð- ast um þessar slóðir. Miss Cook sneri því við blaðinu og fór vest- ur, en ekki lengra austur, og enn ferðaðist hún með Hudson Bay póstvagninum og varð nú sam- ferða einum af embættismönnum félagsins, sem átti samleið við hana alla leið. XnXSSKfSZHSHSHXHXHSH3HSH&HXHSHXH3EHBHSH3CHSHSHSH!CHSHSHSHI Rjómasendendur veitið athygli! Sendið oss næsta rjómadunkinn. Munuð þér verða meira en ánægðir með árangurinn. Vér höfum aldrei haft óánægð- an viðskiftavin enn, og munum aldrei hafa. Vér greiðum hæsta markaðsverð og ábyrgjumst að þér verðið ánægðir með viðskifti vor. Skrifið oss og biðjið um merkiseðla. Modern Dairy Ltd. ST. BONIFACE, MAN. H X H X H H X H X D3 X H X H X K! X H X H H X H SHXHSHSHXHXIlXHSHXHXHXHSHXHXHXHXHSKSHXHXHSHSHRHXHXHEHX tillskilagreinum lögreglustjóranna, sem Hagstofan fær eftirrit af. Vínandi, vínföng og gosdrykkir. Af ómenguðum vínanda var síð- astliðið ár flutt til landsins 26,031 lítrar ('talið í i6°ý. Er það tölu- vert minna heldur en naestu ár á undan (2925: 35,300 lítrar, 192J: 37,400 lítrar, 1923: 38,400 litraj.— Af koníaki var innflutningurinn 1926 ftalið í 8°) 5,164 lítrar. Er það heldur meira en næsta ár á undan, er innflutningurinn var 4,- 950 ltr. Af sherry, portvíni o. fl. var inn- flutningur síðastliðið ár 260,783 lítrar. Síðan undanþágan var veitt frá bannlögunum fyrir Spánarvínin með lögum 31. maí 1922 hefir þessi innflutningur sífelt farið vaxandi, svo sem eftirfarandi yfirlit sýnir. 1922 ......... 87 þús. lítrar 1923 ........ 93 — — 1924 ............. H5 — — 1925 ............ 182 — — 1926 ............ 261 — — Af öðrum vínföngum, svo sem rauðvíni, messuvíni o. fl., svo og af ávaxtasafa, var innflutningurinn síðastliðið ár 16,094 lítrar. Er það minna en næsta ár á undan, er þessi innflutningur var 22 þús. lítrar, en svipað eins og árin þar á undan (1924: 15 þús. lítrar, 1923: 18 þús. inn 1924, 64,739, 1925. 64,219. Alls var fólksfjöldinn á landinu 1924 98.483, og 1925 100,117. Samkvæmt þessu hefir fólkinu á landinu fjölgað síðastliðið ár um 1647 manns eða um 1.6% og er ó- venjulega mikil fjölgun. En mis- munurinn á tölu fæddra og dáinna hefir líka verið óvenjulega mikill þetta ár, samkvæmt bráðabirgða talningu á prestaskýrslunum, jafn- vel enn meiri (um 200 hærri), svo að eftir því hefir líka átt að vera nokkur útflutningur ár árinu. Samkvæmt manntalsskýrslunum hefir fólkinu í kaupstöðunum f jölg- að um 1576 manns eða um 4.4% en í sýslunum hefir mannfjöldinn stað- ið í stað að heita má ("fjölgað um 71). Gengur þetta í sömu átt sem undanfarin ár, að öll mannfjölgun- in lendir í kaupstöðunum og þá að- allega í R.vík. Eólkinu þar hefir fjölgað síðastliðið ár um 1202 eða um 5.5%. —Mbl. Þegar til Prince Albert kom, var unnusti hennar þar fyrir og tók áj ltrar móti henni. Þar var líka prestur-j Af öli (óáfengu) fluttist inn 32,- inn og gekk hann rakleitt að sínu! 035 lítrar árið 1926. Var það lang- verki, en eftir fáeinar mínútur! minsti innflutningur, sem verið hef- voru þau orðin hjón. Brúðhjónin‘ir lengi. fóru nú til heimilis síns og fylgdu þeim allir úr nágrenninu, sem vetlingi gátu valdið, boðnir og ó- boðnir, og nutu þarna svo rausn- arlegrar brúðkaupsveizlu, að hún er enn í minnum höfð þar vestur frá. Eru þar enn gamlir menn, sem kunnu frá þessu að segja, og Sennilega er það innlenda ölgerð- in, sem dregið hefir úr innflutning- um s.l. ár. Af sódavatni fluttist inn 1788 lítrar s.l. ár (1925: 2,300 lítrar, 1924: hoo lítrarj. Af menguðum vínanda til elds- segja þeir, að þetta hafi verið! neytis og iðnaðar var flutt inn s.l. skemtilegasta brúðkaupsveizlan, ár aðeins 107 lítrar. Mun það stafa sem þeir hafi nokkurn tíma verið! af því, að farið er að menga vín- í. Hún hafi verið það fyrir allra j anda innanlands. Af ilmvötnum og hluta sakir, en sérstaklega vegna | hárlyfjum var innflutningurinn 914 þrss, að þar hafi verið nógj litrár, álíka og árið á undan (900 brennivín handa öllum. lítrar). Sagan, sem eg hefi að segja af ] Tófcafe og vindlar. Miss Cook og ferðalagi hennar, er nú á enda. Menn segja, að alt ■ A£ allskonar tótiaki fluttist inn &é framkvæmnalegt, ef viljinn til s.l. ár 97,658 kg. og af vindlum 43,- þess sé nógu sterkur. En áreið- anlega er það varlegra og hyggi- legrá fyrir ungu stúlkurnar, að halda sig heima hjá foreldruin sínum þangað til að mannsefnið kemur til þeirra. Hins vegar má þó á það minna, að “mikið skal til mikils vinna.” En áður en ungu stúlkurnar fara að heiman, út í óvissuna og æfintýrin, þá væri holt fyrir þær að hugleiða sðg- una um Miss Ivy Christine Cook. ágúst 0r hagtíðindum. SmásöluverS í Reykjavík í 1927. Samkvæmt skýrslum þeim, um útsöluverð í smásölu, sem Hagstof- an fær í byrjun hvers mánaðar, hefir smásöluverð í Reykjavík á þeim 57 vörutegundum, sem þar eru taldar, (flest matvörur) miðað við 100 í júlímánuði 1914 verið 239 í byrjun ágústmánaðar, 236 í byrjun júlí, 229 í júni, 245 í okt. f. á. og 248 í ágúst í fyrra. Samkvæmt þessu hefir verð hækkað um rúm- an 1% i júlímánuði. en um rúma 4% síðan i júníbyrjun. Þó hefir verið lækkaö um hér um bil 4% síð- an i ágúst í fyrra. Síðustu mánuðina hefir orðið nokkur árstiðarhækkun (7%) á inn- lendu vörunum, en útlendu vörurn- ar hafa. staðið hérumbil i stað. Þrátt fyrir það er þó á siðastliðnu ári heklur meiri verðlækkun á inn- lendu vörunum en þeim útlendu. Miðað við striðsbyrjun hafa inn- lendar vörur þó hækkað meira í verði en útlendar. Á yfirliti, sem Hagstofan birtir, sést að í heild hefir orðið nokkur verðhækkun i júlímánuði. Að visu hefi orðið töluverð lækkun á liðn- um garðávextir og aldini, en kjöt og slátur og fiskur hafa aftur hækk- að að mun. Aðrir liðir hafa lítið breyst. 923'kg. Er það miklu meira en undanfarið, en þetta var fyrsta árið eftir að tóbaks einkasalan var af- numin. Mannfjöldi á fslandi í árslok 1926. • •% Eftirfarandi yfirlit sýnir mann- fjöldann á öllu landinu um siðustu áramót. Er farið eftir manntali prestanna, nema í Reykjavik og Vestmannaeyjum eftir bæjar mann- tölunum þar. í Reykjavík tekur lögreglustjóri manntalið, en í Vest- mannaeyjum baéjarstjóri og var það fyrst tekið þar árið 1924. Sýnir það heldur hærri tölu heldur en manntal prestsins. Til samanburðar er hér Nokkrar innfluttar tollvörur árið 1926. Eftirfarandi yfirlit er gert eftir settur manníjöldinn á öllu landinu 1926 og mannfjöldinn samkvæmt aðalmanntalinu 1920 Kaupstaðir: 1920 1.926 Reykjavík 17,679 23,224 Hafnarfjörður .. 2,366 3,085 ísafjörður 1,980 • 2(227 Siglufjörður Li59 1,580 Akureyri 2,575 3,050 Seyðisfjörður .... 871 977 Vestmannaeyjar .. 2,426 3,33i Samtals 29.056 37-471 Sýslur: Gullbr. og Kjósars 4,278 4,286! Borgarf jarðarsýsla 2,479 2,508 Mýrarsýsla 1,880 L758 Snæfellsnessýsla .. 3,889 '3,6i9 Dalasýsla 1,854 1,781 Barðastrandars. .. 3,314 3,281 ísafjarðarsýsla ... • 6327 6,025 Strandasýsla 1,776 1,762 Húnavatnssýsla .. 4,273 4.103 Skagafjarðarsýsla . 4,357 4,044 Eyjafjarðarsýsla . 5,001 5,092 Þingeyjarsýsla .... 5,535 5,58o Norður-Múlasýsla 2,963 2,923 Suður-Múlasýsla . 5,222 5,679 A.-Skaftafellss. . .. 1,158 1,123 V.-Skaftafellss. . .. 1,818 1:841 Rangárvallasýsla . 3,801 3,650 Árnessýsla 5,709 5,235 Samtals .... 94,690 101,764 Frá íslandi. Reykjavík, 16. sept. 1927. Frá Akureyri er símað að stór- bruni hafi orðið í Krossanesi í gær, og að tvö geymsluhús og aðalverksmiðjan skemst. Um 50 þúsund mál af síld ónýtast með öllu og tjónið áætlað um 800 þús- und kr„ að því er Holdö fram- kvæmdarstjóra segist frá, en við hann átti morgunblaðið tal um eldsvoðann simleiðis.—Mbl. Vestm.eyjum 17. sept. — Tíð- indalítið hér. Heilsufar gott. — Nokkrir bátar eru komnir aftur af þeim, er fóru norðúr til síld- veiða, sennilega fast að helming- ur. Hinir á leiðinni, eða um það bil að fara á stað.—Mbl. Reykjavík, 24. sept. Sveinn Björnsson sendiherra er nýkominn til Reykjavíkur til stuttrar dvalar hér. í milliþinganefnd í landbúnað- armálum, hefir stjórnin skipað Berpharð Stefánsson alþm. Aðr- ir nefndarmenn er kosnir voru á þingi, eru þeir Þórarinn á Hjalta- bakka og Jöruundur Brynjólfs- son. — 1 útvarpsstjórn, með land- símastjóra og Ludvig Guðmunds- syni, hefir stjórnin skipað Pál E. Ólafsson, prófessor. Páll ísólfsson hélt 22. þ.m. hinn fyrsta af fimm kirkjuhljómleikum, er hann heldur fyrir jól. Flest þau tónverk, er P. í. hygst að leika, hafa aldrei heyrst hér áður, og hafa hljómleikar hans vakið mikla tilhlökkun hjá tónlistarvinum hér í bæ. Kirkjan var nær full á fyrstu hljómleikunum, og áheyr- endur mjög ánægðir. LaufásprestakalL sækja tveir prestar um: Ásmundur Gíslason á Hálsi og Þorvarður G. Þormar á Hofteigi. Árið 1924 voru íbúarnir i kaup- stöðum samtals 33,744, 1925, 35,- 898, en i sýslunum var fólksfjöld- VITA-GLAND TÖFLURNAR trvggja það að hænurnar verpa innan þriggja daga Hænurnar hafa lífkirtla eins og manneskjan og þurfa holdgjafar- efni. Vita-Gland töflur eru slíkt efni og séu þær leystar upp í vatni sem fyrir hænsnin er sett, þá fara lélegar varphænur strax að verpa. Vísindin hafa nú fundið þau efni sem nota má til að ráða því alveg hvern'ig að hænurnar verpa. Til- raunastöð stjórnarinnar vottar, i að með því að nota Vita-Gland- töflur, getur hæna verpt 300 eggj- um, sem ekki verpti áður nema 6Ö. Takið þetta góða tilboð. Egg, egg og meiri egg, og þrif- leg hænsni án mikillar fyrirhafn- ar eða meðala eða mikils fóðurs. Bara að láta Vita-Gland töflu í drykkjarvatnið. Auðvelt að tvö- faída ágóðann með sumar-fram- leiðslu á vetrarverði. Þeir, sem búa til Vita-Gland töflurnar, eru svo vissir um ágæti þeirra, að beir bjóðast til að senda yður box fyrir ekkert, þannig: sendið enga peninga, bara nafnið. Yður verða send með pósti tvö stór box, sem hvort kostar $1.25. Þegar þau koma, þá borgið póstinum bara $1.25 og fáein cents í póstgjald. Nábúar yðar siá svo hvað eggiun- um fjöle-ar hiá yður, kostnaðar- laust. Vér ábyrgjumst. að bér verðið ánægður. eða skilum aftur neningunum. Skrifið oss strax í dag og fáið mikið fleiri egg á auð- veldara og ódýrara hátt. VITA-GLAND LABORATORTES 1009 Bohah Bldg., Toronto, Ont.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.