Lögberg - 15.12.1927, Blaðsíða 5

Lögberg - 15.12.1927, Blaðsíða 5
LÖGJBERG, FIMTUDAGINN 15. DESEMBER, 1927 Bls. 5. DODDS '1 KIÖNEYJ , PILLS M> Dodds nýrn»pillur eru bsst^ nýrnameðaliS. Lœkna og gigt bak- verk, ihjartabilun, þvagrteppu og önnur veikindi, eem stafa frá nýr- unum. -- Dodd’a Kidney Pills koata 50o askjan eða sex öskjur fyriir $2.60, og fást hjá öllu’m !yf- •ölum eða frá The Dodd’s Medi- cine Company, Toronto, Canada. Ljós heimsins effa hiff sanna jólaljós. Á unglingsárum minum var eg einn vetur háseti á stóru amerísku farþegaskipi. Skipshöfnin var blendingur af mörgum þjóÖflokk- um og var eg yngsti hásetinn. Þaö var stundur róstusamt meðal hinna harðfengu og víðförulu siglinga- manna og gjörðum við sjaldan ferð án þess að hafa einn eða fleiri þeirra x járnum. FerSin, sem eg nú ætla að segja frá, gekk til að byrja með mjög vel. Við komum úr suðrænum sól- skinslöndum, þar sem við oft höfð- um setíð í forsælu pálmatrjánna á daginn. og á kveldin setið og hlust- að á hin fjörugu lög innlendra manna. Fyrstu dagana, eftir að við létum í haf, var inndælt veður. Farþegarnir skemtu sér ágætlega. Höfðu þeir sér í lagi gaman af að horfa á flugfiskana, sem lyftu sér úr sjónum og klufu loftið eins og fuglar. Var eg svo heppinn að veiöa fimm þeirra snemma einn morgun, og höfðu farþegarnir gaman af að skoða þá, en yfir- mennirnir fengu sér nýjan fisk í soðið jþann |daglinn. Þeir ;hiöfðu einnig gaman af að sjá hina und- arlegu hitabeltisfiska, sem enskir og amerískir siglingamenn nefna “Portugee men of war.” Þessir fiskar hafa nokkurs konar brixnt segl á baki sér og sigla ávalt beiti- vind. Hefir mér aldrei hepnast að veiða þá, þó að eg hafi séð svo hundruðum skiftir af þeim, svo eg get enga lýsingu gefið af þeim. — í kjölfarinu fylgdi stór hópur af grimmum og gráðugum hákörlum, sem týndu upp alt, sem hent var fyrir borð, og fyrir stafni léku sér höfrungarnir af mikilli list. í loft- inu voru máfarnir á sveimi alla tíð og börnin á fyrsta og öðru far- rými skemtu sér að þvi að henda út brauð- og kökumolum, sem fuglarnir steyptu sér yfir og rifust um. Á skipinu var líf og fjör í öllu. Á kveldin var dans á efsta þilfar- inu og allra handa skemtanir. En alt þetta tók brátt enda. Þegar við höfðum Skilið eftir vitaskipið fyrir utan iHatteras-tangann á bakborða, fór hann að hvessa á norðvestan og kólna. Við vorum á leið til New York og farþegamir vildu komast heim hið hraðasta, til þess að geta haldið jól hjá ættingjum og æskuvinum. Sumir þeirra höfðu verið að heimart í langa tíð. Meðal þeirra voru auðmenn, sem höfðu verið þar syðra að braska í fast- eingakaupum, aldinrækt, tóbaks- rækt, baðmullarrækt, timbursögun, olíubrunnum, námum og allra handa verzlun. Þar voru verk- fræðingar, iðnaðarmenn og hópur af gleðidrósum, sem elta auðinn um víða veröld.—En nú óx veðri ásmegin, sjórinn varð úfinn og loft- ið kalt. Sjósóttin lagði flesta far- þegana að velli og aðeins fáeinir stóðu á fótum uppi. I þá daga höfðu mörg gufuskip segl, ekki svo mikið til að auka hraðann eins og að styðja skipið í ósjó. Við fórum þess vegna að draga upp segl og þenja þau, til þess að skipið slingraði ekki eins mikið. En um kveldið varð stprm- urinn svo ofsafenginn að þessi stóru, grófu og þungu segl fóru eins og gráir pappírssneplar úr tengslum með hvellum, sem líktust fallbyssuskotum og vorum við há- setarnir sendir upp til að taka sam- an tötrana í ofsaveðrinu og dimm- unni. Næsta morgun var eg í birt- ingu sendur um öll þilförin til að gá að hvort alt væri í lagi. Auð- kýfingur opnaði gluggann á her- bergi sínu og kallaði í mig. Eg gekk að glugganum til að vita hvað hann vildi. Óttasleginn spurði hann hvort skipið væri í heilu lagi enn. Eg svaraði þvi játandi. “Mér sýnist að það sé að liðast sundur í 1 mola,” sagði hann. Eg hló að hon- um og lofaði að láta hann vita ef það yrði. Þann dag fór að kólna svo mikið að sjórokið byrjaði að frjósa á þil- förunum og reiðanum. Brotsjór velti sér yfir skipið og leið ekki langt þangað til að komið var þykt svell á alt. Við urðum að strengja kaðla eftir þilfarinu til að halda okkur við svo að sjórinn skolaði okkur ekki fyrir borð. Skipið var nú orðið mörgum klukkutimum á eftir áætlun og yf- irmennirnir fóru að verða áhyggju- fullir út úr því að veðrið rénaði ekki, því að hætt var við að kola- forðinn myndi þrjóta og seglin voru engin til. En stormurinn jókst alla tíð og skipið var þakið klaka. Eftirfarandi nótt væntum við að sjá einhvern vissan vita inni á ströndinni, en ekkert ljós kom upp yfir sjóndeildarhringinn. Nótt- in var biksvört svo að maður sá ekki handa skil og í ofveðrinu hentist skipið eins og bolti á hin- um æstu öldum. Það leið fram yfir miðnætti, en við sáum engan vita.- Þegar klukkan var orðin tvö gat stýrimaðurinn ekki beðið lengur. Hann blés i pípuna og hásetarnir þyrptust upp til að fá skipun hjá honum. En til mikillar undrunar vildi hann aðeins ná i mig, sem var sá yngsti þeirra allra. Þar voru Ameríkumenn Nýfundnalandsmenn, Spánverjar, Frakkar, ítalir, menn frá Vesturheimseyjunum og írar, svo hann hafði nóg að velja úr. Hann var vanur að segja: “Farðu” og gjörðu þetta og hitt. En þá nótt sagði hann: “Davíð, viltu fara upp i reiðann og gá vel að hvort þú sjáir ekki ljósið frá vitanum einhversstaðar i vestrinu?” Stormurinn hvein eins og illar vættir léku lausum hala í loftinu, myrkrið grúfði yfir djúpinu, skip- ið slingraði mikið og alt "var klaka- þakið og sleipt. Hvers vegna skyldi stýrimaðurinn einmitt senda mig upp i reiðann á þessari leiðin- legu nóttu? Var það af því að eg var sá yngsti háseti og ef eg dytti útbyrðis mundi það gjöra litið til, því að nóg var til af siglingamönn- um í New York? En eftir ofur- litla umhugsun komst eg að annari njðurstöðu. Við komum úr hlýju loftslagi og fundum mjög svo mik- ið til kuldans. Eg efast um að hann hefði fengið nokkurn mann til að fara fúslega upp í reiðann þá nótt. Piltarnir mundu ef til vill hafa neitað að fara og látið stýri- W SPECIAL “Best Procurable” SCOTCH WHISKEY Þeir, sem þekkja gæðin á nútíðar whiskey, halla sér að þeirri venju að kaupa það sem orð fer af. The Hudson’s Bay Company ábyrgist að þetta whiskey sé ekta, gamalt vín, og eigi sér mikla sögu. Ye Old Hudsorís Bay RUM Eru orð, sem höfð hafa verið í hávegum á heimilum fólks í Vestur-Canada í meira en hundr- að ár. ^GoVEBNOBWa!^ ^DIMG IMTO HUDS0N5 &/)L J* Old HighlanpWhi5KíV 11 ^aliiyeuaranieecliv fiay Coníp3# Að eins ein tegund SÚ BEZTA Aðeins einn styrkleiki — hinn upphaflegi, “32 og 34 overproof.” rr.mmtiiiinn t^UÖSOtísl mm rmjsjPi oy (StmpífJ! ....... jiiiiiii Reynsla X samfleytt 257 5.r beir vitnj um gæ6i þeirrar vöru eem hefir ftletranina: HUDSON1S BAT COMPANT (Eomjmng.^Íf ..e^MMii irt hay fr* IHCOAPQAATID manninn taka af sér mánaðarkaup, sem er sekt fyrir að hlýða ekki samstundis. Eg var eini maðurinn af norrænu bergi brotinn og nú hélt stýrimaðurinn vafalaust að enginn nema norrænn maður mundi leggja út í það. Hefði það ekki verið fyrir þetta atvik mundi eg hafa gleymt þeirri ferð eins og mörgum öðrum, en 'SÍðan hefi ,eg oft líkt henni vife æfiferil minn. Hefi eg líkt fyrstu dögum hennar við hin inndælu sorglausu ár æskunnar í föðurhús- unum. Næsta þættinum hefi eg likt við æfintýraár mín þangað til að eg kom auga á hann, sem er ljós heimsins. Síðari hluta ferðar- innar, sem eg hefi enn efkki sagt frá hefi eg líkt við þann part æf- innar, sem eg hefi varið til að segja öðrum frá þvi ljósi, sem getur lýst mönnum inn af hinu ólgufulla lífs- hafi í höfn eilifrar sælu. En við verðum að koma aftur til skipsins. Eftir að hafa meðtekið skipun stýrimannsins, fór eg tafar- laust úr ytri treyjunni og dró vetl- ingana af höndunum. Svo hljóp eg í dimmunni með fram köðlunum á 'svellinu þangað til að eg kom að fremstu siglunni og þegar skipið flatti yfir á bakborða, hljóp eg tiu eða fimtán fet upp í kaðalstigann á stjórnborða, og þegar skipið hent- ist yfir á þá hliðina hélt eg dauða- haldi í hin ísuðu vírstög með- an hinn freyðandi og glefsandi brotspjór að neðan reyndi sitt ýtr- asta til að ná í mig. En undir eins og skipið lagðist yfir á hina hliðina, hljóp eg í dimmunni tiu eða fimtán fet aftur, og svona hélt eg áfram þangað til að ekki var hægt að klifra hærra. Eg varð; að snúa andlitinu undan veðrinu til að geta dregið andann djúpt og undir eins og eg var búinn að ná mér og jafna mig, fór eg að gá að ljósinu frá vitanum, en hvergi nokkurs- staðar var ljós að sjá. Hvað ætti eg nú að gjöra? Ætti eg að fara ofan undir eins og segja að eg hefði ekkert ljós séð og þannig láta stýrimanninn, skipstjórann og alla piltana verða fyrir vonbrigðum? Eg vissi eins vel og stýrimaðurinn hversu áríðandi það var að finna þennan vita. Nema við fyndum rétta ljósið, mundi vera ókleift að komast í höfn. Eg fór að hugsa um allar þær sálir, sem á skipinu voru, fyrst um alla fátæklingana á þriðja farrými, þar næst um hinar mörgu myndarlegu mæður á fyrsta og öðru farrými og litlu fögru börnin, sem sváfu hjá þeim í hin- um hlýju dúnmjúku ullarábreiðum. Þegar eg komst svo langt í hugleið- ingum mírium misti eg eins og stjórn af huganum, því að hann hvarf á augabragði yfir hið mi'kla reginhaf, heim til minnar eigin móður, sem eg vissi hafði þann dag lesið kafla í ritningunni og í ein- rúmi beðið fyrir mér og gaf það mér styrk, þrátt fyrir það að eg hafði ennþá ekkert persónulegt kynni haft af hinum elskurika Frelsara minum. Eg hugsaði lika um alla piltana niðri á þilfarinu og mæður þeirra. Hve mörg angistar- óp mundu ekki stiga upp til him- ins frá heimilum víðsvegar á hnett- inum, ef þetta stóra skip og fleiri hundruð manns skyldu farast í einu). \ Eg ákvað að standa þar uppi í reiðanum eins lengi og eg gæti haldið út. Stormurinn næddi í gegnum mig og hætt var við eg mundi verða kalinn á höndunum. Loksins, eftir að hafa staðið þar uppi um hálfa stund, sá eg ljós leiftra yfir sjóndeildarhringinn. Eg taldri leiftrin. Þau komu með vissu millibili. Eg hafði nú áreiðanlega sönnun fyrir því að þetta var hinn mikið þráði viti. Eg fór nú að hafa mig ofan á sama hátt og eg klifraði upp og eftir nokkrar mín- útur stóð eg við hlið stýrimanns- ins og sagði honum frá að eg hefði séð vitann fimm strik á stjóm- borða. Varð fögnuður bæði hjá yfirmönnum og hásetum. Næsta dag sigldum við inn á New York höfnina, fram hjá frelsisgyðjunni og upp að brvggj- unni, nákvæmlega átján klukku- tímum á eftir áætlun. Þetta var áður en loftskeytatækin voru kom- in á þess konar skip svo vanda- menn og vinir farþeganna höfðu verið kviðafullir fyrir því að skipið hefði farist með öllu. En hver get- ur lýst þeim fagnaðarfundum, þeg- ar ættingjar og vinir á bryggjunni föðmuðu að sér þá, sem þeir þótt- ust hafa heimt ár dauðans greipum. En ekki vissu þeir neitt um að komungur norrænn siglingamaður hafði stofnað Hfi sínu í hættu, til þess að alt þetta fólk gæti haldið jól einu sinni enn á æskustöðvum og hjá æskuvinum og vandamönn um. Mér finst þessi heimur vera í hér um bil sama ásigkomulagi og skipið var. Hann sér ekkert ljós og getur þess vegna ekki ratað inn á höfn friðar og frelsis. Jesús sagð ist vera ljós heimsins. Er hann það eða er hann það ekki? Hann birtist í þennan heim fyrir rúmum níján öldum, þegar myrkur grúfði yfir jörðinni og sorti yfir þjóðun- um. Hin fornu kaldversku, egypxsku, sýrlenzku, grísku og róm- versku goðahof höfðu ekki lengur það tangarhald á þjóðunum og þau einu sinni höfðu, þó að einvaldir harðstjórar og miklir stjórnmála- menn reyndu víðsvegar að þvinga þegna sína með ströngum lögum að halda fast við goðin, þá voru samt menn svo þúsundum skifti, sem vissu af langri reynzlu að þau voru fánýt. Menn í mörgunx löndum voru farnir að vonast eftir að sjá hann, sem mundi geta lýst þeinx inn í ríki friðarins. Vitringarnir eru aðeins eitt dæmi upp á það. 1 ■■<■■■ Meðal Gyðinganna voru margir farnir áð þrá komu hans, sem spá- mennirnir höfðu lýst sem ljósi heimsins. Margir sáu glögt að hvorki heimspeki heiðingjanna né mannasetningar Faríseanna og Sadúseanna mundu geta frelsað þá. Þeir skildu að það var áriðandi að Guð sendi þeim ljós, til að lýsa þeim út úr myrkrinu og andlegu stormunum inn i þá höfn, sem þeir þráðu. En myrkrið á þeim tima var orð- ið svo svart, að Guð gat ekki látið stærsta ljósið fara að skína fyrir- varalaust, því annars mundi það hafa hlindað þá. Hann varð að senda eitthvert minna jljósi 'fyrst, til þess að það vitnaði um hið sanna ljós. Jóhannes skirari var kjörinn til þess og er hann af Guði talinn sá mesti maður, sem af konu er fæddur. En heimurinn þoldi ekki einu sinni það ljós, þvi að verk hans eru vond, og varð Jóhannes að láta lífið fyrir að opinbera þau verk, sem i myrkrinu eru framin, og fyrir að láta ljósið skína inn í hjörtu þeirra manna, er veittu þvi viðtöku. Um þær mundir fór hið sanna Ijós heimsins að skina. Við fæð- ibgu Frelsarans hafði englaskarinn skinið eins og stjarna til þess að gefa heiminum til kynna, að hið sanna ljós væri að renna upp, að þeir, er sátu vonlausir í dauðans skugga dal, gætu séð ljós heimsins, sem mundi lýsa þeim inn i höfn friðarins. En heimurinn skildi þá ekki sinn vitjunartima frekar en hann nú gjörir það, svo hann vildi ekki það skæra ljós, sem dró öll hans-verk fram í hádegisbirtuna, og hann reyndi að slökkva þetta inn- dæla himinsenda ljós með því að negla Jesúm á krossinn. Ijn {áðiur en Kristur yfirgaf þennan heim, sagði hann við læri- sveina sína: “Þér eruð ljós heims- ins,” og héldu þeir áfram að skína. Þiisundir þeirra urðu að láta lífið fyrir að vera ljósberar, því að “heimur versnandi fer.” Á þessum tima er heimurinn ná- kvæmlega i þvi ástandi og skipið var í á þeirri ferð, sem eg hefi verið að lýsa að framan. Hann er að velkjast á hinu ólgufulla tilveru- hafi sinu, ikemst ekkert áfrarn í andlegum efnum og ratar ekki inn í friðarhöfnina. Hann veit varla sjálfur hvert hann stefnir. Hinir vitrustu og mikilhæfustu stjórn- málamenn játa í ritum og ræðum að þeir geti ekki horft fjörutíu og átta klukkutíma inn i framtiðina. Kirkjan er að fálma i mvrkrinu. Hún fer til Stockhólms og þar næst til Lausanne, til þess ef mögu- legt væri, að rata út úr þvi myrkri, sem umgefur hana: en enn sem komið er, hefir hún ekki komið auga á hann, sem er ljós heimsins. Skólarnir reyna að leiða athvgli hinnar upprennandi kynidóðar að steingervingum, beinagrindum, apa- kenningu og guðleysi. Ungdómur- inn á þessum tíma hefir engan grundvöll til að byggja lífsskoðan- ir sinar á, því að skólarnir hafa kipt stoðunum undan grundvellin- um og foreldrarnir áttu of ann- ríkt með að leita að hinni svo köll- uðu gæfu og sýsla um þessa heims gæði, og vanræktu þess vegna að innræta börnunum það, sem gott og göfugt er, og benda á það ljós, sem hefði getað lýst þeim yfir tor- færurnar og varað þau við villu- götunum mörgu. Einu sinni enn lætur Guð í náð' sinni skína ljós. Það orð, sem bæði er ljós og lampi, er nú þýtt á fleiri en 700 tungumál, svo að níutiu og átta prócent af íbúum heimsins geta lesið það á sínu eigin máli. Þúsundir manna, sem hafa komið auga á hið mikla Jjós heimsins, hafa gefið sig fram til að lýsa mönnum leiðina og eru jafnvel fúsir til að leggja líf sitt i sölurnar, til þess að veita öðrum þekkingu á honum, er getur bjargað þeim og leitt þá inn í höfn friðar, frelsis og eilífrar sælu. Á þessari hátið, sem nú fer t hönd, er ágætt tækifæri til að veita viðtöku því ljósi, því að svo mörg- um, sem veita Frelsaranum viðtöku, gefur hann kost á að verða Guðs börn. Daviff Guðbrandsson. ll!IIHI!liaiI!!l '■'"■!"!lg Frá $1,115 til $10,235—með öllu tilheyrandi—F.O.B. Winnipeg Chrysler bílinn skarar fram úr öllum öðrum bílum að gœÖum ■ ■ ■ ■ Es 1 Vegna þess að Chrysler hefir það stöðugt fyrir aug- um að skara fram úr, fá kaupendur meiri kosti og betra verð þegar þeir Ikaupa Chrysler, hvert heldur er “52,” “62,” “72” eða Imperial “80.” Salan, sem altaf fer vaxandi, sarinar það, að heimurinn viðurkennir þennan Chrysler framfarahug, sem hefir valdið miklum umbótum í þessari iðnaðargrein, um allan heim síð- ustu f jögur árin, og sem stöðugt heldur áfram. Skoðið hina nýju Chryslers bdla “52,” “62,” “72” og Imperial “80.” Reynið þá eins og þér viljið. Því ítetur sem þér skoðið þá og reynið, því áreiðanlegra er það, að þér kjósið Chrysler. | | i | ■ chrysler umbætur fara enn LENGRA. ■ Hin nýju Chrysler “Red-Head“ vél, er útbúin fyrir þá gasolíu, sem veldur mestum hraða og er ætluð fyrir Roadsters “52,” “62,” “72” og sport roadsters af Im- perial “80” tegundinni. Einnig fyrir aðrar gerðir með dálítið hærra verði og ennfremur fyrir eldri Chrysler bíla, sem nú eru notaðir. ■ ■ ■ | | ■ i ■ I 1 ■ M I i LAWRENCE MOTOR CO., LIMITED 666 PORTAGE AVE. WINNIPEG PHONE: 37 175 52 - 62 - 72 - Imperial 80 - $1,115 til $10,235 - F.O.B.Winnipeé FJÓRIR ÁGÆTIR BlLAR OG FJÓRIR MISMUNANDl PRlSAR. SnllBlllHIIIIBIIIII iiiiaiiiiMini ■ ■ li::!HihH '''■""■::iiBii!aiti'B:;li /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.