Lögberg - 10.11.1927, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.11.1927, Blaðsíða 4
B!b. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. NÓVEMBER 1927. Gefið út Kvcrn Fimtudag af The Col- umbia Press Ltd., Cor. Sargcnt Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. T«laima.ri N-6327 »4 N-6328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrih til blaðsins: T»fE (OLUMBIA PRE8S, Ltd., Box 3171, Wlnnlpog, M>n- Utanáskrih ritstjórans: EOiTðR LOCBERC, Box 3171 Wlnnipsg, IRan. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram yg.r.M.-grr tts.t.- Th« “Lögberg” 1« printsd and publlshed by Th« Columbla Preaa, Lámlted, ln th« Columbta Butldln*. e»S earsent Ave., Wlnnlpeg, Manltoba. Framtíð Vesturlandsins. L tímaritinu “T'he Western Home Monthly”, birtist fvrir skömmu greinarkorn það, er hér fer á eftir. Fanst oss innihald þess slíkt, að vel væri ómaksins vert, að snúa því á íslenzku: “Ef einhver kynni að spyrja Vestanmann þeirrar spurningar, livað það væri, er vér þörfnuðumst mest, til að tryggja viðgang og mikilleik Sléttufylkjanna, myndi svarið að lík- indum verða á þá leið, að mest riði á aukinni efnahags farsæld þegar í stað. Hann mvndi halda því fram, að fyrsta og síðasta skilyrðið fyrir efnalegri velsæld, væri í því fólgið, að fá fleiri menn með meiri jieniilga, til að rækta upp landið, vinna námur, höggva skóga, efla fiski- útveginn, og leggja grundyollinn að nýjum borgum. Aak þess sem koma þyrfti á fót nýj- um verksmiðjum, og hentugri samgön.gutækj- um. Ef því hefði svo verið liáttað, að hann hefði látið sér annara um varaniega framtíð- ar velfarnan, en augnabliks hagnaðinn, myndi hann, sér að skaðlausu, hafa getað bætt því við, að mikið gæti þó að s.jálfsögðu á því oltið, hvern- ig háttað vaeri hinum andlega efnivið nýbyggja þeirra, er með oss tækju sér bólfestu, sem og því, hver afkomu skilvrðin vairu. ‘ ‘ ^ ér höfum, flest liver, kynst þjóðum, sem orðið hafa undir í baráttunni, sökum þess, að þær lögðu ónóga rækt við manndómseðli sitt, — létu augnabliks hagnaðinn, eða hagnaðarvon- ina, sitja í fyrirrúmi. Heilbrigð sambönd við lífið og umhverfið, höfðu glata.st. Eins lengi og fólkið veður áfram í viliu og svíma vanþekk- ingarinnar, — ttkur hóglífi og munað, fram yfir þrekraun og starf, ber alt að einum og sama brunni. Vægðarlaus tortíming horfir slíkum lýð stöðugt í augu, og annað ekki. Harðstjórn, af hvaða tegund, sem er, hvort heldur hún kemur frá kreptum hnefa alræðis- mannsins, kúgunarsamtökum aðalborinna stétta, hjartalausum samtökum vinnuveitenda eða vinnuþiggjenda, ieiðir ávalt til stéttahat- urs, misskilnings, og gereyðingar fyr eða síðar. Vestur-Canada þarfnast auðæfa. En fólkið vill heldur vera án þeirra, en að láta það við- gángast, að náthiruauðlegð landsins sé unnin í þágu fárra manna, á kostnað fjöldans. Vestur- ■ Canada þarfnast aukins mannafla. En hitt verður þó ávalt að ganga fvrir, að aðkomu- menn séu trúir og heilbrigðir borgarar. Gáfna- far þeirra og siðferðisþrek, verður að vera slíkt, að samhoðið sé kostum canadiskra þegn- réttinda. Höfðatalan og fjármunirnir, geta engan veginn skoðast sem fullnægjandi markmið nokk- urrar þjóðar. Fyrst af öllu ríður á, að lögð sé full rækt \dð skapgerðina og meðfædda mann- kosti. Að því takmarki, ættu allar tilraunir mentamálanna að stefna. Því má heldur ekki gleyma, að mentastofnanimar hafa orðið, og geta enp orðið, engu síður til ills en góðs. Það er hvergi nærri fullnægjandi, að starfrækja skóla og bókasöfn, gera aðganginn greiðan að skemtistöðum, og auka útbreiðslu blaða og tíma- rita. Sérhvert afl, getur orðið neikvætt, engu síður en jákvætt. Kröfur vorar unt aukna ment- un, verða allar að snúast um þá mentun eina, er vitkar fólkið, eykur siðferðisþrek þess og gerir það að betri og hæfari borgurum. Vér getum aldrei varið til þess of miklu fé, að sannmenta fólik vort, og heldur aldrei lagt of iítið til þeirra stofnana, sem veikja skap- gerðina og rýra manngildið. Bygging hrúa, járnbrauta, þjóðvega og verksmiðja, kemst aldrei í hálfk\ústi að gildi, við bygging heil- brigðrar skapgerðar. Sá tími kemur, fyr en síðar, að mikilleiki hverrar þjóðar, verður met- inn eftir mannkostum hennar. Þáð eru til þjóð- ir í dag, vsem velta sér í jarðneskum auðæfum, svo að jafnvel einstætt mun vera í sögu mann- "kynsins. Líklegast væri það ekki úr vegi, að þær stingju hendinni í eigin barm, og spyrðu sjálfar sig hvert stefndi. Sjálfsdýrð og auðæfahroki, eru ávalt fyrir- boðar tortímingarinnar. — Mikilleiki Vestur- landsins hlýtur að liggja á öðru sviði." Hann hlýtur að grundvallast á réttvísi, er öllum gerir jafnt undir höfði. I sérhverju því þjóðfélagi, er ræktað hefir hjartalag sitt við arinn mannástar og réttvísi, nær viðskiftalífið hámarki heilbrigðs þroska. Þar kemst stéttarígurinn ekki að, því allir finna jafnt til hróðurskyldunnar. ” Á slíkum grundvelli skyldi þjóðfélagið í *Vestur-Canada vera hygt, sem og hið canadiska þjóðfélag í heild. Varhugaverð afstaða. Sá er félgaskapur við lýði í Saskatchewan- fylki um þessar mundir, er nefnir sig “Wo- men’s British Immigration League of Saskat- chewan”. Nafnið verður ekki nema á einn veg skýrt, — tilgangur kvenfélagsins enginn annar en sá, að .berjast fyrir auknum innflytjenda- straum frábrezku eyjunum, sennilega skilyrðis- laust, eða með öðrum orðum, að alt hljóti að T’era gott og gilt, sem þaðan kemur. Fjarri sé það oss, að rýra á nokkurn hátt kosti hrezkra innflytjenda, því frá eyjunum brezku, hefir að sjálfsögðu fluzt hingað árlega margt nýtra manna og kvenna, þótt hitt muni jafnframt okki orka tvímælis, að þar hafi oft verið misjafn sauður í mörgu fé. Ekki þó sízt hin síðari árin, eftir að áherzlan mesta virðist lögð hafa verið á höfðatöluna. Þetta nýja kvenfélag þeirra Sasikatchewan- húa, gefur í skyn, án þess að gera nokkra minstu tilraun til að rökstvðja mál sitt, að stjórn inn- flutningsmálanna hafi verið slík, að hinum og Jiessum vafalýð frá Litla Rússlandi, Balkan- ríkjunum, Austuríki, Ungverjalandi og Þýzka- landi, hafi gert verið greiðara fyrir með inn- flutning til Canada, en bornum og harnfæddum þegnum hans hátignar, konungsins yfir Bret- landi hinu mikla. í tilfelli því, er hér um ræðir, hefir þessn hrezka stjórnmálakvenfélagi þarna vestur í landinu, hrapallega yfirsézt. í stað þess, að viðurkenna það afdráttarlaust, að brezkum inn- flytjendum hafi ívilnað verið á margan hátt, eins og kvenfélagskonum þéssum hefði átt að að vera nokkurn veginn ljóst, liafa þær gersam- lega haft endaskifti á sannleikanum, og gefa í skyn, að stjórn innflutnin^smálanna, hafi hall- ast á sveif hinna annara þjóðerna, þeirra, er minst hefir verið liér að framan. Hvað er um hið gvo nefnda “Three Thousand Family Scheme”? Var ekki tilgangnrinn sá, að flvtja fólk það alt hingað inn frá evjunum brezku? Að minsta kosti höfum vér aldrei heyrt þess getið, að með því hafi átt verið við innflutning fólks frá Litla Rússlandi, eða Tvrkiríinu. Þjóðerni góðs og nytsams innflytjanda, skiftir í sjálfu sér minstu málinu. En hitt gæti þó að sjálfsögðu aldrei komið til mála, að hrezk Lundúna-landeyða skyldi tekin fram yfir starfstrúan ný.hyggja, hvort heldur hann kæmi frú Rumeníu eða Litía Rússlandi. Hinni ungu, canadisku þjóð, eins og reynd- ar öllum öðrum þjóðum, ríður mest af öllu á þjóðareining. Hvort hrezka innflutninga kven- félaginu í Saskatchewan hefir skilist sá sann- ileikur enn til hlítar, getur þó verið nokkuð á- litamál. F relsi. Eftir séra Jón Bjarnason, D. D. Það er mikið talað um frelsi á þessúm tímum. Það hefir aldrei á liðnum öldum nærri því eins mik- ið verið talað um frelsi—almenningsfrelsi—í heim- inum eins og einmitt nú. Frelsi er líka það orð, sem nú á tímum er meira talað um og meira ritað um en flest, ef ekki öll, af hinum svo kölluðu “stóru” orð- um í mannlegu tungumáli. Og af því að svo mikið er um þetta mikla orð talað og ritað, þá ætti maður að mega ganga út frá því, að meira væri líka um það hugsað en flest annað. Og það er líka sannarlega vert að hugsa mikið um þetta orð—f r e 1 s i, því það táknar nokkuð, sem í sjálfu sér er mjög eftirsókn- arvert. Frelsi er einhver sú dýrmætasta eign, sem nokkur maður getur átt. Án frelsis er ómögulegt að vera sæll. Án frelsis getur manneðlið ómögulega notið sín. Án frelsis getur maðurinn ekki náð þeirri andlegu tign, sem hans eigin meðvitund segir honum að honum sé ætlað að ná. Án frelsis getur maðurinn naumast verið maður. ófrelsið gjörir út af við manninn í mönnunum. — Og nú er heiminum í heild sinni farið svo mikið fram, að hann er far- inn að sjá þetta, og af því hann er farinn að sjá það, þá er nú meir hugsað og ritað og rætt um frelsi, en nokkurn tíma áður. Hinar liðnu aldirnar töluðu um frelsi, fyrir einstaka menn og mannflokka. En nú gengur frelsdshugsunin og frelsistalið miklu lengra. Nú er almenningsfrelsi á dagskrá nálega um öll lönd heimsins. En þó að þetta stóra orð, f r e 1 s i, sé nú efst á dagskrá, einnig meðal vors þjóðflokks, og þó að guð- legri forsjón sé sannarlega fyrir það þakkanda, að vér í þessu tilliti lifum á betri tíma heldur en þeir lifðu, sem á undan oss eru hnignir til moldar, þá væri hrapallegur miskilningur að ætla, að sönn hug- mynd um frelsi sé að sama skapi útbreidd nú meða) alþýðu manna eins og mikið er talað um frelsi nú orðið alment. Mikið af skrafi fólks um frelsi er hégómi og heimska. Margt það, sem menn kalla frelsii og berjast fyrir í frelsisins nafni, er argasta ófrelsi. Og margir reyna til að telja sér og öðrum trú um, að það sé óþolandi ófrelsi, sem í rauninni er sannarlegt frelsi. Menn búa einatt á þessari frelsisöld til grýlu úr því, sem í sannleika er frelsi, með því að kalla það ófrelsi. Og á hinn bóginn klæða menn oft það, sem er greinilegasta ófrelsi, í skínandi búning og skrifa með gyltu letri utan á þann búníng orðið f r e 1 s i. Og svo verður afleið- ingin af þessu, að heilir hópar fólks eru að elta skugga frelsissælunnar og hreppa loks, þegar þeir hafa náð honum, reglulega ófrelsisvansælu. Vér förum víst ekki með neinar öfgar, þótt vér segjum: 1 hvert skifti, sem hér í vorum íslenzka mannhópi hefir verið komið með eitthvert verulega gott og uppbyggilegt almenningsálit og menn verið beðnir að styðja það, þá hafa alt af heyrst fleiri eða færri raddir, sem hafa leitast við að fá menn til að trúa því, að nú væri verið að smeygja ófrelsi inn á meðal almennings, og af því að hér væri ófrelsi á ferðum, þá skyldu menn nú standa á móti. Og svo hafa vit- anlega eigi fáir orðið, ef ekki opinberlega, þá í laumi, á móti. Og á hinn bóginn: Þegar einhverj- unp hefir dottið í hug að ota fram einhverju illu og skaðlegu máli, þá hefir það vanalega verið gjört í nafni frelsisins, og hafi það á annað borð fengið nokkra stuðndngsmenn, þá hafa þeir yfir höfuð bor- \ ið það fyrir, að þetta mál yrði menn endilega að styðja frelsisins vegna. — Eigi þarf að fara út fyrir hina kirkjulegu kristindómsbaráttu vora, til þess að leita að sönnunum fyrir því, sem nú var sagt. A8 svo miklu leyti, sem barist hefir verið á móti kirkju vorri, þá hefir sú mótspyrna fremur öllu öðru verið studd með þeirri staðhæfing, að kirkjan kæmi með ófrelsi, og því væri sjálfsagt að vera á móti henni. Og að svo miklu leyti, sem barist hefir verið fyrir vantrú og guðleysi, þá hefir sú barátta verið rétt- lætt með því, að frelai—andlegt frelai almennings— útheimti slíka baráttu. Það var dimm ófrelsisöld, þegar Jesús Kristur stofnaði ríki sitt í heiminum. Hann kom með sinn frelsisboðskap á þeim tíma, þegar þetta orð, f r e 1 s i, var varla til í tungumáli almennings. Gyðingalýð- ur hafði um margar aldir búist við frelsara, ein- staklegri, guðlegni persónu, Messíasi, er ætti að veita þjóðinni frelsi. En þegar svo Kristur kom, var eins og enginn hugsaði um neitt annað frelsi en það, að losna undan pólitiskum yfirráðum og kúg- unarveldi Rómverja. Og er það sýndi sig, að Jesús þessi, er vitnaði um sig að hann væri nú einmitt sá hinn sami Kristur, sem alt gamla testamentið hafði um spáð, ætlaði ekkert slíkt frelsi að veita þeim, þá hneyksluðust þeir á honum, hötuðust við hann og heimfu' hann krossfestan. En frelsisins boðskap kom hann með engu að síður. Hann lifði fyrir þá miklu guðlegu hugsan, að gjöra mannssálírnar frjálsar, og hann dó hinum kvalafulla krossdauða til þess að hið guðlega frelsi gæti orðið allsherjar- eign mannkynsins. “Þitt orð er sannleikur," sagði Jesús við hinn bimneska föður sinn í bæninni rétt áður en píslar- saga hans hófst. Og áður hafði hann sagt við Gyð- inga: “Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.” Það er æðra frelsi en alt annað frelsi, sem Jesús talar hér um. Það er frelsi frá synd og óguðleik. Það er undirstöðu-frelsi undir alt annað sannarlegt frelsi. Ekkert annað» frelsá fullnægir manninum, svo framarlega sem þetta undirstöðufrelsi vantar. En sé þetta undirstöðufrelsi Jesú Krists eign manns, þá má lifa, og það jafnvel lifa sæll, þó að margt ann- að frelsi vanti eða sé af mjög skornum skamti. Það er átakanleg hugvekja frelsinu viðvíkjandi, það atriði píslarsögunnar, sem segir frá því, þegar alþýða Gyðinga beiddist þess, að Barrabas væri gef- ið frelsi, en heúmtaði, að Jesús væri krossfestur. Ástæða er til þess út af því, að hugsa um þetta merkilega og dýrmæta orð, f r e 1 s i, og það, hve hræðilega er einatt með það farið af almenningi. Myndirnar af öðrum eins höfuðpersónum í binni miklu sorgarsögu eins og þeim Kaífasi og Pílatusi standa yfir höfuð úthleyptar eða með lifandi litum afmálaðar fyrir hugskotssjónum kristins almenn- ings — mönnum til æfinlegrar viðvörunar. Það er vel og gott. En ekki ættu menn út af þeim myndum að gleyma uppdrætti guðspjallasögunnar af almenn- ings-hugsunarhættinum meðal Gyðinga á sama tíma og þeir Kaífas og Pílatus komu til sögunnar. Sízt ætti alþýða nú að gleyma því, hvernig alþýðan þá kom fram. Menn ætti nú vel að taka eftir því, hvernig alþýðan þá fór með frelsi sitt. Allir ættu á þessum alþýðustjórnartíma að hafa það hugfast, hvað al- menningur gjörði, þegar Pílatus, í von um að sleppa hjá því að breyta á móti betri samvizku, ef hann skyti málinu undir almenningsálitið, bauð alþýðu að kjósa, hvor þeirra, Jesús eða Barrabas, skyldi gefinn laus. Einu sinni hafði þó alþýða í fsrael frelsi. Einu sinni mátti hún þó ráða á þeirri ófrels- isöld. Einu sinni er þýðingarmesta málinu í mann- kynssögunni skotið undir vilja almennings. Einu sinni var þó almenningsálitinu af þeim, sem annars réðu öllu, leyft að verða ofan á. Og niðurstaðan, sem náðist í máli því, sem hér var um að ræða, við það að almenningur fær að ráða, er það, að hinn heilagi og réttláti er deyddur, en illmennið og óbóta- maðurinn er gefinn laus. Þvílík hörmuleg niður- staða! Þvílík hræðileg misbrúkun á frelsinu! Því- líkt ógurlegt almenningsálit. Gætum að: þeim Kaif- asi og Pílatusi er vanalega kent um krossfesting og dauða Jesú. Og víst dettur oss ekká í hug að halda vörn uppi fyrir hinni lúalegu og samvizkulitlu fram- komu þeirra. Þeir hafa vissulega sinn dóm með sér, og hann ekki léttan. En eftir því er vert að muna, að Kaífas gat ekki, þótt hann vildi, ráðið því, að Jesús væri líflátinn, og Pílatus vildi það ekki, þótt hann hefði vald til þess, því samvizka hans sagði honum, að Jesús væri saklaus. Og með öllu sínu trúleysi vildd hann ekki dæma Jesúm til dauða þvert á móti rödd samvizku sinnar. Hann vonast eftir, að ef hann skjóti málinu undir dóm alþýðu, þá sleppi hann við vanda þann, er hann fann sig vera 1. Það var siður hvert ár um páskaleytið, að hinn rómverski landstjóri náðaði einn bandingja af þjóðflokki Gyð- inga. iSvo lætur þá Piílatus leiða þessa tvo, ræningj- ann og morðingjann Barrabas og Jesúm frá Nazaret fram fyrir lýðinn og spyr: “Hvörn þessara tveggja viljið þér nú, að eg gefi yður lausan?” Hann bjóst við, að þeir bæði hiklaust um Jesúm. Nei, þeir biðja í einu hljóði um Barrabas. Aldrei í mannkynssög- unni hefir almenningsálitið orðið sér eins hróplega til syndar og skammar eins og í þetta sinn. Hér átti almenningsviljinn kost á að hindra það hryllilegasta illverk, sem nokkurn tíma hefir verið unnið. Alþýðu- viljinn dæmir Barrabas til lífs, en Jesúm til dauða. Alþýðu Gyðinga er eitt augnablik veitt frelsi, og þá dæmir hún þennan himinhrópanda dóm. Það er annars víðar í píslarsögunni, að alþýðu- hugsunarhátturinn stingur fram höfðinu. Þess er t. a m. getið um þjónana, sém höfðu Jesúm til gæzlu meðan hann var í sínu fyrsta varðhaldi, áður en prestaráðið hélt fund sinn út af máli hans, að þeir hafi hrækt í andlit honum, gjört gys að honum, slegið hann, sumir með hnefum og sumir með lófum, hafi byrgt fyrir augu hans, slegið í andlit honum og sagt: “Spá þú, hver það var, sem sló þig” o.s.frv. Þá er Pílatus hafði lokið sínum heimskuelga handaþvotti, með þeim ummælum, að hann væni sýkn af blóði þessa réttláta manns og að þeir skyldi sjá fyrir því, þá hróp- aði allur lýður: “Komi blóð hans yfir oss og börn vor.” Og þegar Jesús var uppnegldur á krossinn, þá sýnist alþýða manna óðar hafa tekið-bil, er hún gekk þar fram hjá, að atyrða hann, hrista yfir honum höfuð sín, brigzla honum um ýmislegt, er hann hafði áður sagt, og mana hann, ef hann væri guðs sonur, að stíga niður af krossinum. — Svona kemur alþýðan fram gegnvart þeim mesta alþýðuvini, sem nokkurn tíma hefir lifað. Svona ver alþýða Öllu því frelsi, sem hún á, þegar þessi sama alþýða er orðin að guð- lausum skríl. Það er óhætta að bera dýpstu lotning fyrir þessu orði, f r e 1 s i, en það er líka óhætt að hræðast þetta orð — frela i—, þegar það er í hönd- um eða munni eða hjörtum þess fólks, sem eins stend- ur andlega á fyrir eins og þeim, sem til forna kröfð- ust krossfestingar og dauða Jesú. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPI HANN AF The Empire Sash& Door Co. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK ^JIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIlllllllllllllllllllU Samlagssölu aðferðin. Sama reglan gildir um rjóma, sem aðrar búnaðar- = = afurðir, að því meira sem vörumagnið er, þess tiltölulega E E lægri verður starfrækslukostnaðurinn. En vörugæðin = = bljóta að ganga fyrir öllu. Þrjú meginatriði þurfa að = = vera til staðar, ef vara vor á að fá það sæti, «era henni E E ber á brezkum markaði, sem sé vörumagn, reglubundnar E = vörusendingar og vörugæði. Með því að styðja yðar eigin SAMLAGSSTOFNUN eru E E fyrgreind þrjú meginatriði trygð. Manitoba Co-operative Dairies Ltd. = 846 Sherbrooke St. - ; Winnipeg, Manitoba E rTiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiifE Þeir Islendjngar, er í hyggju hafa að flytja búferlum til Canada, hvort heldur er heiman af íslandi e'ða frá Bandaríkjun- um, sendi skriflegar fyrirspurnir til ritstjóra Lögbergs. Meðlimir Grain Exchange, Winnipeg Produce Clearing Associ- ation, Fort William Grain Exchange, Grain Claims Bureau. LICENSED AND BONDED By Board of Grain Commissioners of Canada Columbia Grain Co. Limited Telephone: 87 10$ 144 Grain Exchange, Winnipeg ÍSLENZKIR BŒNDUR! Munið eftir íslenzka kornverzlunar-félaginu. það getur meir en borgað sig, að senda oss sem mest af korn- vöru yðar þetta ár.-”Við seljum einnig hreinsað útsæði og kaupum “option” fyrir þá sem óska þess. Skrifið á ensku eða íslenzku eftir upplýsingum. Hannes J. Lindal, Eigandi og framkvæmdarstjóri. Jesús er ekki líkamlega og sýni- lega hjá oss á lífi. Og Barrabas vitanlega fyrir löngu dauður. En málefni hins krosfesta Jesú Krists er hér hjá oss og því mál- efni fylgir frelsarinn hvervetna, þótt ósýnilegur sé, því hann lifir enn og deyr aldrei. En það er líka til hjá oss það, sem vér get- um kallað málefni Barrabasar, þótt persóna hans sé ekki á lífi. Hann var ræningi og manndráp- ari, ekta stigamaður, þessi Barra- bas. Og sami andinn, sem rak hann áfram út á sinn eyðilegg- ingarferil, Jifir enn í hinum Iægstu og Ijótustu lögum mann- félagsins. Það er aflið, sem dreg- ur eða leitast við að draga alþýð- una niður í sorpið. Það er afl hins misbrúkaða frelsis. Og það er aflið, sem gefur öllum hinum óguðlegu, dýrslegu og djöfullegu fýsnum hins spilta manneðlis laus- an tauminn. Það er aflið, sem setur frekjuna og heimskuna og illgirnina upp á veldisstólinn og berst þar í nafni frelsisins á móti öllu því, sem er satt og rétt og gott. Hin kristna kirkja vor leið- ír mynd Jesú Krists hins kross- festa fram fyrir almenning og býður honum það frelsi, sem hann hefir á boðstólum, og sýnir hverjum einstökum, hvílíkur sá andi er, serí! frelsi hans er sam- fara. Sjá hefir mátt í liðinni tíð ávexti hvorstveggja þessa anda i mannfélagi voru, og sjá má þá vissulega enn. Um tvennskonar frelsi á hver einstakur meðal fólks vors kost á að velja: frelsi Jesú Krists og frelsi Barrabasar- andans. Frelsi vilja allir hafa. Frelsi hljóta allir að hafa. Allir eru skapaðir með frjálsræði, og það þýðir, að allir eiga að eiga frelsi og ráða sjálfir yfir því. Þú, hver sem þú ert, hefir frelsi til að slá þér í þann mannhópinn, sem lætur anda Jesú ráða yfir sér. En þú hefir líka frelsi til að fylla þann flokkinn, sem heimtar, að Rarrabas sé látinn laus og gjöri alt, sem honum þóknast. En þegar þú velur um þessa tvo kosti, þá mundu vel eftir því, að ástæðurnar eru nú alveg hinar sömu og til forna, þótt nú sé frels- isöld, en þá væri ófrelsisöld. Ef þess er krafist, að Barrabas fái að lifa og halda áfram að vaða uppi, þá er þar með að sjálfsögðu krafist, að Jesús Kristur sé til dauða dæmdur. En vilji menn, að Jesús Kristur lifi hjá sér, þá þýðir það dauða þess anda, sem| Barrabas stjórnaðist af. hjá þeim sömu mönnum. ó, a ðöll vor alþýða væri and- lega frjáls! ó, að hún gæfi sig öll unddr það andlega afl, sem gjört getur alla menn andlega frjáls! Vér höfum bent á, hvar þess andlega afls er að leita. Það er hjá honum, sem alþýða Gyð- inga útskúfaði, þegar hún bað um að Barrabas væri gefinn laus. Og menn fá þetta andlega afl hjá honum, þegar þeir leyfa sann- sínar og láta það vera ljós á veg- leiksorðinu hans inngöngu í sálír um sínum og lampa fóta sinna. Það var á endanum hvorki hinn hræsmsfulli Kaífas, né hinn van- trúaði Pílatus, sem réð því, að Jesús var deyddur, heldur hið frjálsa atkvæði alþýðunnar. Nú er frelsisöld. fyrir alþýðu og þá er auðvitað, að það er nú marg- falt fremur en í fornöld komið undir almenningsáliti, hvort það, sem ilt er, eða það, sem gott er, verður ofan á í mannfélaginu. Hinir einstöku, sem kallað er að völdin hafi nú, hvort heldur í kírkjulegum eða veraldlegum mál- um, gjöra minst til með tillití til þess, hvað verður ráðandi stefn- an í mannfélaginu. Þótt þeir væri sama eðlis og þeir, sem æðst höfðu völdin hjá Gyðingum til forna, þá væri ekki mikið að ótt- ast, svo framarlega sem almenn- ingsálitið færi í réttu áttina. Það er almenningsviljinn, sem nú ræð- ur öllu, eða getur öllu ráðið — að minsta kosti hér í lýðstjórnarland- inu, Ameríku. úr því alþýða er fijáls, þá getur hún ekki hengur skotið skuldinni upp á þá Kaífas eða Pílatus, ef illa fer. Láti menn þá ekki almennings- álitið hjá oss komast að sömu nið- urstöðu og það komst forðum hjá Gyðingum. Láti menn ekki það brot af alþýðunni verða ofan á, hvorki í trúmálum né neinum öðrum málum, sem myndi dæma adveg eins og alþýða Gyðinga í Jerúsalem dæmi í máli því, er Pílatus skaut undir hennar úr- skurð. Hafi menn ávalt söguna um það, hvernig almenningsálitið hjá Gyðingum kom fram í máli frelsarans, í huganum. Hafi menn hana æfdnlega til taks eins og skuggsjá til þess að líta í og sjá, hve hörmulega fer, þegar alþýða misbrúkar frelsi sitt. Og Iáti fólk vort þá skuggsjá aldrei verða spegil, sem sýni því myndina af sjálfu sér, heldur láti þvert á móti allir skuggsjá þessa gefa sér

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.