Lögberg - 22.12.1927, Blaðsíða 6

Lögberg - 22.12.1927, Blaðsíða 6
Bls. ft. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. DESEMBER 1921 Dóttir sjávarins. Eftir JOHANE SCHÖRRING. Sagan er í þrem þáttum: 1. Filia Maris. 2. Berg læknir. 3. Melania Verent. Hafði 'hann séð hana lúta til jarðar af sorg og næstum því missa lífið sökum hennar, hafði hann tekið þátt í missi hennar, syrgt með henni og vakn- að með henni eins og til nýrrar tilveru? Ó, og svo er þetta alt saman að engu orðið------eins og þeg- ar dauðinn grípur herfang sitt.------------- Þegar rökkrið byrjaði, læddist eg eins og þjóf- ur til heimilis hennar. Eg sá annríka skugga þjóta fram og aftur um litlu herbergin hennar. Loksins varð hún ein, eg sá hana krossleggja hendurnar á brjóstinu og höfuðið síga niður eins og hún væri að gráta, eg þoldi þetta ekki lengur, þaut að glugganum og leit inn; glugginn var að hálfu leyti opinn og réri fram og aftur í næturgolunni. Eg heyrði grát- ekka hennar, þar sem hún knéféll við stól og huldi andlitið með höndum sínum, heyrði nokkur lág, angurvær orð: —• “Komdu með mér; yfirgefðu mig aldrei.” Svo stóð hún upp og kom að glugganum; eg hnipraði mig saman við vegginn, ekki lengra en svo sem fjögur fet frá henni — ef hún nú sæi mig! Hún lokaði glugganum, grét hátt og hvíslaði skjálf- andi: “Alt þetta fæ eg aldrei oftar að sjá,” og svo hné hún aftur niður sorgþrungin. 1. September. Nú er hún komin langt' í burtu, og með hverri mínútu, sem líður, fjarlægist hún mig meira. Eg er að fáum dögum liðnum búinn að jafna mig, og* skal aldrei hér eftir láta nokkurn kvenmann raska ró minni; eg hefi fengið næga reynslu fyrir ókomna æfidaga, með því að mig dreymdi svo fagran draum þessa fáu daga. Þegar dauðinn rændi mig heitmey minni á æsku- dögum mínum, sökk eg niður í sorgina eins og aðrir sökkva sér niður í gleðina, svo að mér varð hún næstum því kær; en þessi sorg er full.af eitri, eitri, sem kallað er fyrirlitin ást og afbrýði. Hann hefir elskað hana' sem unglingur, þekkir hann hana nú, eldri og reynda af tilverunni? Skal hann geta metið hana, elskað hana, hennar eigið göfgi, miklu heitara en hið ytra, fagra útlit hennar? — Það er auðvitað ekki erfitt að elska hana, en það er sannarlega mjög erfitt að skilja hana til hlít- ar, og verði 'hún ekki algerlega skilin, þá verður hún aldrei gæfurík eða ánægð, svo mikill sálarfræðing- ur er eg. , 9. Desember. Eg kem frá greifanum. Við höfum talað sam- an með alúð og einlægni, eins og á löngu horfnum dögum. Hann sagði mér, að frú Frits ætlaði að giftast hinn 6. janúar á komandi ári hr. Kleist, for- manni verzlunarhússins, sem bróðir hennar ætti hlut í. Greifinn talaði um þetta málefni með stríð- andi spaugi, eins og honum var lagið, en mér sárn- aði það um of, og sagði honum sannleikann, að sumu leyti til þess að létta af huga mínum, og að sumu leyti til þess að verða hlíft við slíkum bedningum á ókomna tímanum. Með þeirri trygð og velvild, sem honum er svo eðlileg, og með sanns vinar alúð, talaði hann Iengi við mig. Máske til þess að hugga mig enn þá bet- ur með því, að láta mig vita, að hann skildi mig, stóð hann upp, opnaði leynihólf í skattholinu sínu og tók út úr því lítið bréfahylki. ■'Tjúkið þér því upp,” sagði hann við mig, “hve mörg þúsund sinnum haldið þér að það hafi verið tekið upp? Og ætli því verði nokkru sinni alveg gleymt ? Þegar eg er dauður, skuluð þér erfa það, líf yðar verður að líkindum lengra en mitt.” Eg opnaði hylkið; í því var hin indæla mynd af — Melaníu Vernet. Það var ánægjulegt að sjá þetta fagra andlit aftur og endurkalla hana í minnið í heild sinni. Við þrýstum höndum saman, og eg fór burt með þá vissu, að hafa verið skilinn af vini mínum. 6. Januúar 1849. Síðastliðin jól hafði eg kæra og skemtilega gesti, dr. Storm og son hans. Sá fyrri er, þó hann sé talsvert eldri en eg, gamall vinur minn, sem eg aldrei hefi gleymt. Sonur hans, Knud Storm, er á- gætur drengur, fjórtán til sextán ára gamall, sér- lega hneigður fyrir dráttlist, já, eg má bæta því við, hann er skapaður til þess að vera málari, fjör- ugur, keskinn, alúðlegur, gáfaður og heilsugóður. Eg hefi sagt honum, að hér eftir megi hann ganga út og inn um mitt hús, eins og heimili sitt. Það gleður mig, einstæðinginn, að hafa hann í nánd við mig. Hann er eins og fersk gola á mollulegum sum- ardegi. Hann grunar ekki, hvernig spaug hans og gam- anyrði hafa varnað sorginni að ráðast á mig þenna dag, hennar brúðkaupsdag. Greifinn sagði mér nú raunar í fyrradag, að eg mætti ekki láta kaldháðið mitt koma í Ijós í fram- komu minni gagnvart kvenfólki. Eg veit jög vel, að hann hefir rétt fyrir sér, en eg á bágra með að ráða við þaS nú, heldur en á löngu liðnum dögum; þá gerði eg mér von um að geta einhvern tíma náð höfn; nú þar á móti er land gæfunnar bak við mig, sá staður, sem eg kem aldrei til. Það er* sá mikli munur. Látum þá, sem hafa reynt hvað það er, að verða að sleppa ánægjulegum draum, og muna að eins eftir honum eins og hillingum, sem eru horfnar, segja okkur, hvaða umbrot leiða af því í hugsanalífi mannsms og’ salarastandi hans. Eg er og verð nú framvegis reglulegur yngiskarl, efunargjarn, stund- um spaugsamur, eigingjarn og dulur. Nú, þá hefi eg í raun réttri ekki meira að segja um sjálfan mig. 16. Október 1859. í dag fékk eg bréf frá útlöndum. í því var mynd af henni. Hún var eldri, veiklu- legri og dýrðlegri að sjá. Aftan til á myndaspjaldið hafði hún skrifað: t I Ý ♦ f f f f 4f 4f 4f 4f ♦;♦ t f ♦♦♦ ♦▼a A^A A^A A+A A^kA^k A^fc A^A- A^A A^A A^A A^A A^A Á^A A^A A^A A^A A^A A^A A^A A^A A^L J^A A^A A^t K3SMSMSKlSK12MSKlSK!SK3SKlSMSMSK3SMBD=aSK!SK132K]SKiSMSKiaKlSK32K3SD<!SMSM x f f f f f ♦> Veljid RafmagriS' Hluti til Gjafa Fyrir vinkonu, konu eða móður, þær munu meta mik- dls hugsunarsemi yðar í því að létta undir hús- verkin með þeim. Nokkrar bendingar: Eldavél, Straujárn, Kaffikönnur, Þvottavélar, og Krullujárn, Glóðarker, Vöflujám, Toasters, Vacuum Cleanres, o. s. frv. Fyrsta gólfi. Winnipeg Electric Chambers M S M M 3 1» S M S I s 8 a Hátíðaóskir til allra Islendinga Sures Bros. Ltd., 242 MeDermot Ave. WINNIPEG KíSMSKlSHSK12KiasaSSÍSMSKlEKISMSKlSM3[íaSMSI>3SKlBKlSKlSM3S4SKiaKISKlEK:SKi ■ ■ Stærsta, Bezta og Aðgerðamesta Hljóðfæra- Húsið Eftirtektavert verð NORDHEIMER PIANOS hafa hvort- tveggja' í senn, framúr skarandi tónfegurð og fagurt útlit 0g allur frá- gangurinn er hinn allra bezti. Verðið er óviðjafnanlegt, þegar um beztu teg- und hljóðfæra er að ræða. EINNIG ALLAR TEGUNDIR AF Everson, frá............ $345Lesage, frá ........... $395 Ennis, frá ............. $445Bell, frá .............. $445 Nordheimer, frá ........ $585Gerhard Heintzman, frá $445 HLUNNINDI JÓLAKLÚBBSINS —ná til pianos, sem keypt er fyrir jólin. Veljið yður strax í dág — borgið niður sanngjarna upphæð — þér getið samið 'um borgunarskilmála á afganginum, sem borgist ekki fyr en eftir nýárið. i Þér getið orðið meðlinrur fyrir einn dollar. IlTOMSa UU PNL. 1 Vér óskum öllum Islendingum GLEÐILEGRA JÓLA FARSÆLS NÝÁRS tiiMireoa “Við sjáumst aftur! Klara.” 16. Október 1861. t dag hefi eg lesið um dauða hennar í blöðun- um. Þar er sagt, að hún hafi verið mjög veik f nokkra mánuði. Eg hefi þá 'heyrt síðasta orð hennar í þessu lífi, nú er hugsanlegt, að við sjáumst einhvern tíma! — f Nóvember 1869. Einn viðburður kom mér til að opna þessi blöð; en nokkuð sjaldgæft hefi eg séð og heyrt þenna dag, lifandi eftirmynd af Melaníu Vernet. Þetta kom mér algerlega á óvart og hefir 'hálf- gert ruglað mig. Hvernig skeður þetta? Ung, yndisleg stúlka, sem bjargað hafði verið úr Norðursjónum sem hvítvoðung, að sagt er, og kend við hann, hún heitir Filia Maris 0g er óvið- jafnanlega yndisleg og alúðleg. Eg get ekki skilið þessa gátu. Eg er kvíðandi jrfir greifans löngu fjarveru, mér þætti gaman að vita, hvernig honum yrði við að sjá hana — ó, þegar hann kemur aftur, verður hann máske ekki fær um að tala um hana. Þegar eg að fáum dögum liðnum fer til Marienbad til að líta eftir greifanum, þori eg ekki að biðja um að mega líta á mynd Melaníu. Mér þætti gaman að bera ungu stúlkuna saman við mynd hennar; já, hvernig stendur á þessu? Bíðum við: Melanía Vernet giftist frænda sín- um Vernet, sem oft var skipstjóri á einu af skipum sínum — Filia Marist er of ung til að geta verið dóttir hennar — eftir þeim upplýsingum, sem greif- inn útvegaði sér fyrir nokkrum árum síðan. Það var ltka fullyrt, að Melanía ætti þrjá sonu, en einn' þeirra, sem var tvíburi, dó ungur, henni til mikillar sorgar, þar sem 'hann var uppáhald hennar. Hvernig stendur á þessu? Mér finst að unga stúlkan hljóti að vera af þessari ætt, eða er það náttúran, sem býr til jafn undarlega, jafn ósegjan- lega líkar persónur, ef þær eru alls ekki skildar? Mér þætti gaman að fara til Suður-Frakklands, þó eg sé orðinn gamall, til ess að vita hvort eg gæti ekki komist eftir hvort Melína er lifandi; og þó, Felía segir, að sér hafi verið náð í faðmi móður sinnar, ungri, hörundsdökkri, mjög fagurri suður- landa konu; gat þá eþki sonur Melínu hafa gifzt á ungum aldri, um tvítugt, t. d., þá væri það mögu- legt? Nei, hann dó svo ungur, 0g maður hefði á- reiðanlega heyrt eitthvað um hann, ef hann hefði lent í skipbroti á sjónum. Að undantekinni minni eigin ást og æskudraum- um, hefir ekkert haft jafn mikil áhrif á! mig og þessi stúlka. Eg held að hún sjálf furði sig yfir mér og at- hygli mínu; eg verð að stríða henni til að eyðileggja eftirtektina. Hún er sannarlega frábær, og eg ber mikla virð- ingu fyrir sveitaprestinum, sem hefir getað alið upp jafn fagra meyju, svo ágæta! Á mínum gömlu dög- um sættir hún mig við kvenkynið í heild sinni. MEIANÍA VERNET. III. Endir. Það eru liðin fáein ár, síðan Filia Maris giftist. Læknirinn er kominn á sjötugsaldur, en er alt af sama hraustmennið og hann hefir verið. Nú hefir hann líka meira að lifa fyrir, en nokk- uru sinni áður. Það er eins og gömlu skuggarnir á lífsleið hans séu að hverfa, svo að æfikvöld hans verði bjart og fagurt. Nú þarf hann á ást sinni að halda, sem safnast hefir í hjarta hans í mörg ár, óþekt af samvista- mönnum hans, ef til vill lítt kunn honum sjálfum; en framleidd og sén af honum, sem ekkert dylst. Hann er hinn alúðlegasti og umhyggjuríkasti faðir fyrir Maríu litlu Krog, sem líka elskar hann með barnslegri auðsveipni og trygð. Hún er nú stór, fjórtán ára gömul stúlka, með það útlit, sem læknirinn getur ómögulega vitað hvort bendir á, að hún verði fögur eða ekki. “Lík Filiu Maris verður hún ekki,” segir hann við sjálfan sig, “en eins og hún geta að eins fáeinar orðið; stúlku eins og hana, hittir maður á langri æfileið að eins einu sinni.” Það er hégómagirni hans, eða rétta áform, að hún skuli líkjast Filiu í framkomu og mentun, fyrst hún getur ekki líkst henni í útliti, þess vegna skrifar hann hvíldarlaust sín spaugilegu, viðkvæmu bréf til hennar, til að biðja hana um leiðbeiningu um alla hugsartlega og óhugsanlega hluti viðvíkjandi mentun hennar. | Samband hans við Filíu er nú, á hans elliárum, eins og sálin í lífi hans. Hún er sú sól, sem bræddi ísfjallið í hjarta hans, þar eð hún með alúð sinni og fegurð, sameinaði hinar fegurstu endurminning- ar æfi hans, tók í burtu beiskjuna úr sálu hans, með sínum hreina sannleika og ómótstæðilegu ástúð og trygð. Hreinskilni hennar við hann, stendur eflaust ekki neðar en hans. Þannig fær hann við og við á þessu síðasta ári sorgarbréf frá henni, af því hún ekki, eins og aðrar konur — þannig hagar hún orð- um sínum — hefir lítið barn, það eina, sem hún saknar á þessari jörð; en það er hræðilegt, skrifar hún, að hún er svo lítils verð, að henni er ekki trúað fyrir slíkri gersemi. Og þessi heimsklóki og reyndi læknir, sem er svo vanur að heyra alls konar kvartanir, tekur ekki þessu efni með þeirri léttúð, sem maður gæti ætlað. Hann myndar fáeinar hrukkur á enni sínu og segir: “Eg vildi að hún gæti verið skynrsöm kona, og færi ekki að íþyngja sér með sorg —- hún, með þetta tvöfalda eðli, annað dökt og hitt bjart — upp á hverju er mögulegt að finna, til að gleðja hana? Ó, þessi fjölskylda! eg vlldi að mér tækist á meðan eg lifi, að ráða þessa gátu: hver hún er. Þegar eg er dauður, þá er enginn til, sem getur rannsakað þetta efni. Um haustið ætlaði læknirinn að heimsækja Knud Storm og Filiu, ásamt Maríu Krog. Hann hefir enn ekki komið til þeirra. Fyrsta árið voru þau í útlöndum, 0g annað árið voru þau hjá honum. Þetta sumar hefir Storm starf fyrir höndum, sem krefst nærveru hans í öðrum héruðum, og þar sem hann er, verður Filia líka að vera, annars getur hann ekki unnnið og hún ekki lifað; auðvitað verð- ur læknirinn að heimsækja þau, ef hann vill sjá þau bæði, þegar þau fara heim aftur. Þegar hann einn fyrri hluta dags sat og var að hugsa um, hvernig hentugast væri að haga ferð sinni, kom bréf til hans frá greifanum, sem sagði honum, að sér væri að batna og sig langaði til að koma heim, en þætti vænt um, að hann kæmi á móti sér til Marienbad. Hann fann gamla vin sinn, greifann, hressari heldur en hann hafði hugsað, að átt gæti sér stað. Niðurfallssýkin, sem hann þjáðist af fyrir fáum árum, var enn ekki horfin; en hann var betri í höfðinu heldur en hann hafði verið í mörg ár. Þegar þeir komu til Kiel, fóru þeir út í gufu- skip, sem átti að flytja þá til Korsör. Læknirinn var að eins búinn að koma greifan- um fyrir á sæti hans* og þekja hann með dúkum, þegar hann varð var við tvo handleggi um hálsinn á sér og tvær hendur, sem byrgðu augu hans. ‘IFilia! Storm!” Þau höfðu verið á kynnisför um Suður^Slésvík fáeina daga, og voru nú leiðinni heim aftur. Meðan þau stóðu og undruðust yfir þessum sam- fundum, heyrðu þau sagt: “Melanía! Við áttum þá eftir að sjást aftur enn þá einu sinni. — Melanía! komdu til mín!” Undrandi sneru þau sér við, og þeim og öllu ferðafólkinu til mikillar furðu, reyndi greifinn að losna við dúkana sína, og rétti báðar hendurnar í áttina til frú Storm. Enginn skildi þetta nema læknirinn. Greifan- um tókst að standa upp, þó magnlítill væri. En á sama augnabliki hné hann aftur á bak í faðminn á Storm, áður en læknirinn var búinn að átta sig svo vel, að hann gæti hjálpað. Greifinn þekti nú engan, hann hafði fengið heilahristing af þessari óvæntu sýn. Skipstjórinn bauðst til að snúa aftur til Kiel; en læknirinn þverneitaði því, og skaut málinu til tveggja annara lækna, sem af tilvilju voru á skip- inu. Fáum stundum síðar var hann dáinn, án þess að hafa sagt einu orði fleira. “Þannig gengur það með gömlu ljósin, þau slokna hvert af öðru,” sagði læknirinn, þegar hann kom upp á þilfarið frá klefa vinar síns, þar sem hann lá skilinn við þetta líf; og fann hið angurværa andlit Filiu við kinn sína. “Við sjáumst öll aftur,” sagði Filia snöktandi, “annars væri óþolandi að lifa fyrir þá, sem hafa mist þá, er þeir elskuðu; en hvað vildi hann mér? Ætlaði hann að grípa í mig? Vildi hann ná í hand- legg minn? Hvers vegna kallaði hann mig Mel- aníu? Hélt hann, að eg væri önnur?—” “Jáð hvað gekk að honum, Berg?” spurði Storm, sem nú kom til þeirra. — — “Hann var með óráði,” sagði læknirinn og’ átti bágt með að tala; en þau álitu, að það stafaði af hinni miklu geðshæring hans. Skipið leið áfram yfir hinn spegilslétta sjó, en á meðan sátu þessir þrír vinir og töluðu innilega saman. Filia var blíðari og fegurri, en nokkru sinni fyr. Hin miklu áhrif, sem þessi viðburður hafði á hana, gerði andlit hennar svo hugsandi, er jók á fegurð hennar. Ástríka augnatillitið, sem maður hennar, og hinn tryggi, gamli vinur þeirra, sendu henni, gaf til kynna aðdáun þeirra, 0g óteljandi augnatillit beindust til hennar, frá hinum mörgu farþegum. “Hvaða efni er það í henni, sem varnar því að hún verði skemd af allri þeirri aðdáun, sem hún verður fyrir,” sagði Berg og klappaði á herðar Storms, þegar hún eitt agnablik hafði gengið að há- stokknum með skipstjóra, til þess að horfa á strend- ur Sjálands, er nú voru skamt frá þeim. “Hún getur ekki skemst,” svaraði Storm alvar- legur; “en seg þú mér, íBerg, hvað gekk að greif- anum?” “Ást til stúlku, sem líktist Filiu ósegjanlega mikið; en þey, segðu henni ekkert, fyr en þú sérð myndina, sem eg erfi eftir greifann. í haust skal eg sýna þér hana og segja þér nákvæmar frá öllu.” Þeir kvöddust og skildust fyrir fáa mánuði; þeir ætluðu að finnast bráðlega aftur. Þegar læknirinn kom heim aftur, var þar tvent fyrir, sem vakti undrn hans. í fyrsta lagi var þar ungur maður, í öðru lagi undarlega saman brotið bréf, með sjáanlega óæfðri skrift, ásamt ásamt tilvísunarbréfi. Ungi maðurinn kom mjög alúðlegur á móti hon- um. Það' var maður af meðalhæð, sólbrendur og skeggjaður, og sjáanlega af geistlegu tagi. Læknirinn rak í rogastans; jú, þetta var sann- arlega Konrad Herbst, hress og heilbrigður og að- stoðarprestur á Mols, hjá gömlum presti þar. Hann var búinn að dvelja hálfan dag hjá lækn- inum, þar eð systir hans og mágur, sem hann ætlaði að heimsækja, voru fjarverandi á ferðalagi með upp- eldisbarn sitt. Læknirinn bauð honum að vera gestur sinn, á meðan hann dveldi þar í héraðinu. Hann þáði tilboðið með ánægju, og þegar lækn- irinn litlu síðar heyrði hann hlæja og spauga við Maríu Krog úti í garðinum, settist hann niður, opn- aði bréfið og las eftirfylgjandi: “Herra læknir! Þar eð þér hafið beðið mig að gefa yður upp- lýsingar um alt það, sem hugsanlegt er að leiðbeini manni til að vita hver litla stúlkan er, sem rak lif- andi á Land ásamt hálfdauðri konu fyrir tuttugu ár- um síðan, sem menn álitu að vera mundi móðir hennar, sem enginn veit neitt um hvað hún hét, þá skal eg nú segja yður frá því, sem eg hefi fengið að vita. Einn af okkar fiskifélögum, sem nú er dauð- ur — guð veri hansj syndugu sá! miskunnsamur — gerði mér boð að finna sig, þegar hann lá banaleg- una, og sagði mér, að hann, eitt kvöldið eftir að skipið fórst, hefði fundið skrín, sem hann hefði tek- ið í sína eigu, og í því fann hann gullpeninga og pappírspeninga, sem sumir giltu 100 og sumir 1000 og 2000 franka, og svo hafði skipstjórinn skrifað á blað nafn skipsins, sem hann nefndi Melanía Vernet, og sitt nafn og konu sinnar, sem eg gat ekki lesið, en dóttir þeirra þar á móti hét eins og skipið, og hún var fædd fáum mánuðum áður en skipið fórst, sem var 21. nóvember 1853. Maðurinn hafði eytt öllum peningunum, en skrínið og skjölin' er óhaggað, sem eg sendi yður hér með. Virðingarfylst, Lars M. Krensen Krog, formaður fiskimannafélagsins.” Læknirinn, þessi taugstyrki og bráðgáfaði mað- ur, varð utan við sig eins 0g kvenmaður, þegar hann hafði lesið þetta bréf. HSHSHS»SE43IÍ33HZHZHSHSHX:

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.