Lögberg - 22.12.1927, Blaðsíða 5

Lögberg - 22.12.1927, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. DESEMBER 1927. I Bls. 5. k ^DODDS KIDNEY^ ^HEUMAT'. Dodtis nýrnapillur eru best* nýrnameðalið. Lœkna og gigt bak- v«rk, ihjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. -- Dodd’s Kidney Pills ko«ta 50o askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá ölluvn lyf- sölum eða frá The Dodd's Medi- cine Company, Toronto, Canada. GUNNAR JÓHANNSSON. Enn hefir fækkað um íslenzkan mann •og ætlunarverki hans lokið með sóma. Vel um sitt stefnumark vandaði hann, valdi ei hverfleikans (hyllingu tóma. Síðast, er æfisól öldungsins rann, aftaninn glóði í fegursta Ijóma. Prúður í háttum, með hagvirka mund, heimilið sýndi þess ótvíræð merki; fríður á velli og forsjáll í lund, fylgdust að þrekið og áhuginn sterki. Auðnu þar studdi hans ágæta sprund, ástrík og framsýn í hússtjórnar- verki. Kurteis og þýður í viðkynning var, vinsældir eignaðist samtíðar- manna, góðs var að njóta og gestrisni þar, glæddi það fólkinu ánægju sanna, njdsama ávexti efalaust bar auðnuríkt líf hans að þekkja og kanna. Ef gætu menn vandað sem Gunn- ar sitt ráð, og göfgað sitt lífsstarf með hátt- prýði’ og dygðum; minníng hans tengd er við dreng- skap og dáð, dugnað og góðvild, með orðheldni og trygðum, mannlífsins tilgangi mundi þá náð, menning og vellíðan þroskast í bygðum. Mannvænu börnin og húsfrúin hýr heiðra hans mining með lífernis- prýði, uppeldis vandvirkni dáðrík og dýr dygðina glæðir og virðing hjá lýði; ókomnar farsældir undir svo býr, aftur er sameinast hópurinn fríði. Ort fyrir Hilmar Finnson. Kristín S. Johnson., Alþingishátíðin 1930. Helztu fyrirætlanir Alþingis- nefndarinnar. Nefndin og almenningur. Um fátt mun nú meira rætt á landi hér, meðal alls almennings, en alþingishátíðina 1930. Það er nokkuð sama, hvar drepið er nið- ur á landinu — hvort það er sunn- anlands, eða norðan, fyrir austan eða vestan, hvort það er til af- dala eða á útnesjum — tíðasta umræðuefnið er hátíðin og alt það í þjóðlífinu, sem snertingu fær af henni. Þetta er að mörgu leyti eðlilegt. Þjóðhátíðin 1874 stendur enn fyr- ir mönnum í einskonar töfraljóma. Hún setti marga og góða krafta í hreyfingu, og upp af henni óx margt af þeim bezta gróðri, sem þióðlíf okkar nýtur enn. Menn líta því til alþingishátíðarinnar með eftirvæntingu, vona að hún kunni að marka að einhverju leyti tímamót í sögu okkar, stefna nýj- um kröftum til starfs og leysa úr læðingi ýmislegt, sem legið hefir ófrjótt og bundið til þessa. Víst er það að minsta kosti, að mfikið er um hana talað, og undir- búning hennar, og beinast spurn- ingar um hana aðallega til blað- anna—hvað líði störfum og fram- kvæmdum, hvert fyrirkomulag sé hugsað til að hafa o. s. frv. Mbl. hefir því snúið sér til eins þess, sem er í alþingisnefndinni og beðið hann að segja því helztu drættina úr fyrirætlunum hennar, hve langt væri komið undirbún- ingi, og hver yrði svipur hátíð- arinnar svona í aðaldráttum. Og fer ’hér á eftir það, sem nefnd- armaðurinn sagði blaðinu um til- lögur þær, er nefndin hefir S hvggju að leggja fyrir þingið S vetur. Er þó það, sem hér verður sagt á ábyrgð þess nefndarmanns og blaðamanns, sem niður hefir skrifað. En áður en lengra er farið, er rétt að taka það fram, að ekkert er fastráðið S nefndinni, engin sérstök tillaga samþykt endan- lega. Það.sem hér verður sagt frá, er þvi ekki annað en það helzta, sem nefndin hefir hugsað sér um tilhögun hátiðarinnar. En ne^ndin lítur svo á, að ekki sé nema gott og sjálfsagt, að almenn- ingur fái að fylgjast með störf- unum og kynnast þeim tillQgum, se efstar eru á baugi i nefndinni, til þess að meiri og fyllri umræð- ur geti farið fram um þær en kostur hefir verið á enn. Og nú beinlínis æskir nefndin eftir því, að sem flestir komi fram með þær tillögur, er þeir hyggja að til bóta séu, og yfir höfuð verði alt fyrir- komulag hátíðarinnar rætt sem ítarlegast, annað hvort í blöðun- um eða bréflega við nefndina. H.ún vill, sem sagt, fá úr sem mestu að vinna af tillögum og at- hugunum á öllu sem að hátíðinni, lýtur. Nefndin og hátíðin. Eins og kunnugt er, hafa komið fram bæði í nefndinni og utan hennar tillögur um að gera ýmsa hluti 1930, sem í rauninni koma alþingishátíðinni ekkert við. En nefndin mun nú vera ásátt um það, að skifta sér ekki af öðru en því, er beinlínis snertir sjálfa hátíðina. — T. d. hefir verið, eins og menn muna, talað um það, að láta gera ’íslenzka kvkmynd, af atvinnuháttum landsmanna, nokk- urskonar ytra borði þjóðlífsins, En nefndin mun ekki taka þá hug- mynd upp á sína arma. Ef það yrði gert, yrði samþykt þess að munii játa, að skemtilegt væri að geta reist hana í sambandi við hátíðina. Þá hefir og veríð talað um, að nota hátíðina til þess að gefa Há- skólanum byggingu. En það er sem sagt ekki annað en uppá- stunga, og hefir ekki verið rætt í nefndinni á þeim grundvelli, að til framkvæmda kæmi. En að því máli verður þó vikið síðar hér í greininni. Hér fara þá á eftir helstu til- lögurnar, sem nefndarmenn hafa hugsað sér að gera.og aðaldrætt- ir þess skipulags, sem nefndin hugsar sér að verði á hátíðinni. En eins og fyr er drepið á, er ekk- ert fastákveðið enn, þó ætla megi, að aðal-atriðin í tillögum nefnd- armanna haldist. Vegagerð í sambandi við hátíðina. Nefndin lítur svo á, að vega- gerðin verði eitt hið vandamesta og dýrmætasta í sambandi við hátíðahöldin. En þó verður svo að búa um þá hnúta, að þeir, er sækja vilja hátíðina, geti komist þangað með sæmilega greiðu móti, og þurfi ekki að setjast aft- ur vegna vegaleysis að hátíðar- staðnum. Nefndin hefir reynt að geta í þær eyður, hve margt manna sækti hátíðina. Býst hún við að héðan frá Reykjavík þurfi að komast áð- ur en hátíðin byrjar um 10 þús, manns. Þeir af nefndarmönnum, sem hæst hafa áætlað gestafjölda, hafa nefnt 25 þús. alls, erlenda og innlenda menn, en helzt hefir það orðið ofan' á í nefndinni, að gera mætti ráð fyrir um 15,000 gesta. Allur þessi fjöldi þarf að kom- ast til Þingvalla á einum sólar- hring, og verður þá vitanlega örð- ugast að koma fólkinu héðan frá Reykjavík. — Bifreiðar eru nógu margar, að áliti nefndarinnar, en það sem strandar á, eru vegirnir. Nú er ekki, eins og kunnugt er, um að ræða nema eina leið héðan, Mosfellsheiðarveginn, og værí þá um að ræða, hvort ekki væri rétt að ráðast í lagningu nýs vegar, Nú vill svo vel til, að á vega- liigum frá Alþingi er gert ráð fyrir nýjum vegi t/il Þingvalla, sem á samkvæmt þeim, að vera lokið 1933. Sá vegur á að liggja upp Mosfellsdalinn. Hann er nú •þegar lagður að mestu upp að Laxnesi, og á hann að liggja það mundi taka slíkrar kvikmyndar hafa mikinn kostnað í för með sér, en nefndin mun vera sam- mála um það, að eyða sem minstu, gera ekki tilögur, er kostnaðar- samar yrðu í framkvæmd og yfir höfuð sníða hátíðinni þann stakk, sem er í samræmi við f járhagslega getu okkar. Tvær bækur. Þó er það eitt mál, sem nefnd- in ætlar að mæla með að verði sem einn liður í hátíðahöldunum. Er það útkoma bókar eftir Sig- urð prófessor Nordal. Hún fjallar um íslenzka menningu, meginat- riði sögu vorrar og bókmenta og þá um leið eðli og einkenni þjóð- arinnar., — Væntir nefndin sér mikils af þessu verki; hefir Nor- dal dregið saman efni í þessa bók árum saman, og lítur nefndin svo á, að með henni fái þeir, sem annars vilja nokkuð um okkur vita, sannastar og fylstar upplýs- ir.gar um land og þjóð, og því sé afar mikilsvert, að 'hún komi út einmitt 1930, þegar sem mest verð- ur um okkur talað. Er tilætlanin, að hún komi út á mörgum tungu- málum, svo sem flestir hafi bók- arinnar not. Eins og kunnugt er, er í ráði, að út komi um líkt leyti bók um Jón Sigurðsson, eftir Pál E. Ólason prófessor. Hún verður að vísu ekki á vegum nefndarinnar, en hún telur útkomu hennar einmitt á þessum' tíma mjög æskilega, og gerir ráð fyrir, að það mun þykja stór fengur, að gott verk um fræg- asta og fremsta stjórnmálamann okkar byrji að koma út það árið, sem minst er á 1000 ára stofnun alþingis, og um leið stofnun ís- lenzka ríkisins. En sem sagt — nefndin ætlar, sér ekki að taka upp á arma sína nema það eitt, er kemur alþingis- hátíðinnf beinlínis við, að undan- tekinni bók Nordals. Hefir nefnd- armaður sá, er Mbl. átti tal v'ið, tekið það skýrt fram, að nefndin vilji engan hlut eiga að því, að við sýnumst meiri en við erum, að hátíðin verði tildurs- og yfirlætis- hátíð,. Vill hún sporna við því, að erlendum mönnum gefist kost- ur á að sjá dugnað okkar í því að herma eftir þeim umfram efni, en stuðla að hinu, að þeir sjái smá- þjórð, sem sker sér stakk eftir vexti. Þykir nefndinni ekki hlýða, evða miljónum króna í hátíðahald, þegar segja má, að flestum ef ekki [ an upp Bringurnar og koma á öllum menningarþörfum okkar sé cfullnægt enn. Þjóðarhöll á Þingvöllum. Sumir nefndarmanna munu þó vera þeirrar • skoðunar, að ekki beri að fráfælast útgjöld, sem lógð væru í varanlega hluti, í sambandi við þjóðhátíðina. T. d. hefir komið sú hugmynd fram í nefndinni, að bygð yrði nokkurs- konar þjóðarhöll á Þingvöllum, ekki stór eða gífurlega kostnaðar- söm, en sem samsvaraði náttúru og sögu staðarins. Þessi þjóðar- höll ætti að vera skjólgarður þeirra andlegra hreyfinga í land- inu, sem þar vildu eiga athvarf. Þar hefðu ýms félög fundi sína, þar væri gistihús og veitingastað- ur, og annað það, er hlýða þætti í slíku húsi. En ekki mun vera mikið fylgi innan nefndarinnar með þessari vera venjulega þingmál. Auk þess hugmynd, þó sumir nefndarmenn t JÓLA-ÖSKIR öllum sínum mörgu, íslcnzku viðskiftavinum í Vesturlandinu, flytur Eaton’s félagið innilegustu árnaðaróskir um gott og Gleðilegt Nýár! t f T. EATON C o LIMITED t t T t f f f f f f ♦!♦ Þingvallaveginn nokkuð austar- lega. Með lagningu þessa vegar, er tilgan^urinn ekki sá einn, að bæta samgöngurnar við Þingvelli, held- ur og að opna möguleika «£yrir ræktun mikils landsflæmis, sem bíður ónotað í Mosfellsdalnum. Lítur nefndin svo á, að það sé því betra, þess fyr sem þessi veg- ur verður bygður. Er hún öll á einu máli um það, að leggja til, að þessi vegur sé lagður. fyrir 1930, og með honum sameinaðar þarfirnar fyrir bætt- ar samgöngur við Þingvelli 1930 og ræktunarmöguleikarnir í Mos- fellsdalnum. Fé er að vísu ekki fyrir hönd- um til þess að leggja þennan veg, en nefndin mun leggja til, að tekið sé lán til að byggja hann, sem svo borgist á þeim tíma, sem átti að leggja hann. En margir koma aðrar leiðir en frá Reykjavík. Sunnlendingar úr austursveitum öllum koma landveg beint á Þingvelli. Hefir nefndin athugað, hvað hægt væri að gera til að létta þeirn sóknina að hátíðarstaðnum. Um er að ræða tvær leiðir, sem Frá JÓLAGJAFA- BCÐINNI í VESTUR-CANADA Demanter Platinum Perlur og Gullstáss. Úr Hringir Glervarningur Klukkur Postulín Silfurvarningur DINGWALL’S Portage og Garry Winnipeg Sunnanmenn gætu farið til Þing- valla. Er þar fyrst að geta leið- arínnar upp með Soginu. Er hún bílfær af Grímsnesbrautinni í góðu veðri, allar götur upp að Þingvallatúni, en hægt er að gera þessa leið góða, með litlum til- kostnaði. Er þá spurningin um það, hvort gera eigi veg frá Kald- árhöfða að enda Þingvallavatns norðanvert, alla leið að Hrafna- gjá, en þangað nær vegurinn nú frá Þingvöllum, — eða hafa báta- flutning á vatninu. Er ýmislegs að gæta í þessu sambandi. Með- an hátíðin stendur yfir, þarf að sjá fyrir bátum á vatninu. En þegar litið er til framtíðarinnar, er nauðsynlegt, að þessi leið sé opnuð, og^ telur nefndin það nauðsynjaverk, þar sem hann liggur í sveit upp að vatninu. Þá er hin leiðin sú, að fara upp Laugardalinn. Verður þá farið út af Grímsnesbrautinni all- ofarlega, og þaðan á Þingvelli um Laugardalsvelli. Um þessa leið er svipað að segja, og hina, að hana má gera bílfæra með tiltölulega litlum kostnaði. Og hún á sammmerkt við hina einnig í því, að hún er nauðsyn- leg í framtíðinni fyrir ferða- mannastraum og vaxandi sam- göngur innan héraða. Báðar þessar leiðir, eða önnur hvor, munu koma til greina, en óráðið er enn, hvað ofan á verð- ur í því efni. Nefndin er sammála um það, að ekki beri að gera aðra vegi bíl- færa fyrir 1930. En hitt telur hún nauðsynlegt, að ruddir séu reiðvegir á fjallvegum, svo sem Uxahryggur og fleiri leiðir fyrir Borgfirðinga, og sömuleiðis fyrir norðanmenn. Og er þar í raun og veru ekki um annað að ræða, en nauðsynlegar fjallvega-umbætur. (Framh.) Fréttir. Austur hluti Evrópu, alt frá Norðurhöfum til suður enda Balkanskaga, hefir lengi verið á- hyggjuefni stjórnmálamanna, þeirra sem ant er um friðinn, og svo er enn. Voru þar ýmsar breytingar gerðar á landamerkjum ríkja á milli eftir stríðið, en íbúar þeirra rikja sýnast litlu ánægðari eftir en áður. Eru mörg ágreiningsefnin þar austur frá um þessar mundir en þó lítur heldur út fyrir að þjóð- bandalagið muni geta stilt til frið- ar í þetta sinn, svo ekki dragi til stórra vandræða, í bráðina að minsta kosti. í þetta sinn er það sérstaklega Pólland og Lithuania, þar norðan við, sem er áhyggju- efni álfunnar. Árið 1920 tóku Pólverjar borgina Vilna af Lithu- aníu-mönnum með ofbeldi og hefir aldrei gróið um heilt síðan, þeirra á milli. Lithuania var einu sinni Póllandi tilheyrandi, en var þó fylki út af fyrir sig, með einhverj- um sérréttindum. Eftir að Pól- landi var N,vift í þriðja sinn, laut 1 þetta land Rússum. eins og mikill hluti Póllands. Siðan 1920 hafa Lithuaniu menn reynt alt sem þeir hafa getað til að ná aftur borginni Vilna, sem þeir telja að sér til- heyri, en Pólverjar hafa þvemeit- að að láta hana af hendi, og þykir meira að segja mjög grunsamt að þeir hafi hug á að Ieggja undir sig alt landið. Er hér íbýsna ójafn leikur, því Lithuaniu menn eru að- ein^ tvær imiljóni'r, ’en Pólver jar tuttugu og sjö miljónir. Er þetta ágreiningsmál all-fIókið og hafa báðir málsaðilar margt fram að færa sér til málsbóta. Þjóðbandalagið hefir nú að und- anförnu haft þetta mál með hönd- um, og eins og fyr segir, lítur nú heldur út fyrir að ekki muni til mairi vandræða draga í bráðina. Þjóðverjar eru smátt og smátt að leggja niður sína gömlu og rótgrónu höfðingjadýrkun. Nú eru þeir hættir að ávarpa sína yfirhershöfðingja með virðingar- titlinum “yðar hágöfgi”, og ávarpa þá nú| bara með “herra hershöfð- ingi.” Magic bökunarduft, er ávalt það bezta í kökur og annað kaifi- brauð, það inniheldur ekkert alum, né nokk- ur önnur efni, sem valdið gætu skemd. Frakkar eru að láta byggja lang-stærsta kafbát og fullkomn- asta, sem enn hefir gerður verið nokkurs staðar og er hundrað tonn- um stærri heldur en kafbáturinn “V-4”, sem er eign Bandaríkja- manna og nú sem stendur er hinn mesti kafbátur í heimi. Á bát þessum verða hundrað menn og hann hefir margt sér til ágætis fram yfir aðra báta og þar á með- al það, að hann getur farið miklu lengri leið neðan sjávar heldur en aðrir bátar, og margt fleira hefir hann fram yfir þá Wonderful Values in DINNER WARE Offered in Banfield’s Great XMAS GIFT Sali We have on display a wonderful se- lection of Dinner Sets and Tea Sets, showing the newest patterns and shapes imported from the largest potteries in England, Scotland and France. A set makes the most ap- propriate gift, and is equally shared by every member of the family. 4 ^ Any Dinner Set. The J| I balance ▼ I ranged w in convement B Delivers Dividend Payment Plan payments o n o u r EXAMPLES OF OUR SPECIAL VALUES tive sets yet displayed at a remarkable saving Xmas Sale TOYS, A Great Selection, AULess Than One Dollar 2-String Corn Brooms......... Train on Track with Tender and ............ Coach .......... “Rubber-neck” Me- chanical Dancers ... Selection of Games ............. Leather Football with bladder........ 16-Piece Decorated T e a Sets, 7Q f or................. • < O Fancy Dressed Sleeping Dolls . Large Stocking QQ Bags ................ •«'«' Several Styles, Hustler Toys ... Assorted Sizes QC Car and Garage ......... „95 Mechanical Horse and Buggy .... 4-Valve Musical Comets......... Squeeky Washable Clown Dolls, , CQ for .............. Kliptiko Building Sets............ Real Parchment JQ Drums...............•*«' Pistol Humming Toys........... .57 .59 Store Open EveiUngs TTntil Xnins JABanfie/d ~ LIMITED “The Reliable Home Furnisher” 492 MAIN STREET — PHONE 86 667 Mall Orders Promptly Pilled—Stoek Permltting JADE WILD ROSE SETS Serviceable Scotch im- ported Sets, with blue shaded rose sprays white ground. 97-Piece Sets. X Special, for........ on m a s $19.85 52-Piece Sets. X m special, for ......... $12.95 DINNERSETS Full 97-Piece Service semi- porcelain, well glazed attrac- tive shapes. This white set is real vaiue. Xmas Sale (PQ QT Price........ I WHITE AND GOLD SETS Only twenty 97-Piece Ser- vices, snow white with dou- ble gold line and gold decora- tion and traced handles. Xmas Sale (P1A HZ Price.........Jpiy.lí) SCOTCH IVORY SETS ’retty Sets with ivory round, bright colored fancy orders, quaint designs, ewest shapes. fmas Sale 21-PIECE TEA SETS most useful present, semi- ircelain -sets, with litho- aphed borders. gold edged. x Cups and Saucers, Six lates, Cake Plate, Cream id Sugar. Choice of two isigns. mas Sale PEARL PATTERN BLAIR’S ENGLISH Coloring and design similar to the famous Crown Derby pattern. The most attrac- “BRIDAL ROSE” LIMOGES SETS 97-Piece services f r o m France, the “Elite” quality are open stock pattern. Only a few sets left. Xmas Sale HiPvQ 7f\ Price ..... $00.10 SCOTCH SEMI- PORCELAIN SETS A selection of three patterns, wide or narrow, lithographed floral borders Attractive, serviceable 97-piece sets. írT‘sSale.,.. $27.50 Price

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.