Lögberg - 12.01.1928, Qupperneq 1
iilef jl
41. ARGANGUR |
WINNIPEG, MAN., FIMTUOAGINN 12. JANÚAR 1928
Heiztu heims-fréttir
Canada.
Hinn 1. júní 1926, hefir fólkstal-
an í Manitoba verið 639,056, sam-
kvæmt ný-útkominni manntals-
skýrslu frá viðskiftamála ráð-
herranum, Hon. James Malcolm í
C'ttawa. Samkvæmt því hefir
fólkinu i Manitoba fjölgað um ná-
lega 30,000 á þeim fimm árum,
sem liðin voru frá því reglulegt
manntal var tekið um land alt, ár-
ið 1921. Fólkstalan í Winnipeg
er 203,784, en var 1921, 188,370.
Karlmenn eru töluvert fleiri í
Manitoba en kvenfólk, eða 331,456,
<n kvenfólkið ekki nema 307,100.
Þegar þetta manntal var tekið,
átti 56.36 prct. af fólkinu heima
í borgum og bæjum, en 43.64 prct.
í sveitunum. Árið 1871 var fólks-
talan í Manitoba, að eins 25,228.
Af öllu fólki, sem heima á í þessu
fylki 1. júní 1926, eru 422,396
fæddir í Canada, 105,620 á Bret-
landi, og 111,000 í öðrum löndum.
Af þeim, sem fæddir eru á Bret-
landi og írlandi, eru Englending-
ar 'lang fjölmennastir, þá Skotar,
þá írar og Walesmen fæstir. Rúss-
ar eru lang fjölmennastir af íbú-
um fylkisins, þeirra, sem ekki eru
fæddir 4 Bretlandseyjum eða í
Canada, og hefir þeim fjölgað
mjög síðan 1921. Þá eru Banda-
ríkjamenn og þar næstir Galicíu-
menn. í fylkinu eru rúmlega tólf
þús. Kínverjar, en að eins tutt-
ugu og fimm Japanar.
* * *
Sextíu og átta bændur frá Can-
sda og aðrir, sem áhuga hafa á
akuryrkjumálum og sölu akur-
yrkjuafurða, sigldu á sunnudag-
inn var frá Halifax með gufuskip-
inu Lapland, áleiðis til Evrópu,
til að kynna sér þar sölu hveitis
og annara akuryrkju afurða frá
Canada. Er þetta í fyrsta sinn,
sem margir menn frá Canada hafa
tekið sig saman um að fara slíka
ferð, eða bændurnir sjálfir hafa
að minsta kosti ekki gert það fyr
en nú, og bendir þessi ferð á, að
þeir láta nú sölu sinna eigin af-
urða sig meiru skifta heldur en
þeir hafa gert til skamms tíma.
* * *
Þingnefndin, sem kosin var til
að athuga áfengislaga frumvarp
fylkisstjórnarinnar í Manitoba,
heldur áfram sínu verki, þótt
þinghlé hafi verið síðan um jól og
verði þangað til 16. þ.m. Það
hefir áður verið skýrt frá frum-
varpinu hér í blaðinu, eins og það
var lagt fyrir þingið. Bæði sum-
ir af nefndarmönnum og margir
aðrir, sem þessi lög snerta sér-
staklega, -hafa farið fram á ýms-
ar breytingar á frumvarpinu, og
hefir stjórnin gengið inn á nokkr-
sr þeirra, sumar töluvert þýðing-
armiklar. Ein af breytingunum
er sú, að ölgerðarhúsum er leyft
að selja bjórinn beint til kaup-
enda, þó með því móti, að vínsölu-
nefndin hafi þar sína menn til að
líta eftir að lögin séu ekki brotin
Upphaflega var ekki ætlast tll, að
önnur gistihús fengju bjórs’ölu-
leyfi, en þau er hefðu að minsta
kosti 40 herbergi. Nú hefir sú
ta!la verið færð niður í 24 her-
bergi, og verða þá ein 50 gistihús
í Winnipeg, sem leyfi geta fengið
til að selja bjór. Þá þurfa ný
gistihús nú ekki að hafa nema 40
herbergi í stað 70, sem fyrst var
ætlast til. Þá er og bjórsöluleyf-
ið lækkað ofan í $400 á ári í Win-
nipeg og $200 annars staðar. Auk
þess borgar leyfishafi 5 per cent.
af því sem (hann selur fram yfir
10,000 gallon í Winnipeg og 5,000
gall. annars staðar. Enn fremur
er sú breyting gerð á frumvarp-
inu, að þau gistihús, sem eril eign,
eða að einhverju leyti háð, öl-
gerðarhúsum, geta fengið bjór-
söluleyfi, eins og hin, sem ekki
eru það. Þetta eru helztu breyt-
ingarnar, sem enn hafa gerðar ver-
ið við frumvarpið, en ekki er ó-
líklegt, að þær verði fleiri, áður
en lýkur.
* * .*
Talið er 'líklegt, að innan
skamms verði ^íon. Phillippe Roy,
-'scm nú er umöoðsmaður Canada á
Frakklandi, skipaður sendiherra
(minister) Canada á Frakklandi,
og sömuleiðis, að Frakkar skipi
Baron Regis D’Arnauld de Vit-
rolles sendiherra sinn í Canada.
Hann er nú aðal konsúll Frakka í
Montreal. Það hefir verið um það
talað nú að undanförnu, að Can-
ada sendi sendiherra til Frakk-
lands og að Frakkar gerðu Can-
ada sömu skil, og er nú tálið víst,
p.ð af því verði, kannske innan
fárra daga. Enn sem komið er,
hefir Canada að eins einn sendi-
herra, þann sem er í Washington,
en þess verður sjálfsagt ekki langt
r.ð bíða, að þeir verði fleiri.
* * *
Hinn 5. þ.m. fórst Captain F. J.
Stephenson í flugslysi í bænum
The Pas, Man. Það hafði eitt-
hvað verið gert við flugvélina og
hann var að reyna hana áður en
hann legði af stað með’ menn, sem
hánn ætlaði að flytja til Cold
lake. Hvað komið hefir fyrir, er
ekki kunnugt, en flugvélin féll
beint niður, þegar hún var svo
sem fimm hundruð fet frá jörðu,
og kom niður fram undan húsi Dr.
S. Stephansonar. íslenzka ‘læknis-
ins, sem 'á heima þar í bænum.
Vélin brotnaði öll og maðurinn dó
strax. Capt. Stephenson gat sér
góðan orðstir á stríðsárunum í
flugliði sambandshersins og þótti
einn með beztu flugmönnum í
Canada. Capt. Stephenson var
Canadamaður, og mörgu að góðu
kunnur í Winnipeg.
* * *
Lengi hefir bæjarstjórnin i Win-
nipeg verið að loka skemtistofum
(Amusement Parlors) þremur á
i Main street, sem þar hafa verið I
l mörg ár og ekki haft sem bezt orð
j á sér og ekki þótt nein borgar-
j prýði. En þetta hefir ekki gengið
i á góðu og hafa þessar skemtistof-
I ur jafnan haldið áfram iðju sinni,
hvort sem borgarbúum -hefir líkað
betur eða ver, þangað til nú um
áramótin, að þær lokuðu allar dyr-
um sínum, svo ekki þarf nú að
hafa meiri áhyggjur af þeim.
* * *
Nýlenduráðherra Breta, Hon. L.
S. Amery, er staddur í Canada um
þessar mundir. Kom til Van-
couver á föstudaginn í vikunni
sem leið, og er nú á austurleið.
Hann verður í Winnipeg hinn 17.
þ.m., verður hér einn dag og held-
ur svo austur á bóginn, og hefir
nokkra viðdvöl í Ottawa áður en
hann fer tii Englands. Hann
heldur ræður, þar sem hann kem-
ur og hefir tækifæri til þess, og
í Winnipeg talar hann fyrir Can-
adian Club. Hon. L. S. Amery
hefir að undanförnu verið að ferð-
ast um hið víðlenda brezka ríki og
er nú á heimleið.
* * *
J. P. Curran dómari andaðist á
almenna spítalanum í Winnipeg á
mánudaginn var, eftir uppskurð,
sem á honum var gerður þá um
morguninn. Hann var sjðtugur
að aldri, fæddur 13. des. 1857,
kom til Winnipeg 1881 frá Ont-
ario, þar sem hann var uppalinn,
óg var alt af síðan í Manitoba.
Hann var skipaður dómari 1912
í Court of Kings Bench.
* * *
Á fyrstu níu mánuðum fjár-
hagsársins, sem yfir stendur, hafa
skuldih Canada minkað um sextíu
og sex miljónir dala. Á sama tíma
bili á næsta fjárhagsári á undan,
minkuðu þær um 46 milj. dala.
Tekjurnar hafa verið meiri þetta
ar af öllum tekjugreinum heldur
en þær voru í fyrra á sama tíma.
Allar skuldir Canada voru 31. des.
(927, taldar 62,281,479,535.27, en
31- des. 1926 voru þær $2,343,364,-
i90.55. Allar tekjur stjórnarinn-
ar (• aPríl til 31. des. 1927, voru
$325,551,698.88, en á sama tíma
1926: $302,021,468.28.
Bandarikin.
Lagafrumvarp hefiftlomið fram
a þinginu í Washington þess efn-
is, að banna al'lan innflutning
fólks til Bandaríkjanna í sjö ár,
eða til 1935, að undanteknum
verkamönnum frá Canada og
Mexico á vissum tímum! árs, þeg-
ar þörf er á þeim. Frumvarpið
fer einnig fram á, að gerð sé
gangskör að því, að allir séu
reknir burtu úr landinu, sem ó-
löglega hafa fluzt inn í það, en
það er sagt, að þeir séu um 250
þús. á ári, sem þannig koma til
Bandaríkjanna. Enn fremur á að
vísa þeim burtu, sem ekki hafa
hirt um að gerast borgarar með
fullum réttindum og skyldum,
eftir að þeir hafa lögum sam-
kvæmt komið til Bandaríkjanna.
E:nnig herðir frumvarpið á sjó-
mannalögunum, sem kend eru við
La Follette, og sem leyfa sjómönn-
um landgöngu, þeim er til lands-
ins koma með útlendum skipum.
Sá, sem þetta frumvarp flytur,
heitir ÍBlanton, demokrat frá Tex-
as. Þetta er bara lagafrumvarp
enn þá og alveg óvíst hvað úr þvi
verður.
* * *
Thomas P. Magruder, sjóliðs-
foringi og yfirmaður yfir her-
skipastöðvunum í Philadelphia,
skrifaði og birti grein, þar sem
hann ákærir hermálastjórnina
um sóun á almanna fé, og að í
sjóhernum séu óhæfilega margir
hátt launaðir embættismenn, og
eitthvað fleira af þessu tagi. —
Þingnefnd hefir verið að rann-
saka þetta og spurði hún þennan
fyrverandi; sjóliðsforingja — því
honum hefir verið vikið frá em-
bætti — hvað mikla borgun hann
hefði fengið fyrir þessa grein, en
hann svaraði nefndinni því, að
það kæmi henni ekkert við. Sum-
ir nefndarmennirnir, að minsta
kosti, eru á öðru máli, og segjast
skuli komasþ eftir því, hve mikla
borgun hann hafi fengið fyrir
greinina, og hvaðan hún hafi
komið.
* * *
Dr. S. Adelphus. Knoff, fyrrum
prófessor í Hæknisfræði í New
York, segir, að í Bandaríkjunum
deyi nú fleiri stúlkur á aldrinum
15>—30 ára af tæringu, héldur en
verið hafi, þar sem dauðsföllum
af öðrum sjúkdómum hafi fækk-
að. Segir prófessorinn, að þetta
komi til af því, að stúlkurnar
svelti sig um of til að verjast því
að fitna of mikið, og í öðru lagi
komi þetta af því, að stúlkurnar
reyki meira heldur en heilsan
þoli.
* * *
Mr. Frank B. Kellogg, utanríkis-
ráðherra Bandarikjanna, ætlar að
koma til Ottawa 5. janúar og vera
þar í þrjá daga. Meðan hann er
þar, heldur hann til hjá Mr. Wil-
liam Phillips, sendiherra Banda-
ríkjanna í Ottawa, en heimsæk-
ir landstjórann og frú hans og
Mr. King og aðra stórhöfðingja.
ir, að vatnið væri mikið til hlaup-
ið fram og var þá haldið að ekki
mundi meira tjón hljótast af þess-
um vatnavöxtum. En þetta fór á
aðra leið, því um helgina síðustu
fór aftur að rigna og óx þá Tamesj
fljótið að nýju og jafnframt var
stórstreymisflóð og vindstaðan
þannig að sjórinn hélt upp í áaa
og flæddi hún þá yfir allmikið
svæði af borginni og er sagí, að
25 manns hafi mist lífið að þess-
um völdum, og eignatjónið er tal-
:ð að vera að minsta kosti $7,500,-
000. Annars hefir verið mjögj
vond tíð á Bretlandi í síðast liðna I
tvo mánuði, svo ekki hefir önnur
slík verið þar í mörg ár. Hafa þar
á þessu tímabili farist um hundr-
að manna af völdum óveðurs.
Bretland.
Skýrslur verkamanna félaganna
á Englandi sýna, að hið mikla al-
nienna verkfall, sem þar átti sér
stað fyrir tveimur árum, hefir
orðið verkamannafélögunum dýrt
og orðið þeim fti'l tjóns á ýmsan
hátt. Út af því hafa verkamanna-
félögin tapað 300,000 meðlimum,
sjóður þeirra minkað úr 12,750,000
sterl.pundum ofan í fjórar milj.
punda. Af öllum verkamönnum
hafa kolanámamennirnir orðið
hai'ðast' úti.
* * *
Mr. Ba'ldwin, og hinir brezku ráð-
herrar flestir, ferðast nú um
landið þvert og endilangt og halda
ræður og skýra fyrir kjósendun-
um hvað þeir hafi gert og hvað
þeir hafi ógert látið og svara þeim
aðfinslum, sem stjórnin hefir
orðið fyrir af andstæðingum sín-
um, sem eru margar, sérstaklega
af hálfu verkamanna. Er sagt, að
íhaldsmenn vinni nú þegar mikið
að undirbúningi undir næstu
kosningar og muni lleggja mikið
kapp á að vinna þær.
A. F. Deane, biskup frá Aber-
deen á Skotlandi, var staddur í
Chicago upi helgina sem leið.
Hann sagði, að það væri naumast
viðeigandi, að hann færi að segja
Bandaríkjamönnum mikið um
þeirra vínsölubann, en sér væri ó-
hætt að segja, að ef það kæmist á
á Bretlandi, þá mundi verða þar
uppreisn og kannske stjórnar-
bylting. Hins vegar þætti sér
vænt um, ef þar yrðu samþykt
samskonar vínsölulög, eins og
þau, sem nú gilda í Ontario. Hann
sagði, að í sínu landi væri ekki
litið alvarlega á það, sem Thomp-
son borgarstjóri í Chicago segði
um Breta) eða George konung og
væri fjarri sanni, að þeir þar
handan við hafið létu það nokkuð
á sig fá.
* * *
Rétt eftir jólin snjóaði mikið á
Englandi, eins og áður hefir ver-
ið getið um hér í blaðinu. Um ný-
ársleytið fór að rigna og hljóp þá
mikill vöxtur í árnar og gerðu
þær allmikinn usla á ýmsum stöð-
um, ekki sízt I London. Um miðja
vikuna sem leið komu þær frétt-
Hvaðanœfa.
Lengi hefir það sagt verið urn
Rússa, að ]>eir væru drykkjumenn
miklir og að þeim væri tarnt aö
halda þannig upp á jólin að drekka
sig fulla, og þó margt' hafi breyst
þar á seinni árum, þó sýnist þessi
siður haldast þar við. Nú um
þessi jól hefir brennivinið (vodkaj
riðið 30 mönnum að fullu i Moscow
og 24 í Leningrad. Þar að auki
hefir fjöldi manna verið fluttur á
spitalana, veikur af of miklu
“vodka” og enn miklu fleiri verið
teknir fastir fyrir drykkjuslark.
* " * *
ítalski flugmaðurinn, Renato
Donati, hefir komist allra ' flug-
manna lengst upp í loftið enn sem
komið er, eða 11,827 metra, sem
er sama sem 38,792 fet.
* * *
Alstaðar verða hestarnir að lúta
í lægra haldi og bílarnir ryðja sér
til rúms í þeirra stað. Svo er
jafnvel í páfagarði, og þykja þó
þeir, sem þar ráða fyrir, ekki
fljótir til breytinga. Nú um ný-
árið hafa allir hestar og hesta-
vagnar verið lagðir þar fyrir óð-
al og bílar hafa verið teknir í
staðinn, bæði til mannflutninga
og vöruflutninga, og hesthúsun-
um breytt í geymsluhús til að
geyma þar bílana. IHinar gömlu
og skrautlegu kerrur, sem páfarn-
ir hafa ferðast í, verða hér eftir
nokkurs konar forngripir, því nú
ferðast páfinn í bíl, eins og ann-
að fólk.
* * *
Milli tvö og þrjú þösund manna
tnistu lífið í Canton í Kína á sið-
ustu tveim vikum ársins sem leið,
þegar verið var að bæla þar nið-
ur kommúnista uppreisn. Af þeim,
sem lífið létu, voru 11 Rússar.
* * *
Þýzkaland hefir sent nýjan
sendiherra til Bandaríkjanna, Bar-
on von Rittwitz. 'Hann kemur til
Washington frá Rómi.
* * *
Tvær stúlkur í Pilisooeroesvar
í Ungverjalandi, voru báðar góð-
ar vinstúlkur sama piltsins, og sú
sem fyrri var þóttist hafa meiri
rétt till hans heldur en hin, og
■þegar hún mætti keppinaut sinum
á strætinu, þá tók hún tvo smá-
hnífa úr handtösku sinni, fékk
hinni stúlkunni annan hnífinn,
en hafði hinn sjálf og svo sóttu
þær hvor að annari með hnífun-
um af mestu grimd, þangað til
þær voru skildar. Voru þær þá
særðar mjög og illa útleiknar og
voru báðar fluttar á spítala, því
hvorug vann þó á annar! til fulls.
Það er ekki; ofsögum af því sagt,
að ástin* sé blind.
Norðurförin og Drang-
eyjarsund.
Erlings Pálssonar
form. Sundfélags Reykjavíkur.
Eftir Bennó.
Sé hægt að kalla nokkra
eina íþrótt, íþrótt iþrótt-
anna, þá er það sund-
listin.
I.
Við lögðum af istað héðan úr
Reyk-javík, á strandvamarskjipinu
“Óðinn,” föstudaginn 28. júli,
skömmu eftir hádegi í hezta veðri
Þegar “Óðinn” fór út af höfninni,
sáum við hvar Valdimar Svein-
björnsson, sundskálavörður, var að
æfa róðrarmennina fyrir kappróð-
urinn, sem heyja átti við “Fyll-
unga” daginn eftir hjá Sundskál-
anum í Hólminum (=örfirisey,);
um úrslit róðursins er getið á 'öðr-
um stað hér í blaðinu.
Þegar menn heyra að Erlingur
Pálsson, sundkappi, Ólafur sund-
kennari bróðir hans, Sigurjón Pét-
ursson, glímukappi og undirritað-
ur voru i þessari för, þá er skilj-
anlegt að mikið hefir verið rætt
um iþróttir og íþróttamál. Var það
þó eigi svo mjög í fyrstu, en því
meir sem leið á ferðina.
Veðrið var yndislegt allan dag-
inn, og útsýnið dýrðlegt um hinn
fagra fjallahring Eaxaflóa. Hvergi
var skýhnoðra að sjá. Hinn svip-
mikli Snæfellsjökull naut sin afar-
vel.
Við mældum sjávarhita í miðj-
um Faxaflóa og revndist hann 12,5
stig. Lofthiti var 14 stig. Á með-
al farþega á “Óðni” var forstjóri
veöurstofunnar, og spáði hann
góðu veðri.
Eerðin gekk mjög vel norður;
skipið kom að eins við á Patreks-
firði, Arnarfirði, Skutulseyri og
Hornvík; þar lá enskur botnvörp-
ungur i víkinni, og brá “Óðinn”
sér því þangað, að hafa tal af skip-
verjum, en þeir revndust “sak-
lausir.”
Gott var að ferðast með “ÓSni.”
Skipverjar allir hinir ágætustu; og
skipið fór nú langtum betur í sjó
en áður, síðan það var lengt um
þessi 13 fet.
Eg fékk að vera í klefa hjá
fyrsta ^týrirrfanni, EKnar Einars-
syni. Hann var mjög fróður um
strandvarnarmálin og alt er laut
að sjómensku; énda sjógarpur
mikill, er nokkrum sinnum hefir
lent i sýpðilförum, t. d. þesrar varð-
skioið “Þór” rak af Revkjavíkur-
höfn að Laugarnesi, með Einar
einan innan iborðs.
Eftir 30 klukkustunda ferð
komum við til Sauðárkróks. Gist-
um við þar á “Tindastóli” og tók-
um þegar að undirbúa Drangevjar-
förina. Sigurjón var fararstjóri og
'•ókst bráðlega að útvega vélbát og
róðrarbát. Var svo haldið daginn
eftir út í Drangev. Að sjálfsöeðu
voru miklar ráðagerðir um daginn.
en dult farið með þær. Vissi eng-
inn hvað til stóð fyrr en kom út í
Drangey. Áður en farið var út i
Drangey, fórum við í land, að
Reykjum og athuguðum alla að-
stöðu þar. Éóndinn á Reykjum
var ekki heima, en húsfreyian,
Stefania Guðmundsdóttir, veitti
okkur beztu viðtökur
beina. Eftir snæðing athuguðum
við Reykjarlaug og lendinguna þar
: vikinni . Reykjarlaug er 55 stiga
heit, en Grettislaug, sem þar var
skamt frá, er nú sandi og grjóti
orpin. Þyrfti endilega að grafa
hana upp að nýju og endurbæta,
því þar mun Grettir hafa laugað
sig eftir sundið: er það Veglegt
verkefni fyrir íþrótta- og ung-
mermafélög.
II.
Eins og allir fslendingar vita,
liggur Drangey nær í miðjum
Skagafirði, á 65°, 56'—57' norð-
lægrar breiddar. Þar sem skemst
er til lands úr eyjunni að Reykja-
disk, er um 3,7 sjómílu eða 6650
stikur. Frá Sauðárkróki eru sagð-
ar 12 sjómilur út í Drangey; það
er um 2 kl.st. ferð á góðum vél-
ibáti. En frá Reykjum út í eyju
vorum við tæpa klukkustund.
Drangey ris snarbrött og hrika-
leg úr hafi; eyjan er 140 stikur á
hæð, þegar nær kemur er hún klof-
in að sjá, og heitir Lambhöfði
nyrðri hluti eyjarinnar, en Lund-
höfði sá syðri. Beit er i eynni á
sumrum, enda er hún mjög grösug
uppi. Tveir drangar hafa lengi
staðið við Drangey sem nefndir
voru karl og kerling. Karlinn er
fyrir löngu fallinn i sjó en kerling
stendur enn; en búist er við að hún
fari sömu leið og karlinn. — Þá
eru menn og að geta sér til að
Drangey muni líka “hrynja í hafið,”
ef dæma skal eftir því, hve eyjan
hefir klofnað síðasta mannsaldur,
og mikið fallið úr henni.
Um upptök Drangeyjar segir
svo í Þjóðsögunum, að í fornöld
hafi tvö nátttröll átt heima í Hegra-
nesi; karl og kerling. Einu sinni
fóru þau með kú sína, sem var
yxna, áleiðis yfir fjörðinn úr
Hegranesi út á Skagafjörð. Karl-
inn teymdi, en kerlingin rak. Þeg-
ar þau eru komin töluvert út á
fjörðin, ljómaði dagur og urðu þatt
bæði að steini, og eru þau drang-
arnir, sem hjá Drangey hafa stað-
ið; en Drangey á að vera kýrin
sjálf. — Þó þessi þjóðsaga, sé að
mörgu leyti merkileg, þá er það
ekki hún, sem haldið hefir mest og
bezt sögu Drangeyjar á lofti, held-
ur dvölin Grettis gamla og Uluga
i eyjunni.
(Framh. á 5. bls.)
Vincente Blasco-Ibánez.
(fæddur 29. jan. 1867) er fræg-
astur og víðlesnastur alllra núlif-
andi Spánverja. Líf hans hefir
verið margbreytilegt og æfintýra-
ríkt; hann var blaðamaður á unga
aldri, þingmaður lengi og póli-
tiskur farandræðumaður — heit-
ur lýðveldismaður og ákafur
fjandmaður kvenréttinda. Honum
var hvað eftir annað varpað í
fangelsi fyrir æsingaræður gegn
konungsvaldinu og oftar en einu
sinni var hann gerður landrækur,
ferðaðist mikið í Evrópu, Suður-
og Norður-Ameríku, í fyrstu af
litlum efnum og vann fyrir sér
með hinu og öðru, en síðar sem
ríkur maður. Þekking hans á líf-
inu er því margháttuð og yfir-
gripsmikil.
Hann héfir skrifað kynstur af
skáldsögum. Hann er rómana-
höfundur í gamalli og góðri merk-
in^u orðsins, sögur hans fjörlega
og alþýðlega ritaðar, mannmarg-
ar og voðburðaríkar, litauðugar og
skemtilegar, — blóðmiklar og
hcilsusamlega stórvaxnar lífslýs-
ingar. Hann hefir lært af Dick-
ens og Zola, en viðurkennir sjálf-
ur að eins einn meistara og kenn-
ara: Victor Hugo.
í fyrstu sögum sínum lýsir
hann lífinu í fæðingarbæ sínum
Valencia (sem kaus hann 8 sinn-
um á þing) og grend hans, síðar
komu alllmargar sögur, sem gerð-
ust víðsvegar á Spáni og lýstu
þjóðlifsmeinum og deildu á vald-
hafa. La Catedral (þýdd á ensku:
The Shadow of tne Cathedral) lýs-
ir klerkavaldinu í Toledo; La Hor-
tía öreigalífi í Madrid; La Bodega
lífinu í vínhéruðum Andalúsínu;
E1 Intruso (þýdd á dönsku: Den
ubundne) Jesúítunum í námahér-
uðum Norður-Spánar, í Sangre y
Arena (þýdd á dönsku: Tyrefæg-
teren, á norsku: Blod og Sand, og
á ensku: B’.ood and Sand) og er
frægur nautabani höfuðpersónan.
Bækur hans frá síðustu árum
gerast víðsvegar um heim. Fræg-
astar þeirra eru tvær skáldsögur
frá ófriðarárunum, Los cuatro
jinetes del Apocalipiss, 2 bindi
og góðan I þýdd á dönsku: De fire Ryttere, á
- ^ensku: The Four Horsemen of the
Apocalypse) og Mare nostrum
(þýdd á ens’ku: Our Sea.) —
Blasco-Ibanes hataðist mjög við
Þjóðverja á stríðsárunum og lýsir
þeim í sögum þessum af mikilli
rangsleitni og grimd. Báðar sög-
urnar lýsa hörmungum og and-
stygð stríðsins, eru máttugar
prédikanir gegn villimensku styrj-
alda.
Auk þeirra dönsku þýðinga á
verkum Blasco-Ibanes, sem þegar
eru nefndar, er vert að minna á
“Ðen sort flod”, sem tvisvar hef-
ir verið þýdd á dönsku og er talin
í fremstu röð skáldsagna hans.
Blasco-Ibanes er svarinn óvin-
ur Spánarkonungs og Primo de
Rivera, og dvelur nú í útlegð á
Frakklandi. Hann er maður vell-
auðugur, hefir keypt sér herra-
setur ekki langt frá landamærum
Spánar en er með annan fótinn
i París, þar sem landflótta upp-
reisnarmenn spánskir leggja ráð
sín. Fyrir nokkrum árum ritaði
Blasco-Ibanes napurt og stóryr^
ádeilurit um Spánarkonung, sem
var þýtt á margar tungur (á ensku
hét það: Alfonso unmasked —
giímunni svift af Alfonso). Rit
þetta mátti ekki prenta á Spáni.
En höfundurinn ílét prenta það á
spænsku í Frakklandi í stóru
úpplagi. Síðan gerði hann út
flugvélar og lét þær kasta ritinu,
tugum þúsunda eintaka, niður
yfir stórborgir Spánar.—Vörður.
Jólin á Betel 1927.
Oft er talað upi jólin sem há-
tíð barnanna. Börnin bíða eftir
jólunum og hlakka til þeirra, og
þegar þau eru hjá liðin, geyma
þau endurminningarnar um þau,
sem eitt af fjársjóðum hjarta
síns.
Jólin eru lfka gleðihátíð þéirra
eldri, og með sanni má segja, að
jólagileðin nær í ríkum mæli til
ckkar hérna á Betel. Það er hugs-
anlegt, að einhverjir af öllum
þeim, sem gera sitt-ítrasta til að
gleðja gamla fólkið á Betel um
jólin, langi til að heyra lýsingu
á jþví, hvernig við eyðum jólun-
um hér.
Jólin byrja hér snemma, því æ-
tíð vikuna fyrir jólin eru sendar
NÚMER 2
hingað jólagjafir úr öHlum áttum.
Margt af þeim er frá vinum og
vandamönnum heimilisfóilksins og
einnig frá félögum og öðrum
v;num stofnunarinnar.
Á aðfangadagsmorgun var les-
inn jólalestur og sungnir jóla-
sálmar að því loknu óskuðu heim-
ilismenn hver öðrum gleðilegra
jóla. önnur forstöðukonan, Miss
Julius, les húslestra hér, ætíð þeg-
ar ekki er messað. Hin forstöðu-
konan, Mrs. Hinriksson, er for-
songvari og sér um sönginn.
Á aðfangadagskvöld komum við
s\o saman til að syngja. Það sem
okkur vantaði helzt, voru meiri
söngkraftar. Fyrir rúmum tveim
ur árum dó hér á Gimli maður,
sem við hér á Betel söknum að
svo mörgu leyti, en sérstaklega,
þegar við komum saman til að
syngja, því hann var ætíð reiðu-
búinn til að koma; og gleðja okk-
ur með nærveru sinni og söng —
maður sá var Sveinn sál. Björns-
son.
En þó við værum svona fá og
smá, þá samt hópuðum við okkur
saman og sungum hvert með sínu
nefi, og hér voru sungnir jóla-
sálmar og aðrir íslenzkir söngv-
ar á öllum gólfum á jólanóttina.
Fólkinu hér þykir svo vænt um
um söng. Allir voru í anda glað-
ir; þó sumir væru veikir, þá
streymdi kærleiksylur frá svo
mörgum út í frá til þeirra, og sá
sem tekur með þakklátu hjarta á
móti gjöfum guðs og manna, finn-
ur frið og blessun gagntaka sálu
sír.a.
Á jóladags morguninn, kl. hálf-#
tíu, var haldin hér jólaguðsþjón-
usta, af okkar kæra sóknarpresti,
séra Sigurði Ólafssyni. Var guðs-
þjónustan hátíðleg og að henni
afstaðinni var á ný óskað gleði-
llegra jóla, og presturinn heim-
sótti alla þá, sem sökum lasleika
ekki gátu farið úr herbergjum
sínum. (Það gerir hann einnig á
hverjum sunnudegi, að aflokinni
messu hér.)
Enn er eftir að þakka opinber-
lega fyrir gjafir hingað, þó a3 •
áður hafi verið þakkað fyrir hin-
ar miklu matargjafir, sem heim'l-
inu voru gefnar: Fyrst hin fögru
jólakort, sérstaklega prentuð fyr-
ir Betel, sem Andrés Helgason í
Kandahar, Sask., hefir árlega gef-
ið heimilinu. Upplagið hefir ver-
íð svo mikið, að hver heimilismað-
ur hefir getað sent nokkur kort
til vina sinna. Um ein jól sendi
hann okkur hin undurfögru heil-
ræði Hallgr. Péturssonar skraut-
prentuð. Voru þau send út héðan
af heimilisfólkinu til fjölda vina,
bæði á íslapdi og í Ameríku. Nú
er hann svo Iamaður á heilsu, að
hann getur þess í bréfi, að þessi
jól verði þau síðustu, er hann
sendi okkur jólakortin, því starfs-
kraftar sínir séu að þrotum komn-
ir. Af hjarta biðjum við guð að
launa honum fyrir okkur, og senda
honum endurskin af öllum þeim
gleðigeislum, sem jólakortin hans
hafa fært okkur og öðrum.
Næst vildi eg nefna hljómplöt-
ur, sem Ásmundur P. Jóhannsson
gaf heimilinu eftir Pétur Jónsson
og Eggert Stefánsson. íslenzkar
hljómplötur eru sérlega mikils
virði til okkar á Betel. Og getur
fólk varla gert sér grein fyrir,
hvað það getur aukið á heimilis-
gleðina hér, að hlusta á fögur lög
á okkar “grammophone”. Sérstak-
lega dáum við íslenzku lögin; þó
eru enskar h'ljómplötur einnig
rujög kærkomnar, og þökkum við
gefendum af hjarta.
Og svo síðast vildi eg minnast
á eitt af því, sem gladdi okkur
sérstaklega. Það var fagurt jóla-
tré, sem okkur var gefið, úr garði
prestshjónanna, Mr. og Mrs. ól-
afsson. Hjó presturinn það sjálf-
ur og færði okkur hingað heim;
sendu þau hjónin svo dætur sínar
þrjár með allslags skraut til að
prýða það og setustofu okkar með.
Jók það meira en við getum sagt
frá á jólagleðina, því hver grein
og hvert blóm andaði til okkar
hlýleik og kærleika. Á kertunum
kveiktum við svo síðast gamlárs-
kvöld, þegar við komum hér sam-
an og sungum.
Þannig enduðu þessi þrettándu
jól okkar hér á Betel, sem voru
j okkur öllum inndæl jól, ein af
| þeim ánægjulegustu, er við höf-
um átt. Hér eru nú þrír vistmenn-
sem verið hafa hér öll þessi
þrettán jól.
Af hjarta biðjum við guð að
launa öllum þeim, sem á einn eða
annan hátt hjálpuðu til að auka
jólagleði okkar.
Einn af vistmönnum.