Lögberg - 10.11.1927, Blaðsíða 7

Lögberg - 10.11.1927, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. NÓVEMBER 1927. Bls. 7. Foksandur. Framh. frá bls. 2 mig, færði hann það í tal meðal annars, að mælt hefði verið með mér við Nóbelsnefndina. Eg gat ekki borið á móti því. Það var ekkert leyndarmál orðið. Um það hafði verið talað í sænskum, norsk- um og dönskum blöðum. MeSal annars hafði “Politiken” flutt þá grein, sem eg hefi minst á hér að framan, og í sænsku blaði hafði staðið umsögn “Kritíkurinnar á ís- landi” um það, hver fjarstæða þetta væri. Svo það er S. N., sem farið hef- ir “helsti gálauslega með sannleik- ann’ í þessu efni, eins og svo mörg- um öðrum efnum í ádeilu sinni á mig. S. N. gerir sig liklegan til þess að birta kafla úr þessum blaða- greinum. Mér skilst svo, sem hann sé að ógna mér með því. Ekki er hlaupið að því fyrir hann að nota það sem ógnun, því að mér er ná- kvæmlega sama um það. En til þess að hann hlaupi ekki of tilfinn- anlega á sig, ef hann skyldi láta úr þessu verða, skal eg benda honum á það, að frásögnin af viðtalinu í “Ekstrabladet” er nokkuð óná- kvæm, eins og oft vill verða um slíkar greinir, og að eg leiðrétti þær misfellurnar, sem mér þótti lakastar, 2—3 dögum síðar i sama blaði. Hann tekur þá vonandi þær leiðréttingar til greina. Um leið og eg lýk þessum kafla, finst mér ekki ástæðulaust að skjóta því að S. N., hvort honum finnist ekki haganlegt að láta nú þessari ofsókri linna ; þvi að annað en ofsókn er þetta ekki. Eg segi það ekki vegna sjálfs mín. Eg er ekki að beiðast neinnar vægðar. Þó að eg sé orðinn svo gamall, sem S. N. víkur hvað eftir annað að, þá er eg ekki svo hrumur enn, að eg geti ekki svarað fyrir mig, eins og hann kann að hafa orðið litillega var við. En eg segi þetta vegna þess, að nokkuð alment mun vera litið svo á, sem þetta bókmentalega vísinda- starf prófessorsins sé hvorki hon- um né þeirri göfugu stofnun, sem hann starfar við, til mikillar sæmd- ar. II. Eg kem þá að Víga-Styr. Eg lét þess getið í grein í Verði, hvernig ástatt hefði verið að sumu leyti með forfeðrum vorum á sögu öldinni. Eg tók Viga-Styr til dæm- is. Eg benti á yfirgang hans, sem flestum stóð ótti af. Þótt hann vægi menn, bætti hann engu, því að “engi fékst réttr yfir honum." Eig minti á það, að hann hefði hælt sér af því að hafa drepið þrjátíu og þrjá menn, sem hann hefði engu bætt. Eg gat um það níðingsverk hans, er hann drap Þórhalla á Jöfra fyrir engar sakir. Og eg lét uppi þá skoðun mína, að “þessum óbóta- manni virðist enginn staður hafa hæft í þessum heimi annar en gálg- inn, og enginn staður í öðrum heimi annar en eitthvert helvíti.” Það er sú ávirðing mín að hafa haft shk ummæli um Víga-Styr, sem er aðalefnið í þessari síðustu árásargrein S. S. til mín.' S. N. heldur því fram, að dreng- skapar verði vart í fari hans, því að hann hafi gengist undir það að Ijysa vandræði bróður síns. Ekki skal eg vera neitt um það að þræta, að Víga-Styr kunni ekki að hafa haft neina kosti. Það hefir einmitt verið ein af mínum aðal-staðhæf- ingum í þessari deilu við S. N., að vér finnum aldrei hið illa “hrein- ræktað,” einangrað frá öllu góðú, og af því hefi eg dregið ályktanir sem eru þveröfugar við það, er S. N. hefir látið uppi. Eg geri ráð fyrir, að Víga-Styr hafi i þessu efni verið eins farið og öðrum mönnum. En merkilega lítið er það VITA-GLAND TÖFLURNAR tryggja það að hænurnar verpa innan þriggja daga Hænurnar hafa lífkirtla eins og manneskjan og þurfa holdgjafar- efni. Vita-Gland töflur eru slíkt efni og séu þær leystar upp í vatni sem fyrir hænsnin er sett, þá fara lélegar varphænur strax að verpa. Visindin hafa nú fundið þau efni sem nota má til að ráða því alveg hvernig að hænurnar verpa. TU- raunastöð stjórnarinnar vottar, að með því að nota Vita-Gland- töflur, getur hæna verpt 300 eggj- um, sem ekki verpti áður nema 60. Takið þetta góða tilboð. Egg, egg og meiri egg, og þrif- leg hænsni án mikillar fyrirhafn- ar eða meðala eða mikils fóðurs. Bara að láta Vita-Gland töflu í drykkjarvatnið. Auðvelt að tvö- falda ágóðann með sumar-fram- leiðslu á vetrarverði. Þeir, sem búa til Vita-Gland töflurnar, eru svo vissir um ágæti þeirra, að þeir bjóðast til að senda yður box fyrir ekkert, þannig: sendið enga peninga, bara nafnið. Yður verða send með pósti tvö sfór box, sem hvort kostar $1.25. Þegar þau koma, þá borgið póstinum bara $1.25 og fáein cents í póstgjald. Nábúar yðar sjá svo hvað eggjun- um fjölgar hjá yður, kostnaðar- lanst. Vér ábyrgjumst, að þér verðið ánægður, eða skilum aftur peningunum. Skrifið oss strax í dag og fáið mikið fleiri egg á auð- veldara og ódýrara hátt. VITA-GLAND LABORATORIES 1009 Bohah Bldg., Toronto, Ont. í fari hans, eftir því sem oss er frá honum skýrt, sem ekki er beinlínis ilt. Til dæmis um mannkosti hans bendir S. N. á það, að hann hafi ekki verið undirförull. Og-jæja. ÞaÖ er nú um þetta mál eins og önnur, að það er eins og það er virt. Styr tekur tvo menn á heimili sitt, sem ekkert hafa gert á hluta hans og ekki vænta annars en góðs af honum. Hann notar þá fyrst til þess að hjálpa sér til þess að vinna níðingsverk, drepa um nótt gamlan mann í rúmi sínu, mann, sem verð- ur svo vel við dauða sínum, að hann kveðst hvorki munu flýja né friðar biðja, segist senn kominn að fótum fram, og þeir megi gera hvað þeir geti. Að þessu afreks- verki loknu, hefir hann hinn mesta fagurgala í frammi við þessa grið- menn sína—svo mikinn, að annar þeirra skilur Styr svo, sem hann ætli að gifta bonum dóttur sína. En fagurgalinn er í því augnamiði einu að fá hentugt færi á að ráða þá af dögum. Hann lætúr þá ör- þreyta sig, til þess að þeir skuli verða þvi viðráðanlegri. Og þegar þeir koma heim eftir stritið, reynir hann að sjóða þá lifandi. Honum tekst það með annan þeirra. Hinn fær brotist út; en honum verður fótaskortur á hráblautri uxahúð, sem Styr hefir lagt á leið hans. Styr er þar fyrir með reidda öxi og heggur á háls honum. Eg geng að því visu að S. N. kunni meira í íslenzku, en eg. En skilist hefir mér svo, sem annað eins atferli og þetta sé meðal ann- ars nefnt undirferli á íslenzku. S. N. telur Víga-Styr ekki undirförl- an, af því að annar maður hafi lagt á ráðin um þetta einstæða illvirki. Víga-Styr er ekki undirförull eftir hans skilningi, af því að hann hafi ekki haft vitsmuni til þess að hugsa fyrstur vélræðin — aðeins verið þess albúinn að koma þeim í fram- kvæmd með vélum og fagurgala. Eg held, að fáir Ieggi slíka merk- ingu í orðið “undirförull”. En eg skal ekkert vera um það að deila. Mér skilst sem það lyfti ekki Víga- Styr mikið upp, hvor skilningurinn sem í það orð er lagður. Og nú lýsir S. N. kröftuglega undrun sinni út af því, að eg skuli hafa látið slík ummæli um Víga- Styr og “gálgann” og “eitthvert helvíti” frá mér fara. Hann hafði átt von á ýmsu frá mér. En svona gagngerð kollsteypa kom honum á óvart. Sá er munurinn, að árás S. N. á mig út af þessum ummælum kem- ur mér ekki á óvart. Eg hafði fengið nokkra reynslu af því, hvernig góðvild hans var háttað í minn garð og af fljótfæminni í á- lyktunum hans. Eg vissi líka, að skilningur hans á mér var á borð við þann skilning, sem hann hafði sýnt i “Heilinda”-ritgjörð sinni á skoðunum einhyggjumanna áhrær- andi ábyrgðina. Jafnskjótt sem eg hafði ritað þau orð í Varðargrein- inni, sem hann átelur, sagði eg við sjálfan mig: “Nú ritar Sigurður Nordal grein um mig út af þessu.” En af því að eg var ekki mjög smeykur við þá væntanlegu grein og af því að mér þótti hálfgaman að hugsa til hennar, þá lét eg þetta flakka. Eg vona að S. N., sem ekki telur þann mann nndirförlan, 'er gerir sig líklegan til að gefa manni dóttur sina i því skyni að geta soð- ið hann lifandi, muni ekki telja það undirferli af mér, þó að eg hafi lagt ]>etta agn fyrir hann. Undmn S. N. stafar af þvi, eftir þvi sem hann gerir sjálfur grein fyrir henni, að eg hafi flutt kær- leiksboðskap, og hvað eftir annað gert yfirlýsingu um ranglæti og skaðsemi refsinga. Nú gæli eg við gálgann sjálfan, segir hann. Og þar sem flestum nútíðamiönnum hrjósi hugur við að trúa á helvíti, þá virð- ist eg nú helzt trúa á þau fleiri en færri. Þetta sé órækt vitni þess, að minn boðskapur sé reistur á fok- sandi ábyrgðarleysis og leikhyggju. Þá er bezt, að eg byrji á “gálg- anum.” Eg ætla síðar í þessari ritgjörð ,að víkja nokkurum orðum að af- stöðu minni til refsinga. Hér læt eg mér nægja, að benda á það, að eg hefi sagt, að eg efist ekki um, að þjóðfélögin hafi rétt til þess að verja sig gegn lagabrotum—með refsingum, ef það verði ekki gert með öðru móti. Og nú fæ eg ekki séð, gegn hverjum illræðismönnum þjóðfé- lögin ættu að verja sig, ef Víga- Styr hefir ekki verið í þeim flokki. Manni, sem notar metorð sín og fylgi vina sinna og mága svo, að flestum stendur mikill ótti af og enginn réttur fæst yfir honum — manni, sem hælir sér af því að hafa drepið á 4. tug manna, án þess að bœta fyrir nokkurn þeirra —manni, sem er þess ávalt albúinn að beita öðrum eins ójöfnuði og annari eins grimd og Víga-Styr hafði í frammi við Þórhalla á Jörfa —manni, sem leikur sér að öðrum eins: níðingsverkum og þeim er hann framdi á Leikni og Halla — slíkum manni er hin brýnasta nauð- syn fyrir þjóðfélagið að verjast. Hlann er grimt dýr í mannsmynd og með mannsviti, margfalt hættu- legri en ljón eða tigrisdýr eða högg- ormur. Ekki eingöngu frá sjónar- miði mannúðarinnar, var hin mesta þörf á að hafa hemíl á honum. Hver tök höfðu nú forfeður vor- ir um árið 1000 á því að halda slík- um manni í skefjum? Þeir höfðu engin betrunarhús eða sjúkpahús til þess að geyma í hættulega menn. Þó að þeir hefðu haft slíkar stofn- anir, þá var ekkert framkvæmdar- vald til þess að koma hættulegu mönnunum þangað. Og þó að þeir hefðu haft eitthvert framkvæmdar- vald, þá er meira en lítið tvísýni á því, að það hefði ráðið við mann eins og Víga-Styr. Til þess hefði það þurft að hafa her manns. Því að aldarhátturinn var svo rangsnú- inn, að það þótti drengskapur af vinum og mágum aö veita illræðis- mönnunum fylgi, hverja óhæfu sem þeir höfðu í frammi. Og Víga-Styr skorti ekki vini og mága. Eg kannast fúslega við það, að það er neyarúrræði að taka nokk- urn mann af lífi, iíka Víga-Styr. Þjóðfélögin hafa komið málum sínum í það horf, að nú er það með öllu óþarfi og óverjandi, eftir því sem eg lít á En alt annan veg var ástatt á íslandi um árið xooo. Það er margfalt meira neyðarúrræði en að lífláta einn illræðismann að gera honum kost á að halda áfram, með- an honum endist þróttur til, að kúga og lífláta saklausa menn unn- vörpum. Þessar hugsanir voru mér ljósar, þegar eg ritaði ummælin um Víga-Styr og “gálgann”. Og eg veit ekki til þess að þau fari í bág við neitt, senx eg hefi sagt á nokkr- um öðrum stað. Þá korna næst ummælin um Víga-Styr og “eitthvert helvíti.” Þegar eg las undrun S. N. út af því, að eg skyldi vera svo langt Jeiddur að trúa jafnvel á fleiri en færri helvíti, þá kom mér til hug- ar svar eins af gáfuðustu prestum Englands. Hann var að ferðast um Bandaríkin, og blaðamenn þar lögðu mikla stund á samtöl við hann. Einn þeirra spurði hann hvort hann tryði því, að döfullinn væri til. “Sægur af þeim,” sagði presturinn. Líkt er farið trú minni á vansælustaðina annars heims, sem menn hafa nefnt “helvíti.” Eg er sannfærður um, að til er “sægur af þeim.” Eg fæ ekki séð, að neitt sé var- hugavert við að nota þetta orð um vansælustaðinn, eða vansæluástand- ið, hvort sem menn nú heldur vilja. íslenzkan leggur þar til orð, sem á nákvæmlega við hugmyndir nútíð- armanna um þetta. Það er myndað af orðinu hcl, sem merkir dauðann og bústaði framliðinna, auk þess sem það er nafnið á gyðju dauð- ans, og af orðinu víti, sem merkir refsing. Orðið “helvíti” merkir þá refsing eftir dauðann. Það merk- ir ekkert annað, eftir sinum íslenzka uppruna. í því er til dæmis að taka, ekki fólgin nokkur bending um, hve langvinn sú refsing sé, því síður, að hún sé ævarandi. Mér finst ekki, að eg ætti að þurfa að gera mikla grein hér fyrir þeirri sanfæring minni, að breytni manna og hugarfar í þessum heimi hafi afleiðingar, þegar komið er inn i annan heim, þar á meðal að vansæluástand — “eithvert helvíti” — sé óumflýjanlegt þeim mönnum, sem eru sérstaklega illa hæfir fyrir þau lifsskilyrði, er þar bíða mann- anna. Jesús frá Nazaret talar um “myrkrið fyrir utan,” og mér kem- ur ekki til hugar, að það tal hafi verið neitt fleipur. Það er sann- færing min, að þetta vansæluástand vondra nianna haldi áfram, þar til er þeim hefir auðnast að sjá að sér, og eru komnir í samræmi við þau lífsskilyrði, sem þeir eiga við að búa í hinum nýja heimi. Þetta hefir verið sannfæring mín um mörg ár, alt af síðan er eg komst á þá skoðun, að árangur sál- arrannsóknanna væri mikilvægúr. Hvort sem hún er rétt eða röng, þá lít eg svo á, að hún sé reist á rök- um, sem að minsta kosti stappi nærri sönnunum. Og er hefi aldrei farið dult með hana. Eg hefi meðal annars, svo að eg biðji menn ekki að leita lengra, vikið að henni í báð- um þeim greinum, er eg hefi ritað í “Iðunni” til varnar gegn árásum S- N. Nú skilst mér svo sem Víga-Styr hafi verið einn þeirra manna, sem ekki eru að eins óhæfir til samvista við menn hér í heimi, heldur og sérstaklega óhæfir fyrir það líf, sem oss er sagt—og eftir minni sannfæring með réttu—að bíði vor í öðrum heimi. Eg get ekki hugs- að mér annað, en að slíkir menn lendi í einhverjum vansælustað — “einhverju helvíti” — fyrsta sprett- inn. Og mér virðist það liggja i augum uppi, að hann hafi verið bet- ur -kominn, bæði fyrir sjálfan sig og aðra, í vansælu annars heims, þar sem einhver skilyrði gátu verið fyrir betrun hans, en hér á jörðinni, ]>ar sem þau skilyrði voru engin sjáanleg, og engar líkur voru til annars en að hann mundi halda á- fram látlausum ofbeldis- og nið- ingsverkum til æfiloka. Eg get fyrir því ekki að þvi gert, að mér finst undrun S. N. út af þessum ummælum um Viga-Styr lýsa fremur litlum skilningi á hugs- anaferli mínum. Eg get ekki var- ist þvi að láta mér finnast, að hann hafi fremur litil skilyrði og fremur litinn rétt til að vera að rita um mig og ritstörf mín, rneðan hann hefir ekki gert sér þess ljósari grein en hingað til, hvað það í raun og veru er, sem eg hefi verið að segja. Þó kastar tólfunum, þegar S. N. fer að bera sanxan ummæli mín um Víga-Styr og “Móra” í sögusafn- inu “Sveitasögur.” í síðustu rit- gjörð hans standa þessar furðulegu setningar: “Er leyfilegt að hugsa svona um Styr, af því að hann er Yóngu lát- xnn? Eiga ekki árnaðarbcenir vorar að létta syndurunum baráttuna hin- um megin? Voru það ekki illar hugsanir, scm Móri sagði, að hcfði magnað gegn sér sandbyl haturs og forsmánar?” Eg held, að fæstum finnist rnikið sameiginlegt með Viga-Styr og Móra. Eg veit ekki, hvort S. N. leggur það í vana sinn að leggjast á bæn fyrir mönnum, sem látnir eru fyrir 900 árum. Eg held jafn- vel ekki að katólsk kirkja hvetji til þess, og hefir hún þó allra kirkna- deilda mest lagt áherzlu á fyrirbæn- ir fyrir framliðnum. Eg segi það henni til lofs, en ekki til ámælis. Það má vel vera, að Viga-Styr standi yfir þessi 900 ár, eða hvað það nú er, langtum framar öllum mönniun á þessari jörð að sönnu siðgæði. Vér vitum ekkert um það, hvort hann er vansæll nú, eða hvers vér ættum að biðja honum til handa. En hanri éf söguleg persóna, sem hafði mikil áhrif á hag sam- tíðarmanna sinna og er ljóst dæmi um aldarháttinn. Vér verðum að eiga rétt á þvi að gera oss fulla grein fyrir atferli hans, meðan hann dvaldist hér á jörðunni, og hafa leyfi til að láta uppi ályktanir vorar urn það. Sé ekki leyfilegt að tala um sögunnar rnenn eins og sannfæringin býður, þá er öll mannkynssaga dauðadæmd. Þetta finst mér svo einfalt og auðsætt mál, sem það getur verið. Þá er “Móri.” Bak við þá sögu liggur sú sannfæring, að mennirnir hagi sér afar-oft ramvitlaust, þeg- ar þeir verði varir einhverra áhrifa frá öðrurn heimi. Hinn mikli og vitri sálarrannsóknamaður E. W. H. iMyers segir á einum stað*, að í þeim heimi framliðinna manna, sem svo óskýrt hafi opnast fyrir oss, hafi hann ekki getað orðið neins þess var, sem sé lakara en jarðneskir menn; honum finst, að eigingirnin. illgirnin, drambið hafi ekki magnast þar, heldur rýrnað. Honum finst ástæða til þess, að menn taki framliðnum mönnum með góðvild, þegar þeir gera vart við sig. Min reynsla af sálarrann- sóknunum er í þessu efni nákvæm- lega eins og reynsla Myers. En það virðist einhvern veginn hafa komist inn i meginþorra manna, að öll af- skifti framliðinna rnanna af þess- um heinii séu jarðneskum mönnum fjandsamleg og iafnvel eitthvað djöfullegt við þau. Ýmsar hinar mögnuðu og hrottalegu draugasög- ur vorar eru ljóst og órækt dæmi um þetta hér á landi. Og hjátrúin hefir tekið á sig þessa mynd um allan heim. Þetta er í mínum aug- um með öllu fráleitt. Þessi hugsun varð að söguefni hjá mér i Móra. Þeim lesendum þessa tímarits, sem ekki hafa lesið þá sögu, til frekari skilningsauka, skal eg leyfa mér að tilfæra hér nokkrar linur úr sögunni. “Þarna hafði hann fsíra Iitgólf- ur) talað við eitin af brœðrum sín- um, einn af fáráðustu smœlingjum alheintsins, sem farið hafði inn í annan heim og ekki haft nein skil- vrði til þess að átta sig á neinu þar. Þessi vesata sál hafði leitað til jarð- arinnar aftur, af því að henni fanst hún hvergi geta vcrið, og svo mögn uð hafði hjátrú og vitlcysa mann- anna verið, að þeir liöfðu ekkert að bjóða hinum mœdda vcgfaranda annað cn liatursþrungna hrccðstu. Og tilveran Itafði orðið honum að örcefum, og einn hafði hann orðið að ráfa í villunni í sandbylnum frá cestum óvildar-hugrcnningum—hve~ vcit hvað lengi!” Eg skýt þvi óhræddur undir dórr^ óhlutdrægra og skynsamra rnanna, hve nánar samstæður þeim finnist þessir tveir menn: böfðinginn og ofbeldismaðurinn, sem látinn er fyrir eitthvað 9 öldum, og nútíðar- fáráðlingurinn, sem leitar úr öðr- um heimi á náðir mannanna! Mér finst, að þessum smælingja hefði átt að taka vingjarnlega, ef hann hefði verið til. Eg skil ekki, að af því leiði það óhjákvæmilega, að mér sé óheimilt að lata afdrattar- laust uppi skoðun mina a atferli fornaldarhöfðingjans. III. Mér virðist þá, að eg muni ekki þurfa að fjölyrða frekar um Víga- Styr og “Móra” — að minsta kosti ekki i bráðina. Alt, sem ég hefi um þá sagt, hefi eg sagt með fullri ábyrgðartilfinningu, sem hefir ver- ið að rótfestast um mörg ár, af miklum lestri, nokkurri umhugsun og reynslu, sem er að minsta kosti fretnur fátíð hér á landi. En eg held, að rétt sé að eg segi nokkur orð enn um skraf S. N. um mig í sambandi við refsingar. Hann fullyrðir, að eg hælist um yfir þvi að hegningarlögum vorum sé slæ- lega framfylgt, og að hvað eftir annað hafi eg gert yfirlýsingu um ranglæti og skaðsemi refsinga. Það hlýtur að vera auðvelt verk að lialda uppi umræðum, þegar andstæðingi eru eignaðar skoðanir, sem hann hefir ekki, og ummæli, sem hann hefir aldrei látið frá sér fara. Annað mál er það, hve sann- færandi slík aðferð er fyrir þá, sem kynna sér báðar hliðar. Eg er þess jafnvel ekki fullvís ,að hún komist upp i það að vera “ismeygileg.” En hitt er vist, að hún er ekki falleg né heiðarleg. Það er þessi aðferð, sem S. N. notar stöðugt, þegar eg á í hlut. Og þvi kynlegra er, að hann skuli halda áfram fullyrðing- um sinum um afstöðu mína til refs- inga, sem eg hefi þegar leiðrétt þær fullyrðihgar hans og rakið þetta mál sundur flðunn 1926, bls. 89J. Eg hefi sagt, að eg hafi ekki neina tröllatrú á refsingum, og að eg viti ekkert um það, hvort þær aftri lagabrotum að talsverðu leyti, en um það sé ágreiningur með vitr- um mönnum. Eg tel vitaskuld sum- ar refsingar hafa verið ranglátar. Eg skil ekki annað en að þær hafi verið ranglátar, þegar menn hafa verið teknir af lifi, og eftir á hefir sannast, að þeir hafi verið saklaus- ir, eða þegar danski kvenmaðurinn situr árum sarnan i betrunarhúsi fyrir glæp, sem eftir á sannast, að hún getur ekki hafa framið. Mér er engin launung á því, að eg hefi fylst samúð með þeim yfirvöldum, sem heldur kjósa að óhegnt sé fyr- ir' glæp, en leggja þjáningar á menn, sem þeir eru ekki sannfærðir um að séu sekir. Eg er fús á að bæta því við, að mér virðist það mjög ískyggilegt, ef þjóðfélögin fara að treysta aðallega á refsingar til þess að bæta mennina. Eg held, að það sé beinasti vegurinn til þess að efla hrottaskap og grimd. Eg hefi líka tekið það fram, að þó að refsing væri öll sanngjörn, þá væri réttlætinu ekki fullnægt með því, af því að ýms verstu verk mannanna varði ekki við lög. Um þetta geri eg ráð fyrir, að flestir skynsamir menn séu mér sammála. Eg hefi yfirleitt ekki mikla trú á því, að refsingar eigi mjög verulegan þátt í að bæta mennina, eins og refsing- um er enn háttað, þó að eg neiti því ekki, að fyrir geti það komið. Og eg er sannfærður urn, að oft spilla þær þeim. Eg er víst ekki einn með þá skoðun í veröldinni. En eg hefi aldrei hælst um yfir því að hegningarlögum vorutn sé slæ- lega framfylgt, og aldrei gert yfir- lýsingar um ranglæti og skaðsemi allra refsinga. Eig ihefi þvert á rnóti, ekki að eins sagt það, sern eg hefi bent á áður í þesari grein, að eg efast ekki um, að þjóðfélögin hafi rétt til að verja sig gegn laga- brotum með refsingum, ef það verði ekki gert með öðrum hætti, heldur hefi eg ltka (i greininni “öfl og ábyrgð”J lýst yfir því, að eg fái ekki séð, að hjá refsingum verði komist Þetta vita allir, sern lesið hafa ritgjörðir rnínar, og sg skil ekki, hvernig S. N. hugsar sér að vegur sinn muni vaxa við að rang- færa það. Eg hefi þá svarað aðalatriðunum í þessari síðustu ritgjörð S. N. urn mig. Eg hirði ekki um að lengja þessar umræður — þangað til nýjar árásir koma. Um hin miklu vanda- Foothills Lump ........... $13.75 Stove .......... $12.75 Drumheller (Atlas Mine) Lump ......... $12.00 Stove ........ $10.50 American Hard Coke $15.50 SLABS $4.75 All Other Coals Carried in Stock FURBYFUEL 27-227 24-603 mál mannanna, sem við S. N. höf- um deilt um, ætla eg ekki að rita nú. Eg hefi reynt að gera grein fyrir skoðunum minutn um þau svo skilmerkilega, sem eg hefi haft vit á, og ýmislegt, sem uppi hefir verið látið við mig, bæði munnlega og bréflega, virðist benda á það, að alment hafi menn skilið það og þótt nokkurs um það vert. Svo að eg hefi ekki ástæðu til að kvarta undan þessum umræðum. En ef til vill er ekki úr vegi að lokum að minnast á það, sem mér virðist þungamiðjan í þessari deilu. Ýmsum kann að þykja örðugt að finna hana, af því að svo margt hefir borið á góma. Eg hefi verið—af veikum mætti auðvitað, og ófullkominni list — í sunntm ritum mínum að leitast við að halda að lesendum mínum Ttokkurum af æðstu hugsjónum mannkynsins. Eg hefi fengið þær frá miklu spámönnunum og sér- staklega frá einum, sem eg trúi að sé oss öllum óendanlega miklu æðri. S. N. telur það rangt—hræsni og óheilindi—að vera að halda þeim hugsjónum á lofti, af því að menn- irnir breyti ekki eftir þeirn. í síð- ustu ritgjörð sinni ltkir hann þeim við þrotabú. Svo að eg haldi mér við það, sem hefir sérstaklega orð- ið að efni i þessum undangengnu ritgjörðum minurn, er þá fvrir- gefningarskyldan, tnannúðarhug- sjónin, ábyrgð einstaklinganna og trúin á það, að æðsta vald í alheim- inum sé gott, ekki annað en þrota- bús-reytur? Er ekki réttara að tala gætilega? Ef fyrirgefningar- skyldan á sín takmörk,. eins og S. N. leggur svo rnikla áherzlu á, þá á oflátungsbragurinn áreiðanlega að eiga sin takmörk líka. Getum vér hugsað oss, að nokk- uð væri við það unnið að hverfa frá því að boða æðstu hugsjónir mannanna? Er það ekki fyrir það, að ávalt hafa verið, að minsta kosti öðru hvoru, boðaðar æðri hugsjón- ir en mönnunum hefir auðnast að breyta eftir að fullu, að mannkyn- inu hefir þokað það áfram, sem það hefir komist, allar götur frá tví er það var mjög líkt dýrunum? Hefir það ekki verið fyrirboði af hverjum tilfellum reynast banvæn. Þannig hefir það reynst í Canada. Hér er ekki átt við sjúkdóma eins og t.d. tæringu eða taugaveiki, heldur að eins þar sem manneskjan hefir orðið fyrir einhverjum meiðslum, svo sem skorið sig eða brent eða hruflað sig eitthvað og þar sem þessi meiðsli hafa ekki verið álit- in hættuleg og af því vanrækt. Afleiðingarnar eru oft blóðeitrun og dauði. Þegar þú sjálfur eða þínir verða fyrir slíkum meiðslum, þá trygðu þér fljótan bata með því að nota Zam-Buk. Þetta jurtalyf sefar kvalirnar, stöðvar blóðrásina og með því að eyðileggja alla gerla, kemur í veg fyrir blóðeitrun. Mað- ur losnar þannig við alt vinnutap og öll óþæsrindi, með því að nota Zam-Buk. Alstaðar til sölu. 50c askjan. Tam-Buk hnignunarinnar, þegar þeirri boÖ- un hefir verið hætt um stundarsak- ir ? Það er að minsta kosti mín trú og á þá leið- skil eg sögu mannkyns- ins. Eg held, að þær hugsjónir, sem eru æðri venjulegri breytni mannanna, séu svo fjarri því að vera nokkurt þrotabú, að þær séu dýrmætustu fjársjóðir mannkyns- ins, hinn mikli höfuðstóll, sem mannkynið lifir á. Og mundi verða kleift að fá þeirri breyting framgengt til lengd- ar, sem fyrir S. N. vakir? Þrá ekki mennirnir, mitt í öllum veik- leika sínum og breyskleika. heitast og dýpst það æðsta. sem þeir hafa komið auga á? Og sé svo, er þá ekki sennilegt, að þeirrar þrár sjá- ist einhver merki í bókmentum þeirra? Einar H. Kvaran. . —Iðunn. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man...............................B. G. Kjartanson. Akra, N. Dakota...........................B. S. Thorvardgpn. Arborg, Man..............................Tryggvi Ingjaldson. Arnes, Man..................................F. Finnbogason. Baldur, Man....................................O. Anderson. Bantry, N.Dakota............................Sigurður Jónsson. Beckville, Man............................ B. G. Kjartanson. Bellingham, Wash........................Thorgeir Símonarson. Belmont, Man...................................O. Anderson Bifröst, Man.............................Tryggvi Ingjaldson. Blaine, Wash...........................Thorgeir Símonarson. Bredenbury, Sask...................................S. Loptson Brown, Man.....................................T. J. Gíslason. Cavalier, N. Dakota.......................B. S. Thorvardson. Churchbridge, Sask...............................S. Loptson. Cypress River, Man. .. ;.................Olgeir Frederickson. Dolly Bay, Man............................ólafur Thorlacius. Edinburg, N. Dakota.........................Jónas S. Bergmann. Elfros, Sask.......................Goodmundson, Mrs. J. H- Foam Lake, Sask........................Guðmundur Johnson. Framnes, Man..............................Tryggvi Ingjaldson. Garðar, N. Dakota........................Jónas S- Bergmann. Gardena, N. Dakota..........................Sigurður Jónsson. Gerald, Sask.......................................C. Paulson. Geysir, Man..........................................Tryggvi Ingjalds50n Gimli, Man....................................F. O. Lyngdal Glenboro, Man..............................Olgeir Fredrickson. Glenora, Man...................................O. Anderson. Hallson, N. Dakota.......................Col. Paul Johnson. Hayland, Man...............................................Kr. Pjetursson. Hecla, Man................................Gunnar Tómasson. Hensel, N. Dakota...........................Joseph Einarson. Hnausa, Man.................................F. Finnbogason. Hove, Man.....................................A. J. Skagfeld. Howardville, Man.............................Tk. Thorarinsson. Húsavík, Man.....................................G. Sölvason. Ivanhoe, Minn.......................................B. Jones. Kristnes, Sask.................................Gunnar Laxdal. Langruth, Man...............................John Valdimarson. Leslie, Sask....................................Jón ólafson. Lundar, Man......................................S. Einarson. Lögberg, Sask.....................................S. Loptson. Marshall, Minn......................................B. Jones. Markerville, Alta...............................O. Sigurdson. Maryhill, Man....................................S. Einarson. Milton, N. Dakota.............................O.O. Einarsson. Minneota, Minn......................................B. Jones. Mountain, N. Dakota.........................Col. Paul Johnson. Mozart, Sask..................................H. B. Grímson. Narrows, Man..................................Kr Pjetursson. Nes. Man....................................................F. Finnbogason. Oak Point, Man.................................A. J. Skagfeld. Oakview, Man................................ólafur Thorlacius. Otto, Man.......................................S. Einarson. Pembina, N. Dakota...............................G. V. Leifur. Point Roberts, Wash............................S. J. Mýrdal. Red Deer, Alta................................ O. Sigurdson. Reykjavík, Man.................................Arni Paulson. Riverton, Man..............................................Th. Thorarinsson. Seattle, Wash.............................Hoseas Thorlaksson. Selkirk, Man....................................G. Sölvason. Siglunes, Man..................................Kr. Pjetursson. Silver Bay, Man............................ólafur Thorlacius. Svold, N. Dakota..........................B. S. Thorvardson. Swan River, Man.................................J. A. Vopni. Tantallon, Sask....................................C. Paulson, Upham, N. Dakota............................Sigurður Jónsson Vancouver, B. C..........................................A. Frederickson. \ríðir, Man...............................Tryggvi Ingialdsson. Vogar, Man......................................Guðm. Jónsson. Westbourne, Man............................Jón Valdimarsson Winnipeg, Man...........................Olgeir Frederickson. Winnipeg Beach, Man.............................G. Sölvason. Winnipegosis, Man.....................Finnbogi Hjálmarsson WVnyard, Sask................................G. Christianson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.