Lögberg - 15.12.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.12.1927, Blaðsíða 6
Bls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. DESEMBER, 1927 Dóttir sjávarins. Eftir JOHANE SCHÖRRING. Sagan er í þrem þáttum: 1. Filia Maris. 2. Berg læknir. 3. Melania Verent. “Hvað þá, frú,” spurði eg, “sögðuð þér ekki sjálfar, að það væri uppáhaldið yðar? Svo------” “Einmitt þess vegna,” svaraði hún rólega, “reiti eg það ekki, eg þekki hina veiklulegu byggingu og veit, að það missir blöðin sín, áður en maður kemst heim með það.” “Uppáhaldsblóm verður maður þó sérstak- lega að eiga heima, finst mér,” svaraði eg. “Stundum ér þó réttara að horfa að eins á þau, eins og hérna,” svaraði hún. “Afsakið mig,” svaraði eg ákafur, “en hvers vegna ætti maður að elska í f jarlægð og fjarveru, það sem mönnum er auðvelt að út- vega sér? Ef þér hefðuð nú svefngrasið — svo eg haldi við sama blómið — standandi á borð- inu yðar, þá munduð þér horfa á það, og gleðja yður á annan hátt yfir því, heldur en þegar það stendur hér í brekkunni, óséð af yður og gleymt.” “Eg mundi auðvitað líta öðru hvoru á það, ef það stæði í glasi f>TÍr framan mig; en eg mundi ekki gleðjast að hálfu leyti jafn mikið yfir því, ef það stæði inni hjá mér, eins og ef það stæði hér úti, þegar það beygir sig undan vindinum á milli stóru stráanna og skreytir heila brekku.” “Eg veit ekki,” svaraði eg, “hvort maður á að kalla þessa tegund ástarinnar andlega eða dapra.” “Kallið þér hana sanna, eða máske skyn- samlega ást,” svaraði hún. “Skynsamlega? Já, ef þér varðveitið líf blómsins með því að láta það standa á jörðinni; en skyndilegur hvirfilvindur rænir það fleiri blöðum en eg gerði, þegar eg tók það handa yður,” svaraði eg; “þetta er æfisaga þess.” Eins og sjálfur hvirfilvindurinn léti að orð- um mínum, duttu þrjú blöð af blóminu, eitt og eitt í einu, og festu sig í dökka fatnaðinum hennar. Það leið óánægjuskuggi yfir andlit hennar, en hún bældi hann niður, leit fljótlega upp og sagði glaðlega: “Meðan við tölum um lífið, líður það á- fram; þannig gengur það ávalt hringinn í kring um okkur, ef við gleymum því litla stund, verð- um við áreiðanlega bráðum mint á það.” “Undir eins og eg kem heim, frú, skal eg lyefa mér að senda yður blómvönd af svefn- grösum úr garðinum mínum. Þau eru ekki eins viðkvæm og þessi bersvæðisbörn. Hafa þrosk- uð, sívöl höfuð, og bera okkar kæra dannebrog innan í sér. Viljið þér veita þeim dálítið vin- gjarnlega móttöku?” spurði eg. Hún brosti og sagði yndislega: “Þau eru eins þung og bóndarósir’ og geta óneitanlega þolað harðari meðferð en uppá- haldið mitt frá bersvæðinu.” “Þung? Þér hefðuð átt að segja stór; mín svefngrös eru ekki svo afleit,” svaraði eg. “Afsakið,” svaraði hún spaugandi, “eg skal reyna að sauma þau í sessu handa yður, áður en eg fer burt.” “Farið burt? Er það þá alveg afráðið, að þér farið burtu héðan? Nær ætlið þér að fara? Hvert ætlið þér að fara?” spurði eg fljótlega. “Þér spyrjið um svo margt í einu; já, það er afráðið, langt burt og bráðum.” Hún kvaddi, sneri sér við og fór.” “Og þessi sessa, búin til af yður,” kallaði eg á eftir henni. “Hún skal verða búin, áður en eg fer,” hrópaði hún til mín; “en eg sauma heldur mín eigin, óbrotnu svefngrös, heldur en yðar stóru rósir. Verið þér sæll!” 'Þegar hún var algejrlega horfin, var eg óá- nægður með sjálfan mig. Hvað hafði eg feng- ið að vita? Að hún elskaði svefngrös, að hún ætlaði að fara burt, langt í burtu, en hvert? Þetta er mismunurinn, hugsaði eg, á fram- kvæmdum yngri áranna og hins roskna aldurs varkárnis og að taka tillit til kringumstæð- anna. Áform mitt er ákveðið, hvers vegna er eg þá svo seinn til að framkvæma? Ef hún, sem er svo líklegt, segir nei, þá væri betra, að eg segði ekkert; en það er og verður nauðsjmlegt, að tala, til þess að fá áreiðanlegt svar. Og enginn annar en hún getur gefið mér þessa'vissu. Já, eg kvíði fyrir því í rauninni, að verða fyrir vonbrigðum, því hana óska eg og vona að mega hafa hjá mér, það sem eftir er æfinnar. Hvers vegna vill hún sauma þessa sessu handa mér, á hún að vera eins konar þakklæti til mín fyrir þá vinnu, sem hún álítur að hún skuldi mér, en vill ekki skulda mér neitt þakk- læti. Eða er það að eins vinsemd, sem eins og augnabliks endurminning frá listnæmu hend- inni hennar á að segja mér, að hún við og við hugsi til mín, sem eitt sinn var henni og fram- liðnum manni hennar mjög kær? Eða—valdi hún ekki af frjálsum vilja svefngrasið? Er það ekki uppáhaldsblóm hennar? Hvers vegna vill hún þá gefa mér þetta blóm, sem hún elsk- ar svo innilega? Hið eina á meðal margra? Það er ástarinnar aðalstefna að verða og vera hin eina á meðal margra! Já, eg skal verða glaður yfir hennar svefngrasi. Hún hafði úr mörgum blómum að veljá, hvers vegna valdi hún þetta? Nú, jæja, eg skal láta mér þykja vænt um svefngrasið hennar. Það er einmitt svefngrasið, sem bendir á smekk hennar og hið ytra útlit, en að mér skuli ekki hafa dottið þetta í hug fyrri. f>etta smágerva, fagra blóm, svo blátt áfram, með hreinu, litsterku blöðin, sem konunglegt, eins og hún sagði, á granna leggnum sínum, svo kröfulaust og ómögulegt að varast að taka eft- ir meðal þúsunda annara blóma, og að lokum rómantískt blóm, með svæfandi lög í fræhylk- inu sínu. Alt þetta á svo vel við hana, svo smá- gerv, blátt áfram, svo óvanaleg og umfram alt svo undarlega aðdragandi, þannig er hún ein- mitt. Eg ætla að sá viltu svefngrasafræi í flötina fyrir framan húsið, þá getur hún------------- Það er gott að enginn sér mig, þenna skyn- sama efunargjarna lækni, sem menn kalla mig. Eg þekki ekki sjálfan mig, og alt sem eg veit, er, að eg get geymt hugsanir mínar hjá sjálfum mér. Ágúst 2. 1 gærkvöldi var eg ásamt henni hjá greif- anum. Þar voru lesin nokkur bréf hátt frá bar- dagasvæðinu. Þegar upplestrinum var lokið, var sagt, að þetta hefði kvenmaður hlotið að skrifa, þar eð að eins kvenmaður gæti lýst hin- um særða hermanni og samtalinu við hann þannig. “Hvers vegna skilyrðislaust kvenmaður?” spurði frú Frits ungan, sænskan herforingja, sem var einmitt svo ákafur með að halda taum kvenfólksins. “Af því karlmaður talar ekki með jafn- teprulegri viðkvæmni,” svaraði hann. Eg hefi tekið eftir því, að kvenfólk þolir ekki þessa ásökun. Eldurinn fuðraði líka und- ir eins upp, og alt í einu var samkomufólkið skilið í tvo bardagafúsa flokka. Kvenfólkið til annarar hliðar, en karlmennirnir á hina hlið- ina, að fáeinum stefnulausum liðhlaupum und- anskildum. Frú Frits varð á einu augnabliki foringi kvendeildarinnar, meðan karlmennirnir skiftu stjórninni á milli sín og gerðu árásir á rugl- ingi. Fyrst byrjaði bardaginn með eintómu púðri, en varð bráðlega talsvert alvarlegri. Frú Frits barðist mað kjarki og dugnaði, og skaut að síðustu hálf háðslega þessari ör: “Jæja, látum okkur að síðustu hafa það orð á okkur, að við getum að eins lvst mönn- unum með viðkvæmni; við líklega lýsum þeim þá þannig, eins og okkur geðjast bezt að þeim —ef til vill; þess vegna ættu mennimir að vera varkárari með ásakanir sínar um okkur, máske líka vera okkur þakklátir og minnst þess sér- staklega að framkomu þeirra gagnvart kven- fólki, er alloft mjög ólík framkomu þeirra gegn sínu eigin kyni; auðvitað lýsir kvenfólkið þeim, eins og það þekkir þá, ætli það hafi ekki heim- ild til þess?” Eg man ekki eftir, að hafa heyrt hlýjari né ákafari kappræðu en þá, sem leiddi af þessum orðum. Það leit svo út, sem hver og einn hefði eitthvert persónulegt efni að berjast fyrir, að dylja eða opinbera. Eitt held eg að við höfum verið sammála um, þegar ósamkomulagið að síðustu dvínaði með því, eins og foringi kvendeildarinnar sagði: “komum hver öðrum á móti fyrir framan fylk- ingabrjóstin, ” að frú Frits sýndi djörfung, hlýleik og fegurðarsmekk, án þess nokkru sinni að stíga yfir landamæri göfginnar, sem þó var nokkrum sinnum ástæða til fyrir hana í stríðs- hitanum, mun engínn vera í efa um. “Læknir,” hvíslaði greifinn að mér, þegar við stóðum upp frá borðum, “hvers vegna hik- ið þér? Hún fer að mánuði liðnum.” Ágúst. 1 dag hefi eg fengið gjöf hennar, sessuna, sem hún lofaði mér, sannarlegan skrautgrip, með uppdrátt og skrautsaum. 1 heild sinni er það óviðjafnanlegur blómavöndur af svefngrös- um og litlum stráum, bundinn saman með grænu grasstrái. Þar eru svefngrös í mismun- andi ásigkomulagi, sum stælt, önnur vanmegn- uð, lútandi á langa, mjóa leggnum, sum full- þroskuð, önnur rétt komin að því, nokkur þeirra eins og brum á mismunandi þroskunarstigi, og að lokum til annarar hliðar fullþroskað blóm með þremur blöðum, en hið fjórða er að falla niður og hefir ósegjanlega fögur og viðfeldin áhrif á hinn dökka grunn sessunnar. Skal það eiga að benda á samfund okkar í brekkunni ? s Hefir höfuð mitt nokkru sinni hallað sér að jafn mjúkri sessu? ÍÆtli hún geri mig ekki ringlaðan með sínum töfrandi blómum? Skal hún framleiða heilan her af yndislegum draum- um, þegar eg halla höfðinu að henni? Og nú bréfið hennar: “Kæri Berg læknir! Ekki sem endurminning sendi eg yður þessa sessu,; eg hefi þá von, að þér munið minnast mín einstöku sinnum, án nokknrra sýnilegra hluta, en sem sönnun þess, að það,' sem í mínum augum er fvrst, sé það eina, sem er þess vert, að eg megi bjóða yður, að eins sem lítið og fá- tæklegt þakklæti fyrir alla þá alúð og vinsemd, sem þér hafið ávalt sýnt mér og mínum. — Bráðum er eg og börnin mín í mikilli f jarlægð héðan; en’aldrei þó svo langt í burtu, að við minnumst ekki vinanna og þeir okkar. Með virðingu yðar þakkláta Klara Frits.” Nei, nú vil eg ekki bíða lengur. Aldrei hefi eg verið jafn lengi að búa mig— eg varð þess var, og þótti slæmt, að alt, sem eg átti og hafði, var að meirá eða minna leyti ó- hentugt og ljótt. Það skyldi óneitanlega verða öðruvísi, en nú, á þessu augnabliki, var ekki tími eða tækifæri til að gera annað, en að velja það bezta. “Hamingjan góða, hefir læknirinn verið að reyna níu stroklínsskyrtur!” hrópaði Malína, þegar hún kom með rakaravatuið handa mér. “En, þegið þér, það vantar hnappa og —” “Guð veit, að eklri vantar einn einasta hnapp, hr. læknir, eg hefi sjálf litið eftir því nákvæmlega,” svaraði Malína stygg í skapi. “Nei, en þeir voru svo gulir, farið þér frá, eg þarf að flýta mér.” Eg get aldrei skilið, hvernig eg komst til heimilis hennar. Gæðahesturinn minn hefir þotið með mig eins og ör í gegn um loftið, álít eg, svo lítið man eg eftir brautinni og því, sem við bar, þangað til stofustúlkan hennar talaði þessi orð: “Frúin og .börnin eru að kveðja kunningja sína, og koma seint heim. ’ ’ Eg þaut af baki og spurði, hvort eg mætti skrifa stutt bréf við skrifborð frúarinnar. Ijæknir og prestur mega leyfa sér smávegis frelsi, sem væri óviðeigandi fyrir aðra. Þannig atvikaðist það, að eg skrifaði bón- orðsbréf mitt við hennar eigin borð, þar sem alt benti á fegurðarvit og góða reglu. 1 bréf- inu lét eg í ljós hina hlýjustu og dýpstu til- finningu, sem nokkuru sinni hefir búið í huga mínum. Eg sagði henni frá æskunnar stutta, en ánægjulega draumi, síðari fátækt minni, bar- áttunni við sjálfan mig, óskir mínar og vonir til lífsins og ytra útliti, og svo að lokum um hið .bjarta ljós, sem hún hafði kveikt í huga mín- um, hve heitt eg mundi elska hana, ef hún yrði kona mín, hve umhugsunarsamur eg skyldi verða fyrir börnin hennar------já, eg gleymdi sannarlega engu af því, sem hafði hreyft sig í huga mínum sem meðmæli. Eg lokaði bréfinu mínu með hennar eigin signeti, litlu og snotru signeti, með jsvefngrös- um gröfnum á, kysti pennann hennar, bréfa- hylkið hennar, myndina hennar á veggnum og reið svo í hendingskasti heim aftur. 29. Ágúst. Loksins kom nú morguninn — fyrst var þoka, en svo kom sólarupprisan með fallandi daggardropum frá blaði til .blaðs. Hvers konar boð myndi hann færa mér, þessi bjarti sumar- morgun — ó, eg fékk nógu snemma að vita það. Um hádegisbilið kom sondisveinn með bréf til mín, sem var þannig að innihaldi: “Þér hafið sýnt mér mikinn heiður, þann stærsta, sem karlmaður getur sýnt kvenmanni, og bakað mér mikla sorg, þar eð eg verð að neita yðar fallega tilboði. Til þess að sýna yð- ur traust, sem nálgast það traust, er þér sýnd- uð mér, skal eg segja yður það, sem enginn veit. Ef eg gifti mig aftur — sem eg vil helzt ekki gera, þótt eg sé enn þá fremur ung og eigi tvo drengi, sem eru að stálpast; eg álít það nefni- lega bezt og fallegast, að hafa átt að eins einn mann—, en ef eg samt sem áður gifti mig aft- ur, þá verður það sökum sannrar og tilfinninga- ríkrar ástar. Hvort slíkt muni koma fyrir, veit eg ekki. En svo að eg dylji ekki neitt, verð eg að segja yður að bróðir minn, sem hef- ir verzlunarbúð í Ameríku, þangað sem eg fer eftir margendurtekinni beiðni hans, er í félagi við æskuvin minn, sem hefir elskað mig frá bernskudögum mínum. Eg hefi nýlega fengýð sönnun fyrir því, að þessi tilfinning hans er ekki slokknuð; ef þér þess vegna heyrið nokkuru sinni, að eg hafi gift mig aftur, þá verður það að vera honum; en eg endurtek: Eg óska, að þér fáið aldrei að heyra það. Ef þetta ollir yður sorgar, þá hefi eg að minsta kosti þá meðvitund, að eg hafi komið hreinskilnislega fram við yður, að eg hefi ekki kveikt hjá yður neina falska von, en sagt yður það, sem eg naumast hefi hvíslað að sjálfri mér. En yðar trygð og yðar drenglyndi mun eg aldrei að árangurslausu hafa treyst — við erum líka tvær gamlar og alvarlegar mann- eskjur. Eg skal ekki þreyta yður á að telja upp all- ar þær hugðnæmu tilfinningar, sem eg ber fyr- ir yður og framtíð yðar, sem eg gagnstætt vilja mínum verð nú að kasta skugga á; eg verð með sorg og angurværð að þakka yður innilega fyr- ir ást þá og traust, sem þér berið til mín, og sem var betra svars verð; en tilfinningar hjart- ans ganga hindrunarlaust sína braut, hvert sem þær stefna, án þess við getum v.ið það ráðið, hvaða tilraunir sem við gerum til þess að snúa ,stefnu þeirra. Eg er viss um, að þér þekkið þetta eins vel og eg. Ef við sjáumst aldrei oftar á þessum hnetti, þá sjáumst við þó síðar, þegar allar þokur eru horfnar, og þangað til kveð eg yður innilega. Klara Frits Eg fer snemma í fyrramálið.” Aldrei hefi eg haft, og aldrei síðar mun eg finna til jafn alvarlegrar sorgar. Hún eyði- lagði alt í mér, sem vonin og ástin höfðu bygt í huga mínum á löngum tíma, og kom í ljós í gegn um tilfinningar mínar til hennar. Fyrsta hugsun mín var að þjóta til hennar og sárbæna hana; hvað geta dramb og kjarkur hindrað á slíkum augnablikum og þessu? Svo vaknaði afbrýði mín. Hver var það, sem búinn var að leyfa áér að tala til hennar um ást, meðan eg duldi mínar tilfinningar, í því skyni að móðga hana ekki, svo stuttum tíma eftir hinn sára missi hins elskaða manns hepnar? Og það var hann, sem átti að eignást ást henn- ar, fremur en nokkur annar. Hvar rar rétt- lætistilfinning hennar og hin skarpa dóm- greind? Heimskulegt reyndist það alt saman, ástin hennar, það var um haná, sem alt snerist. Hvers vegna gat eg þá ekki náð henni? Hafði hann setið við sjúkrabeð hennar, eins og eg, og talið æðaslög hennar og andardrátt? Hafði hann beitt allri þekking sinni og viti til að geta látið hana lifa, meðan hann vakti yfir henni sorgþrungna daga og nætur? J!{!!lllllllllllllllllllllllll!!!!ll!lll!llllllllllllllll!lllllllll!l!l!!l!llllllll!l!lllllllllllllllllll!llllll!ll!l!ll!llllllllllll!!l!!lllllllllllllllll!lllllffiI!IWill^ | Sendið yðar 1 HÁTÍÐAÓSKIR | með kassa af Picardy Candy það er það bezta Picardy Candy Limited M iiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiin i Fyrir jólagjöf þetta árið KAUPIÐ Mason & Risch Piano Bezta gjöfin handa fjölskyldunni og endist æfilangt Ekkert getur jafnast á við hljómlistina á heimilinu, og Mason & Risch Piano er sú jólagjöf, sem veitir fjölskyld- unni mikla ánægju í mörg ár. Fræg fyrir sína ríku og mjúku tóna og fegurð og ágætan frágang, þó eru Mason & Risch Pianos ekki dýr. Vér seljum beint frá verksmiðjunni til heimilanna og spörum þannig mikla peninga. Því er bezt að kaupa Mason Gr Risch Pianos. Góðkaup í Skiftideildinni: Bell Upright Piano, laglegt, í ágætu standi .............. $325 ittason Sc Eíðcf) Htb. 360 PORTAGE AVE. WINNIPEG. Einnig í Regina, Saskatoon, Calgary, Edmonton, Nelson og Vancouver. BEZTU TEGUNDIR SENT TIL ÞÍN I DAG KOLA AF ÖLLUM SORTUM Ef þér þarfnist, getum vér sent pöntun yðar sama klukkutím- ann og vér fáum hana. DRUMHELLER — SAUNDERS CREEK — SOURIS — FOOTHILLS — McLEOD RIVER —, KOPPERS COKE — POCAHONTAS Kaupið Kolin Ykkar frá Gömlum, Areiðanlegum Viðskifta- mönnum. — Tuttugu og Fimm Ára Þekking Um Það, Hvemig Eigi að Senda Ykkur Hina Réttu Sort af Kolum D.D.WOOD & SONS Tals.: 87 308 ROSS and ARLINGTON STREETS FYRIR YÐAR VETRAR - HELGIDAGA FERD CANADIAN NATIONAL býður IÁGT FARGJAD OG VELJA MÁ UM LEIÐIR „ Ferðin verðnr ikemtileg, þœgileg og Hvenær, sem þér viljiO, er , ..... oss ánœgja ao hjáipa ySur örngg i nytizku jambrautanragm. aS um leiOir Austur Canada Vestur aS hafi • . tíf Gamla Landsins UmboOsmcnn vorir munu meO ánœgju gefa yOur upplýsingar, —eOa skrifiO— W. J. QUINLAN, District Paasengrer Agent, Winntpeg. flANADIAN TVATIONAL

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.